Þessi leikur er skilgreiningin á sex stiga leik, þetta er einfaldlega (næst) stærsti leikur tímabilsins til þessa hjá okkar mönnum. Aðeins er Basel kom á Anfield í desember var meira undir. Vinni Southamton og United um helgina eru 7 stig í fjórða sætið fyrir Liverpool. Ekki vonlaust en ákaflega erfitt. Sigur hjá Liverpool og liðið er komið með látum í baráttuna um fjórða sætið.
Að þessi leikur sé svona stór fyrir okkar menn er ekki eitthvað sem hægt var að sjá fyrir tímabilið er Liverpool keypti þrjá af lykilleikmönnum Southamton fyrir samanlagt um 50m. Árangur Koeman með þetta lið er reyndar magnaður og margbúið að fara yfir þetta ævintýri þeirra. Liverpool vann Southamton í fyrstu umferð tímabilsins en þrátt fyrir það munaði 12 stigum á liðunum eftir 12 umferðir. Southamton var þá í 2. sæti en Liverpool í því 12.
Liverpool hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 13 deildarleikjum og unnið átta af þessum leikjum. Southamton hafa einnig verið í góðu formi undanfarið og hafa aðeins tapað einum leik af síðustu 9 deildarleikjum, unnið sex af þessum leikjum.
Fyrir mótið misstu þeir þrjá af lykilmönnum sínum í vörninni. Shaw fór fyrir metfé, Chambers fór líka og Liverpool keypti Lovren á 20m. Þrátt fyrir það er liðið núna með langbesta árangurinn í deildinni hvað varnarleik varðar. Þeir hafa fengið 17 mörk á sig sem er fjórum mörkum minna en Chelsea sem er með næst fæst mörk á sig. Liverpool hefur fengið 29 mörk á sig þökk sé afleitri byrjun á tímabilinu. Sóknarlið Liverpool á síðasta tímabili sem gat ekki heldur varist var búið að fá á sig 30 mörk eftir 25 leiki. Southamton í fyrra var búið að fá á sig 29 mörk á sama tíma fyrir ári og því ljóst að þeir hafa stórbætt varnarleikinn þrátt fyrir að selja flesta varnarmennina.
Öll leikmannakaup Liverpool frá Southamton hafa verið afleit það sem af er tímabilinu og til að nudda salti í sárin hafa allir sem komu í staðin hjá Southamton staðið sig mjög vel, miklu betur en þeir sem komu til Liverpool. Koeman vissi allt um Toby Alderweireld og fékk hann á láni frá A. Madrid og hefur möguleika á að kaupa hann. Hann hefur verið frábær og hefur vakið áhuga annarra liða eins og Man City.
Lallana var fyrirliði hjá þeim og einn af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra. Fyrir hann keyptu Southamton Dusan Tadic og Saido Mane og áttu samt um 5m í afgang. Tadic er með sjö stoðsendingar í vetur og þrjú mörk. Mane er búinn að skora fimm mörk í 13 leikjum. Lallana hefur átt mjög pirrandi tímabil því það er augljóst að þetta er hörkuleikmaður og hann ætti bæði að passa mjög vel inn í leikkerfi Liverpool og hann getur bætt sig mjög mikið. Lallana hefur verið í smávægilegum meiðslum meira og minna allt tímabilið en er þó með fjögur mörk í 14 leikjum hjá Liverpool í vetur. Hann er í dag dæmigerð leikmannakaup á enskum leikmanni, verðmiðinn virkar fáránlegur á mann í dag en þó hefur maður enn trú á að hann geti farið upp um 1-2 gíra og staðið undir verðmiðanum.
Rickie Lambert var mjög vinsæll hjá stuðmingsmönnum Southamton og þjónaði klúbbnum frábærlega. Hann hefur lítið fengið að byrja inná hjá Liverpool nema í nóvember þar sem hann var látinn spila 2-3 leiki á viku og gerði sama og ekkert gagn. Hann hefur engu að síður komið við sögu í 28 leikjum og er bara með 3 mörk. Aston Villa var rétt búið að kaupa hann í janúar og þar er líklega meira hans level í dag. Southamton keypti tröllið Graziano Pelle í staðin og muna varla eftir Lambert lengur. Pelle er búinn að skora 12 mörk í öllum keppnum, átta í deildinni.
