Blessunarlega er strax komið að næsta leik, þetta er liðið sem Rodgers ætlar að treysta á í dag.
Bekkur: Jones, Toure, Johnson, Henderson, Coutinho, Markovic, Lambert
Henderson fer út fyrir Can, Manquillo kemur inn fyrir Johnson og Lallana kemur inn fyrir Coutinho. Ekkert yfir mig spenntur fyrir neinum af þessum breytingum en Rodgers veit hvað hann er að gera. Vona bara að Henderson sé ekkert meiddur, hann er a.m.k. á bekknum.
Ég tippa á að Sterling verði áfram frammi með Balotelli í dag og sá síðarnefndi skori loksins eins og eitt mark.
Koma svo!
Okei, ef ég væri fastur í húsi í USA sem er með bilað sjónvarp, hvar myndi ég þá geta horft á LFC leikinn á netinu á Apple tölvu (er að spyrja fyrir vin).
Þetta snýst um sjáfstraust, liðið virðist brotna við minnsta mótlæti þessa dagana og sjálfstraustið ekkert.
Alltaf betur mannað lið en Hull, vona að Anfield vakni og styðji strákana til sigurs og þá vonandi fer spilamennskan að rísa hjá okkur, eigum að geta svo miklu betur en við höfum sýnt í vetur..
Magnað…West Ham að stríða City duglega núna. Marki yfir…spurning hvort þessi lið sem við höfum tapað fyrir hingað til séu kannski bara nokkuð góð og það sé frekar ástæðan fyrir tapinu heldur en að LFC séu svo lélegir?
Bentu vini þínum á þetta Einar.
http://goatd.net/
Mér finnst það vera algjör vanvirðing gagnvart öðrum leikmönnum Liverpool að Balotelli fái að byrja leik eftir leik án þess að gera nokkurn skapaðan hlut á vellinum.
Ég held að það sé allt í lagi að gefa Allen og Can tækifæri í dag en kannski hefði það átt að á kostnað Gerrard en ekki Hendo en hann veit kannski eitthvað með líkamlegt ástand Hendo sem við vitum ekki.
Og ég ætla að reyna að styðja þá ákvörðun að byrja með Balotelli, við erum á heimavelli á móti liði sem við eigum að geta skorað á móti og vonandi hrekkur Balotelli í gang í dag, hann þarf sárlega á mörkum að halda.
Spái þessu 3-1
Ja sæll Henderson a bekknum !!!!
Balotelli inni enn eina ferðina !!!
Er buin að verja Balotelli i allan vetur en eg gafst upp a miðvikudagskvöldið …
skiptir ekki mali bara afram liverpool !!!
Ég styð Balotelli 100%. Hann hlýtur að fara í gang. Áfram Liverpool.
Já þetta er skrítið með framlínuna. Eru Lamborghini (Lambert og Borini) bara að leggja kapal á æfingum?
Úff… ég ætla bara að segja það upphátt hér: það er slæm hugmynd að láta Balotelli byrja þennan leik, hvort sem hann er einn frammi eða Sterling með honum.
Ég hef bara nákvæmlega enga trú á að hann geri neitt betur en á miðvikudag eða um síðustu helgi. Að mínu mati þarf Balotelli að setjast á bekkinn og hugsa sinn gang þar til Sturridge kemur inn. Ég hefði viljað sjá Sterling í falskri 9 eða Lambert frammi, já eða Borini frekar en Balotelli.
Ég er ekki að tala um að Balotelli sé vonlaus og við eigum að gefast upp á honum. Ég er að tala um hvernig best er að koma honum út úr þessari lægð. Og ég held einfaldlega að það sé bæði honum og liðinu til góða ef hann fær hvíld frá sviðsljósinu, á bekknum, í nokkra leiki og einnig að hann bíði eftir Sturridge.
Einnig: til hvers var Lambert eiginlega keyptur ef Rodgers treystir honum alls ekki undir neinum kringumstæðum til að byrja? Þetta er að verða Mamadou Sakho/Nuri Sahin-skrýtið.
Lýst vel á þetta, stuðningsmenn hafa kallað á breytingar og Brendan svarar því með 3 breytingum. Sammála því að halda Balotelli í liðinu, annað væri vitleysa.
4-0. Dæmigert að Balo eigi stórleik núna, loksins búinn að taka af honum fyrirliðabandið í FPL. KOMA SVO!
