Styrking?

Menn ræða fátt meira þessa dagana en þá spurningu hvort leikmannakaup Liverpool í sumar séu nægilega góð eða ekki. Liðið missti Luis Suarez (og Moses/Cissokho, never forget) og hefur í staðinn keypt heila sex leikmenn. Auðvitað er von á fleirum inn og jafnvel að 1-2 verði seldir í staðinn (og væntanlega aðrir 1-2 lánaðir) en það er ansi hávær hluti áhangenda sem er á þeirri skoðun að það sé ekki búið að styrkja liðið eins og þörf var á í sumar.

Þetta eru leikmennirnir sex sem eru mættir:

  • Rickie Lambert
  • Adam Lallana
  • Emre Can
  • Lazar Markovic
  • Dejan Lovren
  • Divock Origi

Stóra spurningin er: er þetta nóg? Við vitum að liðið er að leita að framherja í stað Suarez og enn vantar 1-2 bakverði í hópinn og þangað til við sjáum hvaða nöfn það eru er erfitt að fella Stóradóm um sumarið. En ég verð að viðurkenna að þótt ég skilji áhyggjur sumra er ég ekki alveg sammála. Það má í raun brjóta skoðun mína niður í þrjá punkta:

Fyrsti: Við misstum Luis Suarez í sumar. LUIS fokking SUAREZ. Það er nánast sama hverja við kaupum í sumar, ef þeir heita ekki Messi eða Ronaldo er byrjunarliðið okkar að veikjast hvernig sem á það er litið. Það er ekki hægt að setja þrjá menn í byrjunarliðið í stað Suarez. Okkar sterkasta ellefu mun veikjast í sumar. Deal with it.

Annar: Að því sögðu, er búið að kaupa leikmenn sem geta styrkt byrjunarliðið eftir að Suarez er farinn? Gefum okkur að sóknin strax eftir að hann fór sé Sturridge, Sterling og Coutinho með Gerrard, Henderson og Allen fyrir aftan (m.v. síðasta tímabil). Er búið að kaupa leikmenn sem geta þröngvað sér þar inn? Að mínu mati, já. Adam Lallana, Lazar Markovic og Emre Can gera allir sterkt tilkall til byrjunarliðssætis strax. Ef við ætlum Sturridge og Sterling öruggt sæti í byrjunarliði (vegna frammistöðu sinnar síðustu misseri) þá er pláss annað hvort við hliðina á þeim eða á miðjunni við hlið Gerrard og Henderson, sem eru svipað öruggir með sitt sæti og SAS frammi (sorrý). Hvað gerum við þá? Kemur Lallana í sóknarlínuna og þá Coutinho niður á miðju? Eða Markovic og Can inn á miðjuna og Coutinho á bekkinn? Þetta er allt raunhæft að mínu mati. Ef við bætum svo Lovren inn sem okkar nýja aðalmiðverði og þeirri staðreynd að Origi var lánaður strax í burtu situr Rickie Lambert eftir sem eini leikmaðurinn sem var keyptur án þess að búist sé við að hann geri sterkt tilkall til byrjunarliðssætis. Og jafnvel hann gæti alveg blandað sér í þá baráttu m.v. frammistöðu með Southampton.

Þriðji: Er búið að bæta breiddina? Í stuttu máli, já auðvitað. Með tilkomu Lovren erum við með hörkusamkeppni sjö miðvarða (Lovren, Sakho, Skrtel, Agger, Touré, Coates) um miðvarðastöðurnar og væri af nógu að taka jafnvel þótt tveir þeirra (líklega Agger/Touré og Coates & Ilori á láni) færu. Can mun berjast við Gerrard, Henderson, Coutinho, Allen og (vonandi) Lucas um þrjár stöður á miðjunni. Það er breidd. Hörkubreidd. Að sama skapi auka Lallana, Markovic og Lambert mikið á samkeppnina og breiddina í framlínunni þar sem Sturridge, Sterling, Coutinho, Ibe og Suso eru fyrir og Rodgers er búinn að staðfesta að það verður leitað að öðrum framherja eftir að Remy-kaupin klikkuðu. Þetta er einfaldlega hörkugóð breidd í miðja vörnina, miðjuna og sóknina.

