Liverpool – Chelsea 1-1

Hörkuleikur og alvöru frammistaða hjá ungu liði Liverpool. Vindum okkur í þetta.

Byrjunarliðið var svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Markovic – Henderson – Lucas – Moreno

Gerrard – Coutinho
Sterling

Bekkur: Ward, Enrique, Lambert, Manquillo, Lallana, Borini, Rossiter

Chelsea lagði upp með að halda hreinu a la Mourinho og leikurinn byrjaði eins og handboltaleikur, Liverpool í sókn á móti frábærri 6-0 vörn Chelsea. Okkar menn voru með yfirhöndina allt þar til á 18.mínútu er Chelsea komst í sína fyrstu (og einu) sókn, Fabregas fékk að komast of langt með boltann og kom honum á Hazard sem fór illa með svifaseinan Emre Can og fékk víti. Hazard fór sjálfur á punktinn og sendi landa sinn í rangt horn. Nákvæmlega þetta mátti bara alls ekki gerast í þessu einvígi en Hazard er í heimsklassa og slíkir menn refsa öllum mistökum illa. Frábær leikmaður sem var annars haldið hljóðum í dag.

Mourinho skrifaði handritið af þessum hálfleik og það sem eftir lifði af hálfleiknum einkendist af okkar mönnum reyna að komast í gegn án teljandi árangurs. Diego Costa var heillandi að vanda og slapp með það að slá Can um miðjan hálfleikinn og Filipe Luis fékk gult spjald fyrir að slá Markovic, svakalega líkt því er Markovic var rekinn útaf gegn Basel fyrr í vetur nema þetta var klárlega snerting.

Lokaatriði fyrri hálfleiks sá síðan Costa leggja boltann fyrir sig með hendi liggjandi inni í vítateig en Atkinson sá ekkert að því og hafði líklegast rétt fyrir sér þar. 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði og héldu okkar menn uppi góðu tempói mjög vel studdir af pöllunum. Það skilaði árangri á 59.mínútu er Sterling fékk boltann í holunni og sneri stórkostlega á Matic og brunaði á vörnin og í gegn þar sem hann sá auðveldlega við Courtois í markinu. Algjörlega frábært mark hjá leikmanni sem er á hraðferð í heimsklassa. Sterling virkaði líka ferskur í dag, úthvíldur brúnn og sætur eftir að hafa slappað af á ströndinni eftir áramót.

Gerrard átti svo að koma Liverpool yfir á 66.mínútu eftir frábæra skyndisókn en skot hans fór í stöngina. Stuttu seinna átti Coutinho mjög fast skot fyrir utan sem var vel varið.

Pressa Liverpool hélt áfram og skipti litlu þó Gerrard færi af velli fyrir Lallana. Henderson áttu þrumuskot á 75.mínútu sem hinn óþolandi góði Courtois varði vel.

Fimm mínútum seinna fékk Lallana boltann frábærlega fyrir sig og átti frábært skot sem hefði legið inni gegn nánast öllum öðrum markmönnum.

Agalegt að skora ekki en okkur vantaði sárlega sóknarmann í þessum leik.

Lokatölur 1-1 í leik sem Liverpool átti að vinna.

Vangaveltur
Ég er aldrei sáttur við jafntefli og hvað þá á heimavelli en þetta var engu að síður frábær frammistaða hjá okkar mönnum og einvígið sannarlega lifandi ennþá. Sturridge er svo sannarlega sárt saknað á svona kvöldum en fyrir utan framherjaleysið minnti Liverpool í dag á liðið í fyrra nema nú er vörnin mun þéttari.

Vítið sem Chelsea fékk var bókstaflega eina ógn Chelsea í leiknum og óþolandi að halda ekki hreinu eftir svona leik. Can lenti í vondri stöðu gegn einum besta leikmanni deildarinnar og varð undir þar. Þetta fer á reynslubankann og hann var ekki að dvelja við þetta og stóð sig frábærlega það sem eftir lifði leiksins ásamt félögum sínum í vörninni og Mignolet.

Moreno og Markovic voru einnig að vinna vel á vængjunum og nýttu það vel að Chelsea lá til baka í þessum leik. Þeir hafa hraða og yfirferð til að teygja á vörn andstæðinganna og skapaði vinnusemi þeirra oft pláss fyrir tríóið sem spilaði milli miðju og varnar Chelsea.

Lucas og Henderson voru frábærir á miðjunni og með þá svona sé ég þetta kerfi alveg virka. Umræðan hefur verið um Lucas í vikunni og án hans megum við ekki vera en Henderson er fyrir mér sá leikmaður Liverpool sem er hvað mest ómissandi.