Southamton byrjaði tímabilið algjörlega án væntinga og það var minna en engin pressa á þeim, klárlega eitthvað sem hefur hjálpað þeim í vetur en spurning hvort þeir fari ekki aðeins að hiksta núna næstu mánuði er leikjaálag og aukin pressa fer að segja til sín.
Fraser Forster hefur stórbætt markmannsstöðuna hjá þeim. Bertrand sem mikið var orðaður við Liverpool hefur komið frábærlega inn í vinstri bakvörðinn, hann er þó ekki með á morgun að ég held. Alderweireld og Fonte mynda besta miðvarðapar deildarinnar og Clyne hefur verið mjög góður í hægri bakverðinum.
Það sem Southamton hefur gert mikið betur en Liverpool varnarlega í vetur er að vernda vörnina. Morgan Schneiderlin og Wanyama eru gríðarlega erfiður múr á miðjunni ásamt Davis. Mjög þétt miðja og þeir eiga tvo af efnilegri miðjumönnum deildarinnar með þeim í Harrison Reed og James Ward-Prowse. Þarna eru þeir mjög erfiðir, blessunarlega eru okkar menn orðnir það líka og verður þetta því áhugaverð barátta.
Tadic og Mane eru stóhættulegir á síðasta þriðjungi vallarins og Pelle byrjaði með látum. Long hefur ekki gengið eins vel og er með 3 mörk í 19 leikjum. Koeman náði svo í hinn eldfljóta stórvin Ryan Babel, Eljero Elia sem er vandræðapési á láni frá Werder Bremen. Stórhættulegur leikmaður þegar sá gallinn er á honum.
Liverpool
Nóg um Southamton. Okkar menn þurfa að sýna það á morgun að þeir eru betri en Southamton og sérstaklega langar mig að sjá góðan leik hjá Lallana og Lovren (vill ekki sjá Lambert inná). Liverpool vann ágætan sigur gegn Besiktas um daginn en hafa gefið áhugaverð viðtöl í kjölfarið á þeim leik. Það er jafnan þannig að um leið og eitthvað gerist hjá Balotelli er það margfaldað með tíu. Hann selur dagblöð og það er alltaf smellt á fréttirnar um hann.
Ég nenni ekki að ræða þann storm í staupglasi sem Balotelli málið er varðandi vítaspyrnuna sem hann tók og skoraði úr. Áhugaverðara fannst mér að sjá Rodgers segja í viðtali fyrir þennan leik að hann hafi ekki verið ánægður með vinnusemi Balotelli eftir markið. Gerrard sýndi svo í viðtali á ITV að Balotelli er líklega ekkert sá vinsælasti í búningsklefanum. Held samt að Gerrard hafi einfaldlega verið aðeins of hreinskilin í þessu viðtali, sagði ekkert sem Balotelli eða aðrir ættu að missa svefn yfir.
Það að Rodgers sé ítrekað að gagnrýna Balotelli í fjölmiðlum segir að hann er ekki að fylgja fyrirmælum hans 100% eftir og ef svo er getum við útilokað að hann verði lengur en bara þetta tímabil hjá Liverpool. Það þrátt fyrir að hann sé núna loksins farinn að skipta sköpum í leikjum Liverpool. Erfitt að giska á hvað er í gangi bak við tjöldin en ég hefði haldið að þetta væri ekki vikan sem Balotelli væri gagnrýndur sem mest. Hefði skilið það betur allar aðrar vikur tímabilsins til þessa.
Það að spila í Evrópudeildinni á okkar sterkasta liði kostar orku sem Southamton er ekki að eyða og gefur þeim forskot. Mér fannst þreytumerki á nokkrum leikmönnum á fimmtudaginn og spurning hvort Rodgers geri ekki smá breytingar á liðinu fyrir þennan leik.
