Man City – Liverpool 3-1

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Martraðar seinni hálfleikur fylgdi svekkjandi en ágætum fyrri hálfleik og á endanum var þetta aldrei í hættu hjá Man City. Slæmt kvöld hjá Liverpool sem þarf að neita þegar óskað er eftir að spila á mánudögum.

Byrjunarlið Liverpool var svona

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Gerrard – Allen
Sterling – Henderson – Coutinho

Sturridge

Bekkur: Jones, Manquillo, Sakho, Toure, Can, Markovic, Lambert

Liverpool hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik þó hann væri tiltölulega tíðindalítill þar til á 41.mínútu er Man City endaði einnar mínútu yfirburði með góðu marki sem skrifast að nánast öllu leiti á reynsluleysi Alberto Moreno á Englandi. Hann steinsofnaði í hreinsun inni í vítateig og Jovetic nýtti sér það og komst einn í gegn og skoraði. 1-0 og það frekar ósanngjarnt. Kunnuglegir varnartaktar hjá Liverpool sem er áhyggjuefni en þetta var að sjálfsögðu fyrsta skot City á markið í leiknum.

Daniel Sturridge byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora ágætt mark en var óheppinn að vera aðeins fyrir innan þegar sendingin kom, réttari ákvörðun núna en rangstöðumarkið sem var dæmt af Liverpool í fyrra á sama velli.

Man City fór aftur í sókn á 55.mínútu og þetta var eins og að horfa á handbolta, 5-1 vörn Liverpool var ekki nægjanlega þétt fyrir sóknarleik City og þeir áttu í nákvæmlega engum vandræðum með að bíða eftir rétta momentinu til að gera árás og stinga sér í gegn. Ekkert breyst varnarlega hjá Liverpool frá síðasta tímabili enn sem komið er en töluvert bit farið úr sókninni. Mörk City voru afskaplega lík mörkunum sem þeir skoruðu á Anfield og náðu að jafna eftir að Liverpool komst í 2-0 sl. vor.

Rodgers gerði breytingu á 59.mínútu og tók afar dapran Coutinho útaf og setti Lazar Markovic inná í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Coutinho líklega að spila sinn síðasta leik í langan tíma sem vinstri kantmaður enda bæði Markovic og Lallana nú gjaldgengir með Liverpool.

Þegar tæplega 25.mínútur voru eftir meiddist Dzeko og Aguero kom inná, hann var alveg 23 sekúndur að komast inn fyrir Lovren í vörn Liverpool og skora þriðja markið. Þriðja skot City á markið í leiknum og staðan auðvitað 3-0. Afar dapur varnarleikur hjá Lovren sem var í miklu basli í seinni hálfleik og Mignolet var ekki að gera gott mót heldur.

Rickie Lambert kom inná undir lokin fyrir Sterling og átti stóran þátt í marki sem Liverpool náði að setja þegar 12 mínútur voru eftir. Sturridge vann boltann vel og sendi fyrir á Lambert, Joe Hart varði skalla frá honum glæsilega en boltinn fór í Zabaleta og þaðan í netið. Ekki náði hann sínu fyrsta marki fyrir Liverpool þarna en hann hefur átt tvær góðar innkomur í tveimur leikjum núna.

Stuttu seinna fékk Lambert boltann í frábæru færi eftir varnarmistök City manna en kláraði færið hræðilega. Alvöru séns á að komast inn í leikinn sem fór í súginn þar og þetta fór endanlega í næstu sókn þegar Glen Johnson tognaði og fór útaf meiddur, Liverpool þurftu því að klára leikinn með 10 menn inná enda allar skiptingar nýlega búnar. Can var kominn inná fyrir Allen sem var þriðja og síðasta skiptingin.

Skrtel meiddist stuttu seinna og Moreno líka en báðir kláruði leikinn tæpir, vörnin okkar var eins og undir álögum í þessum leik sem breyttist í martröð í seinni hálfleik.

Þetta voru afleit úrslit og ég get ekki tekið undir þá jákvæðni sem ég sá eftir fyrri hálfleik t.d. á twitter. Mark City kom eftir klaufaleg varnarmistök sem er trademark Liverpool og sóknarlega var Liverpool afskaplega bitlaust og olli City ekki miklum vandræðum. Þetta versnaði töluvert í seinni hálfleik á meðan City nýtti öll sín færi og kláraði leikinn auðveldlega.

Maður leiksins:
Simon Mignolet er þarna til að verja markið og hann varði ekkert af þeim skotum sem komu á markið í dag, þrjú skot og þrjú mörk hjá City. Þessi mörk skrifast ekki endilega á hann en hann getur ekki fengið háa einkunn eftir svona leik. Klárlega undir fimm. 4,0 fyrir þennan leik.

Moreno lofar mjög góðu og er gríðarlega fljótur en hann steinsofnaði illa í eina mínútu í fyrri hálfleik og það kostaði fyrsta mark City í leiknum. Varnarleikur sem er ekki í boði hjá Liverpool. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í seinni og verður ekki dæmdur af þessari frumraun sinni. 5 fyrir þennan leik.

Glen Johnson var samur við sig hinumegin, hann hefur svosem oft verið verri en sóknarleikur City fór mikið upp hans megin. Hann er líklega meiddur núna og það er vonandi að hann verði basli með að komast í liðið fyrir Manquillo eða Flanagan. Slefar í 5,5 fyrir þennan leik.

Lovren átti ágætan fyrri hálfleik en afar erfiðan seinni hálfleik. Ekkert nýtt að það taki miðvörð tíma að komast inn í nýtt lið og það hjálpar ekki að spila gegn City svona snemma. Aguero er varamaður hjá þeim! Hann fær 4,0 fyrir þennan leik og það er rausnarlegt.

Skrtel var skárri en Lovren en það er ekki mikið hrós í dag. Set 5,0 á Skrtel án þess að vera búinn að greina hans leik eitthvað ítarlega.

Gerrard er að spila stöðu sem ég hef áhyggjur af hjá Liverpool og hef haft síðan hann fékk þetta hlutverk. Sóknarlega getur hann verið frábær en varnarlega vill maður hafa svona Macsherano týpu sem nær að verja varnarlínuna miklu miklu betur en Gerrard er að gera. Hversu mörg mörk er Liverpool að fá á sig vegna þeirra hlaupa sem fara framhjá Gerrard í hverjum leik? Liverpool var með manni meira á miðjunni og tapar samt 3-0, varnarsinnaði miðjumaðurinn getur ekki fengið góða einkunn eftir þannig leik, set 4,0 á hann þar sem þetta er Gerrard. (Lucas fyrir sama leik fengi 3 eða minna).

Allen var að koma vel inn í leikinn, mikið betur en Lucas í síðasta leik. Engu að síður var City að komast of auðveldlega í gengum miðjuna og sóknarlega komst Liverpool aldrei almennilega í gegn, set því 5,5 á Allen.

Henderson var okkar kraftmesti leikmaður og er að vinna langmest allra á miðjunni en þetta var ekki að skila miklu í dag, set líka 5,5 á hann.

Coutinho var okkar daprasti maður í dag þrátt fyrir slæman varnarleik, hann var að klappa boltanum allt of mikið og sendi sjaldnast á samherja. Það var alveg gefið að hann færi útaf snemma í seinni hálfleik og líklega koma Markovic eða Lallana inn í þá stöðu sem Coutinho var að spila í dag. 3,5 á Coutinho í dag.

Sterling var okkar besti maður í fyrri hálfleik án þess að komast inn fyrir vörn City, hvarf alveg í seinni hálfleik og var á endanum tekinn útaf. Gef honum 6,o fyrir fyrri hálfleikinn.

Sturridge var ekki á pari við sókarmenn City sem kláruðu öll sín færi og Liverpool virkaði verulega bitlaust í dag. Hann gerði engu að síður vel í markinu og á mestan heiður af því og til þess er hann á vellinum. Var óheppinn er hann skoraði rangstöðumarkið. 6,1 fyrir Sturridge í dag sem þarf meiri hjálp í sókninni, sérstaklega gegn City. Gef honum mann leiksins í dag en það er ljóst að besti maðurinn á vellinum í dag spilar ekki fyrir Liverpool.

Varamenn
Lambert var að koma vel inn í leikinn og sóknarleikurinn var mun beinskeittari í demant kerfinu. Hann nálgast sitt fyrsta mark og var klaufi að ná því ekki í dag, hann fékk dauðafæri á 83.mín sem hefði hleypt öllu upp í loft hefði það farið inn. Óheppni að Johnson meiddist þegar tíu mínútur voru eftir en Liverpool voru með meðvind á þeim kafla.

Markovic kom einnig mjög vel inn í leikinn og skapaði usla í vörn City, leikmaður sem verður mjög spennandi að fylgjast með.

Can spilaði nánast allann tímann þegar Liverpool var bara með 10 menn inná og var ekki nógu lengi inná til að dæma hann sérstaklega.


Þetta var vont kvöld gegn góðu liði. Fínt að þessi leikur er frá og engin ástæða til að örvænta eftir þetta eða drulla yfir allt og alla. Shit happens, ekki oft hjá Liverpool sem gerir þetta ennþá verra högg en fókusinn fer mjög fljótt á Tottenham eftir viku.

Super Mario má vera með í þeim leik.

115 Comments

  1. Rosalega var þetta ömurlegur leikur hjá Liverpool í dag, ég veit ekki um einn leikmann liðsins sem að vann fyrir laununum sínum í dag.

    Eins gott að Balotelli verði klár í næsta leik, sóknarþungi liðins var átakanlega slappur og vörnin gjörsamlega úti á þekju.
    Eina góða við þetta er að núna er þessi leikur búinn og við þurfum ekki að mæta á þennan völl aftur á þessu tímabili í deildinni.

  2. Úrslitin segja ekki allt. Vorum betri í fyrri hálfleik en smá mistök hjá annars flottum Moreno kom okkar mönnum úr jafnvægi.

    En getur einhver gjörað svo vel og hent þessu fífli sem kallast Kristinn Kjarnestæð úr öllu tengdu fjölmiðlum. Gæjinn gjörsamlega dregur úr manni lífsviljann við að horfa á sjónvarpið, talaði ítrekað niður til okkar manna. Óþolandi

  3. Sælir félagar

    Ekkert við þessu að segja nema betra liðið vann. Mér er það að vísu umhugsunarefni hverjir sjá um varnarþjálfun liðsins því hver sem það er/eru þá er þar mikið verk óunnið. Eina gleðiefni þessa leiks er að líklega verður maður laus við GJ í þeim næsta. Af hverju skiptingar komu svona seint er líka umhugsunarefni sem ég nenni ekki að pæla í núna.

    En sem sagt, City einfaldlega númeri of stórir fyrir okkar menn á heimavelli sínum. Hlakka til að sjá Balo á vellinum gerandi usla í vörn T’ham í næsta leik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Þetta var einfaldlega “reality check” fyrir okkur. Við erum ekki að fara keppa við City og Chelsea um titilinn. Við erum ekki tilbúnir í það í dag. Það var ekki fyrr enn leikurinn var tapaður að við fórum að sækja á þá, kannski vorum við of varnarsinnaðir í dag.

    Enn þrátt fyrir allt þetta, EF Lambert hefði haft sjálfsöryggi til að skjóta á markið og skorað?

  5. Sæl og blessuð.

    2011 revisited. Ekki hægt hvað þetta var á köflum hægt hjá okkur og það er af sem áður var þegar þeir tættu upp grassvörðinn á harðahlaupum. Auðvitað eru þessi miðbæjarblástakkar eins og Berlínarsinfónían undir stjórn H.v.Karajans. Það er vart feilnótu þarna að finna, sólistar vel stillt hljóðfæri. E.t.v. var mikið að marka þetta … en mikið voðalega sakna ég samt nafna. Pollíönnusöngurinn var nú aldrei sannfærandi og nú finnum við það hversu sárt það er að vera án hans. Hvað hann gerði fyrir þetta lið.

    Samt betra að við skyldum skora þetta mark. Ekki eins mikil niðurlæging, þrátt fyrir allt.

    Fannst Moreno standa sig vel framan af og Lovren einnig. Svo þegar átti að jafna fór þetta allt í tómt rugl. Jónsson var enn verri fannst mér, og það frá upphafi. Hann átti annað markið. Skildi Jójevits eftir ódekkaðan og þessir tilburðir á marklínunni voru eftir öllu í hans fari. Laflaust og átti að skall’ann. Hann minnti mig á sjálfan mig í hádegisboltanum þar sem hann vandræðaðist með tuðruna og eyðilagði það litla bit sem var í sókninni. Var auðvitað alltaf ódekkaður, einn á heiðbláum himni, enda er það örugglega partur af töflufundum að láta þá gefa á hann, því það gerist ekkert meðan hann er með boltann.

    Markóvits var sprækur í byrjun en það vantaði slagkraftinn í öllu liðinu. Lambert var trukkur en hann vantar sjálfstraust og skelfilegt að fara svona með þetta færi sem hann fékk á silfurfati.

    Allt í öllu var þetta fyrirsjáanlegt. Skóstærð 39 vs. 46.

  6. Betra liðið vann í dag, svoleiðis er það bara, can’t win em all. Mikið finnst mér samt ljótt að LFC fan óski sínum leikmanni þess að vera meiddur lengi og reynir svona að segja YNWA einsog það þýði eitthvað fyrir honum. For shame.

  7. Fjandinn hafi það að menn séu að fagna meiðslum hjá Glen Johnsson, ótrúlega lélegt og ætti ekki að sjást hér á þessari flottu síðu og í ofanálag er þess óskað að meiðslin séu langvarandi?? If you have nothing nice to say, consider saying nothing at all!