Gerrard kom flottur inn eftir meiðsli í dag en Coutinho við hliðina á honum var arkitektinn í dag og allt í öllu í sóknarleik Liverpool og var þar fyrir utan að vinna vel varnarlega. Pressa liðsins var frábær nánast allann leikinn og þessum frammistöðum frá Coutinho fer hratt fjölgandi.

Maður leiksins:
Raheem Sterling skapaði markið sem heldur þessu einvígi lifandi og hann vel ég mann leiksins af þeim sökum, rétt á undan Coutinho og Henderson. Þetta mark var rúmlega í heimsklassa hjá honum og maður slefar yfir tilhugsuninni af honum og Coutinho fyrir aftan Sturridge. Reyndar væri hægt að réttlæta mann leiksins á nánast hvern sem er í dag.

Að lokum:
Ég hef ekki verið aðdáandi 3-4-2-1 kerfisins en ef liðið getur spilað svona áfram skal ég taka það í sátt og rúmlega það. Hjálpar reyndar að Mourinho „þorði“ ekkert að sækja og kom á Anfield til að halda jafnteflinu sem hann byrjaði leikinn með. Vörnin hélt frábærlega allann leikinn þó vítið pirri mann. Miðjan var mjög góð, bæði fyrri og seinni bylgjan. Vængirnir hafa hraða og yfirferð sem eru nauðsynleg fyrir þetta kerfi. Nú vantar bara alvöru sóknarmann sem hentar Liverpool og hann er að verða klár. Þetta kerfi fer í það minnsta í vopnabúrið hjá þessu liði.

Þetta var mesta stemming á Anfield í vetur og mikilvægt að fá eitthvað út úr þessum leik. Liverpool stillti upp ungu liði í dag, aðeins þrír leikmenn meira en 25 ára og svona leikur fer í reynslubankann og þessi frammistaða er eitthvað til að byggja ofan á þrátt fyrir að ná ekki að sigra leikinn.

Sterling var að mínu mati bestur hjá okkur í dag en maður leiksins var óumdeilanlega markmaður Chelsea.

Þetta var eins og gegn Frökkum fyrr í dag, áttum að vinna en sættum okkur við jafnteflið.

70 Comments

  1. Takk Fyrir þessa frábæru skemmtun! Algjör yfirspilun á efsta liði deildarinnar. Allir leikmenn liðsins eiga skilið að vera valdir maður leiksins.

  2. Mér fannst þessi leikur ágætis staðfesting á því hvað Liverpool eru orðnir gott lið og eru í stöðugri þróunn. Ef liðið okkar spilar á þessu kvaleberi út tímabilið er ég ekki í nokkrum vafa á að meistaradeildarsætið verði okkar.
    Liverpool einfaldlega átti þennan leik með húði og hári. Það sem bjargaði Chelsea var þessi rosalega sterka vörn þeirra og markvörðurinn sem er klárlega einn af fimm bestu í heiminum í dag.

    YNWA

  3. Ef þetta hefði verið deildarleikur hefði þetta verið 2 töpuð stig.

  4. Can var gjörsamlega FRÁBÆR í dag. Þvílíkur leikmaður sem við eigum í okkar röðum.

  5. Maður leiksins er auðvitað Courtois allan tímann, hélt Chelsea liðinu á floti.

  6. Frábær leikur áttum bara að vinna þetta , aumingji kvöldsins M Atkinson gott spesimen að enskum drullu dómurum.

  7. Rosalegur leikur. Frábær skemmtun. Mjög góð liðsframmistaða!

    Sakho og Can voru frábærir. Ein mistök hjá Can og það dýrkeypt, en samt, mjöög solid í flestum aðgerðum og góður að bera boltann fram.

    Coutinho hafði minna pláss en oft áður, en hann, Gerrard og Sterling náðu samt að gera flotta hluti á köflum. Gjörsamlega gullfallegt mark hjá Sterling. Pirlo hefði verið stoltur af snúningnum.

    Eitthvað gæti síðari leikurinn orðið rosalegur.

  8. Þetta var ferlega flottur leikur hjá okkar mönnum.

    Fynnst samt ennþá vanta þetta drápseðli sem við sáum á síðustu leiktíð – þá hefðum við unnið sannfærand 3-1.

    Seinni leikurinn verður vægast sagt spennandi í næstu viku!

  9. Frábær leikur! Bætið Sturridge við á toppinn þá fer þetta sko að rúlla!
    20 (7) – 1 (0) í attempts !!!
    Við erum á réttri leið, klárt mál…

  10. Sá bara síðustu 35 mín af þessum leik og það eru bestu 35 mín sem ég hef séð á þessari leiktíð. Aðeins ein ástæða fyrir að þetta fór 1-1 og það er þessi markvörður sem er ekki einn af 5 bestu í heimi held að hann sé nú bara sá besti. Varslan frá Lallana var algjörlega mögnuð.

