Liðið gegn Basel

Byrjunarlið kvöldsins er sem hér segir:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen – Henderson

Sterling – Lambert

12. maður: ANFIELD.

Bekkur: Jones, Sakho, Moreno, Can, Lallana, Coutinho, Markovic.

Enn er Borini ekki á bekknum, því er ég ekki sammála, og kona Borini er ekki heldur hrifin af þessari ákvörðun:

Eins skil ég ekki miðjuuppstillingu okkar. Enn fær Joe Allen að spila frekar en Adam Lallana, Phil Coutinho og Lazar Markovic. Þetta er þétt vörn og miðja á pappír en ekki sókndjarft lið, og það í leik sem verður að vinnast. Og hvað er Jose Enrique að gera inná fram yfir Alberto Moreno og Javier Manquillo?!? Og bíddu, er þetta Dejan Lovren í stað Kolo Touré?!?!? (Uppfært: Kolo Touré er víst meiddur. Tek þetta til baka.)

Úff. Þetta verður erfitt, en ég hef samt trú á okkar mönnum. Það er eitthvað við Evrópukvöld á Anfield þegar allt er undir, en ég er spenntur!

Áfram Liverpool!

YNWA

171 Comments

  1. ekki hef ég trú á að við skorum mörg mörk með þessari uppstyllingu vonum samt það besta spái 1-0.

  2. Gerrard hlýtur að eiga að vera í sóknarhlutverki þarna .. vona bara að þetta gangi upp. Jose E hefur átt góðar frammistöður í gegnum tíðina og vona að hann muni sýna gamla takta. Miðjan verður bara að eiga þennan leik og sýna smá creativity og þá mun þetta smella.

  3. Moreno er á bekknum – þeir eru 7.

    Ánægður með að Lucas haldi stöðu sinni í kvöld – en ég leyfi mér að STÓRefast um að uppstillingin sé eins og KAR stillir þessu upp: 4 CM í fjögurra manna miðju. Nei, hættu nú alveg.

    Líklega er þetta 4-2-3-1, Lucas og Allen fyrir framan vörnina, Gerrard í holunni, og Sterling og Henderson svissa á milli sín köntunum. Lambert spilar svo sóló frammi.

    Og hvað gerði Borini eiginlega af sér??

    Góðu fréttirnar eru líka að Sakho er orðinn leikfær, hann er á bekknum.

    Homer

  4. Á þetta ekki frekar að vera tígulmiðja?
    ———Lucas
    Hendo——Allen
    ——Gerrard
    allavega myndi mér lýtast best á það

  5. Hvaða rugl er þetta? Ældi upp í mig, kyngdi því og ældi því aftur út! Þó Kolo Toure væri án útlima væri hann skárri kostur heldur en Lovren.

    Borini fær ekki pláss á bekknum sama hversu mikið hann leggur á sig, og sama hvort hann spili vel eða illa þá fær hann ekki tækifæri.

    Það yrði best fyrir okkur ef við töpuðum, og Rodgers myndi fjúka. 3 stig eða ekki, Ég er fullsaddur af þessu rugli.

    Rodgers Out.

  6. Ótrúlegt að geta ekki teflt fram sterkara liði eftir alla eyðsluna í sumar. Lítið við þetta lið sem fyllir mann með þeim sannfæringakrafti að það vinni sigur í kvöld. Erum einfaldlega með alltof marga leikmenn sem eru ekki nægilega góðir fyrir að spila fyrir Liverpool.

  7. Þurfum nauðsynlega sigur og því aðeins einn framherji í hópnum. Lambert 32 ára búin að spila hvað? 270 mín seinastliðna 10 daga. Hvað í fjandanum gerði Borini eiginnlega? Jahérna! Þetta verður eitthvað.

  8. Nr 7. Elska það þegar menn vona að við töpum!!! Sannir stuðningsmenn……

  9. Sorry en þetta er bara útí hött…
    Fyrsta lagi, Borini??? Lágmark að hann sé á bekknum þegar gamli maðurinn er eini strikerinn. Einhverjir eru að segja að klúbburinn sé að þvinga hann í burtu, en er ekki markmið klúbbsins að ganga vel í stað þess að koma mönnum í burtu?
    Öðru lagi, ef við ætlum að hafa Lambert einn á toppnum, af hverju er þá ekki einhver annar sóknarlegri og hraðari miðjumaður, Lallana, Marko eða Coutinho???
    Þriðja lagi, Enrique? Þarf ekki að segja meira.

    Vona svo innilega að Brendan viti meira hvað hann er að gera en ég, en mér finnst þetta útí hött.

    Ps. Djöfull er Enrique og Allen að fara að setja hann í kvöld bara útaf ég var ekki sáttur með ósóknarlegt lið.

