Liverpool vann í kvöld kærkominn 2-1 sigur á Swansea í 16-liða úrslitum enska Deildarbikarsins.
Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:
Jones
Manquillo – Touré – Lovren – Johnson
Henderson – Lucas – Coutinho
Borini – Lambert – Markovic
Bekkur: Mignolet, Skrtel, Moreno, Can, Rossiter, Lallana (inn f. Markovic), Balotelli (inn f. Lambert).
Bæði lið hvíldu lykilmenn í kvöld og það sást. Þessi leikur var mjög daufur lengst af og nánast ekkert um fína drætti fyrstu 60 mínúturnar. Það var ekki fyrr en á 65. mínútu að Swansea komust yfir með marki Marvin Emnes eftir (enn og aftur) skelfilegan varnarleik. Jonjo Shelvey sótti upp að teignum, gaf til vinstri á bakvörðinn Neil Taylor sem lyfti boltanum inn á markteiginn vinstra megin. Þar fékk Emnes að bíða í rólegheitunum eftir að boltinn dytti niður úr loftinu og tók hann viðstöðulaust í fjærhornið, óverjandi fyrir Brad Jones og alveg ótrúlegt að sjá Dejan Lovren bara horfa á þetta gerast í stað þess að henda sér fyrir eða loka á manninn.
Þetta virtist ætla að vera eina mark leiksins. Rodgers hafði valið byrjunarlið sem hafði bara skorað 2 mörk samtals í vetur og þótt hann setti Lallana og Balotelli inná höfðu þeir bara skorað sitt markið hvor hingað til og nákvæmlega ekkert sem benti til jöfnunarmarksins, enda höfðu Liverpool ekki skorað mark í 295 mínútur eða rétt tæplega fimm klukkustundir á heimavelli. Það er tölfræði sem á bara ekki að sjást.
En … heilladísirnar brostu við okkur því á 85. mínútu gaf Fabio Borini frábæra, háa fyrirgjöf djúpt utan af hægri kanti og inná markteiginn þar sem Mario Balotelli kom fyrstur að og setti hann óverjandi í markhornið nær. Eftir þetta lifnaði völlurinn við og okkar menn reyndu að pressa á sigurmark. Fernandez varnarmaður Swansea fékk beint rautt á 90. mínútu en það fannst mér fáránlega harður dómur og pressan jókst hjá okkar mönnum.
Það var svo á 95. mínútu að Dejan Lovren bætti fyrir mistökin hálftíma áður og skallaði aukaspyrnu Coutinho í tómt markið eftir skelfilega varnar- og markmannsvinnu Swansea-liðsins. Lokatölur 2-1 og það er óhætt að segja að Liverpool hafi stolið þessu í lokin.
Maður leiksins: Það er erfitt að velja einhvern úr því liðið var ákaflega dapurt í 85 mínútur í kvöld. Ég ætla þó að gefa Fabio Borini ákveðin heiðursverðlaun hér fyrir að leggja sig fram, sýna meiri baráttu og hjarta en flestir í kringum hann og fyrir frábæra stoðsendingu sem braut ísinn eftir allt of langa markaþurrð á Anfield. Meira svona Fabio, takk.
Þar með er liðið komið í 8-liða úrslit í þessari keppni en það er dregið í henni annað kvöld. Ég er nokkuð viss um að við fáum Chelsea á útivelli, það er bara alltaf þannig. Engu að síður vona ég að þessi sigur í kvöld hafi gefið mönnum það búst sem þeir þurfa; Balotelli skoraði, Lovren skoraði líka, markaþurrðin var brotin á bak aftur og liðið vann. Vonum að þetta lyfti liðinu á hærra plan gegn Newcastle um helgina.
Hvað er eiginlega málið með Liverpool og uppbótartíma á þessari leiktíð?
Þakka okkar mönnum fyrir ljómandi skemmtun hérna í kvöld.
Menn leiksins, tja… Coutinho, Balo, Borini og dómarinn.
Bestu menn tímabilsins og algerlegu óumdeildustu með mörkin í kvöld! 🙂
Eg hætti að horfa i halleik en se nuna að við unnum. Það er allavega flott, sennilega fyrsta skipti sem eg hætti að horfa a liverpool leik en siðustu 10 leikir hafa bara verið svo ospennandi að i halleik i kvold hugsaði eg með mér að eg væri ekki skyldugur að horfa a alla leiki Liverpool.
Samt flott að við unnum og vonum að þetta fari að skána 🙂
mér fannst borini finn og kolo toure líka. Þeir eiga alveg skikið meiri séns
Verð svekktur ef Borini og Balotelli verða ekki í byrjunarliðinu næstu helgi.
Spáin mín gekk upp ,bæði lokatölur og ítalska comboið frammi Balo með mark og borini með stoðsendingu !!
Vonandi fer Balotelli í gang núna ekki veitir af !!
Fyrir mína parta var ég sáttur með Borini fannst hann manna sprækastur, einnig innkoma Boltelli góð.
Komust áfram sem er það sem skiptir máli.
Ekki samála að Borini hafi verið góður. Hann er duglegur en mér finnst hann aldrei líklegur til þess að skora, geta leikið á menn eða ógnandi. Mér fannst sendingin í markinu samt frábær en heilt yfir vill maður sjá meira og finnst mér hann einfaldlega ekki nógu góður fyrir Liverpool.
Couthino var frábær í þessum leik. Var alltaf ógnandi og manni fannst hlutirnir gerast þegar hann var með boltan.
Maður er ekki vanur að hrósa honum en Johnson átti líka góðan leik. Tók vel þátt í sóknarleiknum og lenti ekki í vandræðum varnarlega.
Fyrir utan að komast áfram þá var auðvita gríðarlega mikilvægt að sjá Balotelli skora mikilvægt mark fyrir liverpool(hans 2 mark á tímabilinu) og held ég að þetta eigi að hjálpa honum mikið í næstu leikjum.
Svo var líka gott að þurfa ekki að bæta við 30 mín af fótbolta og svo líklega 15-14 vítakeppni(hef reynar trú á Jones í vítum)
Held að fólk geti áttað sig á því að Balotelli hefur ekki verið vandamálið hingað til heldur leikkerfið sem liðið er að spila. Balotelli og Borini upp á topp í næsta leik takk fyrir pent. Okkar menn voru flottir í dag og lentu óverðskuldað undir. Frábært að sjá Balo tryggja okkur framlenginguna og ennþá betra að sjá Luuuuvren setja hann úr föstu leikatriði.
Er ekki alveg að fatta þennan Marcovic, í hverju á hann að vera góður?
Það verður ekki annað hægt en að láta Borini byrja næst, honum virkilega langar, annað en sumum sýnist manni.
Það var gott að vinna þennan leik en ekki var þetta sérlega skemmtilegt enda eigum við ekki marga skemmtilega leikmenn sem geta töfrað fram eitthvað spennandi og óvænt nema auðvitað Coutinho og Studge, restin af þessum leikmönnum eru alls ekki skapandi leikmenn og það vantar helling upp á að þetta lið.
En gott að fara áfram.
Brad Jones stóð sig virkilega vel og virkaði öruggur í markinu. Markið sem hann fékk á sig var náttúrulega óverjandi.
Ó Mario Mario…….. Kominn tími á þetta. Mjög skemmtilegar seinustu 10 mínútur.
Jæja, furðulegur leikur en góður sigur.
Áttum fyrri hálfleikinn með húð og hári, en markastíflan hélt fulllengi áfram, illu heilli. Á köflum var ameríski lýsandinn það “skemmtilegasta” við leikinn.
Borini duglegur og áræðinn, klárlega í lagi að hafa hann í hóp, þótt hann sé varla nógu góður 2. kostur í striker fyrir lið sem ætlar sér stóra hluti. Coutinho stórgóður, frábær í að bera upp boltann og spotta menn til að senda á, jafnvel með 1-2 andstæðinga í sér. Rennur svo fyrirhafnarlaust hjá mönnum ef þeir eru ekki með fótavinnuna 100% í lagi – gullfallegt að horfa á.
Jákvætt fyrir Balo að hafa klínt þessu í netið. Eðal fyrirgjöf hjá Borini og virkilega góð afgreiðsla hjá Balo.