  11. Ef að eigendur liðsina bakka ekki stjórann upp og redda honum klassa sóknarmanni sem getur hjálpað þessu liði í topp 4 þá er eitthvað mikið að.
    Þetta lið getur verið rosalega gott en það vantar mjög mikið að fá klassa slúttara.
    En frábær leikur.

  12. Sæl og blessuð.

    Þetta var magnað, frábært.

    Liverpool tapaði á þessum sama velli fyrir B-liði Chelsea. Þá var nafni inn á og Sturridge birtist m.a.s. í blálokin. Í þetta skiptið voru þeir bláu með sitt allra besta lið en okkar menn buðu upp á masterklass í fótbolta. Færin voru ótrúleg og maður leiksins er því miður hinn kurteisi í markinu. Úff hvað hann varði – með hefðbundinn markvörð hefðu mörkin okkar orðið 3-4 en hann var yfirnáttúrulegur.

    Sakho, Skrtl, Lucas, Kútinjó voru vart af þessum heimi. Markið hjá Sterling brilljant en hann er auðvitað ekki í sinni prímastöðu. Can var silalegur framan af en átti marga góða spretti. Gerrard átti gullsendinger og Henderson frábær. Ég stend við hvert orð – þetta lið mun ekki tapa leik í vor.

    Annað: Lék Ivanovic í myndinni, Men in Black?

  13. Lucas Leiva maður leiksins. Þessi maður minnti hreinlega á gamla góða Lucas…

  14. Og ég gleymdi að sjálfsögðu Lucas Leiva sem stoppaði örugglega 5-6 vænlegar sóknir (þá sjaldan að þeir reyndu að drattast eitthvað fram völlinn) olíufélagsins í fæðingu.

  15. Vá hvað við erum mættir aftur – hvernig getur þetta verið svona ólíkt liðinu sem við vorum að horfa á fyrir tveimur mánuðum það skil ég alls ekki – en það er aftur orðið gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta. Það sem meira er það dugir ekkert fyrir andstæðingana að stoppa einhvern einn leikmann Liverpool þá eiga aðrir bara stórleik og stíga upp. Aldrei vandræði með spilamennskuna í kvöld. Og hversu solid er þessi vörn að verða – er það kannski bara málið – vörn og markvarsla dottin inn og við erum að horfa á allt annað lið. Sacko einfaldlega í heimsklassa í kvöld – þvílíkur snillingur en allir góðir.

    Þarf ekkert að fara að skoða hvernig hann Hazard fiskar þessar víti leik eftir leik – sparkar boltanum alltaf frá sér og hleypur síðan á eða fyrir andstæðingana með miklu tilþrifum sem geta enga björ sér veitt. Enginn sem gagnrýnir þetta virðist vera.

  16. Seinni hàlfleikur er tað besta sem maður hefur séð à tímabilinu. Fràbær leikur!

  17. Sælir félagar

    Mjög góður leikur hjá okkar mönnum og áttum að fá víti (Costa) og Courtouis átti að fá rautt fyrir að handleika boltann utan teigs. Hazard átti aldrei að fá víti. Þessi stubbur er meira í grasinu en á tveimur fótum og fær endalausar aukaspyrnur út á það. Óþolandi leikmaður.

    Okkar menn yfirspiluðu þetta bláa rúblulið nánast allan leikinn. Algerir yfirburðir og skítaliðið átti aðeins eitt skot á markið og það var vítið há dívaranum Hazard. Rúbluliðið átti ekkert skilið úr þessum leik en því miður eru dómarar hræddir við Mótorkjaftinn og leikurinn bar þess merki á köflum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  18. Bara til að vera leiðinlegi gaurinn. Ætlar enginn að tala um að reka Rodgers eða öll hans lélegu kaup núna. Bara að spá, en mikið var þetta góður leikur og liðið að leika vel. Miklu skemtilegra að sjá að menn eru aðeins að ná sér upp úr þunglyndinu sem einkendi þessa síðu fyrir svona tveimur mánuðum síðan.

    You never walk alone.

  19. Virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum.
    Synd að fá ekki meira fyrir yfirburðina.

  20. We´re back!

    Algerlega frábær leikur hjá okkar mönnum. Mjög erfitt að velja mann leiksins í okkar liði, en ákaflega einfalt í tilviki Chelsea, þ.e. sláninn í markinu.