  10. Fyndið að heyra frá sumum hérna að félagið sé að reyna að bola Borini í burtu, þetta voru ein fyrstu kaup Rodgers… Ég man ekki betur en að hann hafi verið mjög spenntur fyrir þessum kaupum sínum… Hvað gerðist….. ?
    Annars er þetta reynslumikið lið, ég held að við tökum þetta 2-1
    Come on you redsssssssssss……….

  11. Jákvæðnin alveg að gera útaf við suma hérna , við vinnum þennan leik sjáið bara til. Finnst að menn eigi að biða með að hrauna yfir allt áður enn leikurinn hefst svona neikvæðni smitar óþolandi mikið frá sér 😉

  12. Já kominn tími á að við tökum þetta. Hef trú á þessu leikkerfi, þetta er örugglega tígulmiðja með Lucas fyrir aftan Allen og Henderson með Gerrard fyrir framan. Markovic er tiltaks frammi og örugglega betri en Borini.

  13. Madur mundi skilja þetta val ef við þurftum að hanga a markalausu jafntefli en staðreyndin er sú að liverpool þarf að skora mark. Sterling er eini semhefur eitthvað kreativt upp a ad bjoda. Sem poolari er eg alltaf bjartsynn þegar kemur að leikjum og spai okkar mönnum 2-0 sigri med mörkum fra Lovren og Lambert

  14. Þeir 11 sem byrja verða að leggja sig 100% fram og ef við vinnum ekki basel þá höfum við ekkert að gera áfram uppúr þessum riðli.

    The curious case of Fabio Borini continues ??????

    KOMA SVO LIVERPOOL FC ! ! ! ! ! !

  15. Nr. 10 Vona innilega að við vinnum þennan leik, og ég fái drullusokk frá herra Rodgers sjálfum.
    Enn ég held bara að Rodgers sé á endastöð með þetta lið, ekki vera að ásaka mann og annan um að vera “ósannir” stuðningsmenn.

  16. Það mætti halda að það værum við sem þyrftum bara jafntefli í kvöld. Held hreinlega að br sè búinn að tapa sjálfstraustinu, því miður.

  17. Rodgers hlýtur að vita meira en við um Borini. Kannski er hann að sýna lélegt hugafar á æfingum, kannski er hann ömurlegur á þeim. Allavega það er einhver ástæða fyrir því. Sterling og Coutinho geta báðir spila frammi og eitt best lið heims á sínum tíma, Barca spilaði án framherja sem og Spánverja og Þjóðverjar hafa gert. Svo að hafa framherja er stundum ofmetið.
    Hættum þessu væli yfir liðinu og þjöppum okkur bak við það
    ÁFRAM LIVERPOOL
    YNWA

  18. Ég hef greinilega ekkert vit á fótbolta, allavega eru nöfn þarna sem ég bjóst aldrei við að myndu byrja þennan leik semog nöfn sem vantar í þennan leik.

    Nú er eins gott að biðja til æðri máttarvalda og vona að fyrsti jólasveinnin sé fyrr á ferð og gefi okkur sigur í þessum leik 🙂

  19. Steindautt jafntefli. Vona þó ekki. Allen??? Enrique??? Skil þennan blessaða stjóra ekki því miður :/

  20. Er einhver með góðan link með enskum þulum?
    Wiziwig ekki með góð gæði + enska þuli að þessu sinni…. 🙁

  21. Nr 18. Ég veit ekki hvaða orð ég á að nota yfir einhvern sem finnst vera best að liðið okkar allra tapi til þess að þjálfarinn verði rekinn? Viltu s.s vinna alla leiki…nema þá sem Rodgers stýrir?

  22. Sko! Bara liðnar 3 mínútur og strax komin tvö skot, þar af eitt á mark. Klárlega bæting 😉

    Óh Bjé, ég er orðlaus, “stuðningsmaður” að vonast eftir tapi…

  23. Ánægður með að Lucas sé varnarsinnaði miðjumaðurinn og gerrard framar. Skil hinsvegar ekki af hverju Borini fær ekki sénsinn, hvað þá að vera á bekknum
    Væri í það minnsta sjaldnar rangstæður, sem Lambert er að meðaltali 10 sinnum í leik..

  24. Flottur leikur hjá okkur til þessa. Ákefði í sókninni og Henderson mun meira inn í leiknum en undanfarið.

    KOMA SVO!

  25. Stóri munurinn á okkur í þessum leik frá flestum leikjum á tímabilinu er hversu mikil hreyfing er á mönnum án bolta. Long may it continue.