Hræódýrt rautt spjald – nánast eins og þegar Wes Brown sá rautt í fyrra, svo undarlegt var þetta.
Á köflum glitti í virkilega flott spil hjá okkar mönnum, en vantaði eins og oft áður á tímabilinu lokahnykkinn á sóknirnar. Það kemur, en má nú mögulega ekki dragast mikið lengur. Arsenal og Man Utd verða varla mikið lengur í núverandi drómasýki.
Fínt að vinna þennan leik. Mér er slétt sama um þessa keppni og úrslitin sem slík, nema upp á sjálfstraustið og að geta áfram gefið minni spámönnum tækifæri til að sýna sig. Loks skemmtilegt að þeir sem hafa hlotið hvað mesta gagnrýni síðustu vikur hafi klárað leikinn.
Virkilega sterkur comeback sigur hjá okkar mönnum. Aldrei að gefast upp, það er málið!
Hlakka til þegar vélin verður orðin betur smurð og búið að skipta um bremsuklossa og pústkerfi.
Frábær sigur svona í lokinn sem sýnir mikinn karakter.
Þessi kaup öll í sumar eru samt ennþá meiri ráðgátan. Þau mega alveg fara að hafa e-r alvöru áhrif á liðið. Þessi Markovic? Í alvöru? Hann er mögulega efnilegur en er ekki hægt að fara fram á meira frá manni sem kostar 20m punda?
Góð skemmtun, Lovern átti markið hjá Swansea, alltof seinn í manninn. Flott hjá Balotelli að skora eftir sendingu frá besta leikmanni Liverpool í dag, Borini. Tók eftir því að Balotelli fór inn í markið og sótti boltan eftir að hann skoraði. Hann vildi greinilega bara setja í annað og vinna leikinn. Lovern bætti svo fyrir mistökin og skoraði sigurmarkið. Margir góðir punktar í leik okkar manna. Ég held að það sé alveg hægt að prófa Borini og Balotelli í næsta leik.
ÁFRAM LIVERPOOL
Ég bara trúi ekki hvað geðsveiflan getur breyst á nokkrum minutum. Ohhh hvað mér liður vel akkurat núna !
Túre var seigur í kvöld sem og Johnson. Kútur litli samt lang lang hættulegastur sóknarlega. Balotelli breytti gangi leiksins og fær stórt hrós
Enn ströglar Liv, og þeir ná bara ekki góðri spilamennsku, allt frekar tilviljunarkennt en náðum að vinna og nú heimtar maður að liðið fari að hrökkva í gang og spili FÓTBOLTA.
Verður ekki að gefa Borini smá traust og leyfa honum aðeins að spreyta sig. Hann hefur aldrei fengið almennilegt RUN í liðinu – það er staðreynd. Mér fannst baráttuandinn og krafturinn í honum frábær í þessum leik en auðvitað vantaði eitthvað upp á gæðin enda leikformið ekkert og stressið við að gera mistök extra mikil þegar þú verður að eiga nánast fullkomin leik til að eiga líflínu í liðið í framhaldinu.
Coutinho góður og skotin fara að detta inn hjá honum. Liðið að spila sæmilega en samt einhvern vegin ekki margir að eiga mjög góðan leik. Hendo í smá lægð, Manquillo ekki að komast almennilega upp kantinn, Markovic stressaður við að gera mistök og keyrir lítið á varnirnar. Ef menn fara að detta almennilega í gírinn þá gæti þetta farið að slípast saman.
En samt sem áður mjög góður sigur á sterku Swansea liði og nú fer Balo að detta inn. Held meira að segja að það hafi komið smá brosvipra eftir markið þó hann hafi reynt að halda kúlinu eins og hægt var.
Tek allt til baka sem ég hef sagt slæmt um Balotelli!!! Næstum því allt 😉
Sælir félagar
Coutinho besti maður liðsins í kvöld og með þessu áframhaldi fer hann að verða verulega hættulegur. Það var líka gaman að sjá Borini þó hann sé ekki sérstaklega góður í fótbolta. Hann barðist og reyndi og vildi svo mikið. Það er gaman að sjá svona hug og svona hjarta þó betra væri að meiri hæfileikar fylgdu. Balo með góða innkomu og Lovren (!?!) guð minn góður. Ég held að hann hefði verið seldur fyrir slikk á morgun ef hann hefði ekki skorað þetta mark.
Það er nú þannig
YNWA
Flottur sigur í kvöld og alveg verulega gott að heyra völlinn springa af gleði þarna í lokin og láta You’ll never walk alone glymja upp í loftið og dreifa gleðinni.
Mark Swansea ræðst að mínu viti af frábærri afgreiðslu Emnes, boltinn hrekkur asnalega af Lucas og heildarmúvið á okkar mönnum var ekki endilega gott. Veit ekki hvort ég vill að hafsentinn minn rjúki í senter sem stendur skáhallt á markið líkt og Emnes karlinn gerði. Þetta var eini punkturinn sem hann mátti hitta boltanum á og það gerði hann, að mínu viti meiri hans gæði en skelfileg varnarvinna.
Mér fannst flæðið í leik liðsins flott fyrstu þrjá fjórðunga vallarins en á þeim síðasta voru þau hins vegar ekki nægileg. Markovic fannst mér vinna á og geri mér enn vonir um að hann muni ná að skipta okkur máli í vetur. En hann er ennþá ragur í mörgum aðstæðum en það að sitja brosandi í klefanum eftir leik veitir honum sjálfstraust.
Jöfnunarmarkið okkar vakti mér gríðarlega gleði, gæðin í fyrirgjöf Borini voru mikil, tímasetning Balo og afgreiðsla bar það ekki með sér að þar færi gaur með lítið sjálfstraust. Það gladdi mig síðan mikið að hann var ekki með neinn hávaða í fagninu, hljóp bara inn í markið og sótti boltann. Semsagt, hann virkaði yfirvegaður á mig ef það er hægt 😉
Auðvitað var þetta soft rautt spjald en glætan að ég svekki mig á því. Sigurmark djúpt í uppbótartíma og léttir Lovren var gríðarlegur, auðvitað á markmaðurinn mikinn þátt í þessu en afgreiðslan var frábær og mun hjálpa honum.
55 – 45 í posession, 20 – 8 í skotum og sigur er bara meira en ég svosem bjóst við, hvað þá að lenda undir og halda áfram til enda. Það er karakter sem mun vonandi nýtast.
Algerlega sammála vali á manni leiksins og geri mér enn vonir um að þessi strákur muni nýtast okkur, orkan og ákafann fíla ég þennan veturinn…og ég vona líka að við fáum heimaleik í 8-liða úrslitum sem gæfi okkur séns á undanúrslitaleikjum hið minnsta. Það þarf að búa til sigurtilfinningu og hún verður til með……sigrum!
Mikið óskaplega sem sigur í fótboltaleikjum liðsins míns gleður mig nú ennþá, þó sé í Kapítalsbikarnum!!!
Flottur sigur, góð stjórn á leiknum en skerpan frammi er náttúrulega lítil.
Neikvæða dæmið: Markó er bara engan veginn nógu góður, sorrý það sjá það allir.
Lambert er alveg búinn á því, hreyfingalítill, seinn í viðbragði og hrikalega hægur, kallræfillinn.
Manquillo er ekki tilbúinn til að taka mann á og gefa fyrir, vonandi kemur það hjá gutta.
Allt annað var bara þokkalegt alveg, meira að segja öfugur Glen, kúturinn og Kolo þó sýnu betri en aðrir.
Það allra besta við þennan leik var tvennt:
Engin framlenging, Gerrard og Sterling í heita pottinum.
Sturridge, þú ert í bænum mínum.
Tökum svo KR-ingana næst.
YNWA
Flott sigur. Borini kom sterkur inn og gerir tilkall í byrjunarliðssæti í næsta leik. Aðrir áttu ágætis leik en sjálfsagt vilja Markovic og Lambert gleyma þessum leik fljótt. Auðséð að báðum skortir sjálfstraust.
