Byrjunarliðið er komið og er sem hér segir:
Mignolet
Kelly – Skrtel – Sakho – Johnson
Henderson – Gerrard – Allen
Coutinho – Lambert – Sterling
Bekkur: Jones, Touré, Coates, Lucas, Can, Coady, Ibe, Phillips, Robinson, Peterson, Suso.
Lið United:
De Gea
Smalling – Jones – Evans
Valencia – Fletcher – Herrera – Young
Mata – Hernandez – Rooney
Sterk lið hjá báðum. Þetta hefur allt yfirbragð æfingaleiks en það verður eflaust hart barist enda erkifjendurnir og lítil dolla í boði.
Ég uppfæri þessa færslu að leik loknum.
Uppfært: United vann þetta 3-1 eftir frekar rólegan leik. Liverpool voru betri í fyrri hálfleik og Gerrard kom okkur yfir úr víti á 14. mínútu eftir að Jones braut á Sterling. Sterling átti svo að fá annað víti seinna í hálfleiknum en dómarinn mat það sem leikaraskap.
Gamlir draugar gerðu svo vart við sig í upphafi síðari hálfleiks og United skoruðu tvö, fyrst Rooney og svo Mata, eftir kæruleysislegan varnarleik okkar manna. Lingard skoraði svo þriðja mark þeirra í blálokin.
Það er fátt annað um þetta að segja. Það hefði verið gaman að vinna United, að sjálfsögðu, en eftir allt var þetta bara æfingaleikur. Rodgers stillti upp sterku liði en eftir að við lentum undir tók hann Gerrard og eina framherjann, Lambert, út af og liðið spilaði næstu 20 mínútur framherjalaust. Það segir allt sem segja þarf.
Síðasti æfingaleikur sumarsins er á Anfield um næstu helgi gegn stórliði Borussia Dortmund. Þar verður Dejan Lovren mættur og eflaust einhverjir fleiri af þeim Sturridge, Markovic, Lallana, Borini, Enrique, Flanagan, Agger og Teixeira sem voru fjarri góðu gamni í kvöld af ýmsum ástæðum. Þá gætum við einnig fengið að sjá bæði Javier Manquillo og Alberto Moreno en fréttir herma að kaup á þeim séu við það að klárast. Þetta er heilt lið sem vantaði í kvöld.
Óska United annars til hamingju með þennan titil. Þetta verður í síðasta skiptið sem þeir spila utan Englands þetta tímabilið.
Er ég einn um það að vilja sjá hann testa Sterling uppi á topp? 😉
Af hverju er Suarez ekkert með þarna í USA? Enn í fríi eftir HM eða meiddur?
Mér finnst ekki ólíklegt að Sterling spili frammi með Lambert og Coutinho fyrir aftan þá.
Sterling og Lambert frammi og Coutinho fyrir aftan þá átti þetta að vera
Já það gæti reyndar vel passað Eyþór.
Er Daniel meiddur ?
Já, hann er farinn aftur til Liverpool borgar.
Og hvenær byrjar leikurinn?
Utd orðnir sterkari en við eftir brotthvarf Suarez. Vonandi náum við að krækja í alvöru framherja undir lok gluggans sem nær að brúa þetta bil eitthvað aðeins.
Þetta verður alvöru leikur það sest a liðunum. Maður er bara verulega spenntur eftir þvi að sja þetta.
Ég held að Lambert opni markareikning sinn i kvold.
#9
Get alls ekki verið sammála því. Hversu margir hjá Utd kæmust í liðið hjá Liverpool? Rooney, Mata og mögulega De Gea.
Hvar er meistari Flanno ? anyone ?
Það eru vist smavægileg meiðsl hja Flanagan, Sturridge og Markovic.
Annars hefði eg viljað sja Enrique i liðinu frekar en Johnson
Það er merki um breydd hjá liverpool þegar við getum still upp þessu liði og eigum inni Lovren, Lallana, Sturridge, Markovitch, Flanagan, Can, Ibe , Enrique,Suso og Lucas.
Svo að ég held að liverpool séu að fara í rétta átt og verður hart barist að komast í liverpool liðið í vetur og á bekkinn og ég tala nú ekki um að fréttir herma að tveir bakkverðir séu á leiðinni.
Þetta verður flottur leikur og góð skemmtun.
Mér líst vel á liðið, hefði kanski valið Can fram yfir Allen, en Allen hefur verið nokkuð solid og hefur náttúrulega meir spilatíma með hinum þannig að það er sjáfsagt nokkuð safe að velja hann.
Moreno lookar bara vel, m.v. þessa youtube samantekt 🙂 ;
https://www.youtube.com/watch?v=bdY6ls0SpQM
Over the top flugeldasýning fyrir leik, svo leikmenn koma inn í sannkallaðan mökk. Kaninn kann þetta. 🙂
Sælir, er einhver með link á leikinn fyrir iPad?
Algjörlega sammála þér Ari (#1) með að prufa Sterling uppá topp. Held hreinlega að það sé varla hægt að finna betra leikmann til að taka við af Suarez heldur en Sterling.
