Nokkurn veginn allir enskir fjölmiðlar virðast vera sammála um að Luis Suarez sé á leið til Barcelona á næstu dögum. Echo segja að þetta sé klárt því Barca hafi samþykkt að borga klásúluna í samningi Suarez við Liverpool, sem er um 75 milljónir punda. Það myndi þýða að Suarez yrði þriðji dýrasti knattspyrnumaður sögunnar – aðeins á eftir þeim Bale og Ronaldo og talsvert á undan Zlatan í fjórða sæti.
Í Echo segir:
Luis Suarez is on the brink of leaving Liverpool FC after Barcelona agreed to pay his release clause of around £75million. The structure of the deal still needs to be thrashed out but the ECHO understands the transfer could be completed as early as next week.
Negotiations between the clubs began in London on Wednesday and progress has been swift. Reds chief executive Ian Ayre informed the Catalan giants that the Uruguayan striker wouldn’t be allowed to leave for less than the release clause in the lucrative contract he penned last December.
After accepting that Liverpool wouldn’t budge, Barcelona officials have now vowed to pay the asking price.
Guardian halda því hins vegar fram að þetta sé ekki ennþá klárt og að málið byggist enn á því hvað gerist með Alexis Sanchez. Sumir segja að hann vilji vera áfram hjá Barcelona, aðrir að hann vilji fara til Arsenal. Ég segi að við bíðum bara róleg þangað til að hans mál komast á hreint – jafnvel þótt hann vilji fara til Liverpool, þá getur tekið tíma að klára hans mál – mun lengri en mál Suarez, sem hefur eflaust verið í sambandi (í gegnum umboðsmann) við Barcelona í einhverja daga.
Hvernig sem þetta endar, þá er það auðvitað áfall fyrir Liverpool að missa besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar. En Suarez hefði misst af þriðjungi tímabilsins og við vissum alltaf að einhvern tímann myndi hann vilja fara til spænsku risanna ef þeir myndu vilja fá hann til sín. Ef að Liverpool ætla að keppa við liðin sem eru með ótæmandi sjóði þá verða þeir að vera skynsamir og partur af þeirri skynsemi getur klárlega falist í því að selja menn einsog Suarez þegar þeir eru algjörlega á hátindinum – Suarez er að verða 28 ára og hefur verið stórkostlegur, en hann meiddist í sumar í fyrsta skipti í langan tíma og hefur verið í banni ítrekað svo það er spurning hvort þetta sé ekki ágæt tímasetning á sölunni, þótt það sé sorlegt að sjá á eftir þessum stórkostlega leikmanni.
En stóra testið er framundan fyrir FSG, Rodgers og Ayre að eyða þessum Suarez peningum skynsamlega – hvort sem það er í Sanchez eða aðra menn. Það er vel hægt að kaupa 2-3 heimsklassa leikmenn fyrir þessa Suarez peninga, en það er líka hægt að eyða þeim í tóma vitleysu einsog Tottenham menn gerðu í fyrra. Ég ætla að kjósa að vera bjartsýnn á að menn standist þessa prófraun.
Getum alveg fengið tvo til þrjá heimklassa leikmenn fyrir þennan pening. Synd að missa Suarez , en þetta hlaut að koma á einhverjum tímapunkti. Það væri óskandi að sanchez vildi koma, og svo gætum við styrkt vörnina enn frekar.
Fá Sanchez og setja svo megnið af peningnum í Mats Hummels. Þá þurfum við ekkert að spá meira í Lovren.
Er ég eini maðurinn á þessari plánetu sem heldur að Suarez verði Liverpoolleikmaður þegar flautað verður til leiks í haust?
Að samningar séu ekki eftir að nást við Barca, eða það verði eitthvað vesen með þetta Sanchez mál og það gerist ekkert?
Ég sé sturridge, sterling, lambert, coutinho, lallana og gerrard alveg skora einhver mörk. Mér finnst að forgangsröð inn ætti að vera að styrkja vörnina númer 1,2 og 3. Þegar nýr miðvörður og vinstri bak vörður er kominn þá má Skoða fleiri sóknarleikmenn.
Ég hef verið að undirbúa þessa sölu núna í talsverðan tíma og held að ég sé að ná endum í því máli.
Andlega innan í sjálfum mér.
Kannski er þetta hárrétti tímapunkturinn. Kannski verður þessi gluggi þannig að púslin falla hvert á sinn stað í stórkostlegri liðsheild á næsta tímabili.
Ég mun alltaf biðja um það umfram einhverja einstaklinga.
En hvernig er það með hnésparkið og Neymar. Fer ekki sá Kólumbíski í 5 mánaða bann frá veru sinni á þessari jörð? Brákaður hryggjarliður er ekkert grín. Æj nei, þetta er víst hluti af leiknum.
Einn ennþá bitur.
YNWA.
Ég held að upptalningin í athugasemd 5 segi allt sem segja tarf um framhaldid. 5 enskir landsliðsmenn.
Ein pæling og afsakið þráðránið.
