Liðið gegn Besiktas

Svona er liðið sem mætir á Ataturk í dag. Nokkrar breytingar – Hendo og Coutinho fá langþráða hvíld og Toure kemur inn í vörnina og Can færir sig yfir á miðjuna. Mer list ágætlega á þetta. Balo byrjar svo frammi með Sterling & Sturridge.

Mignolet

Toure – Skrtel – Lovren

Ibe – Allen – Can – Moreno

Sterling – Balotelli – Sturridge

Á bekknum: Ward, Manquillo, Williams, Brannagan, Lallana, Lambert, Borini

153 Comments

  1. virkilega áhugavert og spennan er að magnast ætla að spá þessu 2-1 fyrir besiktas þetta er rosalegur útivöllur förum áfram á útivallarmarki og komum tvíefldir til leiks á móti city

  2. Ætli hann flippi þríhyrningnum efst, hefur Balotello og Sturridge tvö frammi með Sterling í holunni…..?

  3. Vá.

    Svakalega ungur bekkur…og eins og ég sagði við upphitunarþráðinn þá er þetta heldur betur karlmennskupróf hjá mörgum okkar drengja…

    Alveg Evrópufiðringur hér!!!

  4. Sælir félagar

    Líst vel á þetta lið og að hafa Can á miðjunni sem er hans besta staða. Ef Lovren stendur sig þá er þatta hin nánasta framtíð.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Lyst hrikalega vel a þetta lið, can a miðjunni og Balotelli með tækifæri i liðinu, bara flott mál.

  6. og enginn annar en Cameron Brannagan á bekknum… (hver er það annars?)

  7. Tryggvi, þetta er hörkuefnilegur leikmaður sem hefur verið hjá félaginu frá því hann var 9 ára. Var á bekknum um daginn líka (janúar).

  8. Þetta er bara flott rótering (allavega fyrir leik). Svo er hægt að bölva þessu og blóta ef illa gengur. Worst case scenario er að detta út núna og tapa svo fyrir City á sunnudaginn. En ef þetta gengur allt vel þá förum við áfram og vinnum City. Spennandi tímar, og já bara Evrópufiðringur 🙂

  9. Ég hefði hvílt Sterling eða Sturridge og haft Lallana inná en Rodgers er stjórinn og hefur staðið sig mjög vel sem slíkur.

    Hvort ætli það séu meiri líkur að við endum í top 4 á Englandi eða vinnum Evrópukeppnina? Kannski sér Rodgers stórt tækifæri í Evrópukeppninni til þess að tryggja okkur í meistaradeildina

  10. Best væri ef bæði Can og Lovren geta sannað sig í þessum hlutverkum. Væri mikill bæting á hópnum að fá Lovren inn í liðið, þ.e. leikmanninn sem við héldum að við værum að kaupa. Sama á við um Emre Can auðvitað á miðjuna.

  11. Líst frekar vel á þetta – yrði ekki hissa ef Ibe setti hann í kvöld.

  12. Sæll! Þokkaleg læti á vellinum. 🙂

    Líst vel á þetta byrjunarlið. Must að rótera og flott að sjá Lovren í miðverði og Can á miðjunni. Eflaust er þetta svo inverted þríhyrningur fremst, eins og #2 veltir fyrir sér.

  13. úff…frekar lélegir linkar í gangi núna…engin með hágæða link?

  14. Þvílíkt baul á vellinum þegar við erum með boltann,vá maður!!!!!

  15. Held að þetta sé meik or breik leikur fyrir Balotelli. Ætlar hann að vera varamaður eða byrjunarliðsmaður?

  16. Þreytandi þessi leikmenn þarna í Besiktas, veinandi eins og smábörn og kasta sér í grasið trekk í trekk.

  17. Ég hef aldrei séð fótboltalið tapa leik útaf hávaða. Ég vona að leikmenn séu bara að drekka í sig stemmninguna þarna og njóti þess að spila aftur á þessum leikvelli. Ná svo í góð úrslit í leiðinni 🙂

    KOMA SVO REDS ! ! ! !

  18. Svona hávaði hefur áhrif,bæði á leikmenn aðkomuliðs og ekki síður dómarana!

  19. Líst nokkuð vel á þetta enn sem komið er.
    Bara vera slakir, halda niðri tempóinu og sjá hvort það opnist ekki eins og eitt eða tvö færi til að klára leikinn.