  26. Er það rugl í mér eða heyrist miklu meira í stuðningsmönnum Basel?

  27. Burtu með þennan helvítis markvörð…hann hendir botanum alltaf á heimskulega staði!

  28. Ég vonast eftir sigri í hverjum einasta leik, sama hvað. Sagði að það yrði líklegast best fyrir okkar menn ef við fengjum nýjan stjóra í brúnna.. og það virðist ekkert geta opnað augun fyrir því hjá FSG þannig að ef við töpum í kvöld sýnir það að Brendan Rodgers er ekki að fara lengra með þetta lið, og því fyrr sem við föttum það því betra. Nr. 24

  29. Afhverju í ósköpunum heyrist meira í stuðningsmönnum Basel á Anfield? Þeir hafa sungið allan leikinn meðan það heyrist af og til í okkar mönnum. Hvað er eiginlega í gangi? Er allt í niðurleið?

  30. Ég er alveg kominn með nóg af Rodgers, þetta byrjunarlið ber merki um heigulshátt og svoleiðis hugsunarhátt vil ég ekki sjá. 9!!!! já níu varnarsinnaðir menn í byrjunarliðinu í leik sem við þurfum að vinna og enginn sóknarmaður á bekknum!!!

    Vil ekki sjá hann stjórna liðinu meira sama hvernig þessi leikur fer í kvöld, ég hef varið hann með kjafti og klóm en nú er nóg komið.

  31. Með hvoru liðinu er Allen í þessum leik? Það kemur EKKERT út úr honum.

  32. Bara spurning hvenær þetta kæmi! Hræðsla í liðinu, stemmningsleysi á Anfield, ekkert bit í sókninni. Og tugmilljón punda leikmenn á bekknum. Ætlar Brendan Rodgers virkilega að bjóða okkur uppá að hafa ósýnilegan Lambert í framlínunni mikið lengur???

    Hlustið á áhangendur Basel. Horfið á svipinn á Brendan Rodgers á bekknum.

  33. Mér sýnist að Liverpool sé einfaldlega að mæta ofjörlum sínum í kvöld. Eins og fyrri hálfleikurinn hefur spilast hefur Basel einfaldlega stjórnað leiknum frá A-Ö

  34. Hafa menn kannski hugsað út í það að Rodgers vill spila boltanum, og vill að Mignolet spili boltanum stutt, það hefur margsýnt að það er ekki að ganga upp, svo það er ekki hægt að kenna Mignolet um þetta, Hann fær skipanir, og fer eftir þeim, þessar skipanir hafa einnig áhrif á vörnina, og allt liðið. Rodgers er bara búinn að tapa þessu, og hann þarf að fjúka.

  35. Við erum yfirspilaðir a Anfield af BASEL.
    Og eg er gráti næst að horfa uppá þetta.
    Koma Liverpool please.

  36. Meðal markvörður hefði tekið þennan bolta – Mignolet reynir ekki einu sinni. Svo sannarlega ekki eina vandamál liðsins en eitt það stærsta.

  37. Við erum sem sagt ekki að fara að vinna þennan leik 3 – 0 eins og ég hafði spáð fyrir um.

  38. Eru öll lið skeinuhættari en liverpool sóknarlega séð? Það er alltaf eins og allir í liðinu séu að leita af linsu í grasinu því þetta er svo hægt spil og menn hálf rænulausir að sjá hvað meðspilarinn ætlar að gera! Vörnina þarf svo ekkert að ræða frekar, hún er vonlaus.
    BR verður rekinn í fyrramálið tapist þessi leikur

  39. kannski var það bara rétt hjá Ancelotti að Basel séu betra lið en við í dag. og þá má spyrja af hverju ? Eru sannarlega ekki með betri leikmannahóp, í það minnsta miklu miklu ódýrari.
    Þar af leiðir hlýtur sökin að liggja hjá Brendan Rodgers.

    Sálfræðingurinn sem Enska landsliðið stal frá okkur síðasta sumar hlýtur að hafa verið sá sem mótíveraði þessa sömu menn sem núna virðast algerlega andlausir !

  40. Nenni?i plis ad hætta kenna mignolet um oll mork sem vid faum a okkur eg set ekki krofur a af hann eigi ad taka þetta skot þo svo hann hefdi getad þad en þad voru allveg nogu margir varnarmenn fyrir framan boltann og i stadinn fyrir ad mæta manninum og klara hann þa bokkudu þeir inni vitateiginn

  41. RodgersOut og hann má taka Lambert, Balotelli, Markovic, Lallana, Mignolet, Manquillo, Can Sakho, Moreno og Allen með sér….frítt! Þvílíkir búðingar!

  42. Það þarf engan sérfræðing til að sjá að það ríkir algert vonleysi yfir liðinu..

  43. Jæja Basel var ekki lengi að tryggja sèr þetta. Nú má Rodgers bara taka pokann sinn.

  44. Skrtel lítur nú ekki vel út í þessu marki eða varnarleikur liðsins. Með ólíkindum að menn skuli fá þennan tíma fyrir framan teiginn án þess að það komi nokkur í pressu .