    Aldrei aldrei aldrei myndi ég fagna meiðslum okkar eigin liðsmanna.

  8. City hrikalega sterkir, verðakuldaður heimasigur í sennilega erfiðasta leik okkar manna á tínabilinu.

    Vorum ágætir í fyrri en náðum því miður ekki að gera okkur mat úr skæðadrífu fastra leikatriða.

    Áttum menn sem gátu hrært í pottinum á bekknum, mikil breyting frá síðasta tímabili – og Balotelli búinn að bætast við.

    Mark eftir varnarmistök rétt fyrir leikhlé virtist fara illa með liðið stemmningarlega og skyldi engan undra. Eeeeen – þetta var útileikur gegn ógnarsterku og vel mönnuðu meistarliði City. Ekki minnsta ástæða til að sjá bara svart.

  9. ….og kvittar svo undir gleðina með meiðsl GJ með YNWA?? Veistu fyrir hvað skammstöfunin stendur?

  10. Ekki gott hjá okkar m?Held eg segi Stod2S upp, hrikalega slappur þessi KK,

  11. Styrkur City sást bersýnilega í kvöld. Það eru tvö lið sem bera höfuð og herðar hvað leikmannahóp varðar í þessari deild. Þau eru Chelsea og City. Einfaldlega ekki hægt að fara fram á sigur á þessum fyrnasterka heimavelli. Okkar menn verða vonandi snöggir að rífa sig í gang enda mikilvægt að sigra Spurs úti. YNWA!

  12. Þó Sturridge hafi ekki skorað fannst mér hann frábær í dag, Balotelli á eftir að njóta góðs af því að hafa hann við hliðina á sér. Sturridge sem þótti einspilari er langt frá því að vera eigingjarn í Liverpool búningnum.

  13. Nei, best ég leiðrétti mig og hætti að sparka í liggjandi Jónsson. Henderson átti að passa þann svarfellska, sá það í endursýningunni!

  14. Þessi leikur sýndi greinilega muninn á liðinum eins og staðan er í dag. Liverpool er einfaldlega lið í mótun og uppbyggingu. Mikið af nýjum leikmönnum sem eru að aðlagast nýjum leikstíl auk þess sem liðið hefur misst einn besta leikmann í heimi. Man. City eru ríkjandi meistarar, með leikmannahóp sem er lítið breyttur frá því í fyrra og þar af leiðandi ríkir þar stöðugleiki og menn vita nákvæmlega hvert hlutverk þeirra er.

    Mér fannst fyrri hálfleikur mjög góður hjá Liverpool, fannst liðið stjórna fyrri hálfleiknum en eftir markið fór sjálfstraustið og Man City gekk á lagið. Það verður hins vegar að hrósa City fyrir varnarleikinn í þessum leik. Það var magnað að sjá samvinnu miðju og varnar í varnarleiknum hjá þeim. Þeir náðu algjölega að loka á milli línanna auk þess sem Fernando vann öll einvígi og át upp allt sem féll til á miðjusvæðinu. Annað markið sýnir síðan berlega hversu vel samhæft þetta City lið er og fyrir vikið lítur lítt samstillt Liverpool lið illa út.

    Ég ætla svo sem ekki að fara á taugum við þetta tap. Það var ýmislegt jákvætt í þessum leik sem má vinna með áfram. Þetta sýnir bara að það er mikið verk fyrir höndum að stilla saman strengi. Framundan er leikur gegn Tottenham sem eru b.t.w. hugsanlega fyrst núna að finna réttan takt í sinn leik, einu ári eftir gríðarlega magninnkaup. Efast stórlega um að flugeldasýningin frá því fyrra verði endurtekin. Eina sem þýðir núna er að stilla vætingum í hóf og sýna þolinmæði.

  15. Fjandinn hafi það að menn séu að fagna meiðslum hjá Glen Johnsson, ótrúlega lélegt og ætti ekki að sjást hér á þessari flottu síðu

    Ég henti út þessum kommentum.

    Þetta var einfaldlega „reality check“ fyrir okkur. Við erum ekki að fara keppa við City og Chelsea um titilinn

    Okei, slaaaaaka aðeins á. Við yfirspiluðum City á þeirra heimavelli í 40 mínútur. Svo komu ein asnamistök, sem kostuðu mark sem þýddu að okkar menn þurftu að sækja og það leiðir af sér tvö önnur mörk.

    Ef Moreno hefði ekki klúðrað þessu þá er ég sannfærður um að okkar menn hefðu fengið eitthvað útúr leiknum.

    En þetta er erfiðasti leikur tímabilsins – við sáum það klárlega á síðasta tímabili að þetta City lið er það sterkasta í deildinni og það er ennþá svo núna. Okkar menn fóru á Etihad og sóttu og pressuðu á þá. Það eru ekki mörg lið sem þora því.

    Já, þetta voru döpur úrslit, en ég er alls ekki svo niðurdreginn eftir þetta. Stóra testið kemur á sunnudaginn gegn Tottenham. Þar geta okkar menn sýnt að þetta lið er komið til að vera í toppbaráttunni í vetur.

  16. Þetta var ekki skelfilegt hjá okkur.
    Fyrstu 45 mín voru við einfaldlega betri en Man City, það voru einstaklings mistök hjá leikmanni sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
    Síðari hálfleikur var okkur erfiður en við fengum nokkur færi og menn voru að hlaupa úr sér lungun og fannst mér það merki um smá karakter hjá liverpool að hengja ekki hausinn 3-0 undir heldur var allt á fullu.
    Já klaufamörk (allaveg 1 og 3) en ég ætla að taka þetta glasiðhálfult.
    Moreno á eftir að styrkja okkur
    Markovitch var frábær eftir að hann kom inná
    Joe Allen, Henderson og Gerrard áttu miðjuna í fyrirhálfeik.

    Á móti Southampton heima og Man City úti á síðustu leiktíð vorum við með 0 stig. Núna erum við með 3 stig úr þessum leikjum(og fyrir ofan Man utd sem verður að berjast við okkur um þetta 4.sæti og við búnir með Man City á útivelli).

    Koma svo ekki alla þessa neikvæðini eftir leik númer 2 á tímabilinu og uppí stúku er Super Mario og Lallana svo að ég tala nú ekki um meistaradeildardráttur.

  17. og fyrir ofan Man utd sem verður að berjast við okkur um þetta 4.sæti

    Við erum ekki að fara að berjast um neitt fokking fjórða sæti í vetur!

  18. Ég vona geðheilsu ykkar vegna að þið hafið horft á leikinn á erlendri rás, en ekki stöð 2 sport eins og ég. Kristinn Kærnested er ástæðan.

    Annars frekar dapur leikur og vonbrigði að fá á sig 3 mörk sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir.

  19. Þessi leikur er það sem ég hef haft hvað mestar áhyggjur af í sumar. Seljum þriðja besta mann í heimi og kaupum ekki einn leikmann sem kemst nálægt honum í gæðum. Vörnin var hörmung ásamt miðju þar sem Allen virtist vera sá eini sem pressaði. Sterling sást ekkert í seinni og við náðum að skapa okkur voða fá færi. Þetta var eins og að sjá leikmenn sem höfðu aldrei á ævinni spilað saman, það var þvílíkt sambandsleysi. Spurning hvort Rodgers þurfi ekki að breyta varnartaktíkinni heldur en einstaka mönnum. Coutinho var mjög slappur og þegar hann er slappur að þá gerist lítið sem ekkert fram á við. Ég vill meiri stöðugleika frá honum.

    Moreno leit vel út fyrir utan þessi mistök, hann missteig sig frekar illa en hélt áfram. Hann fær virðingu mína fyrir það. Ég ætla ekki að kenna einum leikmanni um þennan leik, liðið tapaði algjörlega þessum leik og það var enginn sem stóð upp.

  20. Nýju mennirnir okkar kostuðu okkur 3 sitg í þessum leik. Kannski ekki við því að búast að menn mæti fullsmíðaðir þarna inn strax en engu að síður verður Lovren að hætta að stíga svona hátt upp úr vörninni, t.d. bæði í marki 2 og 3 og eins hefði mér fundist hann geta komið sér fyrr í cover þegar Moreno missti boltann. Hann sá allan tímann í hvað stefndi þar. Ég krefst þess að Can byrji fyrir Allen eða þá Markovic í næsta leik. Við verðum að fá 3 stig gegn Spurs og halda markinu okkar hreinu svona til tilbreytingar.

  21. Þetta City lið er bara fáránlega og ef þeir vinna ekki deildina þá er þeirra að tapa henni ekki annara að vinna hana.

    Annars féllu nýju varnamenn LFC allverulega á fyrsta prófinu en þeir verða að fá tíma til að venjast liðinu. Margt gott hjá þeim en einbeitingasleysi og stöðuleysi í vörninni er eitthvað sem þeir þurfa að laga.

    Flott spil hjá okkar mönnum í fyrri hálfleik og með þessu spili eigum við eftir að rústa mörgum liðum. Sóknarflæðið var miklu betra en í fyrsta leik. Annars sanngjarnt sigur hjá City en stríðið er ekki búið þótt að þessi orrusta tapaðist.

  22. Fannst þetta ekkert alslæmur leikur. Fyrsta markið verður vegna varnarmistaka, annað markið var snilld og þriða verður líka að teljast varnarmistök.

    Heilt yfir fannst mér City ekkert skapa sér mikið af færum en eins og heimsklassaliði sæmir þá nýta þeir færin sín nánast hundrað prósent. Mér fannst Liverpool stjórna leiknum miklu meira og oft líklegri aðilinn þangað til að það kom að markinu. Það vantaði meiri ögrun við markið og kannski kemur það með Balotelli.

    Við verðum að horfast í augu við að þetta er langbesta liðið í deildinni ásamt chelsea sem refsar fyrir hver einustu mistök. Þessvegna verður að nálgast stórleikina aðeins öðruvísi en gegn minni liðum. Þau hafa of mikið af leikmönnum sem þurfa ekki nema að sjá markið með öðru auganu til þess að skora.

    Ég held að þetta verði fínn vetur. Það er enginn skömm að tapa fyrir Man City. Ekki gleyma því að Man City vann fyrri leikin gegn okkur líka.

    Held að mistökin hafi verið að láta ekki Lambert byrja – því Sterling var étinn upp. Auðvelt að segja þetta erftir á því Sterling er yfirleitt einn af okkar betri mönnum. Við þurftum líkamlega sterkan framherja gegn þessum tröllum í vörn Man City. Enda gerði Lambert sig líklegan með að skora tvö mörk í þessum leik. Skil ekki afhverju hann fær ekki þetta mark dæmt á sig.

    En núna reynir á liðið. Eftir svona tap – eiga þeir að svara tapinu í næsta leik. Boltinn er hjá þeim. Balo og Lallana býða bæir dauðþyrstir á kanntinum. Svo ég hlakka bara til næsta leiks.

  23. Enn og aftur skítur Brendan á sig í leikmannamálum. Þessi Moreno virðist ekki geta jack shit. Hvað er í gangi? ÆTLUM VIÐ EKKI AÐ VINNA DEILDINA? HA?!!
    MEÐ ÞESSA BAKVERÐI GETUM VIÐ EKKI EINU SINNI UNNIÐ STOKE!

  24. Það hlýtur að vera einhver breyting á byrjunarliðinu í næsta leik. Ég trú ekki því að BR sé ánægður með þennan seinni hálfleik. Við spiluðum ágætlega í fyrri en í seinni voru sumir bara ekki mættir. BR alltof lengi að gera breytingu, vildi sjá Can miklu fyrr inná, Lambert kom sterkur inn, en átti að skjóta sjálfur í færinu sem hann fékk eftir markið, þá hefði verið 3-2 og nógur tími. Johnson hlýtur að vera illa meiddur víst hann fór útaf, ég held að Lambert hefði hoppað á annari löppinni það sem eftir væri af leiknum ef þetta hefði komið fyrir hann. Ég vill sjá núna einhverja breytingu á liðinu, núna er komin samkeppni um flestar stöður. Mario kemur og breytir öllu(alltaf hægt að láta sig dreyma, þangað til að maður er vakinn).

    ÁFRAM LIVERPOOL

  25. Tveir jákvæðir hlutir, hundrað neikvæðir, ja reyndar þrír jákvæðir, fyrst sa sem eg næstum gleymdi, johnson meiddist, síða nyji hinn bakvorðurinn virkaði góður, þar til hann kostaði okku 2 mörk, jæja hann þekki ekki deildina og vonandi jafnar sig að honum, en það sem VAR jákvætt var sér inn, hann virkar á mig hættulegur, en staðan er bara þannig að city er með betra varalið en næt besta liði, þ.e. Við.

  26. Okei, núna er ég búinn að henda tveimur kommentum í viðbót þar sem menn fagna því að Glen Johnson sé meiddur. Ég nenni ekki að standa vaktina lengur.

    Ég get varla líst því hversu döpur mér finnst svona komment vera. Við hvaða vandamál eigið þið eiginlega að stríða? Hversu langt sokknir þurfa menn að vera í trufluninni til þess að gleðjast yfir því að leikmaður okkar liðs meiðist?

  27. Þetta verður skemmtilegur vetur punktur. Það eiga flest öll lið eftir að tapa þarna í vetur ( staðfest ) það eru allir hinir leikirnir sem skipta máli. Ég bjó mig undir þetta. Liðið leit bara vel út, heilt yfir. Over and out ! BALOTELLI ER MÆTTUR 🙂

  28. #3 Þú veist að lýsarinn á leiknum er LFC stuðingsmaður. Þetta kallast að vera hlutlaus, Liverpool voru slakir í seinni hálfleik og allt í lagi að lýsa því. Hann á að lýsa leiknum og segja það sem fyrir augum ber og að sjálfsögðu gerði hann það. Fannst hann fínn lýsari í þessum leik.
    Hættum að væla yfir lýsendum og vælum fyrir yfir aulaskapnum í okkar mönnum. Við getum ekki spilað vörn sem er ömurlegt.
    Ömurlegt svo að sjá menn eins og Sigkarl að fá naánst úr honum yfir meiðslum Johnson.

