Því lengra sem líður á þráláta Benteke orðróma og því meira sem maður kynnir sér hann því meira kaupi ég hann sem næstu viðbót við Liverpool liðið. Satt að segja er mér skít sama hvort hann kosti einn Aspas til eða frá ef hann er nógu góður en aðalatriði er að Liverpool landi sínu helsta skotmarki.
Benteke er gríðarlega öflugur leikmaður eins og allir vita og með mjög góða tölfræði í algjörlega steingeldu Aston Villa liði sóknarlega, hann skoraði 19 mörk í deild á sínu fyrsta tímabili, 10 mörk árið eftir í 26 leikjum og 13 mörk á síðasta tímabili, en hann fór á mikið run er hann hafði náð sér af meiðslum, hann spilaði bara 28 leiki enda meiddur um sumarið eins og flestir vita. Hann hefur samt verið að spila rúmlega 70% leikja Aston Villa undanfarin ár sem er ekkert verra en flestir leikmanna Liverpool. Hann er alls ekki nein meiðslahrúga þó hann hafi vissulega meiðst á ferlinum, öfugt við það sem ég hélt fyrirfram.
Benteke er í mjög góðu landsliði, hefur staðið sig mjög vel ungur í Úrvalsdeildinni (ekki síst gegn Liverpool) og er á frábærum aldri. Hann er hjá liði sem er töluvert lægra skrifað en Liverpool og ganga kaup á honum því upp að fjölmörgu leiti.
Þetta helgast líka svolítið af því sem er í boði annað sem og því hvað Liverpool hefur verið að gera á markaðnum í sumar. Byrjum á því að skoða hvað Liverpool hefur verið að gera.
Það er búið að ráða inn tvo þjálfara sem trúa 100% á það að pressa andstæðinginn um leið og Liverpool er ekki með boltann. Ofan á það er að mínu mati bara búið að kaupa inn útileikmenn sem henta betur hvað þetta varðar en það sem fer í staðin.
Danny Ings er miklu orkumeiri en Borini og pressar allann leikinn, hann var í toppformi hjá Sean Dyce og ætti að stórbæta þessa stöðu. Borini kom þó vissulega með svipað orðspor á sínum tíma, það þarf ekkert að þýða að Ings standi ekki undir því.
Origi getur ekki verið hægari en Lambert, þar fáum við 20 ára ferskan leikmann fyrir 47 ára Ferguson traktor. Ings og Origi ættu að falla mun betur að leikstíl Liverpool en Borini og Lambert. Ings og Origi ættu líka að vera miklu betra cover fyrir fremstu tvo heldur en var bæði á síðasta tímabil sem og því þarsíðasta er Aspas var það eina sem var til vara. Ég satt að segja man ekki eftir fjórum góðum sóknarmönnum hjá Liverpool í nokkuð langan tíma.
Milner kemur á miðjuna fyrir Gerrard og þar er rosalegur munur á yfirferð og vinnslu í lykilstöðu, vonandi kemur Can líka með slíkt á miðjuna. Þetta ætti að hjálpa mikið upp á pressu liðsins í heild og færir liðið vonandi miklu framar á völlinn.
Firmino er svo rosalega duglegur ofan á gæðin sóknarlega sem er líklega helsta ástæðan fyrir því að hann er keyptur inn. Virkar á mann sem leikmaður í anda Suarez og Sanchez þó hann spila vissulega aðeins annað hlutverk, hann er a.m.k. það næsta sem Liverpool hefur komist hingað til í kaupum á slíkum manni síðan þeir keyptu Suarez.
Nathaniel Clyne er svo 6-7 árum og 40 meiðslum yngri og ferskari en Glen Johnson. Passi hann vel inn í liðið gætum við verið að sjá rosalega bætingu á einum veikasta hlekk liðsins á síðasta tímabili.
M.ö.o. allir þeir sem koma inn í liðið í staðin fyrir það sem fer út koma miklu ferskari inn og eru nánast allir þekktir fyrir mikla vinnusemi og hafa sjaldan meiðst á ferlinum hingað til.