Ég veit að það er ekki líklegt að hann breyti vörninni en hann hefur núna tvisvar sett inn varnarmann til að koma Can inn á miðjuna og spurning hvort ekki sé komið að því að gera þetta frá byrjun. Dejan Lovren er ekki eins hræðilega lélegur og hann var í upphafi tímabilsins. Hann er ennþá sá miðvörður sem hefur gert flest alvarleg mistök í deildinni þrátt fyrir að hafa ekki spilað í nokkra mánuði. Hann er klárlega til í að spila gegn sínum gömu félögum og mætti fyrir mér koma inn núna. Can hefur verið mistækur undanfarið og var hreint út sagt slakur gegn Besiktas.
Allen hefur verið að standa sig ágætlega undanfarið en er því maður bara svo óáhugaverður leikmaður að líklega verður hann kominn til Aston Villa innan fárra ára. Myndi hafa Can á miðjunni frekar en Allen. Henderson er ekki hægt að hvíla, því miður enda ekki annar leikmaður hjá klúbbnum sem getur leyst hans hlutverk.
Markovic er í banni í Evrópukeppnum að ég held bara ævilangt og því ætti hann að koma inn aftur fyrir Ibe sem sér svo um Beskitas á fimmtudaginn. Fáránlega góð breidd komin í þessa stöðu. Johnson og Manquillo eru ekki einu sinni taldir með lengur. Reyndar væri gríðarlega spennandi að sjá Ibe og Markovic byrja báða inná á sitthvorum vængnum, útiloka það ekki og þá að Moreno hvíli.
Balotelli hefur skipt sköpum og stórbætt sókarleik Liverpool í síðustu þremur leikjum. Fjölmiðlamfárið í kringum hann fer upp í loft um leið eins og við höfum séð í vikunni og þannig er okkar maður bestur. Inná með hann og látum hann ganga frá Southamton. Hann má svo halda flugeldasýningu fyrir mér eftir leik.
Coutinho var þreyttur gegn Beskitas og tekinn af velli, Lallana virkar aldrei í 100% leikformi og er það líklega ekkert. Rodgers lætur hann nú líklega byrja þennan leik en persónulega myndi ég setja Balotelli inn frekar. Ef að Sterling er svo orðinn leikfær á ný byrjar hann alltaf inná í þessum leik.
Ef þetta er liðið eigum við til vara menn eins og Ibe, Lallana, Coutinho og Allen. Johnson og Manquillo ásamt Toure veita breidd í vörninni og fyrir utan hóp eru Gerrard og Lucas. Þetta hefur oft verið verra.
Spá: Ég hef áhyggjur af þessum Besiktas leik og að hann sitji í okkar mönnum. Þetta verður afar erfitt en ég ætla að trúa á sigur, 1-2 með mörkum frá Sterling og Sturridge. Sömu úrslit og markaskorarar og í fyrri leik liðanna. Pelle skorar fyrir heimamenn og jafnar metin á 63.mínútu.
Búið ykkur samt undir extra erfiðan og pirrandi leik, Kevin Friend er að dæma.
Swansea að klára grútlélegt Man Jú. Jess!!
Miðað við úrslit dagsins að júnæted tapaði þá er leikurinn á morgun einn mikilvægasti leikur ársins. Með sigri eru sotom og júnæted fyrir ofan okkur að tapa mikilvægum stigum. Koma svo!!
Sigur á morgun þýðir tvö stig í fjórða sætið. Mikð svakalega er þetta ManU lið slappt. Hef ekki séð þá svona lélega síðustu 20 árin.
holy moly hvað þetta verður risastór leikur við verðum að fá 3 stig og brúa bilið í meistaradeildarsætið gífurlega ég finn 1-1 lykt af þessum leik en ætla að gerast svo djarfur að spá 2-0 með mörkum frá lallana og ibe KOMA SVO
Ég sé okkur því miður ekki vinna þennan leik. En djøvull vona ég að ég hef rangt fyrir mér.
1-1.
Þessi úrslit hjá United í dag galopna allt. Þessi leikur á morgun er einfaldlega orðinn risavaxinn. Ef við vinnum erum við í snertingarfjarlægð frá United (sem eiga eftir að koma á Anfield) og komnir í nokkuð vænlega stöðu, nánast með 4. sætið í okkar höndum ef menn geta haldið dampi. Ef við töpum er þetta eiginlega orðið nokkuð langsótt.