  29. “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.” – Bill Shankly

    Þeir “stuðningsmenn” sem fylgja ekki þessu og sérstaklega þeir sem fagna meiðslum okkar eigin leikmanna ættu verulega að endurskoða að halda með Liverpool. Jafnvel hætta því alveg. Við stuðningsmenn eru svo miklu betri en það að sökkva á þetta lága plan!!

  30. Skýrslan er komin inn. Hundfúll eftir þennan leik en við hristum þetta af okkur og horfum til Spurs leiksins. Allir í liðinu geta bætt sig og við þurfum að horfa á ansi marga fleiri í okkar liði dag heldur en Johnson, meiðsli hjá honum eru ekkert að fara hjálpa okkur. Núna eigum við bara einn heilan hægri bakvörð, 20 ára lánsmann með enga EPL reynslu.

  31. Hva, eru bara himnarnir að hrynja af því að það tapaðist leikur? Kom on.

  32. Menn virðast keppast um að rakka G. Johnson niður meðan hinn heilagi Steven Gerrard spilar undir pari leik eftir leik. Það var ekki sjón að sjá hann á HM í sumra og þessir tveir leikir hafa verið spegilmyndin af þeirri frammistöðu. Allar horn- og aukaspyrnur fjarri lagi og drengurinn verður að fara að rífa sig í gang. Að öðru leyti er enginn heimsendir að tapa gegn City á þessum Etihad velli þeirra. YNWA!

  33. 32# Gæjinn tók til að mynda Lambert af lífi því hann var slakur á undirbúningstímabilinu? Þetta er annar leikur hans í deildinni með nýju liði og bæði skiptin komið inná sem varamaður og staðið sig ágætlega. Leyfum honum að ná amk 10-15 leikjum áður en við missum okkur yfir kaupunum á honum (sem kostaði btw 4 millj. punda).

    Svo ákvað hann að nefna það fyrir sig hvort það sama sé að gerast með Liverpool og fór með Tottenham þegar Bale fór? Hver segir svona þegar tveir leikir eru búnir af tímabilinu og liðið að mæta á einn erfiðasta útivöll í Evrópu?

  34. Yfir hverju eru menn að kvarta hjá Kristni Kærnested? Ég horfði á leikinn á Stöð 2 Sport 2 og KK truflaði mig ekkert. Sagði bara satt og rétt frá að því er ég gat best heyrt.

    Tek svo undir með Einari Erni – hvað er að mönnum sem gleðjast yfir meiðslum leikmanns Liverpool? Vitið þið sem sagt svona miklu betur en Brendan Rodgers að þið fagnið því að hann hafi ekki tök á að velja leikmann sem hann metur sem fyrsta kost í stöðu? Ömurleg ummæli.

    Um leikinn er fátt að segja. Liverpool komst að vissu leyti upp með kæruleysi í vörninni og mistök gegn Southampton og fann sigurmarkið seint í þeim leik en hér er ekki von á sömu miskunnsemi. City eru meistarar og það að réttu, þeir sýndu kraft sinn í kvöld og refsuðu nákvæmlega öllu.

    Það var munurinn á liðunum í kvöld: Henderson komst tvisvar í gegn, Sturridge líka og Lambert í lokin en enginn af þeim nýtti færin sín. Hinum megin skoruðu City þrisvar úr fyrstu fjórum tilraunum sínum á mark.

    Ég ætla ekki að fella neina stórudóma um liðið. Moreno var að spila fyrsta leik sinn á Englandi, Lovren þriðja leikinn með liðinu, Markovic hafði spilað 45 mínútur áður. Shit happens.

    Eins og Einar Örn segir, stóra prófið kemur á sunnudaginn. Fyrst þessi leikur tapaðist verður liðið að stíga upp og ná a.m.k. í eitt stig, helst öll þrjú, á White Hart Lane. Þar sjáum við betur hvað í þetta lið er spunnið.

    Þar verða Adam Lallana og Mario Balotelli líka mættir. Flýttu þér sunnudagur, ég get ekki beðið.

  35. Miki? vildi èg a? Rogers myndi rà?a Carra og hypia sem varnar þjálfara!!!
    Y.N.W.A.

  36. Tek þetta tap alfarið á mig, horfði á fyrstu 25 mín. en varð þá frá að hverfa. Fór þokkalega sáttur enda mínir menn betri ef eitthvað var. Algjört hrun virðist hafa orðið við brotthvarf mitt og mun ég ekki láta þetta koma fyrir aftur.
    YNWA

  37. Eitt er ljóst og hefur alltaf verið Mignolet er engan vegin nægilega góður markvörður og mun aldrei ná að fylla skarð Reina sem var klassanum fyrir ofan hann.

    Nú mætti BR henda pening í Petr Cech sem er orðin markvörður 2 hjá motermouth.

  38. #38

    Þetta sem Kristinn sagði um Tottenham var ömurlegt en alveg satt. Má alveg vera vangavelta þeirra sem vilja. Það stuðar mig ekki. Mér fannst lýsinging bara fín.

  39. Skil alveg reiði Babú hér en er ekki sammála því að við höfum ekki verið góðir í fyrri hálfleik.

    Við vorum klárlega með þennan leik á góðum stað á 40.mínútu en þetta gæðalið refsar mistökum heldur betur. Fyrstu 15 í síðari fannst mér slakasti parturinn en þar vorum við 20 sm. frá því að jafna leikinn en lendum svo 2-0 undir eftir klíníska skyndisókn frábærs liðs. Hins vegar gleðst ég svo ekki mikið yfir marki þeirra númer þrjú sem leit afar illa út alla leið…engin pressa ofarlega á vellinum eða á miðjunni, einföld stunga og Lovren og Mignolet voru ekki að líta vel út.

    Svo kom skiptingin og yfirfærslan í 442 og annan leikinn í röð var allt annað bit í leik liðsins okkar. Mér finnst Coutinho einfaldlega settur í leikstöðu þar sem leikurinn fer að mestu framhjá honum og það þýðir finnst mér að hann fer úr öllu synci, verst einfaldlega ekki neitt og fer þá að taka slakar ákvarðanir.

    Um leið og Markovic kom inná var allt annað flæði í leiknum og hann ræður við þennan kantframherja…en ég vona bara að innkoma Mario verði til þess að við förum að spila 442 með demant…því við þurfum að skora mörk.

    Mér fannst Moreno spila vel í 89 mínútur og 45 sekúndur og vona að hann sé ekki mikið meiddur og ég treysti því að nú fái Sakho sénsinn með Lovren.

    Þessi leikur kippir okkur auðvitað niður á jörðina, City eru líklega að fara í tveggja liða keppni um titilinn en ég er sannfærður um það að við verðum ekki langt undan…og lærðum mikið um liðið okkar í kvöld…

  40. Ég er svekktari með vælið og bölið hér í vissum mönnum heldur en með þróun og úrslit leiksins. Margir hérna virðast hafa smitast af lýsandabjálfanum sem gerði þetta jafnvel enn súrari en ella. Þetta er ekki hópur sem ég vil kenna mig við, Guði sé lof fyrir ykkur sem taka þessu eins og menn og sjá stöðuna í samhengi (2 leikir búnir!)
    Hvernig var þetta spjallborð hér fyrir nokkrum árum? Eða eru menn bara orðnir dekurgrísir eftir gott gengi í fyrra?

    Láttu þér batna GJ
    YNWA

  41. Óneytanlega svekkjandi úrslit og töluverður gæðamunur á liðunum í slútti. Þetta eru samt bara þrjú töpuð stig við ríkjandi meistara á heimavelli þeirra. Tökum þá síðan á heimavelli og þetta tap núllast út. Óþarfi að henda inn handklæðinu eftir aðeins tvo leiki. Nú er bara að girða sig í brók og taka þrjú stig á móti spræku Tottenham liði.

    Eina áhyggjuefni mitt er að liðið er til þess að gera ennþá í mikilli mótun en keppnin komin á fullt. Efniviðurinn er þarna og réttur stjóri í brúnni. Þetta kemur.

  42. Það er ótrúlega niðurdrepandi að lesa mörg kommentin hér á þessari annars frábæru síðu. Sömu menn sveiflast á milli ofsagleði og svartsýni milli hálfleikja. Á ekki bara við í dag heldur einnig um síðustu tímabil.
    Þetta tap þurfti að koma, nú girða menn sig í brók og sanna sig. Sjáið til, við munum fagna í lok tímabilsins.
    Hættið að væla og standið með okkar mönnum.
    YNWA

  43. Sælir félagar

    Ég tek skömmunum eins og þær eru sagðar og get svo sem viðurkennt að þetta er klaufalega orðað hjá mér. En meiningin er ekki að fagna meiðslum GJ. Hinsvegar fagna ég fjarveru hans frá vellinum sem leikmans LFC og mun gera áfram. Mér finnst einfaldlega framlag hans til liðsins ekki réttlæta veru hans innan þess. Þar að auki er ég viss um að hann er ekki mikið meiddur og er það vel. Ég óska engum manni meiðsla hvorki mínum liðsmönnum né öðrum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  44. Sæl öll,

    ég er nokkuð sáttur við leikinn í fyrri hálfleik, vörðumst vel fyrstu 40 min en svo leit vörnin hrikalega út í marki 2 og 3. Ég held að BR hafi talað leikinn of mikið niður því það vantaði smá neista í leikmenn Liverpool.

    Ég er ennþá bjartsýnn fyrir tímabilið, við erum með 3 stigum meira núna en eftir sömu leiki í fyrra.

  45. Mér fannst við einfaldlega mæta liði sem var betra í dag. Fannst við ekki dominera neitt sérstaklega fyrri hálfleikinn, yfirleitt þegar við vorum að sækja þá voru city menn mjög vel skipulagðir og vissu hvernig átti að bregðasat við. Moreno var stálheppinn að strauja ekki zabaletta niður inn í vítateig rétt fyrir fyrsta markið. Ekki hans draumabyrjun en hann fær rokkstörnuprik fyrir að berjast og halda áfram eftir að hafa meitt sig á öklanum…þessi strákur verður flottur.

    Mér fannst einfaldlega ekki vera nægjanlegur styrkur í liðinu til þess að geta komið og tekið öll stigin, hvað þá 1 stig. BR talaði aftur um að þeir væru ekki alveg komnir á réttan stað fitness-lega. Það er aum afsökun og skrifast á lélegt undirbúningstímabil. Þetta er alltof góð og jöfn deild til þess að lið geti leyft sér að vinna upp fitness í fyrstu leikjunum, við vorum stálheppnir í fyrsta leik og áttum ekki mikið break í kvöld. Vonandi ætla menn sér ekki mikið meiri tíma í að vinna upp fitness.

    Tökum ekkert af city liðinu þeir voru bara yfirvegaðir og mjög flottir í kvöld. Þriðja markið fannst mér hinsvegar afsakaplega erfitt að horfa upp á og vona innilega að við sjáum sem minnst af slíkum varnarleik í vetur.

    Lambert kom inn á og hafði áhrif, akkúrat það sem hann var fenginn til að gera. Sturridge lagði upp eitt mark, það er ekkert hægt að setja út á það. Mér fannst hann óheppinn í fyrri hálfeik að ná ekki að skora þegar hann fór afar snyrtilega framhjá kompany í teignum.

    Mér finnst liðið búið að vera andlaust í fyrstu tveimur leikjunum og alls ekki líkt því liði sem brilleraði á síðasta tímabili. Næsti leikur er að sjálfsögðu svakalega mikilvægur eins og flestir leikir í þessari blessuðu deild.

    Því miður er það svo að þegar lið verslar 9 leikmenn í einum glugga þá ruglast rythminn og vel líklegt að við þurfum að sjá liðið venjast betur, það getur kostað okkur mikið á þessu tímabili en horft til lengri tíma þá erum við vonandi að byggja upp framtíðarstöðugleika.

  46. Ég tek undir með L(ogi)FC , finnst grátkórinn yfirgnæfandi hér. Mér fannst liðið spila mjög vel framan af og við fyrsta markið fannst mér að okkar menn væru að reyna að gera allt sitt til að rétta sinn hlut en eins og menn vita náðist það ekki. Mér fannst BR gera breytingar of seint en hvað veit ég, er bara sófakartafla að horfa á leiki heima eins og aðrir hér hann veit sennilega betur en við hvernig á að gera hlutina. Til að verja markmann okkar aðeins þá man ég eftir að hafa hugsað á 15 min þegar Túre á lélegt skot á markið hugsaði ég “þökk sé guði fyrir að Mignole er í markinu en ekki Reina” því Reina hefði aldrei náð þessu lélega skoti frá honum, maðurinn var algjörlega búinn á því.

    Það sem ég er að reyna að segja er að mér fannst liðið standa sig vel gegn ÓGNARSTERKUM andstæðingum og átti meira skilið úr leiknum. Framtíðin er björt og ýmislegt að bæta en ég er ekki eins svartsýnn og neikvæður og 90 prósent af liðinu hérna inni.

  47. Sá ekki leikinn og var í þokkabót netlaus á meðan leikurinn stóð yfir. Mæli ekki með því en þar sem ég var á námskeiði þá var það kannski eins gott því ég hefði trúlega brotið eitthvað í stöðunni þrjú – núll.