Ánægður að sjá Balotelli koma inn og skora mark. Akkúrat í þessari stöðu inní boxinu nýtast styrkleikar hans best. Vonandi að BR spili með Borini frammi með honum í næsta leik þannig að Balotelli geti leyft sér að vera meira inní teignum. Var líka ánægður að sjá viðhorfið hans þegar hann skoraði. Í stað það þess að taka Van Persie á þetta og rífa sig úr treyjunni og eyða mikilvægum tíma öskrandi úti við hornfána, þá fór hann og sótti boltann í markið. Með því sendi hann liðsfélögum sínum skýr skilaboð þ.e. Sigur í venjulegum leiktíma. Það réði úrslitum þegar uppi var staðið.
Óska andstæðingurinn er Chelsea heima í næstu umferð. Það er alveg ljóst ef að við förum áfram þá erum við alltaf að fara mæta þeim í tveimur undanúrslitaleikjum eða úrslitaleik, þannig að það er sjálfsagt besti kosturinn að fá þá heima næst.
Eftir að Borini átti fyrirgjöf á Balotelli í jöfnunarmarki Liverpool áður en Lovren skoraði sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma ætlar Labbi í Glóru og félagar í hljómsveitinni Karma að halda tónleika annað kvöld, fengu innblástur við lestur síðasta þráðar 🙂
Þetta stefndi í að verða enn einn leikurinn þar sem sóknarleikurinn var máttlaus og varnarleikurinn samur við sig en endinn gæti gefið þessu liði töluverðan kraft upp á framhaldið, hlaðborð af jákvæðum hlutum.
Jákvætt
– Þetta var nú ágætur leikur hjá okkar mönnum, pressan lengst af fín og liðið hélt loksins boltanum innan liðsins.
– Borini fékk sénsinn í dag og spilaði Dirk Kuyt stöðuna ágætlega. Hann hefur aldrei fengið séns hjá Liverpool nokkra leiki í röð án þess að meiðast. Hann var góður hjá lélegu liði í fyrra er hann var kominn í leikform og ég skil ekki hvernig hann kemst ekki einu sinni á bekkinn hjá okkar mönnum sem hafa verið afleitir sóknarlega í vetur. Það getur varla haldið áfram eftir þennan leik. Gríðarlega duglegur og endaði leikinn með flottri stoðsendingu. Hann er með passion sem maður vill sjá hjá öllum leikmönnum.
– Balotelli skoraði! Guð má vita hvort þetta geri eitthvað fyrir hann á næstu vikum en guð minn góður hvað honum vantaði að skora. Ekkert nema jákvætt.
– Coutinho hefur rankað við sér. Flottur í dag og virðist vera að finna sig aftur eftir afleita byrjun á tímabilinu. Hlakka mikið til að sjá hann þegar Sturridge kemur aftur eða með tvo framherja til að senda á. Hefur alla burði til að verða einn besti leikmaður félagsins á næstu árum.
– Lovren var hetjan. Kannski gerir sigurmark ekki mikið fyrir miðvörð en ég trúi ekki að það skaði Lovren að vera hetjan á Anfield Road eftir erfiðar fyrstu vikur hjá félaginu. Stundum þarf bara eitthvað að detta með þér og þetta var vonandi það hjá Lovren.
– Engin framlenging. Það liggur við að maður hefði frekar viljað tapa en að fara í aðrar 120.mínútur í deildarvikar m.v. leikjaprógrammið.
– (Viðbót fyrir Magga), Glen Johnson var mjög góður í dag í bæði vörn og sókn og það þrátt fyrir að vera vinstra megin. Þetta var nokkurnvegin gefið eftir umræður í kjölfar upphitunarinnar.
Neikvætt,
– Nenni ekki að týna margt til en tek eitt frá þessum leik, Markovic. Þetta er miklu betri leikmaður en þetta og hann þarf sannarlega að fara stíga verulega upp, afskaplega slappur í dag sem er í takti við aðra leiki hans fyrir okkar menn. Vonandi bætir hann sig líkt og Sterling gerði á seinni hluta síðasta tímabils, hann hefur hæfileikana til þess.
Jæja, maður verður nú að njóta þess þegar við sigrum. Þetta snýst nú allt um það in the end.
Vorum ágengir í byrjun og hefðum átt skilið að skora. Það var týpískt að fá þetta mark á sig, kom ekkert á óvart þrátt fyrir að þeir væru ekki búnir að eiga nein færi.
Mér fannst nokkrir líta vel út í kvöld td. Coutinho og Borini. Þeir voru allan tímann að horfa á markið. Frábær sending frá Borini. En sá sem kom hvað mest á óvart var Johnsson, hann var bara að spila vel þarna vinstra megin. Hefði væntalega ekki litið jafnvel út hægra megin, hefði ekki ráðið við hraðann. Ekki frekar en Manquillio gerði.
En hvað um það. Átta liða úrslit framundan – koma svo. Það er alltaf hátíð þegar Liverpool fer á Wembley 🙂
Eitt að lokum, Gummi Ben. Gummi Ben gerir svona leiki að skemmtun hvursu lélegir sem þeir eru. Óli gefðu þessum dreng fálkaorðuna, reddar skammdeginu hérna á fróni 🙂 Það ætti að láta hann lýsa öllum leikjum í öllum íþróttum punktur
Hahaha
Sammála flestu sem Babú kemur með. Varð fyrir miklum vonbrigðum með Markovic, eins mikið og ég var spenntur fyrir honum. Hann virðist ekki þora taka af skarið þegar hann er með boltann. 20mp er svolítið mikið fyrir leikmann með ekkert sjálfstraust. Vonandi tekur hann Sterling á þetta.
Þrátt fyrir að vera pínu ósáttur með spilamennskuna að þá ætla ég bara að gleðast því að hafa unnið þennan leik, enda snýst þessi íþrótt um það.
Annars er ég nokkuð sáttur með að Liverpool hafi selt Shelvey. Hann virðist ekki hafa tekið til í hausnum á sér eftir að hann fór.
Tókuð þið samt eftir því hvað Glen Jonhson var flottur í vinstri bak? Mér finnst hann virka mun betur vinstra megin. Hann vandar sig betur og er minna kærulaus. Ég man varla eftir sókn Swansea upp hægri kantinn. Þeir reyndu aðallega að sækja á Manquillo sem skilaði reyndar sínu vel.
Og nú hlýt ég að fá Kop.is verðlaunin fyrir að hrósa Glen 😉
Sammála Babu í flestu.
Fannst Coutinho vera sprækur, var að ná að skapa sér pláss þó svo að síðasta sendinginn heppnaðist ekki alltaf þá reynir hann þó og þorir.
Johnson fannst mér eiga góðan leik ásamt Manquillo.
Markovic greyjið, virðist ekki alveg vera með jafnvægispunktinn eða styrkinn til þess að nýta þennan hraða. Þarf ekki nema að hnerra á hann þá fellur hann við.
Sá gott viðtal við Sterling fyrir nokkrum vikum. Þá talaði hann um að hlutirnir breyttust hjá honum þegar hann settist niður, ásamt umboðsmanni sínum, og fór að skoða muninn á því hvað hann var að gera með U18, U21 og með aðalliðinu. Þegar hann var að spila með unglingaliðunum þá fékk hann boltann og keyrði á varnarmennina og reyndi að láta eitthvað gerast. Með aðalliðinu þá klappaði hann boltanum oft einu sinni eða tvisvar og valdi svo örugga kostinn – sendingu til baka. Við vitum svo framhaldið.
Ég trúi því og treysti að Markovic komi til með tíð og tíma. En guð minn góður hvað hann verður að fara gera eitthvað öðruvísi. 20mp á að vera fyrir eitthvað meira en bara efni. Þú átt að geta komið með eitthvað til liðsins umfram Victor Moses vin okkar.
Annars góður sigur, vorum betri í pressu en við höfum verið í langan tíma. Vantaði bara sjálfstraustið fram á við til þess að skapa meira / slútta meira. Sérstaklega ánægður með að sleppa við þessar 30 mínútur – Newcastle, Real og Chelsea bíða.
