Man U 3 – Liverpool 0

Er botninum náð núna eða sökkvum við ennþá dýpra um næstu helgi gegn Arsenal? Þetta tímabil hefur farið fullkomlega eins illa og hægt er að hugsa sér og það verður ekki mikið verra en 3-0 tap á Old Trafford.

Brendan Rodgers hefur ennþá ekki grænan grun um hvernig sitt besta byrjunarlið lítur út og var með tilraunastarfsemi í dag. Kannski ekki rétti leikurinn til að t.d. skipta um markmann en m.v. frammistöðu Mignolet er ekki hægt að gangrýna þessa ákvörðun. Þó fyrr hefði verið. Eins er ekki hægt að gagnrýna það að Lambert hafi farið á bekkinn fyrir engan sóknarmann. Þó fyrr hefði verið.

Byrjunarliðið var svona:

Jones

Johnson – Skrtel – Lovren

Henderson – Gerrard – Allen – Moreno

Coutinho – Sterling – Lallana

Leikurinn var að mörgu leiti dæmigerður fyrir okkar menn. Ágæt pressa í byrjun og kraftur í liðinu en loftið fór alveg úr okkar mönnum er andstæðingurinn náði skoti á markið (og auðvitað skoraði). Raheem Sterling var fremstur í dag og átti algjörlega afleitan leik. Vantaði ekki að hann var að koma sér í færin og loksins fengum við að sjá fullt af hlaupum á bakvið varnarmenn andstæðinganna en hann gat ekki klárað færin sín. Á góðum degi skorar hann þrjú mörk í þessum leik. Gegn okkar markmönnum hefði Liverpool líklega skorað 3-4 mörk í dag. Kannski er það málið, okkar sóknarmenn eru að skora úr þessum færum á æfingum?

United refsaði um leið og Sterling klúðraði sínu fyrsta dauðafæri. Valencia komst einn á móti Joe Allen og fór framhjá honum eins og hann væri ekki þarna, Rooney hljóp í autt svæði frá miðjunni og fékk boltann frá Valencia. Coutinho joggaði með honum áleiðis en hætti svo bara varnarvinnunni og Jones skutlaði sér í rangt horn áður en Rooney skaut á markið. Enn á ný afleitur varnarleikur hjá okkar mönnum.

Okkar menn héldu áfram að reyna en gekk ekkert að komast framhjá De Gea í markinu. United hefur aldrei tapað úrvalsdeildarleik á Old Trafford er þeir hafa verið yfir í hálfleik og leiknum lauk því nánast á 40.mínútu er Juan Mata skoraði annað mark United. Hann var fullkomlega kolrangstæður en markið fékk að standa af illskiljanlegum ástæðum. Þetta var bara þannig dagur.

Kolo Toure var kominn inná fyrir Johnson sem meiddist um miðjan fyrri hálfleik og Balotelli kom inná í hálfleik fyrir Lallana. Lallana var búinn að vera einn af okkar sprækari leikmönnum og meiðslin líklega að segja til sín hjá honum, fáránleg skipting ef ekki.

Balotelli og Sterling fengu nokkur dauðafæri í seinni hálfleik og okkar menn reyndu sannarlega að komast aftur inn í leikinn en þeim var það fullomlega ofviða að koma boltanum framhjá David De Gea sem var maður leiksins þrátt fyrir að hann hafi farið 3-0. Okkar menn fengu í 6-7 skipti færi einn gegn De Gea og þó hann sé virkilega góður markmaður er ekki hægt að segja annað en að okkar menn létu hann líta mjög vel út í dag.

Skiptingar Rodgers í vetur hafa oft verið stórundarlegar og með Gerrard, Allen og Coutinho illsjáanlega tók hann Moreno útaf fyrir Markovic sem sína síðustu skiptingu og setti hann í vinstri bakvörðinn. Moreno átti ekki góðan dag en þetta var galin breyting. Liverpool sem var í öðru sæti í deildinni í maí endar leikinn á Old Trafford nú með Toure, Skrtel, Lovren og Jones sem öftustu fjóra. Hvernig bara gerðist það?

United auðvitað gekk á lagið og skoraði þriðja markið strax og hélt yfirhöndinni út leikinn. Þrátt fyrir öll okkar færi var þetta í restina spurning um það hvort United setti annað eða ekki.

Afleit úrslit og þrátt fyrir það langt í frá versti leikur Liverpool í vetur. Eins sorglegt og það nú er.

Frammistaða:
Jones var ekkert að verja mikið aukalega og fékk á sig mark úr nánast hverju skoti United manna. Það er samt ekki hægt að kenna markmanninum um neitt þegar varnarleikurinn er svona grín lélegur. Mér líður mikið betur með hann þarna en Mignolet og trúi ekki öðru en að nú þegar sé búið að leggja drög að nýjum markmanni strax í janúar. Ef þú skiptir um markmann fyrir þennan leik getur aðalmarkmaðurinn ekki átt marga sénsa inni. Hvernig sem þetta er matreitt samt er þessi breyting á markmönnum smá merki um örvæntingu.

Vörnin var að spila sinn venjubundna leik sem er ekki jákvætt en ég bara verð að setja spurningamerki við miðjuna í dag rétt eins og vanalega. Moreno er væng bakvörður sem þýðir að hann þarf hjálp frá miðjunni þegar hann tekur sénsinn og fer fram. Hvernig Joe Allen er besti kosturinn í það hlutverk skil ég bara enganvegin og það kostaði okkar illa í dag. Hann var mjög lélegur i þessum leik og ef hann er ekki betri en þetta varnarlega þá skil ég ekki hvað hann er að gera í þessu liði leik eftir leik. Hann er alveg vonlaus sóknarlega.

Gerrard var síðan gjörsamlega ósýnilegur í þessum leik. Hann átti nokkrar góðar sendingar sem minntu á síðasta tímabil en miðjan hjá okkur var mjög veik í dag og vörnin fékk lítið cover.

Henderson fyrir mér VERÐUR að vera fyrsti kostur á miðja miðjuna í hverjum leik, sérstaklega þegar úrvalið er ekki betra en þetta. Honum er sóað í vængbakverði og ætti að vera kominn yfir þann kafla á sínum ferli að spila þarna. Hvar í veröldinni er svo Emre Can?

Lallana, Coutinho og Sterling var síðan fyrir mér mun líklegri sóknarlína en þessi með Lambert frammi en það eru mörkin sem telja og okkar menn hefðu ekki skorað í dag þó leikið væri til miðnættis.

Versta við þetta er að United virkaði ekkert mikið betra lið í dag en stóri munurinn á liðunum var sá sem allir höfðu áhyggjur af fyrir leik. Markmaðurinn þeirra er í öðru sólkerfi m.v. okkar markmenn og líklega væri hann betri þó Mignolet og Jones væru báðir inná. Þeir hafa síðan nokkra sóknarmenn sem geta skorað mörk á meðan okkar menn virðast hafa klárað kvótann algjörlega á síðasta tímabili og selt hann í sumar.

Þessi leikur per se væri enginn heimsendir ef ekki væri fyrir þetta tímabil í heild. 3-0 skellur á Old Trafford, markmaðurinn þeirra maður leiksins og 6-8 dauðafæri í vaskinn hjá okkar mönnum. Slæmur dagur á skrifstofunni, snúum okkur að næsta leik. Staðan er hinsvegar bara sú að Liverpool var að falla úr leik í Meistaradeildinni í vikunni á vandræðalega lélegan hátt og er núna 10 stigum á eftir United sem hafa alls ekki verið góðir á þessu tímabili. Þetta er bara eins vont og hægt var að ímynda sér fyrir tímabilið og ansi nálægt heimsendi. Það er a.m.k. klárlega búið að aflýsa jólunum.

Ég sagði eftir Basel leikinn að ég óttaðist að þetta myndi versna áður en gengið myndi lagast og var að horfa til þessara leikja gegn United og Arsenal. Við eigum Bournemouth í millitíðinni en það er deildin sem skiptir máli.

Fyrir mér tekur því ekki að reka Rodgers eftir tap á Old Trafford en 3-0 tap þar í kjölfar Basel hörmungarinnar hefur sannarlega tífaldað pressuna á honum og liðinu í heild, það er búið að taka Tottenham frá því fyrra og skíta miklu hærra upp á bak.

Fari það í kolbölvað bara.