Í lok síðasta tímabils þegar LFC vann 10 leiki í röð var Sterling ansi oft besti maður liðsins. Hann er með þennan sjaldgæfa X-factor sem maður á eftir að sakna mest frá Suarez. Maður er alltaf spenntur að sjá hvað hann gerir þegar hann fær boltann. Augljóslega ekki alveg til jafns við Suarez en Sterling er líka bara rétt að byrja að sýna sitt besta og er kominn mun lengra en Suarez var á sama aldri.
Mikið búið að vera talað um að núna muni Sturridge stíga upp og fá að njóta sín eftir að Suarez fór en miðað við þessa æfingaleiki hefur það verið Sterling sem er aðal maðurinn.
Ég ætla að spá því hér með að Sterling verði okkar besti maður á tímabilinu og muni skora allavega 15 mörk 🙂
Gerrard
Djöfull er Sterling hættulegur í og við teiginn! Tvær vítaspyrnur fiskaðar í tveimur leikjum er ekki slæmt.
Gerrard 🙂
skemmtilegur leikur so far. Auðvitað alltaf gaman að vera yfir United 🙂
Glen johnson er ónýtur leikmaður
Sakho
Glen Johnson átti stoðsendinguna á Sterling sem gaf vítið!
Sakho flottur so far, gerði vel í cutbackinu frá Shaw.
Heyrist að United eigi völlinn…hvað er það og af hverju eru svona fáir á vellinum?
Johnson er alveg skelfilegur.
Klárt víti…
Sakho er hetjan mín
Hvað þá Kelly!
Hef nákvæmlega enga trú á honum 😛
Suarez er inn á vellinum!!! Hann er í gulum búningi og er númer 31.
Sakho er í beast mode! Sterling er stórhættulegur, hlýtur að gefa varnarmönum martraðir fyrir leiki við okkur í vetur. Og Mignolet kom kröftuglega af línunni! Líklega eru bakverðirnir síst að heilla.
Sakho er skapaður til að takak þessa löngu bolta sem united er að senda fram
Flott þegar GJ fer à bekkinn eða verður seldur og nýir bakverðir komnir inn ????
Ekki öfunda ég andstæðinga okkar í vetur þegar Sakho og Can verða báðir inná í einu, tveir grjótharðir. Sakho er ásamt Sterling búinn að vera besti maður vallarins.
Sahko, Sterling, Gerrard, Coutinho og Kelly
Það er eins og Johnson nenni þessu ekki lengur. Það heppnast ekki nema önnur hver sending og hann er alltaf að missa menn inn yfir sig. Svaðalegt að sjá þetta: Selja hann og það strax.
Finnst Liverpool miklu miklu miklu betri og engin alvöru hætta hjá Man Utd. Þeir eiga langt í land ennþá að mínu mati. Johnson traustur og skil ekki alveg hvað menn eru að drulla yfir hann. Kelly líka traustur varnalega en slakari sóknalega. En lítið hægt að kvarta 1-0 yfir í hálfleik, nema þá að hafa ekki fengið annað víti áðan þegar Sterling var klárlega sparkaður niður.
Liverpool búnir að vera flottir.
Gerrard búinn að vera óaðfinnanlegur að stoppa sendingar inn á Rooney og Mexikóann.
OK, prýðilegur fyrri hálfleikur! Býsna effective 4-3-3 með virkilega góðri pressu á köflum. Liðið var fljótt að skipta um shape þegar boltinn tapaðist, ekki verið að sneiða jafnmikið framhjá miðjunni hjá okkur og gerðist oft á counternum í fyrra. Lambert er samt ekki alveg í takt við leikinn og bakverðirnir að gefa of mikil færi á sér.
En maður sér alveg hvað BR er að setja upp og það er að mestu leyti að virka. Jákvætt í heildina til þessa. 🙂
Glen rosalega mistækur eins og hann hefur átt til að vera en hann átti allavega stoðsendinguna. Okkar lélegasti maður í dag samt.
Sterling, Sakho og Coutinho okkar bestu menn en sem komið er.
Mun klárlega verja næstu dögum inn á bilasolur.is
Virkilega flottar 45 mín. Hérna eru nokkrir punktar.
Man utd ræður ekkert við pressuna hjá okkur. Þeir eiga í erfileikum með að spila boltanum fram á við og hafa margar sendingar hjá þeim farið útaf.
Sterling virkar langbesti leikmaðurinn á vellinum
Coutinho hefur verið frábært og lætur A.Herrera líta illa út og hefur hann aðalega verið að elta liverpool menn og brjóta á þeim.
Skrtel og Sakho líta mjög vel út. Grjótharðir og vinna allt í loftinu og miklar framfarir hjá Sakho í sendingum(held að Lovren verði að bíða á bekknum tilaðbyrja með á tímabilinu)
Allen og Henderson með mikla vinnslu í pressuni sem skapar það að við erum að eiga miðsvæðið. Sem er dálítið skrítið því að við erum eiginlega að spila 4-3-3 á móti 3-5-2 en sökum vinnslu og dugnað okkar manna þá erum við að vinna þessa baráttu.
Lambert er ekki mikið í boltanum en þegar hann er með hann þá er hann að gera góða og einfaldlega hluti og er fljótur að losa sig við boltan.