Allir þessir punktar gera samt ráð fyrir einu: ég er sáttur með þá leikmenn sem hafa verið keyptir. Lallana hefur verið umdeildur en er að mínu mati nákvæmlega sá sem við þurftum að tryggja okkur í sumar. Sumir vonuðust eftir frægari manni og sumir eru kannski í fýlu með að hafa misst af Alexis Sanchez en ég er einfaldlega ekki einn þeirra. Lallana á eftir að vera frábær hjá okkur, sannið til. Eins finnst mér menn afskrifa svolítið hina spennandi Markovic og Can af því að þeir eru ungir. Þeir eru samt báðir eldri en Raheem Sterling og menn virðast ekki í neinum vanda með að taka hann alvarlega. Ég myndi ráðleggja mönnum að gera ekki lítið úr þessum þremur, né reynslu og hungri Lambert og gæðum Lovren. Þetta eru fimm alvöru leikmenn sem við höfum fengið til okkar í sumar, þótt þeir heiti ekki Reus eða Alexis eða Benzema. Þetta snýst ekki um frægðina, þetta snýst um hverjir passa í liðið. Var Reus heimsfrægur þegar hann kom til Dortmund? En Alexis þegar hann spilaði hjá Udinese? Við erum að reyna að kaupa næsta Reus, næsta Suarez, næsta Gerrard. Ef aðeins einn af þeim Lallana, Can og Markovic nær alla leið á heimsmælikvarða erum við búnir að vinna þennan glugga. Hvað þá ef tveir af þremur slá í gegn. Þannig að gefið þeim séns.

Að mínu mati á eftir að leysa lykilvandamál sumarsins: bakverðirnir. Johnson og Flanagan ættu að byrja tímabilið m.v. form í vor og Enrique er að skríða saman eftir meiðsli. Við þurfum þó meira, ekki síst þar sem allir þessir þrír hafa verið meiðslapésar síðustu tvö ár. Mér líst ágætlega á sögur af lánsdíl við Javier Manquillo hjá Atletico Madrid og hann gæti fyllt breiddina hægra megin ásamt Johnson og Flanagan. Vinstra megin myndi ég svo vilja sjá bakvörð sem er klárlega betri en Flanagan og Enrique og yrði fyrsti kostur þeim megin. Ég vona að liðið klári Manquillo og vinstri bakvörð af einhverju kalíberi í sumar. Þá fyrst fer ég að fella jákvæðan Stóradóm við lok gluggans.

Lykilatriðið fyrir mér er samt að við veiktum liðið alltaf með að missa Suarez en höfum í staðinn keypt fimm menn sem auka allir á breiddina, samkeppnina og a.m.k. fjórir þeirra eru klárir í byrjunarliðið strax í dag. Auk þess eru kaupin á Origi til marks um langtímasýn sem hefur hreinlega skort á Anfield allt of lengi.

Ég er ánægður með það sem er komið. Fáum einn alvöru sóknarmann í viðbót (hóst), klárum Manquillo-lánið og spýtum í lófana og fáum Moreno vinstra megin (klárlega fyrsti valkostur Rodgers og nefndarinnar, slíka menn þarf einfaldlega að klára í sumar) og þá er ég helsáttur.

Ég sé glasið allavega hálffullt.

Minni að lokum á næsta æfingaleik liðsins í kvöld kl. 23 gegn Manchester City. Slúðrið hermir að Sturridge og Lambert muni spila saman frammi þar með demantamiðju fyrir aftan sig, eins og Sturridge og Suarez gerðu með svo góðum árangri. Það yrði áhugavert að sjá. Annars verður fyndið að fylgjast með mönnum panikka ef illa fer af því að þetta er City. Æfingaleikirnir skipta litlu máli upp á úrslitin að gera en þó verð ég að viðurkenna að fyrst Man Utd eru að vinna hinn riðilinn í þessu móti væri gaman að komast í úrslitaleikinn gegn þeim. Úrslitaleikur um æfingabikar gegn Manchester United yrði enginn æfingaleikur, það get ég sagt ykkur.

