Liðið gegn Everton

Liðið er komið, Rodgers stillir þessu svona upp í dag

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Henderson – Lucas – Gerrard – Moreno

Ibe – Sterling – Coutinho

Ibe byrjar og Lucas orðinn heill!

Bekkurinn er Ward, Johnson, Lovren, Sturridge, Allen, Lambert og Markovic.

Liðið hjá Everton er Robles, Coleman, Jagielka, Stones, Oviedo, Mirallas, Besic, Barry, McCarthy, Naismith og Lukaku.

Þetta verður eitthvað, koma svo!!!

YNWA

95 Comments

  1. What Ibe í byrjunarliðinu!! Þetta verður eitthvað, ég spái því að Coutinho eigi stórleik með þessa snöggu menn í kringum sig!

    3-1 f. Liverpool þar sem Gerrard setur eitt úr víti! Hendó og Sterling með hin tvö!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!

  2. Skít hræddur við þessa miðju, það hefur alltaf vantað allt flæði þegar hann stillir þessu þrem leikmönnu saman. Henderson er líklega hugsaður til að aðstoða Ibe í varnarhlutverkinu þarna.
    COME ON YOU REDS SAMT!

  3. Ánægður með þetta byrjunarlið. Flott að fá Ibe inn og eiga svo Sturridge í handraðanum í seinni.

    Þetta verður tense leikur en betra liðið vinnur og við vitum hvað það er.

    YNWA

  4. Ég vil hafa liðsuppstillinguna svona og kannski verður hún það.

    Mignolet

    Can – Skrtel – Sakho

    Ibe – Henderson – Lucas – – Moreno
    Gerrard – Coutinho
    – Sterling

    Gerrard hefurkomið miklu betur út í 10 hlutverki- Sömu stöðu og Lallana spilar. Henderson er miklu duglegri og í raunorðin betri miðjumaður og Ibe – er það snöggur að hann á að geta leyst Marcovic af hólmi

  5. Ég vona að Ibe verði í stöðunni sem þú setur Henderson í og Gerrard í holunni, Hendo í sinni stöðu.

  6. Sælir félagar.

    Mario Balotelli ekki einu sinni í hópnum, er hann alveg úti í kuldanum kallinn?
    Hvernig er með streymi lummar einhver á slíku?

    KV JMB

  7. Með sigri í dag kemst Liverpool einu stigi á eftir Arsenal og 2 stigum frá Tottenham. Eftir leikina í dag.

  8. Hélt að það væri fullreynt með Gerrard og Lucas. Hræddur um að Everton eigi eftir að vinna baráttuna um miðjuna……

  9. já og ef þessi leikur tapast þá gætu verið 8 stig í 4 sætið þetta er svo mikil skyldusigur !!!!! COME ON U REDS

  10. Veit einhver um slóð sem hægt er að horfa á leikinn strax eftir að hann er búinn ? Er nefnilega að vinna þegar hann er.

  11. Trúi ekki öðru en að Ibe komi bara beint inn fyrr Markovic og verði á vængnum. Galið að taka Henderson af miðjunni og færa Gerrard þangað. Ibe hefur að ég held spilað svipað hlutverk hjá Derby.

    Já og FOOOOOOOOOKKKKK Sturridge hættur að hita upp og farinn inn í klefa aftur með sjúkraþjálfaranum!

  12. guð minn almáttugur ef sturridge er meiddur það vissu það allir að hann yrði ekki heill allt seasonið en meiddur aftur eftir 20 min leik ?!!!

  13. Vona að þetta sé málið, hann hefur víst gert þetta undanfarið. Hef ekki taugar í fleiri Sturridge meiðsli

  14. Sturridge virðist vera að hita akkurat núna ef myndirnar voru beint fra Goodison.

  15. Sturridge er líkast til – að taka ekki neinn séns. Gaurinn var að koma úr allherjar rannsókn frá Bandaríkjunum og því passar hann sig subervel til að fyrirbyggja meiðsli.

  16. Að taka hornspyrnu stutt er eins og að fara á klósettið án þess að pissa eða kúka.

  17. Bláklæddir rasshausar að syngja um Gerrard. Ég væri til í að sjá Hann skora í síðasta derbyleiknum og sýna þeim fingurinn, hugsandi ” þetta er síðasti séns, setjið mig bara í bann”

  18. Og inná kemur hinn svaðalega sterki Allen… Jæja hann gat þetta einu sinni, koma svo Allen, þetta er leikurinn til að sanna sig í !!!

  19. Hefði frekar hent Lovren inná og fær Can yfir á miðjunna, Lovren hefur þó sýnt að hann geti eitthvað í vörn annað en Allen sem hefur ekkert fært þessu liði.

  20. Ibe með neglu í tréverkið og Can að eiga í fullu tré við tröllabarnið

  21. Jæja, full mikið kæruleysi hérna! Sakho að gaufa með bolta, Henderson reddar honum með góðu hlaupi til baka og þá ákveður Allen að gefa þeim boltann aftur! Verðum að fara að ná betri stjórn á þessu því þeir munu refsa á endanum þótt þetta sé Everton!