  45. Held að hvorki Gerrard eða Sterling hafi átt eina sendingu á samherja í þessum leik.

  46. Hvað eru menn alltaf að taka Mignolet fyrir? Í fyrsta lagi átti Basel ekki að komast í þessa skotstöðu. Vörnin, einhver? Í öðru lagi þá á Brendan Rodgers að drullast á hliðarlínuna og hleypa krafti í sína menn í stað þess sitja steingeldur á bekknum!

  47. Furðuleg uppstilling á liðinu, ætlaði Brendan að spila uppá jafntefli? Varnarleikur liðsins er mjög dapur, nú dregur Basel sig einfaldlega til baka og við ekki með einn stræker á bekknum. Er farinn að stórefast um hæfni Brendans, þetta er ekki boðlegt…..

  48. Váa hvað við erum slakir.

    Af hverju er Lallana ekki að byrja leikina a kostnað Allen er ekki að skilja þetta

  49. Þetta Liverpool lið gæti spilað í sólarhring án þess að skora. Enginn sem getur hlaupið og tekið menn á nema Sterling. Eina sem mátti ekki gerast í þessum leik var að fá á sig mark og það tók okkar menn 25 mínútur að gefa það frá sér. Ef þetta endar svona sé ég ekki ástæðu til að hafa Rodgers enn við stjórndvölin.

  50. Ekki nóg með að Rodgers og þessir svokölluðu sumarkaup hans séu með skitu á þessu tímabili þá er nokkuð ljóst að stuðningsmenn eru komnir með nóg…..heyrist ekkert í stuðningsmönnum Liverpool….Basel að vinna á vellinum og í stúkunni og það á Anfield….það er saga til næsta bæjar!

  51. Í hvert einasta skipti sem við erum með boltann þá er ekkert í gangi, það er enginn á hreyfingu ‘Off the Ball’ og við getum ekki einu sinni komið honum frá markmanni því það eru allir í göngutúr og það nennir enginn þessu, andlaust er eitt orð.. þetta er bara samt svo miklu meira en það, og Stjórinn ber ábyrgð og hann er reinilega að senda kolröng skilaboð til leikmanna og nýtur ekki traust þeirra enda margir hverjir fá ekki traust hans.. Endastöð kæri Brendan, Þetta var gaman á meðan því stóð. Takk Fyrir Mig.

  52. Kóngurinn er duglegur þessa stundina að gefa aulasendingar. Er ekki alveg að átta mig á mínum mönnum, stuttar sendingar og boltinn hirtur af okkur, langar sendingar og boltinn hirtur af okkur. Finnst eins og okkar menn hafi enga áætlun og lukkan er svo sannanlega ekki á okkar bandi. Nú verða menn bara að rífa sig upp annað er bara ekki í boði. YNWA

  53. Hvar eru mennirnir sem br eyddi öllum peningunum í fyrir söluna á LS. Þetta lið okkar er hrein hörmung og stefnir skelfilegt tímabil.

  54. Það þarf eitthvað mikið að gerast inná vellinum í hálfleik. Ég spái að hann taki arfaslakan Enrique útaf og vona að Lambert fari sömu leið. Hægt að setja Moreno og Lallana og setja Sterling fram. Hann gerði meira gagn en Lambert, guð minn góður hvað hann er slakur.
    Og þessi blessaði Anfield, er þetta eitthvað grín? Strákunum vantar stuðing og það heyrist ekki í þessum velli, eru allir hættir að mæta til að hvetja liðið eða ?

  55. Án djóks vorum við betri sóknarlega þegar Hodgson var með liðið. Ef við töpum á sunnudag er þetta búið hjá Rodgers!

  56. Jæja, erum að tapa í hálfleik væri ekki drullusniðugt að henda inn öðrum framher….. Alveg rétt, Rodgers skildi hinn framherjann sem ekki er meiddur upp í stúku.

  57. Já og eitt enn, þegar Sterling fær tvo eða þrjá leikmenn Basel í sig þá þurfa kannski aðrir að vera sniðugir og bjóða sig eins og Lambert, Gerrard og Johnson en nei þeir gera það ekki og hann getur auðvitað ekki sólað endalaust 3 leikmenn. Svona er þetta. Ég var bjartsýn fyrir leik og er það ennþá en þetta er orðið helvíti svart.

  58. Sælir félagar

    Enn og aftur bregst BR hugrekkið. Lambert eins og statisti í leikmynd þarna frammi. Liverpool hefur ekki átt eitt einasta marktækifæri meðan Badel hefur fengið 3 góð færi fyrir utan markið sem þeir skoruðu. Mér er farið að líða þannig að ég fæ óbragð í munninn þegar ég sé brendan rodgers á skjánum. Þvílík mannleysa sem hyann er. Ég verð að viðurkenna að ég er gersamlega brjálaður út í hann.

