Viltu auglýsa á Kop.is? – Sjá nánar
Leikkerfi henta mismunandi liðum misvel á mismunandi tímum. Það er ekkert eitt fullkomið leikkerfi til og raunar held ég að nútíma stjórar horfi ekki of mikið í það hvernig þessu er stillt upp fyrir leik. Síðasta tímabil var ótrúlegt, sérstaklega seinni hluti þess en alltaf fannst mér Rodgers vera að spila leikkerfi sem hann lagði ekki endilega upp með í byrjun tímabilsins. Hann var með 2 sóknarmenn sem hann gat illa verið án í neinum leik og fann frábæra lausn sem hentaði vel til að ná sem mestu úr báðum. Þetta virkaði mjög vel fyrir miðjumennina fyrir aftan líka og úr varð mjög hreyfanleg súpa sem mjög erfitt var að verjast.
Núverandi tímabil er svo gott sem farið ofan í klósettið og ennþá er Rodgers að leita að réttu blöndunni, töfra leikaðferðinni sem gekk svo vel hjá honum að finna í fyrra. Hvert hans besta byrjunarlið er hefur hann ekki hugmund um öfugt við síðasta tímabil og er tíðrætt um að hafa lítið náð að þjálfa í vetur sökum leikjaálags. Hrifning mín á núverandi 3-4-3 leikkerfi hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með síðunni og langar mig að útskýra aðeins hvað ég myndi vilja sjá frekar hjá okkar mönnum. Tek þó fram að ég sé ekkert bara ókosti við núverandi leikkerfi, það er alltaf stórt grátt svæði en ég hef ekki trú á því að þetta sé framtíðarmúsík og satt að segja hélt ég að þetta hefði dáið út með Roy Evans.
Samanburður við liðið 2008/09
Liverpool náði 84 stigum í vor sem er það næstbesta síðan liðið vann deildina og var tveimur stigum frá því að vinna titilinn. Liðið 2009 náði 86 stigum og var fjórum stigum frá því að vinna titilinn. Mig langar að bera okkar lið núna saman við liðið 2008/09. Liverpool hefur ekki verið eins vel mannað að mínu mati síðan þá og rétt eins og Benitez lagði jafnan upp með þá grunar mig að Rodgers vilji spila 4-2-3-1 sem sitt grunn leikkerfi með mjög mikið flæði á sóknarmönnunum og alhliða bakverði. Auðvitað er mjög þunn lína á milli þess að tala um 4-2-3-1 / 4-4-2 / 4-3-3 og hlutverk manna eru keimlík.
Brendan Rodgers kom Swansea upp um deild og gekk vel í Úrvalsdeild með 4-2-3-1 leikkerfið, hann lagði upp með það á sínu fyrsta tímabili með Liverpool og mig grunar að leikmannakaupin í sumar hafi mikið til verið hugsuð með það kerfi í huga. Ekki þessu brjálaða 4-4-2 kerfi sem liðið spilaði í fyrra með tígulmiðju og hvað þá núverandi 3-4-3 kerfi.
Byrjum á því að stilla gróflega upp aðalliðinu 2008/09. Benitez var búinn að fara tvisvar í úrslit Meistaradeildarinnar sem og undanúrslit ásamt því að vinna aðra bikara. Þarna var hann samt loksins búinn að fá alvöru pening til að styrkja hópinn, búinn að byggja upp sitt sterkasta lið og það líklegasta til að vinna titilinn. Hann var ekki með stóran hóp en notaði hann mjög mikið enda álagið gríðarlegt og töluvert um meiðsli. Það er því ekkert hægt að tala um eitthvað eitt byrjunarlið en þessir voru oftast í liðinu eftir áramót og þegar allir voru heilir.
Reina
Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio
Alonso – Mascherrano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres
Fyrir utan: Hyypia, Agger, Babel, Benayoun, Insúa, Lucas, Keane, N´Gog, Dossena og El Zhar
Markatalan hjá þessu liði var +50 mörk eftir tímabilið eða einu minna en +51 mark hjá okkar mönnum í fyrra, það munaði ekki meira en það. Munurinn var auðvitað varnarleikurinn en líklega er afrek liðsins 2009 töluvert vanmetið og ávallt horft framhjá þeirri staðreynd að Fernando Torres, eini sóknarmaðurinn og annar tveggja leikmanna liðsins (m.v. umræðuna þá) spilaði bara rétt rúmlega 60% leikjanna eða 24 af 38 og hann var varamaður í einhverjum þeirra. Liðið átti enda í basli með að klára nokkra leiki og gerði 11 jafntefli. Það væri fróðlegt að sjá hversu marga þeirra Gerrard og Torres spiluðu ekki en Gerrard spilaði 31 leik af 38 í deildinni og byrjaði á bekknum í einhverjum þeirra.
Torres skoraði bara 14 mörk í deildinni en hans eina alvöru góða tímabil hjá Liverpool án meiðsla var tímabilið á undan. Daniel Sturride sem var „alltaf“ meiddur spilaði 29 leiki í fyrra eða fimm fleiri og Suarez sem byrjaði í fimm leikja banni spilaði 33 leiki. Við sjáum bara hversu illa meiðsli Sturridge eru að bíta okkur núna til að átta okkur á því hversu illa Torres var saknað þrátt fyrir frábæran árangur félagsins í deildinni.
Gerrard var í holunni fyrir aftan Torres og spilaði nánast sem sóknarmaður. Hann skoraði 16 mörk og lagði eflaust annað eins upp en Liverpool var ekki meira tveggja manna lið en svo að G&T skoruðu „bara“ 30 af 77 mörkum liðsins í deildinni.
Liðið 2009 hafði auðvitað nokkra veikleika sem ég skoða betur á eftir en til að bera þetta saman við liðið núna ætla ég að stilla því gróflega upp m.v. 4-2-3-1. Miðum þetta við spilatíma í vetur í bland við hæfileika en ekki horfa of mikið í hvernig ég stilli þessu upp, það er bara til að gefa hugmynd af hvoru liði fyrir sig. Ég fer betur yfir hverja stöðu fyrir sig.
Mignolet
Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno
Gerrard – Henderson
Sterling – Coutinho – Lallana
Sturridge
Fyrir utan eru: Toure, Sakho, Manquillo, Can, Lucas, Allen, Lambert, Markovic, Borini, Enrique
Markmenn.
Mignolet væri pottþétt talinn betri markmaður væri hann í liðinu 2009 en líklega verður hann aldrei eins góður og Reina var þá. Hann hentaði leik liðsins mjög vel og við héldum öll að þarna værum við með markmann næstu 7-10 árin. Breytingarnar á liði Liverpool eftir þetta tímabil sýna síðan vel hversu mikilvægt það er fyrir markmann að hafa góða vörn fyrir framan sig. Það er ekki tilviljun að Reina var eins og skugginn af sjálfum sér né að Mignolet sé eins lélegur í dag og raun ber vitni.
Vörnin
Hægri bakvörður.
Benitez vildi hafa annan vænginn varnarsinnaðari en hinn og við vamátum aðeins hversu frábær Arbeloa var í varnarhlutverkið. Hann var hinsvegar okkar eini kostur í þessa stöðu sem varð okkur stundum að falli þegar Carragher, Skrtel og Mascherano voru að leysa hana því Arbeloa spilaði bara 29 deildarleiki. Manquillo og Johnson bjóða upp á betri breidd en Arbeloa bauð upp á meiri gæði en þeir. Þetta var sú staða sem Benitez reyndi hvað mest að styrkja eftir tímabilið.
Betri maður í þessari stöðu undir stjórn Benitez en mun betri breidd núna, gleymist að telja Flanagan með sem gæti reynst mjög drjúgur sleppi hann við meiðsli og heldur áfram að bæta sig.
Vinstri bakvörður.
Aurelio var frábær þetta tímabil og spilaði heila 24 leiki sem er magnað fyrir hann. Dossena spilaði 16 leiki og heillaði engan nema í tveimur leikjum. Insúa var þarna litlu minna efni en Moreno er núna og spilaði 10 leiki. Framtíðin er samt líklega örlítið bjartari núna og þessi staða betur mönnuð með Enrique og Moreno en hún var með Aurelio, Dossena og Insúa. Moreno er sá eini sem ennþá á séns á að reynast okkur vel, hinir hafa allir verið til vandræða.
Miðverðir.
Carragher hélt vörninni saman og spilaði alla leiki þetta tímabil. Skrtel, Agger og Hyypia spiluðu allir svipað mikið, Skrtel þó mest en Agger var bestur með Carra. Á pappír ætti vörnin núna ekki að vera svona mikið verri en hún var árið 2009 og líklega myndi Benitez vinna töluvert betur með hana en Rodgers er að gera. Staðreyndin er að þarna hefur allt verið í rugli undir stjórn Rodgers, höfum við þó aldrei í sögunni eytt eins mikið í miðvarðastöðurnar. Skrtel er reyndari en hann var fyrir 5 árum en í liði sem spilar allt annan varnarleik. Sakho er líklega líkastur Carragher hvað það varðar að vera fyrst og fremst bara varnarmaður, hann lofar góðu haldist hann heill eins og eitt tímabil en á langt í land með að standast Carragher nokkurn snúning. Lovren í samanburði við Agger kemur illa út þó við miðum bara við Agger frá því á síðasta tímabili en það er eins með hann og hina, hann væri mikið betri í liðinu 2009. Kolo Toure er svo núna með svipað hlutverk og Hyypia var þá, fjórði kostur og kominn á aldur.
Framtíð Rodgers veltur líklega á því að fá meira út úr varnarmönnunum og ég kaupi það ekki að allir þessir leikmenn sem við eigum í þessa stöðu séu allt í einu svona rosalega lélegir. Upplegg þjálfarans hefur eitthvað mikið að segja hérna og hann þarf að finna betra jafnvægi milli sóknar og varnar. Eðlilegt líklega enda ungur stjóri, mikið breytt og ungt lið.
Miðjan.
We got the best midfield in the world sungum við ennþá árið 2009 og fyrir mér er þarna aðal munurinn á þessum liðum. Þessi miðja var án gríns sú besta í boltanum á þessum tíma.
Varnartengiliður
Næsta skref hjá mér verður að grátbiðja um Mascherano týpu af varnartengilið, þessi staða veiktist mjög mikið með brotthvarfi litla stríðsmannsins og hefur verið allt að því ómönnuð síðan Lucas meiddist árið 2012. Hlutverk varnartengiliðs í þessu leikkerfi er fyrst og fremst að skýla vörninni og vinna boltann ofar á vellinum, Lucas í núverandi formi og Gerrard koma alls ekki vel út í samanburði við Mascherano.