    Fyrir hlutlausa, hvort liðið haldið þið að þeir hafi haft meira gaman af að horfa á?

    Það er svo margt jákvætt við þennan leik. Miklu meira öryggi yfir vörninni og greinilegt að leikmenn eru að fá sjálfstraustið aftur. Auðvitað eru Chelsea núna mun líklegri til að fara í úrslitaleikinn en það er ekkert gefið í þessu. Glasið er klárlega hálffullt hjá mér núna og ég get bara ekki beðið eftir næsta leik.

  21. #17 Eldoro

    0-0 jafntefli þýðir framlengingu. Ef það er enn 0-0 eftir framlengingu kemst Chelsea áfram. Mjög skrýtnar reglur í þessum deildarbikar.

  22. Gott úr Guardian textalýsingunni:

    83min: What’s this? Chelsea have just started to knock the ball around the midfield for what must be the first time this evening.

  23. Fràbær skemmtun og gaman að sjá leikgleðina og ástríðuna komna aftur í liðið !
    :o)

    YNWA

  24. Ekki missa sig í gleðinni. Þetta var einn leikur sem við note Bene náum jöfnu í…

    Vissulega má gleðjast yfir spilamennsku en dempum okkur niður.

  25. Lucas er að detta í hrikalega gott form. Ég ætla að vona að hann haldi sér meiðslafríum og spili svona út tímabilið.

  26. Virkilega flottur leikur og þetta hefði getað farið illa fyrir chelski, hefði verið í lagi að dæma víti á ógeðscosta og svo hefði courtis getað feingið rautt hefði dómarinn séð hann handleika boltan utan teig. En virkilega sáttur við hvernig leikur Liverpool er að þrósat og að sjá nýju mennina verða bara virkilega góða 🙂 versti púnkturinn var að sjá á eftir boltanum hjá Gerrard fara í stöngin út. En hlakka hrikalega til seinni leiksins.

    YNWA

  27. Þvílíkur leikur að hálfu okkar manna. Bláu olíutunnurnar voru teknir íkennslustund. Við hefðum átt að vinna þennan leik. Það er allt annað að sjá liðið. Vonandi verður það áfram!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!

  28. Frábær leikur. Erfitt að kjósa mann leiksins, þetta var flott liðsheild gegn þessu sterka Chelsea liði.
    Þetta háa tempó í seinni hálfleik var algjörlega æðislegt. Það er gaman að styðja Liverpool þegar spilamennskan er svona skemmtileg.

  29. Nr. 9

    20 (7) – 1 (0) í attempts !!!

    Úff

    Nr. 17

    Þá leggur Móri upp að gera 0-0 jafntefli í seinni leiknum…

    Þá er bara að skora eitt mark á hann og setja þau plön upp í loft. Mourinho veit alveg hvað hann er að gera og þetta upplegg skilar honum mjög oft í úrslitaleiki. Benitez gerði það sama sem stjóri Liverpool með góðum árangri. Rodgers þarf bara að finna lausn á uppleggi Chelsea. Synd að klára þetta ekki í dag en gefur góð fyrirheit.

    Nr. 19

    Bara til að vera leiðinlegi gaurinn. Ætlar enginn að tala um að reka Rodgers eða öll hans lélegu kaup núna. Bara að spá,

    Rodgers var ekki að nota þessa leikmenn sem hann keypti nema þá Balotelli og Lambert sem hentuðu enganvegin og gátu ekkert. Eðlilega minni gagnrýni núna þegar hann er að nota þessa nýju leikmenn og liðið er að spila vel. Tekur eftir að Lovren, Balotelli og Lambert eru ekki með í dag og Lallana er varamaður. Þetta er vel rúmlega helmingur þeirra sem keyptir voru í sumar hvað kaupverð varðar.

    Þannig að þeir sem voru pirraðir í desember eru líklega bara fagnandi góðu gengi núna, loksins.

  30. virkilega fín frammistaða það er súrt að horfa uppá 1-1 jafntefli þar sem móri vonaðist eftir 0-0 . en menn verða að átta sig örlítið á þvi að að sjalfsögðu erum með með fleiri skot og meira possesion þar sem chelsea lsgði upp með það að liggja i vörn!… skil samt ekki afhverju þeir leggji upp leikinn svona, maður reynir að sýna skilning á því ef neðsta lið deildarinnar pakki í vörn til að reyna að kreista út 1 stig þessvegna finnst mer faranlegt að besta sóknarlið deildarinnar geri þetta en svona rúllar þessi skítaklepri hann móri. en við erum á rjúkandi uppleið lallana er orðinn lykilmaður og emre can átti fullkominn leik þvílikur leikmaður hann var einfaldlega óheppinn að hlaupa inní hlaupaleiðina hjá hazard ?

