Eins og þruma úr heiðskýru lofti birtust fregnir af því síðastliðið sumar að Liverpool væri nálægt því að ná samkomulagi við Benfica um kaup á serbneska sóknartengiliðnum Lazar Markovic.
Nafn hans heyrði maður fyrst þegar hann var að koma upp á sjónarsviðið hjá Partizan Belgrad í heimalandinu. Ekki hafði maður séð hann spila en einhverjar klippur og orðspor hans virtist dreifast vítt og hratt. Chelsea voru mikið orðaðir við hann á þessum tíma áður en hann gekk til liðs við Benfica í Portúgal. Eignarhald á samningi hans var nokkuð flókið en Benfica átti einhvern hlut og umboðsskrifstofa átti einhvern, svo var talið að Chelsea átti annað hvort forkaupsrétt á honum eða einhverja prósentu í honum.
Allt virtist benda til að Markovic, ef úr honum myndi rætast, færi til Chelsea vegna þessara tengsla, hvernig svo sem þau voru, á milli hans og þeirra. Fannst mér því koma þá nokkuð á óvart að sjá Liverpool takast að landa honum og átti ég alveg eins von á því að Chelsea kæmu inn á síðustu stundu og hrepptu hnossið en svo varð ekki.
Á síðustu leiktíð heyrðust orðrómar um að útsendarar Liverpool væru tíðir gestir á leikjum með Benfica og því fór maður aðeins að horfa til þeirra þegar þeir spiluðu í Evrópudeildinni og kynnti sér einstaka leikmenn þeirra sem maður taldi líklegt að Liverpool hefði áhuga á. Ég átti ekki endilega von á því að hann væri sá leikmaður sem Liverpool væri hvað mest að fylgjast með en maður tók nú eftir honum.
Hráir eiginleikar hans, hraði og boltarækni vakti athygli manns en það var alveg ljóst að þarna var að ræða efnilegan leikmann en hann var enn óskrifað blað. Ákvörðunartaka hans var greinilega ábótavant og hann átti það til að taka ranga ákvörðun eða hlaupa sig út í blindgötur. Þegar hlutirnir gengu upp hjá honum þá leit hann heldur betur vel út. Ef hann fékk flugbrautina upp völlinn eltu varnarmenn aðeins skuggan hans því hann býr yfir svo miklum hraða og er rosalega góður með boltann þegar hann fer á fullt – það er ekki alltaf sjálfgefið. Boltinn oft límist við fætur hans og hann getur tekið gabbhreyfingar sínar á mikilli ferð.
Markovic kemur til Liverpool með miklar vonir og væntingar ásamt þeirri pressu að hafa kostað félagið 20 milljónir eða þar um bil. Hann lendir í meiðslum á undirbúningstímabilinu og kemur tiltölulega seint í gang, ásamt því að tala ekki ensku þá átti hann erfitt uppdráttar í fyrstu.
Hann byrjaði feril sinn hjá Liverpool á vængnum í 4-3-3 en einhvern veginn, líkt og aðrir liðsfélagar hans, kom ekki fótunum undir sig í þeirri útfærslu og voru komin spurningarmerki í kringum hann og ástæðu þess af hverju Liverpool ákvað að eyða þessum peningi í hann.
Þegar Brendan Rodgers ákvað að breyta yfir í 3-4-3 leikkerfið sem liðið hefur verið að spila undanfarið þá fékk hann endurnýjun lífdaga í hægri vængbakverðinum. Þá stöðu hafði hann ekki mikla reynslu af og kom þetta kannski svolítið á óvart því slík staða krefst varnarvinnu og góðs leikskilnings, eitthvað sem menn voru kannski ekki alveg vissir með í fyrstu. Viti menn, þessi staða reyndist honum afar vel. Nokkuð óvænt varnarvinna og dugnaður gerði hann að nokkuð áhugaverðum kosti í þessu hlutverki. Þarna gat það nýst og hann fékk sömuleiðis tækifærin á að opna flugbrautirnar með völlinn fyrir framan sig ólíkt því sem bauðst honum sem einn þriggja fremstu manna þar sem hann þurfti að snúa með boltann.
Markovic virtist hafa eignað sér þessa stöðu nokkurn veginn þar til Jordon Ibe kom aftur úr lánsdvöl sinni hjá Derby og veitti honum verðuga samkeppni um þá stöðu. Hann hefur líka fengið tækifæri í holunni fyrir aftan framherjann sem er nokkuð nær hans “upprunalegu” stöðu og verið ágætur í þeirri stöðu en ólíkt Lallana, Sterling og Coutinho er hann ekki eins góður í að snúa við á punktinum með boltann og búa til plássið líkt og þeir gera heldur þarf hann að fara lengri leið í að búa plássið til eða hreinlega láta búa það til fyrir sig.