    Það er nú þannig

    YNWA

  59. Mér sýnist Rodgers ætla að halda áfram pakka í töskur og koma sér frá Anfield í kvöld með ótrúlegum hætti. Ef þetta var hann masterplan þá vil ég allavega ekki sjá hann mikið lengur.
    🙁

  60. Allen er liklega sa leikmaður sem eg þoli einna minnst i þessu liði. Hann er andandi staðreynd a þvi hversu vonlaus rodgers er, hann er 150 sentímetra tannstöngull sem stendur inní miðjuhringnum allan leikinn og gerir hvorki neitt sóknarlega séð né varnarlega. Hvernig fær hann borgað fyrir að spila fótbolta og hvað þá í ensku deildinni

  61. Gaman væri nú að BR skipti svo sem tveimur inn í hálleik en það er víst lítill von með það.

  62. þa? er eitt a? vera a? tapa leik þegar li?i? er a? berjast og sýna vilja til þess a? gera eitthva?. En a? horfa upp á svona andleysi er átakanlegt.

  63. Vinnum 3-1.
    Ma lata sig dreyma.
    En guð minn goður eg hef sjaldan seð lið eins rúið sjalfstrausti og þetta Liverpoollið. Það er ekkert flæði engin akveðni og ekki nokkur leikmaður sem þorir að taka af skarið.
    Það eru 11 taugahrugur inna vellinum.
    Nu verður Gerrard að syna ur hverju hann er gerður og berja menn afram. Ekki gerir Brendan það.
    Bekkurinn hja Liverpool með eymdarsvip meðan akefðin og krafturinn skin ur hverju andliti hja Basel.
    Helvitis fokking fokk.

  64. strákar stöndum með okkar mönnum, ef við gerum það ekki þá gerir það enginn. Út með allen og lambert og inn með lallana og marco

  65. Held ad hann se bara med hugann vid starfsloka samninginn. Skil vel ahorfendur. Leikmennirnir nenna tessu ekki otarfi ad eyda orku i svoleidis menn.

  66. Stutt og laggot, það ríkir algjört andleysi í liðinu og það virðist fátt geta komið í veg fyrir ósigur í þessum leik. Í fyrri hálfleik hef ég varla séð til Joe Allen og velti ég því fyrir mér hvert hans hlutverk er í þessum leik. Ég tel það ekki óvitlaust að taka hann hreinlega útaf og setja í staðinn Lallana inn. Einnig velti ég því fyrir mér hvort Það þurfi að taka Sterling útaf. Ekki misskilja mig, hann hefur gert vel það sem af er, aftur á móti erum við að spila á svo hægu tempói að hann nýtist okkur lítið.

  67. Þetta er alveg hrikalegt ástand. Frábær bolti spilaður í fyrra, andstæðan við það sem gerist í dag. Maður hefur enga trú á þessari “sókn” sem við höfum(er ástæða til þess?) og Basel ásamt líklega flestum liðum í efstu deildum Evrópu er hreinlega betra fótboltalið en við eins og staðan er nákvæmlega núna.
    Afraksturinn frá síðasta tímabili farinn í vaskinn og enn furðar maður sig á skelfingar leikmannaglugga í sumar.
    Því fokking miður.

  68. Fer þetta ekki 1-1 og svo slær Brendan leikönnum liðsins gullhömrum í viðtölum eftir leik?
    “Þeir lögðu sig fram, sýndu mikinn karakter og herslumuninn vantaði”. Orðið eins og handrit af grískum harmleik.

  69. jahérna hér seigi ég nú bara.

    Ég er einn af þeim sem skil ekki afhverju Boroni er í frost, Lambert greyjið er ekki búinn að læra rangstöðuna, eða þá hann er við vítateig vitlausmeiginn og hefur ekki hraða í að koma sér upp.

    Miðjan kemur varla bolta frásér, nema þá helst ti andstæðinganna.

    Vörnin bara nó komment.

    Mignolet bara meðalmarkvörður í besta falli, þeir sem hafa verið að verja hann meiga líta á alla aðra merkmenn, þeir eiga líka fínar vörslur annaðslagið.

    Þjálfari virðist ekki koma sér upp neinu skipulagi hvernig á að bregðast við.

    Anfield hólímólí aldrei bjóst ég við að vera heira meir í andstæðingum heldur en heimamönnum.

    Eeeennnn það er alltaf eftir seinnihálfleikur, og ég bara svo innilega hef trú á okkar mönnum og við náum a’ð setja 2 🙂

    YNWA

  70. Ég ætla rétt aðvona að það hafi verið árangursbundið ákvæði í samningnum við brendan rodgers

  71. Hvíldin virðist lítið hressa upp á Gerrard. Það þarf að skipta honum út af fyrir Lallana í hálfleik.

  72. Ef við sjáum ekki tvær breytingar núna strax í hálfleik, t.d. Lambert og Allen út fyrir Lallana og Markovic, þá er Rodgers fullkomlega punglaus.