Hvort er alvarlegra að keyra hnéð í bakið á mönnum þannig að þeir liggi óvígir eftir með brákaðan hryggjarlið eða að narta í öxlina á þeim og skilja eftir mar og sært stolt en að öðru leyti gangfæra??
Getur þessi gaur sem afgreiddi Neymar í gærkvöldi átt von á fjögra mánaða banni?
Er sammála Einari Erni í þessu. Bissnessinn gæti varla verið betri, topp verð fyrir 28 ára mann sem var að meiðast í fyrsta sinn.
Er líka forvitinn að sjá hvort Suarez slái í gegn í algjöru toppliði eins og Barca – villidýrseðlið í honum er svo einstaklings- og sjálfsmiðað. Hann er frábær leikmaður í liði sem stólar á hann, sérstaklega á móti lakari andstæðingum. En í liði með Neymar og Messi?? Verður fróðlegt að sjá.
Til aðeins lengri tíma, 2-5 ára, held ég að sala núna sé mjög ráðleg. Liverpool er í uppbyggingu, þarf tíma og pening til að geta lagt næsta lag af hornsteinum, og til þess verðum við að grípa tækifæri á sölu eins og þessari. Þetta mun mjög líklega þýða að við verðum í besta falli í baráttu um 3-4 sætið á næstu leiktíð, en ég er ekki frá því að svo hefði farið hvort sem er. Það fylgir alltaf spennufall ævintýratímabili eins og því síðasta, þegar væntingar eru himinháar, menn langar í sama gírinn og þeir voru í en hann dettur ekki inn. Þá fara menn að rembast, reyna of mikið og útkoman veldur vonbrigðum. Kannski er bara best að framkvæma uppskurðinn núna, selja Suarez, kaupa stórefnilega menn sem eiga 1-2 ár í toppinn, taka sér tíma í að feida Gerrard út og taka dolluna eftir 2-3 ár. Hver veit.
Ps. Allt í lagi að benda á að geðveikleiki Suarez er óþarfur í ofangreindri pælingu, en sé hann tekinn inn þá auðvitað styrkir hann röksemdafærsluna.
Vandamálið er að við erum ekki að kaupa stórefnilega menn. Ricky lambert og lallanna á tæpar 30 millj. Gbp verða seint taldir efnilegir. En ég er alveg sammála því að ef að það á að selja Suarez er tíminn núna. Sé bara ekki að metnaður sé hjá félaginu að kaupa almennilega menn í staðinn. Afhverju t.d er aldreí verið að orða okkur við topp leikmenn svo sem tony kroos og fleiri?
Ég held einmitt að málið sé að ef litið er á businessinn þá virkar þetta sem mjög fínn díll fyrir okkur. 75 milljónir punda fyrir 28 ára þriðja besta mann í heimi eins og hann hefur spilað síðustu 2 ár, sem er virkilega tæpur á geði og var að meiðast í fyrsta skipti á ferlinum eins og Einar kom inná. Hver veit hvað gerist í kjölfarið á meiðslunum en hann hefur enga hvíld fengið eftir aðgerðina. Mér fannst hann virka eins og hálfur maður gegn Englendingum en það dugði til að klára það slaka lið – hann hafði margoft tækifæri á að fara einn á einn sem hann hefði gert í öllum tilvikum fyrir meiðslin en virtist spila honum einfalt í staðinn í þessum leik.
Ef við ætlum að selja hann á einhverjum tímapunkti til að fá eitthvað fyrir hann þá er sá tímapunktur núna. Ef meiðslin plaga hann á tímabilinu þá má gera ráð fyrir að virði hans falli um allt að helming – þá höfum við næsta sumar 29 ára gamlan geðsjúkling sem hefur átt erfitt tímabil og framhaldið óvissa. Auðvitað er þetta allt stórt EF eins og allir dílar eru en ég lít á þetta sem gott tækifæri til að fá góðan pening fyrir frábæran leikmann sem samt stendur ekki beint fyrir það sem skiptir Liverpool miklu máli -flotta ímynd. Seljum hann á 75 milljónir og notum penginn í að halda uppbyggingunni sem er á svo góðri leið áfram – leitum að næsta gullmola eins og A.Madrid hefur margoft gert. Fyrir mér passar þessi díll eins vel og hægt er við stefnumótun Liverpool undir stjórn John W. Henry og Co.
Kannski er ég bara svona voðalega svartsýnn/bjartsýnn (eftir því hvaðan menn horfa á það) en ég þori ekki alveg að skrifa leikmannakaup Tottenham sl. sumar sem algjört flopp eða tóma vitleysu. Síðasta tímabil ok, þá var þetta klárlega slæmt flopp en ég held að þessir leikmenn sem þeir keyptu inn séu allir töluvert betri en þeir sýndu í fyrra og held að þeir (sem verða áfram) sýni það allir í vetur.
Tottenham seldi ekki bara sinn besta leikmann, þeir þurftu að breyta nánast alveg um stíl í kjölfarið og fengu til þess 5-6 ólíka leikmenn, alla utan EPL. Liðið var undir töluverðri pressu sem það réð ekki við og þeir gáfu þjálfaranum hálft tímabil til að púsla þessu saman.
