Anda inn, anda út.

Þegar Liverpool tapaði 22.mars sl. hafði liðið ekki tapað deildarleik í rúmlega þrjá mánuði, ekki einum deildarleik árið 2015. Auk þess sem liðið er ennþá með í bikarnum. Þetta tap var gegn því liði sem við viljum allra síst tapa gegn en einum færri hálfan leikinn var þetta of erfitt, slæmur dagur – skítur skeður. Þetta er partur af ástæðunni fyrir því að þessir leikir eru svona stórir, ALLT getur gerst. Núna var svo útileikur gegn Arsenal þar sem liðið hefur ekki unnið síðan 2011. Það er svipað pirrandi að tapa þar og gegn United en tökum okkur aðeins taki, þetta er ekki alveg sá heimsendir sem maður skynjar í umræðum eftir leik gærdagsins. Meistari Doremí orðar þetta vel í umræðum eftir síðasta leik. Það þarf ekki 100% stefnubreytingu, nýja eigendur, nýjan stjóra og nýtt lið. Arsenal og United hafa btw verið á svipað miklu skriði og Liverpool undanfarið.

Nýja eigendur
Blauti draumur þeirra sem vilja aðra eigendur en FSG er að Liverpool verði Olíufélag eins og Man City og Chelsea. Því fyrir utan slíka eigendur verður röksemdafærslan fyrir nýjum eigendum ansi þunn og nánast útilokað að benda á eigendur sem hafa unnið betra starf en FSG hefur gert síðan þeir tóku við gjaldþrota félagi á hnjánum árið 2010.

Liverpool hefur ekki bolmagn (eða áhuga) á að kaupa Di Maria á 65m eða borga Falcao hvað sem er í laun fyrir eitt tímabil. FSG hafa frá því þeir tóku við sagt að þeir vilji kaupa efnivið og að leikmenn verði að stórstjörum hjá Liverpool. Þeir hafa alveg sýnt að þeir setja pening í þá leikmenn sem þeir telja þess virði að taka séns á og þetta hefur að sjálfsögðu ekkert allt gengið upp. Heilt yfir heppnast ca. 40% af öllum leikmannakaupum. Eins eru þeir tilbúnir að borga sínum bestu mönnum laun í samræmi við virði þeirra sbr. Suarez í fyrra en eru grjótharðir á því að fara ekki yfir það mark sem þeir ráða við. Stuðningsmenn vilja margir halda leikmönnum eins og Sterling sama hvað og að þeim sé borgað eins og önnur lið eru til í að greiða þeim, skiptir FFP þar engu máli. Auðvitað vill maður að þetta sé svona einfalt en til að vera sanngjarn þarf aðeins að horfa á þetta frá sjónarhóli eigendanna sem neita að fara Gillett og Hicks leiðina og beygja sig undir allar kröfur gráðugra umboðsmanna þessara ofdekruðu krakka. Perónulega treysti ég Rodgers og FSG mjög vel til að meta virði einstakra leikmanna.


Þetta er mjög góð spurning, sérstaklega ef haft er í huga að Liverpool var rétt búið að vinna titilinn í fyrra með leikmann í broddi fylkingar sem sprakk út hjá Liverpool. Leikmann sem var keyptur út á mikið potential sem tók nokkra mánuði/ár að fínpússa.

Vonandi verður Liverpool einhverntíma sama auglýsingavél og United er í dag en það gerist ekki á einum degi. FSG eru að vinna rosalega vel í þeim málum, sérstaklega m.v. tvo af fyrrum eigendum Liverpool. FSG eru síðan alls ekki að taka eins hrottalega mikið út úr Liverpool og Jöklarnir hafa gert hjá United. Allt sem komið hefur inn hjá Liverpool hefur farið beint aftur í félagið, alveg nakvæmlega eins og lofað var frá upphafi. FSG ætlaði aldrei að verða einhver sugardaddy en þeir lofuðu að félagið yrði vel rekið og þeir peningar sem kæmu inn færu allir í rekstur félagsins.

Stefna Arsenal er raunhæfari fyrir Liverpool og ég get ekki betur séð en að FSG hafi tekið það sem þeir sjá gott þar og reynt að innleiða það hjá Liverpool. Við vorum nær titlinum í fyrra en þeir hafa verið sl. áratug.
Stefna Chelsea og Man City er ekki raunhæf fyrir okkur og satt best að segja efa ég að meirihluti stuðningsmanna vilji sjá Liverpool liðið enda þannig.

Hvað annað, eru Tottenham og Southamton að gera þetta betur?

Hvaða stefnu erum við annars að biðja upp? Ekki langar mig að sjá Liverpool verða eins máttlaust og Dortmund sem er bara uppeldisstöð fyrir Bayern og önnur stórlið. A. Madríd vann deildina og var rétt búið að vinna Meistaradeildina líka en missir alltaf sína bestu menn, líka fyrir þetta tímabil. Lyon módelið í Frakklandi entist í einn áratug þar til Olíufélögin tóku við.

Auðvitað eru ekki allir ánægðir með eigendur Liverpool, það er ekkert óeðlilegt við það en hvaða raunhæfu kröfur hafið þið þá í staðin? Hvar er verið að reka sambærilegt félag betur?

Liðið er vonalust
(Ó)Velkomnir aftur þið ykkar sem biðuð af ykkur sl. þrjá mánuði meðan Liverpool tapaði ekki leik, ég sé að liðið er aftur vonlaust núna og leikmannakaup sumarsins algjör skandall.

Byrjun tímabilsins og raunar tímabilið í heild hefur verið gríðarleg vonbrigði, enginn að mótmæla því. Það var of stór biti að missa Suarez og Sturridge á sama tíma og koma átti átta nýjum leikmönnum inn í liðið. Eins var rándýrt og svekkjandi að ná ekki í leikmann eins og Sanchez og hvað þá að missa hann frekar til Arsenal. Það breytir því því ekki að leikmannakaup sumarsins voru ekki öll galin og hafa margir þeirra komið vel til baka undanfarna mánuði. Flestir af þeim sem komu eiga það sameignlegt að hafa burði til að bæta sig mikið á næstu árum.

Suarez fór á 75m og það skildi eftir sig stórt skarð og hellings pening til að fylla upp í það skarð, það var illa nýtt og Balotelli panic kaup ekki eitthvað sem hægt er að hrósa þeim fyrir. Sanchez díllinn fór alveg með þau plön virðist vera. En þar fyrir utan er peningurinn notaður á mun skynsamlegri hátt undir stjórn FSG þegar selt er stjórstjörnu en áður var gert hjá Liverpool. Skoðum muninn lauslega í kjölfar sölu á okkar máttarstólpum.

Þegar Alonso fór á 30m var keypt jafn gamlan Aquilani fyrir 2/3 af Alonso fjárhæðinni. Fyrir utan getumuninn var Ítalinn meiddur. Sama sumar fór Arbeloa á klink og Johnson kom í staðin á fimmföldu verði. Afganginn var reyndar notað til að fá Rodriguez og Raheem Sterling.

Sumarið eftir þegar Mascherano fór var verslað á Hrafnistu, framtíð Liverpool á miðjunni í hans stað átti að vera Poulsen og Meireles. Fyrir Benayoun kom svo stóra stjarnan Joe Cole sem tók óratíma að losna við.

Eftir að FSG tók við var Torres peningurinn notaður í 21 árs mjög efnilegan sóknarmann. Það heppnaðist ekki sem skildi en mun skynsamlegri hugsunarháttur til framtíðar. Suarez kom á sama tíma og sá peningur sem fékkst seinna fyrir Carroll var notaður í Sturridge. Allt leikmenn undir 24 ára aldri sem gátu bætt sig enn frekar.

Þeir sem koma nú fyrir Suarez, Agger og Reina verða kannski aldrei góðir hjá Liverpool en allir nema einn sem komu í staðin eru mun yngri en þessir sem fóru og geta allir bætt sig verulega. Markovic er keyptur sem eitt mesta efni Evrópu og það væri fráleitt að afskrifa hann strax. Emre Can gæti einn og sér réttlætt þennan glugga á næstu árum. Hann er góður núna og hefur alla burði til að verða svakalegur. Moreno er það öflugasta sem ég hef séð í vinstri bakverði hjá Liverpool í ansi langan tíma þó hann geti verulega bætt sig. Origi var síðan að leiða sóknarlínu Belgíu á HM 18 ára.

Ef keypt er átta leikmenn er hætta á að 60% af þeim heppnist ekki. Dejan Lovren virðist ætla að falla í þann hóp en kaup á miðverði voru alltaf nauðsynleg og hann var spennandi kostur til framtíðar 25 ára. Útiloka ekkert ennþá að hann verði það. Lallana hefur hæfileika til að verða ennþá betri og er á besta aldri. Balotelli voru vond kaup sem helst er hægt að gagnrýna FSG fyrir, þó jákvætt að þeir reyndu þetta frekar en að fá ekkert eins og þegar Carroll var lánaður. Lambert var síðan svakalega óspennandi, jafnvel þó hann hafi ekki verið hugsaður sem mikið meira en arftaki Aspas. Manquillo var síðan þriðji kostur á eftir Flanagan og Johnson

Allir sammála að þarna vantar þetta Sanchez nafn og kaup á slíkum leikmönnum klárlega eitthvað sem FSG þarf að bæta hjá sér. Því betra lið sem Liverpool hefur því auðveldara verður að fá slíka leikmenn og liðið nú er mun vænlegra en það sem FSG tók við.

Auðvitað svekkjandi að kaupin á Sanchez gengu ekki eftir en félagið virðist alveg hafa boðið það sem þurfti í hann sem er jákvætt. Rétt eins og þeir gerðu árið áður þegar reynt var að kaupa Costa.

Ég er ekki mesti aðdáandi innkaupastefnu FSG en átta mig þó á að hún er töluvert líklegri en sú sem var hjá félaginu fyrir þeirra tíma. Liðið var síðan hársbreidd frá því að vinna deildina í fyrra með sinni innkaupastefnu sem ætti kannski að vera ágæt vísbending fyrir mann að halda bara kjafti og treysta þeim fyrir þessu. Allt í lagi að segja sína skoðun og gagnrýna en óþarfi að horfa bara á þetta sem bara svart eða hvítt.

Stjórinn er ekki nógu stór fyrir Liverpool
Já þetta er niðurstaðan eftir tap gegn United og Arsenal. Skiptir engu að lið Liverpool fór nokkuð laskað inn í báða leiki.

Þetta er úr umræðum gærdagsins

Það er margt gott sem Brodge er að gera hjà LFC en ef hans styrkur er að gefa ungum leikmönnum sèns og byggir lið sîn à þeim sem er ekki það sem okkur vantar. Við þurfum eitthvað meira (tilbúna leikmenn!) til að taka næsta skrefið upp. Ef Brodge er ekki til í slíkt tel èg hann ekki rètta manninn í starfið. Því miður.

