Liverpool hætta við kaup á Loic Remy!

Fréttamiðlarnir hafa allir fengið staðfestingu á því nú á sunnudegi að Liverpool hafa dregið sig út úr kaupum á Loic Remy frá QPR. Talið er að leikmaðurinn hafi ekki staðist læknisskoðun en ekki er alveg vitað hvers vegna – sumir segja hnémeiðsli, aðrir hjartavandamál – en það er í öllu falli ljóst að hann er ekki á leið til Liverpool í sumar.

Það er því ljóst að Liverpool fer aftur á markaðinn að reyna að finna annan framherja. Þetta verður áhugavert!

46 Comments

  1. Undarlegt mál.ég sem var mjög spenntur fyrir Remy, gott verð fyrir góðan leikmann. Hver er næstur þá ?

  2. Leiðinlegt að þetta gekk ekki eftir en fyrst og fremst þá vonar maður að hann eigi ekki við hjartavandamál að stríð. liverpool heldur áfram að Skoða leikmenn og það munu koma fleiri sterkir leikmenn inn áður en tímabilið byrjar. Byrjunarliðið gegn southampton: Mignolet, glen, skrtel,sakho,enrique,gerrard, henderson,Can, sterling, Coutinho og sturridge. Plús gríðarleg sterkur bekkur. lallana kemur svo inn fyrir Can þegar hann er orðinn heill.
    Skemmtilegt lið sem við verðum með. Vill að liverpool losi sig svo við Toure, Borini, Agger, Lucas og kaupum inn eitt stórt nafn , lovren og nýjan vinstri bakvörð.

  3. verst að lpool er ekki nógu stórt lið að mati benzema og við höfum ekki efni á cavani 🙁

  4. Já mjög skrítid. Hefdi verid fínn leikmadur fyrir 8,5 mill pund. Vonum ad liverpool fari skrefinu lengra og kaupi framherja sem virkilega styrki lidi. Veit samt ekki hvada leikmadur þad er i augnablikinu? Enn ég held ad þad sé morgunljóst ad þad verdur keyptur madur i stadinn fyrir remy

  5. Fjandinn. Þetta hefðu verið flott kaup ef af hefði orðið (value/money)

  6. Fyrir 8.5m pund hefði nú alveg verið hægt að hafa hann í leikmannahópnum eða á bekknum, hann myndi örugglega skili fleiri leikjum en Agger heill . Fáir framherjar með svona statistic á svona verði.

  7. Get ekki sagt ég sé svekktur með að missa af Remy, átti erfitt með að gíra upp spennu fyrir þessum kaupum. Svipað reyndar með Lovren sem mér finnst ekki endilega byrjunarliðsmaður í Liverpool miðað við frammistöður hans í leikjum sem ég hef séð hann spila. En ég vill auðvitað Rodgers fái sína fyrstu kosti. Just saying.

  8. Kaupa Remy á 8,5
    Selja Borini á 14 og Assaidi á 7 var eiginlega of gott til að vera satt. Enda kom það á daginn.

    Vonandi er þetta ekki mjög alvarleg hjá kallinum og ég viðurkenni að það eru vonbrigði að fá hann ekki.

    Borgar sig að fagna ekki fyrr en viðkomandi leikmaður er kominn í skyrtuna.

    Það er augljóslega allt á fullu í leikmannamálunum hjá klúbbnum en það er augljóslega regla að borga ekki yfirverð fyrir leikmenn. Það verður að breikka hópinn, hann er allt of lítill. Þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa gert það en þetta er ekki nóg.

    Vinstri bakvörður er forgangsmál þrátt fyrir að Can geti spilað þá stöðu. Moreno, Origi,Saqiri, Cavani, Haffsent selja Borini og Assaidi og ég er sáttur 🙂

  9. “36 athugasemdir við “Um Loic Remy”

    Babu 23.07.2014 at 02:32
    Mögulega smá jinx en það er þá líka eins gott að Remy endurtaki ekki leikinn og semji einhversstaðar annarsstaðar óvænt núna.

    Thumb up 12,,

    Rólegur að jinx’a Remy!