Menn dæma Benteke sem næsta Heskey út frá dvöl sinni hjá Villa en ég held að það sé miklu meira í leik Benteke varið en það að vera stór larfur sem getur bara flikkað áfram háum boltum. Eins er ekkert eina leiðin til að fá hann til að skora mörk að senda á hann fyrirgjafir, það er Tim Sherwood þröngsýni. Þó það hentaði Villa er ekki þar með sagt að hann geti ekki bætt sig og þróast áfram hjá Liverpool. Já og á móti, þá er það bara fínt ef hann getur haldið bolta upp á toppi og hamrað inn fyrirgjafir, liðinu vantar þannig mann inn í hópinn.
Hann gefur Liverpool klárlega eitthvað nýtt upp á topp og ég held að hann yrði risa bæting á bæði Balotelli og Lambert sem væntalega áttu að skila sama hlutverk í fyrra. Vanarmenn Liverpool gátu a.m.k. alls ekki stöðvað Benteke. Hann er líka pjúra striker á meðan hinir þrír sóknarmennirnir eru allir nothæfir á fleiri stöðum. United náði helling út úr Fellaini á síðasta tímabili og hann er ekki í sömu deild sóknarlega og Benteke. Með Firmino held ég að pressan minnki aðeins á að kaupa Sturridge copy-cat leikmann og líklega skynsamlegra að kaupa eitthvað allt annað.
Ekki misskilja ég hef alveg sömu áhyggjur og allir aðrir um að hann henti ekki leikstíl Liverpool en á móti held ég að Benteke sé mun betri en t.d. Heskey, Crouch, Carroll, Lambert og Balotelli. Að því sögðu þá vann Heskey til margra verðlauna sem lykilmaður Liverpool (þoldi hann samt ekki), Crouch átti ágætan feril hjá Liverpool en viðbrögðin við kaupum á honum voru svipuð og nú við þessa Benteke orðróma. Carroll heill heilsu myndi ég alveg vilja sem þennan ólíka kost upp á topp og Balotelli hefur alveg hæfileikana, bara alls ekki hausinn. Fyrirfram held ég að Benteke sé öflugri en þeir allir og henti leik Liverpool undir stjórn Rodgers mun betur. Mikilvægast er þó að þetta er sá sóknarmaður sem Rodgers hefur sett miðið á og hann hefur væntanlega betri hugmynd hvernig hann ætli að nota hann þó við sjáum það ekki fyrir okkur núna.
Af hverju Benteke? Við sáum það síðasta sumar að það er ekkert auðvelt að kaupa inn sóknarmann, það er mjög erfitt að kaupa inn örugg mörk í liðið. Það er auðvitað ekki okkar að vita hvaða sóknarmaður henti best fyrir Liverpool og ég hef áður lýst yfir efasemdum að þessir menn séu alltaf, ótrúlegt en satt nú þegar í Úrvalsdeildinni á Englandi. Benteke fer svosem undir þann hatt og það er stærri markaður en bara úrvalseildin. En af þessum helstu kostum sem hafa verið orðaðir við Liverpool er ég ekkert viss um að Benteke sé neitt verri. Tökum nokkur dæmi.
Nöfn eins og Benzema finnst mér t.a.m. ekki raunhæf af nokkrum ástæðum. Hann er að verða 28 ára, rándýr og lykilmaður í Real Madríd. Ef svo ólíklega vill til að hann yfirgefi Real er það varla til liðs utan Meistaradeildarinnar og aldrei á launum sem FSG vilja greiða.
Annar er landi hans hjá Lyon og mun raunhæfari kostur, Alexandre Lacazette. Þar er 24 ára strákur sem skoraði 27 deildarmörk á síðasta tímabili. Hann skoraði 15 mörk í fyrra og 3 mörk árið þar áður. M.ö.o. hann hefur átt eitt mjög gott tímabil í mun betra liði en Benteke í lakari deild. Tek fram að ég væri töluvert til í að fá þennan leikmann til Liverpool en veit á móti ekkert um hann og hef ekki hugmynd um það hvort hann sé það mikið betri en Benteke, tölfræðin hans öskrar það ekkert á mann.