Allavega, leikurinn er upp úr 23 í kvöld og verður beint á Stöð 2 Sport 2 og LFC TV.

37 Comments

  1. Takk fyrir pistilinn og góðar pælingar.

    Eg er ekki sammála því að liðið verðið alltaf veikara fyrst að Suarez sé farinn. Auðvitað er hann besti framherji í heimi í dag en vörnin í fyrra var svo slök að ef hún tekur sig saman í andlitinu þá munum við ekki sakna allra 31 markanna sem hann skoraði seinasta tímabil. Bæti vörnin sig um 10-15 mörk þá hef ég ekki neinar áhyggjur af því að Sturridge, Sterling og Coutinho geti ekki bætt við sig mörkum, ásamt því að Markovic, Lambert og Lallana munu alltaf skila a.m.k. 5 mörkum hver (vona ég…ekki jinx).

    Eg vona þó eins og væntanlega flestir að sannaður sóknarmaður komi til liðsins (Reus á diskinn minn) en hver sem það verður mun hann aldrei fylla í skó Suarez. Liðið í heils sinni verður að gera það og ég efast ekkert um að svo verði.

  2. Sammála því að sama hvern við kaupum þá veikjumst við sóknarlega og þó við fengum ekket í viðbót tel ég okkur vera að styrkjast varnarlega. Sakho að koma inn á sitt annað tímabil og Lovren sem okkar sterkasti miðvörður alltaf betri staða en vörnin í fyrra svo ég tali ekki um ef við náum í alvöru vinstri bakvörð. Ég veit ekki hvort þetta þurfi endilega að skila færri stigum í hús. Við þurfum að hafa áhyggjur af því að nú gefst minni tími milli leikja sem þýðir minni undirbúningur, minna recovery og mögulega koma leikir þar sem við höfum ekki okkar sterkustu 11 ferska. Ég held að það muni hafa mun meiri áhrif en breytingar á leikmanna hópnum.

  3. Sælir allir !

    Og líka þeir sem hafa drullað yfir mig hérna,
    held að þetta verði léttur leikur í kvöld fyrir Liverpool , þannig að góða skemmtun allir.
    City vantaði 13 leikmenn í leiknum á móti AC Milan. Erum með 17 ára gutta frammi.

    er nokkuð klár á að , Hart, Zabaletta,Kompany,Yaya Toure, Fernandinho, Silva, Dzeko,Aquero munu ekki spila og svo eru Nasri og Negredo meiddir.
    Enn eins og sagt er þá veit maður aldrei hvað gerist í undirbúnings leikunum.

  4. Ég vill sjá eitthvað marquee signing djöfullinn hafi það, annars erum við alls ekki á flæðiskeri staddir með sóknina þannig séð en það væri virkilega djúsí að fá einhvern topp mann inn.

  5. Hjartanlega sammála þessu pistli. Liverpool er aldrei að fara kaupa stórt nafn, nema viðkomandi dreymir um að spila á Andfield, Kemur þar að leiðandi ódýrt og ekki á svo háum launum.

    Í þessum pistli er mikið um ef hann blómstar og ef hann verður heimsklassa. Enginn af þessum leikmönnum er stórt nafn en bætir breyddina mikið og samkeppina. Ég treysti Brendan fyrir kaupa leikmenn og búa til heimsklassa leikmenn. Fyrir svartsýna hugsið um Liverpool áður en hann tók við. Hann er búinn að gera kraftaverk og ég sé ekkert annað en að það haldi áfram.

    Suarez er mikill blóðtaka en enginn er ómissandi og ef ég man rétt þá er tölfræðin alveg með Liverpool þegar hann var í banni. Aðsjálfssögðu hefði ég elskað að hafa hann í nokkur ár í viðbót en it is time to move on.