  22. Eitt sem ég hef tekið eftir og er áberandi núna í nokkrar vikur eða mánuði. Mignolet er farinn að dúndra boltanum bara fram völlinn þegar hann er undir pressu.
    Áður var hann sífellt að reyna að gefa á vörnina, væntanlega eftir fyrirmælum frá Rodgers og núna er greinilegt að hann hefur fengið “leyfi” til að hreinsa bara þegar hann er undir pressu.

  23. Missti af fyrri hálfleik hvernig var holningin á liðinu?..ég meina k´mon ég spáði 5-0

  24. thad er eins og vid seum einum færri…. thad er einnhver i lidinu sem labbar og joggar um vøllinn og gerir ekki neit !!!!

  25. thad bara verdur ad taka Gerrard ut i halfleik…. hef bara ekki sed hann svona lelegann

  26. ömurlegur fyrri hálfleikur, helvítis göngubolti.

    verðum að hressa uppá þetta og fá Sturridge inn

  27. Þetta verður greinilega mjög erfiður leikur. Við erum klárlega búin að fá betri færi en það er líka allt og sumt.

    Mér finnst Liverpool hafa spilað mun betur í síðustu leikjum. Jákvæðu fréttinar eru að vörnin er virkilega sterk og það er stöðugleiki í liðinu. Spilið er mjög gott en sóknarleikurinn er hálf bitlaus.

    Má vera að þetta sé leikjaplanið hjá Rodger. Hann sagði fyrir leik að vera þolinmóðir og má vera að liðið færi sig í aukana í seinni hálfleik.

    Annars kæmi mér ekkert á óvart að þessi leikur endi með jafntefli miðað við fyrri hálfleik. Everton er greinilega með mjög gott og skipulagt lið þó stigafjöldinn segi kannski annað.

  28. Everton agaðir og ágætlega skipulagðir. Okkar menn oftast of margir á bakvið boltann, en vörnin solid. Ég held að það væri barasta ágætt að geta komið Sturridge inn á í stöðunni 0-0.

    Frábært þetta skot hjá Ibe, strákurinn óheppinn þarna!

  29. Markovic inn fyrir Gerrard og Ibe skiptir við hann. Svo má Allen fara út aftur og Sturridge inn. Coutinho niður á miðju og Sterling fyrir aftan Sturridge með

  30. Gerrard hefur ekki sýnt fram á mikið og ég svosem bjóst við því miðan við hans frammistöðu í Bolton leikjunum, Ég skal alveg borða sokk ef hann setur hann í seinni hálfleik en það bendir fátt til þess og menn kannski aðeins of stór-orðaðir fyrir leik.

  31. Sturridge inn fyrir Gerrard í hálfleik takk. Sterling neðar í sína stöðu. Gerrard hefur ekki verið líkur sjálfum sér í dag, glórulaus hlaup hjá honum og alls ekki góðar sendingar. Aukaspyrnan var flott. Hann verður bara að taka því eins og fullorðinn maður að hann sé orðinn fullorðinn maður og getur ekki spilað þessa leiki lengur, því miður.

  32. ææ Coutinho með bölvað klúður í sendingunni þegar við vorum 3 á 1 rétt fyrir utan teig 🙁

  33. Gerrard með stórkostleg tilþrif í teignum hjá Everton. Þessi hefði mátt fara inn.

  34. Brendan !!! hvar er pungurinn ? taka couthino út en ekki gerrard. Bara skil ekki..

  35. Hann þorir ekki að taka Gerrard útaf og tekur mest skapandi leikmannin útaf í staðinn :/

  36. Hversu sweet hefði það verið ef Gerrard hefði skorað úr þessari bakfallssspyrnu 🙂

  37. Couthino mögulega eitthvað laskaður…hlýtur bara að vera. Er búinn að vera flottur

  38. Var bakið ekki eitthvað að trufla galdramanninn frá Brasil í síðasta leik?

  39. Er tölvulaus og gróf upp gamla tölvu sem höndlar að sýna leikinn í super slow mo….ef það verður skorað þá mun ég sjá það í hægri endursýningu því get ég lofað

  40. Það er ekki til skapandi bein í skrokknum á Allen. Hef ekkert á móti honum sem fótboltamanni en hann á ekki heima í Liverpool. Myndi sóma sér vel í liði eins og Newcastle.

  41. Það vantar eiginlega mark í leikinn….til að sprengja hann upp í þessi venjulegu læti eins og eru í þessum viðureignum…

  42. Greinileg þreyta í okkar mönnum eftir mikið álag enda margir leikir verið. Eins og áður er mikilvægt að hafa góða breidd.

  43. Hversu ljúft væri það að sjá Rickie karlinn skora sigurmarkið..

  44. Já greinileg þreyta í mönnum. Henderson telst ekki með , enda ómannlegur þegar kemur að hlaupum.
    en mér fannst eins og BR sætti sig við jafnteflið þegar hann missti punginn uppí klofið aftur og tók Couthino útaf..