Ef við horfum á þetta bara út frá ensku úrvalsdeildinni sem var klárlega eina keppnin sem skipti einhverju alvöru máli fyrir Spurs á síðasta tímabili þá fékk Andre Villas-Boas 16 leiki til að takast á við söluna á einum besta leikmanni í heiminum í dag og fá 5-6 nýja leikmenn til að ná saman, enginn þeirra með reynslu af ensku úrvalsdeildinni. Einn kom úr deildinni í Brasilíu, annar frá Ítalíu, næsti kom úr Spænsku deildinni, einn kom úr Frönsku deildinni, enn einn úr Hollensku deildinni og sá síðasti frá deildinni í Rúmeníu.
Hvort Villas-Boas var rétti maðurinn fyrir Spurs eða ekki er ekki mitt að dæma og hvað gekk á innan herbúða Spurs er erfitt að segja en þegar hann var rekinn 16.desember var Tottenham í 7. sæti í deildinni, 5 stigum á eftir liðinu í 4. sæti. Sex stigum á eftir liðinu (Liverpool) í öðru sæti sem þá nýlega var búið að vinna þann sex stiga leik.
Nýja leikmenn Tottenham get ég ekki dæmt út frá þessum litla tíma sem þeir fengu, ofan á þetta var liðið að spila í Europa League. Tim Sherwood kom í staðin fyrir AVB og að ætla dæma frammistöðu góðra leikmanna eftir gengi undir stjórn Sherwood er eins vitlaust og að dæma menn eftir frammistöðu undir stjórn Roy Hodgson.
Þrátt fyrir þetta allt fékk Tottenham bara þremur stigum minna (69) á síðsta tímabili en liðið fékk tímabilið á undan (72). Núna eru þeir með nýjan og líklega mun betri stjóra en bæði AVB og Sherwood og 5-6 leikmenn sem eiga helling inni m.v. síðasta tímabil, alla með reynslu síðasta tímabils á bakinu.
Satt að segja fannst mér leikmannakaup Tottenham í fyrra frekar spennandi, sérstaklega fyrir lið sem var utan meistaradeildarinnar. Það má alveg gefa sér að a.m.k. helmingurinn slái ekki í gegn og mig grunar að það verði ca. niðurstaðan þegar ferill þessara manna hjá Spurs verður gerður upp. Skoðum aðeins hverjir komu:
Paulinho £17m – Þetta er byrjunarliðsmaður á miðjunni hjá Brasilíu á HM, hann er þar m.a. fyrir framan Ramires, Sandro og Lucas Leiva. Þetta er enginn pappakassi og það er ekkert fáránlegt eða nýtt að Brasilíumaður taki meira en eitt tímabil að aðlagast lífinu á Englandi.
Nacer Chadli £7m – Ekki beint öfundsverður af því að koma inn sem kantmaður í sömu stöðu og Bale var að spila og var aldrei hugsaður sem like for like. Þessi strákur er að spila stórt hlutverk í landsliði Belga á HM og það kemur varla á óvart að leikmaður frá Twente í Hollandi þurfi eitt tímabil á Englandi til að aðlagast.
Roberto Soldado £25,8m – Klárlega vonbrigði síðasta tímabils hjá Spurs enda kom það flestum á óvart að þeir gætu keypt þennan leikmann utan meistaradeildarinnar. Breytiir því ekki að hann er ennþá á mála hjá Tottenham og ég efa að hann verði jafn lélegur aftur á þessu tímabili.
Etienne Capoue £8,6m – Erfitt að dæma þennan leikmann enda spilaði hann bara 12 deildarleiki og var mikið meiddur ef ég man rétt. Hann kostaði ekki svo ýkja mikið.
Christian Eriksen £11m – Sá eini af nýju leikmönnum Tottenham sem flokkast ekki sem flopp eftir fyrsta tímabilið. Þetta er bara hörkugóður leikmaður sem þeir fengu hræódýrt og selja líklega á þreföldu verði á næstu 1-3 árum.
Erik Lamela £25,8m – Klárlega langmesta flopp síðasta tímabils og leikmaður sem þeir eiga fullkomlega inni. Þetta er miklu betri leikmaður en síðasta tímabil gaf til kynna og efni í alvöru stórstjörnu. Vonandi verður ekki af því en ferill hans hjá Tottenham verður ekki dæmdur núna, hann var sagður vera meiddur í fyrra en er a.m.k. mættur til æfinga aftur m.v. myndir í dag.
Vlad Chiriches £8,5m – Nokkuð dýr m.v. varnarmann frá Steua Bucharest og var ekki að heilla í fyrra. En það er sama með hann og hina, það getur ekki komið á óvart að leikmaður úr Rúmensku deildinni þurfi meira en nokkra mánuði til að aðlagast.
Staða Tottenham í fyrra og Liverpool núna er nokkuð svipuð hvað varðar sölu á besta leikmanni félagsins. Engu að síður held ég að Liverpool sé í töluvert betri stöðu til að fylla skarð Suarez en Tottenham var þegar kom að því að fylla skarð Bale. Liverpool getur boðið upp á meistaradeild þó ég sé ennþá á þvi að Tottenham hafi náð að kaupa mjög góða leikmenn í fyrra m.v. að geta ekki boðið upp á þá deild. (ekki hægt að sjá fyrir hvernig síðasta tímabil færi).