    P.S Æfingaleikur í kvöld, væri gaman að sjá hærra tempó og betri sendingar hjá okkar mönnum. Sigur er alltaf plús en ekki það mikilvægasta.

  6. Varðandi leikinn í kvöld þá vonast ég til að sjá Coutinho, Markovic og Can ásamt blöndu Sakho, Skrtel og Lovren. Helst vildi ég sjá Can sem djúpan með Henderson og Coutinho fyrir framan sig með Sterling og Markovic á köntunum.

    Vörnin er hins vegar meira spurningarmerki. Fyrir mér er Skrtel okkar fyrsti kostur í dag. Jú hann var óheppinn með sjálfsmörk í fyrra en hann var okkar lang sterkasti og stöðugi miðvörður. Hugsanlega verður dettur Lovren beint inn í liðið og þá held ég að það sé að lang mestu leiti leiðtogahæfileikum hans að þakka, Rodgers hugsar sé hann mögulega sem þann sem skipuleggur varnarleikinn.

    Bakverðirnir ættu að vera Flanagan og Enrique einfaldlega vegna þess að við eigum ekki betra og Johnson er búinn að vera rúmlega slæmur í þeim leikjum sem búnir eru.

    • Flanagan er meiddur og ekki með í kvöld skilst mér og Lovren fékk ekki vegabréfsáritun þannig að hann spilar ekkert í þessu móti. Annars býst ég við nokkuð sterku Liverpool-liði í kvöld.

  7. Finnst eins og það sé eitt sem gleymist soldið í þessari Suarez umræðu og það er að liðið er ekkert óvant að spila án hans og leysti það bara prýðisvel. Spyrjið bara Arsenal vini ykkar!
    Það kemur vissulega ekki inn leikmaður með það sem Suarez hafði en það er ekki þar með sagt að liðið sé veikara fyrir vikið. Megum heldur ekki gleyma því að Suarez hefði ekki mátt æfa eða spila fyrr en í nóvember og hefði þá tekið dágóðan tíma í að koma sér í leikform þannig að ekki hefði hann nýst mikið fyrir jólin.
    Einn daginn kemur að því að Gerrard hættir og hvað á þá að gera, leggja klúbbinn niður?
    Liverpool er ekki bara einn maður.

  8. Frekar sammála þér. Spyr mig samt hvort Suarez sé ekki að hagnast á því að liðið spilaði stöðugan sóknarbolta í fyrrra og skoraði því þeim mun meira af mörkum en hann myndi gera fyrir flest önnur lið. Ég held að framtíðin sé ákveðið X. Held samt að ef við fáum menn sem hafa nægan hraða og gæði eins og t.d Marcovic eða Lallana til að vera í sókninni þá getur meira en vel verið að liðið verði ekkert verra. Jafnvel betra.

    T.d er Sterling sem sýnir miklu meiri getu á æfingum en í leikjum og aðeins tímaspurslmál að hann sýni það í leikjum. (miðað við það sem Gerrard sagði).

    Hitt er rétt. VIð þurfum fleirri bakverði og svo þurfum við sárlega einn mjög góðan framherja.

  9. Liðið sem ég vill sjá í kvöld gefið að allir séu komnir til móts við hópinn.

    Reina
    Flanagan – Skrtel – Sakho – Enrique
    ——————Can——————–
    Sterling — Henderson — Marcovic
    —————Coutinho—————–
    Lambert

    Jafnvel til í að sjá Suso í stað Sterling.

  10. Sælir félagar

    Takk fyrir þetta KAR. Ég hefi verið að fylgjast með í sumar eftir bestu getu og umræðan er ansi villt stundum. Ég hefi líka sagt að ég mun ekki segja mikið fyrr en glugginn lokast og allt er yfirstaðið hjá Silla Sísíar. Hinsvegar finnst mér að menn ættu yfirleitt að anda með nefinu og sjá hvað verður í kortunum að lokum án mikilla yfirlýsinga og bölmóðs.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Eg er nokkuð glaður með sumarið og held að við seum alls ekki með slakara 11 manna lið nuna en i fyrra þó Suarez se farinn þvi við höfum styrkt nokkrar stöður a móti þessari einu hja Suarez.