  20. Þetta verður allavega rosalega góð reynsla fyrir ungu strákana að takast á við svona stemmningu á útivelli. Mjög gott bara. LFC virðist so far vera með leikinn í nokkuð góðu jafnvægi. Engin hættuleg færi hjá Besiktas so far. Erfitt þó að Balotelli skuli vera kominn með gult strax…þarf jafnvel að taka hann út af í hálfleik og fá Lallana inn til öryggis…en hvað veit ég svo sem 🙂

  21. Gleymst að taka límið af skónum hans Sturridge fyrir leikinn.
    #gefurekkiboltann

  22. Þessi dómari ætlar greinilega a? spila sem tólfti ma?ur Be?iktas í kvöld

  23. Væri gott að skora mark….þá þyrftu þeir þrjú stykki til að vinna…sem er varla að fara gerast eins og leikurinn er að spilast…

  24. Filmon.com sýnir leikinn á ITV4 ekkert svakaleg gæði en alveg nógu gott 🙂

  25. Mér finnst eins og við séum að keppa við þýska landsliðið……. búningarnir hræða….

  26. hvað er að sturridge ? búinn að vera ömurlegur 3 leiki i röð núna!

  27. Flottur leikur til þessa. Vörnin að virka vel, Allen mjög góður og nánast bara tímaspursmál hvenær sóknin skilar einu í netið.

  28. Veit ekki með ykkur , en mér finnst Balo búinn að vera flottur í þessum leik..Þeir eru í miklum vandræðum með hann tyrkirnir :)..En hvað er að Sturridge?..Er einhver rödd í hausnum á honum sem bannar honum að gefa boltann?

  29. vont að vita til þess að Tyrkirnir þurfa bara að setja eitt mark til að allt verði jafnt og leikurinn gæti með því móti farið í framlengingu. Sem er ekki gott fyrir City leikinn….Skora nú eitt strákar og sigla þessu heim!

  30. Vantar okkur ekki bara þennan snilling í sóknina hjá okkur?

    [img]blob:https%3A//vine.co/e8691b14-53e2-4bae-a07b-9059183f2cbb[/img]

  31. Flottur fyrihálfleikur hjá Liverpool.
    Virkilega skipulagðir og Rodgers að koma smá á óvart með því að hafa Sterling á miðsvæðinu.

    Lovren fín varnarlega en á í vandræðum með sendingar.

    Ibe og Toure þurfa að vinna aðeins betur saman. Ibe ríkur stundum út og Toure nær ekki að komast í kanntmanninn nógu snemma en heimamenn hafa ekki náð að nýta sér þetta.

    Joe Allen búinn að eiga flottan leik en eina ferðina. Passar vörnina, góð vinnsla og skilarboltanum vel frá sér.

    E.Can virkar dálítið þungur á sér, hann á einn og einn skriðdreka sprett en hefur verið í smá vandræðum.

    Maður er alltaf hræddur um að Balo fari útaf með rautt en hann og Sturridge hafa verið ógnandi en hanga stundum of lengi á boltanum.

    Heilt yfir góð framistaða á gríðarlega erfiðum útivelli og ef við höldum áfram að vera þéttir(sóknarleikurinn hjá þeim byggjist á löngum sendingum á Ba sem Skrtel/Lovren eru búnir að éta) þá þurfa þeir að taka smá sénsa og gæti hraðir sóknarmenn Liverpool nýtt sér það.

  32. haha það er 100% líkur á að baloteeli fái að sja það rauða ef að besiktas menn fatta að bögga hann allan seinni hálfleik held að malið se að setja borini inn fyrir hann þó hann se búinn að vera með okkar bestu mönnum

  33. Vill sjá meiri hraða og ákefð þegar möguleikar skapast frammá við, skil samt alveg uppleggið við erum jú marki yfir 🙂 væli ekki en vill samræmi í dómgæslu, Balo á spjaldi er ekki gott og ef samræmi væri í dómgæslunni þá væru einhverjir af anstæðingunum líka komnir með spjald. Best hefði samt verið og sangjarnast ef mið er tekið af dómgæslunni að ekkert spjald væri komið á loft.
    YNWA

  34. Leikurinn að þróast eins og handboltaleikur, nóg að horfa á síðustu fimmtán, vonandi ekki. Koma svo , skora á “55

  35. jæja…núna fer ég að verða stressaður….helvítin geta stolið þessu …

  36. Helvítis helviti. Nenni ekki i framlengingu. Koma svo sækja nuna og klara þetta

  37. Jæja ætla menn að vakna núna ekkert að gerast hjá okkar mönnum

  38. Hlaut að koma að þessu. Besiktas einfaldlega mikið betri í seinni hálfleik.

    Getum sjálfum okkur um kennt að nýta ekkert af okkar sénsum í fyrri hálfleik, sérstaklega Sturridge!