Rodgers leggur leikinn auðvitað allt öðruvísi upp sem getur skilað sér sóknarlega en þessi staða er töluvert veikari núna. 2008/09 áttum við síðan Lucas til vara og hann hafði þá aldrei meiðst á ferlinum. (Hjá Swansea var Rodgers með Britton í nákvæmlega þessu hlutverki).
Leikstjórnandi.
Jordan Henderson er leikmaður sem ég bind miklar vonir við og held að muni bæta sig enn meira með árunum. Hann var frábær í fyrra og algjör lykilmaður, en að bera hann saman við Alonso get ég ekki. Ég hef ekki saknað nokkurs leikmanns eins mikið úr búningi Liverpool og Xabi Alonso. Hann var gjörsamlega frábær þetta tímabil eftir 1-2 frekar döpur meiðsla ár og stjórnaði gjörsamlega tempóinu í leik liðsins. Rolls Royce leikstjórnandi þetta tímabil.
Það er erfitt að bera saman hlutverk Alonso þá og Henderson núna en miðjan í heild var sannarlega betur mönnuð þá. Henderson er samt allt önnur tegund af leikmanni og ég sé hann alveg spila þarna næstu árin. Væri Liverpool með svona Mascherano varnartengilið núna gæti ég einnig alveg séð Gerrard leysa sama QB hlutverk og Alonso. Gerrard eins og Alonso þarf einhvern til að vinna skítverkin fyrir sig til að hæfileikar hans njóti sín best. (Rodgers var með Joe Allen í einmitt þessu Alonso hlutverki hjá Swansea).
Sóknartengiliður / box-to-box
Steven Gerrard var 28 ára þetta tímabil og sannarlega á hátindinum. Okkar besti leikmaður þarna í liði sem allt lagði sitt af mörkum. Hann var ekki bara góður sóknarlega heldur var yfirferðin á honum gríðarleg en þó með minnsta varnarskyldu af miðjumönnunum sem hentaði honum vel. Það er ekki hægt að bera hann saman við Lallana, Coutinho eða Sterling þó þeir spili svipaða rullu. Coutinho og Sterling hafa alveg getuna til að komast í álíka heimsklassa og Gerrard var en á allt annan hátt. Þeir eru mun meira sóknarþenkjandi á meðan Gerrard hafði bókstaflega allt. Gerrard í því formi sem hann var þarna væri betri markmaður en Mignolet er núna og ég er ekki einu sinni það mikið að grínast.
(Rodgers var með sinn Gerrard hjá Swansea eins og annarsstaðar á miðjunni. Það var Gylfi Sigurðsson og reyndist hann þeim vel. Við auðvitað horfum á þessar Swansea samlíkingar í réttum hlutföllum milli Liverpool og Swansea.)
Miðan árið 2008/09 var þessu liði jafn mikilvæg og sóknin var liðinu á síðasta tímabili. Emre Can vex vonandi í að verða heimsklassa miðjumaður, margir Þjóðverjar eru í engum vafa um það þó hann eigi töluvert í land ennþá. Henderson er annars sá eini sem hefur tryggt sér sæti í liðinu og er líklega ekki á leiðinni burt.
Joe Allen virðist ekki ætla að springa út, Lucas verður ekki mikið betri úr þessu og Gerrard er að hætta. Hér þarf klárlega að kaupa og hér þarf að kaupa alvöru leikmann.
Hægri kantur.
Það var gott flæði á efstu fjórum leikmönnum liðsins 2009 og var Kuyt oftar en ekki kominn fremst við hliðina á Torres og eins spilaði hann stundum einn frammi. Hann vann þó alltaf inn frá hægri vængnum og skilaði fáránlega mikilli varnarvinnu að auki. Liðið núna á allt öðruvísi leikmenn sem allir geta orðið stærri stjörnur en Kuyt. Eins mikið og ég var hrifinn af Kuyt, sérstaklega þetta tímabil langaði mig alltaf að sjá einmitt leikmenn eins og við eigum núna í þessari stöðu, Sterling, Markovic (og Ibe). Þeir þurfa auðvitað að spila þarna meira til að hægt sé að bera þetta saman en ég tæki núverandi hóp framyfir í þessari stöðu og byggi það aðallega á því sem ég sá frá Sterling í fyrra (og reyndar Markovic í fyrra). Benayoun var einnig frábær tímabilið 2008/09 ásamt því að Babel spilaði 27 deildarleiki (mikið af bekknum) og kom með þann hraða sem vatnaði oft í liðið þetta tímabil.
Vinstri kantur.
Hérna er Liverpool búið að styrkja sig mikið þó ekki sé hægt að flokka neinn af okkar leikmönnum í dag sem vinstri kantmann fyrst og fremst. Lallana, Markovic, Sterling og Coutinho geta allir spilað þarna. Benitez fann reyndar óvænt góða lausn í þessa vandræðastöðu og spilaði Albert Riera 28 leiki. Babel og Benayoun voru einnig góðir en þessi staða er mun meira spennandi í dag en hún var á þessum tíma.
Sóknarmaður.
Eftir tímabilið 2008/09 fór Alonso til Real Madríd. Eftir síðasta tímabil fór Suarez til Barcelona. Fullkomlega óþolandi og stór ástæða fyrir erfiðleikunum sem fylgdu. Það hjálpar nánast aldrei að selja bestu mennina þegar þeir eru á hátindinum, sérstaklega þegar ekki er keypt neitt af viti í staðin.
Þegar Daniel Sturridge er heill heilsu held ég að hann sé betri en Torres var þetta tímabil, en þar sem hann er að taka út ennþá verri meiðslapakka en Torres gerði er erfitt að horfa til þeirra.
Robbie Keane spilaði 19 leiki áður en hann var seldur, N´Gog spilaði 14 leiki og Kuyt spilaði sem sóknarmaður nokkrum sinnum líka í fjarveru Torres. Keane og N´Gog auðvitað oftar en ekki sem varamenn. Þetta er ástæða þess að Liverpool vann ekki deildina þetta tímabil og rétt eins og núna var breiddin bara grín fyrir utan aðalmanninn.
Balotelli og Keane er hægt að bera saman nema hvað Balotelli er búinn að vera meiddur ofan á það hversu lélegur hann er og hefur aðeins spilað 11 leiki. Þeir voru báðir keyptir á mikinn pening og hugsaðir í byrjunarliðið, hafa báðir floppað og það kæmi ekki á óvart ef Balotelli færi í janúar líkt og Keane gerði. Reyndar með ólíkindum árið 2009 að Keane spilaði alla leiki þar til hann var seldur og samt fékk Benitez ekkert að kaupa í staðin fyrir hann. Það má nefninlega ekki gleyma því að Hicks og Gillett áttu liðið þarna og voru í fýlu út í hvorn annan eins og unglings gelgjur.
Rickie Lambert er hægt að bera saman við N´Gog og svei mér þá ef ég tæki ekki bara frakkann framyfir hann. Það er svipað pirrandi að sjá byrjunarlið Liverpool með Lambert einan upp á topp og það var að hafa N´Gog þar. Nabil El Zhar spilaði svo 15 deildarleiki þetta tímabil og hafði svipað mikil áhrif líklega og Borini.
Ekki mikill munur á sókninni þá og í dag, sama vesen hvað breidd varðar. Allt traustið er á meiðslahrúgu en ekkert nothæft til þegar þeir meiðast. Torres náði 24 leikjum 2008/09, það er nú þegar orðið útilokað fyrir Sturridge að ná svo mörgum leikjum.
Munurinn á þessum liðum sóknarlega var samt sá að mörkin komu úr öllum áttum í liði Benitez á meðan það að missa Suarez og Sturridge skrúfaði fyrir hjá liði Rodgers nú. Fyrr í vetur var maður bara hissa þegar okkar menn villtust inn í teig andstæðinganna.
Vangaveltur.
Brendan Rodgers er óhræddur við að breyta um taktík milli leikja og verður seint sakaður um að vera staðnaður með einhverja eina ákveðna tegund af knattspyrnu. Þetta er mjög jákvætt enda þekkjum við vel að þó þú takir 38 ár í að þróa þitt uppáhalds leikkerfi þá skilar það þér ekki endilega árangri. Á móti virðist hann eiga í mjög miklu basli núna með að finna jafnvægi á liðinu og á meðan svo er virkar hann álíka öflugur og Hodgson var.
Það er engin einn heilagur sannleikur í þessu, þetta er eitthvað í grend við það lið sem ég myndi vilja sjá hjá okkur núna og ég held að þetta sé það sem Rodgers lagði upp með fyrir tímabilið sem og á leikmannamarkaðnum í sumar. Benitez var mikið gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á varnarleik, meira að segja þetta tímabil 2008/09 á meðan Rodgers virðist ekki nenna varnarleik og er gagnrýndur fyrir það.
Sl. 5 ár ættu nú að kenna okkur að meta árangur Benitez betur enda liðið ýmist í baráttu til enda í Meistaradeildinni eða deildinni. Tímabilið í fyrra var ekki ósvipað tímabilinu 2008/09 en upplifun margra (ofdekraðra þá) virtist ansi frábrugðin, við vorum að skrifa svona pistil um Benitez í lok febrúar 2009 þrátt fyrir að staðan væri verri utan vallar (eigendur) og leikjaálagið miklu meira. Rodgers var á sama tíma í fyrra talinn vera næsti Shankly, hann var ekki með mikið leikjaálag og ekkert vesen utan vallar.
Það að bera saman Rodgers og Benitez er annars svipað og að bera saman Wenger og Mourinho hvað upplegg leiksins varðar, jafnvel þegar báðir eru að spila sama kerfið á pappír, 4-2-3-1.
Leikmannakaupin á sóknarmanni númer tvö misheppnuðust svipað illa sumarið 2008 og 2014. Það skildu fáir hvar Benitez ætlaði að koma Robbie Keane fyrir í sínu leikkerfi og verðmiðinn á honum var galinn. Hann var samt betri en enginn og ég skil ekki ennþá það að selja hann og fá ekkert í staðin. Það að fá Balotelli er ennþá meira galið en kaupin á Keane en bara partur af risaklúðri þeirra sem bera ábyrgð á leikmannakaupum Liverpool. Staðan væri sannarlega öðruvísi í dag hefði Liverpool landað Alexis Sanchez eins og lagt var upp með. Hann er Suarez góður leikmaður og á bara eftir að verða betri. Að vera búnir að selja Suarez og eiga ekki betri ás en Balotelli þegar helsta skotmarkið klikkar er brottrekstrarsök.