Babú

95 Comments

  1. Þessi tveir menn eru einfaldlega ekki nægilega góðir fyrir LFC. Allen er lélegur og BR er búinn að missa það – hann hefði ekki átt að skilja við konuna sína og ofmetnast svona, það varð honum að falli.
    [img]http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2012/08/10/article-2186696-147C20F6000005DC-586_634x505.jpg[/img]

  2. Mun betri spilamennska heldur en síðustu vikurnar, vantaði að klára DAUÐAfærin. Maður leiksins klárlega De Gea.

  3. Eg ætla ekki að tja mig um þennan leik bera EITT 🙂

    VÁÁ hvað eg skil sterling og hans umboðsmann, .farðu drengir og gerðu eitthvað við ferillinn, það er ekki að fara gerast hja Liverpool ÞVÍ MIÐUR …

    PS EG STYÐ RODGERS !!!

  4. Hvað varð um YNWA þegar ílla gengur og það meira segja á Liverpool síðu !!!
    Alveg steindautt lið og geldur stjóri…..

  5. Efast um að það sé til lið sem er erfiðara að halda með en Liverpool!
    De Gea vann þennan leik!!!

  6. Hlutirnir eru ansi fljótir að breytast í fótbolta, við enduðum tímabilið í fyrra 20 stigum fyrir ofan Man U, nú eru þeir 10 stigum fyrir ofan okkur og það eftir verstu byrjun þeirra frá upphafi. Liðið var samt sennilega að spila einn sinn besta leik á tímabilinu en töpum 3-0 fyrir grútlélegu Utd liði, hvað segir það um okkur? Hversu lélegir voru hinir leikirnir??
    Maður er alveg að gefast upp á Rodgers, vill samt ekki trúa því að tímabilið í fyrra hafi verið tilviljun þar sem maður sá strax mikil batamerki á liðinu stax á fyrsta tímabili Brendan en nú er maður farinn að efast um þjálfarann. Undarlegar uppstillingar, kaup, sölur og notkun á leikmönnum eru að gera mann brjálaðan! Væri ekki t.d. gott að geta sett Pepe Reina inn í stað Jones í dag? Afhverju spilar hann ekki Can í stað Allen? Hvernig dettur honum í hug að taka Lallana út í stað Coutinho? Liðið er mun verra varnarlega en þegar Rodgers tók við en samt er búið að eyða tugum milljóna í að styrkja þær stöður. Hvað er í gangi hjá Liverpool!!

  7. Eruði að fokking grínast að vera alltaf tala um kvennamál Rodgers? Þetta er svo fokking heimskulegt og hefur ekkert með þetta að gera. Mesta confirmation bias sem ég hef séð í langan tíma

  8. Sterling þarf nú að sýna að það sé hægt að réttlæta launakröfurnar sem hann hefur sett fram, liðið þarf að spila sem lið en ekki eins og einstaklingar og sýna það að þeir séu verðugir að spila fyrir Liverpool, það er engin lausn að framkvæmdastjórinn sé látinn fara þegar leikmennirnir eru að spila undir getu……

  9. Mikið betri en arfa slakt united lið. Munurinn er að þeir klára færin.

  10. Ég vona að Captain Fantastic skipti um lið fyrir næsta tímabil hans vegna og okkar hinna sem viljum sjá hann vinna deildina.

  11. Það þarf að reka Rogders og ráða ???. Síðan þarf að kaupa ????. Síðan munum við halda áfram að berjast um 4 (5)-7 sæti. Það eru 3 lið sem eiga raunhæfa möguleika á titlinum næstu ár. Lærið að lifa með því. Eina von Lpool er að ná að auka fjárhaglegt bolmagn til að verða samkeppnishæfir aftur. Kanarnir hafa þó þrátt fyrir allt lagað þá stöðu töluvert síðan þeir tóku við.

  12. Er ordinn virkilega þreyttur a þessum barnalega varnaleik i fyrsta markinu allen hvad ertu ad lata klobba þig bara plis þid vorud f***ing 2 a honum og svo coutinho ekki mikid ad pæla i ad elta rooney. nenni ekki ad tala um annad markid og þessi hreinsun hja lovren i seinna markinu er bara eitthvad þad kjánalegasta sem eg hef sed laflaus sending inni teigin 7metrar i manninn fyrir aftan þig og þu hreinsar boltan svona 4 metra afram. mer fannst soknarleikurinn finn i þessum leik og munurinn a þessum lidum er einfaldlega ad þeir eru med næst besta markmann i heimi i dag þeirra varnarleikur var einnig mjog barnalegur og liverpool i fyrra hefdi skorad svona 7 mork.
    eg var ad verda geðveikur a de gea þarna i restina hann “basically” lokadi öllu
    eg er a þvi ad rodgers þurfi bara ad fara eins leiðinlegt og þad er ad geta ekki gefid manninum sens þa bara er ekkert sem bendir til þess ad hann se ad fara bæta þetta lið, afhverju i andskotanum er Allen ad spila en ekki can hefdi verid allt annad ad hafa can a moti fellaini

    og ja rodgers henderson getur ekkert þarna uta kanti allveg svakalega týndur i þessum leik.

  13. Sóknarlega vorum við flottir, hefðum verið í skýjunum með sóknarmennskuna ef við hefðum skorað úr einhverjum af þessum 5 DAUÐAFÆRUM sem við fengum.

    Varnarlega erum við enn ömurlegir.

    Segir mikið um varnarleikinn þegar manni er farið að hlakka til að Sakho verði leikfær aftur eða Flantastic!

    De gea langbesti maður vallarins því miður.

    Ef Sterling er tekinn út úr þessu liði þá erum við alveg getulausir, borga honum þessi 100þúsund pund sem hann vill eða þessir kanar mega koma sér í burtu!

  14. Hefðum nú líklegast aldrei fengið öll þessi færi ef staðan hefði ekki verið 2-0 fyrir manjú. Þeir lögðust bara til baka og leyfðu okkar mönnum að hanga á boltanum. BR verður að víkja ásamt öllum þeim sem hann verslaði fyrir morðfjár.

  15. Ekki séns að það sé rétt ákvörðun að reka Rodgers á þessum tímapunkti. Ég held að Rodgers hafi fundið eitthvað í þessum leik til að byggja á yfir jólastressið. Í dag var a.m.k. líf og orka, það var hápressa, hraðabreytingar, gul spjöld á andstæðingana og 5-6 DAUÐAafæri. Lallana var góður (verst hann þolir ekki heilan leik um þessar mundir), Coutinho ágætur sóknarlega, Sterling hreyfanlegur og hættulegur þó hann hafi farið illa með færin, Balotello fékk nokkur fín færi sem á venjulegum degi hefðu dugað í a.m.k. tvö mörk. Um vörn og markvörslu læt ég aðra um að tjá sig.

    Allt þetta er framför frá þeirri dauðyflislegu spilamennsku sem hefur verið í gangi að undanförnu og ég vil frekar að Rodgers fái að reyna að byggja aðeins ofan á þetta heldur en að hleypa nýjum manni inn í þá leikjaþröng sem er framundan.

    Annað sem fer bráðum að vinna með okkur er að bráðum getum við farið að losa okkur við þann þunga bagga sem væntingar síðasta tímabilis hafa verið á liðinu. Við, þ.e. liðið, stuðningsmenn og stjórnendur förum bráðum að sætta okkur við stöðuna eins og hún er og stilla væntingar samkvæmt því. Það mun létta smá pressu á liðinu og vonandi smám saman leysa úr læðingi þá hæfileika sem býr í þessum mannskap.

    Varðandi janúargluggan þá er deginum ljósara að við þurfum meira en nokkuð annað senter sem getur gert tvennt: Haldið uppi hápressu og nýtt færin sem hann fær. Með svoleiðis mann inni getur Sterling farið í aukahlutverkið sem hann gengdi svo vel í fyrra, Lallana, Coutinho, Henderson og Gerrard hafa úr mun fleiri kostum að velja framávið og leiðin mun liggja amk eitthvað uppávið.

    Eitt að lokum. Brottför Suarez var óumflýjanleg . Það sem ég græt mest af öllu er að klúbburinn skyldi ekki hafa gert það sem þurfti til að landa Sanchez í staðin. Stundum held ég að það eitt hefði gert okkur kleift að halda áfram þar sem frá var horfið í vor. Aggresívur, ógeðslega snöggur og vinnusamur naggur sem skorar, býr til og leggur upp hefði farið langt með að fylla í holu Suarez, hefði opnað fyrir Sturridge og leyft Sterling að þróa sinn leik á eðlilegum hraða. Á pínu erfitt með að fyrirgefa stjórn og stjóranum þá reginskyssu.
    En í bili vil ég að Rodgers fái að byggja á spilamennskunni í þessum leik.