    Miðað við lesturinn hérna, reiðina og panikkið hjá sumum þá mætti halda að við hefðum verið kjöldregnir gegn Burnley eða QPR en svo var alls ekki! Við vorum að spila við eitt besta lið deildarinnar og á sterkasta útivelli deildarinnar. Engu að síður komu okkar menn fullir sjálfstrausts og tóku ekki a la múrínhjó á þetta, respekt fyrir því!

    City eru einfaldlega komnir lengra á leið en við hvað varðar fínpússningu á liðinu sínu. Við vorum að spila Moreno í fyrsta sinn og Markovic og Can og Lambert (svo gott sem) plús að Skrtel, Moreno og Glen meiðast (mætti halda að einhver hefði verið með vúdú dúkkuna á lofti í kvöld).

    Svo er lítið atriði sem mig langar að benda á, við eigum eftir að spila Balotelli inn í liðið.
    Eigum við ekki að gefa liðinu okkar smá breik til að fínpússa sig. Tap úti á Ethiad er enginn heimsendir, þvert á móti. Man einhver hvernig leikurinn fór þar í fyrra og það í desember, hvar enduðum við í fyrra? Liðið okkar er í þróun og það vantar herslumuninn upp á að þetta muni smella saman. Er algjörlega klár á því, hef fjallatrú á okkar mönnum í vetur og það hefur nákvæmlega ekkert breyst, þrátt fyrir þetta leiðinlega tap í kvöld.

    Ef menn fagna meiðslum okkar manna þá eru þeir ekki sannir púllarar, menn hljóta að sjá eftir slíkum ummælum og hljóta að biðjast afsökunar.

    Ég sá nokkra leiki með City í fyrra sem voru einmitt svona, þeir voru ekkert að sýna fyrstu 30 mín eða svo og svo komu 1-2 mörk. Þetta heitir að lesa leikinn og vinna sig inn í hann, svona vinna þróuð lið og lið sem eru innstillt á sigur.

    Ef menn missa trúnna á okkar liði eftir eitt fokkings tap á erfiðasta útivelli deildarinnar þá er eitthvað að. Eins gott að BR og félagar hugsa þetta ekki svona.

    Trúið mér, það er sárt að tapa en KOM ON!

  48. Vissulega leiðinleg úrslit en samt ýmislegt jákvætt uppá framhaldið:

    + Liverpool var betra liðið alveg fram að þessu fyrsta marki og greinileg framför til staðar frá fyrsta leik.

    + Eftir fyrsta markið missti liðið taktinn en fram að því vörnin góð og heilt yfir átti City ekki mörg færi og eflaust færri en þeir eiga eftir að fá í langflestum leikjum sínum á heimavelli.

    +Moreno var frábær í fyrri hálfleik fyrir utan þessi einu mistök sem kostuðu markið. Þetta var sannarlega eldskírn fyrir hann og það er gott fyrir hann að þurfa að læra strax hvernig enska deildin virkar. Líklega besti vinstri bakvörðu sem við höfum haft lengi.

    +Lovren átti ekki sérstakan dag og sérstaklega í síðasta markinu. Aguero er náttúrulega einn fljótasti maðurinn í deildinni og hann var að koma úthvíldur og ferskur af bekknum og Lovren vanmat aðstæður. Hann er bara mannlegur en gæði Lovren og leiðtogahæfileikar þarf ekki að efa og munu bæta vörnina í vetur.

    + Við eigum marka valkosti í hægri bakvörðinn og þarf því ekki að hafa áhyggjur af meiðslum þar (þó óþarfi sé að fagna þeim). Varnarlega er Flanno líklega besti kosturinn og hefði því líklega henta best í þennan leik eins og Clichy sem var valinn fram yfir Kolorov hjá City. Hárrétt hjá BR að velja reynslu Johnson í svona leik. Manquillo er betri en Flanno sóknarlega sem á eftir að koma sér vel á móti minni liðum.

    + Lambert var keyptur til þess að vera plan B og hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að hann er góður þriðji kostur sem getur komið sterkur af bekknum og hrist uppí leikjum.

    + Coutinho átti dapran leik eins og móti Southampton en nú er allt í einu kominn góð breidd þannig ef einn er kaldur fá aðrir tækifærið eins og Lallana mun líklega fá núna fljótlega.

    + Sóknarleikur Liverpool virkaði best í fyrra með tveimur framherjum og það virðist henta Sturridge best. Koma Balotelli er því frábær uppá að hafa þann möguleika og hann hefur klárlega það sjálfstraust sem Lambert vantaði í dauðafærinu sínu.

    + Heilt yfir er Liverpool komið með ungt og spennandi lið sem verður gaman að fylgjast með í vetur en menn verða að sína þessum ungu strákum smá þolinmæði. Framtíðin er björt !!!

  49. Ein sú lélegasta leikskýrsla sem ég hef séð hjá KOP:IS hingað til. Algjörlega vanlesið hjá BABU. Við áttum fyrrihálfleikinn með feiknar góðri posession en vorum óheppnir. Við vorum að spila gegn sterkasta liði deildarinnar á útivelli. Ég meina, hvaða lið getur skipt Aguaero inná í seinni…=)Ö

  50. Það var svosem alltaf ljóst að þessi leikur yrði erfiður, og það verða fá lið sem fara með eitthvað annað en öngulinn í rassinum frá Ethidad í vetur. Auðvitað hefði maður viljað fara með a.m.k. stig, en þetta var líka leikur sem tapaðist síðasta vetur. Sýnir bara að það er vinna framundan við að pússa liðið saman, það að fá inn 8 nýja leikmenn og missa einn besta leikmann heims hlýtur að hafa áhrif (og svo var ekki gott að missa Suarez heldur).

    Sá ekki fyrri hálfleik, en fannst Markovic eiga ágætis innkomu. Verður spennandi að sjá hann í vetur.

    Vonandi verða þessi úrslit til þess að hópurinn átti sig á stöðunni, og mæti dýrvitlausir á White Hart Lane. Ég myndi alveg þiggja 3 stig þar.

    Og já, liðið er ennþá í plús frá síðasta tímabili. Höldum því þannig áfram eftir næstu umferð.

  51. Uuuu… Svo gleymdi ég Lallana en það voru áherslukaupin hjá BR í sumar þannig að við skulum bara halla okkur aftur og leyfa okkar mönnum að fínpússa sig saman.

  52. Menn mega ekki gleyma því að City byrjaði ekki vel á síðasta tímabili og töpuðu meðal annars fyrir Cardiff í upphafi leiktíðar. Til að mynda voru City í 6 sæti þann 1 desember einhverjum 9 stigum á eftir toppliðinu en þeir enduðu síðan sem meistarar þannig að menn mega ekki fara alveg af taugum svona snemma þó að okkar menn hafi tapað þessum leik.

    Núna er það bara næsti leikur gegn Tottenham og þrjú stig væru vel þegin þar!

    YNWA!

  53. Nr. 54 og þið sem dásamið fyrri hálfleikinn svona mikið

    Hvað voru þessar possesion tölur að skila okkur í þessum fyrri hálfleik? City lenti aldrei í alvarlegri hættu í fyrri hálfleik, Sturridge komst í ágætt en þröngt færi og það var allt og sumt.

    Varnarlega gerðu okkar menn sín vanalegu mistök og láku inn marki. Þetta er bara ekkert svona æðislegt þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki verið kjöldregið af City, afhverju í fjandanum eigum við að fara með því hugarfari í leik gegn City að þeir séu að fara yfirspila Liverpool? Þeir voru ekki að því síðast þegar þessi lið mættust.

    Öll lið þurfa að láta nýja menn ná saman og það voru tveir nýjir menn í byrjunarliði Liverpool í dag, það er allt of sumt. Hjá Man City var einn nýr leikmaður inná og a.m.k. einn sem fór alla leið í úrslit á HM.

    Ágætur leikur okkar manna og óheppni/klaufaskapur að vera undir en ég skil ekki alveg þessa minnimáttarkend gegn City. Ég er ánægðari þegar okkar menn reyna eitthvað á andstæðinginn sóknarlega og leka ekki enn eina ferðina marki inn.

  54. Hrikalega klaufalegur leikur hjá Liverpool.
    -Liverpool er klárlega betur sett án Johnson og vörnin í heild er mikið áhyggju efni og ég tala nú ekki um Mignolet sem lækkar í áliti hjá mér með hverjum leiknum er farinn að hafa miklar efasemdir um hæfileika hans á milli stanganna og á BR að skoða möguleika á reyndum markverði sem veitur honum samkeppni. Það vinnur ekkert lið stórann titil með svona markmann.
    -Lampert hefði átt að koma mikið fyrr inná til að láta finna fyrir sér í teignum það vantar allt kjöt á þessa menn í framlínunni en Bolo bætir einhverju við þar en það á ekki að vera nein feimni í því að nota Lampert meira, það er fullt varið í gaurinn.
    -Moreno er á eftir að verða flottur en djöfull var þetta hrikalega ansnalega illa gert þegar hann ætlar að hreinsa í markinu hjá City, skrifast samt líka á Lovren sem var vonandi að eiga sinn versta leik á tímabilinu.
    -BR þarf að hætta klóra sér svona lengi í pungunum þegar liðinu gengur illa inná vellinum og vera fljótari að skipta inná og hrista upp í leiknum.
    -Ekkert þegar, á, ef og hefði. Stðareynd= Liðið lítur bara alls ekki vel út í þessum tveimur fyrstu leikjum og það má alveg segja að liðið eigi helling inni en spilamennskan talar sínu máli og hún er alls ekki að heilla þessar fyrstu 180 mínútur tímabilsins.

  55. Slakt en màtti búast við þessu þar sem búið er að fjarlægja einn besta sóknarmann í heimi úr liðinu og reynt að fylla upp í holuna með mikið af spurningamerkjum.

    Aðeins Lallana (£25m) og Lovren (£20m) – að mínu mati – eru leikmenn sem hægt er að segja að sèu þekkt stærð með reynslu af deildinni og ættu að hoppa beint inn í liðið og gera sterkara fyrir vikið. Hin 7-8 kaupin að andvirði £70-75m eru allir óþekktar stærðir sem borgaður var topp peningur fyrir og vænst mikið af en þurfa tíma til að aðlagast LFC og deildinni.

    Gerum okkur bara tilbúin því að þetta àr sè líklega að fara að byrja hægar en síðasta og jafnvel enda utan topp fjögur. Það eru allt of mörg spurningarmerki til að geta sagt neitt og það sýndi sig dàlítið í kvöld hversu mikið við þörfnumst hjàlpar nànast allsstaðar à vellinum.

    Tottenham virðist sterkara í àr. Arsenal er mun sterkara. Man City og Chelsea nànast örugg með topp tvö sætin. Scums eru að bæta við hópinn og eyða miklu í það. Everton hefur keypt vel og eru erfiðir. Bara smà àminning àður en menn fara að níðast à sjónarhorni mínu.

  56. Ég skal vera einn af þeim sem dásamar fyrihálfleik Liverpool.

    Ástæðan er einföld, hversu mörg lið fara á þennan völl og eru sterkari en heimaliðið og stjórna hraða leiksins og eru meira með boltan?
    Ég skal svara þessu ekkert lið á englandi nema Liverpool og Chelsea á síðustu leiktíð hafa gert þetta.

    Já úrslitinn voru slæm, já klaufamisstök en og aftur verða okkur að falli en það er ekki himinn og jörð að farast þótt að við töpum á einum erfiðasta vellinum í deildinni á móti því liði sem er líklega með besta lið deildarinar á pappír.

    Sáu þið hverjir komu inná hjá Liverpool í dag? Markovitch, Can og Lambert = við erum loksins komnir með alvöru bekk og það með Balloteli og Lallana uppí stúku.
    Þetta verður flott tímabil hjá okkur sanniði bara til eina sem þið þurfið að gera er að treysta stjóranum og leikmönunum til þess að standa sig og það traust er ekki að fara hjá mér þrátt fyrir tveggja marka ósigur gegn Man City á útivelli.

  57. Við skulum ekki gleyma því að recordið hjá City á Etihad vellinum í fyrra var eftirfarandi;

    P 19
    W 17
    D 1
    L 1

    Það er ekkert grín að mæta á þennan völl eins og okkar menn fengu að kynnast í kvöld.

  58. Ég ætla ekki að tjá mig neitt um sjálfan leikinn á þessum tímapunkti, ætla að gera það á morgun þegar allt hefur settlast inn. En ég get bara ekki annað en sagt frá þessum hlut á Spot í kvöld þar sem við sátum í fullum salnum, 98% Poolarar og bara þétt stemmning. Þegar að Glen Johnson meiðist svo undir lok leiksins, þá í alvöru fögnuðu slatti af drengjum í Liverpool búningum, klöppuðu og fögnuðu þessu. Ég hef í alvöru talað aldrei skammast mín jafn hryllilega mikið fyrir að tilheyra svipuðum hópi og þessir aðilar. Gjörsamlega fáránlegt og vona ég að menn annað hvort þroskist smávegis eða hreinlega hætti að þykjast styðja þetta lið okkar. Mörg kommentin hér inni sem tengjast Johnson eru líka ömurleg, þó þau rétt sleppi við ritskoðun. Það áttu nokkrir leikmenn liðsins verri leik en Johnson í kvöld, en það er aukaatriði. Þvílík skömm að horfa upp á svona lagað.

  59. Ég er að horfa á leikinn aftur og ég bara skil ekki af hverju við fáum okkur ekki alvöru varnarsinnaðan miðjumann,… ég bara skil þetta ekki lengur!!

  60. Við skulum bara átta okkur á því að Glen Johnson tapar ekki leikjum Liverpool. LIÐIÐ tapar leikjum. Annars átti ég svo sem ekki von á miklu frá okkar mönnum eftir að hafa horft á bitlausann sóknarleik okkar í fyrsta leik. Við skulum samt horfa á björtu hliðarnar, þessi erfiði útileikur er frá, og okkar lið á eftir að slípast miklu betur saman.