Stefna FSG er að gefa ungum leikmönnum séns, auðvitað í bland við reyndari. Skapa þannig góða leikmenn eða aukið virði svo hægt sé að kaupa aðra góða leikmenn. En nei þetta dugar ekki til að taka næsta skref upp á við enda allir búnir að gleyma síðasta tímabili.

Nú þarf að kaupa tilbúna leikmenn til að taka næsta skref enda ljóst að Lallana á 25m, Lovren á 20m og Balotelli á 16m eru klárlega málið fyrir Liverpool ef taka á næsta skref. Fínt að hafa 32 ára reynslubolta eins og Lambert með á 4m. Allt menn með töluverða reynslu og kostuðu sitt (eða um 65m sl. sumar). Dæmi fortíðarinnar sanna þetta líka með Aquilani, Cole og Poulsen.

Hvernig er reynsla Liverpool af því að kaupa leikmenn sem eru 25 ára eða eldri? Hvernig er þessi reynsla m.v. reynsluna af því að kaupa menn 21-24 ára?

Þegar Alan Hansen sagði að þú vinnur ekkert með krökkum hafði hann smá til síns máls, United vann deildina ekkert bara á þessum ungu og efnilegu mönnum heldur notaði þá frábærlega með í bland. Meðalaldur liðsins var ekkert svo óeðlilegur heilt yfir tímabilið en þeir voru komnir með grunn til að byggja á til næstu ára. Þetta er svipað með Liverpool núna, Rodgers hefur ekkert spilað eingöngu börnum sem stjóri Liverpool þó hann gefi þeim séns, en hans bestu leikmannakaup eru ungir hungraðir leikmenn sem hafa getu og vilja til að bæta sig. Ef að hann væri ekki að gera þetta hjá Liverpool væri fengið inn annan mann til þess.

Orðum þetta öðruvísi, ef Brendan Rodgers yrði rekinn frá Liverpool yrði það fyrsta verk FSG að leita að öðrum Brendan Rodgers.

Ef við horfum af yfirvegun á tíma Rodgers hjá Liverpool og hóp liðsins þarf þetta tímabil ekki að koma mikið á óvart. Pressan eftir síðasta tímabil var rosaleg, leikjaálagið mikið meira og hópurinn gjörbreyttur. Þessi hópur hefur slípast vel saman undanfarið og tapleikir gegn United og Arsenal breyta því ekki, bjóst einhver við því að tímabilið yrði klárað taplaust? Framtíðin með þennan hóp er gríðarlega björt áfram og aðalvandamál FSG verður að halda þessum hópi næstu árin, ekki skipta honum út eins og margir virðast vilja.

Planið er að styrkja þann hóp sem er nú þegar á Anfield og takist það er þetta lið okkar til alls líklegt.

Pælingin með þessum pistli hjá mér er að reyna fá fleiri til að afmarka pirring vegna tapleikja við þá leiki sem voru að tapast og við frammistöður í þeim leikjum. Það þarf ekki alltaf að útiloka alla framtíðina og afskrifa stjórann, eigendurnar og meirihluta leikmanna eftir hvern tapleik.

Örvæntingin var skiljanlegri í desember eftir Hodgson vonda byrjun á tímabilinu, þó sá kafli ætti kannski ennfrekar að kenna okkur að sýna smá þolinmæði gagnvart ungu liði sem verið er að byggja upp.

Ef Rodgers hefur ekki unnið sér inn smá traust eftir síðustu þrjá mánuði sem og auðvitað síðasta tímabil er spurning um að halda bara með Olíufélögunum? Fljótlegra en að bíða eftir því að Liverpool verði eitt af þeim.

57 Comments

  1. Flottur pistill Babu, það er margt í honum sem ég er sammála en leikmannakaupa næsta sumar verða að ganga upp og lykilinn þar eru að kaupa gæði frekar en magn. Svo er alltaf spurning hvaða leikmenn eru á lausu og eru tilbúnir að koma til Liverpool og eiga ekki möguleika að spila í CL á næsta tímabili.
    man utd tókst að lokka til sín stór nöfn síðasta sumar en þar hefur launatékkinn skipt öllu held ég.

  2. Sem sagt,ef maður vill gagnrýna liðið sem maður er búinn að halda með svo áratugum skiptir getur maður bara drullað sér í burtu og farið að halda með einhverjum öðrum,ef það tekur mann sárt að sjá liðið manns í svona stöðu áratug eftir áratug og er ekki sáttur getur maður bara drullað sér í burtu???

    Ef þetta er “aditjúdið” viðbrögðin við,að mínu mati, mjög réttmætri gagnrýni þá verður maður hugsi.

    En hins vegar,eins og ég sagði um daginn, þá finnst mér að menn hérna á síðunni mætti aðeins halda niðri í sér andanum og telja upp að 10,ekki síður eftir sigurleiki en tapleiki,það er ekki eðlilegt að sama lið,sömu menn séu bestir í heimi eina helgina en síðan breytast þeir í úrhrök næstu helgi!
    Áfram Liverpool!!!

  3. fá benitez inn.. reka rodgers strax.. lofa benitez 200m punda fyrir leikmönnum í sumar og ég er vissum að hann nær að kippa þessu í liðinn.

    rodgers getur ekki fixað þetta.

  4. Nr. 2

    Guð minn góður þetta er augljóslega ekki meint svona, vá. En úr því FSG er að fara svona rosalega illa með okkar ástkæra lið, hvar er lausnin? Hver er að gera þetta svona mikið betur en þeir hafa verið að gera síðan þeir tóku við gjaldþrota liði undir lok árs 2010?

    Ég hef heldur betur gagnrýnt margt hjá þeim líka en punkturinn í færslunni er ca. það sem þú segir í lokaorðum hjá þér.

  5. Auðvitað vissi ég að þú meintir það ekki svona Babú og við erum alveg sammála í þessu “anda inn,anda út” dæmi,mér og sjálfsagt mörgum,mörgum fleiri finnst bara svo ofboðslega erfitt þegar liðinu manns,(lesist Liverpool) gengur illa,það gjörsamlega étur mann að innan og þá er rosa auðvelt að reyna að finna einhverja til að kenna um þó ég hafi nú reynt að hemja mig í óvæginni gagnrýni.

  6. Allveg rétt hjá Babu. Þetta er enginn heimsendir að tapa tvö leiki i röð gegn góðum liðum sem eru á spilla vel núna. Tapið gegn Man U er skrifað á einstaklingsmistök(Moreno&Gerard) og tapið í gær á velli sem við höfum ekki unnið i 4 ár.
    Núna þurfum við gleyma þessum tveimur leikum og einbeita okkar að vinna næstu leiki og tryggja okkar ferð til Wembley og reyna vinna þessa döllu.
    Varðandi FSG þá er ekkert að þessari stefnu að kaupa unga og efnilega leikmenn enn samt hafa FSG gert mörg mistök. FSG þarf fara standa sig betur og læra af mistökanum.
    Mesta vonbrigði min varðandi FSG var leikmannaglugginn sumarið 2013 og ákvörðunin að byggja ekki nýjan völl heldur bara stækka Anfeild.. Þeir eru núna á gulu spjaldi hjá mér og ég vill sá þá gera betur. Liverpool er eitt stærsta félag heims og stuðningmenn vilja fara sjá árangur.

  7. Flottur pistill Babú og er sammála mörgu. Set samt spurningamerki við að reynsla Liverpool sé slæm við að kaupa leikmenn eldri en 25 ára. Auðvitað er hún slæm þegar keyptir eru leikmenn sem eru ekki heimsklassa leikmenn eins og Poulsen, Cole og Mereiles. Síðan Liverpool keypti leikmenn eins og Torres og Mascherano hefur ekki orðið eins mikið um þessi marquee kaup. Mín tilfinning er sú að Liverpool sé að fara inn í áraraðir af inn og út úr meistaradeild. Það verður eitthvað enn sem við þurfum að bíða eftir stóra titlinum því miður. Áratug jafnvel. Það er því mikilvægt fyrir menn að innleiða hjá sér væntingastjórnun og átta sig á að Liverpool á langt í land með að ná United, Arsenal, City og Chelsea. Á meðan berjumst við við Tottenham og Everton.

  8. Sæl öll,

    góður pistill hjá þér Babú og er ég sammála innihaldinu. Ég er til í að gefa BR fleiri tímabil til þess að þróa liðið. Síðustu tveir tapleikir breyta því ekki. Liverpool hefur of lengi reynt að keppa við olíuliðin með því að kaupa eldri leikmenn á of mikinn pening. Reynum nú aðra hugmyndafræði í nokkur ár og sjáum hvert það leiðir okkur.

  9. Skil svo sem að við eigum erfitt með að “matcha” City og Chelsea en af hverju eigum við ekki að geta haft í fullu tré við United og ég tala nú ekki um Arsenal???

  10. Kannski rétt að minna á að skömmu fyrir leikinn við United var verið að tala um að City væru með augun á Rodgers sem arftaka Pellegrini. Sama sögðu United menn síðasta vor. Ég er alveg 100% viss um að ef Rodgers verði rekinn frá Liverpool, þá verði hann kominn í annað stórlið innan skamms, og mjög líklega farinn að vinna titla. Hann þarf tíma til að spila liðið saman, læra að stýra stórliði, og ég hef svona 98% trú á að hann sé fær um það. Þolinmæði er dyggð.

  11. alveg frábær pistill, hárétt að það vantar soldið í gangrýninni á Rodgers og Fsg hvað menn vilja nákvæmlega í staðinn það má ekki gleyma því að liðið var búið að vera 5 ár utan top4 áður en Rodgers kom þannig að vandræði liðsins byrjuðu löngu áður.

  12. Flottur pistill en þetta:

    “Nú þarf að kaupa tilbúna leikmenn til að taka næsta skref enda ljóst að Lallana á 25m, Lovren á 20m og Balotelli á 16m eru klárlega málið fyrir Liverpool ef taka á næsta skref. Fínt að hafa 32 ára reynslubolta eins og Lambert með á 4m.”

    Þetta finnst mér vera útúrsnúningur. Það vissu flestir að Balotelli myndi aldrei meika það hjá okkur þar sem Milan/City/Inter voru ólm í að losa sig við hann. Þegar við keyptum Lallana, þá hafði hann átt 2-3 fín tímabil með Soton. Ég spyr samt hvernig í ósköpunum getur leikmaður hækkað upp í 25m eftir nokkur fín tímabil?
    Við töpuðum lítið á Lambert kaupunum og hann var aldrei að fara spila neitt reglulega. Af ofantöldum leikmönnum þá hafa kaupin á Lovren valdið mestum vonbrigðum, þetta er leikmaður sem átti að koma beint í hjarta varnarinnar og blómstra þar.