Aðalmunurinn held ég að felist í stjóranum og þeim leikmönnum sem við eigum fyrir. Rodgers er mun fastari í sessi og að ég held bara mun meira spennandi (og betri) stjóri en Andre Villas-Boas. Liverpool þarf ekki að breyta alveg um stíl þó að Suarez fari og ef eitthvað er held ég að Rodgers geti með sölu á honum farið nær því leikkerfi sem hann vill helst spila. Það var ekki hægt að koma Suarez eða Sturridge úr liðinu í fyrra og þetta heppnaðist frábærlega en “all out attack” er ekkert eina aðferðin til að spila fótbolta. Þeir sem koma í staðin fyrir Suarez held ég að verði aldrei like for like sóknarmaður (enda slíkur maður ekki til) heldur fjölhæfur maður sem getur spilað allar stöðurnar fyrir aftan sóknarmann (og frammi). Sanchez, Shaqiri og Markovic færu allir í þann flokk).
Til að reyna klára þetta þá held ég að Liverpool fari nokkuð svipaða leið og Tottenham í fyrra fari svo að Suarez fari, vonandi þó með betri árangri. Gleymum því ekki að fyrirfram virkuðu kaup Tottenham töluvert spennandi, meira spennandi að mínu mati en þau leikmannakaup sem Liverpool hefur gert það sem af er þessum glugga.
Fyrir mér er Lallana alls ekki meira spennandi en Eriksen var í fyrra (hvað þá núna) og kostaði hann meira en helmingi minna.
Emre Can er mjög spennandi en ég er ekki viss hvort ég væri meira spenntur fyrir, honum eða Paulinho sem Spurs keypti í fyrra.
Rickie Lambert er mjög skemmtileg saga og vonandi góð viðbót, hann er samt alls ekki nálægt því eins spennandi og Soldado/Lamela var fyrir síðasta tímabil. Kannski ekki hægt að bera þá saman en þeir a.m.k. leysa sama hlutverk.
Sanchez væru að mínu mati gríðarlega spennandi heimsklassakaup gangi það eftir, það eru leikmannakaup sem meistaradeildin gefur okkur séns á.
Shaqiri eða Markovic eru ekkert meira spennandi en Lamela var fyrir síðasta tímabil. Lamela var ef eitthvað er talinn vera mun stærra nafn en þessir (mjög spennandi) leikmenn eru núna. Þessir menn sem eru orðaðir við okkur núna eru þó allir mun meira spennandi en Chadli var í fyrra enda hann óþekkt nafn þá.
Capoue og Chiriches kostuðu ekki það mikið en Liverpool stórbætir vonandi árangur Tottenham þegar kemur að kaupum á varnarmönnum. Við verðum að gera það.
Niðurstaða, það er oft snemmt að dæma leikmannaglugga eftir eitt tímabil og síðasta tímabil hjá Tottenham var bæði ekki eins slæmt og margir halda og því síður góður mælikvarði á hvernig þessum leikmönnum mun reiða af á Englandi. Persónulega tippa ég á að a.m.k. helmingurinn af þeim verði mjög góðir og ég efa að þessi viðskipti þeirra komi út í tapi í heildina.
Sjáum bara hversu stór plús er af viðskiptum okkar í janúar 2011 þegar við keyptum Suarez og Carroll. Þau viðskipti voru fjármögnuð nánast 100% með leikmannasölum á sama tíma. Kostnaður var ca. 60m og mun lægri launakostnaður. Nú þremur árum seinna hefur þetta (líklega) skilað okkur aftur í meistaradeildina og ca. 80m í kassann. Þetta er ágætt m.v. 20m tap á Carroll (kaupverð/söluverð).
Þetta var svona fjórum sinnum lengra hjá mér en það átti að vera, sorry.
Þú sagðir það Babu.
1. Við erum með stjóra sem lítur vel út, verður hjá okkur til lengri tíma og getur byggt inn í púslið sitt.
2. Tottenham var ekki að kaupa inn í tiltekið kerfi, eða ekki gott að sjá það amk.
3. Líka allt í lagi að rifja það upp að Suarez var ekkert frábær síðustu mánuði síðasta tímabils en liðinu gekk samt vel og aðrir stigu upp, þ.e. þar til Henderson fór í bann og jafnvægið í leiknum fauk endanlega út um gluggann. Það verða færri 6-3 leikir en kannski fleiri 2-0.
Ég hef engar áhyggjur af Tottenham floppi, en við verðum að kaupa skynsamlega og tjalda til lengri tíma.