  39. Framlenging og ég held að við getum líka farið að hafa verulega áhyggjur á leiknum á sunnudaginn. Betra ef að Besiktas setja annað án alls gríns frekar en að þetta endi í framlengingu! ANDSKOTINN

  40. Erum yfir spilaðir á miðjunni og það boðar aldrei gott, þetta mark er búið að liggja í loftinu.

  41. hvað er að Brendan ? horfir uppá liðið og sérlega marga einstaklinga spila illa í seinni,,, og gerir fucking ekkert………..

  42. Sælir félagar

    Tyrkirnir komnir yfir sanngjarnt. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að liggja í vörn í 90 mín og vonast til að vinna á einu heimavallarmarki. Uppleggið hjá BR ekki eins og maður hefði viljað,

    Það er nú þannig.

    YNWA

  43. Guð minn góður eru þið að sjá Sturridge í þessum leik. Verið eins áhugalaus og latur og hægt er að vera. Rodgers taktu hann útaf ffs.

  44. Já um að gera að spila eins og Aston villa enginn vilji til þess að skora bara parkera rútunni og vona það besta. Ömurleg frammistaða

  45. Fyrir alla muni hættið þessu h……. væli….þeir eru bara að spila betur en við í augnablikinu. Og auðvitað á að skipta meiddum manni útaf.

  46. Sturridge búinn að vera verri en enginn so far.

    Vona samt að hann sokki mig með jöfnunarmarki á 93.

  47. Menn eru útkeyrðir á þessu leikjaálagi sýnist mér og ekki verður þetta eitthvað betra um helgina… sérstaklega ef þetta ætlar að fara í einhverja helvítis framlengingu

  48. Gladíatorarnir okkar eru útkeyrðir og búnir á því. Fara ekki að skora í þessum leik.

  49. Oj hvað ég nenni ekki framlenginu í fokking evrópu fokking deildinni í fokkin 32 liða úrslitum og það fokking tveimur dögum fyrir leik á móti fokking manchester city. Djöfulsins óþarfa rugl er þetta

  50. Þetta helvítis óþarfa leikjaálag á eftir að kosta okkur Meistaradeildarsætið á næsta ári. Fórum í tvo leiki gegn Bolton sem kostaði okkur tvö stig gegn Everton og nú framlenging gegn grútlélegu Besiktas. Allir keppinautarnir okkar úr leik í Evrópu, þ.e.a.s. Arsenal, Spurs og svo auðvitað Utd. Fá þar af leiðandi mun meiri hvíld en við – e-ð sem við nýttum okkur vel í fyrra.

  51. Hræðilegt fyrir okkur að það sem framlenging sérstaklega ef ekkert kemur útúr henni, þetta á eftir að hafa afleiðingar fyrir liðið næstu vikur????

  52. Frábært, var að kveikja á sjónvarpinu þar sem ég hélt að leikurinn væri að byrja 🙂
    Kooooma svoooo!

  53. Höddi B, markið kemur hjá þeim i framlengingunni, er ég hræddur um.

    Munum þá detta út með skömm OG þurfa að spila 120 mín 🙁

  54. Þetta fer í vítakeppni auðvitað, er Dúdek ekki örugglega með?

  55. Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að vonast til að Liverpool detti út úr þessari keppni. Þreytan er orðin svo augljós og það sem verra er að liðið er farið að verða sér ólíkt. Ég held við ráðum ekki við að vera í bikarkeppninni og Evrópukeppninni líka.

    Það vantar greinilega fjóra lykilmenn í liðið okkar og það er farið að sjá á liðinu. Það sárvantar – Sakho- Henderson – Lucas og Coutinho.

  56. algerlega Brendan um að kenna. Sér að við erum búnir að tapa miðjunni strax í seinni og gerir ekkert. Það er hans hlutverk að lesa leikinn og bregðast við,, ekki bara horfa á liðið yfirspilað !

  57. afhverju að byrja með 2 centera og liggja i vörn ? tilgangslausum 120 min eytt í sturridge illa farið með orkuna á leikmönnum og er ansi hræddur að þessi framlenging segi til sin á sunnudaginn djöfull !!!

  58. Dettum bara útúr tessari blessudu keppni og einbeitum okkur ad deildini og bikar. Tetta er svo drepleidinlegt

  59. malið er einfalt hefði þessi bolti ekki njólast i markið væru allir her að hæla rodgers fyrir snilldar taktík

  60. Ef við skorum i framlengingu og þeir lika förum við þa afram a utivallarmarki eða hverni eru regurnar i þessari keppni ?

