Varabúningarnir í ReAct! [auglýsing]

Vara- og Meistaradeildarbúningar Liverpool koma til landsins á morgun!

Varabúningur Liverpool tímabilið 2014/15 er gulur með rauðum röndum og er auðvitað stórglæsilegur eins og sjá má:

yellowkit

Þriðji búningur Liverpool tímabilið 2014/15 er jafnframt Meistaradeildarbúningur félagsins í vetur og er hann svartur, grár og rauður og auðvitað líka stórglæsilegur, eins og sjá má:

thirdkit.jpg

Liverpool-búningarnir fást í helstu sportvöruverslunum landsins – Jóa Útherja og ReAct – en úrvalið má sjá í vefverslun ReAct á ReAct.is.

Kíkið við og verið rétt klædd fyrir tímabilið!

17 Comments

  1. Var sjálfur að fá mér þriðja búninginn. Virkilega ánægður með hann. Þessi tala sem hneppir kragann er auðvitað bara alltof flott! Er ekki búinn að setja nafn á búninginn, er að bíða eftir Falcao !

    Ef hann kemur ekki þá þarf ég að passa mig hvað ég set á treyjuna. Þeir fara alltaf sama season eða næsta season. 2011 setti ég Torres á treyjuna (það var reyndar 2009/10 treyjan). Svo 2012 fæ ég mér treyju ekki með neinu nafni. 2013 fékk ég mér Sahin aftan á treyjuna og í fyrra fékk ég mér Suarez!

    Svo við hvern vil ég losna af launaskrá? Eða þið? Ekkert mál, ég smelli honum á bakið!

  2. Mér finnst þessi guli búningur nánast klámfenginn. Ég elska gula Liverpool búninga.

  3. 1# ég er svipað brenndur og þú. Held ég hendi í JFT 96 aftan á mína núna.

  4. Hahaha ætlaru að setja Falcao sem kemur í mesta lagi á láni til okkar #thumbsup

  5. Þessi guli búningur er algert sælgæti!

    Eru menn ekki að fara að smella Henderson aftaná bakið? Þ.e.a.s allir nema Birkir.

  6. þarf maður ekki orðið fasteignalán til að geta keyft sér eitt sykki búning í dag?

  7. Er það bara ég eða, mér finnst þessi 3 búningur ljótur.

  8. 3 búningurinn er geggjað flottur… fyrsta sending in af honum selst líklega upp í dag, svo vinsæll er hann ????

  9. Mér finnst 3. búningurinn rosalega flottur. Ætli maður bíði samt ekki eftir að búningar næsta tímabils komi og til að fá þetta á útsölu :). Sammála stefstef að þetta er allt of dýrt….

  10. Aldrei setja lánsmenn á treyjuna ykkar það er mitt ráð, alveg sama hvers liverpool eru líklegir að kaupa þá.
    Segjir sá sem á Liverpool treyju með Anelka 🙂

  11. Var að fá mér rauðu með Flannagan á bakinu. Ekki langt frá því að ég fæ mér gulu með Lovren og svørtu með Gerrard. Á 10 treyjur, var að fatta að ég á enga með Gerrard á bakinu.

  12. Ég fékk mér einu sinni treyju með Cheyrou aftan á… sjáið hvernig það fór… ekki fengið mér nafn né númer aftan á búning síðan 🙂

  13. Erum við að fara að taka “ljótustu varabúningana” annað árið í röð.

Liverpool 2 Southampton 1

Barcelona tjá sig um kaupverð á leikmanni