(vona að ég hafi reverse-jinxað Balo til andskotans núna. plís stingdu sokk upp í mig í dag. :))
City mætti nú alveg jafna á móti west ham. fáránlegt að þeir séu að fara í 16 stig núna!
Diame er maður sem ég vildi fá.., við þurfum alvöru tæklara á miðjuna. ( það eru til betri en hann) Það er þetta að klikka, það er ekkert stál á miðjunni. Miðjan er meinið þessa dagana en það er ekki hægt að kenna vörnini um þetta allt. Á móti Real á heimavelli komu engin spjöld ( gul,rauð) enginn gredda!!?!?! afhverju ekki . Þetta er nú einu sinni snertiíþrótt og menn mega takast á,,,,ég vill sjá menn tæklaða út. Menn með pung til að verja sitt hof. Svæðið fyrir framan teig verður að verja betur t.d. fyrsta markið á móti Real, Hendo átti það. Afhverju jú hann var ekki nógu harður í að stoppa manninn sem skóp þetta allt saman. Hafa þor til að vinna fyrsta bolta og allar tæklingar… koma svo tækla upp í nára….
Styð Brendan eins og áður í að velja það lið sem hann telur henta best hverju sinni.
Vona að þetta sé rétt uppstilling hjá Babú, við erum væntanlega að fara að díla við þrjá hafsenta og vængbakverði…nokkuð sem á að henta þessu kerfi fínt…
Koma svo!
Djöfull hlýtur Balo að vera að raða inn mörkunum á æfingum fyrst hann kemst enn eina ferðina í liðið. Eina ástæðan sem ég get allavega hugsað mér.
Þrenna frá Balo í dag, sanniði til.
Og by the way.
Vonandi verður góður og sannfærandi sigur West Ham til þess í dag að menn átti sig aðeins á að þar fer ekki neitt Muggalið sem allir eiga að vinna eins og var rætt hér á þessari síðu á sínum tíma. Hvort sem manni er illa við Big Sam eða ekki þá er þarna hörkulið á ferð.
OG vonandi verður þetta bara til þess að ýta enn frekar við okkar mönnum!
Vá er stóri Sam bara meðetta…var að vinna pellegrini 🙂 ?????
mælir einhver með góðu stream-i ?
Okei, ef við vinnum í dag verðum við einu stigi frá Manchester City. Það er hreint ótrúlega magnað miðað við hversu lélegir við höfum verið hingað til.
Ég segi að við vinnum þetta 2-0. Balotelli skorar.
Já, og takk Styrmir. 🙂
Get skilið að Henderson fái hvíld búinn að spila mikið á þessu tímabili. Það gæti hins vegar veikt Liverpool að hann sé ekki á miðjunni, engin spurning um það.
Hefði viljað sjá Couthino í liðinu, finnst eins og hann sé að detta í gang og er ekki búinn að spila mjög mikið undanfarið.
Sælir félagar
Mér líst vel á þessa uppstillingu og segi eins og fleiri að Balo hlýtur að vera að gera það gott á æfingum liðsins. Tel því að það verði að reyna að spila hann í gang. Veit ekki með Sturridge, hann virðist í sama meiðslaflokki og Aggerinn var. Það þýðir að hann leikur ca. 3/5 leiktíðar í mesta lagi.
Það verður því að koma Balo í gang hvað sem tautar og raular. Hann meiðist aldrei, virðist vera úr gæðastáli og svoleiðis maður er dýmætur – ef hann skorar mörk aðsegja. Við verðum að treysta BR og þekkingu hans á mannskapnum og ástandi hans. Þetta lið á að geta hakkað Hull í sig á góðum degi sirka 4 – 0
Það er nú þannig.
YNWA
Þessi sigur West Ham voru frábærar fréttir fyrir okkur, ekki spurning. Að öllu eðlilegu eigum við að fara upp fyrir West Ham þegar líður á veturinn (og Southampton) og því getur þetta hjálpað okkur að komast alveg upp að City sem, eins og Einar Örn segir, er alveg fáránlega magnað m.v. spilamennsku okkar í vetur.
Djöfull verðum við að vinna þetta!
Verðum að reyna að halda hreinu, í 18 leikjum hefur Liverpool haldið hreinu í einum leik.
Ánægður að sjá Balotelli inná, það er ekkert annað í stöðinni enn að spila honum í gang.
Hef fulla tru a thessu.
KOMA SVO LIVERPOOL!!