    Þegar ég tala um að kaupa tilbúna leikmenn, þá tala ég um að kaupa leikmenn sem hafa sýnt stöðugleika og gæði. Vissulega höfðu ofantaldir leikmenn sýnt gæði en hversu stöðugt? Lallana spilar t.d. sinn fyrsta meistaradeildarleik 26 ára og hafði aldrei spilað fyrir topplið. Balotelli hafði spilað fyrir topplið eða réttara sagt sjálfan sig sem er hans helsti galli.

    Skiptir 3 mánaða sigurgangan einhverju máli ef við náum ekki CL? Þessi sigurganga var góð og það var vel gert hjá Rodgers að finna leikaðferð sem virkaði, en það verður líka að sigra úrslitaleiki á borð við Arsenal eða Man Utd. Þetta tímabil hefur verið algjör vonbrigði og það er ótrúlegt að sjá suma hérna tala í kringum það í stað þess að horfast í augu við það. Þótt við höfðum ekki unnið útileik gegn Arsenal síðan 2011, þá þýðir það ekki að við áttum að tapa þessum.

    Við duttum auðveldlega úr CL, nýdottnir úr baráttu um 4. sæti, duttum úr Carling Cup en eigum FA cup eftir gegn liði sem kjöldróg okkur í gær. Að mínu mati verðum við hreinlega að vinna þennan FA cup leik, ég neita að trúa því að eigendunum sé sama.

    Annars er ég sammála því sem Rodgers sagði í apríl 2014:
    “When you spend over £100m you’d expect to be challenging for the league”

  13. Alveg sammála þér að leikmannkaup á leikmönnum yfir 25 ára hefur reynst mjög illa dæmin eru mjög mörg. Það eru held ég mjög fá dæmi um kaup á leikmanni yfir 25 ára aldur 6 nefnir mascherano og Torres en eg er nokkuð viss um að Torres var yngri en 25 ára þegar við keyptum hann

  14. Frábær pistill !

    Einmitt það sem ég þurfti svona á páskadegi….
    :o)

    Ungt lið með ungan þjálfara…..sem ég vildi að væri pínulítið taktískari og hefði aðeins meiri kjark til að bregast hraðar við taktík andstæðingana, en það kemur vonandi bráðum !

    YNWA

  15. Flottur pistill Babu.

    Þetta er erfitt að horfa uppá þ.e. svona jójó tímabil á eftir jafn sterku tímabili í fyrra. Ég er alveg hrifinn af módelinu hjá FSG þ.e. kaupa unga og efnilega stráka ásamt þeim sem eru góðir og hafa ennþá aldur til þess að verða heimsklassa leikmenn.

    Hinsvegar er slík uppbygging mjög tímafrek. Við sjáum þó ákveðinn árangur. Í fyrra var augljóst að Sturridge og Coutinho voru frábær kaup sem gengu fullkomlega eftir. Í ár sjáum við loksins Sakho breytast í þann ógurlega varnarmann sem við töldum okkur vera að kaupa. Þetta tekur tíma og það er líka gríðarlega mikilvægt að halda þessum strákum innan klúbbsins líkt og babu kemur inn á í greininni þá verður það líklegast erfiðasta verkefni FSG á næstu árum miklu fremur heldur en að kaupa inn ný nöfn.

    Í vetur hefur gríðarlega mikið gengið á móti okkur og orsakað það að lfc á lítinn séns í topp 4. Að mínu mati er það þó einkum framherjavandræði sem kosta okkur mikið. Balotelli, lambert, borini, aspas, þetta hefur bara ekkert gert fyrir okkur og er að mínu mati stærsta einstaka ástæða þess að klúbburinn hefur stigið svona langt skref aftur á bak að sjálfsögðu með hliðsjón af Suarez sölunni og meiðslum sturridge.

    Einnig tel BR vera kominn á vafasamar slóðir með að spila of mörgum leikmönnum útúr sínum stöðum. Það er gott að leikmenn séu fjölhæfir en mér finnst þetta vera orðið fullmikið. Sérstaklega leiðist mér að sjá RS og Henderson í wing back. Jafnframt vildi ég líka fara að sjá Emre can færast ofar þó svo að sú tilraun hafi vissulega gefið mjög vel af sér í vetur.

    YNWA
    al

  16. Sammála flestu hjá Babu. Maður var náttúrulega ógeðslega tapsár eftir þessa tvo leiki en tímabilið fór til fjandans, rétt eins og síðasta tímabil, í leikjunum fyrir jól. Alveg óþolandi að BR skuli ekki ná að keyra liðið í gang fyrren eftir áramót tímabil eftir tímabil. Eitthvað sem verður að laga, og ég hef fulla trú á því að hann geri það.

    Annað sem pirrar mig svolítið við BR er hvað hann er hræddur við að breyta um leikkerfi. Hann keyrði ótrúlega lengi fyrir jól á 4-3-3/4-2-3-1 kerfi sem einskorðaðist við það að framherjinn okkar týndist frammi. Núna er hann búinn að keyra á 3-4-3 kerfi sem reyndist þungt í vöfum síðustu leikina fyrir ManU. Gekk mjög illa í ManU leiknum og hrundi síðan með látum í Arsenal leiknum. Sófaspekingurinn ég var farinn að tuða í vinum mínum fyrir mörgum vikum síðan að mér fyndist sem að andstæðingar okkar væru farnir að lesa þetta kerfi og búnir að finna svarið við því. Bayern Munchen (miklu miklu betri hópur, ég veit) eru algjörir snillingar í að keyra á mörgum mismunandi leikkerfum þannig að andstæðingarnir eiga mjög erfitt með að undirbúa sig fyrir leikina gegn þeim. Það vantar einfaldlega meiri fjölbreytni í liðaval og uppstillingar BR. Breiddina fær hann vonandi með áframhaldandi leikmannakaupum en mér finnst hann mega vera óhræddari við að rótera leikkerfum.

    Þriðji þátturinn sem pirrar mig svo er uppleggið í stórleikjum. Eitthvað sem Rafa var snillingur í. Langflestir leikirnir sem raunverulega skipta máli virðast tapast. Chelsea í fyrra, Basel og Besiktas í ár og svo finnst mér record BR á móti stóru liðinum ekki vera spennandi. Þetta er eitthvað sem hann verður að laga. Skelfilegt að það skuli gerast aftur og aftur að það sé eins og liðið sé ekki með hausinn skrúfaðan rétt á í stórleikjum.

    Annars treystir maður BR mjög vel fyrir þessu djobbi. Maður áttar sig á því að þetta er langtíma verkefni sem mun taka tíma. Brendan er sjálfur aðeins 42 ára gamall gríðarlega efnilegur stjóri sem MUN ná árangri. Ég verð alltaf svektur þegar leikmenn yfirgefa Liverpool fyrir stærri lið, leikmenn sem komu ungir og fóru á besta aldri og meikuðu það annarsstaðar. Ég yrði hins vegar brjálaður ef Brendan yrði látinn fara og hann myndi síðan blómstra með eitthvað annað lið. Hann verður að fá tíma og tækifæri til að standa sig hjá Liverpool. Liðið sjálft er síðan ótrúlega efnilegt, aðeins 24 ára gamall meðalaldur og við þurfum ekki að líta lengra en bara til landsliðsins okkar þar sem stöðug uppbygging hefur átt sér nú í mörg ár og allt í einu er liðið að springa út. Ég tel að það sama muni gerast hjá okkur EF stjórinn fær tíma og EF leikmenn halda tryggð sinni við félagið og EF stuðningsmenn anda inn. Og anda út.

    Mikið rosalega myndi það samt róa mig ef BR tæki FA bikarinn í ár. Mig dreymir um það.

  17. Svo ég vitni í sjálfan mig: “duttum úr Carling Cup en eigum FA cup eftir gegn liði sem kjöldróg okkur í gær. Að mínu mati verðum við hreinlega að vinna þennan FA cup leik, ég neita að trúa því að eigendunum sé sama.”

    Ég meinti auðvitað ef við sigrum Blackburn, ekkert sem segir okkur að við séum að fara svífa í gegnum þá.

  18. Brendan er búinn að gefa út að á næsta ári verður stefnan sett á titilinn, þannig að allt tal um að liðið sé ekki samkeppnishæft á varla við.

  19. Spurning til BABU: hvad segir tad um Brodgers ad LFC virdist tapa flestum teim leikjum er verda ad vinnast?? Sbr. Cl..lokaspretturinn i fyrra og tveir sidustu leikir.

  20. Ágætis punktar hjá Babu en því miður eru margir hérna of miklir liðsmenn og eiga erfitt með að gagnrýna okkar þjálfara og vilja síður horfast í augu við staðreyndir. Það er nú engu að síður svo að sá fýr sem ber mesta ábyrgð er Brendan Rodgers.

    Hvorki Joe Allen, Lucas Leiva eða Henderson völdu sig inn í liðið nú eða í sínar stöður. Það gerði hinsvegar Brendan Rodgers og by the way Joe Allen er “teachers pet” hjá Rodgers og það er aldrei gott.

    Mér finnst að bara alls ekki nógu gott þegar svo virðist sem flestir sófaspekingar á Kop.is virðast ítrekað hafa betri tillögur að liðsvali og leikuppleggi en maðurinn sem fær borgað fyrir það frá klúbbnum.

    Hversu margir voru t.d. vongóðir fyrir leikinn gegn Arsenal þegar Joe Allen var stillt upp með Lucas á miðjunni en Henderson settur út kant?
    Hversu margir vildu setja Stevie G. á bekkinn gegn Manjúre í einum stærsta leik tímabilsins?
    Hversu mikill óþarfi var að tapa báðum þessum leikjum? Leikjum sem máttu ekki tapast.

    Brendan Rodgers er því miður ekki með það sem þarf til að ná árangri með klúbbinn okkar.
    Hann kann ekki að ná í úrslit þegar það skiptir máli. Fyrir Manjúre leikinn var hann farinn að röfla um annað sætið og setti síðan aukapressu á allt liðið með að bekkja Stevie G. það sást langar leiðir hvað það fór illa í þá 11 sem byrjuðu þann leik að foringjinn var á bekknum.

    Hvað gera alvöru stjórar eins og Rauðnefur og Jose Mourhino. Fergusson tók alltaf jafntefli úti í meistaradeild og vann heima. Jose er jafnvel enn betri í að ná í úrslit þegar þarf.

    Þurftum við að vinna Chelsea í fyrra heima til að ná í titilinn? Nei, en við máttum ekki tapa
    Þurftum við að vinna Manjúre núna heima til að vera áfram í baráttu um 4. sætið? Nei, en við máttum alls ekki tapa.