Hvar Rickie Lambert átti svo að passa inn skil ég ekki. Hann er að spila allt of mikið, langt frá því að vera einhver fjórði kostur sem kemur af og til inn af bekknum og hefur sannarlega ekkert getað. Miðað við að leikkerfið sem Rodgers spilaði í fyrra og/eða það 4-2-3-1 kerfi sem hann hefur oftast notast við hjá Swansea og Liverpool er mér fyrirmunað að skilja hvar Lambert átti að passa inn. Raunar væri ég til í að heyra útskýringu á því í hvernig fótbolta Lambert hentar best.
Liverpool keypti þrjá leikmenn frá Southamton sem allir stóðu sig vel hjá þeim. Það sem mér finnst helst vanta hjá okkur sem þeir höfðu þar er uppleggið varnarlega. Þar voru góðir ungir bakverðir með mikla hlaupagetu, annar meira varnarsinnaður og hinn meira sóknarsinnaður. Á miðjunni höfðu þeir svo alltaf tvo varnarsinnaða leikmenn.
Varðandi núverandi kerfi, 3-4-3 þá er það alltaf miðjan sem ég set spurningamerkið við, ég hef bara ekki trú á tveggja manna miðju og allra síst þegar annar eða báðir geta ekki hlaupið nærri jafn mikið og hratt og mótherjinn. Það fyrir mér bíður hættunni mjög augljóslega heim og við sjáum dæmi um það í nánast hverjum leik núorðið og reyndar líka á síðasta tímabili. Mótherjar Liverpool keyra mikið upp miðsvæðið og komast of oft einir á varnarlínuna sem fyrir vikið kemur jafnan mjög illa út. Varnarmenn Liverpool eiga við alveg nægjanlega mörg vandamál að stríða fyrir enda skiptir engu máli hversu marga miðverði við setjum inná, liðið getur ekki varist föstu leikatriði.
Þrír miðverðir, tveir bakverðir og hægur varnartengiliður er svo ekki spennandi kokteill sóknarlega heldur þó auðvitað geti það gengið.
Sameiginlegt lið 08/09 og 14/15
Til gamans ætla ég að enda þetta á byrjunarliði sameinaðs liðs Liverpool 2008/09 og 2014/15 m.v. að allir væru heilir nema auðvitað Aurelio, það væri ekki raunhæft.
Reina
Arbeloa – Carragher – Agger – Moreno
Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Sterling
Sturridge
Erfiðara en maður heldur að stilla upp þessu liði og ég vona að ég stilli þessu öðruvísi upp ef ég geri þetta aftur að ári t.a.m.
Lokaorð.
Þetta eru bara léttar vangaveltur og það væri gaman að heyra skoðun lesenda hvernig þið mynduð setja þetta upp, munum bara að vera málefnaleg ef skoðanir okkar eru misjafnar.
Umm tæki Kuyt út og setti upp tígulmiðju með Alonso aftastann, Gerrard, Masch og Sterling í holuni og svo Sturridge og Torres frammi. En annars fínar pælingar, djöfull vorum við samt með gott lið 08/09!
-Masch aftastann átti þetta að vera-
Persónulega þá finnst mér hundleiðinlegt að horfa alltaf á þetta 3-hafsenta kerfi. Hjá mér þýðir það bara einum færri leikmaður sem leggur eitthvað til samspils liðsins – og einum fleiri inni á vellinum til að gera varnarmistök. Auk þess sem uppspilið er alveg forkastanlega hægt og fyrirsjáanlegt.
Það er orðið ljóst að Rodgers kann/getur ekki skipulagt vörn. Held að þó hann myndi stilla upp 10 hafsentum myndum við samt ekki halda hreinu. T.d. í síðasta leik vorum við með þrjá hafsenta, tvo vængbakverði, djúpan miðjumann (Lucas) og box-to-box (Henderson) gegn neðrideildar liði. Engu að síður náði liðið ekki að halda hreinu og voru líklegast heppnir að sleppa bara með að fá eitt mark á sig – úrvalsdeildarlið sem stillir upp 7 leikmönnum sem hafa það hlutverk að vera fyrir aftan boltann þegar andstæðingurinn er með hann (þá tölum við ekki um markmannsstöðuna né Gerrard sem oftast var réttu megin).
Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að miðjan sé okkar veikasta staða á vellinum fyrir utan markmannsstöðuna. Joe Allen verður ekki betri en þetta, Luacs hefur tapað öllum hraða (o.fl) og Gerrard er á leiðinni burt. Fyrir mér þyrfti klúbburinn að losa sig við Lucas og Allen og fá inn góðan djúpan miðjumann og playmaker miðjumann til að spila með Henderson. Emre Can gæti síðan leyst af ásamt t.d. Rossiter eða strák með álíka potential.
Ég hef verið mjög hrifinn af bæði Gundogan Dortmund og Kovacic hjá Inter. Held að báðir væri góðir kostir í stöðu playmakers. Hvað varðar djúpan miðjumann þá myndi ég helst vilja sjá einhvern með reynslu – ekki einhvern óharðnaðan ungling, eins og Rodgers er vanur að versla.
Ofan öllu er þó mikilvægast að skipta um markmann – strax í dag! (eins og sagði nú í laginu)
Ef menn eru að velta fyrir sér varnarsinnuðum miðjumanni þá er Sami Khedira klárlega besti kosturinn. Hann er að renna út á samning núna í sumar en það verður væntanlega gríðarleg barátta um hann enda klassa klassa leikmaður sem hefur allan pakkan.
Spurning um að bjóða bara pakkadíl og fá hann og Benzema.
Sturridge er mjög góður leikmaður en þó aldrei betri en Torres 08/09.
Afhverju erum við að selja Suso?? Bara afhverju í fjandanum? Hann fékk aldrei f…… séns einu sinni
http://fotbolti.net/news/07-01-2015/suso-fer-fra-liverpool-til-ac-milan
Nr. 5
Torres var með mun hærra profile og er Spænskur sem hjálpar en ekkert í hans tölfræði styður það að hann hafi verið eitthvað betri en Sturridge. Virka óttalega svipaðir og líklega er Sturridge fjölhæfari. Torres var alltaf meiddur og skoraði samtals 17 mörk í öllum 38 leikjum tímabilsins (í öllum keppnum). Tímabilið 2007/08 er eina alvöru góða tímabilið hans, þ.e. þegar hann náði að skora rúmlega 30 mörk í öllum keppnum. Þar af voru “bara” 24 í deildinni. Þetta var eina tímabilið á ferlinum sem Torres skoraði meira en 20 mörk í deildinni á einu tímabili.
Eftir því sem lengri tími líður voru skiptin á Suarez og Torres með ólíkindum góð, synd að kaupin á Andy Carroll hafi skemmt þann samanburð.
Ég verð nú að vera sammála um það að Torres hafi verið betri en Sturridge er í dag. Við eigum enn eftir að sjá hvað Sturridge getur almennilega án Suarez að mínu mati er hann svona potari en er ekki að taka boltann af miðjunni og fara að skora eins og Torres sem var í varnarsinnaða liði Benitez gerði oft.
Yrði gaman að sjá gerrard og carra snúa aftur til lfc sem 50/50 manager. hjarta og sál lfc.. miðað við virðinguna sem þessir hafa í fótboltaheiminum (sbr. zidane um gerrard) þá mætti ætla að þó nokkrir leikmenn myndu vilja spila fyrir þá
#7 “Torres var alltaf meiddur og skoraði samtals 17 mörk í öllum 38 leikjum tímabilsins (í öllum keppnum).”
Það er amk ekki vandamál hjá Sturridge 🙂
Verð að vera sammála Tony Barrett með þetta:
pepe var orðin slappur. Nú er Mignolet ómögulegur eða hvað? Að mínu mat nei finnst mikið nær að horfa á varnarlínu liðsins heldur en að benda altaf á hvað markmennirnir eru slakir! ekki nema markmanns þjálfarinn sé svona drullu slappur.
Það er eiginlega ekki alveg nógu gott að stjórinn gefur út í byrjun gluggans að það verður sennilega enginn keyptur….tekur alveg spennuna úr þessu!
Koma svo FSG kaupa hraðskreiðan sóknarmann! (sem getur brugðið sér í markið líka)
Ótrúlegt að við skulum ekki hafa tekið Valdes líkt og Tony og Röggi tala um. Hann virðist ætla að sætta sig við bekkjasetu í vetur hjá Utd. Nema kannski að Real sé búið að kaupa DeGea sem kæmi ekki á óvart.
Ekki annað hægt en að taka undir öll þessi tvít, hvað er eiginlega í gangi með þessa gersamlega vonlausu “transfer committee” okkar…
http://www.101greatgoals.com/blog/liverpool-fans-fume-as-manchester-united-sign-victor-valdes-on-a-free-best-tweets/
Hlýtur bara að koma tilkynning fyrir helgi að Petr Cech sé í höfn. 20 m.pund eða hvað Rússinn vill, skiptir ekki máli, það vantar bara keeper! Hættum nú þessu Moneyball rugli eða hvað þetta heitir, upp með veskið og kaupum almennilega lausn sem virkar núna, ekki eitthvað sem mögulega virkar eftir 3 ár. Nú þegar eru 200 m.punda farin út um gluggann, Sturridge og Coutinho klassaleikmenn, aðrir komast varla í hóp í dag.
Glugginn (já veit nóg eftir) endar líklega svona, Bony fer til Man City, Shaqiri fer til Stoke, Lavezzi (vill hann reyndar ekki) fer til Valencia og við fáum kannski einn 22 ára efnilegan vinstri wingback sem kemur frá Almeria á Spáni og engan keeper. Allir glaðir, 8.sætið öruggt í maí og við vinnum bara titilinn 2020. Ands…. rugl.
Lucas Leiva í markið!! Flýta fyrir söluni á Gerrard svo hann dragi liðið ekki meira niður í svaðið! Og svo á auðvitað Joe Allen að fá fálkaorðu…..! Er hún gefin út á ensku? Og í guðanna bænum drífum okkur að kaupa Shaqiri þar sem að þessi staða er klárlega aðal vandamálið!!!