Higuain væri annar leikmaður sem maður maður myndi vel sjá fyrir sér en Napoli vill líklega ekki selja og hann verður 28 ára á þessu ári. Líklega þarf að vera í Meistaradeildinni til að fá hann þó líklega væri það ekki útilokað. Þar væri klárlega 40m verðmiði á 28 ára leikmann, en um leið “örugg” mörk.
Luciano Vietto er annað dæmi sem menn hafa nefnt, 21 árs leikmaður með 12 deildarmörk fyrir Villareal í sumar.
Bacca var orðaður við okkur í síðasta mánuði en þar er 29 ára leikmaður sem kostar rúmlega 20m. Hann var með 14 deildarmörk í fyrra og 20 í vetur. Frábær leikmaður en ég held að Benteke verði betri en hann næstu 3 árin, enda meira að spá í þeim heldur en síðustu þremur árum.
Rondon er annað dæmi og ég nenni ekki að spá í honum, kaupi ekki að það sé nokkur einasti áhugi á honum. Kaup á honum frekar en Benteke væri eins og þegar við enduðum með val á milli Remy, Eto´o og Balotelli. Þar væri Liverpool komið vel neðarlega á sinn upprunalega innkaupalista.
Edin Dzeko er 29 ára og skoraði 4 deildarmörk í fyrra og er líklega á gríðarlega háum launum, frekar langar mig að fá Benteke allann daginn frekar en hann. Fyrir utan að ég vona að Liverpool heimti bara peninga af City fyrir Sterling, enga leikmenn sem þeir vilja losna við.
Harry Kane myndi líklega ekki vilja koma til Liverpool, hann hefur átt eitt gott tímabil og kostar líklega svipað og Sterling ef ekki meira. Frá liðunum fyrir neðan Liverpool í deildinni dettur mér ekkert í hug sem er betra en Benteke og Liverpool er ekki að fara kaupa mikið frá liðunum fyrir ofan sem aðal sóknarmann.
Svo ég einfaldi þetta aðeins, Benteke á 32,5m fyrir Sterling á 50m er miklu meira spennandi díll heldur en þegar Liverpool seldi Torres og 50m og fékk Carroll í staðin á 35m. Benteke er 3 árum eldri en Carroll var og hefur sannað sig töluvert meira. Þar fyrir utan virðist Benteke vera töluvert meiri atvinnumaður en nokkurntíma Carroll. Sterling vill ég auðvitað ekki missa en hann er enganvegin sambærilegur (ennþá) og Torres var 2011. Óttast þó að hann verði það og rúmlega það.
En hvað með ykkur, eru menn ennþá almennt á móti Benteke, er eitthvað augljóst og raunhæft betra í stöðunni? Eru leikmenn í S-Ameríku eða öðrum deildum Evrópu sem Liverpool ætti að skoða mikið frekar?
Hendum í könnun til gamans og endilega rökstyðja sitt val í ummælum.
Ég skil ekki afhverju við bjóðum ekki bara svona £40m í Lacazette… Það eru bara augljós kaup. Liggur eins vel fyrir og Torres og Suarez.
Ég spái því að Benteke mun vera algjört flopp. En vona að hann lætur mig éta hattin minn.
Mundi ALLS EKKI borga yfir £20m fyrir hann.
Ef ekki Lacazette, því ekki Higuain? er hann ekki líka möguleiki? af hverju hefur hann ekki verið huxaður líka?
Grunar að Beneteke gæti alveg gert shjitt en einhvernveginn finnst mér þetta alltof hátt verð og ég hef smá grun um að þetta verði eitthvað Crouch/Heskey fyrirbæri sem gerist. Bæði Lacazette eða Higuain eru báðir menn sem fá mann til þess að verða spenntann!
Babu, af öllum kopurum þá hélt ég nú að þú mundi sjá að benteke hentar ALLS ekki leikstíl okkar ástsæla liðs, en nei, nú ertu komin á BR vagninn aftur, eins og flestir hérna. ALLT sem BR gerir núna er BRÁBÆRT, BR er frábær stjóri, og allt sem þurfti er PR hjá FSG með að læsa hann niðri í einhverju loftvarnarbyrgi í USA með nýju kærustunni. Ég segji bara, það það þarf ekki mikið til, ekki eru kröfurnar miklar hjá stuðningsmönnum LFC í dag.