    Nú muni einhverjir tala um skemmtilegan sóknarbolta Rodgers og videre og þetta sé allt fórnarkostnaður hans.
    En þjálfi sem nær ekki úrslit þar sem þarf, er ekki það sem ég vil.
    Eftir hverju eru menn eins og ég að kalla. Ég mundi allan daginn fá Ronald Koeman í sumar, mjög raunhæfur kostur.
    Annar raunhæfur kostur er síðan Rafa, afhverju ekki. Pundið í honum er miklu þyngra en í Rodgers og hann kann að vinna eða ná úrslitum í þeim leikjum gegn þeim bestu sem skipta máli. Þekkir innviðina og nýtur virðingar.
    Bestu kveðjur , Nonni

  21. „When you spend over £100m you’d expect to be challenging for the league“

  22. Er í pínu fúlu skapi – afsakið það – og ætla að taka það út á dunki og Nonna.

    dunkur segir:

    “hvad segir tad um Brodgers ad LFC virdist tapa flestum teim leikjum er verda ad vinnast?? Sbr. Cl..lokaspretturinn i fyrra og tveir sidustu leikir.”

    Á lokasprettinum í fyrra, sem by the way stóð frá áramótum, vannst hver must-win leikurinn á fætur öðrum. Þar má nefna Arsenal, Everton, Utd úti, Tottenham heima, algjör úrslitaleikur við Man City á Anfield. Einn leikur tapaðist, líklega fyrir ótrúlega óheppni. Hvernig það gera “flestir leikir” skil ég ekki. Á þessu tímabili eftir áramót unnust t.d. must-win leikir við Tottenham, Southampton og Man City. Aftur, “flestir leikir”. Þarft þú ekki bara að taka minnispillurnar þínar dunkur?

    Nonni segir:

    “by the way Joe Allen er „teachers pet“ hjá Rodgers og það er aldrei gott”

    Þín skoðun og trú Nonni, sem þú veist ekkert um hvort er rétt. Reyndar mjög ólíklegt að Rodgers taki leiktíma Allen fram yfir eigin success. Auk þess spilaði Allen fantavel fyrir 3-4 vikum síðan og át miðjuna.

    “Mér finnst að bara alls ekki nógu gott þegar svo virðist sem flestir sófaspekingar á Kop.is virðast ítrekað hafa betri tillögur að liðsvali og leikuppleggi en maðurinn sem fær borgað fyrir það frá klúbbnum.”

    Þín skoðun Nonni, sem þú hefur ekki hugmynd um hvort er rétt. Þú veist ekkert hvað Rodgers er að hugsa, þú veist ekki í hvernig ástandi menn eru, þú veist ekkert um uppleggið í leiknum, þú veist ekkert um leikgreiningu á andstæðingum og þú veist ekkert um það hvort betur hefði gengið ef meðaltalslið sófaspekinga hefði verið látið spila. Ekkert nema þín skoðun og blammeringar.

    “Hversu margir vildu setja Stevie G. á bekkinn gegn Manjúre í einum stærsta leik tímabilsins?”

    Hellingur af stuðningsmönnum. Örugglega helmingur og kannski meira. Steven Gerrard hefur ekkert getað í allan vetur og vinnslan í liðinu er aldrei sú sama með hann inná. Auk þess var hann nýstiginn upp úr meiðslum. Hvort það var rétt ákvörðun eða ekki er ómögulegt að segja. A.m.k. reyndist ekkert sérstaklega vel að setja hann inná í hálfleik.

    “Hversu mikill óþarfi var að tapa báðum þessum leikjum? Leikjum sem máttu ekki tapast.”

    Óþarfi??!? Veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því að fótboltaleikir eru einmitt það, kappleikir milli tveggja liða og ef leikurinn fer ekki jafntefli þá tapar annað hvort liðið. Er ÓÞARFI að tapa fyrir liðum sem eru jafn góð eða betri en LFC? Hroki eða barnaskapur – átta mig ekki alveg á því.

    “Brendan Rodgers er því miður ekki með það sem þarf til að ná árangri með klúbbinn okkar. Hann kann ekki að ná í úrslit þegar það skiptir máli.”

    Vísa í það sem ég sagði hérna ofar. Hann er búinn að vinna hrúgu af must-win leikjum á síðustu tveimur tímabilum með yngri og ódýrari hóp en flestir af keppinautunum.

    “Hvað gera alvöru stjórar eins og Rauðnefur og Jose Mourhino. Fergusson tók alltaf jafntefli úti í meistaradeild og vann heima. Jose er jafnvel enn betri í að ná í úrslit þegar þarf.”

    Ég er sammála því að það er enginn betri að ná í úrslit en Mourinho, þó hann geti klikkað líka (ekki nema nokkrar vikur að varfærnistaktík Morinho kostaði Chelsea áframhaldandi CL sæti). En að ætlast til þess að BR sé á pari við Ferguson og Mourinho, annars vegar einn sigursælasta og langlífasta stjóra sögunnar og hins vegar líklega þann árangursríkasta, er bara frekja og barnaskapur. Álíka og að ætlast til að Raheem Sterling skori eins og Ronaldo og Messi.

    “Þurftum við að vinna Chelsea í fyrra heima til að ná í titilinn? Nei, en við máttum ekki tapa”

    Við höfðum fullkomin tök á þeim leik – staðan 0-0 þegar reynslumesti og besti maður liðsins gerir einföld tæknimistök og rennur svo á rassinn. Er það BR að kenna? Og í kjölfarið fær Mourinho upp sína óskastöðu. Við reynum að jafna og þeir taka sökkerpöns í lokin, 2-0.

    Æ, nú segið þið örugglega “sko, það má ekki gagnrýna Rodgers þá verður allt vitlaust” – en málið er að þetta er bara glötuð gagnrýni. Þið eruð ekki að gagnrýna aðferðir hans. Þið eruð bara að blammera út í loftið, oft gegn staðreyndum, presentera ykkar prívat skoðanir sem einhvers konar sannleika, horfið framhjá því sem er í ósamræmi við ykkar veruleika og gleymið því hvar LFC er statt, leikmannalega og fjárhagslega miðað við keppnautana. Auðvitað má gagnrýna Rodgers. En ykkur tókst það bara afskaplega illa. Gengur kannski betur næst.

  23. Flottur pistill og verð ég að koma inná eitt. Liverpool menn eru oft alveg búnir að taka skemmtunina frá manni eftir tapleik (eins og gegn okkur núna seinast). Maður hittir Á Liverpool fólkið og ætlar að skjóta á það en þá er það sjálft búið að HRAUNA yfir sitt eigið lið að maður endar með að verja Liverpool liðið í staðinn fyrir að skjóta á það.

    Það töpuðust tveir leikir á móti tveimur sterkum liðum, ekki liðum sem eru að falla. Undan því voru sérfræðingar + Liverpool fans að dásama hvernig BR hefði náð að bjarga tímabilinu og allt væri að koma. Síðan komu þessir tveir tapleikir og það er eins og fólk vill hreinsa allt út og byrja uppá nýtt. Mér fannst Liverpool nú bara standa ansi vel í United seinni hálfleikinn miðað við að vera einum færri.

    2-3 góð kaup næsta sumar með sama lið eða byrja uppá nýtt með nýjan stjóra og hreinsa út fólk og kaupa marga inn í staðinn?

    Fleiri eru ekki mín orð, vonandi skemmta menn sér vel yfir boltanum í framtíðinni

  24. @Whelan #5

    Þú segir:

    “Þið eruð bara að blammera út í loftið, oft gegn staðreyndum, presentera ykkar prívat skoðanir sem einhvers konar sannleika, horfið framhjá því sem er í ósamræmi við ykkar veruleika og gleymið því hvar LFC er statt, leikmannalega og fjárhagslega miðað við keppnautana. Auðvitað má gagnrýna Rodgers. En ykkur tókst það bara afskaplega illa. Gengur kannski betur næst.”

    Hvar var Atlético Madrid statt leikmannalega og fjárhagslega miðað við Real Madrid og Barcelona á síðasta tímabili?

  25. Well..tetta snyst mi lika um hvad manni finnst. Statistic er alveg laus vid tilfinningar. Vid attum to sens i sidasta leik i cl. Tad kludradist….a moti Basel spasel sem er at best medalklubbur i evropu boltanum. Brodgers virdist ekki hafa tad sem Benitez hafdi i tessu. Eg vil eiginlega fa Bennza aftur.

  26. Auðvitað er það engin heimsendir að tapa tvemur leikjum í röð á móti United sem eyddi #égveitekkihvaðmikiðfyrir tímabilið og svo kjúllunum hans Wenger sem eru jú allir að koma til.

    Áhyggjuefnið er auðvitað að Rodgers er búin að vera með liðið í hátt í þrjú ár og veit ekki enn hverjir eru “hans menn” og hvernig liðið á að spila (taktík o.s.frv.), leikmannakaupin hafa verið út úr korti (mörg en ekki öll), yfirstjórn klúbbsins hefur staðið sig illa í samningamálum leikmanna og liðið fellur ávallt í prófunum sem sett eru fyrir þau undir stjórn Rodgers. Sbr. á síðasta tímabili þegar við vorum í forystu til að vinna deildina, í meistaradeildinni þetta tímibilið, í öllum bikarkeppnum hingað til og svo núna þegar við vorum á góðri leið að koma okkur í meistaradeildina aftur. Get því miður ekki verið bjartsýnn á þessa FA keppni þetta árið…

    Menn hljóta að benda á þessar staðreyndir þegar rætt er um hvernig lið sem stóð með pálmann höndunum (því miður ekki bikarinn) eftir síðasta tímabil en er svo nánast hvorki fugl né fiskur þetta tímabilið – það er meira en bara einn maður á bak við 11 manna lið – það er ljóst.

  27. Nonni, hvar var Liverpool statt leikmannalega og fjárhagslega miðað við Chelsea, Man Utd og Arsenal á síðasta tímabili? Og við enduðum hvar? Við spiluðum (á þeim tíma) úrslitaleik við olíugúrkurnar í Man City og hvernig fór hann aftur? Point being: Rodgers og hans menn hafa gert alveg helling af góðum hlutum. Úr því sem komið var var það óheppileg tilviljun að LFC vann ekki enska meistaratitilinn í fyrra. Pældu í því. Með smástrákahóp, eina alheimsstjörnu og Gerrard á sólseturstímabilinu. Það var frábær árangur hvernig sem á það er litið.

    Athletico Madrid er annars fínn samanburður því að við erum, for better or worse, í sambærilegri stöðu og þeir, Dortmund, Roma og líklega einhver fleiri lið hér og þar um Evrópu. Þ.e., við tilheyrum næst stærsta flokknum. Eigum ekki séns að keppa við stærstu liðin launalega eða hvað varðar kaup á leikmönnum og þurfum að finna aðrar leiðir til að ná árangri. Þeir reyndar hafa bara tvö stór lið til að keppa við, en við höfum 3-5, eftir því hvernig á það er litið.