Úff. Það verður erfitt að sofna í kvöld en ég ætla samt að reyna…
Megum samt ekki gleyma því að Tottenham er með þetta alveg jafn opið og við og stigi á undan okkur..
Flott upphitun, bara þrjá punkta og ekkert vesen á morgun, takk!
Btw, Joao Carlos Teixeira okkar var víst að setja 2 mörk í 4 – 3 sigri Brighton á Birmingham, þurfum að senda fleirra kjúlla niður í championship greinilega! 🙂
Afskaplega góð skýrsla um leikinn.
Flott skýrsla.
Nema að það hefði mátt sleppa um það sem Babu segir um það sem að hann nennir ekki en gerir þó samt og skrifar um vítaspyrnumálið. Rodgers er ekkert stærri en klúbburinn og er að klúðra hverju viðtalinu á fætur öðru. Eftiráafsakanir halda ekki vatni. Ekki misskilja mig, Rodgers er ágætur þjálfari á því leveli sem hann er, en þarf að stíga eitt skref til himna.
Talandi um þjálfara þá sagði annars einn ágætur ritstjóri sem ég þori ekki að nefna á nafn, á þessari síðu, að engin þjálfari gæti verið betri en Rodgers í þeim arfaslökum kringumstæðum sem hann var í þá. Ég benti á að Koeman er betri þjálfari en Rodgers, sérstaklega varnarlega. Ég fékk á mig hortugheit um að ég væri að misskilja og fékk mikla skömm, skildi ekki neitt og væri sóffisti. Ég hafði samt rétt fyrir mér að Southampton yrðu ofar í töflunni um áramót.
En ég er Liverpool.
Spái ótrúlegum úrslitum.
YNWA.
United ógeðið tapa. Getum amk huggað okkur við að þeir ná aldrei í topp4, geta ekkert og Van risaeðla Gaal að gera nkl það sem maður vildi með liðið….. Við náum sigri á morgun 🙂
Rodgers er frábær þjálfæri og ég tæki Koman ekki fram yfir hann.
Ósamála því að Lallana hafi verið léleg kaup. Mér finnst hann virkilega flottur leikmaður og voru þetta einfaldlega mjög góð kaup hjá liverpool. Góðir leikmenn kosta miklan penning og hann er góður leikmaður.
Í sambandi við liðið um helgina þá sé ég ekki margar breyttingar.
Ég spái því að Sterling komi inn fyrir Couthinho sem hefur verið slakur undanfarið
Ég spái því líka að Markovitch komi inn í liðið fyrir Ibe. Marko alveg óþreyttur og Ibe er að fara að byrja í evrópukeppninni á fimmtudaginn.
Allen hefur verið flottur í síðustu tveimur leikjum og óþarfi að breytta vörnina á hans kostnað en stöðuleiki í öftustu 3 er lykilatriði að góðu gengi liðsins.
Ég spái mjög erfiðum leik sem endar 1-1. Eftir leik verða margir reiðir og tala um tvö töpuð stig á meðan aðrir átta sig á því að þetta er einfaldlega erfiður völlur og leikur sem allt getur gerst í. Nóg að stigum eftir í pottinum og hef ég trú á okkar lið geti náð í meistaradeildarsæti, alveg sama hvernig þessi leikur endar.
Þjálfæri = Þjálfari
Ég kil ekki þetta þreitu tal endalaust, Þetta eru atvinnumenn sem hafa atvinnu af því að hlaupa 90-180 mín á viku.
Ég keðjureyki og hreifi mig ekki nema þá helst til að fara út í bíl en var fyrir nokkrum árum að mala suðurfirði vestfjarðar, þá var hlaupið fleirri klukkutíma á viku í nokkrar vikur og als ekki á jafnsléttu. Fyrir þetta fékk ég svo hangikjet eins og ég í mig gat látið. og það þíddi sko ekki að bera fyrir sig þreitu, heldur var feingið sér vel að éta og örfáa bauka af öli og í pottinn, og svo út um morgunin eftir.