Ég vona að ALLAR þær færslur mínar um hvað benteke hentar okkur illa verði birtar hérna þegar við loksins fáum 3 milljónir fyrir hann eftir 3-4 ár til Wigan.
Er plan Rodgers virkilega að Sturridge og benteke nái saman fullu tímabili, er að þess vegan að hann vill benteke, þeir séu meiddir 50% af tímabili hvor fyrir sig.
Benteke er slæmur kostur fyrir LIVERPOOL FC, en mjög góður fyrir Aston Villa. ! ! ! Alveg eins og INGS.
Mér tókst að sjá skynsemina í Balotelli á 16M, kannski bara af því að hann hefur einhvern sjarma. Bentake hefur hann ekki. Hann hins vegar tikkar í flest boxin og þegar Aston Villa hefur notað skyndisóknir gegn okkur hefur það virkað mun betur en maður hefði viljað.
Jæja kommentarar. Er skemmtilegra að tuða heldur en að lesa færsluna frá upphafi til enda og ræða svo hvað sagt er í henni? Ég var 0% spenntur fyrir Benteke í byrjun, en eftir að hafa skoðað hann, kynnt mér tölfræði og fleira er hann orðinn hérumbil draunakaupin mín. Mér er nokk sama hvort það sé á 20 eða 30 milljónir.
Þó ég nenni ekki að tuða í Hödda B af ýmsum ástæðum, enda er í lagi að menn hafi misjafna skoðun, þá langar mig að jarða eina mýtu í eitt skipti fyrir öll. Ég skil reyndar ekki hvernig menn tönglast endalaust á því, en það er sá misskilningur að Benteke sé einhver meiðslahrúa.
Benteke hefur spilað 8 tímabil í Belgíu og á Englandi. Á þessum átta tímabilum hefur hann verið tilbúinn í 256 af 274 leikjum. Hann hefur misst af 18 leikjum á átta árum, þar af missti hann af 12 leikjum í röð þegar hann lenti í stóru meiðslunum í apríl 2014. Ef við tökum stóru meiðslin út fyrir sviga (því allir geta lent í stórum meiðslum einu sinni á ferlinum t.d. missti Carragher einu sinni af 10 leikjum í röð ) þá hefur hann misst af 6 leikjum af 274 sem gera heil 2,2 prósent (0,8 leikir á 38 leikja tímabili).
Ég skil það að einhverjir vilji ekki Benteke, en að hann sé einhver meiðslahrúga er hreinn þvættingur.
Ha?
Fyrir það fyrsta þá var ég sá eini sem fór ekki af Rodgers vagninum, var meira að segja kominn á reiðhjól á tímabili í sumar. Ég skil vel áhyggjur af því að hann henti ekki okkar leikstíl en ég get ekki fullyrt að hann geri það ALLS EKKI. Hann er mjög ólíkur því sem við eigum fyrir og það er að ég tel jákvætt. Viðurkenni að kaup á Firmino týpu auðvelda mjög réttlætingu á svona Benteke kaupum.
Lacazette og Higuain væru t.a.m. líka spennandi en ég veit ekki hvort þeir séu raunhæfir kostir (eða betri). Eins er ég að spyrja hvort það sé eitthvað annað augljóst í boði á markaðnum sem Liverpool ætti að skoða mikið frekar?
Aðalatriði er þó að liðið og þá sérstaklega stjórinn landi sínu aðal skotmarki en endi ekki uppi með púsl eins og Balotelli sem passar á engan hátt. Rodgers verður nú seint sakaður um að hafa alltaf ólmur viljað stóra target sóknarmenn til að leggja upp með eitthvað long ball kick & run.
Mjög góður pistill en þessi setning stendur upp úr; ,,Origi getur ekki verið hægari en Lambert”
Það er öruggt!