Ég held að menn séu nú ansi fljótir að afskrifa Markovic eftir hvað, 3 leiki með liðinu? 20 ára leikmaður og landsliðsmaður Serbíu. Hann er þrælflott efni og þótt hann eigi ýmislegt ólært í hreyfingum og ákvarðanatöku þá er hann með fínar snertingar og eldfljótur. Þá er þetta undir þjálfaraliðinu komið að gera alvöru leikmann úr honum. Fínt að hann fái leiki sem þennan til að koma sér í takt. Þá þarf hann líka að fá leiki með U-21 liðinu.
Mér fannst Coutinho vera allt í öllu í sóknarleik liðsins. Flott að sjá hvernig hann losar sig út úr vandræðum trekk í trekk og kemur með magnaðar sendingar. Sama má reyndar segja um Henderson. Lucas var síðan mjög solid og ég vil sjá meira af honum, sérstaklega í erfiðum leikjum eins og gegn Real Madrid. Rodgers verður einfaldlega að breyta aðeins um taktík í slíkum leikjum og spila með tvo djúpa á miðjunni.
Ég vil ekki kenna Lovren einum um markið, því Kolo Toure karlinn rauk út úr línu til að fara í Shelvey að mér sýndist og skildi eftir aragrúa af plássi, en Lovren var vissulega mjög seinn að færa sig til. Sammála því samt að afgreiðslan hafi verið frábær hjá Emnes.
Allt í allt þolanlegur leikur – nokkuð gott úti á velli en vandræði við bæði mörkin. Eitthvað sem við höfum séð áður og við höfum líka séð Brendan Rodgers og hans fólk leysa úr slíkum vandræðum, amk. við annað markið. Vonum að þetta verði vendipunktur á tímabilinu.
Flottur sigur á góðu liði Swansea þótt leikmenn sem hafa ekki átt fast sæti í sínum liðum væru í byrjunarliðunum.
Er sammála því að mínuturnar fram að marki hafi verið rólegar en ég tek það ekki af okkar mönnum að þeir hafi ekki reynt menn reyntu á fullu en fundu ekki glufur á vörn Swansea.
Johnson var virkilega öflugur í dag og öruggur í sínum aðgerðum og Manquillo komst vel frá sínum leik þótt Úrugvæin í liði Swansea var að herja á hann allt kvöldið. Það kom slatti af flottum krossum frá Spánverjanum sem hefðu getað nýst með aðeins meiri grimmd í teig anstæðingana.
Er ósammála að Lovren hafi verið hörmulegur í leiknum fannst hann ekki stíga feillspor fyrir utan það að hann hefði getað ef til vill sett meiri pressu á skotið sem markið kom úr þá held ég að hann hafi verið of langt frá.
Toure var nokkuð góður með honum,
Lucas komst fínt frá sínu sem og Henderson.
20 mill punda maðurinn Markovic átti erfiðan dag var einhvern vegin aldrei almennilega inní leiknum. Meigum samt ekki afskrifa hann hefur eingöngu byrjað 3 leiki fyrir LFC og er 20 að aldri og bikarinn er akkúrat rétti staðurinn fyrir menn að venjast nýju liði.
Þá er það maður leiksins Kútinjo þvílíkar hreyfingar með bolta, hann var ákveðin að sýna hvað í sér býr og var óheppinn að skora ekki í kvöld og bjó til pláss og færi fyrir liðsfélagana og aukaspyrna hans rataði á Lovren.
Lampard hélt boltanum vel þegar hann fékk hann en kom sér aldrei í færi þannig séð.
Borini næst besti maður vallarins barðist einsog ljón og lagði markið uppá Balotelli
Balotelli flott mark og vonandi kemur þetta honum í gang og BR sjái það að Balo þarf center með sér, get ekki beðið eftir að Sturtidge komi til baka og Balo við hlið hans.
Gleymdi aðeins Borini. Hann var fínn í þessum leik. Fer þó í taugarnar á mér hvað hann liggur mikið. En baráttan og krafturinn í honum er til fyrirmyndar og hann átti ágætis árásir á markið. Held að hann og Balotelli ættu að byrja næstu leiki með Gerrard, Henderson, Coutinho og Sterling fyrir aftan þá.
Mér sýndist Shelvey hafa skallað Balo í aukaspyrnu í kjölfar rauða spjaldsinns í uppbótartíma og hann lá í grasinu í nokkar sekondur, svo rifust þeir víst í leikslok liklega vegna hins atviksins, er eiithvað til í þessu og hafið þið eitthvað heirt um þetta.
#32 Ívar Örn
“Mér fannst Coutinho vera allt í öllu í sóknarleik liðsins. Flott að sjá hvernig hann losar sig út úr vandræðum trekk í trekk og kemur með magnaðar sendingar”
Coutinho var fáránlega góður í þessum leik.. þaaaangað til kom að því að senda helvítis tuðruna og skjóta á markið. Sem gerir þá allt þetta góða svo ótrúlega tilgangslaust. Hann reyndi svona 20 ,,úrslitasendingar” í þessum leik og þær klikkuðu ALLAR. Að auki er hann einn allra slakasti skotmaður sem hefur klætt sig í Liverpool treyju og sannaði það enn og aftur í þessum leik.
Hann var mikið í boltanum og gerði margt alveg ótrúlega vel en þegar að það kemur ekki nokkur skapaður hlutur út úr því að þá er það alveg óþooolandiii. 1 af hverjum 10 skotum fer á markið, 1 af hverjum 10 skotum sem fer á markið slysast inn og max 1 af hverjum 30 úrslitasendingum heppnast. En þangað til að hann reynir skot eða úrslitasendingu er hann oft alveg magnaður.
Og það að menn séu að biðja um meira af Borini og Lucas sýnir hversu ofboðslega illa statt þetta lið er.
Er ég einn um það að vilja Kolo Toure í byrjunarliðið í stað Skrtel á móti Newcastle um helgina? Fannst hann virka mjög solid í dag, þ.e.a.s. solid á Skrtel-mælikvarða.
hvaða neikvæðni er þetta í pistlahöfundi… Mér fannst þetta bara fínasti leikur.
Coutinho alveg magnaður fram á við þó smiðshöggið hafi vantað
Fyrsta Liverpool comment hérna inn, ég er samt buinn að lesa allt sem kemur hingað inn og það sem mig langaði að benda á var Borini og Kátíníú voru svo langt um bestu í dag.
Bolotelli skoraði i kvöld útaf því að Borini sendi 100% bestu sendingu sem þú getur fengið sem striker.
Kútíníú fær boltan alltaf frá öllum og labbar fram hjá 1 manni 90% og það sást i kvöld hversu góður hann er að fá boltan og horfa upp… sem 140.000 þúsund punda viku glen nokkur jonsons getur einfaldlega ekki….
Fengum smá heppni smá öskur og fengum loksins stúkuna með okkur eftir markið… að heyra lætinn á vellinum á Ísland – Holland þá loksins skilur maður hvað 12 maðurinn gerir og það var það sem gerðist eftir að Bolotelli skoraði.
Næsti leikur takk og sjáumst i paris 2016 🙂
#36 Hoskulds. Èg sendi þèr tvö grömm með hugleiðslu með kosmósnum og kveiki à smà jàkvæðniskerti þèr til heiðurs. Um leið er það einlæg von mín að þú leyfir stuðningsmönnum Liverpool að njóta þess að vera komnir í àtta liða úrslit deildarbikarsins.
Eitt sem ég gleymdi að ræða. Hvar er Suso? Afhverju fékk hann ekki tækifæri í dag? Er einhver að skilja þetta?
Hann er meiddur, Siggi. Verður frá amk fram í jan.
Held að það hafi komið fram í seinustu þremur leikskýrslum (í athugasemdum) að Suso er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.
Mér myndi finnast skemmtilegt að heyra lýsingu Kristjáns Atla á fyrstu 85mín leiksins. Var slökkt á sjónvarpinu þangað til hjá þér?
Þessi leikur var einfaldlega með þeim betri sem liðið hefur spilað á þessari leiktíð (er ekki að segja að hann hafi verið season 13/14 góðir, en…) þar sem menn voru að stíga upp. Persónulega fannst mér Borgini, Lucas og Coutinho okkar bestu menn og eru Kolo Toure og Johnson ekki langt frá því líka.