En þetta Hefur reyndar ekkert með fótbolta að gera, bara smá pirringstuð hjá mér.
Líst vel á þessa uppstillingu og eftir utd leikinn þá er þetta eiginlega likil leikur til að halda voninni á meistaradeildarsæti og jafnvel leingra
YNWA
Að Smala ekki mala
Það sem ég hefði viljað heyra BR segja eftir Besiktas leikinn væri eitthvað á þessa leið: “fyrst Balotelli var kominn inn á átti hann að taka vítið, en annars hefði Henderson tekið það. Þetta var ekki nógu skýrt hjá mér fyrir leik, og ruglingurinn var mér að kenna”. Málið dautt, og hægt að snúa sér að næsta máli, sem er þessi leikur. Sammála að þetta verður alltaf erfiður leikur. Hef smá áhyggjur af álaginu á Henderson, og það bara verður að finna gott jafnvægi á milli þess að spila besta liðinu og að rótera hæfilega.
Ian Rush, hvernig getur Ibe verið þreyttur á fimmtudaginn eftir leik á sunnudegi. Hann er 19 ára og er tröll að burðum, gæti alla leiki án vandræða.Vonandi fáum við stig á móti Shamton,bara alls ekki tapa. Fjórða sætið er möguleiki.
þreyta er það heimskulegasta sem eg hef heyrt bæði lið fara á æfingu fyrir leik og koma allveg jafn þreytt útúr henni skiptir engu máli þó liverpool hafi verið að spila á fimtudaginn það er ekki eins og leikmenn southampton sitji í sófanum heima hjà sér að éta gúmmelaði þeir eru að djöflast á æfingu á meðan
Verður erfitt þar sem þeir hafa aðeins fengið á sig 17 mörk í vetur.
Tæki Koeman allan daginn fram yfir Brendan Rodgers. Árangur hans talar sýnu máli en Southamton er bara með hörku gott lið og með einn besta þjálfarann í deildinni. Kæmi ekki á óvart að Koeman væri farin til Barcelona áður en árið er úti.
Þetta vítaspyrnurugl og blaðrið eftir leikinn skrifast á Brendan og ekki neinn annan.
Er annars þokkalega bjartsýnn á leikinn en vil hvorki sjá Lovren né Joe Allen spila.
þessi barátta um 4. sæti er galopin og í raun 3. sætið líka. Eitt stig á þessum útivelli væri vel ásættanlegt og myndi styrkja okkur stöðu enn frekar í baráttu um umrædd sæti (3. og 4.). Það væri gríðarleg sterkt samt að vinna þennan leik og setja okkur þannig í lykilstöðu í þessari baráttu.
Mourinho er ekki sáttur…skál!
Jafntefli væri ásættanlegt, en sigur gjörsamlega GALOPNAR topp 4 baráttuna. Úff hvað þetta verður spennandi…
Bölvuð vinnan stundum (þó ég dýrki vinnuna mína), hætt við því að maður nái ekki leiknum 🙁 En veðurspáin er slæm þannig að ég bara vona það versta til að fá það besta 😀 Verð allavega með ykkur í anda!
Þessi leikur er 50/50 að mínum dómi. Southampton er a.m.k. ekki auðunnið og best skipulagða liðið á Englandi þessa leiktíðina.
Hugsanlega höfum við þó smá forskot á morgun. Morgan Schneiderlin og Shane Long eru að koma úr meiðslum en Toby Alderweireld, Jay Rodriguez, Emmanuel Mayuka og Ryan Bertrand skilst mér að séu meiddir og munar um minna.
Mér líst mjög vel á tillögu Babu að færa Can inn á miðsvæðið og Ibe á vinstri kantinn. Ef á að vinna á þessari varnarvél sem Koeman hefur sett saman þarf leikmenn sem geta tekið menn á og riðlað skipulaginu. Lovren leit ágætlega út gegn Besiktas og þetta er svona decisive tækifæri fyrir Króatann að sýna hvað í honum býr.