Ég er farinn að bera sömu tilfinningar til Liverpoo fc og ég ber til ríkisstjrónarinnar á Íslandi! ss hef enga trú á þessu verkefni….. Er ekki að segja með þessu að ég vilji BR burt, alls ekki. Kannski frekar að menn opni augun fyrir því að þetta lið er ekki vel mannað og uppsker eftir því 😉
Mikið er ég feginn að læknadeilan sé leyst þannig að hægara sé um vik að fá eitthvað við þunglyndinu sem þjakar kommentarandi menn illilega.
Er ekki 7.janúar annars?
Á fótbolta.net stendur.
“Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á Xherdan Shaqiri frá FC Bayern á tíu milljónir punda. (Daily Star) ”
Mikið væri nú gaman ef íþróttafréttamenn skrifuðu fréttir, byggðar á áræðanlegum heimildum. Reglan virðist vera sú að 95 % af sögusögnum um leikmannakaup eru annað hvort uppspuni eða tilhæfulausar kjaftasögur. Allavega kæmi mér mjög mikið á óvart ef Shagiri myndi mæta í læknisskoðun á Melwood á næstunni.
Mig grunar nú að eftir að Gerrard er farinn komi ekki hágæðaleikmaður í staðinn. Það koma einhverjir 2-3 ungir leikmenn sem fá tækifæri á næstu árum.
Afhverju ættu einhverjir top leikmenn að vilja koma til okkar fyrir næsta tímabil? ekki verðum við í CL á næsta ári þó að það hafi nú breytt miklu fyrir okkur síðasta sumar.
Fótbolti í dag virðist snúast um hversu mikla peninga leikmenn fá í laun og ekki er Liverpool að borga hæstu launin í boltanum í dag sem betur fer.
Nú verðum við bara að reyna að vera þolinmóð og sjá hvort þessi stefna núverandi eigenda beri ávöxt og hvort þetta módel gangi upp.
Mig grunar að núverandi eigandur láti ekki af þessu módeli sem þeir trúa á og fari útí sama pakka og City, Chelsea eða man utd og dæli peningum í top leikmenn og ofurlaun.
Eins og staðan gæti verið í sumar eftir að Gerrard yfirgefur klúbbinn þá eru nú ekki margir top leikmenn eftir nema kannski Sterling, en annað að mínu mati eru bara svona miðlungs ekkert annað.
Varðandi 3-4-3 leikaðferðina eða sem ég kalla 3-4-2-1. ég tek því fram að ég er stuðningsmaður þessa leikkerfsins. Ég tel við þurfum fjárfesta í hröðum og taktnískum framherja fyrst og fremst og varnarsinnuðum miðjumanni og markverði (væri flottur bónus) til að þessi leikaðferð virki betur. Spurning leyfa Balotelli spilla einhveja leik sem fremsti sóknarmaður og færa Sterling í sóknar miðjuhlutverkið.
Þessi leikaðferð ef ég skil hana rétta þá eru fjórir miðjumenn i henni. Tveir varnarsinnaðir(t.d.Gerard&Hendo) og tveir sókndjarfir miðjumenn(t.d. Lallana&Sterling) Þeir ættu getað stjórnað leik frá a til ö ef þeir vinna vel saman.
Ef að Stoke nær að landa shaqiri en við ekki þá er komið nóg. Gæinn er world class og getur m.a.s tekið solid aukaspyrnur!
Er aðeins búin að vera að fylgjast með Gerrard og brottför hans frá Kúbbnum. Ég held að þetta sé frábært move hjá drengnum. Hann flytur til austurstrandar USA eftir að hafa búið í Liverpool alla ævi, og aldrei verið lengur en eina tvær vikur í burt síðan hann var 20 ára. ( landslið eða liverpool)
Í USA mun hann kynnast nýjum vinnubrögðum, nýju fólki, nýrr menningu osfr en sem súperstjarna og fótboltamaður. Ég skil manninn 110% og í staðinn fyrir að taka Giggs á þetta þá nær hann kannski tveim árum í USA og fær að kynnast nýjum hlutum.
Svo kemur hann til baka til Liverpool þegar hann lýkur ferlinum hjá Galaxy. Þetta mun líka breyta hugsunarhætti Gerrards, þetta mun auka þekkingu fólks á Liverpool FC og þetta mun gera hann að betri og reyndari manni þegar hann kemur aftur til baka að vinna fyrir Liverpool.
Win WIn fyrir alla aðila.
Takk fyrir þessar vangaveltur.
Er ég sá eini sem hef áhyggjur af glugganum núna?
Það sem ég held að gerist er það að ekkert verður verslað og við munum síðan enda á svipuðum slóðum í vor og við erum í núna. Það gæti þýtt að Sterling fari frá okkur.
Kannski er ég bara svo vitlaus og svartsýnn og ekkert af þessu gerist en ég hef samt slæmar tilfinningar.
Flottur pistill babu og snilldarkomment með að Gerrard á toppinum væri ekki mikið lakari í marki en Mignolet.
Að mörgu leiti held ég að liðið núna sé meira spennandi en liðið 2008/09 þ.e. mun fleirri yngri leikmenn sem geta orðið verulega góðir en á móti kemur að við erum ekki með jafn breiðan hóp af world class leikmönnum.
Það er held ég hárrétt sem þú segir með að BR hefur ekki hugmynd um hvert er hans besta lið enda sjáum við margar útfærslur á leikkerfum og mönnum og spilamennskan er gríðarlega óstabíl milli leikja. Þetta skrifast á tvennt að mínu mati, verulega léleg leikmannakaup og það að ungu mennirnir eru enn að fikra sig áfram sbr. can, moreno, manquillo. Einnig hafa meiðsli líka sett strik í reikninginn en það er engin afsökun og er vandamál sem allir glíma við. Framherjastaðan er okkar akkilesarhæll enda keyptum við tvo framherja (balo, lambert) sem ekkert hafa nýst og eigum þann þriðja sem fer líklegast í sögubækurnar fyrir að hafa haft minnst áhrif á sem lengstum tíma í liv búning (borini). Ég hef ekki trú að klúbburinn geri mikið í framherjastöðunni í jan nema honum takist að selja einhvern af ofantöldum nú eða hann fái kannski Origi fyrr úr láni.
Í sumar held ég að höfuðáhersla verði á kaup á markmanni og miðjumanni, sé svosem ekki mikið meira gerast og líklegast þarf að fara varlega í að hrista of mikið upp í hópnum enda verður að gefa þessum ungu mönnum sinn skerf af spilatíma til þess að sjá hvort þeir springi út. Ég held að balo verði út tímabilið og BR sjái hvernig honum gengur að spila með klassaframherja eins Sturridge og meti stöðuna að því loknu. Ég sé ekki að lambert né borini séu nægjanlega góðir til að gegna hlutverki hjá klúbbnum.
Athyglisvert með vörnina, að frátöldum markmanni, þá finnst mér hún eiginlega betur mönnuð í dag heldur en undir stjórn Benítez en árangurinn gjörólíkur. Reyndar vorum við með einn besta varnarsinnaða miðjumann heims fyrir framan benítez vörnina og gæti það haft mikið að segja. Ég neita eiginlega að kaupa að allir þessir varnarmenn í dag séu svona lélegir…..ef BR kaupir nýjan markmann og varnarsinnaðan míðjumann í háum klassa og vörnin lekur enn mörkum þá er það morgunljóst að hann mun ekki ná varnarleiknum.
Fínar pælingar og vonandi sjáum við framþróun hjá BR með hópinn í vetur og hann finni betur út hvar veikleikar liggja og hvaða kerfi hann ætli sér að spila. Þetta tímabil er ekki búið en ég hef þó kannski ekki mikla von um að við fögnum miklu í vor. Ég bind hinsvegar vonir við að þetta tímabil verði mikið lærdómstímabil fyrir þjálfara og leikmenn og gæti haft mikið að segja fyrir næstu ár.
Er ég sá eini sem finnst umræðan hér vera alltof neikvæð???
Ég legg það til að við bíðum til 1.febrúar og segjum þá hvað okkur fannst um gluggann ekki ákveða núna að hann sé ómögulegur. Alltof stór hluti hér inná síðunni talar um að við náum aldrei CL sæti os.frv. Af hverju náum við því ekki?
Getum við ekki unnið fimmtudagskeppnina (EURO)?
Gætum við ekki náð runni þegar Sturridge kemur inn í þetta leikkerfi 3-4-2-1 sem ég tel henta honum afar vel.
Af hverju er þessi neikvæðni?
Kannski er ég að oftúlka ef svo er þá SORRY.
Sælir félagar
Fínar pælingar hér en ansi marklausar. Það er nefnilega ekkert að fara að gerast á leikmannamarkaðinum hjá Liverpool. BR búinn að gefa það út að hann ætlar ekkert að kaupa í janúarglugganum. Hann og eigendurnir eru annaðhvort ánægðir með stöðuna eða eigendurnir treysta BR ekki fyrir meiri innkaupum. Þetta er bara alger drulla og við megum þakka fyrir ef við verðum í efri hluta töflunnar í lok leikársins.
Það er nú þannig
YNWA
Afhverju erum við ekki á eftir Petr Chech það er talið að hann sé falur fyrir 5 m þetta er klassa markmaður og er óhræddur við að drulla sér af markmannslínunni og sækja boltann í fyrirgjöfum, Markmaður með mikla reynslu og getur stýrt vörninni töluvert betur en þessir tveir sem eru nú þegar hjá okkur, svo er spurning um að heyra í Steve Clark og fá hann til þess að stýra þessari blessuðu vörn !
http://www.mbl.is/sport/enski/2015/01/08/liverpool_undirbyr_tilbod_i_pjanic/
Hvaða strákur er þetta? Og ætli sé eitthvað vit í þessu?
Pjanic er frábært leikmaður sem ég hef lengi viljað fá til Liverpool. Lætur hlutina heldur betur tikka og það besta sem ég hef heyrt lengi um hugsanlegt leikmannakaup Liverpool. Hef reyndar ekki áttað mig á því afhverju stóru liðin hafa ekki farið á eftir honum en ætli það gerist ekki núna þegar Liverpool sýnir áhuga.
Er Pjanic ekki þessi Alonso týpa sem m.a. er lýst eftir í greininni hans Babu?
Slúðrið er að orða Liverpool við Pjanic í sumar. Við eigum eftir að sjá svona 80 aðra orðaða við okkur fyrir þann tíma. Afskaplega óspennandi byrjun á þessum janúar leikmannaglugga og okkar menn virðst nokkuð sáttir við afraksturinn bara það sem af er þessu tímabili.
