Jæja, það hefur verið lítið um uppfærslur hérna á síðunni. Svo sem hefur lítið gerst, enda FA Cup helgi og Liverpool eru ekki með í þeirri keppni. Þó er leikur gegn West Ham á þriðjudaginn, sem gæti verið verulega spennandi.
En allavegana, svona þegar ég var að leita að einhverju efni þá rakst ég á þessa [ágætu grein](http://www.kopblog.com/blog/?p=40), sem fjallar um það hvað eigi að gera þegar að Momo Sissoko kemur aftur eftir meiðsli.
Það er alveg ljóst að í einhverjum leikjum mun Momo koma inn sem mikilvægur hlekkur, til að mynda gegn Barcelona á Camp Nou. En í deildinni hefur gengið afar vel að undanförnu með Gerrard og Alonso á miðjunni og Pennant / Garcia á kantinum. Það er því vafasamt að fara að breyta þeirri stöðu með því að færa Gerrard á kantinn. Hugsanlega mun Rafa nýta Momo í að einfaldlega hvíla annaðhvort Gerrard eða Xabi í einhverjum leikjum. Það gæti reynst mjög gagnlegt sérstaklega ef að Liverpool vinnur Barca því það er ljóst að Gerrard getur ekki leikið hvern einasta leik einsog hann hefur gert hingað til.
En allavegana, Momo kemur væntanlega aftur 3. febrúar á móti Everton. Og það er ljóst að hann mun skapa Rafa ákveðin vandamál. En það eru allavegana góð vandamál.
Ég sé endurkomu Momo ekki sem neitt vandamál, heldur blessun. Endurkoma hans gerir Rafa kleift að bæði hvíla Pennant og þá Gerrard og Alonso á miðjunni. Steve Finnan og Jermaine Pennant hafa spilað flestalla leiki hægra megin, Pennant hefur helst fengið að hvíla þegar Rafa hefur stillt upp 3-5-2. Nú er Luis García meiddur út tímabilið og því ljóst að Pennant mun spila helling út tímabilið, og þar sem Lucas Neill kom ekki mun Finnan fá litla hvíld. Á miðjunni hafa svo Alonso og Gerrard verið að spila helling en Momo gæti gert Gerrard kleift að færa sig út á kantinn í einhverjum leikjum og hreinlega hvíla nokkra leiki. Gleymum því líka ekki að Bolo Zenden er að koma inn úr meiðslum. 🙂
Svo er Momo bara svo hrottalega góður. 🙂
ég er ekki að sjá hvað menn sjá svo svakalega gott við Momo.
1) Hann fær mörg spjöld
2) Getur ekki sent boltann
3) Hvenær hefur hann ógnað eitthvað sóknarlega
4) Liðið spilar leiðinlegri bolta og skorar minna þegar hann er í liðinu
Liðinu hefur gengið mjög vel í fjarveru Sissokos, fyrir utan Arsenal leikina tvo. Annað hvort á Sissoko bara að setjast á tréverkið eða Rafa hreinlega smellir í 4-5-1 og lætur Momo og Alonso í MC og Gerrard fær aðeins frjálsara hlutverk rétt fyrir framan. Kuyt frammi og Bellers/Crouch svo næstir í goggunaröðinni, samt vill ég halda áfram með 4-4-2 vegna góðs gengið að undanförnu og sjá svo til.
Páló… Hefðir þú frekar viljað sjá Momo hjá litla bróður(everton)… Ekki ég !
Maðurinn er algjör snillingur… 22 ára og einn mesti harðjaxl sem hugsast getur – ég man ekki eftir neinum sem er jafngóður og hann, þ.e. í þeirri stöðu sem hann spilar…. hér var einhvern tímann sagt að “Ouchy” hefði verið fenginn til liðsins til að leggja upp mörk en ekki til að skora þau… Momo var fenginn til liðsins til að vinna skítaverkin, líkt og Makalele hjá Chelsea (og Real Madrid þegar hann var þar)
Ég hef ekki enn séð þann leik sem maðurinn hefur tapað í tæklingu… Hvað með þig, Páló ?
Ótengd þessum pistli…
Ég var að horfa á Chelsea-Nottingham Forrest í dag þegar ég festi augun á einu auglýsingaskiltinu sem á stóð: ChelseaFcMoney.com
Mér fannst þetta nú skondið með tilliti til allrar þeirrar gagnrýni sem liðið hefur fengið svo ég ákveð að prófa að fara inn á þetta. Hvað fæ ég? Jú, official heimasíða Chelsea er http://www.chelseafcmoney.com ! Eru þeir að gera grín að sjálfum sér eða hvað liggur fyrir þeim? Einhver sem getur frætt mig um þetta?