Koma svo strákar mínir, koma svo!
Hvenær tók Jay Leno við Hull?
Þú ert eitthvað að ruglast Steve Bruce er stjóri Hull
Balotelli fékk ekki 3 mörk á sig í síðasta leik einn og sér. Ef við hefðum hldið hreinu þá hefði leikurinn farið 0-0 !
Í guðanna bænum hættið þessu helv einelti á Balotelli, reynið að styðja hann eins og liðið okkar. Hann er jú partur af liðinu. Af hverju eru menn ekki að skíta yfir varnarmennina ?
Liðið okkar er LIVERPOOL, hættið að vera eins og scum aðdáendur og styðið LIÐIÐ allt !
KOMA SVO LIVERPOOL ! !
Svo sem ekki yfir miklu að hvarta en ég botna ekki í þessari litlu ákefð sem við erum að sýna. Can annars að spila ljómandi vel og Lallana er ljósið í þessum leik.
Tilviljanakenndur sóknarleikur og taugaveiklaður varnarleikur hjá okkur. Vonandi batnar þetta í seinni hálfleik. Kútur þarf að koma inná í þennan leik !
Það er ekki mikið að gerast í þessum leik. Virðist vera að stenfa í en eina dapurlega frammistöðu hjá Liverpool.
Áttum að kaupa diame fyrir löngu.
mikið rosalega er þetta dapurt, sama bullið.
Ja hérna hér…………
Balotelli allt annað en afleitur. Hull komast upp með of mikið. Kútinjó fyrir Allen eða Can.
Þetta er varla tímans virði að horfa á þetta rugl, menn hérna voru ósáttir við leikinn gegn Real en núna erum við að spila gegn Hull og þetta er sama tuggan.
það er svona álíka spennandi að horfa á beina útsendingu frá norskum olíupalli og að horfa á Liverpool-liðið spila.
Hvað varð um allan hraða í liðinu??? Það er nákvæmlega ekkert að gerast á vellinum. Ótrúlega hægt og fyrirsjáanlegt allt saman.
Kútinjo inna til að styðja við Balotelli í sóknarleiknum.
Sælir félagar
Því miður er sóknarleikur Liverpool hægur, óákveðinn og fyrirsjáanlegur. Ég fer fram á meiri hraða og ákveðni ásamt einhverjum baráttuvilja og styrk í seinni hálfleik. Annars er þetta steindautt og ömurlegt jafntefli eða tap.
það er nú þannig.
YNWA
Það er gjörsamlega enginn sóknarþungi hjá okkar mönnum og það er engin stemmning hjá áhorfendum á pöllunum.
Death by boredom frekar en death by football
Fá Kútinn inn á í hálfleik og rífa þetta í gang!!
YNWA!
út með allen og inn með coutinho núna strax þetta fer 3-0 sáuð það fyrst hér kær kveðja svefnormur
Sóknarleikur Liverpool er auðvita hægur af því að liðið er með hæga leikmenn 🙂
Lallana, Can, Allen og Gerrard eru allir það sem við köllum hægir leikmenn(jú Can er hægur hann er að nota líkamlegan styrk til þess að halda mönum í burtu í þessum hlaupum sínum).
Sterling er gjörsamlega í gjörgæslu, þegar hann fær boltan þá eru 3-4 Hull leikmenn í kringum hann.
Þetta er samt allt annað en ámóti QPR. Þar stjórnuðum við aldrei leiknum en við virðumst stjórna honum í dag.
45 mín eftir og sjáum hvað gerist áður en við förum að bölvaliðinu í leik sem er ekki búinn.
Finnst Balotelli vera einn besti maður LFC íþessum leik. Hann á að vera fyrir aftan Sturridge í 442, þá sjáum við hann nýtast best.
Hvað vorum við eiginlega að kaupa í sumar? Þessi Emre Can er alltof þunglamalegur og skortir alla tækni.
Nákvæmlega málið – út með Allen og inn með Coutinho. Líst hriklega vel á Can – sannið til – þessi gaur á eftir að verða þvílíkt öflugur. En mikið roslega er þetta slow allt saman og leiðinlegt að horfa á – maður verður hálf þunglyndur í sófanum.
Þarna sér maður varnarleik sem er til algerrar fyrirmyndar…Kaupum Steve Bruce sem varnarþjáfara….En í alvöru, eftir hverju er Rogers að bíða…nú eru bráðum komnar 55 min á klukkuna og EKKERT færi komið..Af hverju ekki að brjóta þetta aðeins upp?