  10. Hefði verið flott kaup f. þennan pening þó hann sé reyndar með nettan Bendtner syndrome hvað laun varðar. Ef hann er ekki 100% þá er lítið við því að segja, betra að það komi í ljós núna en meðan hann spilar fyrir Liverpool.

    Hann var að fara að vera backup fyrir Sturridge svo allar hugmyndir um Benzena, Cavani eða álíka menn má leggja til hliðar. Af núverandi leikmönnum deildarinnar, er Sturridge sá sem skoraði mest síðasta tímabil og frekar heimskulegt að ætla að kaupa mann til að slá hann úr liðinu. Lambert er fínn á bekknum en það þarf einhvern annan skyldi Sturridge meiðast eða þurfa hvíld. Vonandi að einhvern finnist fyrir það hlutverk.

    Hef annars fulla trú á að Sterling gæti tekið stöðuna að sér ef engin framherji finnst.

  11. Southampton hljóta að eiga fleiri leikmenn handa okkur,,,er ekki dani osvaldo til sölu ?

  12. 15 Ég
    Við höfum ekkert við fúlan frakka að gera, hann virðist alltaf vera með skeifu
    sá hann einusinni brosa í fyrra.

  13. Verður þá nokkuð Origi sendur í lán til baka? Verður honum ekki bara hent í djúpu laugina stax á þessari leiktíð.

  14. Lille seldi okkur origi með þvi skilyrði að hann yrði þar á láni á næsta tímabili…þannig að hann er alltaf að fara að verða þar

  15. leiðinlegar frettir, eg var spenntur fyrir honum.

    Hvað gerum við þá ?
    eg er mest hræddur um að Rodgers gefi þa Borini sensinn en það væri ef ekki glaður með.

    nuna strax er Jay Rodriguez fra Southampton orðaður við okkur, hann er með einhver 20 mörk i 60 leikjum fyrir Southampton, er ekki mjog spenntur fyrir honum og ja er ekki nóg að kaupa 3 fra Southampton i sumar.

    draumurinn væri Lukaku en se það ekki gerast.

    Cavani og Benzema verða aldrei sens heldur.

    Skildi það verða Bony ?
    hvaða möguleikar fleiri eru í stöðunni ?

    Minn draumur i þessum glugga er að klára Lovren, kaupa Shakiri líka og goðan 20 marka framherja.

  16. ja Bony er spurningin, hann er að skora slatta af mörkum allsstaðar þar sem hann er og hann gæti alveg verið 20 marka maður fyrir okkur í deildinni og alveg líklegur til að skora hátt i 30 mork i ollum keppnum.

    en hvað segiði um Jay Rodriguez ? er það virkilega eitthvað sem gæti skeð ?

  17. Er þá ekki tilvalið að ná sér bara í yngri og efnilegri frakka í honum Alex Lacazette (23) ? 🙂
    Átti flott tímabil með Lyon, 36 Leikir – 15 mörk og 5 assist! Ekkert ósvipaður Remy, fyrir utan það að þessi gæji hefur ekkert verið frá vegna meiðsla síðustu 2 tímabil og er einhverjum 4 árum yngri.

    Annars kítlar Danny Ings (22) mig líka, 40 leikir – 21 Mark og 7 assist í Championship á síðasta tímabili.

    Tek það fram að ég nefni engin stór nöfn vegna þess að ég hef ekki trú á að það sé stefna Rodgers að spila áfram tveimur framherjum saman uppá topp. Sérstaklega þar sem við eigum enga klassíska powerhouse kantara. Ef við klárum Lovren, vinstri bakvörð og kaupum aðeins meiri samkeppni fyrir miðsvæðið (Finnst Gerrard ekki alveg vera með þetta, hlífir vörninni ekki nógu vel. Þó það sé vissulega jákvætt að fá eitthvað úr þessari stöðu sóknarlega séð.) Þá er mér slétt sama þó við sleppum einhverjum 30mp framherja (Benzema?).
    Vona bara að við losum ekki of marga gæja í burt, ég er á því máli að mistök Tottenham hafi legið í því að losa sig við of marga, en ekki að kaupa of marga.
    Þ.e.a.s það voru of margir nýjir menn látnir spila sig inní liðið á sama tíma.