Aly Sissoko fyrir 15 milljónir og Eið Smára fyrir afganginn…….:)
strákaar, ég er hlynntur því að kaupa 1-2 varnarmenn. En á síðasta tímabili sóttu okkar menn á 8 leikmönnum. Þá er ekkert skrýtið að við höfum fengið nokkur mörg á okkur. ég hef einhvern veginn aldrei skilið hvað allir eru að væla um miðvörð, Skrtel og Sakho munu vera rosalegir á næstu leiktíð. En ef það klikkar eitthvað þá eigum við alltaf Agger sem er solid varamaður og ef einhver meiðist þá eigum við Ilori sem var frábær hjá Granada. En ég er sammála að það vantar góðan og öruggan bakvörð (jafnvel tvo). Ég hreifst persónulega mjög mikið á Mauricio Isla og tel hann mjög vænlegan kost.
Væri ekki þjóðráð að taka Torres til baka núna ??
Nr. 14
Var hann í klippingu?
Tóti tönn verður seldur og kaupa í staðinn James Rodríguez ….það ætti að vera góður kostur.
Strákar, gott fólk..
Ég held ég sé kominn með vott af þunglyndi eftir þennan blessaða Ítalíu leik.. Èg hef fundið fyrir miklum doða og áhugaleysi gagnvart fótbolta og er farinn að hella mér í vinnu og fjölskyldulíf..
Ég nenni ekki að fylgjast með HM, ég er hættur að refresha kop.is og F5 takkinn er rykfallinn.. (Eftir nokkra bjóra kom kjarkurinn í að kíkja hér inn, og ég þorði ekki að lesa kommentin )Og það sem versta er ég er hættur að gleðjast yfir félagaskiptum til Liverpool .. Hvað er að?
Kærastan brást mér, hélt framhjá mér og er komin í fangið á nýjum gaur.. Ég held samt í vonina hún skipti um skoðun og komi til baka .. Ástin og afneitunin er það sterk.. Ég elska Suarez og get ekki hugsað mér næsta vetur án hans, jafnvel þó við séum betur settir án hans..
Kveðja,
Einn í ástarsorg með tárin í augunum..
Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði.
Mínar tilfinningar í hnotskurn.
Drama.is
Ég horfði uppá þennan mann gráta eftir jafntefli við Crystal palace á síðasta tímabili, var það eingöngu útaf því að hann vildi persónulega vinna þennan leik eða var það útaf því að liðið hans var að missa af titlinum!? Það er eitthvað sem segiru mér að það blundi í þessum manni Liverpool hjarta. Sjáum til hvernig fer, ef hann verður seldur þá verður bara svo að vera en ég er alls ekki svo viss um að hann fari. Allt þetta raus um að þetta sé réttur tímapunktur til að selja er eins og skita úr kú! Hvernig í veröldinni getur nokkurn tímann verið réttur tímapunktur að selja besta framherja í heimi!!??
Jæja Dejan Lovren er ólmur í að komast til liverpool.
http://www.espnfc.com/story/1935201/southampton-defender-dejan-lovren-wants-liverpool-move
Mikið er nú gott að okkar menn standi í lappirnar og leggi allt í sölurnar með að fá Sanchez
með í Suarez dílnum. Höfum ekkert við peninga að gera sem við getum ekki eytt. Erum í lykilstöðu með að ná Sanchez og það ber að nýta eins og hægt er. Láta Barcelona hamra á honum að semja við LFC og ekkert múður. Þetta er langbesti bitinn sem er í boði og ef hann kemur plús einhverjar 40-50 milljónir punda að auki þá er það frábær díll fyrir LFC, ef við getum yfir höfuð sætt okkur við að vera að missa Suarez. Held að menn verði bara að horfast í augu við það og reyna að ná því besta út úr stöðunni.
Sanchez á diskinn minn allan daginn!
gleymdi að láta þennan link fylgja með http://www.lfconline.com/feat/ed11/sanchez_holding_up_suarez_deal_835866/index.shtml
En eru menn ekkert að spá í því að vera fá Sanchez sem hefur mögulega engan áhuga að koma til Liverpool? Viljið þið þannig gaur í liðið?
Þurfum við Dejan Lovren? Erum við ekki búnir að taka nóg frá Southampton?
Liverpool þarf að styrkja vörnina, Dejan Lovren er sterkur miðvörður sem er kominn með góða reynslu úr Premier League, aukatariði hvort hann komi frá Southampton eða ekki.
http://www.liverpoolecho.co.uk/news/showbiz-news/carol-anthony-ian-rush-irish-7378657
Rush kann ennþá að skora 🙂
Saints vildu ekki selja Lallana en hann fór í fýlu og liverpool hamraði á þeim og rodgers talaði vel um hann. Nú er sama að gerast með lovren og hefur hann farið fram á sölu og er víst æfur að fá ekki að fara til liverpool.
er liverpool eitthvað skára en barcelona sem er að eltast við suarez sem vill greinilega fara? Ég bara spyr
í sambandi við Sanches, ef hann vill ekki koma til liverpool(sem er fallegasti, stórkostlegasti og mikilvægasti fótboltaklúbbur í heimi -alveg hlutlaust mat). Þá vill ég einfaldlega ekkert sjá hann í rauðu treyjuni. Þeir sem spila í treyjuni fögru eiga að gera það af stolti og ástríðu en ekki af því að þeir voru neiddir til þess.