  61. Já, Dude, hefði frekar viljað tapa þessu í venjulegum leiktíma en framlengingu :-/ En helvíti bara, setjum bara eitt núna og tökum þetta, er ekki gull mark ? eða þarf að spila allar 120 mín ?

  62. Það er nú ekki eins og það séu einhverjir augljósir kostir að setja inn á miðjuna. Veit ekki hvað menn myndu segja ef BR færi að henda einhverjum kjúkling inn á miðjuna í þessari stöðu. Í hans sporum myndi ég samt fara að nota þriðja varamanninn, en hvað veit ég.

  63. Gáfulegasta skiptingin væri Borini inná fyrir Sturridge, en gæti verið að Rodgers sé að spara skiptinguna til að geta sett Lambert inná fyrir vítaspyrnurnar

  64. menn að reyna að eyða eins litlari orku og þeir geta i framlengingunni. senda sterling aftur til jamaica og sturridge i skammarkrókinn

  65. Það væri ekki amalegt ef það væri hluti af upphituninni í svona bikarleikjum hverjar reglurnar eru varðandi framlengingu, útivallarmörk, gullmark?? eða vítaspyrnukeppni.m það skapast alltaf umræður hér í þessarri stöðu um hverjar þessar reglur eru sem eru mjög mismunandi oft milli keppna 😉

  66. Eru menn alveg búnir að vera enginn vilji í að vinna þennan leik.
    Tökum þetta samt í vító 🙂

  67. Þetta fer aldrei í vítaspyrnukeppni, tyrkirnir fara að skora. Liverpool eru alveg sprungnir

  68. Djöfulsins ansi er CAN á að standa í lappirnar. Þoli ekki að sjá svona dýfur.

  69. Sóknarlega erum við alveg geldir. Hef ekki séð Sturridg svona slappan síðan ég veit kki hvenær. Balo hefði allan daginn átt að vera áfram inná, þrátt fyrir að vera með gult.

  70. Helvítis. Ég er að fara á leikinn um helgina og var nú að vonast til að fá ekki Sturridge til baka eins og sprungin vindil. Ég hef minni áhyggjur af varnarmönnunum, Can og Sterling.

  71. #101 Borini var vítaskytta Sunderland í fyrra, fínasta skytta og eflaust ekkert verri en Lambert.

  72. Já þetta hefði átt að klárast í fyrri hálfleik með marki frá Sturridge. Hann er ennþá augljóslega ryðgaður. Ég er ekki sammála með það að Balotelli hafi verið góður. Jú, allt í lagi í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni. Ég var farinn að garga á að skipta honum út fyrir Lallana eftir 50 mínútur. Ef sú skipting hefði verið gerð þá eða á 60. mínútu hefði þetta mark aldrei komið. Sóknarleikurinn er síðan búinn að vera máttlaus í 60 mínútur utan við smá sprett fljótlega eftir að Lallana kom inn á. Vonum að Lambert klári þetta. Já eða Dudek!

  73. Með verstu frammistöðum sem ég hef séð í mörg mörg ár. Yrði skandall ef Liverpool færi áfram miðað við þessu hryllilegu frammistöðu. Rodgers ábyrgur enda liðið joggað um völlin frá fyrstu mínútu og sóknarleikurinn eins og hjá Neista á Hofsósi.

  74. Rickie Lambert? Rickie Lambert?? RICKIE LAMBERT??? RICKIE LAMBERT????? Ma?urinn hlýtur einfaldlega a? hata Borini.

  75. Djöfull er þessi Töre búinn að fara illilega í mínar fínustu í kvöld.

  76. Óh Bjé #115:

    Lambert er enginn Messi… En Borini getur einfaldlega ekki rassgat, hefur margsannað sig.

  77. Borini hefur sanna? sig alls sta?ar þar sem hann hefur fengi? tækifæri, 4 mìnútur inn af bekknum í einum af hverjum 15 leikjum kallast ekki tækifæri..
    Dude#117

  78. Ljósið í myrkrinu er það hversu gríðarlegt þol hann Allen hefur, hann virðist ekkert vera neitt þreyttur í samanburði við hina. Hann vinnir gríðarlega mikið og hleypur maraþon

  79. Ég finnst Borini betri kostur enn Lambert og skil ekki allveg þessa breytingu. Borini hefur einhvern hraða miðað við Lambert.