  18. Þegar liðið gengur inn á Anfield 16. ág, hvar hefur byrjunarliðið þá styrkt sig fyrir þessar 100 milljónir ?

  19. Jay Rodriguez, hann er næsta stoppustöð. Hann er alveg nógu góður!

  20. Ian Ayre (#23) spyr:

    “Þegar liðið gengur inn á Anfield 16. ág, hvar hefur byrjunarliðið þá styrkt sig fyrir þessar 100 milljónir ?”

    Lovren, Lallana (ef ekki væri fyrir meiðsli), Markovic og jafnvel Can. Svo á eftir að koma bakvörður sem fer beint í liðið og góður framherji.

    Einu mennirnir sem hafa verið keyptir í sumar án þess að vera að berjast um byrjunarliðssæti eru Lambert og … já einmitt, bara Lambert.

    Enginn hinna er með öruggt sæti í liðinu en það er pointið með kaupunum. Með komu Lallana og Markovic eru Sterling og Coutinho ekki lengur með öruggt sæti í liðinu heldur í mikilli samkeppni og breidd í stöðurnar. Það sama má segja um Lovren vs Skrtel/Sakho/Agger, Manquillo vs Johnson/Flanagan/Kelly og vinstri bakvörður vs Enrique/Flanagan.

    Samkeppni um stöður. Enginn öruggur með sætið í liðinu (nema Sturridge eins og hann er að spila og þangað til við kaupum framherja eftir Remy-klúðrið). Þannig nærðu því besta úr liðinu.

  21. Nei kommon ekki Jay Rodriguez með fullri virðingu fyrir honum, erum við að gleyma því að við seldum mann að nafni Suarez og ennþá hefur ENGINN komið inn fyrir hann! Ekki koma með svar að Markovic eða Lallana séu þeir því þeir spila allt aðrar stöður.

  22. For the record þá myndi ég tippa á að þetta lið byrji leikinn gegn Southampton, ÁN ÞESS að bæta við nýjum vinstri bakverði og framherja sem verður nær örugglega gert áður en glugginn lokar:

    Mark: Mignolet
    Vörn: Johnson, Lovren, Sakho, Enrique/Flanagan
    Miðja: Gerrard, Henderson, Can/Coutinho
    Sókn: Sterling, Sturridge, Markovic

    Bekkurinn yrði þá valinn úr eftirfarandi:

    Mark: Brad Jones (eða Pepe Reina ef hann fær að vera áfram, sem ég efast um)
    Vörn: Skrtel, Agger, Enrique/Flanagan, Manquillo, Kelly, Kolo Touré, Coates, Ilori
    Miðja: Can/Coutinho, Allen, Lucas, Conor Coady, Jordan Rossiter
    Sókn: Lambert, Ibe, Borini, Suso

    Auðvitað gætu einhverjir af þessum varamönnum verið farnir í fyrsta leik en pointið er að breiddin er miklu meiri núna. Úr varamönnunum gætirðu t.d. stillt upp þessu liði:

    Mark: Reina
    Vörn: Manquillo Skrtel Agger Enrique/Flanagan
    Miðja: Allen Lucas Can/Coutinho
    Sókn: Borini Lambert Ibe

    Þetta er hörkugott lið og það er FYRIR UTAN okkar sterkustu 11 í dag og FYRIR UTAN væntanleg kaup á vinstri bakverði og sóknarmanni. Og með okkar dýrustu kaup í sumar, Lallana, enn eftir að koma inn.

    Með öðrum orðum: það er algjör óþarfi að panikka þótt kaupin á Remy hafi fallið niður. Liðið er vel klárt í að byrja tímabilið á sigurbraut og hefur styrkt sig helling nú þegar, bæði byrjunarlið og breidd. Jú, við söknum Suarez en það myndu allir gera í okkar stöðu. Það verður að koma í ljós hvað leikmannakaup sumarsins geta en á pappírnum er Rodgers með haug af valkostum í allar stöður og á alveg að geta byrjað tímabilið af krafti.