  16. Sælir félagar

    Mér finnst full ástæða til að bjóða Sterling hærri laun en honum hafa boðist hingað til. Annað hefi ég ekki um þennan leik að segja nema auðvitað að hrósa líka Allen og Rodgers.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Þvílíkt hörmungar lið sem Liv, er orðið, lið sem varð í öðru sæti, skuli ekki getað nánast unnið leik. Nú sést loksins vel að BR er ekki nægilega góður og loks er hann kaupir þá eru það varla miðlungsmenn, sem gera bara eitthvað og Sterling er á þessari leiktíð buinn að eiga ansi mörg dauðafæri en skítur ávallt á markvörðin, sem kemst ekki hjá því að verja. BURT MEÐ Rodgers STRAX.

  18. Ég vissi að De Gea var góður, en hann var í ómannlegu formi í dag. Þvílíkur markmaður. Sterling átti á venjulegum degi að setja 3 mörk, ég hreinlega skil ekki hvernig drengurinn gat ekki skorað í dag… tölum ekki um Balotelli.

    töpuð 3-0 og markmaðurinn þeirra var maður leiksins..

    Þetta var í sjálfu sér 50/50 leikur, mér fannst United ekki yfirspila okkur nema síðustu 15 mínúturnar þegar við vorum búnir að kasta hvíta og sveitta handklæðinu. Það vantaði bara sjálfstraust frammi og svo var De Gea bara ekki hægt.

    United með Ashley Young og Valencia í bakverði.. án Di Maria, Blind, Smalling, Rojo, Shaw, Rafael.. við eigum að gera betur!

    Við erum úr Meistaradeildinni, eigum ekki séns í PL… og töpum 3-0 á móti þessu skítaliði… þetta var síðasta hálmstráið. ÚT MEÐ RODGERS!!!

  19. Ef mér skjátlast ekki hefur L.pool unnið 3 af síðustu 12 leikjum. Hvað fær okkar maður (BR) marga leiki í viðbót á þessu róli?

  20. Verðum að horfa á þetta raunsætt, það þýðir ekkert að fela sig á bakvið það að við sköpuðum svo mörg færi eða að De Gea hafi verið svo frábær. Mörg af þessum skotum fóru beint á hann, færið sem Sterling fékk einn gegn honum var gott dæmi um það.

    Man Utd var með Jones, Evans, Carrick, Young (wingback) og Valencia (wingback) í vörn. 3 af þessum leikmönnum eru ekki hefðbundnir varnarmenn. Ef Rodgers hefði keypt tvo góða sóknarmenn í sumar að þá værum við að slútta þessu. Þessi taktík hjá Rodgers var ekki að virka og það er auðvelt að koma með rök fyrir því. Og nei ég var ekki einn af þeim sem dásamaði þessa breytingu Rodgers fyrir leik.

    1. Hann setur Jones í markið í leik gegn Man Utd þar sem við verðum að ná stigi. Í fyrsta markinu gat hann gert betur með því að skutla sér í rétt horn. En í stað þess að skutla sér í rétt horn að þá ákvað hann að fara í hornið sem Johnson skýldi. Einnig var hann út á þekju í þriðja markinu.

    2. Hann byrjar Lovren inn á sem hefur verið arfaslappur. Í þriðja markinu gefur hann bókstaflega á Mata sem rennir honum á Persie.

    3. Allen byrjar enn og aftur. Hann hefur yfirleitt verið sterkari þegar hann kemur inn á sem varamaður. Í fyrra markinu hefði hann átt að gera betur, einnig tapar hann oft einungis vegna skorti á styrkleika.

    4. Sést í fyrstu tveimur mörkunum að báðir miðjumenn okkar voru berskjaldaðir gegn hröðum kantmönnum Man Utd. Var það virkilega upplag Rodgers að láta Allen og Henderson sjá um Young og Valencia?

    Þetta minnir mig virkilega á Moyes í fyrra. Maðurinn er einfaldlega ekki með þetta. Þessi ofurtrú á sjálfum sér kom honum kannski áfram á seinasta tímabili, en hún gerir það ekki núna. Hann er ekki fyrsti stjóri Liverpool sem heldur að hann geti gert kraftaverk úr slöppum leikmönnum sem keyptur eru.
    Mig minnir að Roy Hodgson hafi verið með meiri stig en hann eftir sama leikjafjölda ári 2011. Hann tók við brotnu liði og fékk ekki að eyða eins miklum pening og Rodgers. Ef Rodgers vill þetta starf að þá þarf hann að fara taka almennilegar ákvarðanir. Hvort sem það er að losna við þjálfarateymið sitt (Marsh og Pascoe), kaupa almennilega leikmenn eða finna upp aðra leikaðferð.

    Við grút töpuðum fyrir liði sem var ekki að spila góðan leik. Ef við vorum sóknarlega flottir, af hverju skoruðum við þá ekkert mark? Hvernig er hægt að hrósa okkur fyrir sóknarleik, en drulla yfir vörnina í sömu setningu? Við töpuðum 3-0 mörk sem þýðir að við fengum 3 á okkur og skoruðum ekkert.

  21. Brendan Rodgers getur alveg þakkað fyrir sig og sagt skilið við þennan klúbb. Hræðileg uppstilling fyrir leikinn og þó við höfum byrjað á ágætis pressu þá voru það mennirnir sem komu inn í liðið á kostnað annara sem gerðu upp á bak og kostuðu okkur leikinn. Jones, Lovren, Allen og Coutinho voru alveg ótrúlega slakir og enn og aftur gerir Rodgers þau mistök að byrja með Coutinho og Sterling saman inná. Á síðasta tímabili var það oftast Sterling sem byrjaði og Coutinho kom inná, núna þegar hann byrjar með þá báða þá frosnar spilið hjá okkur svo oft og þeir skila engu varnarhlutverki.

    Hvernig getur maðurinn verið svona ótrúlega óþolandi? Hvað er hann að hugsa að gefa Lovren, Allen og Coutinho endalausa sénsa á meðan Borini, Can, Lallana, Lucas og Kolo virðast aldrei geta gert neitt rétt í hans augum.

    Agger talaði um það að Rodgers hafi spilað honum í einum leik, að hann hafi staðið sig vel og óskiljanlega hafi hann verið tekinn út í næsta leik.. Afhverju er hann að rótera í stöðum sem við erum hvað skárstir í?

    Hvernig getur maðurinn tekið Mignolet út fyrir BRAD JONES, á þessum tímapunkti, eftir að Mignolet hafi bara alls ekki verið svo slæmur í síðustu leikjum og fyrir Brad Jones þakka þér fyrir. Það er eins og loksins þegar menn ná smá stöðugleika og sjálfstrausti þá tekur hann þá út.

    Ég óska þess að sjá það staðfest helst á eftir að Brendan Rodgers sé ekki lengur stjóri Liverpool. Ef hann stýrir okkur í næsta leik gegn Bournemouth þá mun honum einhvernveginn takast það að tapa þeim leik og fokka upp öllu tímabilinu hjá okkur. Ég treysti honum ekki fyrir Janúar glugganum, og ekki einu sinni fyrir næsta leik. Rodgers Out.

  22. Munurinn á þessum 2 liðum er mjög einfaldur báðar varnir eru daprar og gefa færi á sig en munurinn er að Utd nýtir þessi en liverpool ekki. Skil ekki hvernig við fórum ekki að því að skora 1 mark í þessum leik segir allt um færanýtinguna hjá þessum liði

  23. Hrikalegt! Vandamálin hjá liðinu eru svo mörg núna, og með hverju töpuðu stigi finnst manni meir og meir að Rodgers sé komin á endastöð með liðið.

    Btw, vá hvað De Gea er góður. Ég varð sorgmæddur þegar ég hugsaði hversu góður hann er/getur orðið, og ég varð ennþá sorgmæddari þegar ég hugsaði til þess að Rafa ætlaði að fá hann til okkar sem eftirmann Reina…

  24. Jú…..kannski eru menn að missa kúlið….

    Róa sig……

    :o)

    YNWA

  25. Aldrei gaman að horfa upp á liðið tapa fyrir United en þetta var samt skásti leikur okkar í langan tíma. Hugsanlega er það vegna þess að United eru jafnslappir og við varnarlega en mér fannst liðið loksins spila svipaðan fótbolta og í fyrra.