Varðandi Mignolet þá vona ég að hann sé núna í svipaðri stöðu núna og t.d. Lucas og Henderson hafa verið áður hjá Liverpool. Hef oft komið inná að enginn markmaður kæmi vel út með svona varnarleik fyrir framan sig og honum er því smá vorkun en ég sé ekki fyrir mér að hann hrökkvi í gang hjá Liverpool líkt og t.d. De Gea hefur gert hjá United í vetur. Þessi óstöðugi kafli hans (og annarra) er nú þegar búinn að kosta of mikið.
Varðandi meinta neikvæðni þá hefur þetta tímabil ekki beint gefið mönnum tilefni til að láta eins og allt tengt Liverpool sé í rósrauðum bjarma núna. Hrapið eftir síðasta tímabil er mikið og engin ástæða til að fagna því eitthvað eða sykurhúða það. Liðið, stjórinn og eigendurnir þurfa að gera betur ætli þeir sér aftur að berjast um titilinn.
http://www.mbl.is/sport/enski/2015/01/08/liverpool_undirbyr_tilbod_i_pjanic/
“Samkvæmt miðlinum La Roma hefur Liverpool auk þess reynt að ræða við umboðsmann Pjanic. Il Messaggero segir hins vegar að Pjanic hafi ekki áhuga á að yfirgefa Roma fyrir Liverpool.”
Menn virðast ekki hafa áhuga á klúbbnum okkar lengur og erfitt orðið að lokka þá. Las það einhvers staðar að Shaqiri vildi frekar fara til Inter (11 sæti á Ítalíu).
Annars veit maður ekki hverju skal trúa í þessum fréttum…
Pjanic er tía þ.a. hann er ekki Alonso týpa. Hann myndi styrkja byrjunarliðið og er góður í aukaspyrnum sem er mikilvægur eiginleiki að hafa eftir að við missum Gerrard. Hann er hins vegar hjá það stóru liði að ég tel engar líkur á að Liverpool séu að fara kaupa hann í sumar. Eftir að hafa lesið áðan tweet frá Tancredi Palmeri um að Shaqiri hafi hafnað samningstilboði Liverpool þrátt fyrir að það innihéldi betri kjör en samningstilboð Inter, annað lið í svipaðri uppbyggingu og við en eiga samt langt í land, þá held ég að engir stórir leikmenn séu að fara koma til okkar í bráð.
Úff
Hvernig í veröldinni er ennþá tekið mark á honum?
Liverpool var orðað við Shaqiri í sumar ásamt 50-100 öðrum leikmönnum. Við keyptum tvo leikmenn í hans stöðu og eigum fyrir Sterling, Ibe og Coutinho. Félagið var ekkert á eftir honum núna í janúar skv. Echo.
M.v. það sem ég hef séð frá honum er hann vel tengdur í ítalska boltanum og yfirleitt með allt á hreinu þar. Ég hef samt líka séð hann vera með allt niður um sig í sambandi við leikmannakaup á Englandi en fyrst að Inter er hitt liðið á eftir Shaqiri þá tek ég mark á því sem hann skrifar um málið.
Shaqiri kostar töluvert minna en bæði Lallana og Markovic. Hann er þremur árum yngri en Lallana og tveimur árum eldri en Markovic og er betri en þeir báðir. Hann er líklega betri en allir í byrjunarliðinu eins og er. Ef Liverpool keypti hann myndi hann ekki bara styrkja byrjunarliðið, hann yrði stærsta nafnið þar eftir að Gerrard fer og ef þú ert ekki með árangur á bakvið þig til að fá inn stór nöfn þá verður þú að hafa önnur stór nöfn í liðinu fyrir, til að geta fengið frábæra leikmenn til liðs við þig. Út frá þessu meikar einfaldlega ekkert sens ef að Liverpool hefur ekki reynt að fá Shaqiri til liðs við sig núna í janúar.
Babu, þú talar um við eigum menn í hans stöðu. Hvaða máli skiptir það ef það er ekki verið að pæla í kaupum til að auka breiddina heldur kaupum til að styrkja byrjunarliðið? Við erum búnir að sjá það bæði á Liverpool í fyrra og Man Utd í ár að nánast það eina sem maður þarf til að komast í topp fjóra er að eiga frábæra sóknarmenn. Man Utd þurftu miðvörð í sumar en ákváðu að kaupa Di Maria og Falcao í staðinn þó að þeir ættu fyrir nóg af mönnum í þeirra stöður. Það skiptir hins vegar engu máli að engir miðverðir væru keyptir því að Di Maria og Falcao voru fengnir til liðsins til að styrkja byrjunarliðið og byrjunarliðið er orðið nógu gott að núna geta þeir skorað fleiri mörk en þeir fá á sig. Það er það eina sem skiptir máli og það er það sem Liverpool á að vera að hugsa um. Breiddin var aukin í sumar, núna skulum við styrkja byrjunarliðið.
Frá Sky Sports núna:
BREAKING NEWS
Inter Milan have completed the signing of Bayern Munich’s Xherdan Shaqiri on loan.
Þennan hefði maður algerlega viljað sjá koma til Liverpool….
Það hvort hann sé betri en Lallana og Markovic er bara allt önnur umræða, Liverpool er sagt hafa skoðað hann sem og aðra leikmenn í sumar og endaði á að eyða 45m í tvo leikmenn sem spila sömu stöðu og Shaqiri. Fyrir eigum við nokkra sem spila sömu stöðu og hann.
Punkturinn hjá mér er að afar fátt bendir til þess að Liverpool hafi verið að eltast við hann núna í janúar og Palmeri er gjörsamlega ómarktækur enda verður innan við 1% af hans slúðri að veruleika, grunar að það sé ekkert öðruvísi á Ítalíu frekar en annarsstaðar og þó setur hann sínar fréttir jafnan fram eins og þær séu svo gott sem staðfestar.
Ég er nú á þeirri skoðun að leikkerfið sem slíkt skipti nú ekki höfuð máli heldur frekar hvaða leikmenn eru inná vellinum, fyrir mér mætti þetta vera 2-3-3-2 eða 5-4-1 bara svo lengi sem fóltboltinn er skemmtilegur og árángursríkur og þá helst árangursríkur. Núna er það orðið þannig að Liverpool er alltaf að sogast meira og meira niður í meðalmenskuna og ef Liverpool er ekki nú þegar orðið miðlungslið (eins og flestir andstæðingar okkar segja) þá eru fleiri teikn á lofti um að liðið muni fara í þann pot en það sé að hífa sig upp.
http://www.thisisanfield.com/2015/01/fsgs-transfer-strategy-failure/ renndi aðeins yfir þessa grein og er sammála mörgu í henni. Það er hins vegar eitt sem ég hef alltaf verið ósáttur með í þessum kaup stefnum og það er það að Liverpool eigi að vera einhver uppeldisklúbbur fyrir önnur félög. Liverpool á sem sagt að kaupa einhvera kjúklinga láta þá verða góða og selja síðan til “stærri” liðana. Þetta er nefnilega nákvæmlega sá hugsunar háttur sem einkennir miðlungsklúbba. Liverpool er bara ekki lengur fært um að keppa um stæðstu nöfnin í fótboltanum og jafn ekki einu sinnu þá sem eru númer 2. 3 eða jafn vel 4.
Hversu oft undan farin ár hafa menn valið að fara eitthvað annað en til Liverpool? Þá er ég ekki að tala um eitthvað óstaðfest slúður heldur bara það sem hefur verið vitað. Ég t.d. trúi því ekki að leikmenn vilji ekki koma til Liverpool útaf því að borgin heilli ekki. Finnst þetta reyndar vera ein lélegasta afsökun sem ég hef séð lengi. Manchester er í klukkutíma fjærlægð frá Liverpool og þeir virðast ekki vera í þessum erfiðleikum og ef leikmaður vildi ekki búa í Liverpool þá gæti hann alla vega búið í þeirri borg fyrst Liverpool er svona hræðilegur staður til að vera á.
Ef Liverpool telur sig vera stór klúbb þá á hann sjálfsögðu að haga sér sem slíkur og kaupstefnan á að vera eftir því. Og það finnst mér líka aljörlega fáránlegt að menn geti ekki notað sannfæringakraftinn til að sannfæra menn að koma til Liverpool fyrst þeir segja að peningar séu ekki vandamálið.
Það er alla vega kominn tími til að Liverpool fari að kaupa gæða leikmenn sem kosta og þá er ég ekki að tala um ofmetna Englendinga fyrir allt of háar fjárhæðir.
#37 Joey
Ég er alveg verulega súr.. ég var farinn að binda vonir við að samráðshópurinn um leikmannakaup liverpool myndu hysja upp um sig stuttbuxurnar eftir að hafa misst af Sanchez í sumar og leggja allt kapp á að landa Shaqiri. Við þurfum ferskt blóð og leikmann í þessum gæðaflokki. Heeeellv…
Jæja…Shaquiri farinn til Inter. Liðs sem er í 11.sæti í serie A og spilaði við Stjörnuna í Inter-Toto í sumar. Þá er nú fokið í flest skjól. Í fyrra í janúar þá missti Liverpool af leikmanni Basel…. FSG ykkar tími er búinn. Við erum ekki og viljum ekki verða nýtt LEEDS.
Eini raunsæi möguleikinn á að komast í CL 2015/16 er að vinna Europa League. Þá verður liðið að styrkja sig í janúar. Markmaður…United tekur Valdes, eru samt með De Gea. Liverpool….eru með Mignólu og Jones en EKKERT. Hvað er að frétta????
Borini, Lambert, Balotelli. Jújú á að treysta að Sturridge komi inn og bjargi málunum 20.jan?? Á ekkert að næla í sóknarmann??
Hef enga trú – enga þolinmæði í þetta kjaftæði hjá FSP. Kauma miðlungsmenn á uppsprengdu verði í sumar.
Hausinn úr rassgatinu strax. Áður en verr fer.
Sælir félagar
Það er morgunljóst að það er ekkert að gerast í leikmannamálum hjá Liverpool. Það er sama hvað menn heita eða hvaða stöðu menn spila. Samkvæmt Babu eru til menn í allar stöður í liðinu og undan hverjum andsk . . . erum við þá að kvarta?