Tel ekki ólíklegt að Benitez spili með þá alla þrjá, og Pennant á Nou Camp, þ.e. í 4-5-1, með Sissoko, Alonso og Gerrard alla á miðjunni, einn mann uppi á topp (sem ætti að vera Kuyt finnst mér). Þá er þetta vandamál með hvernig hægt sé að stilla upp þessum þremur mönnum saman á miðjunni.
Gerrard fengi þá líka þetta algjöra frelsi sem hann þráir svo mjög.
Snorri, chelseafcmoney.com sendir þig beint á chelseafc.com :laugh:
Rétt URl á síðuna er: http://www.chelseafcmoney.com/mymoneypal/
Á víst að hjálpa aðdáendum (og hverjum sem vill nýta sér þessa þjónustu) að halda betur utan um fjármálin sín, og jafnvel bæta þau). Rætt um þetta hér: http://uk.news.yahoo.com/29042006/344/chelsea-fc-launch-money-website.html
já ég hef einmitt verið að hafa smá áhyggjur af endurkomu Momo, ekki vegna þess að líkar ekki við hann sem leikmann heldur vegna þess að ég hræðist uppstillinguna hjá Rafa.
Ég er á því að Momo sé mjög góður afturliggjandi miðjumaður en hann er líka mjög slakur sem framliggjandi miðjumaður. Hann er ekki að senda góðar sendingar, gefur nánast engar stoðsendingar þar sem hann tekur ekki eftir hlaupum framherjanna og er vonlaus skotmaður. En maðurinn er líka svakalegt baráttuljón og góður í tæklingum. Vandamálið er bara að í flestum tilfellum sem hann spilar, þá spilar hann með Alonso og þá spilar hann framar en Alonso og er þá kominn í stöðu framliggjandi miðjumanns og í þeirri stöðu vill ég ekki sjá hann. Momo og Alonso eiga einfaldlega að berjast um sömu stöðuna eða spila báðir þegar breyta á til í leikkerfum (vill samt helst sjá 4-4-2).
Fyrir nokkrum mánuðum síðan, yfir einum skelfilegum leik sagði ég við vin minn að ég vonaðist til að Momo myndi meiðast í smá tíma til að þvinga Benitez til að stilla Gerrard og Alonso inn á miðjuna (veit að þetta var ljót ósk, líkar ekki illa við Momo). Mér varð að ósk minni og spil liðsins hefur batnað til muna. En nú er spurning hvað Benitez geri þegar Momo kemur aftur, fer okkar spil aftur í sama farið??? Vona ekki, en það verður að nota Momo rétt, ekki bara troða honum og Alonso inn í 4-4-2 kerfi bara svo þeir geti báðir verið inná, þá vantar allt sóknarbit frá miðjunni (plís, ekki koma með tugguna um að Gerrard sé með frjálst hlutverk á kantinum, hann er búinn að sanna hvar hann spilar best).
Áfram Liverpool, Momo og Alonso en látum þá berjast um stöðu afturliggjandi miðjumanns :o)
Momo er einhver sá harðasti og sterkasti( líkamlegu tölurnar í FM tala sínu máli hehehe;)) en eins og þið segið ekki besti sendingamaðurinn í deildinni.. Hinsvegar er það ekki aðalmálið. Dugnaðurinn skilar honum langt, og það er það sem að er svo gott fyrir liðið.
YNWA
Páló og fleiri, þið eruð að gleyma því að það spilar enginn leikmaður alla leiki fram á vorið. Gerrard, Alonso og Pennant eru kannski að standa sig akkúrat núna þannig að Momo á ekki víst sæti í liðinu, en ef þeir þrír þyrftu að spila alla leiki fram á vorið yrðu þeir örþreyttir í marslok. Menn þurfa hvíld til að vera ferskir fram í maí þarf Rafa að rótera liðinu í einhverjum leikjum. Momo (og Zenden, að vissu leyti) býður upp á þá völ að Rafa geti hvílt miðjumenn án þess að liðið veikara fyrir vikið og slíkt er ómetanlegt.
Og jú, hann skorar minna en Gerrard og sendir ekki jafn vel og Alonso en hvorugur þeirra getur unnið þá varnarvinnu sem Momo vinnur. Lesið þetta aftur, varlega: hann er betri miðjumaður, varnarlega, en Steven Gerrard og Xabi Alonso. Ekki segja að hann sé gagnslaus bara af því að hann sé ekki jafn sterkur sóknarlega og þeir.