    Vonandi eru meiðsli GJ og Moreno ekki alvarleg. Næsta leik, og ÁFRAM LIVERPOOL ! !

  61. SSteinn, #63 Ég skil þína hlið en að kalla þá sem fögnuðu því að johnson meiddist “fake liverpool” menn er bull, Ég er mjög ánægður með að sjá þennan mann frá aðalliðinu og gefa Manquillo séns eða jafnvel Flanagan, ég er ekki ánægður með að sá kauði hafi meiðst, en í alvörunni, Ég held með Liverpool og leikmenn koma og fara og Johnson má alveg fara, þeir sem reyna að verja það eru bara í hræðinlegri afneitun… ég hef ekkert slæmt á móti þessum manni og mér líst ekkert vel á það að hann sé að meiðast, enda vill enginn meiðast!

    En staðan í þessu er sú að þessi maður á ekki að vera í liðinu, það er bara einfalt, og þú gast séð johnson rölta útaf vellinum í fýlu á meðan Moreno kláraði með tognaðan ökla og skrtel stóð upp úr sínu, hann Johnson er bara ekki með þennan baráttuanda sem ég vill sjá og hann á ekki lengur heima í liðinu, ég vona bara að hann verði frá í a.m.k. 2-3 leiki þar sem annar leikmaður (manquillo) fær séns og þá vonandi tekur sætið af honum.

    Ég fagna því ekki að hann meiddist, ég fagna því ekki að hann þjáist, ég fagna því ekki að sjá hann detta og meiða sig á neinn hátt, Ég fagna því að núna fær annar maður séns sem ég er búinn að vera bíða mjög lengi eftir, Ég óska Johnson alls góða og góðum bata en hann á ekki að koma aftur inn í liðið, aldrei aftur, ekki einu sinni sem substitute.

    Ég vona að þið takið þessu ekki sem skítaköst yfir johnson, hann er búinn að vera ágætur RB fyrir Liverpool í gegnum tímann en þegar maður er búinn og getur ekki meir þá er hann búinn, sama gildir með alla aðra, Liverpool vill vera með besta manninn í hverri stöðu, ef Gerrard væri ekki bestur í sínu væri eitthver annar þar.

  62. Ég þoli ekki þetta endalausa blaður um að Handerson sé svona og svona góður. Hann er ofmetnasti maður í Liverpool liðinu. Ekki bara honum að kenna að við töpuðum í dag en hann á mjög stóran þátt í því t.d. í marki 2 þegar hann nennir ekki að elta manninn inn í teiginn þessi gríðalegi duglegi maður:(
    Þessi ást stjórans á þessum leikmanni er óþolandi og að hann hafi fengið 90 mín í dag er fáránlegt.

  63. Það átti enginn verri leik en Johnson í kvöld.

    Það er mitt álit og margra annara og á rétt á sér eins og andstæðan.

  64. #63
    Get svosem tekið undir undir þetta að margir hafa sýnt ömurlegt attitude. Maður fagnar ekki þegar leikmaður meiðist hvort sem það er leikmaður Liverpool eða annars liðs.

    Ég er þó á því að GJ hafi verið slappasti leikmaður vallarins í gær og hefur mér þótt átakanlega erfitt að fylgjast með hversu áhugalaus og andlega fjarverandi þessi leikmaður hefur verið allt þetta ár.

  65. Sælir

    Það vantaði ekki í mann spennuna fyrir leiknum í gær. Var auðvitað á því að leikurinn hæfist klukkan 20:00 (Í Noregi) og var klár fyrir framan skjáinn. Vonbrigðin auðvitað talsverð en í stað þess að drekkja sorgum mínum í rándýrum olíusjóðsbjórnum horfði ég á ríflega klukkustundar upphitun þeirra TV2 manna. Þvílíkir fagmenn. Í þetta skiptið voru þeir með gestinn John Arne Riise og spjölluðu við hann um allt og ekkert varðandi Liverpool. Gaman að heyra í honum blessuðum og þá sérstaklega þegar hann var að tala um Gerrard. Auðheyrt að fyrirliðinn er í miklum metum hjá rauðhærðu sleggjunni. Hann talaði um sjokkið sem hann varð fyrir þegar hann mætti á fyrstu æfingarnar og tók á móti sendingum frá Steven í fyrsta sinn. “Hann sendir ekki boltann, hann skýtur honum í lappirnar á þér, ég varð fyrir sjokki og átti erfitt með að halda jafnvægi”. Þessi umræða kom í kjölfarið á því að þeir horfðu á klippur úr leik United og Sunderland um helgina þar sem boltinn gekk manna á milli í United liðinu á hraða snigilsins.

    Nóg um það og að leiknum.

    Mitt kalda mat eftir að hafa sofið á þessu (nota bene lítill svefn þar sem sá 4 mánaða ákvað að nota þessa nótt í að sofa sem allra minnst) er eftirfarandi. Í heildina litið fannst mér allt liðið spila vel í seinni hálfleik. Við sköpuðum ekki mörg færi en það gerðu City ekki heldur. Ekki fyrr en í mistökum á vinstra hveli varnarinnar. Það var einmitt þar sem mér fannst við vera ansi veikir fyrir í leiknum. Öll þrjú mörkin koma vinstra megin á vörnina. Væntanlega var þetta ákveðið í reykfylltum bakherbergjum á Etihad að nú skyldi sækja á nýja strákinn. Get eiginlega ekki ímyndað mér hversu erfitt það hlýtur að vera að koma nýr inn í liðið og þurfa að spila fyrsta leik á útivelli gegn City. Moreno á eftir að verða góður en að mínu mati var hann mjög fjarri því að vera góður í þessum leik. Aftur og aftur stóð hann mjög hátt á vellinum, hann fraus í fyrsta markinu, nokkrum sinnum sá ég hann á hægu joggi á leið til baka í vörnina þegar City tóku af okkur boltann og sóttu hratt. En það sem mér fannst einkennilegast var að sjá hvað hann var oft kominn langt inn á miðjuna, bæði sjálfa miðjuna og líka alveg inn í vítateigsbogann og eiginlega inn á svæðið hans Lovren. Þetta gerði það að verkum að Coutinho þurfti ítrekað að detta alla leið niður í bakvörð.

    Nú ætla ég ekki að níða skóinn meira af kappanum, ég er sannfærður um að hann á eftir að reynast okkur frábær kaup en ég er hræddur um að Brendan eigi mikið verk fyrir höndum í að kenna honum hvar hann á að vera, hvenær hann á að taka hlaup o.s.frv.

    Tapið í gær var ekki einum manni að kenna. Við mættum erfiðu liði með gríðarlega góða leikmenn í öllum stöðum. Liði sem getur leyft sér að hafa Sergio Aguero á bekknum.

    Mér fannst margt jákvætt sjást frá okkar mönnum í leiknum og margt sem má betur fara. Núna er það ríflega óhemju mikilvægt að tapa ekki á sunnudaginn, bæði út af töflunni og stemningunni en líka vegna þess að ég verð í teiti hjá Tottenham manni.

    Að lokum. Það er skömm að því að fylgjast með spjallinu á meðan á leik stendur. Þegar allt gengur okkur í haginn eru jákvæð og góð samskipti á veggnum en um leið og við lendum í vandræðum eru hver leikmaðurinn á fætur öðrum orðnir ömurlegir, eiga að drullast út af, Brendan hefur ekki glóru lengur og guð má vita hvað. Það er eitt að vera gagnrýninn en þetta andskotans skítkast er ekkert minna en þeim til skammar sem segjast vera stuðningsmenn fallegasta fótboltaliðs heims. Þessir sömu syngja svo væntanlega hástöfum sálminn You´ll never walk alone en hafa ekki glóru um hvað hann þýðir.

    Walk on, through the wind
    Walk on, through the rain
    Though your dreams be tossed and blown
    Walk on, walk on, with hope in your heart
    And you’ll never walk alone
    You’ll never walk alone

    Fyrir þær afvegaleiddu sálir sem ekki þekkja sögu ljóðsins að þá kemur það úr söngleiknum Carousel og er sungið til ekkju Julie Jordan þegar maðurinn hennar fremur sjálfsvíg.

    Snæþór

  66. Sælir,

    mér finnst það mjög lélegt þegar því er fagnað þegar leikmaður meiðist, hvort sem það er leikmaður andstæðinga eða Liverpool. Glen Johnson var okkar besti hægri bakvörður í fyrra og það er ekki orðið ljóst hvort hann er það ennþá en líklega getum við metið það núna í næstu leikjum.

    Það augljóst orðið í mínum huga hvar við þurfum að styrkja okkur og það töluvert fyrir veturinn. Mignolet er því miður ekki að ráða við verkefnið og það verður að finna annan mann í hans stað. Þó svo að hægt sé að setja út á varnarleikinn í marki númer 3 í gær að þá er staðsetning hans alveg hörmuleg og skot á nærstöng sem hann á að taka. Í hvert sinn sem að það er fyrirgjöf þá fæ ég ónotartilfinningu fyrir því hvað Mignolet muni gera því hann yfirtekur alls ekki né stýrir teignum sínum eða vörninni. Ég gat ekki séð í 1. markinu í gær að nokkur maður og alls ekki Mignolet vari Moreno við manninum fyrir aftan sig. Við þurfum betri markmann.

  67. Ég veit ekki alveg hvað skal segja eftir að hafa lesið leikskýrsluna og skannað yfir commentin hérna. Mér finnst vanta alla raunsæi í fólk hérna.

    Okkar menn voru mjög sprækir og hefðu alveg getað unnið þennan leik (skil ekki þessa einkunargjöf í leikskýrslu) en eftir að við lenntum undir áttum við lítinn séns. City eru bara einfaldlega of sterkir á heimavelli. Völlurinn var líka mjög blautur og þungur sem gerði okkar liði erfitt fyrir, þar sem við byggjum okkar bolta á hraða.

    Burtu með þessa neikvæðni og næsta leik takk. Við eigum eftir að verða betri eftir því sem á líður.

  68. Það var mjög góð umfjöllun hjá Carragher og Neville um varnarvinnuna hjá Liverpool í gær. Í einu marki City og marki Southampton í fyrsta leik klikkar Lovren á að loka svæðum, og síðan var þriðja markið fáránlega auðvelt hjá City. Að gefa kantmanni City svona mikinn tíma til að snúa og senda inn fyrir var lélegt. Hef samt trú á að þetta lagist þegar líður á tímabilið, Lovren og Skrtel þurfa að venjast hvor öðrum í miðvarðastöðunni. Moreno átti ekki alveg sinn besta leik í sínum fyrsta leik en sýndi samt ágætis takta sem gefa von upp á framhaldið.
    Miðjan hjá okkur var slök að mínu mati, sérstaklega í seinni hálfleik og virtust Toure og félagar lítið þurfa að hafa fyrir hlutunum.
    Finnst leiðinleg þessi umræða um Johnson. Vissulega hefur hann oft verið slakur en hann var það ekki í gær. En að fagna meiðslum okkar manna er hreinlega “pathetic” Finnst dapurt þegar menn fagna meiðslum hjá leikmönnum annarra liða en hvað þá hjá sínu eigin liði!
    Munum samt – við erum með þremur stigum meira eftir tvær umferðir í ár en í fyrra 🙂

  69. Já ég er ennþá jafn svekktur og hreinlega sorgmæddur yfir því sem ég varð vitni að á Spot í gær, og eins í nokkrum kommentum sem hefur verið eytt héðan út. Eins og ég kom inná í kommenti mínu þá er það eiginlega aukaatriði hvernig frammistaða Glen Johnson var í leiknum, það er attitude-ið hjá mönnum sem mér finnst fyrir neðan allar hellur.

    En fyrst við erum farin að ræða sjálfan leikinn og frammistöður leikmanna, þá er um að gera að rýna aðeins í það. Hér hafa menn farið mikinn í að slátra Glen Johnson og ég held að það sé enginn að halda því fram að hann sé búinn að vera að eiga góða leiki undanfarið, síður en svo. En hvað veldur því samt að hann er tekinn svona hressilega út alltaf hreint en menn eins og Coutinho fær varla styggðaryrði um sig?

    Coutinho hefur að mínu mati verið okkar slakasti leikmaður í báðum þessum 2 fyrstu leikjum. Menn hafa reynt að kenna því um að hann fái litla þjónustu, en hvað þá þegar hann hefur verið með boltann? Hann er búinn að vera gjörsamlega afleitur og það er bara allt í lagi að viðurkenna það. Ég btw. dýrka þennan leikmann og veit alveg að hann mun stíga upp, en af hverju ekki að tala um hlutina eins og þeir eru, ekki út frá því hverjir eru uppáhalds og hverjir ekki?

    Hvað með Steven Gerrard? Hann er líklegast í öðru sætinu yfir þá sem hafa spilað verst þessa fyrstu 2 leiki, algjörlega laus við það að uppfylla skyldu sína nr. 1 sem er að veita vörninni skjól, oft á tíðum fínn fram á við, en eins og áður sagði, búinn að vera afleitur í því sem hann á að vera með mestu áhersluna á.

    Dejan Lovren, úfff maður minn. Ég vil taka það fram að ég hef ofur trú á þessum dreng, en ef það á að slátra einhverjum fyrir að tapa leiknum, þá er það Lovren sem átti hreinlega 2,2 af mörkum gærdagsins. Ég ætla ekki að breiða neitt yfir mistök Moreno í fyrsta markinu, hann átti að hreinsa þennan bolta í burtu strax, steinsofandi þar. En hvað var Lovren að gera? Hann hefði getað gert í rauninni allt annað þarna en að skalla boltann inn í markteiginn. Hann hefði getað látið boltann fara yfir sig, Silva snýr baki í markið og er ekkert að fara að gera þarna. Hann hefði getað bakkað og bara haldið, í rauninni var þetta versta mögulega ákvörðunin hjá honum.