  73. Við Liverpool men verðum að sína stuðning og stiðja okkar lið samma hvernig geingur !.

    það þarf lika að gefa Rodgers tíma . það leysir ekki málin að skifta um þjálfar og halda að málin lagist strax með nyjum þjálfara !. ég vil sjá okkur í Liverpool kaupa 2 góða sóknarmen í janúar !. ég hef hinsvegar áhygjur af því að við erum með 2 framherja meida ballo og sturidge . verðum að laga það vandamál !. kv.Áki

  74. Það er alveg ótrúlegt hvað Brendan er tregur við skiptingar… Maður sá Van Gaal skipta McNair útaf eftir 20 min fyrir Herrera og þá gjörsamlega breyttist liðið þeirra í seinasta leik og svo sagði hann eftir leikinn hreinskilinn að honum þótyi McNair einfaldlega ekki nægilega yfirvegaður..

  75. Ég kemst samt ekki yfir það hve slakur Anfield er. Leikmenn finna að það er algjört andleysi og það smitar út frá sér. Hlýtur að vera ömurlegt að spila á heimavelli og það heyrist meira í stuðingsmönnum andstæðinganna.

  76. #77 Birgir Örn.

    Ef ég væri á vellinum væri ég búinn að öskra úr mér lungun og hvetja okkar lið áfram. Einnig myndi ég reyna að fá aðra áhorfendur með mér. Ekki veitir af, stemmningin á Anfield er ömurleg svo ekki sé meira sagt.

    Eina sem við sófakartöflurnar getum gert er að öska á sjónvarpið eða tölvuskjáinn. Höfum engin rosaleg áhrif þannig……því miður.

  77. Það er það eina í stöðunni, taka sénsinn og gera eh. drastískt. T.d. markovic og can inn.

  78. Sigkarl #70.

    Hverju orði sannara og hann skuldar öllum okkar útskýringu varðandi Borini með Lambert gjörsamlega bitlausan þarna frammi.

    Evrópudeild…. here we come.

    Finn fyrir óbragð í munni.

  79. Rodgers þarf að sýna hreðjar ekki seinna en núna og gera tvöfalda skiptingu í hálfleik, Allen og Sterling út fyrir Lallana og Markovic. Svo getur hann sjálfum sér kennt að hafa ekki Borini til að setja inn fyrir Lambert sem uppstoppar allt upp á topp.

  80. Ef maðurinn gerir ekki breytingar í hálfleik,þá fer ég að efast um að maðurinn gangi á öllum..Alveg eins og í leiknum á móti Sunderland, þá hefur liðið ekki skapað sér EITT færi í fyrri hálfleik..Hví ætti það að breytast með óbreyttu liði?…Þetta jaðrar við geggjun….Liðið er búið að taka ein 5 skref til baka frá því að hann tók við liðinu…Tough times 🙁

  81. Þetta verður bara allveg einsog fyrir 10 árum, 1 null unir í hálfleik og vinnum 3 -1 og tökum svo titilinn eftir framlengdann 3 -3 úrslitaleik og vitakeppni,

    skrifað i skýin sem eru að gráta yfir Andfield

  82. Það leysir heldur engan vanda að halda honum (brendan rodgers) á Anfield. Það er þó alltaf von ef nýr maður kemur og stjórnar þessu liði. Maður sem er ekki bundinn í báða skó þráhyggju, úrræðaleysis og kjarkleysis.

    Það er nú þannig.

  83. Hef gríðarlega miklar efasemdir um Rodgers en held samt ennþá að við vinnum 2-1.

    Áfram Liverpool!

  84. Lallana hlýtur að vera dýrasti leikmaður í heimi,alla vega miðað við spilaðar mínútur!!!

  85. Nr 67. Í alvöru? Betri með Hodgson? Just fucking launch it? Kyrgiakos uppi á topp? Í alvöru??

  86. Laumum inn tveimur á 10 mín kafla og vinnum. Erum svo með nýja menn í liðinu eftir áramót. 🙂 úbbs, þurfti aðeins að klípa mig í handlegginn, er vaknaður. Lambert farinn útaf ??? engin framherji inná ? Hver á að skora ?

  87. Ef tap í dag og tap á sun, BR is gone…

    Settu Lallana inn fyrir Xavi, meinti Allen, núna, please!!!

  88. Tími Rodgers með Liverpool er liðinn hann er algjörlega búin að missa það ekki nóg með það að það er ekkert plan B það virðist heldur ekki vera neitt plan A.

  89. Menn mega hlaupa inn í markið með boltann áður enn við mætum þeim! Hvaða rugl er þetta?

  90. Og mér sem sýndist Markovic vera að byrja að sýna það að hann væri kannski 20 milljóna punda virði. Þvílík foráttu heimska!