    Eitt sem fer hrikalega í taugarnar á mér er bullið í Brendan alltaf í viðtölum. Sumir hafa gaman að því en þegar liðið er búið að tapa 3-0 þá fer maður ekki að tala um leikinn í fyrra. Hann minnir mig á pólitíkus. Talar um fagra hluti og týnir eitthvað jákvætt til og undanfarna mánuði er það yfirleitt eitthvað frá tímabilinu í fyrra.

  26. Rodgers ver?ur a? fara, eina spurningin er hvorg þa? er strax e?a í vor.

  27. Gaman að sjá hvað vörnin var mikið öruggari með annan heldur en Mignolet í markinu.

  28. Það eina sem er ljóst er að núna munu allar raddir þagna um að Jones eigi að starta fram yfir Mignolet.

  29. Við erum með framkvæmdastjóra sem kann ekki að stilla upp liði. Hann fékk næga peninga til þess að bæta vörnina fyrir þetta tímabil (og halda liðinu meðal þeirra bestu). Hefur það tekist? Fjarri því vörnin er eins og góður götóttur svissneskur gæða ostur. Liðið nær aldrei jafnvægi og er rúið sjálfstrausti.

    Við erum Liverpool. Við eigum ALLTAF að vera í toppnum. Þetta er óásættanlegt Brendan Rodgers. Enn einu sinni þarf að byrja upp á nýtt. Í dag geta Púllarar bara verið stoltir af tveimur hlutum: Glæstri fótboltasögu og bestu aðdáendum í heimi sem eiga betra skilið en Brendan Rodgers og hans endalausu afsakanir.

  30. Sacked in the morning
    You´re getting sacked in the morning
    Sacked in morning
    You´re getting sacked in the morning.

    Áfram LIverpool.

  31. Rodgers sagði um Tottenham í fyrra,,,,, lið sem verslar leikmenn fyrir 100 milljón pund ætti að vera að keppa um Englandsmeistaratitilinn, ég hallast að Rodgers sé virkilega góður í munninum en slappur í að láta verkin tala, núna segist hann vera sá eini rétti fyrir Liverpool .

  32. Brendan Rodgers er búinn að kaupa 25 leikmenn á 212,380,000 pund. Þar af er Borini (10,4), Allen (15), Luis Alberto (6,8), Aspas (7), Mignolet (9), Sakho (15), Ilori (7), Can (9,75), Markovic (19,8), Lovren (20), Moreno (12) og Balotelli (16)

    Til samanburðar þá keypti Rafa Benitez 60 leikmenn fyrir 231,151,000 pund. Tvö af hans þremur síðustu kaupum voru Sterling (500.000) og Shevley (1,7).

  33. HVERNIG gat Rodgers komist að þeirri niðurstöðu að Allen væri betri kostur en Can til að styðja við Moreno í wingback-stöðunni? Bara HVERNIG?

  34. Eg ætla rétt að vona það að menn séu ekki með þær framtíðarvonir að Henderson verði einhver miðjugeneral hjá Liverpool hann er og verður alltaf miðlungsleikmaður vantar svo margt upp á að hann verði eitthvað afgerandi leikmaður

  35. Varla getum við kennt BR um að menn nýti ekki færin sín. Sterling átti auðveldlega að skora tvö í dag og BT allavegana eitt.

    ManU gat ekki neitt og langt síðan ég hef séð lélegra ManU lið. Með örlítilli heppni og smá sjálfstrausti hefði þessi leikur getað endað á allt annan hátt. Held að við munum byrja að færast í rétta átt núna.

    Allt það tal um að reka BR er barnalegt á þessum tímapunkti.

  36. Virkilega slæmur varnarleikur varð liðinu að falli í dag eins og venjulega.
    Sóknarlega vorum við frábærir í fyrsta skipti í langan tíma. Hefðum getað skorað allt að 6 mörk á old trafford líkt og city gerði í den!

    1. Mark united verður til vegna þess að lallana og allen vörðust mjög illa!
    Þarna áttu sér stað grunnatriðamistök í varnarleik! Lallana hefði átt að detta fyrir neðan Allen og taka cover vörn! Valencia var með þvílíkt pláss fyrir aftan þá og eina sem lallana hefði átt að gera var að fara í cover vörn en í staðinn fyrir að fara upp að hlið Allen þá hefði þetta mark ekki gerst. Plús það að Coutinho var ekki að elta Rooney!

    2. Mark united var rangstaða!

    3. Markið kemur út af Lovren sem hafði allan tímann í heiminum kom með lélega hreinsun! Frekar barnalegt.

    Sóknarlega voru Liverpool mjög öflugir og fyrsta skipti í langan tíma minnti helst á leiki í fyrra vantaði bara að slútta færum en þetta var bara dagurinn hans De Gea.

    En vonandi fer þetta að breytast því það var samt lífsmark í liðinu og mér finnst að stuðningsmenn verði að hafa betri yfirsýn yfir það sem gerist á vellinum því Liverpool voru ekki eins slæmir og maður vill halda eftir þennan leik!

    Áfram Liverpool og Fowlerheim!

  37. The reason we didn’t score today was because of the lack of finishing instinct. We created better and more chances than United before we became demoralised. Is it Rodger’s fault sturridge is made out of glass? No. Is is his fault for putting his trust into Sterling to play No9 who has been our best player this season? No. Yes, maybe he got his selection wrong with Jones and Johnson, but this is the man who guided us to 2nd last year. If anything, it is FSG’s fault for not giving Rodgers the fund to spend big, and he was unlucky Sanchez chose Arsenal over Liverpool due to geography. Too many of you turn your heads when road is looking a bit rough, and that’s not what Liverpool fans do. Give rodgers until the end of season, then we can really see what he is made of. YNWA.

  38. Hvernig verður liðið næst? Verða búnir til ellefu miðar og svo draga menn miða í hvaða stöðu þeir spila í viðkomandi leik. Guð minn almáttugur hvað þetta er orðið slæmt. Sorglegt alveg hreint.

  39. Halda menn virkilega að varnarleikur liðsins muni batna. Staðan á honum er svona eftir 3 ár undir stjórn Rogers. Þetta slapp á síðasta tímabili vegna geðveikrahæli gæða í sóknarleiknum. Liðið í heild er eitt skipulagsleysis og þar held ég að Rogers sé því miður of fátækur

  40. Sum kommentin hér fyrir ofan eru óskiljanleg….Eins og þetta:

    “Ég vill ekki lifa í heimi þar sem þetta skíta lið vinnur okkur!!!”

    United hefur oftar en ekki unnið Liverpool síðustu 20 ár…

    United hafa unnið deildina 5 af síðustu 7 árum.
    Liverpool, fyrir utan síðasta tímabil hafa verið að enda í 6-8 sæti síðustu ár.

    Ég er United maður, mér finst ekkert skrítið við það að United hafi unnið Liverpool í dag, á Old Trafford, þegar að United fer á Anfield þá er ég oft stressaður, sérstaklega síðasta tímabil hehe, en að ykkur finnist það án djóks skrítið að tapa fyrir United, það skil ég ekki.

    Annað liðið er stórveldi, hitt er það ekki, jú auðvitað ef að miðað er við söguna, 18 titlar og allt það, en það eru 20+ ár síðan, Liverpool er í besta falli 5 besta liðið síðustu ár.

    En að öðru, þessi síða er frábær, gaman að lesa hana,hrós á ykkur síðuhaldara fyrri flotta umgjörð.

    Kv. United siggi

  41. Alan Sherer á BBC snemma í fyrri hálfleik:

    “Raheem Sterling has to score. I would have had a hat-trick by now – with just the two chances!”

    Á sama tíma í fyrra vorum við með 30 stig og búnir að skora 15 mörkum meira.

    Svo fer ég að skoða í hvaða deild þetta Bournemouth lið sem við erum að fara spila við í næstu viku……… jú, jú……… toppliðið í Championship deildinni og á bullandi siglingu þar.

    Svo Arsenal um næstu helgi sem nýbúnir eru að finna skotskóna aftur…….

    Lovren í vörninni, Jones kominn í markið og Rodgers á hliðarlínunni að hugsa um hvert hann eigi að bjóða frúnni út að borða í kvöld………..

    Bara gaman að halda með Liverpool þetta sísonið……….. já, já……. bráðum koma jólin!