Er Sterling eitthvað þroskaheftur í löppunum???
Hvernig stendur á því að öll þríhernigspil á LFC gera ekkert eða fara afturábak þegar hjá öllum öðrum liðum endar það með hraðsókn,, er ekki kominn tími að hlaupa og hætta að skokka þegar við erum í sókn,,, orðinn svo þreyttur á þessu dóli. Kominn tími að spíta í lófan og rífa þetta í gang.
Allt annað að sjá til okkar manna núna. Koma svo!
Fargin æshól hvað þetta er ömurlegt upp á að horfa… 🙁
Hull hljóta að skora og stela þessu!
og mario hrynur eins og fuglahræða .. skömm að þessu
Getuleysið er rosalegt hjá okkar mönnum, en ég segi nú guð hjálpi enska boltanum ef þetta er standardinn á nýjum flautuleikurum.
Hótar balotelli rauðu en diame með helmingi fleiri brot og verri, sleppir augljósu víti í fyrri hálfleik og stoppar allt sem heitir hagnaðarregla.
En þvílik breyting á því að fá 2 sóknarmenn inn á þótt það sé ekkert mark komið þá er flotið miklu betra heldur en fyrir þessa skiptingu.
Balotelli er ekki striker sem spilar einn frammi, annað hvort sleppir brendan að spila honum eða spilar með 2 frammi,
ÆTLAR HANN ALDREI AÐ SKORA
Balotelli gæti ekki einu sinni keypt sér mark greyið drengurinn!
Alveg með ólíkindum .. getum ekki skorað og dómarinn átti að gefa allavega eitt víti, Veit ekki síðan hvenær það er í lagi að strauja menn aftanfrá eins og gert var við lallan í fyrri. Hann náði að gefa hann, en var alltaf straujaður niður. Svo fannst mér líka að balo hefði átt að fá víti, fyrir framan manninn og hann klárlega ýtir í bakið á honum…
Sem betur fer er Classico að byrja..
eitt stórt O
afhverju gat ekki boltinn drullast inn hja balo !! en einu sinni fellur rodgers a prófinu geta ekki skorað mark á hull á anfield mér er hreinlega ofboðið djöfull er eg reiður
Við vinnum bara rest, koma svo, smá stormur í gangi en hann er vonandi búinn.
Margt jákvætt en bara eitt stig. Balotelli að gera margt gott og núna vantar bara að koma boltanum í netið, ekki bara hann heldur hinir líka sem fengu færi. Dómgæslan fannst mér síðan ansi merkileg, fyrir utan að sleppa augljósu víti í fyrrihálfleik (þó svo leikmaður sé búin að senda bolta en svo tekin niður í teignum er víti) fannst mér hann kóróna eigin aulaskap þegar hann hótaði að reka Balotelli útaf fyrir næsta brot.
Jákvætt að halda loksins hreinu. Neikvætt að skora ekki
Vil láta Ballotelli og Lambert byrja næsta leik. Liverpool varð mun meira ógnandi eftir að Lambert kom inn á.
Balotelli var fínn í þessum leik, kom sér þónokkur færi og ef óheppnin hefði ekki verið með honum þá hefði hann skorað.
Fannst Liverpool spila miklu betur en á móti QPR en verr og miður þá var heppnin tólfti leikmaður Hull í þessum leik og náði Hull því að halda hreinu því Liverpool átti leikinn með húði og hári í síðari hálfleik.
Vörnin var mjög sterk og gaf lítið af færum og get ég því ekki annað sagt en það var margt mjög jákvætt úr þessum leik. Allavega spilalega.
Fyrsta sinn sem við höldum hreinu síðan í ágúst á móti Tottenham. Síðan í ágúst höfum við spilað við Real Madrid, West Ham og Everton. Aston Villa, Basel og West Bromwich Albion. QPR, Middlesboro og Ludogrant.
En aldrei haldið hreinu.
Mikið var. Við héldum hreinu. Höldum partý. Opnum kampavín. Þetta er eitthvað til að byggja á.
Ofan á allt annað þá spiluðum við alveg ágætan sóknarleik í 30. Það er meira en við höfum gert heldur en – jú einmitt, síðan á móti Tottenham í ágúst.
Guð minn almáttugur. Ég er svo glaður að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera.
Það eru batamerki á Liverpool-liðinu.
Loksins. Fögnum því.