Það er svo langt síðan að menn sáu Lucas í þessu hlutverki (eða í liðinu yfir höfuð) að menn eru búnir að gleyma því hvað hann getur gert. Það var hrikalega gaman að sjá hvernig hann óð í Emnes og Gomis í fyrrihálfleik og fyrrihluta seinni og reif af þeim boltan. Hrikalega vanmetinn í leiknum í gær.
Borini á skilið byrjunarliðssæti um helgina gegn Newcastle. Þessi kraftur og vinnusemi skilar mönnum yfirleitt þangað og hann sýndi það í dag að hann á það skilið.
Það þarf svo eiginlega ekki að ræða Coutinho neitt, þetta var svona leikur eins og hann átti í fyrra…hann tók 1 – 3 menn á, snéri á þá alla en það vantaði hreifanleikan framávið til þess að klára þetta hjá honum.
Varnarlínan var þokkalega solid í dag, Manquillo klárlega veikasti hlekkurinn í dag en það kemur kannski til vegna þess að Monk lagði það þannig upp. Mikill meirihluti sókna Swansea komu upp vinstri vænginn þar sem ungi bakvörðurinn var og öldungurinn Toure. Johnson átti flottan leik sem og Lovren. Það á ekki að hengja hann fyrir þetta mark, er alveg sammála Magga #23 þar. Smá snerting þarna og það er víti og rautt (klárlega verið að ræna upplögðu marktækifæri).
Lazar var á fullu allt fram að því að hann var tekinn útaf en það kom lítið útúr honum í þessum leik. Menn hérna inni muna auðvitað einungis eftir því að hann ,,slæsaði” boltann vel framhjá í fyrrihálfleik og því að hann skoraði ekki úr hinu færinu sínu. Hann á alveg skilið fleiri leiki, mögulega innkomur, því hann er einungis tvítugur. Það geta ekki allir verið Raheem Sterling og stigið upp svona ungir.
Lallana geri lítið sem sinni innkomu nema að friska aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu.
Lambert var sprækur, var að búa til færi fyrir liðsfélagana með því að halda boltanum með mann og mark bakvið sig. Hann er enginn hlaupari, það var alveg vitað fyrir svo þetta er hans framlag. Hann getur skotið, skallað og gefið hann á samherja, er það ekki bara fínt?
Balotelli átti svo flotta innkomu sem skilaði marki og persónulega fannst mér eins og hann hafi losnað við eins og eitt stk Anfield af herðunum….
_____
Tvær pælingar:
Var Kolo Toure að spila sig inní varnarlínu liðsins?
– Hann lét ekki fífla sig 1 vs 1, hann var mjög öruggur þegar kom að því að bera boltan upp völlinn og tók alltaf réttar ákvarðanir, nákvæmlega sá maður sem okkur vantar inní þessa vörn?
Brad Jones vs Mignolet?
– Jones átti flottan leik fyrir okkur í dag, varði aukaspyrnu Shelvey afskaplega vel og slóg hana út úr teignum, ekki að neinum sóknarmanni, sem og varði skalla Gomis (að mig minnir) eftir hornspyrnu. Hann var, eins og gefur að skilja, stressaður með boltan á jörðinni þar sem hann þurfti að sparka en það er eitthvað sem kemur með auknum leikjum.
– Var hann nægilega solid til þess að ,,challenge-a” Mignolet?
YNWA – In Rodgers we trust!
Mér leið einhvern veginn svona þegar Balo skoraði https://www.youtube.com/watch?v=hPP7tIAItSM
Eftir nætursvefninn renndi ég aftur yfir leikskýrsluna. Hún er í neikvæðara lagi hjá mér en það á sér góða útskýringu: þar til á 85. mínútu var ég tilbúinn með reiðipistil vegna þess hve illa liðið væri að spila og hve lélegur sóknarleikurinn væri. Ég var búinn að fletta upp tölfræðinni, sækja myndir og gera allt klárt fyrir almennilegan reiðilestur…
…svo skoraði Balotelli og tíu mínútum síðar var ég að fagna sigri og þurfti að skrifa sigurskýrslu. Það er erfitt að skipta svona á milli gíra þegar maður fjallar um leiki strax eftir lokaflautið. 🙂
Mig langar að minnast á tvo leikmenn sem fólk hefur verið að hrósa hérna. Ég er sammála öðru hrósinu, ekki hinu:
Coutinho var ekki nógu góður í gær, fannst mér. Það er hægt að hrósa honum fyrir margt en á meðan hann ekki bætir lokasendinguna eða skotið hjá sér er erfitt að treysta of mikið á hann sem burðarás í þessu liði. Fyrir utan aukaspyrnuna sem Lovren skoraði úr í blálokin skilaði Coutinho einfaldlega engu í þessum leik, þrátt fyrir að vera mikið með boltann, þrátt fyrir að vörn Swansea réði ekkert við hann, þrátt fyrir urmull tækifæra til að eiga almennilegt skot og/eða leggja upp á samherja.
Hann er svo góður en hann verður að gera betur. Þetta er samt betra en vonlaus spilamennska hans í ágúst og september þannig að ég hef ekki áhyggjur. Þetta var ekki nógu gott í gær en hann er að lifna við.
Johnson var alveg frábær í gær. Ég vildi helst engum hrósa en í dag finnst mér að ég hefði átt að gefa honum nafnbótina Maður leiksins frekar en Borini. Johnson var að berjast við Nathan Dyer, einn af aðalmönnum Swansea og þeirra markahæsti maður í vetur (ásamt Wilfried Bony) og hann slátraði honum gjörsamlega. Ég held að Dyer hafi einu sinni sloppið upp fyrir hann og í fyrirgjöfina.
Sóknarlega var Johnson góður eins og venjulega en ég var aðallega ánægður með varnarvinnuna hjá honum. Flottur leikur hjá gamla.
Svona, aðeins meiri jákvæðni í mér. 🙂
Hahahaha…hló alveg upphátt þegar ég las þetta Kristján Atli.
Ég var í þessari stöðu í síðustu umferð gegn Boro’ – var þá kominn langleiðina með sigurskýrslu þegar Sterling gaf markið góða og í hönd fór vítaspyrnukeppni dauðans…varð að tæta í mig endir skýrslunnar og rokka stanslaust fram og til baka með þetta í vítakeppninni…ákvað eiginlega eftir það að maður þarf bara að skrifa skýrslu þegar búið er að flauta af.
Annars er ég algerlega sammála þessum tveimur punktum þínum, Coutinho vantar þau 5% sem munu svo gera hann að alheimsstjörnu í anda Kaka, en ég er á því að það verði og Johnson var frábær í gær.
Varðandi umræðuna um Lazar Markovic þá er auðvitað galið að ætla að halda það að þó hann kosti 20 milljónir punda þá bara gangi hann beint í liðið. Á núvirði er hann ódýrari en t.d. Ronaldo var þegar hann kom til United og sá hrökk nú ekki í ótrúlega gírinn fyrr en nokkrum mánuðum, jafnvel árum, síðar. Mér fannst hann ragur í byrjun en síðan vinna sig á og það er mjög gott að fá fleiri leiki í þessari keppni til að nota á þann hátt sem við gerðum í gær. Alvöru leikir er það sem þessir strákar þurfa.
Og nei, Brad Jones slær ekki Mignolet út en er fínn varamarkmaður. Ég skora á ykkur sem ergið ykkur mest á Simon að lesa kommentin sem Schmeichel hefur verið að láta falla í viðtölum í kjölfar kjánalegra kommenta Neville og Carra eftir Everton leikinn, þar er toppurinn auðvitað að hann taldi ekki eiga að hlusta á álit bakvarða á markmönnum.
Schmeichel tekur gagnrýni þeirra félaga vegna marks Jagielka sem gott dæmi um það bull sem sett er fram um markvörslu og þar er ég honum algerlega sammála, ekki svo síst þar sem hann telur Simoni það til tekna að virðast ekki láta það á sig fá að vera “slátrað” (orð Schmeichel) á Sky í mánudagsþættinum.
Jákvætt í dag og svo að secret-a fínan drátt, heimaleik sem skilyrði, væri frábært að fá reynslu af undanúrslitaleik á Anfield inn í hópinn og fyrir stjórann. Hvað þá Wembley-ferð!