  45. Oooohhhh, Lambert í úrvalsfæri eftir frábæra snertingu hjá Gerrard en hittir hann illa og beint á markmanninn.

  46. Frábær varsla hjá Mignolet
    og á þennan Smogmz þá fékk COutinho hökk á loppina í fyrri hálfleik og fór líklega útaf vegna þess

  47. Ef Couthino meiddist þá skilur maður. Engu að síður þá vorum við betra liðið á vellinum þar til hann fór útaf.

  48. Oh! Hvað þetta er eitthvað ömurlegt. Everton vinnur þetta 0-0, nákvæmlega það sem þeir vildu. Í gamla daga vildi Everton vinna Liverpool.

  49. Margt mjög jákvætt í þessum leik. Vörnin öflug og Mignó búinn að bjarga vel í þessi fáu skipti sem á hann hefur reynt. Everton liggur aftarlega og erfitt að rjúfa múrinn. Allen hefur ekki valdið manni kinnroða að neinu marki. Can öflugur en mistækur. Allt á réttri leið og stefnir í taplausan leik.

  50. migno hélt hreinu enn einn leikinn það er jákvætt , klárlega hefði maður samt viljað sjá 3 stig úr þessum leik ..next game please

  51. Ég náði þessu ekki. Coutinho og Sterling teknir út af.

    Þetta var fínn leikur varnarlega. Fyrri hálfleikur bauð upp á mörg færi en sá síðari var frekar andlaus. Skiptingarnar gengu engan veginn upp. Lambert og Sturridge veiktu liðið og sköpuðu nánast ekki neitt.

    Þegar skapandi strákarnir duttu út – þá varð þetta eiginlega steindautt jafntefli eftir það.

    EN góðu fregninar er að liðið náði þó stigi í leik sem var einn sá versti sem ég hef séð með þeim á þessu ári.

  52. Mér finn hreinlega ekkert jákvætt við þessa spilamennsku. Hversu mörg færi sköpuðum við í leiknum? Menn eru hreinlega bara að sætta sig við jafntefli og sést það bara á þessum skiptingum sem gerðar voru í því að henda Lambert inná og Allen. Veit að Lucas var meiddur, en hefði það virkilega verið verra að henda Can á miðjuna og fá Lovren inn í vörnina?

    Rodgers ætlaði greinilega að vera rólegur í leiknum skv. viðtali fyrir hann og hefur hann eflaust ætlað að keyra á þá þegar liði á leikinn. Fannst planið ekki heppnast og hlutir verða aldrei betri þegar þú hendir 32 ára kyrrstæðum leikmanni inná eða ert með miðjumann sem að færir liðinu ekkert sóknarlega og ekkert varnarlega.

    Vonandi verða þeir meira agressive í næsta leik því það þarf miklu meira bit í sísasta þriðjungnum. Can á miðjuna og Lovren inn í vörnina væri það sem ég myndi vilja í næsta leik (Ef Lucas verður ennþá meiddur).

  53. Leiðindaleikur frá upphafi til enda. Það jákvæða var samt frammistaða Jordan Ibe og varnarinnar með Mignolet. Skil ekki síðustu skiptingu Rodgers. Nær hefði verið að taka SG út fyrir Markovic en Rodgers virðist hafa verið búinn að sætta sig við jafnteflið.

  54. Óvenjudaufur Liverpool derby.

    Eitthvað getur Can orðið rosalegur, mamma mia!

    Spretturinn og stangarskotið frá Ibe var snilld. Virkar nánast eins og Sterling Jr, hrikalegt efni.

    Skrölti átti líka afbragðsleik í dag, en aðrir voru heldur lakari.

    Nú er Liverpool hins vegar búið að spila 391 mínútu í Úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Sýnir hversu mikið hlutirnir geta breyst á skömmum tíma í fótbolta.

    En já, sigur í dag hefði vægast sagt komið sér vel. Þess í stað fengum við óttalegan kæfuleik.

  55. Leikur LFC bar öll merki mikillar þreytu. Leikjaálagið undanfarið, kuldinn og harðir vellirnir eru farnir að bíta hressilega á okkar menn. Það verður nóg að gera hjá sjúkraþjálfurunum að nudda auma vöðva næstu daga.

    Leikurinn við Tottenham er núna orðin móðir allra leikja.

    Það jákvæða við leikinn var Jordan Ibe. Ekki að furða að hann hafi verið kallaður heim. Það virðist líka einstaklega gott efni í Emre Can sem spilaði af fullum krafti allan leikinn. Loks er Mignolet orðinn að þeim markmanni sem við viljum að hann sé.

    Loks verður að segja að hafi einhver haft efasemdir um að komið sé að tímamótum hjá Gerrard okkar hljóta þær að vera á bak og burt.

Everton – á GamlaGarði

Everton – Liverpool 0-0