Þak Markovic í leiknum er mjög hátt og hann getur orðið heljarinnar leikmaður ná hann að uppfylla allan þann potential sem hann býr yfir. Ég held að Liverpool hafi nokkurn veginn ákveðið að reyna að tryggja sér þjónustu Markovic til að freista þess að Rodgers sé með ákveðna hugmynd um það hvernig best er að hjálpa honum að ná þeim hæðum sem hann getur. Hann er afar hrár og kannski afar erfitt að sjá hvert lokahlutverk hans gæti komið til með að vera. Verður hann vængbakvörður, tía, kantmaður eða kannski miðjumaður?
Svipað var held ég gert með Emre Can líka ef út í það er farið. Frábærir knattspyrnueiginleikar, mikill leikskilningur og líkamlegir eiginleikar hans gera því nokkurn veginn kleift að móta hann í nær hvað sem er. Að upplagi er hann miðjumaður en hann hefur reynslu af því að spila nokkur hlutverk á miðsvæðinu, í miðverðinum og í vinstri bakverðinum, hann er því kannski keyptur meira með það í huga að hann er ómótaður leir sem hægt er að byggja eitthvað flott úr heldur en að hann sé ákveðinn í einhverja fasta stöðu.
Maður vonar að Markovic finni sitt hlutverk og sína rullu í liðinu og muni koma til með að finna stöðu sem verður hans eigin og hann geti farið að gera meira en að bara “skila dagsverki” af sér.
Ibe sýndi meiri áræðni á fyrsta korterinu eftir lánsdvölina en Markovic hefur sýnt á öllu tímabilinu til samans, þar sem finnst mér nú helsta vandamál hans liggja, ég giska á að það tengist nú að einhverju leyti litlu sjálfstrausti. Ég ætla þó að leyfa honum að njóta vafans þetta tímabilið.
Fínar pælingar, Markovic hefur ekki sýnt hæfileika sína sem skyldi. Ég hef samt verið á þeirri skoðun að við ættum að leyfa honum að spila frammi í Suarez stöðunni. Hann virkar mjög stressaður og tekur oft alltof þungar snertingar. Hann er engu að síður snöggur og hörkuduglegur, en hann má bæta tæknina. Ég hef einnig fylgst svolítið með Serbíu og hann er engu skárri með landsliðinu. Annars vona ég að Rodgers spili honum miðlægra eða framarsvo hann nái að þróa hæfileikana. Þetta er svipað men Can, svo hann náði að þroskast sem leikmaður að þá verður hann að spila sína réttu stöðu.
[img]http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/59/Soccer.Field_Transparant.png/175px-Soccer.Field_Transparant.png[/img]
Þetta er Arsenal liðið 2004…sæmilegt lið..skítaklúbbur..en nóg um það.
Mér finnst við vera með mannskapinn í þetta kerfi. Á vængjunum þarna eru Ljungberg og Pires, ekki fljótustu leikmenn í heimi en helvíti góðir. Við erum með Markovic, Lallana, Coutinho og fleiri til að vera á vængjunum sem playmakerar og erum svo með Sturridge og Sterling frammi og það ætti að vera forgangur númer 1,2 og 3 að kaupa annan hágæða framherja.
My 2 cents allavega….
já sæll Arsenal liðið gufaði upp bara
Markovic þarf tíma.
Hann hefur hæfileikana og á eftir 12 til 15 ár í boltanum.
Hann er ekki ósvipaður og Henderson var. Henderson var stressaður en augljóslega með mikla hæfileika.
Markovic og Can munu eru framtíðarleikmenn sýnum smá þolinmæði 🙂
YNWA
Hvað er að frétta af Lallana? Dauðlangar að sjá Hendo – Lucas/Allen á miðjuni. Sterling – Lallana – Markovic fyrir framan og Sturridge fremstann og FJÖGURRA manna varnarlínu.
Það þarf ekki að finna eina bestu stöðu fyrir Markovitch, Ibe að Can. Það er frábært að vera með leikmenn sem geta spilað margar stöður og eru svoleiðis leikmenn gulls í gildi.
Ég tel að Can vill vera miðjumaður og Markovitch/Ibe framalega á vellinum. Ég tel líka að þar munu þessir leikmenn spila flesta sína leiki í liverpool treyjuni en fótboltinn er einfaldlega að þróast mikið frá því sem áður var.
Í den voru leikmenn nánast heftaðir eða límdir í ákveðnar stöður og ekki nóg með það þá tilheyrðu ákveðin númer ákveðnum stöðum t.d 4 var einfaldlega miðvörður , 9 markaskorarinn og 10 leikmaður sem var skapandi og var það ekki bara í liverpool heldur nánast öllum liðum.
Í dag er verið að færa leikmenn á milli einfaldlega að þeir eru með mikla eiginleika og betri þjálfun til þess að spila missmunandi stöður.