  31. Það sem ég er hvað mest ánægður með í sambandi við þennan leik og leiki upp á síðkastið er að ég þarf ekki að hlusta á liðið inn á þessari síðu sem er búið að vera að drulla yfir Brendan Rodgers og þá leikmenn sem voru keyptir í sumar. Óskiljanlegt að menn sjá ekki hversu mikill snillingur þessi maður er miðað við allt sem á undan hefur gengið. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við að horfa á Liverpool leiki eins og ég hef gert undir stjórn Brendan Rodgers og hef ég haldið með Liverpool ansi lengi. Væri rosalegt að sjá hann smíða lið með sömu fjármuni milli handana og apinn á brúnni.

  32. Sælir félagar

    Ég er gersamlega ósammála skýrslu höfundi í blæti hans á dívunni Eden Hazard. Óþolandi leikmaður sem skríður í grasinu um allan völl. Einnig má taka undir það sem einhver hér bendir á að Hazard þessi leikur þann leik í vítateigum andstæðinga að setja boltann nokkra metra frá sér og hleypur svo á varnarmenn og iðar svo í grasinu eins og amaba og fær oftar en ekki víti. Þetta leikur hann reyndar líka úti á vellinum oftar en tölu verður á komið. Ég gæti ælt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  33. Ég á eina athugasemd með nokkrum linkum í saxbautasóttkvínni… 🙂

    InnskotKomið, sjá Nr. 31

  34. þetta er vist tóm tjára hjá mer #36 þeir voru með 68 í einkun og við áttum 20 skot, samt fáranlegt.

  35. Nr. 38

    Ekki séð neinn annan sem taldi þetta ekki vera víti og þessi lýsing þín á Hazard minnir mig á það hvernig andstæðingar Liverpool lýstu leikmanni sem var í framlínunni hjá okkur í fyrra. Dýrkaði þann leikmann.

  36. Móri eftir leikinn:

    “A proper semifinal and a fair result. Liverpool did not deserve to lose, they performed really well. We were in control but with more quality in our passing we could find space and score more goals.”

    Klassi.

  37. Móri: “We were in control but with more quality in our passing we could find space and score more goals.“

    Hvernig fær maðurinn það út að lið sem fær enga hornspyrnu og er 38% með boltan allan leikinn sé með CONTROL? haha illa fatlaður á heila.

    Coutinho var awesome í þessum leik og Sakho lætur Skrtel og hina varnamennina líta bara vel út. Jafnvel Mignolet er að braggast elsku kallinn. Samt fyndið að ekki fyrir svo löngu síðan var Mignolet með heimtingu á aðalmarkvarðastöðu hjá Belgíu fram yfir Courtois. Hahhahahaha Really Mignolet.

    Annars allt annað að sjá til liðsins og loksins náum við að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. Með að halda þessum stöðuleika gætum við bjargað einhverju þetta tímabil. En menn verða að vera á tánum!

  38. #44. Já útivallarreglan fer í gang í framlengingu seinni leiksins. Svolítið sérstakt. Þannig að ef það verður 0-0 eftir 90 mín. Þá er framlengt, en ef það er áfram 0-0 eftir 120 mín. þá eru Chelsea komnir áfram á útivallarmarki.

  39. a? tala um ad hazard se að velta sér um i grasinu finnst mer frekar ósanngjarnt, eins og Gummi Ben sagði þá eru ekki margir i heimunim betri en hann að na i svona aukaspyrnur eða vítaspyrnur, sammála babu að þetta minnir mig mjög mikið á allar aukaspyrnur sem suarez var að vinna. hazard er einfaldlega bara með betri leikmönnum í heimi i dag og er ég mjög hrifinn af honum sem leikmanni og þetta er þad sem hann er bestur í. Annars frábær leikur og svekkjandi að vinna hann ekki midjan okkar gjörsamlega pakkaði saman einum besta midjumanni heims honum matic.