  42. Rogers segir að honum finnist Liv hafa gert nóg til þess að vinna leikinn eftir 3-0 tap…!!!!!!!!!

    Er ekki allí lagi með manninn??? Hodgson hvað??
    Er að missa alla trú á Rogers og myndi ekkert gráta brottrekstur hans…….
    Finnst ég sjá að Sterling og coutinho eru búnir að missa trú á verkefninu, er viss um að Sterling skrifar ekki undir nýjan saming og get alveg trúað að Gerrard geri það sama…

    Hörmung er orðið!!!!

  43. Ég er ekki ennþá kominn um borð í “Rodgers out” lestina en það er langt í frá barnalegt eða alveg galið að einhver hluti stuðningsmanna Liverpool vilji gera breytingar strax. Liðið féll úr leik gegn Basel í Meistaradeildinni, var að tapa 3-0 á Old Trafford gegn ekkert sérstöku United liði og síðast þegar liðið byrjaði svona illa í deildinni var þetta tímabil.

    Roy Hodgson og Brendan Rodgers voru með einu stigi meira á þessu stigi tímabilsins 2010 og 2012. Við eigum Arsenal úti næst!

    Þá erum við ekkert farin að skoða þá leikmenn sem komið hafa síðan Rodgers tók við og hvernig þeir hafa reynst okkur.

    Það er svo sannarlega mótvindur núna

  44. nú er framtíðin orðin svört vill sjá allen, borini og johnson fara í janúar. Er á báðum áttum varðandi rodgers það er bara ekkert að ganga upp og mér þætti leiðinlegt að sjá hann vera rekinn eftir frammistöðu síðasta timabils skil ekki hvað gerðist fyrir manninn sem hafði svör við öllu og valtaði yfir hvert einasta lið að undanskyldum chelski!

  45. Brendan ???,,, tekur sig til og breytir um markmann fyrir þennan leik, átti að vera búinn að því fyrir löngu en núna?? skil ekki….eins með Allen, hvaða ást er þetta á þessum manni. Svo Sterling, afhverju má ekki taka þennan út og hvíla. Hann er jú efnilegur, en ofmetinn er hann orðinn. Brendan keypti mikið í sumar en samt notar hann þá ekki.. Hef aldrei fundist Lucas góður en samt hefur hann verið ekki sá slakasti upp á síðkastið en þá er hann settur á bekkinn… Byrja með engan framherja og fl og fl.. set ég stórt ? við Brendan, hann er ekki með þetta. Svo er Balotelli settur inná og hvað ??? það er margt sem ég er ekki að fatta eftir þennan leik. Að hafa Allen , Coutinho og Sterling inná saman er ekki gott… Coutinho sýndi í fyrsta markinu hve latur hann er..svo var Lallana tekinn út af, var búinn að með þeim betri sem voru inná. Afhverju var Can ekki inná??? Brenda út…….

  46. Sjáið mun á stjórum….
    Van Gaal gagnrýndi liðið sitt eftir leikinn í dag fyrir að gefa of marga bolta og sendingar frá sér.. Á meðan Rogers var ánægður með sína menn hvað þeir sköpuðu mörg og góð færi…
    Finnst Rogers alveg meiga fara að láta aðeins í sér heyra.. farinn að minna alltof mikið á Hodgson!!!!!

  47. Hahaha Þetta er allveg stórfurðulegt allt saman þetta timabil ég sá þennan leik… Færanýtinginn er í takt við tímabilið hjá okkur. held svei mér þá Þetta getur varla versnað.

    Eigum við einhvern séns í þetta Arsenal lið næstu helgi? Giroud dottin í gang. Alexis einn af topp 3 leikmönnum deildarinnar í ár. ég spáði 3 eða 4 núll sigri united, Arsenal á eftir að vinna okkur 5-1. eftir þann leik munu verða dimnir dagar í Liverpoool borginni. Brendan verður komin endanlega út í vegg og spurninginn aðeins hvað gerist?

    Hvað mig varðar þá er mér orðið skítsama ég er búinn að gefast upp á þessu liði. ég mann Hogdson tíman þá hafði ég orðið lítin áhuga á Liverpool…..Það er sama að gerast núna. óskup lítið að gleðjast yfir… fyrir Basel LEikinn töluðu menn að koma tímabilinnu í gang. 2 leikjum síðar Sama sorgarsagan!

  48. Getur maður lagt inn beiðni um að fá opinn þráð? Bara svo þessi skýrsla sé ekki efst á síðunni.

  49. Nú væri ég alveg til í að eiga holu hérna útí garði þar sem ég gæti haldið til þar til allir eru búnir að gleyma þessum leik, ótrúlegt hvað karlmennskan hverfur þegar maður horfir á Liverpool niðurlægða af helvítis United öpunum.

    Ég kenni Rodgers um, það voru menn í liðinu sem ekki áttu heima þar.

    Byrjum á Jones: Hann sýndi það í dag hvers vegna hann er varamarkvörður fyrir Mignolet. Vill alls ekki kenna honum um neitt markanna en hann hefði að sjálfsögðu getað reddað rassgatinu á þeim sem að gáfu þessi mörk (Allen og Lovre(Hinir mennirnir sem ekki áttu heima í liðinu))

    Lovren: Nýbúið að gefa Toure verðlaun fyrir góða spilamennsku en við skulum samt henda honum á bekkinn og setja Lovren inná í staðinn, þessi ákvörðun meikar ekki sens í mínum haus. Toure var frábær eftir að hann kom inná fyrir Glen, þrátt fyrir að hann hafi farið í lautarferð í 3ja markinu, misst boltann og gefið United möguleika á skyndisókn, en það voru hans einu mistök í leiknum.

    Allen: Er ekki nóg að heyra nafnið? Nenni ekki að koma með allt það sem ég vill segja um hann, en það er greinilegt að hann ræður alls ekki við að spila leiki sem eru á þessu leveli, var alltaf skrefinu á eftir. Hleypti Valencia framhjá sér eins og einhver allra lélegasti amatör, alvöru varnarmaður hefði stýrt Valencia upp kantinn, ekki staðið beint fyrir framan hann og beðið.

    Ef Toure hefði byrjað inná í staðinn fyrir Lovren og Balotelli/Lucas í staðinn fyrir Allen hefði þetta verið sigurleikur, ég er alveg viss um það.

    Nú er eins gott fyrir BR að fara að finna sitt besta byrjunarlið, það eru að koma áramót og hann er ennþá að gera margar breytingar á liðinu á milli leikja, svoleiðis á það ekki að vera. Ég vill sjá hann stilla upp svipuðu liði gegn B’mouth og hann stilti upp gegn Real Madrid í seinni leiknum.

    Ef B’mouth vinnur okkur verður Arsenal-leikurinn síðasti leikurinn undir stjórn Rodgers

  50. #Dassinn 17. Hvað ertu að tala um? Ef við hefðum ekki verið 2-0 undir hefðum við aldrei fengið þessi færi? Fengum frábært færi í stöðunni 0-0. Næsta sókn á eftir komnir 1-0 undir. Annað markið rangstaða og kom alveg upp úr engu. Þriðja markið var náttúrulega röð mistaka, Kolo missir boltann og Lovren hreinsar beint út í teig í stað þess að lúðra boltanum upp í stúku.

    Það er ekkert flóknara en það að munurinn á liðunum í dag var De Gea. Ég er sammála Rodgers að liðið gerði nóg í dag til að vinna leikinn. Hefðum bara þurft að nýta hluta af færunum okkar. Það er engin lausn að reka Rodgers. Og samanburðurinn við Hodgson er náttúrulega hlægilegur. Annar er 73 ára gamalmenni(veit ekkert hvað hann er gamall) og fótboltaleg risaeðla á meðan hinn er rúmlega fertugur með ákveðna sýn og heimspeki sem snýst um að spila skemmtilegan bolta. Ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að snúa þessu við. Fáum Sturridge eftir áramót og svo verða keyptir leikmenn til að styrkja liðið.

    Það er nóg eftir af tímabilinu og það er alveg hægt að ná fjórða sætinu þó það verði erfitt. Fyrstu tvö sætin eru frátekin en ekki sæti 3 og 4. Man.Utd er bara skelfilega slakt lið sem verða ekki endalaust heppnir eins og í dag.

  51. Mér finnst eins og svo mörgum öðrum hérna þessar ákvarðanir hjá Rodgers svo ótrúlega heimskar að ég á ekki orð.

    1. Hvar Var Lucas í dag ?
    2. Af hverju er Joe Allen að spila leik eftir leik ?
    3. Af hverju er þessi Coutinho að spila á miðjunni en ekki Henderson ?
    4. Af hverju var ekki Emre Can að berjast við Fellaini á miðjunni ?