    Skoðum svo mark númer 2, og hvet ég menn til að skoða varnarlínuna í því marki. Lovren rýkur upp úr vörninni og það endar með því að 2 leikmenn City eru fyrir innan hann og Skrtel er fleiri fleiri metrum neðar. Þetta move skapar þetta mark frá a-ö.

    Það þarf svo vart að ræða þetta þriðja mark.

    En það er allt í lagi að gagnrýna og í rauninni nauðsynlegt. Það er þó leiðinlegt að sjá að menn eru strax dottnir í þann pakka að allt er vonlaust og annað hvort leikmaður er orðinn drasl. Menn eiga sína slæmu daga og menn eiga sína góðu dag. Þessi dagur í gær var slæmur hjá nokkrum leikmönnum, en þessi leikur er líka frá núna og ekkert annað að gera fyrir leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn en að snúa sér að næsta leik. Ég held að það hafi nú ekki verið margir sem bjuggust við því fyrirfram að fara á erifðasta útivöllinn í deildinni og fara þaðan með 3 stig. Allavega var ég ekki búinn að reikna með því þótt maður fari alveg með bjartsýni inn í svona leiki.

    Við áttum fínar fyrstu 40 mínútur, fórum svo í “Hjálpum þeim” gírinn og þá var ekki aftur snúið. Næsti leikur takk.

  70. Jæja. Dagurinn eftir kominn og maður getur litið aðeins til baka í rólegheitum.

    Ég held að sumir hér ættu að byrja á því að slaka örlítið á. Það eru heilir tveir leikir búnir og 36 eftir. Þegar við lítum á tímabilið í heild sinni, er einhver hér sem er virkilega svo veruleikafirtur að ætlast til þess að Liverpool vinni alla 38 leikina? Ef ekki, eru þetta comment sem má búast við í hvert einasta skipti sem liðið tapar.

    #27 Rúnar

    “Enn og aftur skítur Brendan á sig í leikmannamálum. Þessi Moreno virðist ekki geta jack shit. Hvað er í gangi? ÆTLUM VIÐ EKKI AÐ VINNA DEILDINA? HA?!!
    MEÐ ÞESSA BAKVERÐI GETUM VIÐ EKKI EINU SINNI UNNIÐ STOKE!”

    Í alvöru? Moreno spilar sinn fyrsta leik og það á erfiðasta heimavelli úrvalsdeildarinnar og þetta eru commentin. Já og það er kannski vert að nefna Rúnar að Brendan keypti meðal annars Coutinho á undir 10m ef ég man rétt og hann bascily STAL Sturridge af Chelsea því þessi kaup eru ekkert annað stuldur.

    Allur leikurinn að fyrsta markinu var mjög góður. Við skulum átta okkur á því að unga liðið okkar (já við erum með mjög ungt lið m.v. City) mætti á Etihad og var betra svo gott sem heilan hálfleik. Liverpool ógnaði mun meira og var mun hættulegra þangað til þetta fyrsta mark kemur. Það mark skrifast á Moreno en drengurinn lærir af þessu. Við sáum alveg hraðann sem hann býr yfir og ég er viss um að þessi strákur eigi eftir að koma til.

    Seinni hálfleikurinn var svo slakur hjá okkar mönnum. Of margir hurfu og eins og gerist oft þegar við lendum undir þá hættum við að spila okkar leik og förum að panikka pínu sem gerði það að verkum að City gátu nýtt sér tvenn mistök sem við gerðum og skoruðu. Shit happens.

    Gefum þessu strákum sem við vorum að kaupa smá tíma. Mér leyst mjög vel á Markovic í gær ásamt Moreno sem átti ágæti leik. Hefði hann ekki gert þessi einu mistök værum við allir að tala um frábæra byrjun.

    Slökum á 🙂 þetta tímabil er maraþon en ekki spretthlaup. City mun líka misstíga sig rétt eins og öll önnur lið. Njótum þess að horfa á liðið vaxa og dafna.

    YWNA!!

  71. sé það að menn eru heilt yfir sammála ummælum númer 67! 🙂

    stig á þessum velli er alltaf bónus, við fengum engann bónus í dag og það er bara svo. Liðið er að venjast því að spila saman, BR á eftir að finna út sitt sterkasta lið og þetta tekur tíma. Það eru hrókeringar á mönnum, nýjir menn koma inn sem hafa varla séð England áður og þurfa sinn aðlögunartíma.

    Tap gegn City er ekki heimsendir, BR sest niður fer yfir þennan leik og ég spái að við sjáum 4-4-2 demant í næstu viku. Gerrard verður á sínum stað, Hendo og Allen verða þar fyrir framan (hugsanlega Coutinho) svo Sterling og að lokum Sturridge og Mario. Markovich, og Lallana koma svo af bekknum.

    YNWA

  72. Þegar að ég sá mark númer 3 hjá City sýndist mér Skrtel og Mignolet eiga aðeins meira í því en Lovren. Það getur verið að það sé vitleysa í mér enda er ég ekki búinn að horfa neitt tal um leikinn eftir hann eða highlights. Það sem mér sýndist gerast var að Lovren var að reyna að halda varnarlínunni ofarlega til þess að reyna að gera erfiðara fyrir Aguero að spila “off the shoulder” á Lovren og reyna að ná honum í rangstæðuna og Lovren var að gera akkúrat það, en Skrtel bakkar aðeins og brýtur varnarlínuna sem gerir það að verkum að Aguero er réttstæður og fær sendinguna og rýkur af stað, miklu fljótari en Lovren.
    Einnig fannst mér Mignolet vera staðsettur alveg fáránlega í því marki, að mínu mati átti hann að reyna að loka nærhorninu og vera tilbúinn að skutla sér í fjærhornið, en það er að sjálfsögðu erfitt að verja frá Aguero 1vs1.

    Eins og margir aðrir var ég mjög ánægður með Moreno fyrir utan hans einu mistök sem voru því miður mjög dýrkeypt, en ég held fastur í trúna um að hann verði flottur fyrir Liverpool.
    Ég hef trú á að Lambert geti orðið flottur hjá okkur og getur hjálpað við erfiðar varnarlínur en ég held að það sem gerist líka þegar að hann kemur inn að hann skapar strax meira pláss fyrir Sturridge og aðra menn í framlínunni eins og þegar að Suarez var að spila frammi (ég er alls ekki að segja að hann sé svipað góður), strax þegar að það er fleiri en 1 sóknarmaður þá opnast varnirnar betur og ég held að BR skelli í 2 manna sóknarlínu og spili eins og á seinasta tímabili þegar að Suarez og Sturridge voru að éta varnarlínur andstæðingana.

    Ég vill líka svara þeim sem sagði að Henderson væri ofmetnasti leikmaður Liverpool. Ertu snarklikkaður drengur? Það sást vel á seinasta tímabili hversu mikilvægur hann var fyrir okkur, hann er einnig byrjaður að taka flott sóknarhlaup hjá okkur og á bara eftir að verða betri. Ég var ekki sáttur með Henderson þegar að hann kom fyrst, mér fannst hann lélegur en hann er orðinn flottur leikmaður í dag.

    Ég vildi einnig koma með minn punkt í þessi Glen Johnson meiðsli. Ég var mjög óánægður með meiðslin hjá honum, ég fíla ekki Johnson, mér finnst hann klappa boltanum of lengi og missir hann oft framarlega á vellinum og hann er oft mistækur í vörninni en ég vill sjá menn taka stöðuna af honum á æfingu, það er alls ekki gott að sjá hann meiðast og breiddin minnki í bakverðinum hjá okkur, við höfum ekki efni á því. Flanagan er t.d. búinn að vera meiddur, annar hefði hann alveg örugglega tekið þennan leik.

    Síðan er ég sammála Steina, Coutinho er búinn að vera hræðilegur í seinustu 2 leikjum en það góða við Coutinho að hann á eftir að stíga upp, en ekki vera hræddir við að gangrýna leikmenn hjá Liverpool, það skiptir ekki máli hvað þeir heita. Við þurfum ekki alltaf að velja einn leikmann sem er kennt um alltaf þegar að við töpum, þeir sem eru búnir að vera þeir menn undanfarið eru Henderson, Lucas og Glen Johnson.

    Þetta var aðeins lengra en ég ætlaði mér að hafa það en þetta eru mín tvö sent.

  73. Er alveg sammála SSteinn #74, var að horfa á leikinn aftur og finnst Coutinho stórlega ofmetinn af mjög mörgum, hann er búinn að eiga skelfilega byrjun á tímabilinu. Átti skelfilegar sendingar lausar og fyrirsjáanlegar, city menn gátu rölt inn í sendingar hjá honum og fengið sér kaffibolla í leiðinn, svo hvarf hann gjörsamlega eftir því sem leið á leikinn. Hann þarf að fara að hífa upp um sig stuttbuxurnar og reima skóna annars fer ég að setja strákinn á sölulistann minn.

  74. Óþarfi að æsa sig of útaf þessum leik. Eigum heilmikið inni.

    Hvernig væri að BR réði Steve Clarke til að taka til í öftustu línu, svipað fyrirkomulag og þegar Dalglish var með liðið í seinna skiptið.

  75. heyr, heyr #75

    Hættum að drulla yfir okkar leikmenn. Hvað tilgangi þjónar það?

    Mótið er rétt að byrja. Engin skömm að tapa á móti City, ekki unnum við þá heldur í fyrra á þessum velli. Liðið á eftir að slípast til. Fullt af nýjum leikmönnum sem eiga eftir að aðlagast. Slökum aðeins á, í guðanna bænum!

    Hitt er svo annað mál að eftir þessi úrslit er talverð pressa á liðinu fyrir Tottenham-leikinn. Væri mjög vont að tapa þeim leik. Ég spáði 5 stigum eftir fyrstu 3 leikina. Úr því sem komið er væri ég bara sáttur við 4.

    Þetta er rétt að byrja. In Brendan we trust!

  76. Ég þekki nokkra United menn sem fögnuðu þessum úrslitum, ég legg það ekki í vana minn að setja mig í stöðu United manns en ég ætla að gera það núna.
    Hugsið ykkur ef Everton væru meistarar og lang besta liðið í Liverpool borg, væri maður þá eitthvað að fagna því ef þeir sigruðu United í 2 leik tímabilsins ?

    Þessi staða United mannsins hlýtur að vera svipuð því að þurfa að velja á milli þess að einhver kunningi þinn tæki konuna þína eða mömmu þína , þú þarft bara að velja.

  77. Það er eðlilegt að tapa á móti Man City á þeirra heimavelli. Þeir eru firnasterkir. Ef við töpum fyrir þeim á Anfield þá er það áhyggjuefni.

  78. Alveg ótrúlegt að sjá hvað margir eru neikvæðir hérna. ” Brendan Rogers drullaði á sig í uppstillingu og leikmannakaupum” það hlakkar í mönnum að Glen Jhonnson meiddist og verður ekki með næst, það eru búnar tvær umferðir og menn missa sig í að drulla yfir allt og það sömu menn og mærðu allt eftir fyrsta leik, HALLÓ!!

    Ég hélt að menn væru búnir að horfa það lengi á liðið okkar að tapleikur ætti ekki að skipta svo miklu máli. B R leggur alltaf upp með sigur í huga. Þetta vita allir sem fylgjast með og elska Liverpool. Það er bara ótrúlegt að lesa komment fullorðinna manna (að ég tel) hérna. Það hlýtur að vera hægt að gagnrýna uppstillingu og framistöðu einstakra leikmanna í hverjum leik fyrir sig á annan hátt en að hóta þeim allt að því lífláti.

    Þessi leikur var mjög kaflaskiptur, við áttum flotta byrjun og flott holning á liðinu. En mótherjarnir voru klókir, nýttu sér varnarmistök, og skoruðu 3 mörk. Það er ennþá þannig að liðið sem skorar fleiri mörk vinnur. Okkar menn eiga eftir að stíga upp, munum að Spurs eru ekki ósigranlegir þó að þeir hafi unnið QPR stórt. Það er alveg á hreinu að Rogers fer með neikvæðu atriðin upp á Melwood og lætur laga þau. Ég treysti því allavega. Við erum Liverpool og við göngum ALDREI einir!!

    Þjöppum okkur saman og stiðjum okkar lið skref fyrir skref því að aðeins þannig förum við alla leið. Við eigum eftir að fá skelli við eigum aeftir að taka sigra og mikið af þeim. En fyrst og fremst verum stoltir af liðinu okkar, fögnum með þeim grátum með þeim förum þessa ferð með þeim af heilum hug og högum okkur eins og sannir poolarar. Það ætla ég að gera, ég nenni ekki að fara niður á sama level og þeir sem halda með man.utd. Ég er verð og hef alltaf verið poolari. Góðar stundir drengir mínir.

    Y.N.W.A

  79. Ég ætla nú ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessum leik. Fyrir utan mörkin þá fannst mér Liverpool vera betri. En varnarlínan skeit alveg í brók í þessum mörkum, mér finnst samt ósanngjarnt að kenna Moreno um fyrsta markið, Lovren skallar boltann niður í teiginn á stórhættulegum stað. Í öðru markinu stígur Lovren upp með vörnina en Skrtel og Johnson sitja eftir og skilur það eftir mikið pláss fyrir aftan Lovren, samskiptaleysi um að kenna, ég sá Lovren allavega ekki öskra á hina að stíga upp með. Þriðja markið á Lovren svo auðvitað að gera betur gegn Aguero, en Mignolet leit samt ekkert sérstaklega vel út.