    Eg vil styrkja bakverðina og væri mjög til í Moreno en þótt hann kæmi þa er eg ekkert viss um að hann haldi Enrique a bekknum þvi heill Enrique er frábær þarna vinstra megin. Eg vil samt klarlega fa vinstri bakvörð þvi við treystum lítið a Enrique. Kæmi mer samt ekkert a óvart ef Rodgers treysti bara a Enrique og Can i vinstri bakvörðinn allavega fram að áramótum.

    Minn draumur væri
    Moreno
    Shaqiri
    Bony

    en þótt það yrði bara Moreno og Bony yrði eg samt mjög mjög glaður með gluggann.

    Eg vil klára þessi framherjakaup sem fyrst og þar held eg að Bony se raunhæfasti kosturinn og lyst bara orðið helvíti vel a að fa hann.

  12. Annars hefur Brendan Rodgers tjáð sig um leikmannakaupinn. Á vefnum 4-3-3 er viðtal við hann sem hefur verið þýtt yfir á íslensku. Þar stendur.

    Þetta er öðruvísi klúbbur og við horfum öðruvísi á hlutina hér (öðruvísi klúbbur en Tottenham) . Hjá Liverpool erum við að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði“.
    „Við ræddum vel við njósnarana okkar á síðustu leiktíð, við viljum leikmenn sem gefa okkur auka möguleika og auka á breiddina hjá okkur“.
    „Augljóslega vorum við ekki nægilega sterkir á síðustu leiktíð þegar kemur að gæðum og stærð hópsins“.
    „Það var alltaf planið að fá nokkra leikmenn til félagsins því við vonuðumst alltaf eftir því að komast í Meistaradeildina. Við viljum gera atlögu að öllum titlum og til þess þurfum við breiðari hóp“.
    „Nýju leikmennirnir vita til hvers er ætlast af þeim og vonandi halda þeir áfram að bæta sig í komandi framtíð. Eins og staðan er í dag hefur þetta allt saman gengið mjög vel fyrir sig“ sagði Rodgers að lokum.

    Ég held að þetta er hárrétt hjá Rodgers. Mér finnst leikmannakaupin bera vott um að það sé verið að fara eftir mjög öguðu fyrirkomulagi og það er ekki ólíklegt að flest þessi leikmannakaup muni gagnast Liverpool vel með tíð og tíma. Ef ekkert babb kemur í bátin eins og alvarleg meiðsli og leikmenn eru fljótir að aðlagast gæti vel verið að Liverpool verði Englandsmeistari. Sannið til.

    Rökin eru þessi.

    1- Vörnin verður líklega miklu sterkari en í fyrra og því miklar líkur á því að við fáum færri mörk á okkur.
    1- Ef mörkin dreifast meira á aðra leikmenn þá getur meira en vel verið að við náum upp í 100 marka múrin að nýju. t.d ef við fáum annan framherja á móti Sturridge sem skorar um 18 mörk – þá þurfum við aðeins 12 mörk til viðbótar til þess að ná upp í það sem Suarez skoraði á síðasta tímabili. Þau gætu þessvegna komið af ólíklegustu stöðu ef við höldum áfram að búa til jafn mikið af marktækifærum og við gerðum í fyrra.

    Þegar allt kemur til alls var Liverpool var með 9 stig eftir fyrstu þrjá leikina í fyrra og við vorum þá án Suarez. Liðið í dag er miklu sterkara en það lið sem lék þá leiki án Suarez. Allavega á pappírnum.

    Í fyrra misstum við leikmenn eins og, Gerrard og Sturridge í heilan mánuð vegna meiðsla en það kom alltaf maður í manns stað, jafnvel þó að breiddin hafi ekki verið mikil. Núna í dag er gæðin miklu meiri og þessvegna gæti verið besta mál að hafa selt suarez- því með meistaradeildinni þurfum stærri hóp – en fyrir 75- milljónir – punda ættum við að getað keypt þrjá heimsklassa fótboltamenn.