Fylgdist með leiknum með öðru auga í vinnunni svo maður sá ekki alveg eins mikið og maður hefði helst viljað. Engu að síður þá fannst mér það sem ég sá til vera nokkurs konar framhald á því sem við sáum t.d. í leiknum gegn Hull um síðastliðna helgi.
Liðið var nokkuð þétt, boltinn gekk ágætlega á milli og allt það en á síðasta þriðjung vallarins stoppuðum við svolítið. Okkar mönnum gengur að því virðist voðalega brösulega að ná þessu loka touch-i í sókninni réttu hvort sem um ræðir sendingu, skot, hlaup eða rétta ákvörðun.
Borini fannst mér koma líflegur inn í þetta og skilaði mjög góðu dagsverki. Ég vona að hann muni fá annað tækifæri um helgina. Þessi fyrirgjöf hans var frábært og mikið var nú flott að sjá Balotelli og Lovren komast á blað með góðum mörkum. Það mun vonandi gefa þeim helling fyrir komandi átök.
Coutinho virðist vera að hrökkva í gírinn, Balotelli kominn á blað, vörnin er að mér finnst að bæta sig og menn eins og Borini og Markovic sýna framfarir. Í næsta leik detta Gerrard og Sterling aftur inn í liðið sem er flott, styttist í Sturridge og vonandi förum við að detta í gang af alvöru núna!
Ein smá pæling varðandi Coutinho og lokasendingarnar hans. Fannst oft í gær að hann hafi verið búin að sjá hlaupamöguleika fyrir aðra og sendi boltann í það svæði en aðrir í liðinu bara sáu þetta ekki og tóku því ekki hlaupið. Þetta er td. það sem Suarez og Sturridge voru svo góðir í á síðasta tímabili, að sjá þessa möguleika og taka hlaupið á réttum tíma. Voru ófá mörkin sem voru skoruð svona eftir frábæra sendingu frá litla kút.
Þetta er eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar er verið að dæma hann. Lambert er td. ekki maður til að taka svona hlaup, hefur ekki hraðann og Borini virðist ekki hafa þetta auga. (skal viðurkenna að maður hefur kannski ekki séð nóg til hans til að dæma um það. Horfði lítið sem ekkert á Sunderland í fyrra.)
Balotelli hefur þetta eins og Sturridger og þegar þessir þrír koma saman að þá verður bara gaman held ég. Hefur ekki verið að hjálpa Balotelli að vera einn uppi á topp heldur. Hefur sýnt sig að hann þrífst best með annan striker með sér og vona að það sé það kerfi sem koma skal hjá BR.
Er svo sammála kommenti hér að ofan með Gumma Ben. Það á bara að klóna gæjann og láta hann lýsa öllum leikjum í þessari stórkostlegu íþrótt. Hann gæti örugglega lýst skák og gert hana spennandi.
Flottur sigur. 😀 http://www.youtube.com/watch?v=SJUhlRoBL8M
100 % sammála Styrmi. Finnst stundum vanta á skilning eða hlaup til að það sem hann er að gera skili sér almennilega.
Hann er þó oft að reyna mjög erfiða hluti og kannski ekki skrýtið að það heppnist ekki allt.
Coutinho, Borini ??? ef það kæmi alltaf eitthvað út úr því sem Coutinho reyndi að gera værum við í ágætum málum. Skrítnar ákvarðanir stundum, og getur ekki skotið á mark. Hittir aldrei á rammann,,,,ein og ein slembilukka, .Sama með Hendo, bara ef þessir hefðu nú betri markheppni. Var orðinn þreyttur á Borini, sem ætlaði að gera allt sjálfur með stælóttum ákafa. Lucas ,,,,, ?
Finnst ég hafa horft á Liverpool spila í mörg ár án þess að fá sigurmark í uppbótartíma. Nú er ég búinn að sjá þrjá svoleiðis sigra í haust. Ég gæti alveg vanist þessu og held að liðið geri það líka. Sýndist þeir hafa fulla trú á sigri til loka og það skilaði sér.
Sælir félagar
Ég vil taka það fram að ég er ánægður með leikinn í gær og frammistöðu manna almennt séð. Þó þetta væri engin flugeldasýning þá var þetta nokkuð solid leikur hjá okkar mönnum.
Ég er ósammála Magga og fleirum með Lovren í markinu sem Swansea skoraði. Þá er ég ekki að tala um að Lovren hafi átt að hjóla í manninn. Það býður auðvitað bara uppá víti og rautt eins og bent hefur verið á. En að standa gersamlega hreifingarlaus og horfa á án þess að reyna að komast fyrir skotið er ekki boðlegt af varnarmanni sem á að leiða þessa vörn upp á næsta stig. Já og ekki boðlegt í varnarvinnu yfirleitt að láta menn algerlega óáreitta með boltann inni í teig. Lágmarkið er að reyna að trufla menn og/eða blokka skot sóknarmannsins. Þáttur Toure í aðdragandunumer svo bara önnur umræða.
Coutinho sem ég hældi í athugasemd eftir leik átti sinn besta held ég á tímabilinu án þess að ég vilji endilega deila um það. Hitt er alveg kristaltært að vinnusemi hans um allan völl og tilraunir og hugmyndir voru í góðu lagi. Framkvæmdin og/eða sameiginlegur skilningur á hlaupaleiðum og möguleikum gerðu það að verkum að ekki gekk allt sem skildi. Hann þarf að bæta skotin hjá sér verulega og þannig hefur það verið frá upphafi. En hann er greinilega að rétta úr kútnum og á bara eftir að bæta sig – vona ég.
Það er nú þannig.
YNWA
Sæl og blessuð.
Ég sá ekki leikinn í gær en vil samt taka það fram að vörnin var ekki trausvekjandi. Of oft sýndu varnarmenn hik og lélegar dekkingar. Flæðið á milli einstakra hluta vallarins var ekki nógu gott og menn voru of mikið að klappa boltanum. Þótt einstaka miðjumenn hafi verið sprækir og skapandi ollu nýju mennirnir í liðinu vonbrigðum. Hvenær ætla þeir að fara að sýna sitt rétta andlit? Lokin voru fjörugri og gefa enga mynd af leiknum í heild sinni sem var fremur bragðdaufur. Gaman að Baoltelli og Lovren skyldu skora. Þeir þurftu á því að halda.
Á laugardaginn stefnir allt í að ég missi af Newcastle rimmunni. Ég mun þó ekki láta það stöðva mig í að hafa skoðun á frammistöðu liðs og einstakra leikmanna.
Meira næst.
Góður Mr. Sverriz 🙂
Mín örfáu sent eru svolítið mikið lík þeim hjá SigKarli hér að ofan. Alveg ósammála þegar kemur að Lovren og markinu, finnst það einfaldlega ekki koma til greina að gera það sem Lovren gerði þar, eða í rauninni ekki, þ.e. hann gerði akkúrat ekki neitt heldur bara horfði á í makindum. Þó svo að hann væri á tánum, þá er ekkert þar með sagt að hann þyrfti að rjúka í manninn og keyra hann í jörðina, það eru fleiri options í stöðunni, eins og það bara að koma sér áleiðis fyrir hugsanlegt skot, ekki bara glápa.
Coutinho er svo sér kapituli út af fyrir sig. Var fullkomlega hræðilegur í byrjun tímabils, en hefur verið að bæta sig verulega. Leikurinn í gær hjá honum var þó að mörgu leiti langt frá því að vera góður og það skrifast ekkert mest á að samherjar hans skilji hann ekki. Margar af þessum lokasendingum hans voru einfaldlega skelfilega vondar og ekki einu sinni Bolt með nítrókút hefði náð þeim. Sama með skotin hans, alltof stórt hlutfall þeirra eru ansi vonlítil. En hann kann að klappa bolta, stundum reyndar fullmikið fyrir minn smekk, en leikinn er hann og góður á boltanum. Hef þó algjörlega fulla trú á að hann stígi upp á næstunni.
Lucas fannst mér svo verulega góður í leiknum, sá slatta af þessum gamla góða í gær og fer ég ekki ofan af því að það er mikið value í að hafa Lucas í svona standi til að covera fyrir Gerrard, ekki mörg lið sem hafa slíkt.