    Slökum aðeins á hérna.

  23. Pælingin með Remy hefur eflaust einnig snúið að því að hann getur líka leyst kant stöðuna með prýði. Þannig að hann hefði komið til greina í 2-3 stöður. Það er tæpast eitthvað sem Bony getur…

  24. Ekkert hægt að gera við því þegar eitthvað “flassar” við læknisskoðun. Ég var alltaf à báðum àttum með Remy og fannst hann allt of mikið meiddur til að verða meira en uppfylliefni. Skynsamleg àkvörðun.

    Sturridge er nú enginn nýliði þegar kemur að meiðslum og kannski làn í ólàni að kaupin à Remy fóru í súginn. Núna þurfum við bara að nýta þetta njósnakerfi sem við höfum uppà að bjóða og kaupa rèttan framherja – framherja sem getur klàrað færi, er sterkur og teknískur sem og snöggur með glöggt auga fyrir spili og duglegur að spila sig fríann. Èg vildi Mata og Lukaku sl. janúar og Lukaku er enn à mínum óskalista og passar vel inn í okkar kerfi. Yrði okkar “Drogba”.

    Hvað Bensema varðar að þà er ég ekkert pirraður út í hann (nè Joe Cole) fyrir að segja LFC ekki nógu stóran klúbb en þetta er bara hàrrètt. LFC er stór klúbbur og einn af þeim stærstu í heimi en ætti að vera topp 5 í heiminum ef menn hefðu haldið à spöðunum utan vallar í gegnum 80s rètt eins og menn gerðu innanvallar. Við unnum nànast allt en fjölskyldan sem àtti klúbbinn (Moores) fannst bara nóg að geta borgað sér arðgreisðlur àrlega og ekkert að huga að því að stækka klúbbinn og markaðsetja sig í Asíu og annarsstaðar eins og ónefndur klúbbur frá Manchester.

    Ef Moores hefði haft metnað í slíka markaðsetningu og fylgt à eftir velgengni liðsins get èg fullyrt að Anfield væri stærsti völlur à Englandi, aðdáendahópur LFC um allan heim mun stærri, bankareikningar fljótandi í peningum osfrv. Èg meina, margir tala um að Chelsea og Man City sèu orðnir stærri klubbar en LFC sem staðfestir þennan pirring minn hèr að ofan. Èg sà viðtal við einhvern sèrfræðing à Sky Sports um daginn að aðdàendahópur ónefnd liðs frà Manchester utan Englands sè uþb 650 milljónir. Þetta hafa þeir markaðsett að mestu leyti í gegnum þeirra velgengni sl 20 àr – eitthvað sem við gerðum ekki. Ímyndið ykkur ef hver og einn eyddi £1 þýddi það £650m og þetta Financial Fair Play ekkert àhyggjuefni.

    Jæja, búinn að pústa. Hef ekki skrifað lengi. Afsakið hlè.

  25. engan veginn rétt að við séum búnir að styrkja okkur…við erum jú búnir að auka breiddina…við misstum besta mann deildarinnar og erum búnir að kaupa nokkur spurningarmerki i staðinn…veit ekki með lallana,,hver man ekki eftir þvi þegar við keyptum charlie adam, frábær hja blackpool…enn greinilega bara stór fiskur í lítilli tjörn.
    held að það sé nokkuð ljóst að við erum ekki nærrum eins sterkir og i fyrra

  26. Robbi nr 30

    við erum klarlega nu þegar með miklu miklu sterkara lið en i fyrra plús það að 2-3 leikmenn koma i viðbót 🙂

  27. Er eg sa eini sem held að Rodgers se hættur við að kaupa vinstri bakvörð ?

    Enrique er að koma til baka og ef hann er heill þa sla afar fáir hann útúr byrjunarliðinu, Can getur einnig spilað vinstri bakvörðinn og verið kostur nr tvö þar og svo gæti Flanagan verið kostur nr 3 i þessa stöðu.