    Mér leið samt betur að sjá Sterling upp á topp enda var allt annað að sjá liðið hvar færin varðar þó svo að þau hafi ekki verið nýtt í dag.
    Og ég var líka sáttur að sjá Jones fá tækifæri en heilt yfir þá skil ég ekki hvað er i gangi í hausnum á Rodgers.

  52. 1. Allen út, núna, gaurinn getur ekki neitt það sér hver maður, BR þetta er ekki Xavi
    2. Hvernig má vera að enginn hjá okkur fékk gult fyrir “alvöru” tæklingu í dag en við vorum straujaðir vinstri hægri, þetta er physical leikur ekki f…g strandblak
    3. Kaupa Petr Cech í janúar, vandamálin byrja í markinu og smita út frá sér
    4. Verðum að kaupa proven markaskorara í janúar, framlínan er ekki boðleg án Sturridge, sem jú á eftir að meiðast aftur
    5. Sigur í næsta leik, HEIMA á móti Arsenal og bara 3 punktar í CL sæti!!

    YNWA

  53. Fá Benitez strax inn sem ´caretekar´og athuga hvort hann hafi þetta enn í sér. Hann er okkar eina von ef við eigum að vinna Evrópubikarinn og hann elskar klúbbinn.
    Kannski er Bentitez sé búinn að leggjast undir feld og ígrunda hvað fór úrskeiðis síðast (fyrir utan G og H) þegar hann stýrði klúbbnum og e.t.v. er hann búinn að læra af reynslunni.
    Gefum spánverjanum okkar séns … hann gæti tekið dolluna sem kemur okkur í meistaradeildina á næsta ári … okkar eina von eins og staðan er núna!

  54. 16 leikir búnir í deildinni og Liverpool búnir að vinna 6 leiki , gera 3 jafntefli og tapa 7 leikjum og markatala er 19 – 22 sem er svo algjörlega óviðunandi.

    Það eru svo sem ekki nema 7 stig í 4 sætið, sæti sem við stefnum á vonandi og til þess að það verði nokkur möguleiki þá verða eigendur liðsins að kaupa gæði í januar. Ekki magn heldur gæði.

    1. Topp klassa markvörð.
    2. Topp klassa sóknarmann.
    3. Topp klassa miðvörð.

  55. Kaupa anna?hvort Jackson Martinez (30mil) e?a lacazettr örruglega svipa? dýr og kannski einhver hafsent eins sem er BPL proven Lovren var búin a? vera í BPL eitt season sem er ekki nóg sorry kann ekki a? skrifa YNWA

  56. Sælir félagar

    Bond #55 er með spurningar sem mér finnst BR þurfa að svara. Hann verður að gefa stuðningsmönnum skýringar á sérkennilegum ákvörðunum sínum í uppstillingu og skiptingum. Hann verður að gera sér grein fyrir að stuðningmenn liðsins eri lífæð þess. Ef enginn styður liðið hættir það að vera til. Með sama áframhaldi hættir Liverpool að’ vera til því enginn munstyðja það í framtíðinni þegar við erum gengnir fyrir ætternisstapann sem styðjum það í dag. Engir nýir stuðningmenn munu bætast í hópinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  57. #67

    Bony er orðinn alvöru striker í dag, virkilega solid leikmaður. Hugsa að hann færi á alvöru pening, ef hann yrði seldur. Liverpool getur hæglega losað 1-2 leikmenn upp í kaup í janúar, en þá er eins gott að það verði vel ígrundað. Að sjálfsögðu er félagið hætt að kaupa upp á breidd, nú er ekki vit í öðru en að kaupa fáa sem mjög líklegt má telja að nýtist beint til að styrkja byrjunarliðið.

    Munum svo að nettóeyðsla Liverpool síðustu 5-6 ár er alls ekki mikil. Erum þar í ca 4.-6. sæti, samhliða Stoke og Aston Villa. Í síðasta glugga vorum við í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni, með rösklega fjórðung af eyðslu United.

  58. Svekkelsi alls svekkelsis í dag, bara verra þegar við töpum fyrir Everton.

    Annars flest allt sagt sem ég vildi, og margt sem ég ekki vildi líka.

    Ber ekki meiri virðingu fyrir neinum en Jamie Carragher og ætla að leyfa mér að vitna í orð hans í dag og gera að mínum…

    http://www.thisisanfield.com/2014/12/jamie-carragher-lends-support-to-under-pressure-liverpool-boss-brendan-rodgers/?

    Svona rétt til að styðja það sem ég hef sagt varðandi að skipta um stjóra á miðju tímabili og líka varðandi það sem hann talar um liðið á síðustu leiktíð miðað við þau sem Carra spilaði með, mörg þeirra innihéldu ákveðinn mann sem nú er í liði Barca…þó hann ekki skori mikið þar….

  59. Sé hér að ofan að sumir núverandi áhangendur Liverpool eru að bera síðasta ár saman við núverandi depurð. Tel að þeir hinir sömu vaði þar í villu. Tel að eins og ég sagði á síðasta keppnistímabili var liðið svo til eins manns lið, Luis Suariz og lítið meira. Tal að þáttur hans í árangri síðasta tímabils sé algerlega afgerandi. Enda hefur Luis sjálfur sagt, ,,Liverpool hefði aldrei náð þessum árangri án mín, gæðin eru ekki næg”. Þar með fékk ég ánægjulega staðfestingu á því sem ég hélt fram fyrir ári og hlaut þá vanþóknun fyrir.

    Tel rétt að horfast í augu við að í heildina vantar eitthvað mun meira en smámuni. Tek undir með þeim sem telja tíma Brendan orðinn nægilega langan. Sérlega þegar álit hans og athafnir í kring um leiki liðsins eru merkjanlega ámælisverðar og bera vott um vanþekkingu á leikskilningi eigin liðs og sérlega andstæðinganna hverju sinni.

    Kveðja. Með von um að hafa ekki sært neinn varanlega.

  60. Hvernig er það, var Bony talinn vera alltof dýr? Var ekki talað um 20 mill en svo hentum við 16 í Balotelli

  61. það er alveg klárt mál að það er ekkert hægt að grenja þennan ósigur einfaldlega vegna þess að hann var ekkert svo rosalega óverðskuldaður!!!!

    tek undir það sem menn hafa verið að benda á hérna í dag, að loksins var að sjá smá hugmyndarflug í sóknarleiknum og menn hreyfanlegir,,, eitthvað sem er búið að vera öskra á allt tímabilið, EN!!! athugið eitt… á miðjunni í dag var einn “varnasinnaður” miðjumaður þ.e. joe allen sem var að berjast við fellaini í dag með misgóðum árangri, allir hinir þar á meðal gerrard hugsuðu fram á við og þó að gerrard átti að vera akkerið í dag stoppaði hann lítið í annars herfilegri vörn í dag og átti eina góða sendingu í einni góðri sókn í dag

    jújú ok eitt rangstöðumark og allt það en það er ekki það sem varð okkur að falli í dag einsog svo oft áður…..

    auðvitað á stjórinn að fá að heyra það aðeins…. það er hann sem er hausinn á liðinu, hann er með hendurnar á stýrinu… en það má ekki gleyma því að hann er ekki sá eini sem er að þjálfa liðið okkar, við erum með nokkra aðila sem eru að sjá um þjálfun á day to day basis.
    er það ekki??

    væri gaman að fá einn nettan pistil um það hérna hvernig strúktúrinn með þjálfaraelítunna okkar er,,,, svona svipað og þegar var farið í scoutanna okkar hér um daginn…

    babu vonandi tekuru þetta til þín og vippar í einn alfræði doðrant 🙂

  62. Nokkrir linkar. Best að bæta við smá texta, svo þetta lendi síður í saxbautavörninni. Bla bla bla… 🙂

    Leikurinn í heild sinni: http://www.reddit.com/r/footballdownload/comments/2p9isx/request_man_utd_vs_liverpool_bpl_14122014/

    Highlights: http://www.reddit.com/r/footballhighlights/comments/2p9jk7/manchester_united_vs_liverpool_premier_league/

    Og hér má finna strauma á MOTD, sem hefst kl. 22:45: http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=296849&part=sports

    Þarf maður að segja meira til að lenda ekki í /dev/null? Kemur í ljós. 🙂

  63. Sælir vinir og félagar.
    Hef tekið eftir allmiklu ýgi sem hefur aðallega beinst að vini mínum honum Rodgers(Rogginn).
    Einnig fær Allen í sífellu að heyra það auk nokkurra annarra sem virðast vera áskrifendur að blammeringum frá kopp-mönnunum.
    Það eru tveir menn sem tóku þátt í leik dagsins sem stóðu sig ekkert sérlega vel en umræðu um slíkt er hvergi að finna.
    Þetta eru annars vegar, gullkálfurinn Steven “eini sanni” Gerrard, sem kemst ekki sérlega vel frá þessum leik þrátt fyrir að eiga að vera helsta driffjöður liðsins og mæna. Margir benda á að liðið sakni Suaréz en ég held að liðið sakni jafnvel enn frekar þess Gerrards sem lék með liðinu á síðasta timabili, leikmaður sem kemur mögulega aldrei aftur. Þar spilar aldurinn inní, enda er það orkufrekt hlutverk að spila í þeirri stöðu sem hann var í og hefur verið.
    Er hann kannski bara með free-pass af þeirri ástæðu að það eru alltaf 3-10 aðrir leikmenn sem standa sig verr en hann?