    Stefna núverandi eigenda byggir á því að vera með stjóra sem hraðar framförum mjög efnilegra, ungra leikmanna, nær að skapa heimsklassaleikmenn öðru hvoru og á nokkurra ára fresti byggja upp lið sem eiga séns í alvöru titla (PL og CL) en alltaf lókal bikarkeppnir.

    Í fyrra hittum við á góða blöndu sem sprakk út öllum að óvörum og var næstum búið að vinna. Athletico vann spænsku deildina (töpuðu reyndar úrslitaleik CL en líklega ósanngjarnt að gagnrýna þá fyrir karakterleysi þar…). Hvað gerist svo hjá AM? Hreinsað út. Ríku liðin kaupa kjarnann og þeir þurfa að byrja upp á nýtt. Hafa verið seigir í vetur en auðvitað átt við ramman reip að draga. En þeir kannski koma upp aftur eftir 2-3 ár. Ef Simeone verður ekki keyptur frá þeim þ.e.

    Svipað gerðist hjá okkur í fyrra með sölu Suarez og gæti gerst aftur núna ef Sterling verður keyptur út. En ef svo fer þá notum við peninginn til að fjármagna kaup á næstu kynslóð gulldrengja og Rodgers byrjar aftur að þjálfa og þroska ungviðið. Ef við verðum heppin og Rodgers stendur sig gætum við gert atlögu að titlinum eftir 2 ár eða svo og eftir það verða Can, Coutinho og kannski fleiri keyptir frá okkur. Þetta er sá raunveruleiki sem blasir við okkur um þessar mundir.

    Ef mjög vel tekst til yfir lengri tíma verður smám saman hægt að undirbyggja fjárhagslega stöðu klúbbsins og, eftir áratug eða svo, koma okkur á par við Man U. En bara ef MJÖG VEL tekst til.

    Mér finnst öll gagnrýni á Rodgers verða að taka mið af þessum veruleika. Við erum ekki topp klassa klúbbur hvað varðar ríkidæmi. Stefna eigendanna er að ala upp talent. Við verðum ekki í CL sæti nema endrum og sinnum og því mun okkur ganga erfiðlega að laða til okkar fullmótaða toppleikmenn og stjóra.

    Hvort Rodgers er maður til að vinna titla og úrslitaleiki verður tíminn að leiða í ljós. Það er ekki hægt að segja til um það með vissu enn sem komið er. Það er hins vegar alveg hægt að slá því föstu að hann eykur verðgildi efnilegra leikmanna og gerir þá betri. Um það höfum við mörg góð dæmi (Suarez, Sturridge, Coutinho, Henderson, Can, Ibe, Sterling o.fl.).

    Svo er tímabilið auðvitað ekki búið, hvað sem Babú segir. Ef við náum 5. sæti og bikarmeistaratitli á þessu tímabili, telst það þá lélegt eða gott?

  28. Sælir félagar

    Ég er sammála flestu sem Babu segir í pistli sínum en er ekki sáttur við sumt. Til dæmis það að BR sé að læra og læri mikið á þessari leiktíð. Mér finnst uppleggið í tveimur síðustu leikjum og sein viðbrögð hans á hliðarlínunni í þeim ekki benda til að BR læri mjög hratt amk.

    Hitt sem ég tel góðum pistli til verulegs vansa eru niðurlagsorðin hjá Babu sem mér finnst eins og Djonnson #2 vera ansi köld kveðja til okkar sem hafa haldið með þessu liði lengur en Babu hefur lifað. Mér finnst þetta allt að því dónaskapur svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Annað í pistlinum finnst mér ná máli og margt af því vel það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  29. Næsta sumar og tímabil verða stærsti prófsteinninn á FSB og Brendan Rodgers hingað til. Í dag höfum við tiltölulega góða breidd í flestum stöðum en eins og allir vita erum við líklega veikastir fyrir upp á topp auk þess sem varnartengiliðsstaðan er ansi slöpp hjá okkur. Við sjáum á eftir tveim reynsluboltum og burðarásum í liðinu þó annar þeirra hafa varla talist til slíks sl. 2 ár þá skilur GJ eigi að síður skarð eftir sig.

    Ef við sjáum ekki viðunandi styrkingu í byrjunarliðið er ansi hætt við að uppskera næsta tímabils verði rýr. Það er mjög vond staðreynd að enginn þeirra leikmanna sem spila upp á topp hjá okkur séu ekki að ná að skila 10 mörkum í deild. Ég er mikill stuðningsmaður BR og tel að hans störf eigi að vega og meta að fimm tímabilnum liðnum nema að hann skíti alveg verulega mikið upp á bak, í dag er það alls ekki málið.

    Í lok tímabils sjáum við á eftir mönnum eins og Johnson, Gerrard, Lambert, Enrique, Toure, Coates, Balotelli (vonandi), Aspas, Jones og Borini auk hugsanlega einhverra fleiri. Allt leikmenn sem hafa mislítið spilað í vetur og lítill söknuður í flestum þeirra. Sennilega eru þessir herramenn að kosta LFC 5-700þ pund á viku. Eitthvað af þeirri upphæð þarf að verja í að semja við núverandi burðarása liðsins auk þess sem það þarf að fá nýja menn á launaskrá sem kunna að spila fótbolta.

    Þetta vonandi skilar amk 30m punda í kassann og risa gat í launa budgetinu. Myndi vilja sjá klúbbinn leggja til allt að 50m punda í leikmannakaup og verða því allt að 80m punda til að fjárfesta í leikmönnum.

    Myndi vilja sjá megnið af sumarglugganum fara í tvo leikmenn, einn trukk aftast á miðjuna og svo sóknarmann sem skilar okkur að lágmarki 15 mörkum í deild. Ganga hratt og skipulega til verks og klára þessi mál í byrjun sumars.

    Annars verð ég að segja að tek undir flest sem Babu hefur hér fram að færa. Anda inn og anda út er lykilatriði. Það er þekkt staðreynd að verið er að byggja upp nýtt lið frá grunni, við höfum sjaldan eða aldrei haft jafn margar vonarstjörnur og þetta er klárlega eitthvað sem hægt er að byggja á til framtíðar. Næsta og líklega tímabilið þar á eftir sker svo endanlega úr með árangurinn af því ferli sem hófst þegar BR tók við stjórnartaumunum. Ef niðurstaðan er að hann sé kominn á endastöð þá þarf klárlega að skipta um í brúnni.

  30. Frábær pistill. Yfirleitt segja menn heimskulega hluti sem þeir meina ekki eftir tapleiki, og er ég þar engin undantekning. En eftir að hafa sofið þetta úr mér og lesið þennan glæsilega pistil, þá róaðist ég allur í hjartanum. Takk fyrir mig og lengi lifi Liverpool hjartað

  31. Nokkrir punktar.

    Hvaða lélegu byrjun Rodgers er alltaf verið að vísa? Hann er með liðið á sínu þriðja tímabili og liðið var á toppnum um jólin á hans öðru ári. Liðið byrjaði mjög vel og það án Suarez í fyrstu leikjunum. Liðið tók betra run eftir áramót en aftur, liðið var á toppnum um jólin, það er ein besta byrjun Liverpool í mörg ár og ekkert bara hjá Rodgers.

    Fyrsta tímabilið var hann nýbyrjaður að móta nýtt lið og fékk ekki þá leikmenn sem hann vildi kaupa, frekar var lánað dýrasta leikmann félagsins og ekkert tekið inn í staðin. Skoðið aðeins leikjaplanið í þessum fyrstu leikjum Liverpool það ár, ekki gleyma að hann var með liðið í Evrópudeildinni líka. Hann fær klárlega smá break þarna og frekar hrós fyrir góðan endasprett eftir að hann náði að kaupa sóknarleikmenn.

    Hann byrjar aftur illa á þessu tímabili en það er fjandi ósanngjarnt að horfa ekki í aðstæður. Þetta var of vond byrjun en vonandi lærir hann og félagið í heild helling af þessu tímabili. Efa að margir stjórar hefðu snúið gengi liðsins eins vel við og hann hefur gert. Það er grunnur til að byggja á fyrir næsta tímabil.


    Hitt sem ég tel góðum pistli til verulegs vansa eru niðurlagsorðin hjá Babu sem mér finnst eins og Djonnson #2 vera ansi köld kveðja til okkar sem hafa haldið með þessu liði lengur en Babu hefur lifað. Mér finnst þetta allt að því dónaskapur svo ekki sé dýpra í árinni tekið

    Gott og vel þetta er mögulega of harkalega orðað en ég sé ekki hvað þetta hefur nokkurn skapaðan hlut með aldur að gera, þetta er staðan á fótboltanum í dag ekki 1981. Við Djohnson erum nú að miklu leiti sammála annars. En hvaða raunhæfa lausn er betri en sú sem FSG er að vinna eftir núna? Þeir gera auðvitað helling af mistökum (mat hvers og eins) en heilt yfir hvaða eigendur eru að gera betri hluti?

    Sé einhverja tala um A. Madríd, ágætt að benda á að þeirra helstu stjörnur eins og Aguero, Falcao og Costa hafa verið í eigu þriðja aðila sem selur þá svo hæst bjóðanda eftir tímabilið. Þetta er form sem Liverpool má ekki vinna eftir enda munur á reglum hvað þetta varðar á Spáni og Englandi. Þar fyrir utan er þetta ekki spennandi til framtíðar. Markmaðurinn þeirra var svo lánsmaður.


    Varðandi kaup á leikmönnum sem hafa sannað sig og eru tilbúnir stax þá erum við að tala um dýrustu leikmennina í boði ef þeir eiga að vera samboðnir Liverpool. Fyrir þetta tímabil fóru 65m í þessa leikmenn og þeir fara allir í gríðarlega stóran hóp leikmannakaupa Liverpool 25 ára eða eldri sem hafa ekki staðið undir væntingum. Leikmenn sem eru ekki merkilegri en Lallana og Lovren kosta í dag 20m plús. Þetta eiga að vera tilbúnir leikmenn og það er ekki langt síðan Balotelli var álitin eitt heitasta nafnið í boltanum. Ég skil alveg hvað menn eins og Sverrir Björn er að fara en þessi markaður er verulega brenglaður og það hlítur að vera betra value for money utan Englands, þarna eru leikmenn samt hvað dýrastir og áhættan mikil.

    Ég er svo ekki bara að tala um leikmannakaup Liverpool á 25 ára eða eldri á þessum áratug, sú lesning er engu að síður hrikaleg. Skoðið sögu félagsins í heild og þið finnið ekki margar af okkar skærustu stjörnum koma rúmlega 25 ára gamla. Á móti er hellingur af vondum leikmannakaupum.