Kelly hefur líka átt fínar 45 mín á meðan að Glen er í ruglinu.
Við áttum svo að fá aðra vítaspyrnu en dómarinn þorði ekki að dæma. Fyrir utan góða sendingu hjá A.Young í byrjun leik inní teig þar sem við björguðum naumlega þá hafa Man utd menn ekki verið að fá færi.
Síðarihálfleikur verður líklega ekki eins leikinn því að það verða líklega fullt af skiptingum og menn enþá á undirbúningstímabilinu og hafa kannski ekki 100% orku í 90 mín.
Þetta er bara æfingarleikur en það er samt ágæt að líta ágætlega út 2 vikum fyrir mót og það gerir liverpool liðið en Man utd menn þurfa aðeins að bæta spilið sitt og þurfa líklega miðvörð sem er grjótharður og lýður vel með boltan. Því að allir 3 miðverðirnir hjá þeim vilja helst ekki vera með boltan.
Voðalega eru menn eitthvað neikvæðir alltaf í garð Johnsons, mér finnst hann alltaf öruggur í innköstunum.
SG ætti að vera búinn að koma okkur í 2-0
Klárt víti á Herrera þegar hann felldi Sterling
p.s vill minna menn á að Skrtel er alls ekki búinn að vera síðri en Sakho í þessum leik.
Glen ekki svona glataður eins og menn vilja láta hann þarf bara að fá smá samkeppni þá mun koma meira úr honum. Shako er nautaður þarna inná, Stearling og Chotiniho eitraðir. Lampert er hins vegar frekar týndur og virðist ekki vera ráða við hraðan á liðinu. Kelly verður fín vara eða varavara skeifa en ekkert meira en það.
45 min eftir verðum bara að vinna þennan leik
Og ja döfull er Herrerra grófur.
Maður gæti alveg vanist því að sjá Coutinho fóðra Sterling með svona stungum í vetur!
andsk….Shrek
Fljótt að gerast 🙁
Hvaða skiptingar voru gerðar í hálfleik?
ohh….og svo kemur Mata-mig og setur þá í 2-1
Djöfull eru okkar menn HÖRMULEGIR í vörn… nú sem fyrr…
Oh, jæja, leiðindadeflection. Virkilega flott afgreiðla hjá Rooney samt.
Hérna er Coutinho áðan, sem endaði með stungunni á Sterling: https://vine.co/v/M9w9VjnUiPE
Im not amused..
Eins gott að Reina fari ekki neitt.
Þessi leikur gæti nánast hafa verið á miðju tímabili í PL, hraður og barátta allstaðar. Bara frábært í alla staði. Núna er bara að setja í fjórða gír og klára þessa pappakassa og senda (alveg)Gal rúnklestina heim með pappírinn þurrann!
Can mættur. Vonandi fær Rooney að kynnast skriðdrekanum!
Sjiiiitt hvað lampert er lélegur
Andskotinn Dude #57!!!
Þeir hafa verið flottir hingað til en United hamraði járnið á meðan það var heitt og smá heppnisstimpill líka á þessu.
Alveg óþarfi að ræsa vælubílinn um leið og minnsta tækifæri gefst?
ha
Hahah, eins gott að þetta hafi ekki staðið. Það hefði nú verið meiri farsinn. 🙂
Er ég einn um að finnast ég vera horfa A.Carroll þegar maður sér Lambert þarna innà svipuð “gæði”?
#67 Lambert kostaði samt ekki 35 milljónir punda. Þannig erfitt að líkja þeim saman, auki mun eldri og mun leggja sig allan fram. Mörkin fara koma hjá honum.
islogi:
tvö mörk og léleg vörn í báðum, þarf ekkert að fegra það neitt þó við höfum spilað ágætis vörn framan af… þetta snýst um stöðugleika og að halda haus!
og ef það er einhver leikur þar sem maður æsir sig yfir minnstu hlutum þá er það í leikjum á móti united!
hins vegar hef ég meiri áhyggjur af því að við séum ekki líklegir til að skora í þessum leik, fyrir utan þetta víti sem sterling fiskaði… það er mikil þörf á því að kaupa öflugan framherja sem varnarmenn eiga fullt í fangi með!
Ef ég ætti að velja hafsenta í liðið yrðu Lovren og Agger mitt fyrsta val. Miklu meiri gæði fram á við eða bara yfirleitt. Skrtel yrði til vara. Sakho er bara ekki með þetta – því miður.
… og fjandinn ef ég myndi ekki fagna því að sjá Reina aftur í markinu.
Áfram Liverpool!
Dude….gott mál…líklega ýmislegt til í því að maður missi sig þegar United er annarsvegar….Hata að tapa á móti þeim 🙁
Ég er ekki alveg að skilja þetta,, ætlar Liverpool að spila upp á 2-1 tap???? það er ekkert að gerast hjá þeim, nema e-ð dúttlirý…
Þörfin á því að kaupa öflugan framherja gæti ekki verið augljósari eftir þennan leik!
Hvað er að þessum ræflum…Þeir eru varla að reyna! lítill bikar í boði og sigur á united!
LVG hefur mætt með kjarnorkuknúna hárþurrku í hálfleik. Mikið, mikið meiri vinnusemi en í fyrri hálfleik.