    Afhverju er ég svona bjartsýnn ?

    Ástæðan er sú að Surez voru ekki bestu kjarakaup Liverpool heldur Brendan Rodgers. Rodgers er framkvæmdarstjóri með arkitektasýn sem veit nákvæmlega hvað hann er að sækjast eftir. Það sannaði hann á síðustu leiktíð. hann veit greinilega hvaða leikmenn hann vill fá til sín og hvar og hvernig þeir eiga spila á vellinum. Í það minnsta finnst mér öll þessi kaup í sumarglugganum bera vott um ótvíræð mikil gæði.

  13. Frábær pistill og er ég samála honum 100%

    Númer 1. Allir verða að fara að sæta sig við það að Suarez er farinn. Ég nenni ekki heilu tímabili þar sem öll töpuð stig eru af því að Suarez er ekki í liðinu(þeir sem segja þetta í fyrstu leikjunum verða líka að munna að hann beit mann í þriðja skiptið og væri hvort sem er ekki með)

    Númer 2. Þetta hefur verið frábær gluggi hjá Liverpool. Þeir hafa lært mikið og hafa verið fljótir að koma með leikmenn inn og styrkt liðið af flottur leikmönum sem eru flestir enþá ungir að árum.

    Númer 3. Treystum Rodgers, það er það minnsta sem við getum gert eftir að hann reif þetta lið úr skítnum, skeindi því og kom því aftur í gang með flottum sóknarfótbolta og góðri stefnu sem miðast við að kaupa ungu leikmenn og gefa þeim tækifæri og virða sögu klúbbsins.

    Það er foréttindi að halda með liverpool í blíðu og stríðu og núna er það í blíðu svo njótið.

  14. Aspas að ráðleggja Moreno að fara ekki til Liverpool ef honum býðst það, þar verði ekki tekið vel á móti honum. Er á nokkrum vefmiðlum, kannski bara kjaftæði en ef þetta er rétt að Aspas hafi látið þetta út úr sér við fjölmiðla á Liverpool að jarða manninn, hann er samningsbundinn okkur og á að haga sér.

  15. Fínn pistill.

    Sammála um að so far eru þetta flott kaup EN og nú kem ég með stórt EN.

    Ekki taka þessu illa, ég styð mína menn fram í rauðan dauðann en verð ekki sáttur fyrr en það detta inn amk tvö “alvöru” kaup. Þá geri ég ekki lítið úr þeim mönnum sem við höfum fengið en enginn þeirra er 110% maður sem labbar inn í byrjunarlið t.d hokinn reynslu út meistaradeildinni eða þessi stjarna. Þetta hefur Liverpool flaskað á undanfarin ár, eytt nánast svipað og hinir stóru klúbbarnir en því miður ofar en ekki í meðalmenn, afsakið.

    Hamra járnið á meðan það er heitt. Við endum í 2 sæti og maður er sannast sagna ennþá að jafna sig, jú frábært að ná meistaradeildinni en come on þegar við vorum með titillinn í okkar hendi þá voru lyktir mála sjokk.

    Ætla menn þá í enn eitt sinn bara kaupa menn til framtíðar?? Ekki bara sýna það í verki að nú ætlum við okkur ekki úr þessari topp baráttu aftur heldur erum hér for the long run. Stefnum á titillinn.

    Ekki misskilja, rodgers er maðurinn og við erum með topp lið en okkur vantar x-faktorinn.

    Vona svo innilega að rodgers komi okkur á óvart og dragi upp úr hattinum leikmenn eins og Reus….

    Er ekki alveg svona þessi uber jákvæði enda hungrar mig í titillinn og sárnar ef menn hamra ekki járnið

  16. Það er verið að orða okkur við Yevhen Konoplyanka aftur, ég væri virkilega til í að sjá hann í Liverpool treyju, hann er hraður og teknískur og myndi auka breiddina talsvert

  17. Ég sé ekki þörfina á Konyoplanka nú fyrst að Markovic er kominn. Hann og Ibe mega slást um sætið fyrir mér og svo getur Lallana spilað þarna líka.