Twitter segir að Markovic sé done deal. 25 milljónir evra.
það er reyndar 40m evra..sem er svona 35m punda…veit ekkert um þennan mann enn efast um að hann sé svona mikils virði.
sagt að þetta verði tilkynnt i kvöld
20 milljónir punda fyrri tvítugann strák úr Portúgölsku deildinni?
Hlýtur þá að vera næsti Ronaldo…
eða næsti Bebe
Skv. þessu slúðri 25 m evra.
http://www.101greatgoals.com/blog/rumour-liverpool-have-signed-benficas-lazar-markovic-for-e25m-expresso/
Emre Can hefur fengið treyju nr. 23.
Engin pressa á þeirri treyju eða þannig, Carra algjört legend!
http://bbc.in/1mnHr4L. Origi díllinn kominn í gegn?
#35
og á undan Carra var það sjálfur Guð sem bar númerið 23.
Origi virðist nánast vera done deal og Lazar Markovic er að nálgast okkur samkvæmt nýjasta slúðri.
http://www1.skysports.com/football/news/11669/9373989/transfer-news-liverpool-closing-on-benficas-lazar-markovic-according-to-reports
Það er ekki hægt að segja að liverpool sé ekkert að gera í þessum glugga. Við vissum að það þurfti að auka breidd og það er að gerast.
Ætlum við í alvöru að fá 19 og 20 ára staðgengla fyrir Suarez? Hvorugur þeirra með reynslu úr sterkustu deildum Evrópu.
Êg trúi ekki ödru en tad komi einn world class striker líka, einhver 30mill +
Markovic er aldrei ætlaður til þess að fylla skarð Suarez. Við erum að fylla hópinn með helling af ungum og efnilegum leikmönnum og Markovic er talinn vera þvílíkt efni og þessu fagna ég, virkilega ánægður með þetta og vona að hann nái að vaxa í rauðu treyjunni. Það sama mætti segja um Origi. Svo er nóg eftir af glugganum til þess að kaupa meira proven talent og oftast gerast þau leikmannaskipti mjög seint. Hold your horses folks, it’s just the beginning
sýnist eins og menn séu að vinna vinnuna sína. Breikka hópinn fyrir CL allt það. Þurfum samt GÓÐA strikera til að hafa með Sturridge og Sterling nú þegar LS er farinn .. Það hljóta að koma 1-2 potarar til að styrkja þetta.
Vá, var að renna upp fyrir mér að þetta er örugglega komið hjá LFC í bili.. framlínan verður bara sturridge-sterling-lambert-origi…. … …
erum ekki að fara að kaupa annan striker,,,lambert kominn og origi að koma,,,efast um að það verði keyptir fleiri sóknarmenn
Skv BBC er Liverpool búið að ná samkomulagi við Lille um Divock Origi. Sjálfur myndi ég velja Lukaku fram yfir allan daginn en hvað finnst ykkur ef þetta er málið???
Ég efast um að þetta breyti miklu þar sem hann verður líklega á láni áfram hjá Lille.
Maður er nátttúrulega enþá að jafna sig á því að Suarez virðist vera að fara. En ef maður reynir að líta yfir málin með yfirveguðum hætti þá sér maður að útlitið er bjart.
EF fram sem horfir að við séum að kaupa Lallana, Can, Lambert, Origi, Markovic plús left back og/eða hafsent þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn. Þessi viðskipti í sumar eru svo nákvæmlega það sem síðuhaldarar og fleri tengdir Liverpool hafa verið að fjalla um þegar þeir tala um stefnu John W. Henry og co í leikmannamálum. Við erum að selja okkar langbesta mann líklega á hátindi ferilsins og á hámarksvirði hans á ferlinum, það eru amk allar líkur á því að hann hafi átt sitt besta tímabil á ferlinum. Með því seljum við einnig launahæsta leikmanninn okkar og mann sem virðist ekki vera á nákvæmlega sömu línu og aðrir leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn.
Í staðinn erum við að kaupa leikmenn sem eru meira spurningamerki, á lægri launum og hafa talent í að springa út og verða með þeim bestu. Þegar ég rýni í þessi kaup þá hljóma þau eins og tónlist í mín eyru en auðvitað geta svona viðskipta brugðið til beggja átta eins og alltaf. Ekki má gleyma því að með sölu á einum manni getum við fjármagnað kaup á 4-5 og ef það er eitthvað sem Liverpool vantaði undir lok síðasta tímabils þá var það breidd og ég tala nú ekki um þegar leikjaálagið verður mun meira í vetur.
Sælir,
Fróðlegt að fylgjast með félagaskiptaglugganum hjá LFC miðið við fyrri glugga. Manni fannst Downing, Carroll og Charlie Adams spennandi þegar að þeir komu en við vitum hvernig það fór allt saman. Svo ég minnist nú ekki á Sahin.