    Hins vegar er það ekki-svo-mikill-gullkálfur-samt-svo-mikill-kálfur hann Mario Balotelli.
    Hann fékk færin í dag en þau var hann afar heppinn að hafa yfir höfuð fengið þar sem hann átti að fjúka útaf mjög fljótlega. Var heppinn að sleppa við gult fyrir peysutog áður en hann nældi sér í langþráða áminningu. Var svo heppinn, aftur, að fá ekki gult. Eftir leikinn er hann með inneign sem hljóðar upp á 2 áminningar.
    Svo er það þessi blessaða líkamstjáning hans. Svona eins og óþroskaður grunnskóladrengur sem telur sig of góðan fyrir lið sitt og jafnvel að hann eigi að vera yfir leikreglur hafinn.

    Að síðustu langar mig að benda mönnum á að fylgjast með markverði Bournemouth í komandi leik, Arturi nokkrum Boruc, en hann er þar á láni þar til í janúar 2015. Þar fer flottur markvörður sem á ekki markmannsstöðuna vísa hjá sínu liðið Southampton. Ætti að vera hægt að lokka hann á Anfield á nýju ári.

    Kv. Skúli

  64. Brendan Rodgers er á þessu tímabili með verri árangur en Roy Hodgeson var með árið 2011 ef að það er ekki brottrekstrarsök þá veit ég ekki hvað er það.

  65. Eruð þið með podcast-þátt á dagskránni? Nóg að tala um allavega.

  66. EKki var þessi leikur upp á marga fiska. Ótrúlegt að við náðum ekki að skora úr neinum af þeim færum sem við fengum í dag. Ég veit ekki hvort dagar Brendans séu taldir eða verða taldir eftir leikinn gegn Arsenal en ég veit að við fáum ekki almennilegan nýjan stjóra fyrr en næsta sumar.

  67. Ég vil ekki skella þessu tapi í heild sinni á herðar Rodgers. Mér fannst hann djarfur sem er eitthvað sem stuðningsmenn hafa verið að kalla eftir í einhvern tíma. Liðið sýndi áræðni í byrjun og voru mun betri þangað til að þrír leikmenn, Allen, Lallana og Moreno ákváðu að sleppa Udt manni upp kantinn og Lovren sem var allt of innarlega gaf honum heila flugbraut að auki.
    Annað markið var svo rangstæða og þriðja markið eiga Toure og Lovren saman, Lovren þó meira en Toure.
    Rodgers getur svo ekki klárað færin fyrir Sterling og Balotelli. Það eina sem ég hef útá hann að setja í kringum þennan leik er að hafa ekki verið hundfúll með liðið eftir leik og kallað eftir því að menn skrúfi fyrir einstaklingsmistökin og bæti færanýtinguna. Það þýðir ekki að vera jákvæður í fjölmiðlum ef allt sem þú lagðir upp með gekk en leikmennirnir voru að gera crucial mistök á báðum endum!

  68. Strákar hvers vegna erum við að tala um að þetta Man Utd lið sé svona ógeðslega lélegt? Búnir að vinna 6 í röð og það eru ekki léleg lið sem gera það. Liðið er í 3 sæti og líta vel út, gætu alveg farið langt þar sem lítið álag er á þeim. Ef RVP eða Rooney eru ekki að virka þá kemur bara Falcao inná. Einnig þá eru rosalega margir meiddir hjá þeim eins og Di Maria, Blind og Rojo þetta eru allt leikmenn sem styrkja þá. Hversu illa höfðum við tapað ef Di Maria hefði verið með? ÚFf ég hugsa um það með hrylling.
    Berum virðingu fyrir andstæðingum, Man Utd voru miklu betri en við í dag. Alveg eins og við vorum miklu betri en þeir í síðasta leik þessara liðað.

  69. Slæmur dagur, ég þarf aðeins að melta þessa hörmungarstöðu okkar. Væri til í að fá flj skoðun hins afburðaskarpa Peter Beardsley hér á spjallinu.

  70. Skásti leikur liðsins í langan tíma og 3-0 tap. Það er magnað. En við erum bara miðlungslið í dag og það er staðreynd. Allir eru að hrósa Sterling en 90% af hans lokaákvörðunum eru slæmar. Skotin úr færunum er skítleg, ákvarðantatökur er arfaslakar og þetta er bara ekki að virka hjá honum. Hann á hins vegar eftir að verða súperstjarna sem við verðum að halda.

    Það sem ég er að segja er að það er engnin súperstjarna í liðinu í dag. Þetta er bara miðslungslið sem á eftir að sigla í þessu 8 til 10 sæti og ætli við föllum ekki út úr deildarbikarnum í vikunni. Já svart er það….

  71. Nokkur af commentunum hér snerust um það að deildin næstu ár væri bara á milli Chelsea, City og United vegna þess að þessi lið eiga peninga og að Liverpool ætti ekki séns fyrr en við fáum peninga. Það fannst mér afskaplega heimskulegt.

    Liverpool gat í sumar verslað fyrir 60m+ Suarez=130m punda. Munurinn á okkur og liðunum sem ég taldi upp áðan er sá að þeir kunna að kaupa leikmenn.Við keyptum Lallana og Lambert á samtals 30m punda, fyrir sama pening fékk Chelsea Diego Costa, sem er búinn að vera bestur hingað til, og City fékk Mangala, sem er búinn að vera einn sterkasti varnarmaðurinn í ár. Á meðan við kaupum Balotelli og Lambert á 21m finnst okkur Bony of dýr á einni milljón minna en þeir tveir til samans.

    Það skiptir máli hvernig maður notar peninginn, frekar vildi ég fá Mata í liðið mitt en Lallana og Can, frekar vil ég fá Mangala til okkar en Lovren og Moreno.

  72. Örn #77. Þú ert nú meiri fuglinn. Utd miklu betri en við í dag? Varstu að horfa á leikinn? Skoðaðu tölfræðina og haltu þessu áfram fram. Við áttum mun fleiri tilraunir og mun betri færi. Þeir áttu tvö skot á rammann í fyrri hállfleik og tvö mörk. Annað ólöglegt.

    Er ekki að gera lítið úr Utd liðinu, þeir eru að ná betri úrslitum en við en þeir eru ekki gôðir. Meira að segja Gary Neville kallaði þá pöbbalið. Þeir hafa verið heppnir í mörgum af þessum 6 leikjum, sérstaklega á móti Arsenal, Stoke og Southampton. Þeir leikir hefðu auðveldlega geta endað með jafntefli eða tapast.

  73. #79
    Þetta er bara því miður rétt nafni. Þrátt fyrir að við höfum átt smá pening í sumar, þá komumst við ekki með tærnar þar sem ríkustu liðin þrjú hafa hælana. Við höfum reynt við stóru nöfnin, en stór nöfn vilja stóra launatékka. Þegar stóru liðin geta t.d. borgað leikmanni £20millur í árslaun ein og sér, er greinilegt að við getum ekki keppt við þau í þeim bransa. Við verðum þá að reyna að vera lunknir og henda í nokkra lottómiða, sem tókst vel í fyrra. Í ár aftur á móti hefur ekkert gengið upp, en það er okkur að kenna, ekki stóru liðunum.
    Ég er annars hjartanlega sammála þér nafni með það að vilja alvöru leikmenn, gæði frekar en magn, vonandi tekst það í janúar.