  91. Höddi B: Ég vona innilega að þetta sé kaldhæðni hjá þér. Þú ert þó ekki í alvörunni að kenna Rodgers um rauða spjaldið?

  92. og ég sem ætlaði að fara að hrósa öflugri innkomu Markovic…..

  93. Eins og rennandi blaut tuska í andlitið, Markovic kom með þvílíkum krafti inná. Gult okay en rautt WTF

  94. Þetta er pura rautt spjald. Ef þú slærð leikmenn eða slærð í átt að leikmanni að þá færðu rautt.

  95. léleg kaup í sumar, lélegur stjóri, Gerrad Búinn.
    liðið er komið aftur á byrjunarreitt.

  96. Brendan Rogers getur ekki einu sinni tekið smá kast á dómarann og sýnt smá djöfulsins púng. Aumingi þessi ræfill frá Norður Írlandi.

  97. Af hverju er Lallana ekki inn á vellinum. Það væri allaveganna fræðilegur möguleiki að hann gæti skorað. Þessir sem eru inn á vellinum núna hafa enga trú á því að þeir skori, nákvæmlega eins og í Sunderland leiknum.

  98. Kannski ekki rautt spjald…en sauðurinn hér er Markovic fyrir að vera með þetta rugl!

  99. Getum ekkert kvartað yfir þessu rauða spjaldi. Barnalegt af Markovic.

  100. Fótboltamenn eru svo fokking miklir aumingjar! Ég er farinn að fylgjast með einhverju sporti. spái því að liverpool fái ekki færi síðustu 25 mínúturnar í leiknum

  101. Hann varla kemur við mannhelvítið, hvernig vilja menn að þessi íþrótt sé spiluð eiginlega. Svo liggur hann eins og stunginn grís. Þetta er algjör skandall.

  102. Kannski þetta fáránlega rauða spjald gefi okkur aukinn kraft og við klárum þetta 10…

  103. Mikid er gott ad vera busettur i annarri heimsalfu sem hefur litinn sem engann ahuga a knattspyrnu thegar spilamennskan er svona. Nu er bara ad fara a barinn og horfa a hockey!!

  104. Þetta rauða spjald mun hjálpa Rodgers með afsakanir eftir leik.:
    ” Vorum frábærir, sýndum mikinn karakter en rauða spjaldið skemmdi leikinn”. Samt svo langt því frá! Vorum aldrei að fara að skora í þessum leik. Jafnvel þó við hefðum verið 13 vs 11.

  105. Hvern andskotann var Markó samt að vaða með hendina í manninn? En líklegast verður þetta hörku leikmaður!

  106. Talandi um plan A og svo plan B. Nú reynir á, hvert er plan C. Nú sjáum við úr hverju karlinn er gerður, það er bara 1-0…

  107. Ég er oft mjög blindur á brot míns liðs.

    Það sem Markovic gerði er hins vegar óverjandi.

    Þvílík steypa…..

  108. Djöfull eru allir búnir að vera andlausir frá byrjun og fyrirliðinn okkar fremstur í flokki 🙁

  109. Þá er dómarinn endalega búinn að ákveða úrslitin, gjörsamlega misst hausinn eftir rauða spjaldið.

  110. Þurfti a? mjúta hljó?i?. Heyr?ist bara í stu?ningsmönnim Basel…. þetta er or?i? a? vísindaverkefni þetta hrun á li?inu á milli tímabila….

  111. Fokk! Hvað var þetta ef þetta var ekki víti! Hann snertir boltann örlítið en ef hann hefði ekki tekið Gerrard niður í leiðinni að þá er boltinn áfram í hlaupalínunni hans!

  112. Hljómar samt eins og það sé að lifna yfir Anfield – 2 mörk á 20 mínútum er ekki óhugsandi ef menn fá smá kjark og trú á sér.

  113. 109# Snæþór, nei, ég er að tala um að taka útaf framherja, og hafa engan framherja á bekknum. BR skuldar stuðningsmönnum LFC útskýringu á af hverju hann notar ekki BORINI þegar tveir framherjar eru meiddir.

  114. Ég held að ekkert lið á þessu leveli hafi tekið jafn mikla dýfu á einu ári. Frá 2 sæti í Úrvalsdeildinni með besta sóknarlið sem sést hefur í deildinni í mörg herrans ár og tryggt sæti í meistaradeild erum við aðeins ári síðar fallnir úr leik í meistaradeildinni í riðlakeppni (nema kraftaverk gerist þegar þetta er skrifað) Við erum í 9 sæti í deildinni með örfá mörk skoruð og nákvæmlega ekkert sem bendir til að við náum í meistararadeildasæti. Þvílíkt hrun! Það hlýtur einhver þurfa að svara fyrir þetta!