Ég í alvöru hélt að myndin væri á hægri endursýningu í fyrsta skipti sem að Lambert var að ,,hlaupa” í rauðu treyjunni.
Hann hleypur ekki hann gengur stundum hratt.
En aftur að Benteke það sem sannfærði mig um ágæti Benteke er þessi umfjöllun hér;
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/3bjl5z/clearing_up_some_misconceptions_surrounding/
Hvet ykkur til að skoða hana.
Þessi strákur er magnaður. Það er ótrúlegt að skora svona mörg mörk með þessu Villa liði og hann er miklu meira en stór sterkur framherji.
Hann er reyndar mjög sterkur það virðist vera frekar regla en undantekning að hann viðbeinsbrjóti varnarmenn þegar hann skorar mörk. 🙂
Heskey er oft nefndur hér og hann fær ekki sanngjarna meðferð. Houllier sagði hann vera óslípaðan demant þegar hann keypti hann frá Leicester og hvað sem menn segja þá var hann mjög góður og auðveldaði Owen mjög lífið, en hann var aldrei mikill markaskorari. Það náðist aldrei að slípa hann eins vel og vonast var til.
Hann skoraði mun minna hjá Leicester en Benteke hjá Villa 40 mörk í 154 leikjum á móti 42 mörk í 88 leikjum. Benteke skoraði 19 mörk í 37 leikjum hjá Genk og 7 mörk í 24 leikjum með Belgíu.
Babú fór með yfirveguðum hætti yfir valkostina, ég er sammála mati hans og tel að eini raunverulegi valkosturinn væri Lacazette. Hann er spennandi kostur, en hann hefur lýst því yfir að hann vilji einungis fara til liðs í meistardeildinni og er einungis með ,,eitt” tímabil.
Á síðasta tímabili var stóra vandamálið að við skoruðum ekki mörk. Það er líklegra að við skorum mörk með Benteke, Origi og Ings en Balotelli, Borini og Lambert.
Stærsta málið er auðvitað að hafa Sturridge heilan en það verður að koma í ljós hvort að það gerist.
Það er augljóst að við erum að reyna selja þrjá síðarnefndu ef það gerist ekki þá mun kannski einhver af þeim eiga góða endurkomu. Ég myndi óska að Balotelli myndi gera eitthvað í rauðu treyjunni, hann er með hæfileika.
Annað vandamál er vörnin það er áhugavert að sjá Carra og Neville greina Lovren eða öllu heldur varnarleik Liverpool;
http://www.thisisanfield.com/2014/12/carragher-neville-analyse-dejan-lovren-liverpools-defensive-issues/
Þarna liggja veikleikar Rodgers, í varnarleiknum og reynsluleysi í stórum leikjum. Vonandi munu nýir aðstoðarmenn hjálpa til við að laga það.
Pistillinn er eins og fyrr segir góður en mér finnst hinsvegar rökréttara að segja að við skiptum á Suarez og Carroll vs Torres og Babel. Það voru góð skipti.
Það má reyndar halda því fram að við höfum skipt á Torres og Babel vs Suarez og Sturridge. Það voru frábær skipti.
En að hefði verið gaman að sjá Torres og Suarez saman og Gerrard fyrir aftan þá en það verður ekki.
YNWA
Það er með hann Benteke og allt slúðrið í kringum hann, ég ætla að vera rólegur að mestu yfir honum þar til hann er fenginn…og við sjáum svo hvað verður með leikstíl liðsins.
Ég var óskaplega þreyttur á þeirri 4-2-3-1 útfærslu sem ég sá í fyrra með litlu vængspili og lakri pressu og ef að Benteke er keyptur til að við förum að spila það leikkerfi þá vonandi þýðir það að verið sé að stefna að því að taka liðið framar á völlinn þó ég sjái enn engan vængsenter sem sé það fjölhæfur að hann taki menn á utan- og innanvert eða eiga möguleika á að senda gæðakrossa inn í teiginn utan þess að hugsa um Jordan Ibe.
Hinir sóknarsinnuðu miðjumennirnir eru falskar níur eða menn sem kötta inn af vængnum til að skjóta og þá er væntanlega meiningin að hafa overlappandi bakverði…sem kallar þá á alvöru djúpan miðjumann.