Annars held ég að Brendan fari varlega í leikinn og leggi áherslu á að tapa ekki á morgun. Ætla að vera leiðinlegur og spá jafntefli 0-0.
Hef gríðarlegar áhyggjur af því að Kevin Friend haldi um flautuna. Sá maður..
Ég spái þéttum leik hjá okkar mönnum og hættulegasti andstæðingurinn verði Our Friend.
Ég held að Can haldi áfram að vera í back 3 og Allen byrji. Sé fyrir mér að Ibe fari á vinstri í stað Moreno og Couthino byrji með Sterling og Sturridge. Balo á bekknum.
Sjáum svo svipaðar breytingar, Balo, Lovren og Lallana.
Vinnum þetta.
YNWA
Hver hefði trúað því fyrir leikinn að við værum fjórum stigum á eftir Southampton og að fara að spila algjöran lykilleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti við þá eftir 26. umferðir?
Það var hlegið af þessu liði í haust og efasemdir um að liðið myndi halda velli. Hafa troðið sokki um í ansi marga og m.a. ofan í stjórann okkar.
Þetta verður erfiður leikur. Spái því 1-1 jafntefli. Okkur mistekst alltaf að saxa á liðin fyrir ofan þegar þau tapa stigum og engin breyting verður á því á morgun. Það er hreinlega of gott til að vera satt að minnka forskot Southampton og Utd í sömu umferðinni.
Ef að Sturridge spilar á 50 % getu, Sterling á 60%, Coutinho á 70% og restin á 80% þá vinnum við þennan leik 90%.
Takk fyrir flotta upphitun Babu.
Ég vill sjá Ibe áfram í byrjunarliðinu, hann er rosalegur leikmaður og getur opnað varnir upp á sitt einsdæmi eins og hann sýndi gegn Besiktas. Við erum aldrei að fara að skora meira en 2 mörk á morgun og því mjög mikilvægt að verjast vel.
Ég verð staddur á Old Trafford um næstu helgi, mikið agalega vona ég að ég fái að sjá Sunderland taka 3 stig þar og finni síðan góðan bar í hádeginu daginn eftir og horfi á Liverpool vinna góðan sigur á Manchester City og komast þannig upp í 4. sætið, þá verður þessi ferð peningsins virði.
Ibe opnar markareikninginn á morgun og leggur síðan upp seinna markið á Balotelli í lokin.
FORZA LIVERPOOL
Ég er nú ekki sammála því að öll leikmannakaupin hjá Southamton hafa verið afleidd sem af er vetri. Lovren hefur komið sterkur inn af bekknum undanfarið og virðist vera að ná dampi og Lallana hefur átt stórleiki eins og t.d gegn Swansea í byrjun Janúar.
Hitt er að þetta tímabil hefur verið þróunartímabil sem endaði með því að skipta yfir í nýtt leikkerfi og leikmenn eins og Lovren og Lallana verið seinir að koma sér í gang en undanfarið eru klárlega merki um að það sé að að gerast.
Lambert er kannski örlítið undir pari en hann hefur nú samt eitthvað verið að finna netmöskvana og var í raun í miklu stærra hlutverki en hann var hugsaður í fyrir tímabilið því Sturridge var meiddur og Balotelli var afleiddur í byrjun tímabils.
Svo finnst mér fáranlegt að vera að setja eitthvað samansemmerki um það að Balotelli sé að fara í sumar út af því að Rodgers gagnríni hann opinberlega. Hann er hefur nú líka talað vel um hann og sagt að hann hafi undanfarið verið að sýna miklar framfarið.
Miðað við hvernig hann hefur spilað undanfarið er engin ástæða að láta hann fara. Hann er að stimpla sig inn sem lykilmaður.
Nr 13 (Glanninn), is that you mr Hodgson?
Mig langar bara að segja frá viðtali sem ég heyrði í gær í danska ríkisútvarpinu við yfirborgarstjóra Kaupmannihafnar Frank Jensen um hans líf og tilveru .
Í lok viðtalsins fékk hann að velja sér óskalag og hann valdi You Never Walk Alone með Garry sjálfum og þegar hann var spurður hvers vegna þetta lag svaraði hannþví til að hann væri stuðningsmaður Liverpool FC og hefði farið nokkrum sinnum á Anfield með sonum sínum og þær ferðir hafi haft mikil og góð áhrif á sig.