  80. Þvílikir sendinga feilar megnið af þessum leik hjá okkur. Það er slys ef tyrkir skora ekki í framlengingunni. Það getur allavega engin skorað af leikmönnum LFC. Agalega blóðugt að þurfa að spila framlengingu.

  81. Já Allen er flottur í pressunni. Hann myndi hins vegar vinna mun fleiri bolta ef væri ekki svona mikill væskill. Strákurinn þarf pumpa smá járn.

  82. Það mun reynaast erfitt fyrir kjúklinganna að halda taugum gegn svona gríðarlega hostile stuðningsmönnum í vítaspyrnukeppni

  83. Can er sprunginn á öllum ! ! Hvað er hann að taka þessar aukaspyrnur………

  84. Ég hélt að við værum með þetta, mér fannst þeir aldrei líklegir til þess að skora. Ba reynir að taka boltan með sér missir hann frá sér og úr varð þetta stórkostlega mark.

    Nú er komið að vító og er það einfaldlega 50-50 og allt getur gerst.

    Ef við vinnum þá er það auðvita það besta ef við töpum þá er það ömurlegt en eini kosturinn er að losna við fimmtudagsleikina.

  85. HVER Í ANDSKOTANUM SKRIFAÐI ÞETTA Í SKÝIN, VITAKEPPNI Á ÞESSUM VELLI

  86. Hef ekki náð að fylgjast með öllum leiknum en náði síðustu 15 og síðan framlengunni og ég held að ég hafi ekki séð eitt skot á markið hjá Liverpool í þessum leik. Sennilega einn leiðinlegasti leikur sem ég hef séð með Liverpool í langan tíma.

  87. versta við þetta er óíþróttamannslegir stuðningsmenn þessa skíta liðs sí púandi bara leiðindartappar

  88. Grátlegt hvað Simon er alltaf nálægt því að verja þessi víti!

  89. Hver ákvað að Lovren tæki síðustu spyrnuna, sást langar leiðir að hann myndi klikka….

  90. Louvren klárar þetta eins og hans tímabil hefur verið “hræðileg”

  91. Auðvitað Lovren. Rodgers átti halda Coates og eyða þessum 20m i einhvern annan leikmann. Verstu kaup sumarsins.

  92. Fokking Lovren, átti sinn þátt í markinu líka, hann hafði tíma til að koma sér nær gæjanum sem skoraði markið. Hvernig í fjandanum gat þessi gæji kostað 20 milljónir punda, hann getur ekki einu sinni tekið víti mannfjandinn.

  93. Sjaldan séð jafn vel teknar vítaspyrnur…..en svona fór um sjóferð þessa. Lífið heldur áfram og nú þurfa menn að jafna sig á þessu áfalli fyrir sunnudaginn.
    YNWA

  94. Eina sem ég get sagt er að Basiktas átti þennan sigur skilið. Vissi það allan tímann að við myndum líklega tapa vítaspyrnukeppninni því Mignolet er mjög lélegur í vítum.

    Ég er eiginlega feginn því leikjaálagið var orðið allt of mikið. Hæfilegt að vera bara í tveimur keppnum á þessum tímapunkti.

  95. Þetta skrifast algjörlega á BR, og þa? sérstaklega a? setja mann me? ekkert sjálfstraust á punktinn. Me? þessu hefur hann gjörsamlega ey?ilagt Lovren, og Kolo Toure, sem er búinn a? vera mjög öruggur þegar hann stígur á punktinn tekur ekki víti.

  96. Hver er að stýra þessari skútu? Það myndi ekki skipta mig nokkru máli þó Lovren væri sá eini sem myndi bjóða sig fram til þess að taka þessa spyrnu, hann á ekki að fara á punktinn…

  97. Vítakeppni er bara happa glappa. Liðið átti ekkert skilið úr þessu. Ömurlegir frá fyrstu mínútu, áttu varla markskot allan leikinn, sendingar hræðilegar, vinnusemin engin, ákefðin engin (minnti á Arsenal í gær). Af mörgum slæmum í dag var Rodgers yfirburðaslakastur með ferlegu varnaruppleggi. Sturridge var skelfilegur. Sterling fær 0 hjá mér og ef drengurinn sá fer ekki að girða sig í brók þá væri mér slétt sama þótt klúbburinn myndi gefa hann. AFLEITUR á löngum löngum köflum og getur ekki heimtað 200 skrilljónir á viku. Að mínu mati ofmetnasti leikmaður heims um þessar mundir-þótt ég sé harður Liverpool maður.

Ataturk…Istanbul…2015

Besiktas 1 – Liverpool 0 (Besiktas áfram eftir vítakeppni)