Ég er búinn að vera að fylgjast með okkar ástkæra klúbbi á hinum ýmsum netmiðlum og fékk þá flugu í hausinn að menn í brúnni væri allt önnur plön en það sem netverjar halda fram. Núna er komið eitthvað hökt í Suárez til Barca en Liverpool hættir ekkert á markaðnum. Sanchez vill frekar fara til Arsenal svo þar með hef ég engan áhuga á að fá hann.
Origi á víst að fara strax til Lille aftur í lán svo hann er ekki að fara að bætast við hópinn strax. Flugan sem ég fékk í hausinn er nokkurn veginn á þessa leið..
Origi, Markovic, Can, Lovren og vonandi vinstri bakvörður koma inn. Jafnvel annar miðvörður eigi þessa fluga mín að lifa af.
Út fara Skrtel, Agger en enginn Suárez þar sem forsendan þarf víst að vera Sanchez inn eða Barca þarf að borga klásuna. (Barca skuldar hinum og þessum fyrir hinn og hennan svo ég lít svo á að það sé lost money) Svo er sp hvað gerist með Lucas sem er í sífelldum meiðslum og Gerrard er líklegast á sínu síðasta seasoni. Glen Johnson er overpaid miðað við framlagið á vellinum. Assaidi og Aspas hverfa væntanlega líka.
Gæti verið svo að FSG hafi ákveðið á einhverju pöbbarölti, eftir að hafa upplifað síðasta tímabil og hversu nálægt við vorum að landa titlinum að þeir hafi bara ákveðið að fara í vasana og henda vel í þetta og klára þetta helvítis mál. Að koma dollunni heim?!?
Eyðslan er nokkur miðað við síðustu glugga en með því að selja ofangreinda aðila koma einhverjar krónur inn tilbaka en liðin sem hafa unnið dolluna síðustu ár hafa ekki hikað við að henda inn alvöru pening til þess að vinna þann eftirsótta??
Hefur t.d. Suárez sagt eitthvað um að hann vilji fara til Barca? Þó svo að aðstoðarþjálfari og leikmenn Barca séu að opna á sér ræmuna þá skiptir það okkur engu. Lið sem getur ekki cashað út á bara að horfa út um gluggann í staðinn fyrir að gaspra fyrir einhverju sem þeir hafa ekki efni á.
Djöfull vildi ég að það væri eitthvað til í þessu hjá mér…
Liðið væri þá eitthvað á þessa leið.
Mignolet
Vinstri bak – Lovren – Sakho – Flanagan
Gerrard
Can – Henderson
Suárez – Sturridge – Sterling
Endilega baunið þetta niður hjá mér… 🙂
Ef ummæli Tabarez eru eitthvað nálægt sannleikanum um að Liverpool hafi verið búið að samþykkja að Suarez fari til Barca en bakkað út eftir tímabilið í vor þá setur það málið í nýtt samhengi.
Þá lítur bitið hjá Súra ennþá súrar út og lítur út fyrir að vera hans viðbrögð til að naga sig niður úr snörunni.
Ef rétt reynist þá er þetta það sem ég þurfti til að sætta mig við söluna.
Ef þetta var ekki bara stundarbrjálæði heldur tilraun til að losna út, vitandi það að ef hann gerir svona lagað aftur þá fengi hann sparkið, þá er hann orðinn history í mínum huga.
En margt er svosem slúðrað.
YNWA
Pælingin er góð Gísli og alltaf gaman þegar menn setja niður pælingar sínar. Ég er samt ekki sammála þér með sölu á Skrtel. Okkar besti varnarmaður á síðasta tímabili og við megum ekki við því að selja okkar besta varnarmann. Ég sé ekki bætingu á Lovren vs Skrtel, ég vill milklu frekar bæta Lovren við. Ég er sammála þér með Barcelona, hafa þeir virkilega efni á Suarez?
Virkilega spennandi leikmenn sem voru að skrifa undir atvinnusamning.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/165933-seven-young-reds-sign-pro-contracts
#49 Gísli, ertu viss um að þú viljir hafa vinstri bakvörðinn hægra megin og Flanagan vinstra megin?
Sælir félagar.
Alveg sama hvaða skoðun við höfum á Suares og hans hegðun. Fótboltalega séð (nýjung) kom hann einn og sér Liverpool á nýjan stall með hjálp Rodgers. Værum ekki hérna nema fyrir undramanninn frá Uruguay. Ættum að þakka honum fyrir sitt framlag til okkar ástkæra félags og óska honum alla hins besta hjá Barcelona. Verður reyndar gaman að fylgjast með Messi,Neymar og Suares spila saman. Hvílík snilld þar á ferð.
Hvílíkur fótbolta heili sem Babu er. Eins og að drekka vodka að lesa hann (álitinn alki). Wikipedia hvað!?
#53 hahaha, þetta á að vera á hinn veginn 🙂
#51 Ég er sammála þér. Hinsvegar er orðrómurinn um að Skrtel sé búinn með sinn vitjunartíma á Anfield háværari. Svo er líka hægt að bera saman fyrri tímabil. Nýafstaðna tímabil fór fram úr væntingum hjá Skrtel miðað við fyrri.. 🙂 Getur hann tekið tvö slík tímabil??