    Hvernig er þad samt er Diego Costa ekki bara leiðinlegasti fótboltamaður sem spilad hefur i ensku deildinni. Ég fæ bara ælu uppí mig þegar ég sé hann

  40. Virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum í dag.

    Mignolet 6 hafði eiginlega ekkert að gera í dag.
    Can 6 lét Fabregas stinga sig af og gaf svo víti 5 sek síðar. Svona misstök eru stór í svona leik og ráða stundum úrslitum. Annars var hann nokkuð solid
    Skrtel 8 en einn stórkostlegir leikurinn
    Sakho 8 frábær leikur
    Lucas 8 frábær leikur og fannst mér þetta besti leikurinn hans á tímabilinu. Vann vel fyrir liðið og var á fullu allan leikinn, vann einvígi og boltan trekk í trekk
    Markovitch 7 búinn að eigna sér hægri kanntinn í þessu kerfi, flottur leikur
    Moreno 7 búinn að eigna sér vinstri kanntinn í þessu kerfi, flottur leikur
    Henderson 7 vinnuhestur sem skilar sínu
    Gerrard 7 flottur leikur hjá fyrirliðanum okkar. Barátta og sendingar voru sko í lagi í dag.
    Coutinho 8 hann er einfaldlega að fara á nýtt level í undanförnum leikjum
    Sterling 9 maður leiksins. Heimsklassa varnarlína Chelsea réðu ekkert við hann og voru skjálfandi á beinunum þegar hann fékk boltan.

    Lallana 7 kom vel inní leikinn og var aðeins einn markvörður í heiminum sem hefði varið þetta skot hjá honum og því miður var hann í markinu hjá Chelsea í dag.

    Rodgers 9 – liðið var frábært, liðið barðist allan tíman og stjórnaði leiknum. Það segjir mikið að maður er drullu fúll þegar eitt af kannski 3-4 bestu liðum heims náði í janftefli á Anfield.

  41. Góður leikur fannst skrtel alveg frábær og hann hefur varla stigið feilspor frá því að við skiptum um kerfi ekki spurning að við söknuðum hans mikið á móti Leicester. Það er augljóst Babu að þótt þú sért ekki hrifinn af þessu kerfi ertu að taka það sátt enda erfitt með þeim mun á spilamennsku sem við sjáum eftir að við skiptum um kerfi

  42. Sá ekki leikinn en að yfirspila Chelsea getur varla hafa verið leiðinlegt fyrir okkar leikmenn!

  43. Ég verð bara að taka undir með #38 Sigkarl. Þó svo að hazard litli sé góður þá er hann alltof oft eins og stungin grís í grasinu, öskra bara nógu hátt og velta sér upp úr grasinu þá fær hann spjald á andstæðinginn. Því miður var dómarinn að falla fyrir þessum leikaraskap hjá honum í dag og fiskaði hann m.a. spjald á GERRARD.

    Ég veit ekki betur en að SURAEZ hafi verið nokkurn vegin hættur að fá dæmdar vítaspyrnur og aukaspyrnur útaf því dómarar héldu alltaf að hann væri með leikaraskap. hazard er léleg týpa af SUAREZ.

    Það skiptir mig engu máli hvað hrokagikkurinn frá portugal segir eftir leik, ég er löngu hættur að hlusta á þennan vælukjóa. Nú þurfum við bara að vinna á brúnni, eða gera jafntefli 2-2 eða 3-3 eftir framlengingu.

  44. úff sá hafði rangt fyrir sér “If Rodgers persists with 3-4-3, Chelsea will tear them apart.” – Martin Keown said before the match

  45. Þetta var frábær frammistaða. Chelsea er eina Úrvalsdeildarliðið sem Rodgers á eftir að leggja, og Mourinho enn sá eini sem hefur sérstakt tak á honum, en hann fór langleiðina með að sleppa úr því taki í gær. Synd að sigurinn skildi ekki hafast.

    Emre Can er yndislegur og ég skil ekki einkunnirnar sem hann fær í fjölmiðlum. Fá menn sjálfkrafa 5 í einkunn ef þeir gera ein mistök sem leiða til vítaspyrnu? Er alveg sama þótt maðurinn sé stórkostlegur restina af leiknum, hann lét klobba sig einu sinni og braut svo af sér og þá fær hann bara fimm? Ókei.

    Can er jafngamall Sterling og enn að læra, ekki síst í nýrri stöðu. Hann lenti illa í Akinfenwa hjá Wimbledon um daginn en sýndi svo hvað hann hafði lært af þeirri reynslu þegar hann rústaði Benteke um helgina. Nú lét hann Fabregas plata sig og gekk svo í uppáhalds gildru Hazard – að skjóta mjöðminni út og láta varnarmanninn fara í hana – og gaf víti. Hann lærir af því. En restina af leiknum var hann frábær eins og restin af liðinu.

    Allavega, þetta var frábær spilamennska. Ég er undarlega bjartsýnn á seinni leikinn, ekki síst af því að þá eru Chelsea á heimavelli og undanfarið hefur hentað okkar liði betur að spila úti þar sem liðið getur beitt skyndisóknum, heldur en heima þar sem lið liggja í vörn.

    Tökum þá á Brúnni í markaleik. Heyrðuð það fyrst hér.