Mér finnst leikmenn eins og Couthinho, Sterling, Can, Ibe, Markovit, Henderson og Lallana leikmenn sem geta spilað margar stöður og þótt að þeir eru líklega bestir í ákveðni stöðu(t.d Henderson á miðsvæðinu) þá er gott fyrir þjálfara að vita af þeira fjölhæfum eiginleikum.
Í sambandi við Markovitc þá finnst mér hann ótrúlega mikið efni. Maður gleymir því oft að hann er aðeins 20 ára og hefur verið að spila mikið í vetur og það í stórleikjum. Þetta er strákur sem á bara eftir að verða betri og tel ég að hann eigi eftir að verða stórstjarna hjá okkur.
Jordan Ibe er miklu betri. Skil vel ad Chelski hafi misst àhuga à kauda, hefur enn ekkert gert sem gerir mig spenntan. Mà selja í sumar.
# 3 .. Ekkert skrítið að þeir hafi gufað upp … þetta var fyrir 11 árum
Nr 8. Jà seljum hann bara, hann getur ekkert, er orðinn hundgamall og kostaði samansem ekkert.
Hvað er að frètta?
Ég var mjög spenntur að sjá til hans m.v. það sem maður hafði lesið um hann en skal viðurkenna það að ég hafði ekki séð til hans í leikjum áður en hann kom til LFC. Á undirbúningstímabilinu sá ég hann spila einn hálfleik áður en hann meiddist og það var mjög spennandi en hann var öskufljótur og djöflaðist stöðugt í andstæðingnum.
Eftir að hann kom í deildina þá fannst mér hann ekki vera jafn sterkur og ég hafði búist við honum m.v. það litla sem ég sá á undirbúningstímabilinu. Hann hefur vissulega sýnt hæfileika en því miður verið alltof mikill farþegi að mínu mati. Ibe fannst mér t.d. sýna mun meira þegar hann kom inn.
Ég myndi hinsvegar aldrei dæma hann af þessu fyrsta tímabili eingöngu. Þetta er kornungur strákur að færast milli mjög ólíkra menningarheima og ég held að sumarið muni nýtast honum afar vel til þess að aðlagast betur og næsti vetur mun gefa mun betri mynd af því hvaða væntingar við getum gert til þessa drengs.
Sælir félagar
Ég hefi trú á Lazar Markovic og tel að hann eigi eftir að reynast okkur drjúgur liðsmaður. Þetta er auðvitað bara strákur og á eftir að bæta sig mikið því hann hefur hæfileikana til þess. Hann hefur mikinn hraða og áræðnin kemur með aukinni reynslu sem og bætt ákvarðanataka. Hraðinn og gott vald á boltanum í hröðum hlaupum á eftir að valda andstæðingum okkar vandræðum. Sjáið bara til.
Það er nú þannig.
YNWA
C’mon þið neikvæðu……. Marco er bara tvitugur og mér líst vel á hann. BR á eftir gera hann að stjörnuleikmanni.
Mér leist ekkert á Henderson fyrsta árið eða tvö, hvar er hann í dag??
Marco er flottur, hefur allt sem þarf til að verða súper leikmaður.
Slökum aðeina á í að rífa niður tvítugan strák, byggja upp og njóta svo ávaxtanna skömmu síðar.
Hlakka mikið til að fá Markovic meira í sína stöðu og vonandi fáum við að sjá það á næsta ári. Hann þarf spilatíma og traust og hefur verið að fá það frá Rodgers þó það sé ekki í stöðu sem henti honum. Aðalatriði er að hann fái að spila, galið að dæma svona leikmann (20 ára) eftir eitt tímabil.
Áhugavert að skoða núna það sem Helgi Valur og Gunnleifur sögðu um hann fyrir tímabil, þeir vita líklega mest um deildina í Portúgal hér á landi.
https://twitter.com/BabuEMK/status/486252951510712321
Rakst á þessa grein um ungan varnarmann sem við eigum og margir hafa kannski afskrifað. Tiago Ilori . Greinin gerir mann bjartsýnan fyrir hans og okkar hönd.
http://anfieldindex.com/13716/tiago-ilori-progressing-nicely-loan-bordeaux.html?
#7
Markovitch, Markovit, Markovitc
ertu ákveðinn hvað maðurinn heitir :/
Mèr fannst lazor koma mjög sterkur inn í sínum fyrsta leik gegn city.
Ég tel hann alveg hafa þa? sem til þarf og muni sýna þa?.
Aftur á móti vantar liverpool framherja og ef menn læra ekki af þessu tìmabili og ekkert gerist þar á vellinum þá ver?ur áfram vandræ?agangur þarna fremmst á vellinum.
sigur a mrg og 4 stig i fjórða er það raunhæft ? 🙂
Ef við förum aftur á sigurbraut og City menn halda áfram að drulla uppá bak, þá er allt hægt 😀