Ég hef nú ekki haft mikið álit á þessum manni fram að þessu en eftir þetta þá hef ég allt aðra skoðun á manninum og aldrei að vita nema ég eigi eftir að kjósa hann ef ég flyt aftur til Köben.
Ég get svo líka sagt ykkur frá því að ég horfði fyrir nokkrum árum á Liverpoolleik á bar í Köben og sat þar við hliðina á Christian Thulsen Dhal sem í dag er formaður í Dansk Folkeparty stærsta flokki Danmerkur og hann er líka mikill Liverpoolaðdáandi og ég efast heldur ekkert um að hann mundi reynast vel sem forsætisráðherra.
Leikinn á eftir verða okkar menn bara að vinna. Svo einfalt er það ,og ég vona að Það takist þó ég sé með stórann kvíðaknút í maganum eins og alltaf þegara stórleikur er framundan.
Eins og staða Southampton bendir til þá verður þetta drulluerfiður leikur. Einhvern vegin grunar mig að þeir reyni að tapa ekki þessum leik (ótrúlegt, ég veit) og liggi til baka. Það vill enginn opna sig gegn Ibe, Sturridge, Sterling eða Coutinho.
Hvað kaup okkar frá þeim varðar þá er ég ekki alveg sammála pistlahöfundi, en að hluta. Jú, Lovren hefur verið sérstök vonbrigði, á meðan Lallana hefur verið fínn og verður bara betri og Lambert karlinn gerir akkúrat það sem hann á að gera, æfa af krafti og sitja sáttur á bekknum. Hann átti reyndar að skora mörk líka, en mark á 303ja mínútna fresti er bara ekki nógu gott fyrir framherja Liverpool. En bjóst í alvöru einhver við því að hann myndi raða inn mörkum? Það er þó reyndar öllu betra en að skora mark með 776 mínútna millibili sem hann “súper” Mario vinur okkar hefur afrekað.
Það ber mig þá að umræðuefni sem er jafn eldfimt og leiðinlegt og umræðan um lögleiðingu kannabis á DV.is. Ég trúi ekki því að það sé séns í helvíti að Balotelli byrji inná í svona leik. Ef maður getur ekki rifið sig í gang og unnið eins og satan sé á eftir manni þegar maður fær að spila í 30 mínútur, þá er Rodgers ekki að fara að gefa manni heilan leik. Því eins og Brendan segir, ef maður getur ekki hlaupið aftur, þá á maður ekki að hlaupa fram. Og ef maður hleypur ekki fram, þá riðlast allt liðið. Þetta gildir reyndar enn frekar um miðjumennina, en þið vitið hvað ég er að fara. Ég var reyndar með einn svona Balotelli á verkstæðinu hjá mér, eldkláran sem sagði nokkrum sinnum “I don’t run” þegar mikið gekk á, og var gjarn að fara í fýlu nema hann mætti gera það sem honum datt í hug.
En, semsagt. 0-0 eða 1-1 er ég hræddur um.
Það er einhvernvegin þannig að alltaf þegar liðin fyrir ofan eða í kring tapa þá tapar Liverpool líka. Ég hef það á tilfinningunni að svo verði raunin í dag. Það er einhver bölvun. En vonandi ná þeir að vinna leikinn og koma sér í þá frábæru stöðu að vera bara þremur stigum frá þriðja sætinu. Nenni ekki að ræða þetta fjórða sæti þegar við ættum frekar að stefna á þriðja. Ég held það sé komin tími á þetta. Baráttan um meistaradeildarsætið mun ráðast í næstu 3-4 leikjum og í þeim þurfa að koma 9-12 stig ef þessu á að landa. Annars er ég að spá sigri í UEFA cup og 5 sætinu í deild 🙂 Áfram veginn
Texeira er ansi spennandi leikmaður! Er núna búinn að skora 6 mörk fyrir Brighton í Championship deildinni, og með þóknokkrar stoðsendingar að auki. Þvílíkt blómatímabil sem akademían okkar er að afreka í ár í Ibe og Texeira.
https://www.youtube.com/watch?v=3lfYrstTPk0 – Highlight videó af Texeira frá þessu seasoni. Greinilega topp topp talent hér á ferð.