    Aðal markaðurinn er 21-24 ára og það á ekki að versla aðra leikmenn nema í undantekningartilvikum. Ef ég man rétt voru 22 af 24 leikmannakaupum Bob Paisley undir 24 ára gamlir.

    Já og Mascherano og Torres voru hvorugur 25 ára þegar þeir komu til Liverpool.


    Þakka annars Whelan fyrir að svara fyrir að ég tel ansi stóran hóp stuðningsmanna Liverpool. Ég tek undir allt sem hann segir nema að ég sé þetta Liverpool lið alveg fyrir mér koma óvænt aftur í baráttuna á næstu árum takist vel til og útiloka ekki að þeir finni leiðir til að ná stöðugleika í Meistaradeild takist að komast þangað fljótleg aftur. Eigendur liðsins voru rétt búnir að vinna kraftaverk í fyrra og það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þetta lið er að verða mun þéttara núna.

    Þetta eru jú mennirnir sem brutu 86 ára bölvun Bambino.

  32. Fínn pistill Babú.. en held að hann sé engu minni skrifaður fyrir þig en okkur hina!! 🙂 Flest öll erum við einsog Dr Jekyll vs Dr Hyde í blíðunni og mótlætinu!! Það er sérstök sálfræðistúdía að greina tilfinningalíf hópíþrótta áhangenda.. sérstaklega fótboltaáhugafólks. Sér þjóðflokkur!

    Persónulega hef ég engan áhuga á því að Liverpool verði næsta “City”. Held að félagið sé í góðum höndum. Hef samt efasemdir um Brendan. Hann er engan veginn að höndla Evrópuboltann og þessi byrjun í haust var alveg skelfileg miðað við hópinn sem hann er með í höndunum og það er eiginlega nokkuð víst að ef árangurinn núna eftir áramót væri 30% lélegri en hann er þá væri BR sennilega farinn. Svo hrikalegt var ástandið. Það sem gerðist núna eftir ótrúlegan viðsnúning frá byrjuninni á þessu tímabili að við töpum leikjum á versta tímapunkti (Gerðist einnig í fyrra!!) Fallið er alveg á við góða rennireið niður Hvannadalshnjúk .. Svínafellsmegin! Ef aðeins við hefðum náð einu stigi út úr þessum tveimur kvalræðisleikjum þá væri glasið hálffullt en ekki fullt af ógeðsdrykk. Og það er auðvelt að leggjast í þunglyndi og gleyma sér í bölmóð (sem er alveg séríþrótt og ber að virða sem slíka!! Svona eins og að vera góður í Pollýönnunni!), enda er tap gegn andskotunum ALLTAF tilefni til þunglyndis og myndi þá ekki skipta máli þó Liverpool sæti á toppinum með 20 stiga forskot. (Má láta sig dreyma).

    Stóra spurningin er núna í mínum huga hvort BR sé rétti maðurinn í djobbið. Ég vil svo innilega að hann sé maðurinn en ég er farinn að hafa efasemdir. Ég er farinn að hallast að því að við þurfum eitthvert “nafn” … þjálfara hokinn af reynslu og sem er búinn að sjá “þetta allt saman” og vantar nýja áskorun!! Nefni engin nöfn. Þeir eru nokkrir þarna úti og kannski hefur enginn af þeim nokkurn einasta áhuga á því að ganga inn í hugmyndafræði Liverpool og þá umgjörð sem klúbbinum er búin af FSG. En til að þess að fá slíkan þjálfara þurfa FSG að sjá ljósið í þeim efnum. Ég held bara að eins og staðan er í dag og biðin orðin svona löng hjá Liverpool eftir því að vinna PL að þetta verði alltaf of stór biti fyrir “unga og efnilega” þjálfara. Tala nú ekki um að spila á stóra sviðinu í Meistaradeildinni með alla aðra pressu í ofanálag.

    En alveg sama hvað gerist…. Sólin er alltaf að koma upp í fyrramálið (eða það skulum við í það minnsta vona!) og næsti leikur er alltaf handan við sjóndeildarhringinn. Það er töfrarnir við fótboltann… Það er alltaf næsti leikur… 🙂

    YNWA

  33. Ekki gleyma Jordon Ibe. Hann kom inn í liðið eins og stormsveipur en meiddist síðan. Klárlega gaur sem styrkir liðið verðulega þegar hann er heill heilsu.

    Í sjálfu sér er ég ekki með áhyggjur af því ef Sterling yrði seldur á góðu verði því þá skapast bara pláss fyrir aðra leikmenn inn á vellinum eins og t.d Marcovic eða Jordon Ibe og við fáum meiri pening til að fjárfesta í betri leikmönnum.

    Núna á Liverpool að hætta hugsa um meistaradeildarstæi og einbeita sér að bikarkeppninni og klára deildina með stæl. Ná Fimmta sætinu er verðugt markmið.

  34. Sæl öll,

    Mig langar, vegna þess að sagan á það til að endurtaka sig, að minna á eina sögulega staðreynd. Ekki ómerkilegri pappír en Sir Alex Ferguson tók við man.utd haustið 1986. Tímabilið á eftir komu þeir öllum að óvörum og lentu í 2. sæti. Hvað gerðist svo tímabilið 1988/89 þegar berjast átti um titilinn? Þeir enduðu í 11. sæti, eftirfylgnin var ekki öflugri en það. BR er að gera fína hluti í erfiðu umhverfi. Þó svo að ég telji að Liverpool eigi ekki séns á CL sæti, þá á man.utd eftir að spila við man.city, chelsea og arsenal.

  35. Þetta er virkilega góður pistill hjá Babú.

    Ég vil benda á eftirfarandi staðreynd. Heildartekjur ensku liðana eru efirfarandi:

    ManU 433 m
    ManC 347 m
    Chelsea 324 m
    Arsenal 300 m
    Liverpool 256 m

    Góðu fréttirnar eru að Liverpool skilaði hagnaði í fyrsta skipti í 7 ár og komst í gegnum FFP skoðunina, en ég vek athygli á því að hann var undir sérstakri skoðun!

    Fótboltinn er því miður gjörbreyttur, þegar ég byrjaði að fylgjast með honum voru allra handa lið sem að áttu ,,record buy”. T.d Wolves eitt árið, þessir dagar eru liðnir.

    Það eru 1 til 2 lið sem berjast um titilinn í flestum deildum. Í Skotlandi og Þýskalandi er bara eitt!

    Þetta er leiðinleg þróun og eini möguleiki okkar félags er að fara þá leið sem FSG er að fara, jafnvel þó að þeir reyndu að verða ,,Sugardaddys” þá er það ekki lengur hægt nema með mjög sérstökum æfingum eins og MCity er að reyna en þeir þurftu að greiða yfir 40 milljónir í sekt út af þeim æfingum!

    Það er enginn vafi að Lovren eru mestu vonbrigðin. Baotelli var alltaf ,,caluculated risk” og gekk ekki upp því miður.

    Eftir á að hyggja þá hefði verið betra að byrja með Gerrard á móti MU þó að það afsaki ekki rauða spjaldið. Ég er einlægur aðdáandi SG og fyrirgef honum þetta en hann var ekki að byrja í gær.

    Ég kann konu Sanchez litlar þakkir fyrir að vilja vera í London en þannig er þetta bara. Það er enginn vafi að hann hefði slegið í gegn hjá okkur og við værum í topp fjórum ef hann hefði komið til okkar og ekki hlustað á þessa ágætu eiginkonu sína.

    Can, Markovic og Moreno eru leikmenn framtíðarinnar hjá félaginu, gefið þeim tíma.

    Það sem ég er ósáttur við eru samningamálin. Auðvitað veit maður ekki nákvæmlega hvað er í gangi en mér finnst að það eigi að vera búið að semja við Henderson. Mér finnst eðlilegt að hann hafi 100 þúsund pund á viku. Hann er lykilmaður í liðinu og það er óþægilegt að hafa hann samningslausan.

    Sterling dæmið er aðeins öðruvísi, hann virðist alveg vera út á túni og það eitt að fara í þetta viðtal var fullkomlega út í hött. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi nennt að horfa á það, því ég gerði það ekki en þessi umræða er vond fyrir félagið. Það er enginn vafi að það hefur áhrif á liðið.

    En Babú, takk fyrir að halda haus og benda okkur á staðreyndir þegar við erum virkilega langt niðri 🙂

    YNWA

  36. Ég held að menn verði að gera sér grein fyrir því að Liverpool er langt á eftir United, Chelsea, City og Arsenal.
    Liverpool er ekkert betra en staða liðsins í deildinni segir til um.
    Liðið átti mjög gott tímabil í fyrra, eitt besta tímabil í áratugi þegar kemur að þessari deild en þrátt fyrir það þá dugði það ekki til.
    Maður hefur í gegnum árin séð þetta gerast hjá liðum eins og Blackburn, Leeds, Newcastle ofl.
    Það kemur eitt tímabil þar sem nánast allt gengur upp en svo ná eigendur og stjórinn ekki að byggja ofan á þann árangur og þetta fjarar út.
    Liðið fer aftur á þann stað sem það á heima getulega séð.
    Við sjáum að þetta er öfugt farið hjá United.
    Það var alveg vitað mál að það myndi koma smá dýfa eftir Ferguson, nú er það lið að eflast hægt og bítandi og færist nær toppnum aftur enda eru undirstöðurnar á Old Trafford það sterkar að það er nóg til af öllu og eftir að Van Gaal tók þar við hefur liðið aftur mikið aðdráttarafl.
    það er miklu meirí smáliða bragur á Liverpool og nú eru þeir í bullandi vandræðum með að sannfæra bestu leikmenn sína að framlengja samninga, ofan á það er Gerrard að fara.
    Þetta eru allt saman veikleikamerki og ekki beint hægt að hrósa eigendum liðsins fyrir hvernig ástandið er.
    Það hafa öll lið og allir stjórar sín prinsip, stærri liðin geta leift sér meira en þau minni.
    Það vilja allir vinna titla og það er alveg deginum ljósara að það næst ekki ef lið missa sína bestu leikmenn ár eftir ár.
    Ég myndi miklu frekar velja Man City leiðina og vinna deildina reglulega heldur en að hjakkast í meðalmennskunni ein og Liverpool og vinna aldrei neitt.

  37. Sæl öll.

    Ég er alveg sultuslök þó það gefi á bátinn, ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu þessa leiktíð og 5.-7. sætið finnst mér allt í lagi. Niðurstöður leikja um helgina voru okkur hliðhollar og ef allt gengur vel til loka ætti 5. sætið og Evrópudeildin að vera klár. Ég las það um daginn að það væri búið að bæta vel í það fjármagn sem lið í Evrópudeildinni fá með sinni þáttöku og því er meira um að keppast. Drengirnir okkar eru ansi ungir, að stjóranum meðtöldum og við verðum að gefa þeim smá séns…þeir hafa spilað vel alveg fram að þessum tveimur tapleikjum sem þeir reyndar spiluðu vel en hin liðin spiluðu bara betur.