Jæja ókey það eru til menn í allar stöður hjá liðinu og er þá allt í lagi. Skoðum það aðeins. Markahæsti maður liðsins er miðjumaður sem hefur spilað amk. helming þessarar leiktíðar sem varnartengiliður(?). Vantar okkur þá nokkuð markaskorara? Varla.
Framherjarnir okkar allir samanlagt hafa skorað mörk sem eru teljandi á fingrum sér. Er það gott? Er það markaþurrð á heimsmælikvarða? Já líklega. Þarf að gera eitthvað í því? Nei auðvitað ekki. Hvaða – hvaða . . .
Markmennirnir okkar er þeirrar gerðar að hver þeirra sem er í markinu þennan eða hinn leikinn þá hrópum við á að einhver annar sé í markinu frekar en sá sem er þar. Er það fullnægjandi? Greinilega.
Miðja og varnartengiliðir leka mörkum af þeirri stærðargráðu að liði þarf að skora amk. 3 mörk í leik til að eig von um vinning. Er það boðlegt? Svo mun vera.
Bekkurinn er þannig að stór hluti hans er ekki einu sinni boðlegur í bikar gegn liði í neðri hluta 4. deildar. Er það ekki fáránlega góð breidd á leikmannahópi? Augljóslega.
Þurfum við þá eitthvað að vera kvarta undan leikmannakaupum/kaupleysi í janúarglugganum? Auðvitað ekki. Alls ekki bara og hættið þessu væli.
Það er nú þannig.
YNWA
Var ekki Rodgers búinn að gefa það út að hann ætlaði ekki að styrkja liðið í janúar?
Nr. 42 Sigkarl
Er þetta skot á mig hjá þér? Er þetta skrifað út frá færslunni eða slúðrinu um Shaqiri? Er ekki alveg að ná þessu hjá þér.
Varðandi Shaqiri þá einfaldlega trúi ég ekki því slúðri um að Liverpool hafi verið á eftir honum í janúar og það hefur enginn sem mögulega mark er takandi á fjallað um áhuga Liverpool á honum. Því síður er hann það sem liðið þarf mest akkurat núna. Kaupin á Lallana og Markovic gera þennan díl síðan ennþá ólíklegri.
Það hefur ekkert með ánægju mína á 6 daga gömlum janúar glugganum að gera eða því hvort mér finnst hópurinn nægjanlega sterkur, hef ekki beint legið á skoðunum mínum þar.
Ég hef svosem enga trú á að þetta sé að fara að gerast, en má maður láta sig dreyma?
http://kopworld.net/lfc-news/suarez-linked-with-a-premier-league-return/5036
Afhverju eru allir svona brjálaðir að við fengum ekki Shaqiri? Eins og Babu segir, vorum við með einhvern áhuga á honum eftir að við keyptum Lallana og Markovic (Sterling getur spilað svipaða stöðu og Jordan Ibe) Það þarf að styrkja aðrar stöður svo miklu meira en þessa winger stöðu svokalla. Markmann, central miðjumann og framherja takk.
Ég hef ekki mikið séð af Shaqiri en er hann ekki svipaður leikmaður og Sanchez?
Þá er ég að tala um að þetta er kantframherji sem hleypur og pressar allan leikinn og getur einnig spilað á toppnum, það má endilega einhver leiðrétta mig ef þetta er rangt.
Það hefur verið orðað Liverpool við þennan leikmann í ég veit ekki hvað mörg ár og ég hef séð mjög mikið hype um hann en ég hef einungis séð hann spila á móti Íslandi.
Ég vill taka það fram að ég er ekki að segja að Shaqiri sé slakur leikmaður ég er einfaldlega að spyrja hvernig týpa af leikmanni þetta er.
Ég er nú ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni og þarf því að spyrja mér fróðari menn. Er sóknarsinnaður miðjumaður eins og Shaqiri sem sagt það sem LFC vantar mest af öllu?
Daginn
Aðeins út fyrir efnið…
Sonur minn verður í London (með mömmu sinni) helgina sem leikurinn við Bolton í FA Cup fer fram, hann er 17 ára og ég vil ekki senda hann einan en langar til að kanna hvort einhver sér þetta sem er að fara á leikinn og gæti leyft honum að vera í samfloti???
Vinsamlegast sendið mér póst á einargj@gmail.com ef þið vitið um einhvern og þetta kæmi til greina?
takk takk
hvernig virkar þessi gluggi ef við seljum engan megum við þa ekki eyða 1 pundi í nýja leikmenn er ehv budget ?
Það er nú ekki eins og hinir sóknarsinnuðu miðjumenn LFC hafi beinlínis verið á skotskónum þetta tímabilið …..
Ekkert frekar en framherjarnir, miðjumennirnir, varnarmennirnir, bakverðirnir, markmennirnir ….
Þetta Shaqiri mál snýst heldur ekkert um það hvort Liverpool hafi nóg af leikmönnum í sömu stöðu.
Eina spurningin sem menn – við, eigendur félagsins, þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn, matráðurinn, allir – eiga að spyrja sig er, er þessi leikmaður betri en þeir sem fyrir eru?
Ef svo er, þá er bara tvennt í stöðunni – reyna að bæta liðið með slíkum kaupum, eða sætta sig við að vera með lélegri leikmenn í liðinu.
Nú er ég ekkert að segja að liðið hafi átt að kaupa Shaqiri, þó ég hafi nú töluvert fylgst með honum – þá sjaldan sem hann fær þó að spila! Vandamál Liverpool FC felst í því í dag, að þrátt fyrir að hafa spilað – að sögn – eftir þessum blessuðu handónýtu FFP reglum, þá er liðið undir smásjánni vegna hugsanlegra brota á þeim.
Eðlilega halda menn þá að sér höndum á meðan ekki hefur verið skorið úr þeim málum.
Ég er bara lítill stuðningsmaður, búsettur á Íslandi, en ég fór sjálfur inn í þennan leikmannaglugga með engar væntingar og verð því ekki fyrir vonbrigðum. Ef eitthvað gerist í leikmannamálum félagsins, þá lít ég bara á það sem plús, sem gjöf, sem óvænt útspil.
Reynslan sýnir okkur, í það minnsta mér, að við getum búist við að Ayre klúðri sínum málum eins og honum einum er lagið.
Rodgers hefur einnig sýnt það, að það er frekar regla en undantekning, að hann vill aðeins fá miðlungsleikmann til félagsins, sem hentar ekkert í liðið og gerir enga stuðningsmenn spennta….
Homer
þessi jákvæði …. 🙂
veriði spakir veit nu ekki betur en að allir okkar bestu leikmenn hafa komið i þessum glugga siðustu ár coutinho suarez og sturridge hef trú á einum klassa leikmanni og að beila að kaupa shaqiri útaf ibe meikar 0 sens þar sem shaqiri er 3 klössum ofar á gjafaprís..
Valdimar #22:
Gerrard er reyndar að flytja á vesturströnd Bandaríkjanna.
Nú hafa eigendur, Ian Ayre og Brendan Rodgers allir sagt að við getum keppt við stóru liðin um stóru bitanna á markaðnum. Annað hvort eru þeir að ljúga eða þetta er alltaf sama djöfulsins klúðrið í hverjum glugganum. Þegar þessir menn koma með þessar yfirlýsingar finnst mér það algjörlega réttlátt að við búumst við að grípa einhverja stóra leikmenn
Ótrúlegt að Valdes sé búinn að ganga til liðs við United á meðan Arsenal og Liverpool reyndu ekki einu sinni að fá hann í sinni markvarðarkrísu.
Það sást nú ágætlega í síðasta leik að nýja kerfið fallega er hvorki fugl né fiskur með Lambert/Baloteli frammi….frekar heldur en öll hin kerfin. Sterling er núna eini leikmaðurinn með viti í framlínunni…19 ára eða eitthvað og 4 barna faðir…engin pressa á þeim bæ! (minnir að valið hjá mér á þessum aldri hafi verið hvort ég ætti að kaupa mér fifa eða nba í playstation)
Fannar skrifaði:
Man Utd þurftu miðvörð í sumar en ákváðu að kaupa Di Maria og Falcao í staðinn þó að þeir ættu fyrir nóg af mönnum í þeirra stöður. Það skiptir hins vegar engu máli að engir miðverðir væru keyptir því að Di Maria og Falcao voru fengnir til liðsins til að styrkja byrjunarliðið og byrjunarliðið er orðið nógu gott að núna geta þeir skorað fleiri mörk en þeir fá á sig.
United keypti miðvörð í sumar. Rojo, en spurning hvort það þyrfti að kaupa annan líka veit ég ekki. Hefði klárlega þurft þess ef að liðið væri að spila í evrópukeppni.
Oddi:
Jæja…Shaquiri farinn til Inter. Liðs sem er í 11.sæti í serie A og spilaði við Stjörnuna í Inter-Toto í sumar.
Liverpool er nú að spila í þessari “Inter toto” keppni rétt einsog Inter.. Og bæði lið eru í ruglinu heimafyrir.
Það er bara allt við Liverpool Football Club og leikmannakaup sem lyktar af tómri áhugamennsku stjórnenda.
Kaupin á Borini þar sem verðið hækkaði af því að einhver spaði skutlaði inn á Twitter. Eltingarleikurinn um Konoplyanka í síðasta glugga sem skildi menn eftir haldandi í skaufan á sér einan saman. Kaupin á Luis Alberto sem aldrei fékk séns, salan á Suso sem aldrei fékk séns heldur. Salan á tvemur varafyrirliðum liðsins þeim Reina og Agger. Óskiljanlegu kaupin á Assaidi, kaupin á Illori sem aldrei hefur sést í Liverpooltreyju, lánið á Manquillo sem er nógu góður fyrir Liverpool en ekki fyrir Atletico? THE LIST GOES ON.
Held að flestir, stuðningsmenn Liverpool eða ekki, botni ekkert í hvaða átt klúbburinn er að fara. Þetta kjaftæði hjá þessum Ameríkönum sem gekk í hafnarbolta þar sem boltinn er í leik um 2% af tímanum gengur ekki í knattspyrnu – það er sannað. Þessir kanar eru ekki töframenn frekar en forverar þeirra og í sannleika sagt þá virðist þessi “transfer commitee” verða að draga nöfn úr potti til að kaupa, eða er kanski verið að kaupa menn sem eru með einhverja aðra hæfileika, ótengda knattspyrnu?