    Sóknarlega verður Coutinho svo að fara að geta eitthvað í meira en þriðja hverjum leik að meðaltali.

  80. Hvað eru menn að æsa sig þó Glenn Johnson hafi meiðst. !

    Núna er loksins tækifærið til að sjá hvort einhver betri séu í boði.

    Og niðurstaða kemur um hver hefur rétt fyrir sér GJ eða gagnrýnendur.

    p.s. Henderson rúlar…..

  81. Mig langar aðeins að árétta nokkur aðtriði eftir að hafa lesið ummælin við skýrsluna.

    Þetta er leikskýrsla eftir frekar slæman tapleik gegn því liði sem rétt svo marði sigur á okkur í deildinni á síðasta tímabili, liði sem við ætlum (vonandi) að keppa við aftur í vetur, sem jafningjar.

    Minnimáttarkendin hjá mörgum hérna virðist vera svo mikil að engu líkara en að skýrslan hafi átt að vera einskonar lofgjörð á leik okkar manna sem stóðu sig mjög vel og gerðu vel í að tapa bara 3-1, því mörg önnur lið eru að fara tapa miklu stærra þarna. Það má varla gagnrýna leikmenn liðsins nema auðvitað Glen Johnson.

    Þetta var skrifað um leikinn í gær sem var enganvegin nógu góður og það skiptir engu máli að City séu mjög sterkir á heimavelli eða að það sé enginn heimsendir að tapa þarna, það var enginn að halda slíku fram. Liverpool er að tapa sínum leikjum gegn City og Chelsea og vonandi er enginn sáttur við það fyrr en það breytist. Skýrsluna endaði ég reyndar svona

    Þetta var vont kvöld gegn góðu liði. Fínt að þessi leikur er frá og engin ástæða til að örvænta eftir þetta eða drulla yfir allt og alla. Shit happens, ekki oft hjá Liverpool sem gerir þetta ennþá verra högg en fókusinn fer mjög fljótt á Tottenham eftir viku.

    Það var enginn að halda því fram að tímabilið væri búið eftir þetta tap eða þá að það væri eitthvað óeðlilegt að tapa stigum á Etihad. Það er hinsvegar fáránlegt að taka slíku brosandi og horfa framhjá því sem fór úrskeiðis.

    Einkunargjöf eftir leik var mitt huglæga mat strax eftir leik án þess að sjá nokkra einustu leikgreiningu úr leiknum. Það er nánast ógjörningur fyrir einn mann að dæma leik 11 leikmanna í einum rikk en maður gerir þetta stundum eftir leik þegar tekið er fyrir leik hvers og eins. Aldrei nokkurntíma hafa allir verið sammála hvað þetta varðar, margir mættu samt hafa það í huga að ef þú ert ósammála að koma þá frekar með þína skoðun og rökstyðja hana á yfirvegaðan hátt. Menn geta alveg verið ósammála um svona smáatriði en skapað um það umræður á nokkur jákvæðum nótum.

    Það að gagnrýna leik einstaka leikmanna eða lýsa yfir áhyggjum af einhverjum ákveðnum hlutum í leik liðsins þýðir ekki að maður sé ósáttur við allt og hafi enga trú á framhaldinu. Coutinho fannst mér ömurlegur í þessum leik og líka þeim síðasta, hann fær líklega nýtt hlutverk eftir þessa tvo fyrstu leiki og það er gott mál, hann er engu að síður áfram einn mest spennandi leikmaður liðsins og einn af mínum uppáhalds í liði Liverpool.

    Lovren og Skrtel voru ekki að ná vel saman og vörnin míglekur ennþá. Reyndar skil ég ekki afhverju Skrtel er fyrir framan aðra varnarmenn í liðinu en við getum alveg búið okkur undir varnarmistök meðan verið er að spila saman nýtt miðvarðapar, hvað þá gegn Man City. Það þýðir ekki að maður horfi framhjá þessum varnarmistökum í leikskýrslu um þann leik eða láti þetta ekki fara í taugarnar á sér. Þreytandi reyndar hversu oft undanfarið Liverpool er að spila með nýtt miðvarðapar.

    Moreno gerði líka klassísk mistök fyrir leikmann sem er ekki vanur hraðanum á Englandi, það breytir því ekki að hann er gríðarlega spennandi leikmaður.

    Gerrard fannst mér litlu skárri en Coutinho og hef GRÍÐARLEGAR áhyggjur af honum varnarlega, munurinn á hans varnarvinnu og t.d. Fernando hjá City var svakalegur og samt voru Man City menn einum færri á miðsvæðinu. Áhyggjurnar eru sérstaklega miklar eftir leiki sem við fáum þrjú mörk á okkur en skorum bara eitt.

    Glen Johnson er svo sér kapituli eftir þennan leik, fullorðið fólk hlýtur að sjá muninn á því að vilja fá Glen Johnson úr liðinu og hreinlega fagna því þegar hann meiðist! Það er eitt að láta leikmenn fara í taugarnar á sér og telja þá veika hlekk liðsins og allt annað að fagna meiðslum. Helvíti aumir stuðningsmenn sem láta nappa sig við slík fagnaðarlæti. SSteini spot on hvað þetta varðar í sínum ummælum. Vonandi er samkeppnin orðin það mikil að Johnson verði slegin úr liðinu, en Liverpool er alltaf sterkara með alla sína leikmenn heila heilsu.

    Glen Johnson hefur annars tekið að sér hlutverk hjá Liverpool sem einhver einn þarf ALLTAF að gera hjá Liverpool. (Ég er jafn sekur þar og aðrir). Einu sinni var þetta Heskey, eitt sinn Riise, lengi vel Dirk Kuyt, eftir það varð þetta nánast Lucas Leiva hlutverkið og nú er það Glen Johnson. Auðvitað hafa margir komið þarna inn í millitíðinni.

    Það verður ALLTAF að vera einn byrjunarliðsmaður sem gerir ekkert rétt skv. stórum hluta stuðningsmanna liðsins en er alltaf valinn fyrir því. Mjög mikið gert úr öllum mistökum umrædds leikmanns og varla talað um það góða sem hann gerir, oft á tíðum kjánaleg lesning. Þessir leikmenn taka jafnan gagnrýnina fyrir samherja sína sem oftar en ekki sleppa stikkfrí eftir miklu verri frammistöðu í sama leik/leikjum.

    Glen Johnson hefur t.a.m. byrjað þetta mót betur en Gerrard og Coutinho, ég veit að þetta er ekki gott dæmi en mér þætti gaman að sjá viðbrögðin (handalögmálin) sem þeir fengju sem myndu fagna meiðslum fyrirliðans á t.d. Spot.

    Það er eðlilegt að mínu mati að segja alls konar vitleysu í hita leiksins og það er auðvitað helsta ástæðan fyrir því að við erum með sér færslu á meðan leik stendur. Ég les þær umræður sjaldnast 100% eftir leik og þar eru sveiflurnar oft háar eftir gangi leiksins. Þetta er alveg eins á twitter og einskorðast ALLS EKKI bara við stuðningsmenn Liverpool. Eftir leik viljum við aftur fá umræður á aðeins hærra plani, a.m.k. ekki skoðanir þeirra sem fagna meiðslum leikmanna Liverpool.

    Við ræðum þetta frekar í podcast þætti í kvöld.

  82. Vá, eitthvað er þetta orðið að Roy Hodgson/Paul Konchesky legri umræðu hérna. Eins og Johnson sé jafn lélegur og Konchesky og Rodgers með þvílíka skitu að það eigi að reka hann. Ég þakka kærlega fyrir að þið sem talið svona ráðið engu hjá Liverpool FC.

    Að leiknum.

    Mér sýnist mikil umræða vera um mörkin sem við fáum á okkur. Mark númer tvö var í mínum augum ansi áhugavert og lærdómsríkt. Ef þið horfið á þetta aftur þá sjáið þið að Johnson og Skrtel bíða passífir meðan Moreno og Lovren ýta mjög aggresíft upp og þá opnast auðvitað pláss fyrir aftan þá. Þið sem eruð með míkrafón í klefanum vitið auðvitað hvað átti að gera í þessu tilviki, er það ekki? Annað hvort er Johnson fáviti sem ekkert getur eða Lovren og Moreno helsteiktir fyrir að rjúka stöðugt út úr stöðu? Staðreyndin er sú að við vitum ekki hvernig Rodgers lagði þetta upp og getum engan krossfest. Við þurfum að slaka á og bíða eftir því að vörnin stilli sig af.

    Mitt mat á þessu (og raunar gerðist þetta ítrekað í leiknum): Gamla vörnin er passíf og nýja vörnin er aggressíf. Ég hef grun um að Rodgers vilji breyta vörninni í aggresífa vörn og að Lovren eigi að stjórna. Moreno spilar þetta svipað og Lovren en þá þarf að eiga sér stað færsla þannig að Gerrard komi djúpur niður, annað hvort til að kovera svæðið hjá bakverðinum eða ef miðvörðurinn fer út í kant, koveri þá fyrir miðvörðinn. Það gerði hann ekki.

    Það er alls enginn heimsendir í gangi hérna. Við höfum ekki unnið þarna síðan 2009 þannig að tap þarf ekki að koma á óvart. Það þýðir heldur ekkert að vera stöðugt að drulla yfir enska landsliðsmannin Glen Johnson. Þetta er prýðisleikmaður sem hefur ekki náð sér á strik undanfarið en hann mun komast í gang aftur, það er engin spurning í mínum huga. Hættum svo að taka alltaf einn leikmann í liðinu og taka hann á lífi. Ef það er ekki Lucas Leiva þá er það Stewart Downing, og ef ekki hann þá Glen Johnson. Þetta er ósiður sem menn þurfa að venja sig af. Eins og sagt er hér að ofan var það liðið sem tapaði leiknum, ekki einstakir leikmenn.

    Nú er bara að sækja stig á White Hart Lane. Það verður þrælerfitt og út af fyrir sig ættum við að verða ánægð með eitt stig þaðan. Horfum á stóru myndina. Róum okkur niður. Við verðum þarna nálægt þessu í vor. Liðið er að spila sig saman og verður betra eftir því sem líður á tímabilið. Það er betra að enda vel heldur en að byrja vel.

  83. Vill byrja á því að taka það fram að einhver hefur verið að skrifa hérna inn undir mínu nafni og það ekki mjög málefnanlega, það er hinsvegar ekki ég. (Sjáið myndina).

    Sá bara hluta af fyrrihálfleik. Verð að sjá þennan leik í heild sinni hinsvegar. Einhver sem lumar á link á leikinn í heild sinni?

    Vona innilega að menn séu ekki lengi meiddir, þó svo að við séum með mann í manns stað í allar stöður í dag en alltaf vont þegar að menn meiðast.

    YNWA – In Rogers we trust!

  84. Sælir félagar

    Ég vil ítreka eftirfarandi

    Það er rétt sem komið hefur fram hér að fleiri leikmenn en GJ hafa verið slakir í undanförnum leikjum en það dregur ekki úr því áliti mínu að hann er búinn að vera ömurlegur undanfarið misseri. Gjörsamlega utan gátta,seinn og einbeitingarlaus og engan veginn meðvitaður um hlutverk sitt bæði í vörn og sókn. Þó hefur mér fundist hann skárri varnarlega en í sókn.

    Coutinho hefur verið afar slakur líka á því er enginn vafi og Gerrard hafur átt betri daga. Lovren hefur verið að gera grundvallarmistök í tveimur leikjum og ef til vill má nefna fleiri eins og td. Lucas. Én ég er eiginlega hættur að eltast við mistök manna í einstökum leikjum því mistök eru óhjákveæmileg í fótbolta. Þeim á hinsvegar að fækka eftir því sem liðið spilast betur saman og einstaklingarnir ná betra valdi á stöðu sinni.

    Hinsvegar hefur GJ verið í þvílíku ástandi að það eru ekki einstök mistök sem hann er að gera heldur er allt hans framferði á vellinum með þeim ósköpum að ég þoli ekki að horfa upp á það. Ég tel það liðinu fyrir bestu eins og staðan á honum er í dag að hann leiki bara alls ekki með því. Þetta er mitt álit og enginn hefur getað rökstutt það að það sé rangt.

    Það er þetta sem ég átti við þegar ég þakkaði fyrir að hann léki ekki næsta leik. Ég óska hvorki honum né öðrum meiðsla og fagn þeim alls ekki. En ég fagna því ef hann er ekki í hópi eða á vellinum nema sem áhorfandi. Sem persónu og leikmanni óska ég honum alls góðs. En eftir sem áður vil ég ekki sjá hann í búningi Liverpool nema á honum verði verulegar breytingar sem leikmanni. Hvað ummæli mín varðar sem vopru eins og ég áður nefndi afar klaufalega fram sett, á þeim biðst ég afsökunar og vona að þessi skýring mín verði tekin gild.

    Það er nú þannig

    YNWA

  85. Veit hreinlega ekki alveg hvað er komið hérna í gang.

    Við vorum bara alls ekkert yfirspilaðir í þessum leik í gær, mér er fyrirmunað að skilja nokkurn einasta mann sem lætur þannig. Miðjutríóið okkar átti mjög góðan fyrri hálfleik. Af einhverjum ástæðum eru menn að telja Joe Allen hafa verið frábæran en hina tvo arfaslaka. Samt er það algerlega á hreinu eftir tölfræði fyrri hálfleiks að við vorum meira með boltann, þessir þrír unnu fleiri tæklingar en City-miðjan og sendingagetan yfir 90%. Við gerðum slæm varnarmistök, auðvitað má teikna upp alls konar “scenario” en eins og Steini segir gerir Lovren mistök en fyrst og fremst….