Hin útgáfan sem mér dettur í hug að sé verið að hugsa er að stilla upp með tvo sentera þar sem Benteke eigi að vinna með Sturridge/Ings/Origi og jafnvel Firmino eða Coutinho. Þar værum við þá annað hvort að tala um demant líkan þeim sem við sáum í hittifyrra eða flatari útgáfu í leikjum sem verður varist. Það líst mér töluvert betur á sem möguleika fyrir félagið og held að það gæti bara virkað nokkuð vel. Þá værum við að tala um betri útgáfu af Heskey/Owen kombói sem Guðlaugur ræðir hér um.
Til að Benteke virki þá þarf hann boltann fyrir framan sig og það er klárlega upgrade á þeim senterum sem í liðinu okkar eru og voru hugsaðir þannig, Balo og Lambert. Hann er ekki góður með bakið í markið og hann leikur ekki svo glatt á varnarmann eða tvo.
Hins vegar er líka hægt að benda á að allir þeir leikmenn sem Babú telur hér upp voru keyptir til liðsins af núverandi stjórnanda og stjórnendum og voru allir hugsaðir með hlutverk í þeim leikstíl sem átti að skila árangri. Lambert var ekki þröngvað upp á neinn og hin yndislegu orð þegar við keyptum Borini nenni ég ekki að rifja upp. Ég ætla heldur ekki að afskrifa nokkurn skapaðan hlut hér á þessum fyrstu æfingadögum félagsins.
Staðreyndin er sú að liðið var í frjálsu falli frá marsbyrjun til loka tímabilsins og það ráðaleysi sem einkenndi leik þess, stjórnun og umgjörð er að mínu mati það sem þarf að laga. Benteke er að sjálfsögðu fínn leikmaður en hann er ekki sá leikmaður sem “vá-ar” mig eða ég fer og kaupi mér treyju á bakið, en ekki nokkur ástæða til að rífast og skammast fyrirfram yfir því. Ég viðurkenni það að ég er miklu spenntari fyrir Jovetic sem leikmanni en hann er allt önnur týpa en Benteke.
Þar er á ferðinni powerstriker sem getur heldur betur látið finna fyrir sér og þeir hafa alveg náð árangri í enskum fótbolta, Rodgers var orðinn gjaldþrota með liðið í vor og er núna að horfa til annars en þeirra hugmynda sem virkuðu alls ekki þá. Ég vil að liðið mitt spili sóknarfótbolta og sé áræðið í sínum aðgerðum en þarf ekkert endilega að spila stutt með jörðinni eða vera með 11 Brazza í sínum röðum.
Þessi kaup, eins og öll önnur, verða dæmd af sögunni en ekki á meðan þau eru að gerast. Allir Rodgers vagnar eða hjól verða það líka, það er allavega mín skoðun. Það hefur ekkert það breyst í sumar sem ekki þarf að leiðrétta í haust. Félagið hefur þó klárlega sýnt á sér andlit ákveðni í leikmannakaupum hingað til sem er alveg æðislegt og vonandi verða nýir þjálfarar og nýir leikmenn til þess að reisa við frammistöðurnar inni á vellinum.
Með eða án Benteke.
Menn vilja proven markaskorara og öskra á Lacazette sem á EITT gott tímabil í frönsku deildini. Væruði að öskra á Harry Kane ef hann væri að spila annars staðar? Higuain væri alltaf spennandi kostur en eins og er er líklegast að þetta verði Benteke, leikmaður sem hefur slátrað vörnini okkar oft, öll efstu liðin hafa átt í erfiðleikum með hann. Benteke hefur skorað í öðrum hverjum leik en nei hann er of líkur Heskey, Carroll og Lambert og einhverjum svona köllum. Benteke er miklu fimari og hraðari en þessir menn. Líka ef þetta er aðal skotmark Rodgers þá vill ég sjá þau kaup ganga upp einu sinni.
eftir að hafa lesið pistilinn hér að ofan líst mér bara betur og betur á benteke.sérstaklega, eins og að babu bendir á að hann allt öðruvísi sóknarmaður en þeir sem við erum með.ég er allavega mun spenntari núna en í lok tímabilsins.eins vona ég að þessir nýju þjálfarar berji þetta andleysi og uppgjöf sem einkenndi oft okkar menn í vetur úr mannskapnum fyrir fullt og allt.mér finnst annað að tapa leik ef menn berjast eins og ljón allann tímann og gera allt sem þeir geta, heldur enað gefast upp og fara í fýlu við fyrsta mark.