    Ég er svo sammála þeim sem skrifa um að um leið og gefur á bátinn koma upp raddir um að reka þennan og hinn og ráða aðra sem hafa jafnvel ekki getað neitt. Við eigum að standa við bakið á drengjunum í blíðu og stríðu þetta er bara eins og hjónabandið maður gefst ekki upp þó illa ári og manni líði ekki vel, nei þá fer maður í það að skoða hvað er að og ef maður elskar makann sinn og liðið sitt þá fer maður hvergi.
    Frekar fer maður þó frá makanum heldur en að skipta um lið en það er bara ef makinn er rosalega leiðinlegur 🙂

    Ég er enn full bjartsýni fyrir framtíðinni og ég trúi því að eigendur og stjórinn ásamt leikmönnum ætli sér að vinna að því að vinna titla í framtíðinni.

    Þangað til næst…
    YNWA

  38. Ég er bara því miður ósammála flestu sem kemur fram í pistlinum.

    Rodgers ber ábyrgð á slæmu gengi í vetur. Enginn annar. Hann ber líka ábyrgð á kaupum og sölum á leikmönnum og ég skil ekki umræðuna um að hann hafi verið í erfiðri aðstöðu í byrjun tímabilsins. Hann skóp þá stöðu sjálfur eins og hann hefur reyndar gert áður.

    Svo fer einnig í taugarnar á mér þegar menn segja að eigendurnir séu ekki olíufurstar eða e-ð svoleiðis. Eigendur liðsins eru ógeðslega ríkir þó þeir séu kannski ekki eins ógeðslega ríkir og aðrir. Sugardaddy’s þó þeir séu ekki til í að eyða jafn miklu af auðævum sínum í liðið og aðrir. Þeir eiga félag sem er eitt af topp 10 verðmætustu félögum í heimi en er ekki að keppa á meðal þeirra bestu. Rússneskur, indverskur, bandarískur milljarðamæringur! Hverjum er ekki sama? Settu bara pening í liðið.

    Brendan Rodgers verður dæmdur út frá árangri og titlum. So far er árangurinn slakur og titlarnir engir. Því miður.

    Áfram Liverpool!

  39. Sæll Babu.

    Þér finnst að tryggð við liðið okkar hafi ekkert með aldur að gera. Að hafa haldið með liðinu í fleiri áratugi en þú hefir lifað skiptir engu máli að þínu mati. Ef okkur finnst lífið erfitt á studum getum við bara hundskast burtu og fengið okkur önnur lið til að styðja. Þetta eru að augljósu ansi kaldar kveðjur og það HEFUR með aldur að gera.

    Það hefur með aldur að gera hvað þú hefur stutt lið lengi, augljóslega. Það er munur á að styðja lið í 1 til 2 ár og skipta svo um (gloryhunters) þegar illa gengur eða styðja liðið sitt áratugum saman (í mínu tilviki 50 ár) hvernig sem gengur í gegnum súrt og sætt, alltaf hvernig sem allt veltist og snýst. Þetta hefur með aldur að gera væni minn.

    Hér á árum áður þegar líf klúbbanna bókstaflega lá á herðum stuðningsmanna þá skipti máli að halda tryggð við liðið sitt, hvernig sem gekk, því klúbburinn gekk fyrir innkomu á leiki og nánast engu öðru. Þá hefði engum manni dottið í hug að segja stuðningmanni sem væri ósáttur en samt tryggur, “farðu bara til annars liðs” og éttu skí… Nei kallinn það hefði getað riðið liðum að fullu sú pólitík. Þetta hefur sem sagt með aldur að gera líka en auðvitað ekki engöngu. Kann að vera að við þessir gömlu eigum líka einhverja virðingu skilda þrátt fyrir allt og allt. Þó ekki væri nema það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  40. #41

    Reyndar kolrangt hja þér að rodgers ber ábyrgð á kaupum/sölum hjá liðinu, hann hefur atkvæði en ekki final say.
    annað,
    Eigendurnir eru ríkir Já, en þeir eru langt því frá nálægt hinum “oliufurstunum” ekki einu sinni í top 20.
    Það að eigendurnir séu ríki þýðir ekki að þeir eyða fáranlega háum pening í klúbbana,
    ríkasti maðurinn á top20 listanum á t.d Real Oviedo.. sérð þá ekki vera að eyða miklum peningum í leikmannakaup.

  41. Sigkarl, förum aðeins yfir þetta. Þetta eru lokaorðin hjá mér

    Ef Rodgers hefur ekki unnið sér inn smá traust eftir síðustu þrjá mánuði sem og auðvitað síðasta tímabil er spurning um að halda bara með Olíufélögunum? Fljótlegra en að bíða eftir því að Liverpool verði eitt af þeim.

    Að auki fór ég fram dæmi um betri eigendur en FSG hafa verið hjá Liverpool, er eitthvað annað lið að gera þetta svona mikið betur en Liverpool?

    Sigkarl, ég get ekki betur séð en að þú sért að reyna túlka þetta sem eitthvað skot á eldri kynslóð stuðningsmanna og með sömu rökum væri hægt að gagnrýna þig fyrir að gera lítið út stuðningi þeirra sem yngri eru, hvaða rugl umræða er þetta?

    Ef eitthvað er þá myndi ég frekar túlka þetta sem skot á þá sem yngri eru og vilja skjótan árangur eins og skot, þá sem líklegri eru til að einmitt skipta um lið. Ekki að þetta hafi nokkurn skapaðan hlut með aldur að gera og afhverju þetta hittir þig svona illa fyrir er eitthvað sem þú verður bara að svara fyrir sjálfur.

    Það hefur með aldur að gera hvað þú hefur stutt lið lengi, augljóslega. Það er munur á að styðja lið í 1 til 2 ár og skipta svo um (gloryhunters) þegar illa gengur eða styðja liðið sitt áratugum saman (í mínu tilviki 50 ár) hvernig sem gengur í gegnum súrt og sætt, alltaf hvernig sem allt veltist og snýst. Þetta hefur með aldur að gera væni minn.

    Hvað hefur þetta nokkurn skapaðan hlut með lokaorðin hjá mér að gera, ef eitthvað er var þetta beint skot á gloryhunter hópinn? Það vantar ekki réttlátu reiðina hjá þér og þú talar mikið um mikilvægi þess að stuðningsmenn haldi tryggð við liðið, ég er alveg sammála því. Þú svarar hinsvegar aldrei spurningunni og hreinlega virðist ekki fatta skotið. Liverpool er ekki Olíufélag og þeir sem eru að vonast eftir því liðið verði frekar tekið yfir af slíkum eigendum heldur en FSG ættu kannski frekar að styðja bara eitt af olíufélögunum, það væri fljótlegra. Hvernig þú túlkar þetta sem svo að eldri kynslóð stuðningsmanna megi bara hypja sig næ ég ekki, ertu að bíða eftir Olíufurstunum? Já og ef út í það er farið, ertu með betri lausn rekstrarlega en þá sem FSG er að reyna? Hefur Rodgers ekki unnið sér inn neitt traust í vetur eða á síðasta tímabili?

    Hér á árum áður þegar líf klúbbanna bókstaflega lá á herðum stuðningsmanna þá skipti máli að halda tryggð við liðið sitt, hvernig sem gekk, því klúbburinn gekk fyrir innkomu á leiki og nánast engu öðru. Þá hefði engum manni dottið í hug að segja stuðningmanni sem væri ósáttur en samt tryggur, „farðu bara til annars liðs“ og éttu skí… Nei kallinn það hefði getað riðið liðum að fullu sú pólitík. Þetta hefur sem sagt með aldur að gera líka en auðvitað ekki engöngu. Kann að vera að við þessir gömlu eigum líka einhverja virðingu skilda þrátt fyrir allt og allt. Þó ekki væri nema það.

    Fótboltin er ekkert án stuðningsmanna, bæði þeirra sem eldri eru sem og þeirra yngri. Hefur ekkert með þessa grein að gera. Ef eitthvað er skipta stuðningsmennirnir ekki öllu máli hjá þessum Olíufélögum sem treysta ekki eins mikið á tekjur þeim tengdum.

  42. Þungamiðja þessa máls er ást okkar á félaginu. Hún brýst stundum út sem ofurbjartsýni og stundum út sem ofurgagnrýni. Það eru ekkert óskaplega margir sem eru algjörlega svalir og hlutlausir í hugsun þegar að LFC annars vegar. Fyrir minn sjóhatt finnst mér það bara ágætt að blóðið renni í mönnum þó þessir sleggjudómar yfir okkar fólki séu pirrandi.

    Babu hefur að sjálfsögðu algjörlega rétt fyrir sér eins og svo oft áður.

    Fótbolti sem viðskipti hefur breyst mikið á tiltölulega stuttum tíma. Fótboltinn endurspeglar veröldina eins og hún hefur, því miður að mínum dómi, þróast á seinni árum. Misskipting auðs og pólarísering á flestum sviðum. Sjálfur er ég svarinn andstæðingur þeirrar skefjalausrar auðhyggju og græðgi sem við finnum merki um alls staðar. Þetta mun allt á endanum fara til fjandans.

    Nóg af tuði um heimsósómann.

    En ég mun alltaf velja heiðarlega eigendur eins og FSG framyfir glæpamenn og annað forríkt hyski í leit að einhverri afþreyingu til að fylla upp í einskisnýta tilveru sína.

    Minn kæri Brendan þarf samt í sumar að taka stórt stökk upp lærdómskúrfuna eins og ég sé þetta.

  43. Þessi setning er svo rétt “Pælingin með þessum pistli hjá mér er að reyna fá fleiri til að afmarka pirring vegna tapleikja” ekki nóg me? a? ma?ur er a? lesa um endalok félagsins í öllum mi?lum eftir tapleiki þá vir?ist stórhluti stu?ningsmanna vera á sama máli og allt vir?ist þetta skila sèr til leikmanna sem vilja fara anna? til a? vinna titla.

    Ég er ststu?ningsma?ur Rodgers út í eitt hann vir?ist ná miklu ùtùr mönnum “flestum” og spilar skemmtilegan bolta og hva? var?ar FSG þá eru þeir klárlega a? taka skréf í rétta átt nægir þar a? nefna völlinn og stækkun hans sem vir?ist vera bresta á eftir àratugs vændræ?agang me? hann.

    Þa? sem ég hræ?ist er þa? sem vi? erum a? keppa vi? og hvernig sú keppni virkar þa? eru li? þarna sem geta keypt bestu leikmennina og þa? sem meira er a? þeir geta leikandi teki? þá frá keppinatum sínum me? gullbo?um hva? var?ar peninga og vir?ist spilatími engu skipta máli fyrir þessa menn.