  46. Þessi Hazard umræða er merkileg. Ég er á því að Hazard sé búin að fullkomna listina að fiska víti og hann gerir það betur en flestir aðrir og mér finnst dómarar falla fyrir þessu aftur og aftur. Mér fannst þetta ekki víti í gær og ég er sannfærður um að Suarez hefði aldrei fengið víti á þetta – ekki séns í helv… Hann er búin að fá nokkur víti í vetur og flest þeirra hafa verið fiskuð á “snilldarlegan” hátt þar sem hann treður sér einhvern veginn fram fyrir varnarmennina eða hleypur á þá eins og í gær. Flestir sóknarmernn hefðu bara hlaupið framhjá Can og haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist og því aldrei verið um brot að ræða. Hins vegar óþolandi góður leikmaður sem öll lið myndu vilja hafa innan sinna vébanda.

  47. Þetta var einn sá skemmtilegast leikur sem ég hef séð lengi hjá hvaða liði sem er. Pressan, ákefðin og hungrið hjá Liverpool í þessum leik var alveg rosaleg. Chelsea lá til baka eins og búast mátti við en við náðum samt alveg ótrúlegu spili á þröngu svæði og ef sending mistókst þá voru menn búnir að vinna boltann innan við 30 sekúndum síðan. Við áttum skilið að vinna þennan leik, það leikur ekki vafi á því en þessi markmaður er með ótrúleg gæði og er einnig með mikla stærð sem er alltaf kostur. Þessi markvarsla frá Lallana er ein sú besta á þessu tímabili ef ekki lengra. Það er ekkert hægt að setja út á þetta víti sem við fengum á okkur en ég sé ekki að miðvörður hefði getað gert betur en Can gerði þarna eins og spekingarnir á Sky voru að tala um.
    Annars heilt yfir þá stóðu allir leikmenn sig vonum framar þar sem ég bjóst við að þetta yrði nú tap hjá okkur fyrir leik.
    Að lokum vil ég benda á það að það er nú oft talað um að þessi bikar skiptir nú ekki miklu máli ( aka Worthless cup) en það var ekki að sjá á mönnum í gær. Menn seldu sig mjög dýrst og gáfu 150% í þennan leik. Kannski var það bara út af því að við vorum á móti Chelsea….

  48. The morning after comment:

    Ekki missa okkur í einstök smáatriði. Stóra myndin frá í gær er sú að Liverpool er hægt og bítandi (samt er Suarez farinn) að ná þeim styrk á ný, sem beðið hefur verið eftir í allan vetur. Allt yfirbragð liðsins ber þess merki að sjálfstraustið er komið á ný og nýju leikmennirnir eru einn af öðrum að stimpla sig inn.

    Var á Basel leiknum á Anfield í desember og fannst þá eins og Brendan væri gersamlega ráðalaus. Breytingin á liðinu síðan sýnir hins vegar að hann var það ekki. Það tók bara lengri tíma að vinna sig í gegnum það að hafa hvorki Suarez né Sturridge til að stóla á og sætta sig við að það sem lagt var upp með gekk ekki upp.

    Meistaradeildardraumar eru úr sögunni en ég trúi því einlæglega að lokaspretturinn verði skemmtilegur.

  49. Tek undir að leikur liðsins í gær var einn sá besti sem Liverpool hefur leikið í vetur heilt yfir. Varnarlega komst Chelsea liðið lítið áleiðis og skapaði sér nákvæmlega engin færi allann leikinn fyrir utan þessa ódýru vítaspyrnu sem L’pool færðu þeim á silfurfati. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var ekki uppá marga fiska, uppspilið gekk illa þar sem Chelsea pressaði vel á vörn og miðju. Hins vegar í seinni hálfleik var mun meiri hreyfanleiki og vilji að fá boltann og um leið fóru að skapast færi.

    Chelsea var ekki búið að fá á sig mark í þremur leikjum í röð en í gær var liðið heppið að fá aðeins á sig eitt mark.

    Móri má eiga það að hann kann vel að spila inná helstu veikleika Liverpool liðsins. Hins vegar fannst mér BR gera góðar áherslubreytingar í hálfleik og í fyrsta skipti frá því hann tók við fannst mér hann hafa svör við varnarleik Chelsea. Meiri hreyfanleiki leikmanna og markvissara uppspil ollu Chelsea vandræðum. Þá fór liðið og þá sérstaklega Sterling að bjóða sig meira og fá boltann inná svæði 14 sem olli Chelsea töluverðum vandræðum.

    Það er óneitanlega pirrandi að spila svona vel og geta ekki fagnað sigri. Það veldur pínu áhyggjum en um leið ætti það að gefa liðinu sjálfstraust í næstu viðureign liðanna. Ég fullyrði það að þessi spilamennska hefði dugað til sigurs gegn öllum öðrum liðum í úrvalsdeildinni.