Það sem komið er, (Ef við höldum Suárez og fáum Origi og Markovic) þá mega menn fara að kaupa varnarmenn. Las í morgun að Ashley Cole sé bendlaður við okkur gæti verið góð viðbót en engin súper transfer. Hvað með Steven Caulker? Toure getur ekki endalaust verið á Anfield að selja bíla..
nr 46, ég stórefast að chelsea séu að fara að selja okkur leikmann núna þar sem að við verðum þeirra helstu keppinautar á komandi leiktíð ásamt city. Origi er virkilega spennandi leikmaður en það kemur í ljós hvernig hann mun spjara sig í ensku.
Varðandi Skrtel þá má selja hann fyrir mér og kaupa annan miðvörð. Vörnin var ekki að virka á seinasta tímabili og er orðin þreytt, Vill halda Sakho en selja Skrtel, Agger og Johnson og nýja menn inn. Það er enginn heilagur fyrir mér lengur ef að hann stendur sig ekki. Ég ætla að treysta Rodgers 100% fyrir þessum leikmannakaupum núna.
Selja Skrtel !?!? Hvað eru menn að reykja hérna? Langbesti miðvörður síðasta tímabils. Ef Lovren verður keyptur er hugmyndin örugglega að skipta Agger út.
#57 A. Cole er samningslaus og má tala við hvern sem er. Chelsea ræður engu þar um.
Auðvitað er nóg eftir af glugganum en það sem mér finnst helst þurfa að versla eru bakverðir. Glennarinn er búinn á því, honum hrakar bara. Ef liðið ætlar sér titla þá þarf að skipta honum út, helst selja á meðan enn fæst einhver aur fyrir hann. Sé Flanno sem back-up fyrir hægri bak. Er þetta Moreno mál dautt, á ekkert að fara að klára það?
Ashley Cole er farinn til Roma þannig að það mál er dautt
Reina inn fyrir Mignolet það er bara þannig. Mignolet gæti hafa kostað okkur titilinn í fyrra og Reina stóð sig vel eftir frekar döpur ár með Liverpool þar á undan. Reina er leiðtogi og alvöru maður og ég held að það væri gott að fá kallinn aftur til að stýra vörninni. Vörnin hefur verið mjög hauslaus enda mikið rót á henni.
Það sem við þurfum er að fá vinstri bakvörð sem spilar 35+ leiki á tímabili og góðan hafsent og finna okkur bestu fjögurra manna varnarlínu og reyna að spila á henni (Glen Johnson + hafsent til að spila með nýja hafsentnum sem myndar besta miðvarðarparið). Þetta rót og slaka cover sem vörnin fær frá miðjunni (það hvað við spilum hátt með liðið er náttúrulega líka vandamál sem fylgir því leikkerfi sem við spilum á köflum) þarf að laga fyrir næsta tímabil ef við ætlum að vera með í baráttu um titla, jafnvel þó Suarez yrði áfram þá er ekki hægt að treysta á að hann eigi annað viðlíka tímabil a.m.k. ekki bæði hann og Sturridge.
Ég er skíthræddur við brotthvarf Suarez.
Jú, brotthvarf á þessum tímapunkti er vel rökstutt og ég ætla ekki að hrekja það.
En. Hvorki Sanchez, Origi, Markovic né allir samanlagt eru að fara útvega annað eins fire power og Suarez.. langt því frá.
Að því gefnu að við náum að spila vörn í vetur, þá þurfum við kannski ekki +100 mörk en Suarez var lykillinn að titilrönni LFC síðast og hefði liðið náð að styrkja sig um 3-4 góða leikmenn + nokkra efnilega og/eða squad-players MEÐ Suarez áfram værum við að tala um annað rönn.
Ég er ekki eins bjartur núna. CL verður vafalítið töff og viðbúið að 2 alvöru lið verði með okkur í riðli. Hin stóru liðin 3 verða ekki minna öflug og united komið með stjóra og gæti unnið leiki.
Án Suarez, með núverandi staðfestum signings yrði afrek að ná 4.sætinu.
Á hinn bóginn gæti orðið mjög athyglisvert að sjá Barca spila næsta vetur 🙂
Suarez á eftir að bíta Messi fyrir að leyfa honum ekki að skora nógu mikið
Alexis Sanchez kemur ekki til Liverpool (staðfest)
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-fc-admit-defeat-pursuit-7386726
Konan hans vill búa í London
Balaque hefur yfirleitt rétt fyrir sér. Hann segir að þetta séu um 55 – 65 M punda. Hvaða rugl er það?
Miðað við þann verðmiða erum við að borga of mikið fyrir Lallana.
http://www.433.is/enski-boltinn/byst-vid-thvi-ad-suarez-skrifi-undir-hja-barcelona-vikunni/?utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter
Ég mundi fara varlega í að trúa þeim tölum sem kastað er fram Hendo.
LiverpoolFC News @LFCTransferNRS · 6h
Catalan media will try hard to convince Barca fans that they’ve signed Luis Suarez for a lower fee, like they did with Neymar.
Afhverju pressa þeir ekki að fá pedro í staðinn? Þar er gæða striker á ferð…