  74. Helsta vandamàl LFC er ekki þjàlfunin. Það getur hver sem er þjàlfað leikmenn. Vandamàlið er þessi hugsun að vera alltaf að finna upp hjólið à leikmannamarkaðnum. “Magn yfir gæði” sl. 25 àrin er það sem nànast er búið að drepa LFC og gera að venjulegu miðlungsliði sem stærri nöfnin hafs engan àhuga à að spila fyrir.

    Það gràtlega við þetta allt er að við eyðum engu minna en önnur lið og samt er útkoman F-! Það ennþà gràtlegra er að fyrir þessar £120m sem greitt fyrir þessa 9 leikmenn hefði AUÐVELDLEGA verið hægt að kaupa 2-3 KLASSA leikmenn til að styrkja kjarna liðsins, og samt àtt nægan afgang til að spreða í janúar.

    þetta er ekkert flókið. Það er mun betra að kaupa EINN leikmann à hverju sumri sem bætir liðið heldur en 8-10 leikmenn sem allir eru spurningarmerki. Þetta snýst um að byggja upp sterkan kjarna og það hefur td Chelsea gert. Mourinho er dæmi um stjóra sem einfaldar dæmið og veit hvað hann vill og er að gera. Rodgers er hinsvegar algjörlega týndur hvað leikmenn og kerfi varðar.

    BR gefur mèr hrikalega gæsahúð þegar èg sè/heyri í honum. Það liggur við að mig langi í Benitez aftur en èg hef meiri metnað og myndi vilja Klopp.

  75. Gengur erfiðlega að snúa við genginu… [img]http://blogs.telegraph.co.uk/news/files/2013/10/austinpowers-070910.jpg[/img]

  76. Svenni (#74) spyr:

    “Eruð þið með podcast-þátt á dagskránni? Nóg að tala um allavega.”

    Nei, því miður, náum ekki að taka upp í kvöld vegna anna. Ætlum að reyna á mánudag eftir viku, þá höfum við vonandi líka sigurleik(i) til að tala um…

  77. Var að hlusta á TalkSport àðan og þeir voru að tala um hvað LFC þarf í janúar hvað leikmenn í stöður. Þeir sögðu sóknarmann þar Alan Brazil og Danny Murphy sem kom mér ekki á óvart.

    Menn einblíma voða mikið á sóknina þegar okkar vandamál er að við lekum mörkum. Getur einhver talið upp nothæfan DMC í liðinu? Einhvern sem skýlir vörninni með þvi að éta upp bolta eins og Mascherano gerði? Lucas? Nei. Gerrard? Guð nei! Allen? Nei! Can? Nei.

    Það er enginn! Þetta er staðan sem við þurfum að fylla og það i januar til að loka fyrir lekann og gefa vörn smá sjálfstraust. Þetta er svo augljóst að það er ôgeðslegt.

  78. Það minnkuðu ekkert áhyggjurnar af varnarleiknum eftir þennan leik! Margir sem skitu upp á bak í fyrsta markinu, Moreno á einhverju joggi til baka og hefði auðveldlega getað komið sér í stöðu fyrir aftan Allen. Eins gerðist Lallana áhorfandi að málum í stað þess að aðstoða. Svo er letin í Coutinho ófyrirgefanleg, klára hlaupin sín. Algjört lykilatriði!!
    Það er því miður þannig að á þriðja ári hefur stjórinn okkar ekki enn tekist að laga varnarleik liðsins og má alveg færa fyrir því rök að hann hafi versnað síðan hann tók við. Það eitt og sér ætti að vera nægjanlegt til að menn spyrji sig spurninga um framtíð hans hjá félaginu. Áttum góðan leik fram á við en skulum ekki gleyma því að vörn United hefur nú ekki verið sú sterkasta í vetur. En sköpuðum flott færi, eina sem vantaði upp á var slúttið!

  79. Frábær pistill Babú, það besta sem ég hef séð frá samherja mínum í Liverpool síðan tottenham var tekið í kennslustund í var það ekki lok ágúst sl ?

  80. Sælir félagar. Ég sá nú ekki þennan leik í beinni, en var að horfa á extended highlights. Mér sýndist nú spilamennskan hjá okkar mönnum sóknarlega vera í lagi. Þetta eru auðvitað United á Old Trafford, sem er ekkert gefins.

    Í vetur hefur bæði sóknar- og varnarleikur verið mjög dapur hjá okkar mönnum. Ef sóknarleikurinn verður svona í næstu leikjum, þá munu mörkin koma. Öll mörkin hjá United komu eftir mjög kjánalegan varnarleik.
    Í fyrsta markinu, þá er Allen klobbaður (kemur fyrir) og það er ekkert cover eftir það. Menn eru bara á hægu joggi á meðan Valencia brunar áfram. Aðalatriðið er að stoppa Valencia, þú getur lítið gert við hlaupinu hjá Rooney.
    Í öðru markinu, þá er enginn að dekka Mata á fjærstönginni. Moreno er bara að horfa á leikinn, alveg eins og Johnson gerir stundum. Þetta var kannski rangstaða, en það breytir því ekki að varnarleikurinn var slakur.
    Í þriðja markinu, þá er það í raun og veru hreinsunin hjá Lovren sem gerir útslagið. Hvað er maðurinn að reyna að hreinsa boltann á þennan hátt í þessari stöðu? Furðulegt!

    Öll umræða um að Rodgers eigi að víkja finnst mér alveg glórulaus. Vissulega er þetta ekki reyndasti stjórinn í bransanum, en ég held að hann hafi gott af því að reyna sig þegar á móti blæs hjá stórliði. Það blés ekki alltaf byrlega hjá Reading og Watford undir hans stjórn, en það er allt önnur pressa þegar illa gengur hjá stórliði eins og Liverpool. Þetta fer í reynslubankann hans.

    Látum Rodgers um að ákveða hvernig sóknarleikurinn á að vera. Ég held hins vegar að það þurfi að fá inn einhvern sérfræðing í varnarleik til að hjálpa okkar manni.

    Styðjum okkar menn
    YNWA

  81. Ég sé lítið annað í stöðunni ef að næstu 2-3 leikir fara illa en að reka greyið Brendan.

    Liverpool þarf að fara að rétta úr kútnum í deildinni, koma móralnum upp í hópnum og ef félagið hefur metnað til að gera einhverja alvöru atlögu að titli, hvort sem það er í Evrópudeildinni eða Deildarbikarnum þá held ég persónulega að Rodgers sé ekki hæfur í þessi verkefni með klúbbnum.

    Það er augljóst mál að það þarf að styrkja leikmannahópinn í janúar, og eru þá einna helst markmanns- og sóknarmannsstöður sem þarf að fylla.
    Nú höfum við þurft að horfa upp á það að menn vilji ekki koma til félagsins, Sanchez fór frekar til Arsenal – Mkhitaryan fór frekar til Dortmund – Costa kom ekki o.s.frv.

    Og hver er ástæðan?

    Peningar? Staðsetning Liverpoolborgar á landakorti? Ekki nógu margir góðir leikmenn í liðinu?

    Nei. Það er stjórinn okkar.

    Ef þið mættuð velja, hvort mynduð þið vinna með Arsene Wenger sem gerir alla leikmenn betri eða þrjóska Norður Írska stjóranum Brendan Rodgers?
    Hvort mynduð þið vinna með hinum frábæra stjóra Jurgen Klopp eða Brendan Rodgers?
    Hvort mynduð þið vinna með hinum margreynda José Mourinho eða Norður Íranum okkar?
    Þetta er ekkert flókið

    Liverpool þurfa einhvern aðlaðandi stjóra – annars vilja menn ekki koma til félagsins.

    Við þurfum stjóra sem kann að vinna, er ekki þrjóskur á taktík og spennandi leikmenn vilja vinna með.

  82. menn vilja Rodgers burt enn menn horfa ekki á þá staðreynd að menn sem eiga að halda þessu liði uppi eru með allt lóðrétt niðrum sig !
    Gerrard t.d, hann kom ekki í mynd fyrr en hann fékk gult spjald á 83 mín.

    og hvaða mann vilja menn fá í staðinn ? er einhver betri maður á lausu ? skulum vera raunsæir, klopp né simeone eru aldrei að fara að koma.
    þýðir ekki bara að kalla rodgers out þegar enginn nema tony pulis er á lausu

  83. Kemur í ljós að skiptingin á Lallana var taktísk, þar sem hann var yfirburðamaður í liðinu í fyrri hálfleik þá er þessi ákvörðun algerlega óskiljanleg, enn og aftur, og sýnir getuleysi BR í hnotskurn.

Liðið gegn Man U – Mignolet á bekknum!

Dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar