Ronaldo

Via [Hagnaður](http://haukurhauks.blogspot.com/)

10 Comments

  1. Múhahaha, hef aldrei séð jafn raunvörulegt leikfang áður, eiginlekarnir magnaðir, lætur sig falla einsog fæturnir séu klipptir af honum.

  2. HAAHAHAHAHAHA, Raunverulegra leikfang hef ég seint séð!!!!!!
    Það hlýtur að vera til eintak af Totti líka!!!!!

  3. hehe jólagjöfin í ár. Annars var ég búinn að sætta mig við sigur Benfica í kvöld (staðan er 1-1 akkúrat núna). Það yrði frábær jólagjöf ef jólasveinarnir í man.utd tapa !

  4. Er það þannig að við þurfum að skíta yfir aðra leikmenn til að líða betur með okkar eigin leikmenn?
    C.Ronaldo yrði langbesti leikmaður Liverpool ef hann væri þar.

  5. Mikið er ég sammála þér Palli, ég er alltaf að verða hrifnari af þessum dreng, þvílíkur snillingur sem að þetta er. Myndi sóma sér betur í liverpool heldur en Pennant, eða það er allavega mín skoðun..

  6. >”C.Ronaldo yrði langbesti leikmaður Liverpool ef hann væri þar.”

    Í fyrsta lagi, þá nenni ég varla að ræða þetta. Einar Örn birti hér smá vídjóbrandara þar sem frægu leikfangi er skeytt saman við knattspyrnuleikmann með ákveðið orðspor, svo að úr varð atvik sem jafnvel United-aðdáendur sem ég hef bent á hafa brosað að. Þetta atvik þætti mér alveg jafn fyndið, til dæmis, ef Harry Kewell væri viðfangsefnið og það er með Cristiano Ronaldo sem viðfangsefni. Menn þurfa ekki að vera svona hörundssárir, þetta er bara smá húmor.

    Í öðru lagi: LANGBESTI LEIKMAÐUR LIVERPOOL?

    Langbesti

    Leikmaður

    Liverpool

    ?

    Ég ætla að láta sem þú hafir ekki einu sinni hugsað þetta upphátt. Jú, hann er betri en Jermaine Pennant, en langbesti leikmaður Liverpool?

    ERTU ALVEG VISS?

  7. Sæll Kristján ég var nú ekki að setja útá djókinn sko, fannst hann bráðfyndinn, en mikið er þessi drengur orðinn góður, stórhættulegur í alla staði. En hann yrði ekki langbesti leikmaður liverpool en hann yrði ekki langt á eftir Captain fantastic

  8. Æi ég verð að viðurkenna að ég er mjög veikur fyrir leikmönnum eins og Ronaldo, var alltaf mikill aðdáfandi Ginola t.d… og mér finnst vanta svona mann í Liverpool. Svo er ég líka alveg að sjá hann fyrir mér sem næsta Bond, já James Bond, enda góður leikari og hef heyrt að konum finnist hann vera foli

Galatasaray 3 – L’pool 2

Meistaradeildin: riðlakeppnin búin!