Carragher og búningar

Það þarf einhver að slá Jamie Carragher á hnakkann. Hvað er hann að pæla, að hrósa John Terry og Rio Ferdinand? Og tala svo eins og hann sé bara lærisveinn þeirra þegar enska landsliðið æfir? Er maðurinn orðinn geggjaður? 🙂

Annars langaði mig bara að benda á þessa frétt. Hún segir frá háleynilegum upplýsingum um varabúninga Liverpool næsta tímabil, en þeir sjást á myndinni hér til hliðar (smellið til að sjá stærri útgáfu). Samkvæmt upplýsingum verður sá hvíti varabúningurinn í ensku keppnunum en sá svarti varabúningurinn í Meistaradeildinni.

Hvað finnst mönnum? Hvað segir tískulögregla síðunnar um þessar treyjur? Því miður var ekkert minnst á hvort þær yrðu seldar síðerma. 😉

7 Comments

  1. Var einhver að kalla á mig?

    Ég er sáttur! Þetta er miklu betra en gulu og hvítgrænu búningarnir. Ég vil sjá hvíta varabúninga, alltaf.

    Veit ekki hvort ég er að fíla þessar línur framan á búningnum, en það er eitthvað sem maður á eftir að sjá. Ég er allavegana 100% viss um að þessir búningar eiga eftir að rjúka út. Svarti búningurinn mun seljast tífalt á við þann gula – og ég er sannfærður um að þessi hvíti búningur mun seljast miklu betri en þessi hvíti í dag.

    Ég mun allavegana kaupa þennan hvíta og jafnvel þennan svarta líka. 🙂

  2. Mér líst vel á báðar treyurnar, hvítt er klassík og svart er svalt.
    Þessar rendur á þeim svarta sýna svo ekki verður um villst að leiðin að marki andstæðingsins er sending frá markmanni og upp vinstri kantinn og svo fyrir utarlega í teignum og svo…svo…MAAAAAARK ! 🙂

  3. He he góður Hafliði.
    Það er harðkjarna að mæta á útvöll í Meistardeildinni í svörtu tilbúnir að murka lífið úr heimamönnum. Veit samt ekki alveg með þessar rauðu rendur, kannski á eftir að ákveða betur formið á þeim en þær gætu verið mjög töff að hafa rautt í búningnum líka.

    Mér fannst hvíti varabúningurinn frá Rebook í fyrra mjög flottur og á eitt eintak og myndi fíla þennan vel.

    Annars finnst mér æfingatreyjurnar í ár mjög flottar, svipaðar og einn af markmannsbúningi hans Pepe Reina, dökk grænar með rauðu í, og finnst þær flottari en núverandi vara C.L settið hvíta.

    Lofar góðu og Adidas rokkar!!

  4. Báðir búningarnir eru flottir og strákar þessar rauðu rendur eru flottar.

  5. ég er sáttur við þessa varabúninga, svo framalega að aðal verða rauðir.. en það er engin hætta á því 😉 en já það verður spennandi að sjá hverng þessi svarti á eftir að taka sig út á vellinum, skemmtileg og spennandi tilbreyting 😛

  6. Svarti svona lala… hvíti flottur. Spurning hvernig rauðu rendurnar eru að gera sig á þeim svarta… Þetta er svona fyrsta tilfinning, en yfirleitt verður maður að sjá búninginn læv til að fella endanlegan dóm.

    (Svo er ég alltaf ósammála Einari með gulu búningana)

Unglingaliðið í úrslit

Déjà vu