    Nú er bara vona að liðið haldi áfram þar sem frá var horfið og bóki farseðilinn til Wembley í næstu viku.

  50. Tökum þá á Brúnni í markaleik. Heyrðuð það fyrst hér.

    Nei, Kristján Atli, við heyrðum það fyrst í podcast-inu hjá Einari Erni. Só far er hann alla veganna með rétta spá fyrir þessa viðureign 🙂

  51. Courtois var það kom í veg fyrir að Liverpool tæki þennan leik 3-1 þetta skot frá Lallana!

    Aftur á móti þá er þetta galopið ennþá þó aðþetta verði erfitt á brúnni.

  52. Tölfræði Can í fyrrahálfleik (Þegar allar sóknir Chelsea voru á hans hluta af vörninni)

    Pass completion: 34/37 (90%)
    Tackles won: 5/5
    Successful take-ons: 1/1
    Clearances: 3
    Aerial Duals won: 1/1
    Errors: 1 (penalty foul)

    Stóð sig bara ágætlega strákurinn. Ef liðið spilar alla leiki svona vinnum við flest lið, lang flest. Klárlega á réttri leið, nú er að afgreiða Eið og Félaga og klára þetta svo á Brúnni. Koma Svo!

  53. Lúðvík Sverriz, MOTD er skammstöfun fyrir Match of the Day, þátt sem er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Þar er farið yfir alla leiki dagsins í Ensku úrvalsdeildinni, svipað og gert er í Messunni á Stöð 2 Sport 2.

    Þar sem þessi leikur var á þriðjudegi og í deildarbikarnum, þá finnurðu líklega ekki neina MOTD umfjöllun um hann

  54. Var að klára að horfa á leikinn. Flottur leikur hjá Liverpool miðað við það að Rodgers spilaði engum framherja. Í öllum öðrum leikjum hefði Gerrard skorað úr þessu færi.

    Ég vona að þessi dómari spili ekki næsta leik. Mikel var heppinn að sleppa við spjald eftir tveggja fóta tæklingu, Costa heppinn að gefa okkur ekki víti eftir að hafa notað höndina til að stjaka við boltann, Terry ljónheppinn að fá ekki gult fyrir að halda Sterling niðri fyrir framan dómarann og Courtois heppinn að sleppa með að handleika boltann fyrir utan teig. Einnig var Skrtel heppinn að fá ekki spjald fyrir að hafa gefið Costa olnbogaskot.

    Fyrir mitt leiti að þá fannst mér Skrtel vera maður leiksins. Hann hélt Costa niðri allan leikinn og það komst enginn framhjá honum. Annars súrt að hafa ekki unnið þennan leik.

  55. Var að horfa aftur á highlightin (takk Eyjólfur #54) þá fór ég að velta fyrir mér hvernig “Brendan burt kórinn” hefði brugðist við ef við hefðum fengið samskonar mark á okkur og Sterling skoraði. Höfum það á hreinu að mér finnst markið tær snilld.

    Hugsa að “Brendan burt kórinn” hefði tapað sér yfir lélegri vörn, ömurlegum markmanni sem hefði átt að verja þetta, enn verri innkaupum í sumar osfrv osfrv.

    Food for thought.

  56. Með alvöru framherja, eins og td Sturidge öruggur sigur okka manna, vorum mjög góðir

  57. Nr. 67

    Hafa margir verið að heimta hann burt undanfarið? Ef Liverpool væri ítrekað að fá á sig svona mörk og tapa leikjum gegn mun verri liðum þá væri sannarlega horft í upplegg liðsins og til stjórans. Ef þetta væri einstakt tilvik og t.d. gegnumbrot hjá Hazard myndum við nú líklega bara gera eins og Chelsea menn og átta okkur á að þarna var sérstakt mark hjá frábærum leikmanni. Öll lið fá sig mörk af og til, það er t.a.m. enginn að röfla yfir varnarleiknum í heild þrátt fyrir mistökin sem urðu til þess að þeir fengu víti.

  58. Eins og ég skil þetta kerfi þá eru þrír hreifanlegir miðverðir. Annað hvort Moreno eða Marcovic breytast í bakverði ef það er sótt að þeim og miðvörðurinn sem er fjærst þeim tekur svæðið sem bakvörðurinn tekur venjulega í 442- kerfi. þetta kerfi er stórsniðugt og ég hef aldrei séð það áður í nútímafótbolta.

Liðið gegn Chelsea

Aðeins af taktík…og sjálfsmynd