Trúi ekki að ég hafi vakað til 2 eftir þessu! Lélegur fyrri hálfleikur, engin svör
Sitthvorn bakvörðinn og framherja,Takk.
fuck
Þetta er algjörlega steingelt fram a við. Þetta lið. Varnarleikurinn i takt við fyrra a. Verður ekki bjorgulegt i vetur ef þetta er það sem koma skal.
Núna fær sú margumtalaða VanGaal-rúnklest hressilega úr honum.
Get ekki beðið eftir manjúbífortí-vinum mínum á morgun. Já eða bara hérna á kop.is. Þeir eru hvort eð er aldrei á sinni síðu. 😉
Suarez áhrifin augljós, erum hálfgerðir pappakassar frammá við.
Klárlega wake up call fyrir Brendan að landa þarf alvöru center fyrir tímabilið.
Alltaf svekkjandi að tapa á móti United (þótt þetta sé æfingaleikur) sem stjórnuðu spilinu óþarflega mikið í seinni hálfleik . Það er algjört svarthol í sókninni þegar við erum hvorki með Suarez né Sturridge. Það vantar einn gæða striker í viðbót. Sjálfstraustið hjá Lambert er við frostmark.
þetta var ágætt. það vanntar hvað 4 byrjunarliða menn ?
ekkert til að hafa áhyggjur af, ef við bætum við góðum striker og bakverði þá erum við í flottum málum í vetur
Man Utd mættu einfaldlega til leiks í síðari hálfleik, allt önnur baráttugleði og dugnaður en í fyrri. Frábært slútt hjá Rooney, það verður ekki af honum tekið.
Fyrri og síðari hálfleikur eins og svart og hvítt. Býsna sterk lið hjá báðum liðum (bæði mínus aðal striker).
Án Sturridge er eins og Sterling sé eina alvöru ógnin okkar. Sturridge er alltaf að fara að meiðast eitthvað. Spurning hvort við þurfum meira fram á við fyrir tímabilið?
Nenni nú ekki að æsa mig yfir þessum æfingaleik. Fannst Liverpool vera töluvert betra en United en þeir náðu að nýta sín færi sem Liverpool var ekki að gera. Lambert hefur líklega gert meira gang í kop stúkuni en inn á vellinum. Hef reyndar bara séð hann í 1 og hálfum leik en í þeim hefur hann bara verið lélegur. Einhver hér að ofan var að tala um að hann hefði verið að spila vel í fyrr hálfleik það litla sem sást til hans. Ég held að hann hafi verið undir 50% í sendingum og var bara ekki með í leiknum. Er ekki 30 daga skilaréttur?
Held að það sé alveg ljóst að það þarf að kaupa annan framherja í þetta lið sérstaklega ef Sturridge er alltaf meiddur.
Annars fannst mér spilið og flæðið í leiknum hjá Liverpool fínnt vorum stundum svoldið sheikí í vörninni en síðan vantaði bara gredduna upp við markið.
Þetta var allt í lagi.
Flottur fyrihálfleikur þar sem við hefðum átt að vera með meiri forustu. Síðarihálfleikurinn var ekki vel leikinn fyrir utan að Man utd tóku 5 mín kafla þar sem þeir voru góðir og skoruðu tvö mörk. Eftir það gerðist lítið í leiknum, fullt af skiptingum og svo skora þeir úr skyndisókn þar sem maður hefði viljað sjá Lucas taka brotið eins og Rooney gerði rétt áður á Sterling.
Liverpool voru betri aðilinn meiri hlutan af leiknum en það dugði ekki til í dag. Við býðum auðvita eftir vinstri og hægri bakverði og svo vantaði okkur auðvita nokkra sterka pósta eins og Lovren, Lallana,Flanagan, Markovitch og Sturridge sem allir gera tilkall til þess að vera byrjunarliðsmenn í þessu liði.
Sterling og Coutinho áttu frábærar 45 mín
Skrtel og Sakho virkuðu ótrúlega traustir í fyrirhálfleik.
Glen Johnson var gjörsamlega skelfilegur(og er þetta frá manni sem er ekki búinn að gefast upp á honum).
Allen og Henderson voru mjög duglegir að vanda
Gerrard var góður í þessar 60 mín
Lambert átti ekki góðan dag.
og engin af varamönunum gerði eitthvað af viti eftir að þeir komu inná.
s.s spilamenska Liverpool var alls ekki síðri en Man utd og betri ef eitthvað er en það eru mörkinn sem telja í þessu. Jújú það má fara að tala um að við áttum auðvita að fá annað víti en þetta er einvígimót og leikmenn væntalega núna á hápunkti hlaupa og styrktaræfingar og verða enþá betri þegar mótið byrjar.
p.s A.Herrar leit virkilega illa út hjá Man utd held að hann hafi gefið 11 aukaspyrnur í leiknum og réð ekkert við Allen, Henderson og Coutinho í þessum leik.
Úff, framherja takk fyrir. Það er of mikið að ætlast til þess að Kútur og Sterling haldi upp sóknarleik Liverpool FC þegar Sturridge er meiddur, og Lambert þarf að bæta sinn leik talsvert líka.