Sterkari varnarlega…. Í síðustu 13 leikjum okkar í deildinni höfum við fengið á okkur 4 mörk… sem skiptast þannig að Arsenal skoraði 3 á okkur og Blackburn eitt um jólin. Held við ættum að vera í góðum málum meðað við þessa tölfræði. En annars væri líka hægt að taka leik á móti Galata….. sem fór 3 – 2 með varaliðinu;) og Arsenalbikarleikirnir sem fóru illa… En kýs að gera það ekki;)
Annars er ég aðdáandi Momo’s… En auðvitað þarf hann að bæta sendingargetu og skotnýtinguna sína… En ég er nú ekki búinn að afskrifa leikmanninn enda ungur að árum ennþá.
Lifið heil.
22 ára strákur sem hefur ekkert nema tíma til að bæta sendingar og skotin sín. Á meðan þarf hann ekki að gera mikið meir en að vinna bolta á miðjunni og láta frá sér á næsta mann sem gengur nú alveg ágætlega hjá honum.
Frábær varnarsinnaður miðjumaður og mér finnst soldið asnalegt að vera segja að hann sé lélegur vegna þess að getur ekki skorað mark. Ég hef aldrei séð Makalélé gera sig eitthvað líklegan fyrir framan markið (fyrir utan einhverja undraþrumu um daginn)
Var einhver hérna að segja að Momom væri lélegur?
Hér voru menn bara að segja að hann væri, yfir það heila, ekki eins góður miðjumaður og Xabi eða Gerrard.
Ég er fullkomlega sammála því. En eins og þið segið þá er hann ungur enn og á bara eftir að batna, sem er virkilega gott fyrir liverpool liðið á næstu árum.
Samt sem áður, miðað við gæði okkar miðjumanna núna er hann 3 kostur á miðja miðjuna á eftir Gerrard og Xabi, því í hraða enska boltans verður miðjumaður að getað skilað boltanum mjög vel frá sér.
Minni menn á atriði 1) og 4). Momo er líklegur í hverjum einasta leik til að fá rauða spjaldið og liðið spilar leiðinlegri bolta með hann í liðinu og skorar minna.
Tölfræðin með hann í liðinu í deildinni á þessu tímabili: 4-1-4 og í þessum leikjum er liðið búið að skora 11 mörk sem gerir 1,22 mörk að meðaltali í leik. Liðið er í þessum leikjum búið að fá á sig 10 mörk = 1,1 mörk að meðaltali.
Tölfræðin án hans: 15 leikir. 10 unnir, 3 jafntefli og 2 unnir. 26 mörk skoruð (1,73 mörk að meðaltali) og 6 mörk fengin á sig (0,4 að meðaltali).
Það eitt sýnir mér að hann er ekki eins mikilvægur fyrir liðið og margir vilja meina.
Páló, það er vægast sagt mjög ósanngjarnt að taka svona tölfræði yfir einn leikmann í 11 manna liði og álykta út frá því um áhrif hans á gengi liðsins. Það er svo margt sem getur hafa haft áhrif á gengi liðsins í þessum leikjum annað en sú staðreynd að Momo Sissoko var inná.
Ef mig minnir rétt þá tímabilið sem við unnum Meistaradeildina þá var vinningshlutfallið betra án Steven Gerrard. Það dettur þó engum í hug að segja að hann sé ekki mikilvægur fyrir liðið.
Ekki þetta rugl! Momo er ungur snillingur á uppleið, það þarf ekkert að deila um það. Það er hrein unun að horfa á hann spila. Sívinnandi, hættir aldrei, alltaf til í góðar tæklingar og hann hefur ekki átt skilið öll þau spjöld sem hann hefur fengið. Hann er alveg búinn að bæta sendingarnar og markið fer svo að detta inn. Hann hefur verið gríðar óheppinn með skotin.
En auðvitað þarf hann bara að vinna sér sæti í liðinu núna eins og allir aðrir. Hann kemur eflaust fyrst inná bekkinn og grípur svo tækifærið þegar einhver er að spila undir getu.
Momo er frábær leikmaður og liðið mun betra með hann inn á. Á meðan við eigum ekki sterkari hægri kannt vil ég setja Gerrard þangað aftur.
Það er mun líklegra að það komi mörk frá Gerrard þegar hann spilar sem frjáls kantmaður heldur en sem miðjumaður. Það er nóg að bera tímabilið frá því í fyrra saman við þetta tímabil.