Að leiknum. Þvílík dramatík í loftinu, UTD tapar stigum og allt í einu er allt opið. Plííís Rodgers, sæktu 3 stig heim í dag. Spái Liverpool 2-3 sigri, Lallana, Skrt og Bolatelli með mörkin.
YNWA
eru ekki komnir einhvað um 20 leikir í öllum keppnum án taps (chelsea leikurinnn ekki tekinn með) manni finnst eins og þetta lið geti ekki tapað lengur sem er gjörsamlega fáranlegt miðað við stöðuna fyrir áramót
west ham komið yfir .. go you hammers .. það var lárus ..
Tottenham minnir á flata blöðru á móti Hömrunum. Miklu minni kraftur en maður hefur séð í vetur og spurning um hvort leikjaálagið sé að taka orkuna úr því liði sem til þessa hefur verið talið það fittasta í deildinni.
Nákvæmlega sama vandamál og við gætum staðið frammi fyrir á eftir.
Svefnormur (#36) segir:
Jú það eru um 20 leikir ef þú telur tapleikinn ekki með. Reyndar, ef þú telur enga tapleiki með er liðið búið að vera taplaust í fleiri þúsund leikjum í röð núna í ca. 123 ár. 🙂
0-2 fyrir West Ham, þetta er að verða of gott til að vera satt.
Tottenham virka hreinlega rúnir öllum krafti og þreki gegn West Ham. Sýnist Evrópuþynnkan sitja vel í þeim í dag og núna er maður hreinlega orðinn hræddur um það sama hjá okkur. Vonandi hafa menn þó vöðvanna og jafnvægið í þennan leik.
Eins og leikir helgarinnar hafa verið að fara (Tottenham 0-2 undir þegar þetta er skrifað) þá eru okkar menn í brjáluðum séns að nálgast topp fjóra.
Tottenham virka þreyttir eftir fimmtudagsleikinn, vonandi eru það ekki örlög okkar manna líka.
Koooma svona!
Tottenham nýta sér síðustu 10 mínúturnar eins og venjulega.
Okei tek það til baka að þetta sé í opnum örmum fyrir Tottenham. Er þunnur með dominos.
Jááááá Kane að jafna, frábær úrslit fyrir okkar menn.
Jæja gat það nú verið, enn eitt kraftaverka comebackið hjá Tottenham.
Hvað um það, ennþá mikilvægara fyrir okkar menn að taka þrjú stig í dag.
96 mínútu! Really? Hversu mörg prósent marka sinna skorar Tottenham frá 88 mínútu? Væru í svona 15 sæti án þessara marka. Viðbjóður
Er kominn með í magann, draumaúrslit í hinum leikjunum en eins og einhver sagði hérna fyrir ofan þá er ekki gefið að okkar menn nýti sér það í dag.
Fótboltaleikur er 90 mínútur. Ber vir?ingu fyrir li?um sem koma til baka. Ekkert vi?bjó?slegt vi? þa?.
Algjör MUST win leikur þetta verður mjög erfitt á móti frábæru southampton liði á þeirra heimavelli úffff.
#35 þú gleymdir L-inu: Skrtl
sigur = 2 stig frá meistaradeild. tap = 7 stig
Þannig að þá er þetta í raun 5stiga leikur?
Það er nú eiginlega ekki annað hægt en að dást að viðhorfi og úthaldi leikmanna Tottenham. þeir eru gríðarlega sterkir á síðustu 10 mínútunum og hafa kreist út hagstæð úrslit með flottu viðhorfi og góðri þolþjálfun. Þetta var soft víti þarna í lokin og maður hálfvorkenndi West Ham.
Að okkar leik. Við vorum að spila á fimmtudag og það er ég ansi hræddur um að taki kraft úr ákveðnum leikmönnum. Ég spái 1-1.
Ég vil sjá Balotelli byrja