Byrjunarliðið á Kingsmeadow – UPPFÆRT

Rómansinn í FA-bikarnum er þegar litla liðið fær heimaleik gegn því stóra.

Rómansinn er þó vonandi bara alls ekki að fara að henda í kvöld þegar okkar drengir mæta AFC Wimbledon á þeirra 5000 manna heimavelli í útborg Lundúna.

Rodgers er ekkert að velja neitt unglingalið hér í kvöld…svona er uppstillingin.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Manquillo – Henderson – Lucas – Markovic

Gerrard – Coutinho
Lambert

Bekkur: Ward, Enrique, Toure, Moreno, Borini, Balotelli, Williams

Lallana er meiddur og verður frá í mánuð og í dag spiluðu bæði Suso og Shey Ojo í 2-0 sigri gegn liði Shrewsbury í æfingaleik á Melwood í stað þess að vera með aðalliðinu.

Það er því ljóst að stefnan er sett á að ná langt í FA-bikarnum og þá þarf að forðast bananahýðið hér í kvöld.

Drátturinn í næstu umferð fer fram rétt fyrir upphafsspyrnuna í kvöld og ég uppfæri þessa byrjunarliðsfærslu með mótherjum okkar ef við komumst áfram.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Uppfært

Sigurvegarar leiksins í kvöld fá heimaleik í næstu umferð gegn Eiði Guðjohnsen, Emile Heskey, Jay Spearing og fleiri…semsagt Bolton heima í verðlaun fyrir sigur. Den tid og den sorg, fyrst er það leikurinn!!!

96 Comments

  1. Þetta lið finnst mér ekki líklegt til að skora. Á hvern á Coutinho að gefa á…stungusendingar á Lambert?

  2. Veit einhver um góða stream síðu fyrst það er búið að loka Wiziwig

  3. Veldur mér gríðarleguþ vonbrigðum að sjá þetta sterka lið…hvíla leikmenn!!!!

  4. afhverju ekki að setja balo inn faranlegt að hafa gamla kallinn þarna uppi a top

  5. Skil ekki alveg rotation stefnu Rodgers en það er svosem ekkert nýtt. Ef þetta er ekki leikurinn til þess að hvíla fleiri en einn leikmann veit ég ekki alveg hvaða leikur það er, líklega ekki gegn Real Madríd t.a.m.

    Flott annars að fá heimaleik næst komist Liverpool áfram.

  6. Sæl öll,
    Nákvæmlega liðið sem ég vildi sjá á móti Leicester þ.e. Gerrard uppi í stað Lallana. Þetta fer 1-5, strögl á meðan Wimbledon gera hlaupið en eftir 65 min opnast flóðgáttir.

  7. Rodgers er ekkert að spara brúnkukremið.Hvað er málið með karlinn ; )

  8. úff þessi völlur er ekkert sérstaklega góður og þeir spila frekar fastan bolta. Vona bara að við missum ekki fleiri í meiðsli. þegar komnar 2-3 frekar grófar tæklingar sem hefðu getað slitið/brotið eitthvað á Sakho og Manquilo

  9. leikvangurinn hjá þeim er nú ekkert flottari heldur en hjá þórsurunum

  10. Flott mark hjá Kapteininum – en þessi vörn okkar er bara ekki hægt.

  11. ha ha meira ruglið. Liverpool bara heppnir að vera ekki undir. Alveg merkilegt að geta ekki sent nokkrar sendingar sín á milli á móti Wimbledon. Mignolet i ruglinu auðvitað.

  12. Mingolet var að fara út í boltann og það var brotið á honum…

  13. Gerard og Coutinho þurfa vera aðeins meira active og reyna halda boltanum.

  14. Best að segja sem minnst um Mignolet en varla hægt að koma orðum að því…

  15. Það er nú erfitt fyrir Mignolet að grípa boltann þegar dýrið hangir á honum..

  16. Kemur þvi miður ekki á óvart. Liverpool menn hættu bara eftir markið hjá Gerrard. Vandræðalegt.

  17. Ef er enn furðulostin af hverjum það kom ekki nyr markvörður strax 1 janúar en fyrst við erum enn að biða eftir nyjum keeper væri þa ekki malið að setja utileikmann i markið, td kolo toure eða sakho . Það getur ekki versnað 😉

  18. Í staðinn fyrir að klára svona lið strax, þá er verið að gefa þeim von. Nú berjast þeir eins og ljón það sem eftir er. Býst við að þeir vinni þetta bara.

    Er Ricky Lambert með ?

  19. Vá, orðið lurkur byrjar ekki einu sinni að ná utan um þennan Akinfenwa. Þarf liggur við að sækja í smiðju handboltans, þá “ísskápur” (fyrirferðarmikill línumaður). 🙂

    Og það var alltaf brotið á Mignolet í markinu þeirra. En skiptir ekki, eigum að klára þetta burtséð frá því.