Johnson var síðan mjög öflugur líka, og eins og koma fram að ofan þá var hann að mæta einum hraðasta og mest in form kantara deildarinnar so far af þessu tímabili.
Ég var líka bara nokkuð ánægður með framlag Lambert í leiknum, átti flottar rispur inn á milli, hélt bolta vel og náði líka að sprengja aðeins upp eins og þegar hann átti fína fyrirgjöf eftir flottan leik, en það vantaði mann í boxið, eða öllu heldur að menn væru meira á tánum og væru komnir framar.
Borini var svo líka bjartur punktur í þessu, virkilegur kraftur í honum og ákefð. Stundum þurfum við bara á smá greddu að halda á kostnað kannski gæða. Hann var með greddu og var að reyna að smita útfrá sér. Oft á tíðum fannst mér liðið hálf sofandi, fyrir utan hann.
Annars heilt yfir bara fínn leikur og gleymum því ekki að Swansea stilltu upp ansi nálægt sínu sterkasta liði sem þeir höfðu möguleika á og hafa þeir verið á góðri siglingu í byrjun tímabils. Í heildina, gott skref í rétta átt og vonandi stórt skref í átt að góðu formi okkar manna.
Getum við ekki notað þennan leikmann? https://www.youtube.com/watch?v=RN-hQffNXi4
Held að það eina sem hefði verið rætt um á síðunni hefði verið rauða spjaldið ef það hefði fallið á hinn veginn hehe. Féll með okkur og ekki minnst á það í sekúndubrot…i like it
helginn #57
Ertu að tala um rauða spjalið á 90 mínútu?
Ég stórefast um að það hefði orðið stórt umfjöllunarefni hér í leiksskýrslu, ef leikmaður Liverpool hefði fengið að fjúka fyrir sömu sakir og Jones/Mignolet hefðu í kjölfarið farið í líka þetta flotta úthlaup sem markvörður Swansea fór í. Sé ekki að úrslitin hafi ráðist á þessu atviki.
Ef þetta rauða spjald hefði komið 80 mínútum fyrr þá hefði það vissulega orðið miðpunktur umræðunar, en rautt spjald á lokamínútu leiksins og svo gjöf frá markmanninum – ég sé ekki afhverju þetta ætti að vera aðalumfjöllunarefnið, nema auðvitað að gera því góð skil að um rangan dóm var að ræða.
Þetta rauða spjald var að mínum dómi bara rangur dómur, höfum nú fengið þá nokkra gegn okkur. Þetta kemur þó ansi seint í leiknum og hefði svo sannarlega farið að telja ef í framlengingu hefði komið. Hafði ekki mikil áhrif á þessar örfáu sekúndur af leiknum í gær, þar var fyrst og fremst um að ræða algjöra skitu hjá markverði Swansea.
Borini var frábær í þessum leik og þessi sending var stórkostleg, Coutinho og Johnson einnig góður en ég er ekki að fatta þenna Markovic, hann er bara ekki nógu góður fyrir Liverpool.
Colin Pascoe sá um fjölmiðla fyrir og eftir þennan leik og sagði nú strax í viðtali eftir leik að þetta spjald hefði ekki verið rétt. Hafði nú ekki mikil áhrif á þennan leik enda gerist þetta alveg í lokin og mark okkar kemur eftir afar Liverpool-leg varnarmistök gestanna. Eðlilega er þetta eitthvað sem við pirrum okkur ekki mikið á eftir leik enda meira þeirra að mótmæla þessu. Höfum svo sannarlega verið hinumegin við borðið líka.
Varðandi atvikið þá virkaði þetta fjandi hressileg tækling í fyrstu en auðvitað aldrei rautt þegar maður sá þetta aftur, dómarinn hefur bara einn séns á að sjá svona.
Annars varðandi markið sem Swansea skoraði þá er auðvitað alltaf pirrandi að fá á sig mark og hægt að röfla yfir varnarvinnunni en come on, það er ansi ódýrt að úthúða miðvarðaparinu fyrir þetta mark, boltinn dettur fullkomlega fyrir Emnes í teignum sem slúttar þessu frábærlega í fyrstu snertingu. Auðvitað áttu okkar menn að loka betur en þetta er alls ekki gott dæmi um þá varnarvinnu sem við höfum verið að pirra okkur sem mest á í vetur.
Sjá markið hér http://www.visir.is/umdeilt-rautt-spjald-og-sigurmark-i-uppbotartima-a-anfield-%7C-myndband/article/2014141028713
Flott úrslit og frábært að vera komnir í 8 liða úrslit.
Bestu tilþrifin voru þegar Jonjo Shelvey sagði við Balotelli að hann ætlaði að taka mynd af bílnum hans eftir leik. Si dovrebbe prendere una foto di me, stronzo.
Þessi leikur eins og framlengin af Hull leiknum. Við stjórnuðum leiknum en það vantar að reka smiðshöggið. Það var virkilega jákvætt að Balo myndi skora og það veitir honum vonandi sjálfstraust. Hann þarf samt að halda haus og vinna áfram í sjálfum sér. Lovren er líka eflaust ánægður með að vera hero í stað zero sem hann hefur svo gott sem alltaf verið þessa leiktíð. Vörnin hefur fengið sinn skammt af gagnrýni og hann þar að meðal hvað mest.
Ég er ekki sammála því sem ég hef séð skrifað hérna og gagnrýni KAR á Lovren þykir mér mjög undarleg. Shelvey er með boltann fyrir utan teig og Lucas er fyrir með manninn. Hinsvegar er Kolo Toure svo langt útúr stöðu og skilur eftir gat sem Emnes hleypur í. Fyrir aftan Lovren er hinsvegar annar maður sem gerir sig líklegan til að hlaupa inní gatið sem Lovren skilur eftir sig vegna þess að hann er að elta manninn sem Kolo á að vera dekka. Lovren hefði vissulega mátt vera nær manninum en þetta er ekki hans maður að dekka í upphafi. Slúttið hjá Emnes er svo frábært. Ekkert hægt að gera í þessu nema bæta samskipti. Lovren er ekki vanur að spila með Toure svo samskipti þeirri eru örugglega ekki uppá marga fiska.
En annars gott að vinna þennan leik og koma til baka. Sama þó þetta sé framrúðubikarinn. Ég vil geta horft á Liverpool sem mest og þetta leyfir mér það.
En aðeins um þetta tímabil so far. Þetta hefur kannski ekki verið það besta sem við höfum séð en af einhverri ástæðu er ég svo rólegur. Ég hef fulla trú á að með tímanum þá komi úrslitin sem við höfum verið að bíða eftir. Ég man þegar Rodgers var að byrja að þá spilaði liðið svona. Tímabilið 12/13 vorum við búnir að skora 12 mörk eftir 9 leiki, en núna erum við búnir að skora 13. Tímabilið 12/13 vorum við búnir að fá á okkur 14 en núna 12.
Þetta ákveðna tímabil 12/13 þá gekk illa fram að áramótum. Þá byrjuðum við að skora og spila mjög vel á köflum. Frá 30 des þar sem við spiluðum við QPR úti og unnum 3-0 og næstu 9 leiki eftir það skoraði liðið 28 mörk og voru óheppnir að vinna ekki Arsenal og City úti. Þetta var Arsenal leikurinn þar sem Henderson spólaði sig í gegn og skoraði og leikurinn gegn City þar sem Pepe Reina ákvað að fara í skógarhlaup og Aguero skoraði á ótrúlegan hátt. Þarna á milli komu samt leikir sem voru vonbrigði eins og 0-2 tap heima fyrir WBA.
Ég sé þetta tímabil vera mjög svipað og 12/13 tímabilið. Vegna fjölda nýrra leikmanna þurfa þeir að aðlagast nýju leikkerfi. Já 12/13 vorum við með 20 marka manna í Luis Suarez en ég hef svo mikla trú á Sturridge að ef hann myndi haldast heill gæti hann alveg verið með 20-30 mörk á tímabili í öllum keppnum. Þetta tímabil erum við hinsvegar með miklu meiri breidd og meira gæði á bekknum. Byrjunarliðið okkar gegn Stoke þann 7 okt 2012 var:
Reina
Johnson, Agger, Skrtel, Wisdom
Sahin (Assaidi), Gerrard, Allen
Sterling, Suarez, Suso (Cole)
Subs: Jones, Coates, Carragher, Cole, Henderson, Assaidi, Borini
Í liðið vantaði þarna Enrique, Lucas og Downing.