  18. Ju, mikil styrking a hopnum okkar og Brynjar segir thad sem mig langar ad segja.

    BR er algjørlega med thetta. Thetta timabil verdur mjøg spennandi fyrir okkur.

    YNWA!

  19. Lukaku farinn til Everton fyrir 28M punda!!! Frábærlega gert hjá Everton að ná svona hrikalega öflugum leikmanni. Svekkelsi hjá mér að Liverpool landar ekki svona framherja. Að sama skapi spyr maður sig-ætlar Liverpool að selja Suarez og kaupa Rickie Lambert í staðinn??? Origi verður ekki með Liverpool fyrr en eftir ár. Ég spenni greipar og treysti því að klassaframherji sé að koma til Liverpool fyrir tímabilið. Annars verða vonir og væntingar mínar allt aðrar til komandi tímabils. Hvað gerist ef Sturridge meiðist í 2-3 mánuði??? Koma með framherjakaupin!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  20. Höfum keypt fyrir Transfers in (€115.5M) Eins gott að það verði árangur eftir því.Annars væri það ömurlegt.
    D. Origi (€ 12M)
    D. Lovren (€ 30M)
    L. Markovi? (€ 25M)
    E. Can (€ 12M)
    R. Lambert (€ 5.5M)
    A. Lallana (€ 31M) Tók þétta hjá soccerway.com

  21. Höfum keypt fyrir 90m punda en selt fyrir 75m punda. Everton kaupa topp mann á 28m punda.
    Everton.
    Ég bið eftir einhverri alvöru hjá okkur. Það er verið að styrkja sig allt í kring um okkur.
    Afsakið neikvæðni en ég hoppa ekki hæð mína ennþá

  22. Fólk lætur eins og Everton séu að mæta með betri framlínu en við í mótið. Sturridge er alltaf betri framherji en Lukaku. Við erum ekki að leita okkur að 30m framherja til að bakka hann upp. Við erum að leita að framherja sem er nógu góður til að byrja en sættir sig við að vera #2. Auk þess held ég að Chelsea skelli bara á ef Liverpool hringir, hvort sem um kaup eða sölur sé að ræða.

    Annars var Southampton að tilkynna kaup (eða lán) á nýjum vinstri bakverði. Bestu fréttir dagsins klárlega.

  23. Það er arfaheimskulegt að halda því fram að byrjunarlið vort sé nauðsynlega veikara eftir að Suarez fór! Og að segja að eina leiðin til að styrkja það sé að setja þrjá menn inn í stað eins. Það var nú nóg af stöðum sem mátti styrkja frá því í fyrra og ef það eru fundnir toppmenn í þessar stöður (vörnina ber fyrst að nefna) mun byrjunarliðið óumflýjanlega styrkjast!!!!

    Þessi einstrengingslega skoðun margra að einn maður sé það mikilvægur að heilt lið og allir möguleikar sem felast í mannabreytingum á því standi og falli með þessum eina einstaklingi er svo fantastically fallacious að það tekur því vart að gagnrýna hana…

    Kristján Atli á það til að falla í djúpar holur rökleysunnar en svona della er ekkert nema út í hött…

  24. Goggurinn….

    Ef þessi fullyrðing er rétt að það muni ekki um stjörnuleikmenn, útskýrðu þá fyrir mér afhverju Gareth Bale skildi svona mikið skarð eftir sig hjá Tottenham ? Auðvitað munar um mann eins og Suarez sem vinnur leiki upp á sitt eigið einsdæmi og það er ólíklegt að við fáum jafn sterkan framherja og hann á næstu misserum. Svona til upprifjunar þá sigraði hann England á annarri löppinni í HM í sumar og geri aðrir betur. Hann fékk ekki að fara til Arsenal út af þeirri einföldu ástæðu – að þeir vissu að það myndi styrkja þá allt of mikið. Og svona þér til upprifjunar.. .þá segir Steven Gerrard – að Suarez er snillingur og besti leikmaður sem hann hefur nokkurn tíman spilað með.

