Tom og George eignast 100%

Í dag, einhvers staðar í Texas, verður opnuð kampavínsflaska og hún látin freyða. Þeir George Gillett Jr. og Tom Hicks hafa nú eignast 100% í Liverpool FC. Hver einasti leikmannasamningur, hver einasti hurðarhúnn, hver einasta grastorfa á Anfield tilheyrir nú þeim félögum. Vonandi veðjuðu David Moores og Rick Parry á réttan hest, það er ekki snúið til baka úr þessu.

Eina vafaatriðið sem slíkt í þessu var hvort að Steve Morgan myndi selja sín rúmlega sex prósent í klúbbnum viljugur, eða hvort hann yrði neyddur til þess ef þeir næðu upp fyrir 92% hlutaeign án hans. Eftir að Morgan hafði talað við Gillett um málið ákvað hann að selja sinn hlut og gaf þeim félögum sinn fulla, opinbera stuðning. Sem er bara gott mál, hefði verið slæmt fyrir þá að þurfa að byrja á einhverju brasi við Morgan sem sá síðastnefndi hefði alveg verið vís til.

Allavega, Liverpool FC er ekki lengur hlutafélag heldur í einkaeigu tveggja manna. Venjist tilhugsuninni. 🙂

3 Comments

  1. Topp náungar !!! að minnsta kosti skv. því sem maður hefur lesið og heyrt. Björt framtíð framundan að mínu mati.

  2. Engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn bara … þangað til annað kemur í ljós. En það mun ekkert annað koma í ljós … :biggrin:

    Áfram Liverpool!

  3. Þeir allavega vita hvað fjármálin ganga út á ef mið er tekið að því hvernig þeir tala í fjölmiðlum. Það er ágætt á meðan þeir eru ekki að strauja einhverjum 60-80m hér og þar til að skemma algjörlega klúbbinn. Þeir hafa talað um það að ekki verður eytt neitt óþarflega (eins og Chelsea) en þeir setja samt góða summu í klúbbinn. Það er erfitt að ráða í þetta en miðað við hvernig dæmið gengur fyrir sig í USA að þá eru leikmenn að fara á milli liða fyrir háar upphæðir og spurning hvað gerist.

Eyðsla?

Momo