    Í svona aðstæðum í leiknum við Everton mun Moreno hreinsa þennan bolta upp í stúku. Einhver endalaus umræða um taktík tengd þessu marki er svo gott dæmi um ofnýtingu fótboltaumræðu og því að reyna að draga upp alls konar veikleika. Slæm einstaklingsmistök tveggja einstaklinga hafa EKKERT með upplag liðsins að gera að mínu mati.

    Við áttum svo erfitt eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik, Sturridge hefði mögulega getað jafnað hjá öðrum aðstoðardómara en á kaflanum mínúta 50 – 60 var eini parturinn af leiknum þar sem City voru mun sterkari aðilinn á vellinum. Fyrir mér er það fullkomlega eðlilegt að lenda “under the cosh” á Etihad í tíu mínútur. Mark númer tvö var slæm varnarvinna á margan hátt og helst að horfa á varnarlínuna, hvort að það var að Lovren og Moreno voru of hátt eða Skrtel og Johnson of lágt veit ég ekki, en hins vegar er alveg ljóst að það mun þurfa nokkra leiki til að slípa varnarleikinn okkar til og það mun sjást.

    Strax við innkomu Markovic varð ákveðin breyting og mark City manna númer þrjú var algert bull, uppúr engu. Moreno mun líka læra af því, hann gerir enga tilraun til að loka á sendinguna. Varnarlínan okkar var mjög hátt, Mignolet alltof lágt og eftirleikurinn auðveldur fyrir frábæran mann eins og Aguero.

    Þetta voru þrjú fyrstu skot City manna á markið, við höfðum átt jafn mörg skot að marki og posession á þessum tíma var 51 – 49.

    Ég viðurkenni það að þarna hélt ég að liðið okkar myndi brotna, sem það ekki gerði. Það skoraði eitt mark og stóð svo af sér bull í lokin þegar við vorum orðnir tíu og tveir haltrandi.

    3-1 tap gegn frábæru fótboltaliði á útivelli, fyrsta útivallartapið á árinu 2014. Veikleikar vissulega komu í ljós en líka t.d. styrkleikar í því að stýra leik gegn góðu liði og halda bolta.

    Ekki ímynda ykkur að ég hafi verið glaður með allt. Var hundóánægður með framlag Coutinho og miðjan okkar var döpur nógu lengi í seinni hálfleik til að frábært sóknarlið City kláraði leikinn. Varnarlínan virkaði sem “work in progress”.

    En að gefa liðinu meðaleinkunnina 4,9 fyrir þennan leik og syngja bara “Fallinn” er eitthvað sem ég er ósammála honum Babú vini mínum um. Hvað þá að hlusta á dómsdagstal yfir liðinu eða leikmönnunum.

    Ég vona innilega að innkoma Mario Balotelli og Adam Lallana, auk Markovic í byrjunarliði þýði það að okkar frábæra 442 demants eða 41221 í ákveðnum aðstæðum verði aftur fyrir valinu. Þetta leikkerfi skilaði frábærum fótbolta og fullt af stigum og ég hef saknað þess að sjá það. Það þýðir auðvitað að við munum lenda í erfiðleikum stundum varnarlega en þá munum við skapa meira.

    Það höfum við séð með innkomu Lambert í báðum leikjunum hingað til og ég vona innilega að það verði fyrir valinu á laugardaginn.

    Og plís ekki falla í það að tala um að það að bölva ekki öllu í rot sé dæmi um minnimáttarkennd. Ég hlustaði á vini mína lýsa því fyrir mér í allan fyrravetur að við hefðum unnið liðin þeirra af því að við vorum annað hvort heppnir eða hitt liðið spilaði illa. Ekki af því að við gátum eitthvað.

    Ég þoli ekki þann málflutning heldur þegar við töpum. Við tókum þátt í toppslag í gær og töpuðum, fyrst og fremst því við erum í vetur lið sem er “in progress”.

    Við vorum númeri of lítil gegn meisturunum í gær. Vonandi verðum við komin framfyrir þá næst þegar við hittumst og vonandi lærði þjálfarateymið mikið af tapinu, þeir hafa ekki fengið mörg tækifæri til að læra af tapleikjum hingað til.

    Áfram veginn, næst Tottenham sem eru býsna mikið hæpaðir upp þessa vikuna, hafa tekið við spútnikstimplinum okkar sýnist mér og við fáum í staðinn hrunstimpilinn þeirra.

    Sjáum til….

  86. Vá… þetta væl er meira en hlægilegt á köflum hérna inni,,, missti ég af einhverju? Vorum við ekki örugglega að spila við ríkjandi meistara, á þeirra eigin heimavelli, með Aguero á bekknum, í annari umferði PL ? Við töpuðum hér í fyrra líka en vorum samt í toppbaráttunni í lokin. Herðið upp hugan þið sem þurfið…… Seosonið er loksins byrjað 😉

    YNWA.

  87. Ég er sammála #90 í öllum veigamestu atriðum og er alls ekkert ósáttur eftir þennan leik.

    Leikurinn spilaðist í raun sem toss-up. Það sem reið baggamuninn voru varnarmistök og klínískar afgreiðslur sóknarmanna City. Báðir vinstri varnarmennirnir okkar voru splunkunýir og annar þeirra að spila sinn fyrsta leik í deildinni, nýorðinn 22 ára. Sá endaði haltur, en ekki bugaður, þrátt fyrir eldskírn á útivelli gegn ríkjandi meisturum. Moreno verður einn af betri vinstri bakvörðum deildarinnar innan árs.

    Lovren er týpa sem vill ýta línunni framar en Skrtel í raun algjör andstæða þess; honum líður betur aftar og á til að tracka/hörfa þegar menn ættu með réttu að vera að hlaupa beint inn í rangstöðu. Þetta sást á köflum glögglega í þessum leik og bakaði okkur nokkrum sinnum vandræði. Við þurfum að ná að prófa Sakho og Lovren saman, er ekki deildarbikar í nánd? 🙂

    Ps. Við vorum að tryggja okkur þjónustu Mario F#%king Balotelli í gær! Spennandi tímabil að gerjast!

  88. Maggi

    Ef þessi staki leikur væri próf þá efa ég nú að heildarskorið væri mikið meira en 4,9 þó viðkomandi hafi alla burði til að stórbæta sig á næstu vikum. Gefum honum líka að þetta var mjög erfitt próf. Enginn að mótmæla því.

    Liðið stóð sig ágætlega mest allann fyrri hálfleik eins og komið hefur fram en það var samt ekki að skila okkur miklu sóknarlega að vera með 3 v 2 stöðu á miðjunni allan þennan tíma og vörnin brotnaði um leið og á hana reyndi. Það er alls ekkert allt neikvætt við þennan leik og flestir eru held ég alveg sáttir við upplegg Rodgers og hafa trú á því.

    Ég er síðan ekkert að bölva öllu í rot, bara alls ekki. Það fer samt í taugarnar á mér að sjá menn líta á það sem sjálfsagðan hlut að Liverpool tapi á Etihad (sem og annarsstaðar) og “bölvi þeim og ragni” sem eru bara ekkert himinlifandi með allt í umræddum leik.

  89. Nú vill Cech fara frá Chelsea, enginn séns að nappa honum bara? á nokkur góð ár eftir og er klárlega betra en það sem við höfum í dag.

  90. Hugsaði það sama Stankó.

    Þetta er alveg rétt Babú, það er enginn sáttur við þetta tap en það var samt alveg fyrirsjáanlegt og þess vegna er heldur ekkert hægt að vera fúll við þá sem eru ekki eins brjálaðir og þeir sem eru brjálaðir yfir þessu 🙂

  91. Ég óska ekki neinum leikmanni meiðslum í heiminum en mikið óska ég þess að Glen jónsson fari frá félaginu. Maðurinn er með fáránlega há laun miða við getu og það er ekki einsog honum langi að deyja fyrir klúbbinn. Hann hleypur alltaf fram og nennir svo varla að drulla sér tilbaka nema seint og síðar meir.

  92. “Slæm einstaklingsmistök tveggja einstaklinga hafa EKKERT með upplag liðsins að gera að mínu mati.”

    Þegar lið er að gera sömu mistökin leik eftir leik, jafn vel með nýjum leikmönnum að þá hlítur að vera eitthvað meira að. Þetta er svipað og að segja að mörkin hjá okkur komi einungis vegna einstaklingsframtaka en ekki upplagi liðsins.

  93. Á meðan við erum öll hoppandi brjál yfir því að tapa fyrir ríkjandi englandsmeisturum eru United að tapa fyrir MK Dons þegjandi og hljóðalaust.

  94. Er eitthvað hægt að væla eða kvarta yfir því að hafa tapað fyrir besta liðinnu á englandi?
    City var með nánast sama byrjunarlið og allt tímabilið í fyrra. Ein breyting inn er komin Makelele týpa sem gerir hlutinna einfalda. Það er ekki öfundsvert að mæta City í dag Það er varla veikan blett að finna í því liði. Að mæta þeim á heimavelli þeirra var alltaf að fara verið erfið barátta.

    Okkar lið með nýjan vinstri vörn, menn að læra á hvorn annan. spila sig saman. Moreno að mæta City í fyrsta leik á útivelli… Er hægt að fá erfiðari leik? Hann fékk eldskýrninna í þessum leik og við sjáum hann ekki gera sömu mistök og í fyrsta markinu. Velkomin í Ensku úrvalsdeildinna Moreno!! Það er líka hægt að finna jákvætt úr þessum leik. Lazar var með öfluga innkomu í leiknum og sama með Lambert. Erfiðasti útileikurinn er búinn og framundan er ágætis prógram og vonandi hala þeir inn stigum á næstu 2 mánuðum!!

    Ég gæti verið með skítkast út í suma leikmenn? enn er sanngjarnt að hengja þeirra haus í leik númer 2 af 38 í erfiðasta útivellinum? held ekki… Tímabilið er rétt að byrja og Lallana – Balotelli eru að fara stimpla sig inn í vinnu. Markovic og Can gerðu það í gær. Mér þykir ekki ólíklegt að eftir 6-8 vikur verður Liverpool Rúnk lestinn komin á sama stig og í fyrra og flugið orðið hátt í Desember 🙂

  95. Howard Webb áhyggjufullur á svip í stúkunni á leik MK Dons og united.

  96. “Besti þjálfari heims sem býr yfir taktískri getu sem enginn þjálfari á plánetunni býr yfir er að fara með “stórliðið” man utd beint út úr annari umferð gegn MK Dons”. Staðan er btw 3-0 fyrir MK.

  97. Ég var heilt yfir nokk sáttur við mína menn.
    get lítið gert í gæðum city að refsa fyrir öll mistök með marki en svona er þetta bara.

  98. Fyrst menn eru farnir að ræða Utd á annað borð. Veit einhver afhverju þeir eru í þessari umferð en ekki við?

  99. …og sanngjarnt segja lýsendur á SKY. Maður er nú orðinn nokkuð sár…
    …spurning og ráða Moyes aftur!

  100. Þeir byrja svona snemma þar sem þeir náðu ekki lengra í deildinni á síðasta seasoni.
    Get ekki annað en brosað út í annað. 🙂

  101. @104.
    Þeir þurftu að byrja fyrr í deildarbikarnum vegna lélegrar frammistöðu í deildinn á síðasta tímabili 🙂

    En miðað við kenninguna sem Man Utd aðdáendur hafa haldið fram, þ.e. að fjarveran úr meistaradeildinni muni verða til þess að þeir verði í toppbaráttu þetta tímabilið, þýðir þetta líklega að þeir endi sem meistarar í vor.

    Múhahahahaha!

  102. Rogers verður að styrkja vörnina ef að við ætlum ekki að tapa fyrir C-liði eins og HanaGal gerði í kvöld hahahahahahahaha

  103. United tapaði ekki bara 4-0 heldur áttu Donsararnir 11 skot á rammann (15 markskot). Lengst af voru Donsararnir með yfir 50% í possession líka. Þeir gersamlega rústuðu þessu að öllu leyti.

  104. Ég hitti einn breta í sumar sem sagði að United myndi falla niður um deild í vetur. Ég hló, hann var svo viss að hann vildi veðja við mig. Ég var að spá í að taka því en svo var eitthvað sem sagði mér að það gæti gerst.

    Say no more. Hvað er að frétta ?

  105. Við munum þegar Liverpool tapaði 3-1 á móti Aston Villa 24. ágúst 2009, haustið eftir titilbaráttuna við United. Liðið brotnaði í sundur þarna og varð ekki samt fyrr en FSG kom inn, fengu Dalglish í smá móral-support og réðu svo Rodgers til að gera hið ómögulega. Í millitíðinni vorum við ítrekað að skíta á okkur gagnvart liðum eins og MK Dons. Að tapa á móti City í gær slær ekki ryki á afrek Rodgers, frekar en ófarir United gefi til kynna að þeir muni ekki rísa upp. Leikirnir við rauðu nágrannana í Manchester munu skipta miklu fyrir Liverpool í vetur, og þeir verða ekki auðveldir.

  106. Kom fram á nokkrum netmiðlum í morgun að Júnæted hefði áhuga á Joe Allen sem er víst Júnæted aðdáandi og væri tilbúið að borga allt að 20 mil fyrir hann ég segi ekki spurning selja hann.

  107. Er einhver sem lumar á link af leiknum á mánudaginn?
    Sá hann ekki nema að litlum hluta og langar hrikalega að sjá þetta svo maður sé nú gjaldgengur í umræðuna.

    YNWA – In Rogers we trust!

Liðið gegn Man City

Kop.is Podcast #67