  115. Því miður verður bara að segjast að betra liðið er að fara áfram uppúr þessum riðli. Liverpool á einfaldlega engan veginn skilið að fara áfram miðað við spilamennskuna í CL þetta árið. Frammistaðan hefur verið vægast sagt döpur í nánast hverjum einasta leik.

  116. Ákvað að hætta að horfa á leikinn. Liðið spilar því miður hægan og leiðinlegan fótbolta, liðið er fyrirsjáanlegt og leikmenn eru algjörlega andlausir. Það verður að láta Rodgers fara, verkefnið er því miður vera of stórt fyrir hann. Ég batt miklar vonir við hann m.v. síðasta tímabil en svona fall er ekki hægt að verja, sér í lagi þegar hann verslar leikmenn fyrir meira en 100 milljón pund. Varla einn leikmaður nothæfur. Vona að þetta verði hans síðasti leikur sem stjóri Liverpool.

  117. ÞVÍÍÍLÍKUR MAÐUR… EF ÞAÐ VERÐUR EKKI BYGGÐ STYTTA AF HONUM FYRIR UTAN ANFIELD ÞÁ REISI ÉG HANA SJÁLFUR!

  118. Þessi var alltaf að fara inn – eitt í viðbót strákar og við erum að fara að snúa þessari leiktíð við…

  119. Úffff… þvílíkar lokamínútur. Mikið vildi ég óska að liðið okkar spilaði alltaf af þessum krafti 🙁

  120. Hausinn á leikmönnum er VANDAMÁLIÐ, ekki Rodgers, hausinn, hausinn, hausinn.
    YNWA

  121. BR out .. og bara Ronnie Moran inn, eða einhvern sem hefur vit á fótbolta.

  122. Brendan out! hann velur óskiljanlega í liðið. Enrique sem dæmi og svo ræður einhver andskotans pólitík því að Borini er ekki einu sinni á bekk !!!!
    Alveg 100% að hann fer ef við töpum gegn united. alveg gefið
    Svo spyr maður af hverju var ekki barist allann leikinn ? hefðum unnið þetta auðveldlega með hjartað á réttum stað allan leikinn, ekki bara part af honum !

  123. Svona í rólegheitum eftir leik þá tapaði Rodgers þessum leik. Gerard og rest gerðu jafntefli. Það glitti í Liverpool andann síðustu 10 mín, heldur einhver að það hafi komið frá Rodgers? NEI, því miður ekki, þori ekki að hugsa þessa hugsun til enda.

  124. Sorry en er Gerard að verða eins og Gosi eða þrýsti hann nefinu í myndavélina? Nefið á honum er stærra en á RL okkar.

  125. Er til eitthvað erfiðara þessa dagana í heimi íþróttanna en að halda með Liverpool? Maður hélt í að Liverpool væri sigursælasta liðið á Englandi… svo féll það. Maður naut þess í botn að sjá Man U í fyrra kolfalla eins og aumingja … en sárindin við að missa af titlinum, að sjá Gerrard renna á vellinum og jú … as harsh as it sounds … það hefur verið algjört hrun. Við erum verri en Man U finnst mér í fyrra … við erum lélegir svo grátlegt er … það er ekkert hjarta eða skipulag í leik okkar manna … þetta er … GRÁTLEGT! — En alltaf skal maður elska og dýrka Liverpool … ég er 43 ára og man vel eftir síðasta deildarmeistaratitil Liverpool … ég satt best að segja geri mér litlar vonir um að upplifa annan . . . GRÁTLEGT. <3 Liv

  126. eins og hann Markovic var að koma sterkur inn
    að gera þetta vá hvað maður er fúll
    eg vill að hann fari að spila meira fyrir okkur

  127. Lið sem vinnur ekki Basel á heimavelli hefur ekkert að gera í 16 liða úrslitum.

    Það vantar klárlega betri leikmenn í þetta blessaða lið okkar og ekki voru sumarkaupin hjá Brendan að gera neitt fyrir þetta lið okkar.

    Við náum ekki top 4 á þessu tímabili og verðum í miðjumoði.

    Nú er spurningin hvort Brendan ráði við þetta verkefni, búið að kaupa fyrir 212 m punda sem er mikil peningur sem ekkert er að koma úr.

    Kannski tökum við þetta á næsta tímabili????

  128. Mesti missir allra tíma fyrir eitt fótboltalið. Suarez frá LFC til Barca. Staðfest. Það hefur gjörsamlega allt hrunið sem hrunið gat. Liðið hefur spilað einn góðan leik í vetur. Einn leik, ekki reyna að leiðrétta það.

    Liðið fær 3 í einkunn hjá mér fyrir það sem búið er að vetri. Stjórinn minna.

FC Basel – Allt undir á þriðjudaginn

Liverpool 1 Basel 1