Sælir félagar
Nei Babu þetta er ekki endilega skot á þig. Hitt er annað að ef þið, við þeir og allir hinir halda að sér höndum og ekkert er verslað á markaðnum þá hlýtur það að vera vegna þess að liðið er nógu gott í öllum stöðum. Eða eins og Hómer#50 segir:
“Eina spurningin sem menn – við, eigendur félagsins, þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn, matráðurinn, allir – eiga að spyrja sig er, er þessi leikmaður betri en þeir sem fyrir eru?
Ef svo er, þá er bara tvennt í stöðunni – reyna að bæta liðið með slíkum kaupum, eða sætta sig við að vera með lélegri leikmenn í liðinu.”
Um þetta snýst það að kaupa menn til liðsins. Það er glórulaust að telja bara – við höfum 2 þessarri stöðu, 4 í þessarri o.s.frv. Þetta snýst um gæði og þau kosta peninga. Vonarpeningur getur að lokum borgað sig en það er alltaf happa og glappa með þann pening. Það er í raun þetta sem ég er að meina Babú og hvort þú tekur það sérstaklega til þín og gerir að þínu er þitt mál. En ég er gera grín að viðhorfinu sem slíku því það er svo óskaplega vitlaust.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta hófst nú svona hjá þér áðan og því spurði ég, en ok.
Það sem ég skil ekki er að æsa sig yfir því að missa af leikmanni sem félagið var ekkert að reyna að fá og í stöðu sem er ekki í forgangi að styrkja. Færslan er annars einmitt til að skoða hvar Liverpool er sterkt og hvar ekki, hefur ekkert með fjölda leikmanna að gera í hverri stöðu heldur hvar mestu veikleikarnir eru. Held að það hafi ekki verið sérstaklega óljóst.
Spot on Babu. Sum ummælin hérna lýsa fyrst og fremst særðu stolti. Leikmaður er orðaður við LFC og fer annað. Þá fyllast menn mikilli höfnunartilfinningu óháð því hvort einhver þörf sé fyrir leikmanninn eða ekki.
Shaquiri hefur 99,9% ekki verið á radarnum enda engin þörf fyrir hann með fullri virðingu fyrir leikmanninum.
Jákvæðasta slúðrið er að núna er Marc André ter Stegen orðaður við okkur. Ef eitthvað væri til í því og við misstum hann annað yrði ég fyrst fúll.
Hvað eru menn að missa sig yfir þessum Shaquri sem ekkert alvöru lið er á eftir og verðmiðinn á honum bendir nú ekkert á að hann sé nein súperstjarna.
#60 Babu –
Liverpool hefur samt verið orðað við Shaqiri í 2 ár og það er grátlegt að missa af honum þegar að það er talað um að hann sé að fara á láni, og svo hægt að kaupa hann í sumar á 12m evra. Hann er world class fjölhæfur leikmaður sem er í dag klassa fyrir ofan alla wingera/amc sem við erum með fyrir utan Sterling kannski.
Og svona í raun og veru.. hvar er Liverpool sterkt á vellinum í dag? Staðan er í raun bara svona:
Mark: Væri sennilega hægt að kaupa markmenn úr Championship deildinni sem myndi standa sig betur en það sem við eigum í dag.
Vörn: Erum búnir að eyða hvað.. 50 milljónum á seinasta árinu til að styrkja vörnina og samt selja uppáhaldið mitt hann Agger og vörnin er samt sorgleg.
Miðja: Virkilega tæp á að vera eitthvað af viti, okkur vantar sterkari DMC en Lucas og leikstjórnanda. Henderson er eina glimmer af von þarna og kannski Emre Can sem arftaki Lucas.
Vængir/AMC: Eina svæðið í liðinu þar sem við erum með þokkalegt úrval, enda keypt miðjumenn/kantmenn í hrönnum seinustu 2 ár. Sterling, Lallana, Coutinho, Markovic, Moreno . Seinustu þrír hafa samt verið með algjör yo-yo performans, Coutinho reyndar verið solid núna í töluverðan tíma. Enginn hérna er samt að koma með stjörnu frammistöðu leik eftir leik, Shaqiri hefði alveg getað gengið inn í liðið.
Sókn: ef ég gæti gert hauskúpu hérna, þá myndi ég bara smella henni inn.
Þannig í raun.. þá þarf að styrkja allar stöður á liðinu, markmaður ætti að vera fyrsta stopp. Kaupum bara Neuer á 80m frá BM , hann myndi leysa megnið af vandræðunum okkar í vörninni þar sem hann er 2 leikmenn í einum.
Þetta er bara alls ekkert spot on hjá Babu.
Babu, hvað er óskiljanlegt við að æsa sig yfir að missa af heimsklassa, beinskeyttum sóknarsinnuðum leikmanni sem er að fara á mjög hagstæðu verði til klúbbs af svipuðu, jafnvel lægra, kalíberi og Liverpool sem myndi styrkja byrjunarliðið gífurlega? Ef liðið var ekki á eftir honum þá er það eitthvað til að æsa sig yfir því að liðið á að vera á eftir svona leikmönnum. Það á alltaf að vera í forgangi að styrkja byrjunarliðið, óháð stöðum sem menn spila.
Guderian, þetta er hárrétt hjá þér. Það er engin þörf á sóknarsinnuðum leikmanni sem:
1. Er betri en allir sem fyrir eru í liðinu. (Allavega í hans stöðu)
2. Er beinskeyttur, áræðinn, skapar og skorar. (Mark/assist á 105 min fresti hjá Bayern)
3. Er nógu góður til að besta lið í heimi á þeim tíma sá ástæðu til að kaupa hann þó að þeir ættu mun betri sóknarsinnaða leikmenn en Liverpool hefur átt í fleiri tugi ára. (Robben, Ribery, Muller)
4. Er þekktur fyrir hraða sinn með og án bolta og vinnusemi sem eru akkúrat þeir tveir eiginleikar sem menn í hans stöðu þurfa að hafa til að passa sem best inn í kerfið sem Liverpool spilar.
5. Kostar minna en Markovic, Lallana, Downing, Carroll, Sakho, Lovren, Keane, Aquilani, Henderson og Allen þegar þeir voru keyptir til Liverpool.
Punkturinn er að menn eru gífurlega neikvæðir hérna og pikka upp slúður sem ekkert er að marka eins og heilagan sannleik.
Þegar að staðreyndir málsins loks liggja fyrir, t.d. í tilfelli Shaqiri þegar að hann fer til Inter, fara menn að álykta út og suður um getuleysi og aumingjaskap BR, FSG o.s.frv. Shaqiri er fínn leikmaður en við vitum ekkert um hvernig hann myndi duga hjá LFC. Svona upptalning í viðtengingarhætti eins og hjá #63 þjónar því litlum tilgangi. Þar fyrir utan er ekki neitt vitað um hvort Liverpool reyndi nokkru sinni að fá leikmanninn og raunar verður það að teljast ólíklegt.
Shaqiri, með fullri virðingu fyrir kappanum og óumdeildum hæfileikum hans, er ekki það sem Liverpool vantar helst af öllu að mínum dómi. Markmaður er þar algjört forgangsatriði og ég ætla því að vera rólegur þangað til við missum af klassamarkmanni s.s. Ter Stegen.
Guderian,
„Þegar að staðreyndir málsins loks liggja fyrir, t.d. í tilfelli Shaqiri þegar að hann fer til Inter, fara menn að álykta út og suður um getuleysi og aumingjaskap BR, FSG o.s.frv.”
Það er alveg rétt. Ef það er satt að Liverpool hafi boðið Shaqiri betri samning en Inter þá er samt ekkert við FSG og BR að sakast. Það segir meira um hvernig stórir leikmenn líta á Liverpool í dag þegar þeir hafna betri samning frá Liverpool til að ganga til liðs við lið í verri deild sem er í svipaðri lægð og Liverpool.
„Shaqiri er fínn leikmaður en við vitum ekkert um hvernig hann myndi duga hjá LFC.”
Maður veit aldrei fyrirfram hvernig leikmenn munu duga hjá liðum en við þekkjum leikstíl og hugmyndafræði BR og við þekkjum eiginleika Shaqiri. Miðað við það sem við vitum getum við áætlað að Shaqiri myndi passa mjög vel inn í LFC.
„Svona upptalning í viðtengingarhætti eins og hjá #63 þjónar því litlum tilgangi.”
Þetta var upptalning í framsöguhætti.
„Þar fyrir utan er ekki neitt vitað um hvort Liverpool reyndi nokkru sinni að fá leikmanninn og raunar verður það að teljast ólíklegt.”
Það er málinu óviðkomandi. Við erum að ræða það hvort að Liverpool eigi að eltast við leikmenn sem styrkja byrjunarliðið óháð stöðu og eru falir á hagstæðu verði eða ekki.
Ég skil vel punktinn ykkar Babu með að styrkja ákveðnar stöður en ég er ekki sammála því að LFC eigi að einblína á það. Lið með Mignolet í markinu gat unnið 11 deildarleiki í röð og endað í öðru sæti í EPL á síðasta tímabili. Hann er ekki frábær en hvort að markalekinn sé að mestu leyti honum að kenna er ekki hægt að svara og það er allt önnur umræða. Ef að það er markvörður þarna úti sem er búinn að sanna sig á stóra sviðinu og er falur fyrir gott verð þá styð ég það 100% að reyna hvað sem er til að fá hann til liðsins. Á meðan að sá markvörður er ekki í sjónmáli er lítið hægt að gera í því og þá á auðvitað að styrkja liðið annars staðar. Þegar á að styrkja byrjunarliðið á síðan að leita að þessum heimsklassa leikmönnum frá bestu liðunum sem eru að fara á hagstæðu verði.
Svo ég skilji þetta rétt þá ættum við að æsa okkur í hvert skipti sem eitthvað annað lið kaupir leikmann sem einhver af okkur stuðningsmönnum Liverpool myndi vilja fá því hann er betri en það sem við eigum fyrir. Gildir einu hvort félagið hafi sýnt umræddum leikmanni áhuga eða ekki og ekki skiptir heldur máli þó sama staða sé enganvegin í forgangi og hafi nýlega verið styrkt umtalsvert. Þetta lið er alveg nógu pirrandi til að maður fari ekki að horfa svona á þetta svona. En það er kannski bara ég.
Sælir félagar
Málið er, eins og liðið horfir við manni í dag, að það virðist þurfa að styrkja allar stöður á vellinum. Enginn leikmaður virðist vera að spila af þeirri getu að ekki sé tiltölulega einfalt að styrkja þá stöðu. Það er ef til vill Sakho srem helst stendur undir nafni eins og er.