    Þannig að farðu varðlega með púðrið drengur.

    Hitt er alveg rétt hjá þér . EF það eru keyptir réttir menn – sem virðist vera gerast – þá er ég sammála þér að það komi einfaldlega maður í manns stað og það fyllist upp í skarðið sem Suarez skildi eftir sig. En framherji upp á 30 mörk er leikmaður sem allir vilja halda í.

    Svo þykir mér vafasamt að vera að kalla einhvern heimskan úf af því að einhver er ósammála þér. Ekki beinlínis efnilegt.

  25. Reds closing in double swoop for Spanish full-backs Moreno and Manquillohttp://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-closing-double-swoop-7546066

    Glæsilegt.

  26. Athuga ber að ég kallaði Kristján ekki heimskan. Ég hef gert ýmislegt heimskulegt um dagana án þess að það sé réttlætanlegt að kalla mig heimskan (þó vel geti verið að ég sé það).

    Þessa fullyrðingu er ég að gagnrýna: “Það er ekki hægt að setja þrjá menn í byrjunarliðið í stað Suarez. Okkar sterkasta ellefu mun veikjast í sumar. Deal with it.”

    Þetta er heimskuleg staðhæfing að mínu mati. Að bera hana á borð er viðlíka heimskulegt. Sú gjörð gerir Kristján ekki heimskan og hefi ég ekkert slíkt sagt.

    Að bera saman aðstæður okkar við aðstæður Tottenham við tap á gríðarlega góðum stjörnuleikmanni er ekki síður heimskulegt en fyrrnefnd staðhæfing.

    Ég er bara að benda á rökvillu sem lýsir sér í því að fullyrða að eina leiðin til þess að gera byrjunarlið Liverpool FC sterkara eftir brotthvarf Suarez sé að nota13 leikmenn í stað 11…

    Þetta er ævintýralega heimskulegt ef til þess er horft að það er slatti af leikmönnum í okkar sterkasta byrjunarliði sem mætti skipta út fyrir betri. Ef að nokkrum frábærum er skipt út fyrir nokkra þokkalega ætti að vera hægt að fylla í skarð eins stórkostlegs og gott betur.

    Að lokum er rétt að benda á að ég er EKKI að segja að það komi maður í manns stað HELDUR að það komi menn í manna stað til þess að bæta upp MANNS stað. Þú segist vera sammála mér um eitthvað sem ég er ekki að fullyrða enda er það heimskulegt eins og ég er sannarlega búinn að rökstyðja hér í óþarflega löngu máli!!!!!

    Ég á nóg af púðri

  27. Við erum að tala um það að 4 af þeim 6 leikmönnum sem hafa verið keyptir eru annaðhvort back-ups eða framtíðarleikmenn. Okkur vantar 1-2 alvöru leikmenn í viðbót. Starters, ekki varamenn.

  28. Styrmir hitti naglann à höfuðið svo vel að hann fór í gegn. Jà, Súarez er farinn og það kemur maður í manns stað sama hvað menn segja. Ok, hann er topp 3 leikmaður í heiminum í dag en það sem við erum að fà til baka er liðsheild sem mun (væntanlega) með tíð og tíma verða sterkari heild (mark, vörn, miðja, sókn) og gefa okkur betri möguleika à öllum vígstöðvum í framtíðinni.

    T.d. ef Markovic smellur inn í hópinn og verður það sem menn telja að hann geti þà erum við að tala um leikmann sem fyllir skarð Súarez mjög vel. Lallana mun styrkja liðið og verð uppfærslan à miðjunni sem við höfðum ekki à sl. tímabili. Við erum að bæta okkur vel à öðrum stöðum en veikjast í sókn en við það er nóg eftir af sumrinu.

    Good riddance!

Origi kominn og farinn (staðfest)

Liverpool 2 Man City 2 (3-1 í vító)