Klisja en rólegir þetta var Æfingarleikur! Okkur vantaði: flanno, markovic, Agger, Sturridge, Lallana, Enrique. Og NTB ég taldi Flanno upp fyrstan og sé þetta sem síðasta leik Kelly í LFC treyju. Bíð eftir striker kaupum eins og við allir.
Gott fólk við eigum bara einn framherja sem getur talist í fremstu röð og hann er og verður alltaf töluvert í meiðslum. Þannig að ef ekkert verður gert í því verðum við í vandræðum að ná meistaradeildarsætinu.
Það kom mjög vel í ljós í þessum leik til dæmis.
Önnur lið hafa verið að styrkja sig með sterkum byrjunar liðsmönnum. En ég tel Lallana vera einu kaupin sem teljast sem styrking því kaupin á Lovren duga ekki að ég tel til að stoppa ódýr mörk því miður.
Búinn að ákveða að vera Mignolet hater í vetur. Eina sem hann gerir í leikjum er að sækja boltann í netið. 3 skot – 3 mörk. Statíkin hans er æpandi ef þið skoðið hana. Hefur stundum átt sæmilegan leik en aldrei góðan leik að mínu mati, ef undanskilin er fyrsti leikurinn hans fyrir klúbbinn sem hann virðist ennþá lifa á.
Sanngjörn úrslit. United betri. Sorglegt en staðreynd engu að síður.
Auðvitað ömurlegt að komast yfir 1-0 og tapa svo 1-3. Menn voru gjörsamlega geldir eftir að Rooney jafnaði.
Voru menn að sjá þegar Young hreinlega labbaði fram hjá Lucas í marki nr 3? Guð minn góður!
Það bara verður að kaupa alvöru markaskorara í liðið. Sturridge mun verða meiddur amk 80% af tímabilinu og Lambert er ekki nógu góður á móti alvöru liðum. Rodgers og FSG verða að leggja ALLA ÁHERSLU á að kaupa öflugan striker, einhvern með markanef dauðans!
Ef reynt er að horfa á þetta með hlutlausu gleraugunum þá vantar mun meira í Liverpool liðið, Man utd var sterkari aðilinn í leiknum á heildina litið og átti sigurinn skilið. Til dæmis í þriðja markinu sem við fengum á okkur fannst mér skýrasta dæmið um að við vorum að reyna að pressa þá uppá vellinum en mér fannst það algjörlega gert með hálfum hug, kannski voru menn þreyttir. Mér finnst vanta einhvern brodd í þetta annars verðum við að berjast um fjórða til fimmta sæti í deildinni á komandi tímabili. Alvöru sóknarmaður er lykilatriði núna.
Nr 91. sturridge mun verða meiddur 80% af tímabilinu? Enn og aftur verum málefnanlegir. Sálarrannsóknarfélagið sér um að geta í framtíðina.
Real Madrid fékk 1 stig í sínum riðli gegn 8 hjá manu. Haldiði að þeir séu núna að panic-a á sínum spjallborðum að tala um hvað manu séu mikið betri en þeir?
Johnson er að spila vinstra megin. Johnson er að spila meiddur. Johnson var góður fyrir 3 árum… zzzz…. Þessi maður er búinn að spila svona í öllum æfingaleikjum okkar, allt síðasta season og mikið lengur en það. Að fólk skuli verja hann skil ég bara ekki. Hann er löngu kominn á lista með Josemi, Degen og Kromkamp hjá mér. Hann hleypur fram algjörlega af handahófi, fer svo til baka 2-3 leikjum síðar. Ég hef meira að segja séð hann, eftir að við misstum possesion, hlaupa inn á miðju og byrja að pressa með einhverjum eltinaleik. Hann cuttar alltaf inn á miðju og gerir nákvæmlega ekkert með það annað en að senda á næsta fría miðjumann. Ímyndið ykkur LFC síðasta season með Zabaleta og City með Johnson. Harry plís taktu þetta drasl af okkur. Nú er mér nokkuð sama um hverjir voru lélegir í dag en þessi leikmaður spilar bara alltaf svona. Bara það að missa möguleikan á að spila honum myndi styrkja okkur, þó það væri enginn annar til að spila stöðuna.
það vanntaði fullt af leikmönnum í liðið, Það er ekkert að marka þennan leik.
enn okkur vanntar samt framherja, einhverjar hugmyndir ??? higuinn ?? það eru ekki margir í boði er það.
nefnið einhvern
Eiríkur Már, 93:
Þetta átti auðvitað að vera “meiddur 20% af tímabilinu”.
Mér finnst við ekki geta afsakað okkur með að okkur hafi vantað Sturridge… Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að United var án þeirra besta leikmanns, Van Persie… Sterling var bjartasti punkturinn.. En vá hvað ég er smeykur við þetta Herrera-Mata combo.. Virkilega góðir leikmenn báðir tveir
vantar klárlega alvöru striker með eða á móti Sturridge. er Reus málið? er hann striker? þurfum einhvern finisher, einhvern fowler, rush, suarez týpu……hverjir eru fáanlegir? Falcao? …veit ekki með ykkur en ég óneitanlega hræddur um að þetta tímabil gæti orðið vonbrigði.