Mér finnst að það sé búið að kaupa töluvert mikla breidd í liðið. Það er með leikmönnum sem eru sumir mjög efnilegir en ná ekki því máli ennþá að vera í toppklassa. Vonandi munu þeir ná þeirri getu og þeim gæðum í framtíðinni. En það vitum við ekki enn.
Þetta þýðir að mínu viti að næstu kaup eiga að vera menn sem eru búnir að ná þeim þroska sem leikmenn að þeir styrki liðið tvímælalaust í þeim stöðum sem þeir eru keyptir í. Það er það sem vantar og það er það sem þarf. Hvort Shaqiri gerir það er raun önnur umræða eins og Babu bendir réttilega á og um það geta menn deilt.
Eðlilega fer það í taugarnar á okkur stuðningmönnum hvað það virðist (?!?) vera lítið lagt í það að ná í alvöru leikmenn. Ég bendi á að ég segi “virðist” því það er birtingarmyndin af leikmannagluggum undanfarið. Það bætir ekkert fyrir okkur að vera með hártoganir hverjir við aðra (ég hefi tekið þátt í því sjálfur, viðurkennt) vegna þessa. Mér sýnist nefnilega þegar á allt er litið að við séum allir frekar ósáttir við hvað illa gengur að sækja leikmenn sem styrkja liðið verulega.
Það er ef til vill eitthvert hálfkák í þeim mönnum sem um þetta eiga að véla eða að ekki sé nokkur leið að fá leikmenn til liðsins. Ég veit það ekki frekar en aðrir stuðningsmenn sem velta hlutunum fyrir sér. Manni sýnist þó að það sé ekki gengið til verka af mikilli einurð og gerð tilboð sem klára dæmið. Það sé endalaust verið að reyna aðgera einhverja díla og kaupmála og draga úr og bæta smá í og veltast með eitthvað fram og aftur og aftur og fram. Þetta endar svo með því að leikmaður fer annað fyrir pening sem manni sýnist að hefði vel mátt borga fyrir hann strax án vandræða. Þannig lítur þetta út fyrir svona dúdda eins og mér en hvað veit ég svo sem.
Það er nú þannig.
YNWA
Sæl öll,
Auðvitað þarf að styrkja hóp Liverpool, breiddin er komin. En ég er algjörlega sammála því að Shaqiri var ekki leikmaður sem Liverpool þarf sem mest á að halda nú um stundir.
Fyrst langar mig að láta þá skoðun mína í ljós að BR þarf að breyta upplegginu hjá liðinu. Það fer alveg í mínar fínustu að notast við þrjá miðverði og eyða Can í eina af þeim stöðum. Hann er miðjumaður með frábært auga fyrir samspili, panikar ekki þótt að hann sé pressaður og er með fínt auga fyrir “stungum”.
Það er mín skoðun að BR þarf að færa samspil liðsins hærra upp völlinn um 15-20m án þess að færa öftustu línu neðar á völlinn. Það er alveg óþolandi að sjá miðverðina leik eftir leik vera með flestar sendingar sín á milli og það á að vera bannað að senda svona oft á markmanninn. Það eru miðjumenn liðsins sem eiga að halda boltanum, innan liðsins, upp við vítateig andstæðingana og þvinga þá í mistök. Ef bolti tapast að þá er þá aftasti (jafnvel 2 öftustu þegar bolta er haldið hátt á vellinum) miðjumaður og miðverðir sem geta varist skyndisókn en ekki bara annar miðvörður líkt og gerist svo oft með liðið eins og það spilar í dag.
BR er búinn að sýna það í vetur að hann langar að spila 4-2-3-1 og reyndar sýndi hann það líka á innkaupunum í sumar. Þess vegna langar mig að liðið færi boltann ofar á völlinn líkt og ég nefndi hér að ofan. Inni á miðjunni langar mig því að sjá Henderson, Can og Lallana. Lucas er frábært að eiga á bekknum, Gerrard er að fara og Allen er ekki nógu og góður. Að mínu viti þarf Liverpool því að kaupa miðjumenn sem eru með háa vinnslugetu, gott auga fyrir samspili og helst ekki undir 178 cm. Ég er búinn að vera á þeirri skoðun lengi að Liverpool þarf nýjan markvörð og ég bara styrkist í þeirri trú eftir því sem líður á. Að lokum þarf Liverpool að kaupa framherja sem hefur sýnt að hann getur spilað meirihlutann af tímabili (með þessari kröfu útiloka ég kaup á ungum og efnilegum leikmanni), það er ekki hægt að treysta Sturridge. Balotelli þarf að mínu viti að hafa annan með sér sem hangir upp í línunni og er raunin því sú að Liverpool er framherjalausir þegar Sturridge er meiddur því Lambert greyjið er ekki maður til að leiða sóknina einn og Borini er alls ekki nógu og góður.
Mín skoðun er því þessi:
1) Miðjumaður (strax núna í jan)
2) Miðjumaður (Byrjunarliðsgæðum)
3) Markmaður (Byrjunarlið)
4) Framherji (Byrjunarlið)
Ef að Liverpool fær til sín núna í janúar vinnuhest inn á miðjuna með gott auga fyrir spili að þá verð ég sáttur. Aðrar stöður er held ég betra að eiga við í sumar því núna þarf að kaupa gæði og taka sénsa alls ekki reyna dreyfa áhættunni með að kaupa 2 miðlungs leikmenn. BR verður að fara breyta uppleggi liðsins þannig að það hjálpar vörninni. Ég held að það sé gert með því að létta á þeim með uppspilinu þ.e. láta miðjumennina um að halda boltanum ofar á vellinum. Varðandi föst leikatriði að þá þurfa þjálfarar að skilgreina betur hlutverk hvers og eins og einnig að bæta samhæfingu allra þ.e. færslurnar sem á að framkvæma við hinar og þessar breytur. Það er sorglegt að fylgjast með því ennþá þegar tímabilið er hálfnað hvað það eru miklir einstaklingar að verjast en ekki lið.
Ef leikmaður er nógu góður til að vera afgerandi byrjunarliðsmaður og styrkja liðið til muna og er fáanlegur á góðum prís þá er ekki spurning um að lið eins og Liverpool eigi að vera á eftir honum. Því er skiljanlegt að stuðningsmenn Liverpool séu svekktir. Ekki þurfti Man Utd að styrkja sóknarstöðurnar? Nei þeir fara samt eftir stærstu bitunum á markaðnum eins og Di María og Falcao þótt þeir þyrftu nauðsynlega varnarmenn. Núna eru þeir í CL sæti og frekar horft uppá við frekar en að halda fengnum hlut. Málið er að svona kaup lyfta klúbbnum á hærra level og allir leikmenn í sömu stöðum og Shaqiri myndu þurfa að bæta sig.
Þarf ekki aðhafa þetta langt, Sigurkarl í færslu nr. 69 kemur fram með mína skoðun frá fyrsta staf til hins síðasta.
Getuleysi Liverpool undanfarið til að ná alvöru mönnum er áhyggjuefni hverju sem um er að kenna. Óþarfi að telja upp þann fjölda leikmanna sem staðfest er að við höfum verið á eftir síðustu glugga og hafa róið á önnur mið að lokum, við kunnum þann lista.
Eðlilegt að Liverpool verði undir í baráttunni um eftirsótta leikmenn við og við en þetta virðist vera orðin reglan.
Það er nú þannig!
Babu,
„Svo ég skilji þetta rétt þá ættum við að æsa okkur í hvert skipti sem eitthvað annað lið kaupir leikmann sem einhver af okkur stuðningsmönnum Liverpool myndi vilja fá því hann er betri en það sem við eigum fyrir.”
Þú skilur þetta ekki rétt. Við eigum að æsa okkur í hvert skipti sem frábær leikmaður sem myndi styrkja byrjunarliðið er til sölu á hagstæðu verði og Liverpool reynir ekki að fá hann. Til dæmis:
1. Shaqiri, ef að það er rétt hjá Echo að LFC hafi ekki sýnt neinn áhuga í janúar.
2. Alex Song, fór á lán til West Ham án þess að LFC gerðu tilkall til krafta hans.
3. Xabi Alonso, fór til Bayern á gjafaprís án þess að LFC sýndu nokkurn áhuga.
4. Khedira, er að fara frá Real og einungis Arsenal virðast vera vakandi.
Þarna eru fjórir leikmenn sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Þrír þeirra spila stöðu sem LFC eru að mínu mati hvað veikastir í. Áhugi LFC? Enginn. Þetta er það sem er pirrandi og við eigum að æsa okkur yfir.
Shaqiri hefði verið mjög flott viðbót í liðið. Rétt eins og Sancez hefði verið. Ég er hissa hvað samkeppnin var lítil um þessa tvo menn.
Svo er annað í þessu. Stór nöfn trekkja að virðist vera. Og nú þegar bæði Suarez og Gerrard eru farnir þá er eina stjarnan okkar í raun Sterling.
Svo er spurning hvort Brendan vilji yfir höfuð hafa þessi stóru nöfn sem eg er að tala um. Farinn að efast um það.
Þið þurfið markmenn, miðjumenn, varnarmenn og sóknarmann.
Nýr markvörður er ekkert að fara að breyta varnarleiknum hjá Liverpool, ég mundi skilja það ef varnarleikurinn væri góður en markvörðurinn væri að leka trekk í trekk inn mörkum með einhverjum aulaskaps eða hreinlega markmanns mistökum, en á meðan liðið nær ekki að spila alvöru varnarleik þá er ekki hægt að gera kröfu á markmanninn að verja allt sem kemur á markið.
http://m.fotbolti.net/news/09-01-2015/bayern-hafnadi-tilbodi-liverpool-i-shaqiri
Núna geta menn hætt að væla að liverpool reyndi ekki að kaupa hann…
Ég er farinn að óttast að leiðin sé ekki upp næstu árin….
Ég er dottinn í myrkvið.. ef ég væri frábær fótboltamaður þá bara veit ég ekki hvort Liverpool væri vænn kostur.
Það er ekkert spennandi að búa í rigningunni í borg sem, verður að viðurkenna, hefur sé fífil sinn fegurri. Svo eru eru ekki miklar stjörnur eftir þegar SG og Suárez farnir. Og félagið er í miðri deild, fyrir neðan klúbba sem ég vil ekki nefna upphátt.
Ég afsaka þunglyndið en svona sé ég þetta “núna”