  20. Þetta er svakalega sorglegt að horfa á , það er greinilegt hvort liðinu langar að vinna leikinn meira………og það lið kemur ekki frá Bítlaborginni….

  21. Og menn tala eins og það sé bara formsatriði að vinna þennan bikar…svona fyrir Gerrard.
    Dæs….

  22. Hvernig í óskupunum það kom til að við borguðum 11 milljónir punda fyrir Mingolet er bara með ólíkindum væri til í að borga með honum bara til þess að losna við hann. Man að ég held bara aldrei eftir að hafa séð lélegri aðalmarkvörð hjá Liverpool.

  23. Við erum trekk í trekk að vanmeta þessi minni lið. Við virðumst alltaf geta komist í gírinn gegn stóru liðunum en aldrei á móti þeim minni. Virðist eins og menn séu stanslaust að vanmeta andstæðinginn. Menn bara ekkert mótívaðir í þessa leiki og virka of cocky. Vonandi verður einhver flengdur í hálfleik sem fyrirboða um hvað gerist ef þetta lið getur ekkert drullast til að vinna lið í 4.DEILDINNI!

  24. Ég myndi nú halda að það sé ekkert grín að ætla að stökkva upp í fyrirgjöf þegar það er 150 kílóa hlunkur nýbúinn að klifra upp eftir bakinu á manni…

  25. Lambert er bara ekki með. Sammála því enn þrir fremstu menn fyrir utan Gerard skora hafa verið slakir. Enginn ógn frá þeim.
    Markovic hefur verið okkar hættulegasti leikmaður.

  26. þessi fyrri hálfleikur hjá lambert guð minn góður hvað hann er lélegur inná með balotelli í halfleik og klára þetta 8 deildarlið jesus

  27. Get ekki verid sammala thvi ad brotid se a mignolet, hann bara kludrar uthlaupinu

  28. Ricky Lambert klárlega maður fyrri-hálfleiks. Flottur fyrri hálfleikur annars, mjög góð skemmtun, allir að spila vel. Miðjan er sérstaklega að fúnkera vel svona, mjög skapandi og Lucas þarf enga hvíld, hann er vélmenni.

  29. Rosalega lélegar síðustu 20 mínúturnar, vantar allt sjálfstraust og hjarta í þetta lið.

    Mignolet karlinn augljóslega ekki nógu góður og því verður að bjarga í janúar. Er Sander Westerveld í dulargervi held ég.

  30. Alvöru markvörður hefði kýlt þennan bolta út að miðju. Þetta var eins aumingjalegt og hugsast getur. Hann er því miður bara algjör bjalfi þessi drengur.

  31. Er Lambert inná?
    Þarf í alvöru 3 miðverði til að díla við þetta flykki? Ég efa að hann sé að fara að taka einhvern á sprettinum.
    Það er svona fnykur af þessu að við séum að fara að skíta á okkur hérna.
    Ef FSG tilkynna ekki kaup á nýjum markmanni fyrir næsta leik þá verður maður að setja stórt spurningarmerki við hvern andskotan þeir ætla sér með þetta félag okkar.

  32. Pjura brot a Mignolet, alveg otrulegt ad thad hafi ekki verid flautad a thetta!

  33. Mignolet átti snilldar markvörslu fyrr í leiknum. Við fyrstu sýn virðist hann klúðra úthlaupinu í hornspyrnunni en í endursýningu er “Dýrið” að krafsa í hann.

    Þannig að ég gef Mignolet sénsinn ……… en sem komið er.

  34. Stóra vandamálið er að Liverpool kann ekki að verjast.
    Ef Liverpool tapar þessum leik þá verður klúbburinn að skipta um stjóra.

  35. Hafa menn aldrei horft á FACUP leiki?

    Svona eru 90% af þessum leikjum gegn minni liðunum. Þetta snýst oft í baráttu og læti. Það er oftar en ekki verið að spila í karteflugörðum og því erfitt að láta boltan ganga(eins og sést í þessum leik, boltin alltaf skopandi og erfitt að senda fastar sendingar því að boltinn er að skjótast út um allt).

    Í sambandi við markið.
    Mignolet þarf klárlega að vera sterkari en þetta er samt alltaf brot.

  36. Að sjálfsögðu engin skipting. Hún kemur væntanlega á 75 mínútu

  37. Gaman að eiga svona markmann sem gersamlega á teiginn! Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og sjálfstraustið geislar af honum.

  38. Það er í svona leikjum sem Brendan er ekki með þetta. Hvar er sóknarleikurinn?…hvað er planið?

  39. Í þessum leik er nánast allt í ólagi, frá markmanni til framherja. Menn hika í návígjum, koma boltanum illa frá sér, planið er löngu gleymt og nú krafsa menn bara, hver á sínum bletti. Sjálfstraustið er ekkert.