Hjá Utd vantaði striker sem skoraði undir 10 mörkum í fyrra. Hjá okkur vantaði strikera sem skoruðu samtals yfir 50 mörk í fyrra. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Annars fannst mér Utd vera mun betri aðilinn í þessum leik, baráttan til fyrirmyndar og þar á bæ virtust menn ákveðnari í að vinna þetta, allavegana í seinni. Gerrard fagnar td ekki markinu sínu en Ronney fagnar líkt og að hann hafi verið að fá staðfestingu á næstu hárígræðslu.
99. Sko ég var að horfa á straum sem var tekin af manu síðunni. Báðir lýsendur voru á því að poolararni hefðu verið betri og fannst ótrúlegt að ná að jafna þegar þeir hefðu átt að vera 2 ef ekki 3-0 undir.
Getur alveg verið að Manu hafi viljað sigurinn meira, enda teknir illa af okkar mönnum í fyrra, Við hinsvegar vorum betri, erum betri og munum vera svo í vetur,. Það sem þetta tap kennir okkur enn og aftur er að manu eru oft á tíðum ótrúlega heppnir, eru vonandi hættir að vinna tittla á heppninni, en vinna alveg leik af og til.
Bony,Moreno og Manquillo þá er þetta fínt
Pirra mig ekki á þessum úrslitum og þá er Bleik brugðið.
Ástæðan er sú að eftir þennan leik þá bæta menn vinstri bakk með Moreno og sækja sér 25+ mill framherja.
Annað hlýtur að vera skrýtið.
Þessi leikur skrúfar hausinn á strákana og þeir koma dýrvitlausir inn í tímabilið. Mission completed.
YNWA
#100 spurning um að vera hlutdrægur. Hvernig var þessi sigur heppni, liverpool hefði þá væntanlega átt að nýta þessi færi betur. Hins vegar voruð þið vissulega betri í fyrri en united stjórnaði leiknum í seinni ef horft er á þetta með hlutlausum augum. Í fótbolta er einfaldlega ekkert sem heitir heppni og óheppni, Moyes var ðeinmitt alltaf á þvi að þeir væru svo óheppnir í fyrra virkilega þreytt þar sem það þarf að skora og nýta færin sín til að vinna leiki.
Gaur.. það sem ég var að benda á , var að þulir manu tv-ins voru á því að poolararnir væru betri og manu heppnir að vera ekki meira undir. Mér fannst þeir líka heppnir, þér fannst það kannski ekki, enda mögulega united maður sem er góður vanur í þeim efnum 🙂
Manu áttu ekki brake í hápressu vörn minna manna í fyrri, voru slappir overall og ég sé þá nú ekki fara í topp 4 í vetur. Tekur þá nokkur ár..
Mér fannst eins og ManUtd hefði verið að spila alvöruleik en Liverpool æfingarleik, fannst utd alltof harðir miðað við að þetta var æfingarleikur, Liverpool á mikklu meira inni.
viðurkenni það að eg er orðinn drullu stressaður fyrir tímabilinu…united eiga enþá van persie og januzaj inni og eiga pott þétt eftir að ná sér i góðan miðjumann og varnarmann…ef við ætlum okkur topp 4 þá þurfum við að fara að ná okkur i einhverja almennilega leikmenn
Held að fólk ætti að eins að róa sig, það voru klárlega veikleikar hjá okkur. En eitthvað sem hægt er að laga. Liverpool var betra í 50mín, pressuðu vel og hefðu átt að vera búnir að klára þennan leik. Sterling átti að fá aðra vítaspyrnu og svo vantaði uppá herslu muninn í nokkur skipti. Man utd skorar úr sínu fyrsta skoti á ramman. Það vanntar Lallana, Markovic, Sturridge, Lovren og mjög líklega Monreo og Manquillo. Fimm af þessum leikmönnum sem hefðu örugglega byrjað þennan leik.
Bakverðirnir hjá okkur áttu ekki góðan dag en við erum að fá sterka leikmenn í þessar stöður. Johnson þarf að fara að rífa sig upp, hann er búinn að vera virkilega slæmur. Lambert er ekki hugsaður í svona leiki, hann á að koma inná þegar lið liggja aftarlega og reyna að halda 0-0. Hann hefði samt átt að koma boltanum frá sér betur en ég ætla nú ekki að missa svefn yfir hans frammistöðu enda leikmaður sem kom á 4m en ekki 30m.
Kaupa tvo bakverðir og einn framherji þá líst mér vel á þetta Liverpool lið.
Daginn fólks
Skil ekki hvað margir eru að missa sig yfir tapi í þessum leik. Í fyrri hálfleik vorum við miklu betri, scums réðu ekkert við að vera pressaði hátt uppi og eru veikir fyrir hlaupum í svæðin sem myndast á köntunum í þessu kerfi þeirra. Ég fékk þá tilfinningu að í seinni halfleik ætti ekki að sýna þeim meira af okkar vopnum, hapressan tekin niður og skyndisóknir bannaðar þær hafa eigum alveg inni. Fyrir utan hóp voru m.a. Lovren, Lallana, Markovic, Sturridge. Leikurinn afhjúpaði svo endanlega þörf okkar fyrir bakverði sem vonandi verður lagað á næstu dögum og alvöru Senter, því Lambert er hugsaður sem backup ekki byrjunarliðsmaður.