Fowler segir að Benteke væri fullkominn fyrir Liverpool, og það dugar mér.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/fowler-benteke-perfect-for-liverpool-9577550
Amen.
Að halda að Bentek verði Crouch/Heskey er svo hastarlega vitlaust að ég á varla til orð. Gætuð alveg eins skrifað bara “Ég hef aldrei séð Benteke spila fótbolta en langar samt að tjá mig hérna”.
Setti inn “veit ekki” á Benteke kaupin. Þá færi ég mig upp um flokk, þar sem mér leist ekkert svo vel á manninn. Taldi hann ekki henta liðinu vel auk þess að tilfinning er sú að þarna sé allt of dýr miðlungssóknarmaður á ferðinni.
Ætla nú ekki að líkja hann við einn né neinn, held að hann sé betri en Heskey allavega.
En miðað við sem maður heyrir hér þá getur vel verið að hann muni reynast okkur vel. Mér finnst hann bara of dýr og þá allt eins líklegt að á hann verði sett rosaleg pressa sem hann nær ekki að standa undir. Það er vandamálið þegar miðlungsleikmenn eru seldir á fáránlegar upphæðir. Smá vonbrigði og allir byrja að kvarta yfir manninum. Og þá eiga flestir ungir menn mjög erfitt uppdráttar eftir það.
En ég er svo sem ekki með neitt annað nafn í stað Benteke.
Svo var ég að heyra að Harry Kewell gæti komið í þjálfarateymið. Hann myndi þá líklegast meiðast strax á fyrsta þjálfarafundinum og vera frá í óákveðinn tíma….
Benteke allan daginn og vikuna lika. Hann getur verið eitraður með rétta menn í kringum sig og gengið frá leikjum uppúr þurru. Skil ekki afhverju fólk er að tala um hann og sturridge saman frammi þegar landi hana Origi er þarna líka. Þeir saman á topnum bjóða uppá mismunandi sendingar kosti fyrir brassana okkar. YNWA!
Ég er ánægður með niðurstöðu Babu og er á Benteke vagninum. Eins og einhverjir ef til vill vita þá er ég ekki BR maður en vona að kaup sumarsins og byrjun næstu leiktíðar muni troða upp í mig úldnum sokk með það. Eftir að hafa lesið greinina sem Gulli Þór bendir á (var reyndar búinn að því fyrir þennan pistil) þá var ég orðinn Benteke maður. Vona að guð láti gott á vita.
Höddi B #3
Má þá líka birta allar þínar færslur ef þú hefur rangt fyrir þér?
Ninni, #15, já, auðvitað, og ég vona svo heitt og innilega að ég hafi rangt fyrir mér ef hann verður keyptur eftir allt saman. Því þrátt fyrir allt þá held ég með LIVERPOOL FC í gegnum súrt og sætt.
# 8 Rúnar Geir, enda þarftu ekkert að tuða þó svo við séum ekki sammála um allt :-). Við getum þó verið sammála um eitt, að vilja gengi Liverpool sem best.
Auðvitað vill ég að ef að Benteke verður keyptur að hann skori 30 mörk plús og verði algjör plága fyrir varnarmenn liða sem við spilum gegn, en……. ég bara efast mikið um að það verði þannig.
Sammála nr 13, fer líka eftir hvernig BR ætlar að spila.
Mér virðist Benteke vera með profesional attetude (miðað við það sem maður les um hann) það er eitthvað sem ég held að vannti í liðið. Er ekki viss um að hann sé besti kosturinn en klárlega sá skársti sem er raunhæfur. Er sammt með pínu youtube blæti fyrir Vietto.