    Ég spyr mig … nú þegar menn gráta dáðadrenginn Gerrard… hvar er leiðtoginn inni á vellinum í slíkum aðstæðum? Er ekki kominn tími til að endurskoða þau mál frá grunni?

  40. Lúðvík Sverriz,Stevie hefur aldrei verið mikill fyrirliði (að mínu mati),á meðan Carra var enn að spila þá hafði ég altaf á tilfinningunni að hann væri kapteinninn þó Stevie væri með bandið!!!

  41. Þetta er bara að þróast nákvæmlega eins og við var að búast. Það er alltaf erfitt að sækja þessi neðri deildar lið heim. Það tók Man Utd 64 mín að komast yfir gegn Yeovil í gær og Man City skoraði sigurmark í uppbótartíma á heimavelli gegn Sheff. Wed.

    Mikilvægast í stöðunni er að halda einbeitningu og hafa þolinmæði.

  42. Kobbi,mér finnst það bara ekkert fyndið,mér finnst það bara sorglegt!!!

  43. Hvernig er það ef þetta fer nú bara 1-1 ….er þá framlengt eða leikið aftur á Anfield?

  44. Þó hann sé ekki mikill fyrirliði þá kann hann að taka aukaspyrnur!!!

  45. Ettu sokk djonnson og Lúðvík ha ha. Glæsileg aukaspyrna og mark frá Captain Fantastic

  46. Úff, þessar spyrnur hjá Captain Fantastic! Djöfull á maður eftir að sakna gamla. 🙁

  47. Glæsilegt mark!

    Hvað ætli okkar blessaði kúbbur að gera þegar okkar lang besti leikmaður hættir í sumar?

  48. Vonandi átta menn sig á and-jinxinu sem var hér í gangi…

  49. Ohhhh, ég á eftir að sakna hans svo mikið…

    Verður erfitt að horfa á Liverpool vitandi að enginn Gerrard er þarna lengur.

  50. Jæja Gerrard, væri ekki bara flott að hlaða í þrennuna núna…svona fyrst þú ert byrjaður á þessu 🙂

  51. Ætli meðal lýsandi af þessum leik nái að minnast 200 sinnum á brottför S.G.?

  52. Bjarnotelli,ef þú hefur lesið úr mínu kommenti að ég væri að segja að Stevie væri lélegur leikmaður þá er ég óskrifandi eða þú ólæs,ég hallast að hinu síðarnefnda!!!

  53. Ok. Ég var sorgmædd eftir að Gerrard tilkynnti brottför frá Liverpool eftir tímabilið en nú er ég farin kvíða því. Hann er enn og aftur að stiga upp fyrir Liverpool og taka af skarið. Í síðasta leik skoraði hann tvö af punktinum og núna með skalla og beint úr aukaspyrnu. Hans verður sárt saknað.

  54. Maðurinn sem er að yfirgefa klúbbinn búinn að skora síðustu fjögur mörk fyrir liðið og gott ef ekki markahæstur.

    Eins gott að FSG finni verðugan arftaka, ekki einhvern efnilegan!

  55. Hvernig er með Balotelli ?????, hvað er Lambert að gera yfirhöfuð inná vellinum, það er erfitt að skilja af hverju ekki er búið að gera skiptingu, eða af hverju balo byrjaði ekki.

  56. sagði hér í athugasemdum fyrir leiktíð og endurtek…ætli þetta lið að gera eitthvað af viti, er alger lífsnauðsyn að kaupa, ekki seinna en strax, markmann sem er fær um að verja markið.

  57. Fáum við ekki bara annan leik. Það væri gaman að fá “býrið” á Anfield.

  58. a? segja að steven gerrard sé ekki góður fyrirliði er með því hallærislegasta sem ég hef heyrt vi? erum ad tala að hann er búinn ad vera fyrirliði hjá liverpool i meira en 10 ár hann var fyrirliði hjá enska landsliðinu og er með betri fyrirli?um i sögu fótboltans held eg bara ég meina sáudi ræduna sem hann helt eftir city leikinn i fyrra hversu marga fyrirliða erudi ad sja taka liðið sitt svona saman og motivera þa. og hvernig hann stigur endalaust upp þegar madur þarf hann ég held eg geti talid upp svona 50 mork þar sem hann stigur upp og skorar mork sem mjog fair i heiminum geta skorað svo bara vinsamlegast ekki segja að hann se ekki godur fyrirliði

  59. #77 Ég skildi kóment þitt að Gerard væri ekki lélegur leikmaður heldur miðlungs fyrirliði. Augnablik síðar skorar Gerard annað mark sitt og á góðan möguleika á þrennu.

  60. Djonnson þú hlýtur að geta tekið smá gríni, ég setti meira segja einn svona 😉 fyrir aftan.

    Nema að þú sért einn af þessum ultra neikvæðu kopverjum sem verður alltaf að gagnrýna allt og alla.

A.F.C. Wimbledon

AFC Wimbledon 1 – Liverpool 2