Er semsagt alveg slakur yfir þessu og scums hræðir ekki hið minnsta
YNWA
Þessi leikur sýndi að Utd eru einfaldlega betri en við. Þeir gera fá en áhrifamikil kaup t.d. Shaw og Ander meðan við erum í magninu. Þetta verður erfiður vetur.
Er ekki alveg að fíla Lambert en er samt ekki að gefast upp á honum enda frekar nýr. Það vantaði ansi marga sem eiga að vera í byrjunarliði og spila saman, en það er verið að púsla þessu saman og að tapa þessum leik er bara OK og ekki græt ég það.
Fannst þessi leikur bera merki fyrra tímabils þar sem byrjað var af krafti og svo slakknaði á öllu. Eru menn að eyða of miklu púðri á fyrstu mínútum leiksins og keyra sig út og detta svo í hægan gír eftir ca hálftíma leik þegar allt þrek er þrotið. Gæti orðið erfiðara í vetur að ná úrslitum svoleiðis með engan Suarez í liðinu sem gat klárað lið á fyrstu mínútunum.
Eruði samt búnir að skoða hópinn hjá Liverpool á Fantasy síðuni? Risastór hópur og ómögulegt að fá að velja bara 3 úr þessum hóp!
Sama hvað menn eru hrifnir af Sturridge þà hef èg alltaf haft þà skoðun à honum að hann er alltaf tæpur eða meiddur fyrir nànast hvern leik. Að fara inn í tímabil með bara hann og Lambert er dæmt til að falla.
Afhverju við keyptum unga Belgíska framherjan og lànuðum aftur er eitthvað sem èg botna ekki. Þettta njósnakerfi sem við höfum hlýtur að geta fundið 1 stk sóknarmann til að slotta inn i kerfið. Við td gætum boðið Scums £10m fyrir mexíkanann Hernandes sem myndi slotta fínt inn í sóknina og vera ódýr með reynslu af deildinni. Eitthvað verður að gerast.
Strákar það er alltof mikið af tröllum hérna inni núna, Það er best að leiða þessa snillinga hjá sér. Ekki fæða þá eins og ég í seinasta pistli:)
Ég held að Rodgers sé ekki ánægður með úrslitinn en hann sé heilt yfir mjög ánægður með spilamensku liðsins.
Mér fannst Liverpool vera með 100% control á leiknum og Man utd aldrei líklegir að fara að skora þangað til að fyrsta markið kom hjá þeim. Þá fengu þeir smá sjálfstraust og komu með mark strax á eftir.
Eftir það þá tók Liverpool hægt og sígandi aftur völdinn á vellinum án þess að skapa sér eitthvað af viti.
Strákar/Stelpur andið með hnefinu það eru 2 vikur í að tímabilið byrjar og þá og aðeins þá er hægt að fara dæma menn. Leikmenn eru missþungir á undirbúningstímabilinu, leikmenn eru misfljótir að aðlagas leikstíl liðs og læra á samherja sína. Við vorum að fá í dag nýjan hægri bakvörð og vinstri bakvörður er líklega á leiðinni.
Sögu sagnir segja að Liverpool séu líka að leita sér af nýjum striker svo að við verðum bara að treysta þeim í að vinna vinnuna sína.
Á síðasta tímabili þá var liverpool að spila frekar auðvelda æfingarleiki en á þessari leiktíð þá var greinilega verið að undirbúa liðið fyrir stórleiki.
AC Milan, Man City, Olimpíuakos, Dortmund og svo óvæntur leikur gegn Man utd.
Væri betra ef við værum að spila á móti léttari liðum og vinna örugga sigra eða að við séum í hörkuleikjum gegn alvöruliðum? Ég vill síðasri kostinn og er ekki aðalatriðið á þessum tímapunkti að vinna leikinna (þótt að það sé alltaf skemmtilegra). Rodgers virkar á mig sem klár maður og hann veit alveg hvað hann er að gera og hugsar líklega um heildarmyndina.
Mér finnst Mignolet bara alls ekki hafa náð að heilla mig, hann var vændræðalega slappur þegar krossin kom frá Young yfir á Rooney og þar að auki var hann arfaslakur inná milli síðasta tímabili, Það vantar allan stöðuleika í hans leik.
Ég hefði viljað sjá Reina spila eitthvað af þessum æfingaleikjum og hann er ennþá afbragðsmarkvörður hann sýndi það með Napoli þar sem þeir tóku bikarinn og enduðu í 3 sæti í deildinni.
Sá bara fyrri hálfleikinn (kannski sem betur fer).
Fyrri hálfleikurinn var hálfbragðdaufur ef frá er talin ógnandi spilamennska Sterling en hann og Ibe hafa verið mjög ógnandi það sem af er undirbúningstímabili og báðir náð að skapa eða skora sjálfir mörk. Mér hefur jafnframt fundist Coutinho vera óganandi en þó án þess að vera game changer, það þarf að fá meira út úr honum.