>Páló og fleiri, þið eruð að gleyma því að það spilar enginn leikmaður alla leiki fram á vorið.
Jú Finnan, Reyna, Carrager og Gerrard. Einhver af þeim mun spila alla leikina ef þeir verða heilir auk þess sem Finnan hefur spilað nánast alla hingað til. Við skulum líka ekki gleyma því að við erum dottnir úr tveim bikarkeppnum þannig að leikjaálagið verður mun minna en í fyrra.
Með Kewell og Gerrard á könntunum erum við komnir með einhverja bestu kantmenn í deildinni. Það sannaði sig líka í fyrra.
Áfram Liverpool!
Gott að fá Momo inn aftur. Hann er mjög sterkur varnarsinnaður miðjumaður, þó veikleiki hjá honum að hann skilar bolta oft ekki nógu vel frá sér eftir að hann vinnur hann.
Ég vil þó meina að Momo eigi aldrei að vera annað en varaskeifa fyrir Alonso og Gerrard sem eru einfaldlega eitt besta miðjupar í heimi og það á ekki að vera neitt að rugla með þeirra samstarf. Alls ekki Gerrard á kantinn, er ekki komið nóg af því bulli. Momo í liðið til að hvíla Gerrard eða Alonso leik og leik, Momo hugsanlega í liðið td á útivelli gegn Barcelona en annars á bekkinn með kallinn og Alonso og Gerrard á miðjunni.
Það eru frábær tíðindi fyrir Liverpool að Momo sé að koma aftur, þetta eykur samkeppnina á miðjunni og bætir um leið breiddina til muna. Ég er persónulega nokkuð viss um að Gerrard fari fljótlega út á hægri kantinn og Momo inn á miðjuna, enda eins og Hössi bendir á þá er liðið mun sterkara þannig.
Páló, hverjir voru að spila vel í byrjun tímabilsins, eins og Einar bendir á þá eru 11 menn sem skipa liðið. Og að nota tölfræði liðsins í byrjun tímabilsins er mjög barnalegt.
Hvað með Reyna sem gerði nokkur mistök í fyrstu leikjum tímabilsins og þótti óöruggur, sumir vildu meira að segja sjá Dudek í markinu í stað Reyna. Carra byrjaði tímabilið skelfilega eins og Riise, Hyypia. Aurelio var og er að aðlagast og því ekki að sýna neinn stórleik. Eini varnarmaður Liverpool sem stóð fyrir sínu í fyrstu leikjum liðsins var Finnan. Auk þess var djúpi miðjumaður liðsins Alonso ekki að finna sitt besta form og var lengi að ná því (HM timburmenn).
Sóknarlega var Gerrard ekki að finna sig, sennilega timburmenn frá HM (eins og hjá Alonso), Pennant gat ekkert og var mjög lengi í gang. Garcia var jójó eins og oft áður, Gonzalez var slakur, en í aðlögun. Og sóknarmönnum Liverpool gekk erfiðlega að nýta færin.
Því spyr ég hvernig getur þú sagt að slakt gengi Liverpool í byrjun tímabilsins sé Momo að kenna en ekki öðrum leikmönnum.
Hvað með gott gengi liðsins á síðasta tímabili þar var Momo algjör lykilmaður á miðjunni. Ég er harður á því að Liverpool hefði unnið Benfica ef Momo hefði ekki meiðst. Að vísu byrjaði liðið ílla á síðasta tímabili eins og nú, eflaust var það Sissoko að kenna ekki rétt Páló.
Krizzi
Hössi og Krizzi, hann heitir Reina en ekki Reyna.
Krizzi ég er sammála þér að það er gott að fá Momo tilbaka enda sterkur miðjumaður og það eykur breidd og samkeppni um stöur á miðri miðjunni, en afhverju í ósköpunum að setja Gerrard út á kant aftur, Gerrard er ekki kantmaður punktur Hættum að rugla honum fram og tilbaka enda er hann rétt að finna taktinn núna og liðið nýtur góðs af því.
Frábært að fá Momo til baka. Nauðsynlegur fyrir breiddina því eins og allir vita getur hver sem er meiðst hvenær sem er og ef það væri t.d. einhver af miðjumönnunum held ég að það sé varla hægt að fá betri leikmann inn af bekknum. Hann á einnig eftir að reynast okkur frábærlega þegar við flengjum Barca því ef einhver getur djöflast og stöðvað spilið hjá þeim þá er það hann.
:rolleyes: :laugh: :biggrin2: 🙂 🙁 :mad:laugh