    Eftir að Moreno datt upp fyrir og okkar menn hættu við Ben Davies þa held eg að Rodgers muni sleppa þvi að fa vinstri bakvörð allavega fram i janúar.

  28. skil ekki alveg hvernig þú færð það út.. án suarez i fyrra þá hefðum við verið i einhverju miðjumoði…við missum besta mann deildarinnar og fáum nokkur spurningarmerki i staðinn…markovich var öflugur i portúgölsku deildinni, enn það var BEBE líka

  29. Robbi, mikið voðalega geturu tuðað. Maður gæti bara haldið að þú værir manu maður undir fölsku flaggi í einhverskonar svartsýnis áróðri. Ég hef allavega ekki enn hitt þann Liverpool mann sem talar stanslaust um hversu lélegt Liverpool hefði verið síðasta tímabil án Suarez.

  30. Ég er ekki að fagna því að Remy eigi við heilsuvandamál að stríða (ef það er raunveruleg ástæða viðsnúnings Liverpool) en ég er hins vega mjög ánægður að hann skuli ekki ganga til liðs við Liverpool því hann er engan veginn nægilega góður fyrir Liv ef það á að reyna að gera eitthvað á komandi leiktíð. Hann er í besta falli góður miðlungsleikmaður. Ég hefði verið til í hann sem backup leikmann en nú er ljóst að hann átti að vera byrjunarliðsleikmaður, það er fáránleg meðalmennska. Núna verða menn að græja almennilegan framherja til að spila með Sturridge og hætta þessari helvítis meðalmennsku. Ég geri mér alveg grein fyrir því að Liverpool er ekki mest aðlaðandi lið í heimi og við erum ekki að freista toppleikmanna (þó svo að margir einfaldir stuðningsmenn Liverpool haldi það) en við getum fengið betri leikmenn en Remy og Bony!

  31. jón…ég er bara ekki svona hrikalega blindur…þetta eru bara augljósar staðreyndir

  32. Hvað með Klas Jan Huntelaar ?
    Hörku sóknarmaður sem veit svo sannarlega hvar markið er.

  33. Þetta var auðvitað alveg gefið eftir að ég gerði pistil um kappann, ég er meira pirraður yfir því heldur en að missa af Remy sem þó hefði að mínu mati verið flott viðbót við hópinn fyrir þennan pening.

    Hversu oft ætli maður á besta aldri standist ekki lænisskoðun?

  34. [img]https://fbcdn-sphotos-b-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xfp1/t31.0-8/10548167_10152714745382573_5642996275526558443_o.jpg[/img]

  35. Jón og Robbi. Þið hafið bàðir rètt fyrir ykkur. Suarez var besti leikmaður deildarinnar à sl tímabili og gerði LFC kleift að berjast um toppsætið og komast í champ league.

    Nú er hann farinn og það verður EKKI hægt að kaupa eftirmann hans “like for like” heldur er verið að fara að styrkja þunnskipaðan hópinn. Við getum svo allir/öll rifist um hvort leikmennirnir sem koma eru sterkir eða miðlungs.

    Lallana, Lambert, Lovgren: Allir með reynslu í deildinni sem er mikilvægt en hvort þeir standi sig hjà LFC er spurning. Èg treysti à “man-to-man” þjàlfunarhæfileika Rodgers og það er góð byrjun.

    Sama mà segja um Markovic sem kemur inn sem öskrandi efniviður en blessaður drengurinn hefur verið skoðaður í bak og fyrir af njósnurum LIV sem og annara liða. Èg treysti að BR nýti sýna persónutöfra og geri hann að næsta £50m+ leikmanni okkar og verði að okkar “Ronaldo”. Mà vera bjartsýnn!

    Lukaku í sóknina yrði àgætis framhald àsamt Shaqiri à vænginn sem èg tel að gæti àtt vel inn í PREM. Það yrði sterkt að geta breikkað hópinn úr sterku byrjunarliði og yfir í sterkan 18 manna hóp.

  36. Veit það ekki, mikið rosalega er þetta pirrandi, hann er á öllum rásum

LOKAÚTKALL: Lagerhreinsun ReAct! [auglýsing]

Lovren kominn (staðfest)