Mér fannst Johnson gera afar vel í markinu þ.e. þessi sending innfyrir á Sterling var algjört gull. Því miður finnst mér þetta gerast of sjaldan hjá johnson því akkúrat svona móment fyrirgefa honum frekar slaka varnarvinnu. Hann missir líka boltann alltof oft frá sér í undirbúningi sóknar. Staðan er ekkert mikið skárri hjá öðrum bakvörðum sem við höfum. Allar fréttir núna virðast þó sterklega gefa til kynna að verið sé að bregðast við bakvarðarvandræðunum okkar og meira getur maður ekki beðið um.
BR sagði í vor að hans markmið væri ekki að kaupa magn heldur gæði. Það gætu allt að 8 leikmenn komið til liðsins þegar uppi verður staðið, ef það eru ekki magninnkaup þá veit ég ekki hvað. Þessir leikmenn munu þurfa tíma, rétt eins og liðið mun þurfa tíma til að aðlagast þeim. Því miður held ég að þetta geri það að verkum að það verði töluvert hikst á liðinu framan af hausti. Það litla sem ég hef séð frá þeim Can og markovich finnst mér afar jákvætt og ég geri klárlega ráð fyrir því að lovren sé hugsaður sem leiðtogi í vörnina (sem sárlega vantar). En lambert hef ég alltaf bara litið á sem valkost af bekknum frekar enn byrjunarliðsmann, vonandi nær hann setja sitt mark á tímabilið. Lallana eru síðan þessi stóru impact kaup sýnist manni ásamt væntanlegum framherja eftir að remy díllinn datt upp fyrir. Síðustu tveir leikmennirnir þurfa að skila sínu og það strax á þessu tímabili því þeirra er þörf.
Það er mikið verk framundan en miðað við allar breytingarnar þá sýnist mér að klúbburinn sé að stilla upp liði sem toppar kannski ekki endilega á þessum vetri en fljótlega eftir það og mun hafa alla burði til þess að vera sterkt lengi þar sem meðalaldurinn er ungur, erfitt gæti reynst að halda jafn flottu tempói og síðasta vetur en ég hef þó fulla trú á að liðið blandi sér í baráttu um einhverja titla.
Nú er ég ekki að segja að ég sé sannfærður um Mignolet en voðaleg þráhyggja virðist vera í Liverpool mönnum varðandi menn sem eitt sinn spiluðu vel fyrir klúbbinn. Johnson, Lucas og Reina eru ekki að fara að gera mikið fyrir okkur. Vantar bara Xabi heim bullið til að toppa þetta. Hvar eru eiginlega Dirk og Maxi, á ekkert að kaupa þá?
Ef Mignolet stendur sig ekki þetta tímabil er sjálfsagt að skoða markmann næsta sumar, það verður ekki Reina. Ef við værum á markað eftir byrjunaliðsmarkmanni og Reina væri ekki og hefði aldrei verið okkar, þá væri það ekki maður sem mig myndi langa til að kaupa.
Johnson held ég að hafi meira og minna bara litið vel út útaf Dirk og hans varnarframlagi á hægri kantinum. Var þó skárri þá en núna, enda ekki til verri bakvörður í allri deildinni en nútíma Johnson.
Lucas er bara ekki sami maður eftir 2 langvarandi meiðsli, því miður. Eina ástæðan að ég vil halda honum er bara því ég er ekki sannfærður um Allen. Vil selja lakari af þeim eftir tímabilið.
Getum ekki endalaust verið með einhverja rómantík gagnvart leikmönnum sem voru góðir fyrir mörgum árum.
Hvað ætli Reina hafi gert Rodgers? Það eina sem ég get sett út á meistara Rodgers er að hann vill ekki nota okkar besta markmann, mér kemur örugglega aldrei til með að líða vel með félaga Mignolet í rammanum.
Þorri – 114
Mà ekki segja sína skoðun hèrna inni àn þess að buff eins og þú móðgist?? Èg tel mig hafa fullt til màlanna að leggja og þegar ég skrifa hèr inni er það ekki til að valda mönnum eins og þér vanlíðan. Þetta er bara skoðun sem hver og einn hefur og vert að virða.
Èg hèlt að þessi sandkassaleikur væri hættur hèrna inni – þeas skoðanir negldar niður ef menn eru ekki sammâla. Óþolandi hegðun.
höfum ekki spilað í CL í 5 ár þannig ég held við höfum ekki efni á að gera grín af united afþví þeir eru þar ekki þetta season. pistlahöfundur hafði greinilega ekki vit á því að Swansea féll ekki úr deildinni í fyrra, þetta er það versta sem maður lendir í þegar maður er sjálfur farinn að leiðrétta villur í pistlinum útaf fáfræði pistlahöfundar. takið þettta til ykkar þið sem skrifið hér og farið að hífa upp um ykkur buxurnar.
Sælir félagar
Var að komast í tölvusamband og það fyrsta sem ég sé er tap fyrir MU. Þetta er eitthvað hið ógeðfeldasta sem éf hefi séð þá viku sem ég hefi verið tölvulaus. Hata meira en allt annað að tapa fyrir þessu andsk…… liði. Médr er alveg sama hvort það er æfingaleikur eða ekki. Fullkomlega óþolandi.
Það er nú þannig.
YNWA