    Þa? sem ég hræ?ist er hva? ætla menn a? gera ef sumari? byrjar svona

    Gerrard sem er besti leikma?ur félagsins í næstun tvo áratugi hann er herra liverpool og hann er à förum og þegar þa? gerist mun hann fljótlega koma me? sprengju! Eitthva? sem hann hefur gefi? í skin nýlega en ekki vilja? koma me? á þessum tímapùnkti.

    Sterling gæti líka veri? á förum þetta er leikma?ur sem herra Rodgers kalla?i efnilegasta leikmann evrópu og menn kalla hann öllum íllum nöfnum nùna þa? breytir hinsvegar engu um a? innst inni vita allir hva? hann getur nùna og þa? á þessum árum hvernig ver?ur gæinn um í kringum 27ára? Og hva? ver?ur arftaki hans hjá liverpool hann ibe líka farinn??? Og liverpool enþá a? reyna finna unga hetju? Fastir í sama skaflinum? Á einhver salt og skóflu Hjá þessu félagi?

    Henderson! Þa? er 2015 og hann er samningslaus 2016 er hann a? fara lei?ina sem Gerrard var hálfna?ur um ári?? Til cfc. Mun þa? skila hendo meiri pening og eitthverju sem gerrard fékk aldrei? Titlinum stóra????

    Þegar og “EF” þetta gerist í sumar hva? ætla menn a? gera???? Hverjir slá í gegn 2015/16 og afhverju ættu þeir ekki a? fara framm á meira? ver?a þeir betri li?smenn en sterling,hendo,torres,suarez? Jù þeir taka pottþett allir Gerrard á þetta og velja liverpool því vi? elskum félagi?.

    Liverpool lifir í ákve?num veruleika og þeir ver?a a? fara taka þátt í honum.

    Í lokin þa? var ekki spennandi a? fara sofa þegar gerrard var farinn til chelsea og allir bùnir a? drulla yfir hann en miki? djöful var gaman a? vakna og sjá hetjuna halda áfram hjà liverpool!

    Janúar þegar Torres fór! Ùff miki? hef?i veri? gaman a? sjá hann og suarez saman ef og hef?i bara ef klùbburinn gæti samfært menn a? li?i? ætlar a? keppa af alvöru!

    Sí?asta sumar ma?urinn sem ger?i mann svo stoltan suarez! Bíddu hann kom fyrir torres og um lei? og hann slær í gegn þá bæbæ bless nei ekki strax hann gaf li?inu eitt tímabil til vi?bótar.

    Og næsta sumar? Gerrard hendo og sterling? Okkur tókst svo vel a? halda okkur vi? efni? þegar suarez fór en??? Vi? fengum fullt af framtí?ar stjörnum 🙂 vei!!! Afhverju fór ég a? hugsa um houllier og demanta söfnunia miklu?

    ég er ekki a? segja a? þeir séu allir farnir! En sagan segir mér a? þa? sé alveg stór möguleiki á því.

    En á ég samt ekki a? gefa FSG séns eins og ö?rum eigendum? Skiptir litlu svosem enda er ég ekkert gò?ur vanur hva? var?ar titla söfnum og er enþá a? horfa á video af youtube frá árinu 2005

  44. Ég hjartanlega sammála Babu í einu og öllu í þessari grein, ef við rekum BR þá mun hann fá sarf fljótlega hjá risa peningaklúppi og það er alveg klárt mál. Og ég er alveg með það á tæru að liðið verður mjög sterkt á næsta tímabili því það vantar bara örlítið uppá.

  45. Daglish kaupir Henderson í júní 2011 á 16-20m. Gerir langtíma samning. Stór hluti stuðningsmanna Liverpool þolir Henderson ekki eftir hans fyrsta tímabil. Rodgers tekur við Liverpool og tilkynnir Henderson í ágúst 2012 að honum sé frjálst að fara til Fulham fyrir kilnk. Henderson neitar og heldur áfram að leggja sig allan fram. Hann verður að varafyrirliða og stuðningsmenn Liverpool tala um hann sem einn mikilvægasta leikmann liðsins. Í april 2015 er eitt ár eftir af samning Henderson. Fyrirliðabandið býður hans. Eitt ár eftir, liðið í 5.sæti, engin meistaradeild. Hvað gerir Henderson?

  46. Skiptir nokkru máli hva? hann gerir? 🙂
    Will houges kemur fyrir hann.
    þetta er lei?in sem lfc vir?ist stefna í og lei?inlegt a? menn loki augunum fyrir því

  47. Og ekki má gleymast a? lfc sparar helling í launakosta?i vi? þessi skipti 🙂

  48. Nei jordan hendurson er ekki að fara neitt enda er liverpool ekki eins og Fram

  49. #48: Henderson skrifar undir samning, því hann er með hjarta fyrir klúbbnum, sérð það á öllu sem hann gerir.

    #21 Nonni: Ekki skrifa Manjúre, þú ert þér og öðrum liverpool stuðningsmönnum til skammar að skrifa þetta.

    Annars er þessi pistill fínn, þessir tveir leikir voru leiðinlegt slap in the face eftir gott gengi en maður sá alveg að þetta væri að fara gerast fyrirfram miðað við leikina á undan, vorum alls ekki sannfærandi gegn Blackburn né Swansea.

    Innkaupastefna FSG er alveg flott, en það sem er bara að skilja okkur að hinum liðunum í dag erum við ekki með neinar alvöru kanónur.

    Sturridge er 30% af því sem hann var í fyrra og er ekki að draga neina lest, Coutinho hefur verið frábær á köflum en hverfur alltof oft. Henderson, eins mikið og ég elska hann er engin súperstjarna, hann vinnur ekki leiki á sitt einsdæmi. Sterling er líka búinn að vera algjört jójó og hefur ekki verið neitt sérstakur uppá síðkastið.

    Svo ef maður horfir á hópana á liðunum sem eru fyrir ofan okkur, þá sést alveg gæðamunur, þar eru menn sem geta bara reddað leikjum.

    Það er aldrei að fara gerast, en ég myndi vilja sjá 150-200m eytt næsta sumar í 3-5 monster leikmenn. Þá erum við komnir á par við liðin fyrir ofan okkur.

  50. Eg var að leasa kommentin á Liverpool Echo og þar hafa menn nú ekki alveg sömu trúnna á Rodgers og FSG og Babú og flestir sem skrifa hér.
    Þar virðist það frekar vera reglan en undantekningin að Rodgeras sé nokkrum númerum of lítill fyrir jobbið og FSG séu meðvitað að mjólka Liverpool beljuna á meðan það er hægt fyrir helst ekki neinn pening.
    Ég tek samt eftir því í viðtölum að Rodgers virðist ekki eins öruggur með sig núna eftir þessi tvö hræðilegu töp og uppistandið hans við Sterling sem virðist ætla að enda með því að sá síðast nefndi fari fyrr en seinna og hann var ekki sannfæramdi um þenann fund með leikmönnum eftir Arsenalleikinn.
    Mér sýnist alla vega allt vera opið með það hvort hann haldi starfinu í sumar og ég er nokkuð viss um að hann nagi sig i handabökin útaf að hafa ekki gert betur i evropudeildinni sem hefði komið liðinu aftur i meistaradeildina sem sigur i bikarnum gerir ekki.Sá bikar gæti þó hugsanlega bjargað honum í eitt ár í viðbót.

  51. Alltaf gaman að lesa pælingar þínar Babú. Tapið gegn utd var að mér finnst allt öðruvísi, þar tapaði BR í taktíkskri baráttu við LVG, en leikmenn voru að leggja sig alla fram og hálfann leikinn 10 á móti 11. Í leiknum við arsenal þá voru leikmenn alls ekki eins mótiveraðir og eftir að við lendum undir þá gefast menn bara upp og liðið var eins og höfuðlaus her, engin leiðtogi í liðinu og engin karakter. Svo núna er maður að lesa það að BR hafi hraunað yfir Toure eftir leik og að tveir eldri leikmenn Liverpool hafi látið BR heyra það eftir þá þrumu. Ekki finnst mér nú neitt krýsu ástand hjá okkur en BR hefur eflaust verið misboðið þessi frammistaða leikmanna gegn arsenal, ekki er ég hissa !

  52. Jan martin þa? er alveg hàrètt hjá þèr liverpool er ekki eins og fram. En miki? var samt gaman àri? 1990 og gaman a? sjá a? menn sèu svona vel upplýstir hèrna og hreinlega geta? sé? a? liverpool sé ekki eins og fram ég tek ofan fyrir þèr!!! 🙂

  53. ætli BR sé byrjaður að láta menn heyra það ???, menn sem drulla á sig og þola ekki að þeir séu gagnrýndir. Ef þú ert lélegur, þá á bekkinn…….

  54. Sælir félagar, margt hér að ofan sem er rétt og satt, sumt þó ekki.

    Ég er einna gramastur yfir því hversu illa liðið tapaði síðustu tveim leikjum. Ef við ætlum liðinu að komast á þennan stall, að vera rútínerað CL lið, þá verða svona leikir að vinnast eða a.m.k. stjórinn og leikmenn vera tilbúnir í slaginn og “spila” fyrir liðið.

    Bæði leikmenn og stjóri þurfa að spurja sig þeirrar spurningar, viljum við vinna að þessu markmiði saman (að vera CL lið) og höfum við sjálfir trú á því að þetta takist. Ef svarið er já þá er ýmislegt hægt (s.b.r. leiktíðin í fyrra)

    En eins og þeir spiluðu síðustu tvo leiki erum við að horfa á síendurtekin fimmtudagsbolta í fjarkanistan við hvaðíandskotanumheitirðu united lið, ef við náum þá því.

    Kannski eru menn farnir að efast, Gerrard að fara, Hendó og Sterling ætla ekki að skrifa undir fyrr en sumar, vilja mögulega sjá hvernig þetta endar í vetur og hvað FSG gerir áður en þeir kommita á framtíðina, þ.e.a.s. hvernig á að styrkja liðið. Hverjir vilja svo koma í ekki CL lið?!?. Kannski Hendó og Sterling barasta betri díl annarsstaðar og eiga það kannski skilið.

    Bottom línan er, svona leikir (Arsenal og Man U) þurfa ekki endilega allir að vinnast, þeir þurfa hinsvegar að vera þannig að maður kannist við liðið sitt og það sé metnaður fyrir úrslitum. Það sé metnaður fyrir liðinu hjá eigendum og þeir hafi trú á langtímaverkefninu. Í dag er þetta ekki staðan að mínu viti, það er ekki ró á Anfield, sem þarf að vera, svo maður hafi trú á verkefninu.

    Brendan og FSG eiga næsta leik.

Arsenal – Liverpool 4-1

Blackburn á miðvikudag