Liðið okkar 4. okt 2014:
Mignolet
Manquillo, Skrtel, Lovren, Moreno
Gerrard, Coutinho
Sterling, Henderson, Lallana
Lambert
Subs: Jones, Johnson, K Touré, Lucas, Borini, Balotelli, Markovic
Í liðið vantar Sturridge, Allen, Enrique, Emre Can, Sakho.
Við sjáum að þetta lið núna er mun betra en það sem við höfðum 2012. Sterling er ekki sami leikmaður, Henderson er ekki sami leikmaður, mér þykir Allen betri núna en hann var þarna. Þeir leikmenn sem vantaði þennan dag hefði einnig geta skipt sköpum, þá sérstaklega Sturridge.
Brotthvarf Suarez setur stórt strik í þetta en liðsheildin sigrar alltaf að lokum.
Treysti Brendan í þetta verkefni! Verðum Englandsmeistarar einhverntímann á næstu 5 árum!!!
YNWA!!
Þessi leikur minnti á spilamennsku liðsins tímabilið 2012-2013, liðið spilaði vel þar til kom að því að klára sóknirnar, þar vorum við steingeldir.
Jákvæðu punktarnir eru mun fleiri en þeir neikvæðu, loksins.
-Glen Johnson yngdist um 5 ár með því að færa sig yfir í vinstri bakvörð, átti frábæran leik.
-Liðið spilaði sem lið, ekki sem 11 einstaklingar.
-Lentum ekki í neinum major vandamálum þegar við þurftum að verjast föstum leikatriðum, það voru nokkur skipti sem Swansea fengu horn eða aukaspyrnur úti á kannti.
-Við skoruðum eftir fast leikatriði.
-Coutinho var frábær, síðustu snertingarnar hans voru kannski ekki alveg upp á 10 en hann er að komast í gang.
-Borini fannst mér mjög góður, vill sjá hann frammi með Balo í næsta leik.
-Kolo Toure af öllum átti bara sæmilegan leik, fannst samt óþarfi af honum að láta fífla sig þannig að han datt á rassgatið einhverntímann í seinni hálfleik.
-Liðið sýndi karakter, hann er þarna einhversstaðar þessi karakter sem var í liðinu allt síðasta tímabil.
-Balo svaraði gagnrýninni með því að skora frábært mark og sýndi metnað með því að sækja boltann strax og vildi klára þennan leik.
Neikvætt
– Liðið var hugmyndasnautt á síðasta vallarfjórðungnum.
– Markovic. Ég ætla samt ekki að apeshita yfir hann, nógu og margir búnir að því. En ég er á því að ég vill frekar að leikmenn taki sinn tíma í að aðlagast og vera síðan leikmenn sem gætu átt nokkur góð tímabil heldur en að leikmenn toppi í fyrsta leik og gera síðan ekkert meira (Riera gott dæmi).
– Markið. Eftir að hafa verið með yfirhöndina 90% leiknum var það típískt fyrir okkar lið að fá mark á sig, líka eftir röð atvika sem einhvernveginn duttu öll fyrir Swansea. Engum einum að kenna þetta mark. Toure veður út, Lovren stendur kyrr, Jones lokar augunum og svo framvegis. Þetta er skot sem ég hefði trúað Mignolet til að verja, þetta er það sem hann er góður í.
– Lambert og Lucas voru báðir frekar daufir, fannst samt gaman að sjá Lucas reyna skotin, sýndi smá sjálfstraust. Lambert er þungur og mér fannst hann tíndur allan leikinn.
Annars er þetta flottur leikur til að byggja ofan á. Núna er bara að halda áfram að spila mðe 2 framherja og leifa Sterlin og Coutinho njóta sín fyrir aftan þá, þá ætti þetta að fara að smella. Svo vonumst við bara eftir heimaleik gegn City eða Chelsea í næstu umferð.
#63
Ekki að það skipti öllu máli hver á klikkið. En Lovren verður aldrei saklaus í þessari varnarvinnu, hann er að horfa á boltann og er ekkert að spá í manninum sem er 2 metra frá honum. Þegar Toure fer að mæta manninum með boltann (sem fær hann eftir misheppnaða sendingu Jonjo) þá eru þeir tveir gegn tveimur eftir (Glen og Lovren). Lovren er allt allt allt of seinn.
Ef þið horfið á endursýninguna þá er Toure kominn 1-2 metra fyrir framan teiginn þegar Jonjo er með boltann. Þá er Lovren með markaskoraran. Jonjo á svo sendingu af Liverpool manni, þá gleymir Lovren sér.
Sést nokkuð vel hér:
http://www.youtube.com/watch?v=FR3qk02GEU0
af hverju fékk Jonjo þenna tíma fyrir framan vörnina,,afhverju var Lucas ekki kominn í hann/ eða pressaði betur til að trufla hann,,,finnst menn of seinir að pressa mann á bolta fyrir utan.
Eyþór það er alveg rétt að Lovren er ekki saklaus, enda sagði ég að Lovren hefði mátt vera nær manninum og þannig koma í veg fyrir þetta skotfæri. Hinsvegar eins og þú bendir á í þessu myndbandi þá er algjör óþarfi fyrir Toure að vaða út þar sem Lucas er með Shelvey. Hefði Toure staðið þá hefðu bæði Lovren og Toure geta verið í Emnes þegar boltinn dettur til hans.
En rétt er að Lovren sé ekki saklaus. En það sem mér fannst nú vera undarlegt er að benda á Lovren sem einhvern sökudólg í þessu þegar það er augljóst að Toure er að vaða útúr stöðu þegar hann þarf þess ekki. Þetta var bara eins og varnaleikurinn í heild sinni í vetur. Þegar einn maður gerir mistök þá gera hinir fyrir aftan svo oft mistök líka í stað þess að covera liðsfélaga sinn. Það kemur hinsvegar tímanum. Hjá bestu varnarliðunum, t.d. Chelsea, þá sjáum við að í þau fáu skipti sem Terry eða Cahill gera mistök þá er oftast næsti maður kominn til að covera fyrir þann sem gerði mistökin.
Sammála Birkir. Búið að vera svona hjá okkur allt of oft í haust/vetur. En þetta hafðist!
Sælir félagar
Ég nenni ekki að deila um þetta. Varnarvinnan í markinu var slök og Lovren á sinn þátt í því – þar með búið. Loveren hefur valdið vonbrigðum það sem af er leiktíðar og það er erfitt að bera í bætifláka fyrir hann. Hitt verðum við að vona að hann eigi eftir að ná sér á strik. Til þess þarf hann að sýna meiri einbeitingu og stjórn í vörninni. Þó á markamaður vor ef til vill sinn þátt í slakri vörn og líklegt er að einhver trúnaðarbrestur sé milli varnar og markmanns. En þetta hlýtur að fara að lagast – trúi ekki öðru.
Það er nú þannig.
YNWA
Miðað við hraunið sem ég hef gefið Johnson seinustu 3 ár að þá á hann skilið hrós fyrir leikinn í gær. Hann fór í gegnum leikinn villulaust og ég eiginlega vonast til að sjá hann í vinstri bakverði gegn Newcastle. Moreno hefur ekki beinlínis heillað mig fyrir utan Spurs leikinn og er alls enginn áskrifandi af þessari stöðu.
alltaf mætum við “litlu liðunum” þegar þau eru sem öflugust eins og aston villa i byrjun leiktíðar og svo newcastle næst sem voru að valta yfir city á ethiad
Bornmouth úti – gæti verið verra…
Virkilega sáttur að þurfa ekki að mæta Chelsea, Tottenham og Southampton úti.
Bournmouth eru samt búinir að vera á þvílíku runni í championship og eins og við erum að spila þá held ég að þetta verður erfiður leikur gegn liði sem mun selja sig dýrt.
útileikur á móti Bournemouth í deildarbikar. Hefði getað orðið verra
Þessi leikur var okkur til sóma. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!