Kop.is Podcast #94

KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!

Hér er þáttur númer níutíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 94. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Kristján Atli stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru Einar Örn og Maggi.

Í þessum þætti var rætt um leikinn gegn Arsenal, Mario Balotelli kvaddur og hitað upp fyrir West Ham.

Ath.: það var smá suð í hljóðnemanum hjá mér (Kristján Atli) í þættinum í kvöld. Ég biðst velvirðingar á því og vona að það trufli ekki hlustun.

17 Comments

  1. Liverpool mætir stórliði Carlisle í næstu umferð deildarbikarsins.

  2. Sammála ykkur að nýju mennirnir, vörnin og allt saman er að smellpassa. Spáin mín 1.sæti er farin að líta nokkuð vel út hehe….

    Það er eitt sem er smávegis að bögga mig. E.Can finnst mér vera frekar tæpur inn á miðsvæðinu og þá sérstaklega varnarlega. Menn á pöbbnum voru mér frekar ósammála. Eiginlega eini veiki hlekkurinn fannst mér í þessum leik, ef hægt er að tala um veikan hlekk.

  3. Verður það ekki örugglega Babu sem sér um upphitun fyrir leikinn gegn Carlisle 🙂

  4. a ruv adan… stærstu afrek itrottasogunar… umfjollun og viðtol við okkar menn fra istanbul 2005… gæsahuð og læti 🙂 mæli með þessu

  5. Takk fyrir þáttinn. Alltaf frábært að fá þetta Podcast ykkar og eigið þið heiður skilið fyrir.
    Þetta kom ekki að sök Kristján en mig langar að nefna að oft finnst mér heyrast minnst í þér í upptökunum, eins og þú sért í lengri fjarlægð frá hljóðnemanum en hinir eða með slakari hljóðnema. Ekkert að kvarta samt, gríðarlega ánægður með þetta framtak kop.is 🙂

  6. Arnar, takk fyrir hrósið. Vandræði með hljóðið í mér stafa af því að ég var með bilaðan hljóðnema í gær, það útskýrir bæði lága hljóðið í mér og suðið í bakgrunni hjá mér.

    Verður komið í lag næst, lofa. 🙂

  7. Fólk er almennt of sjaldan til í að hrósa og þar er ég líklega engin undantekning en mig langar að skila örlitlu frá mér.

    Podcastið ykkar er STÓRgott og fátt er betra að hafa í eyranu á leiðinni í vinnuna á hjólinu. Ef jafn manískur maður og ég get líka hlustað í gegnum heilt podcast þar sem þetta surg er undir þá hlýtur efnið líka að vera gæðastuff. Svona undirhljóð hefði vanalega gert mig svo geðveikan að ég hefði hjólað á hjólastaur eða út í skurð, en ég kom heill heim því annars hefði ég misst af umræðunum.

    En plís ekki láta mig (og hina maníubræður mína) ganga í gegnum mikið fleiri podcöst með þessu suði í bakgrunninum Kristján 🙂

    Haldið áfram á sömu braut KOP-arar og megi podcöstin verða sem flest. Takk fyrir mig!

  8. Bý í Danmörku og er nýbúinn að uppgötva útvarpsþættina ykkar og hef mjög gaman að.
    Takk fyrir.

  9. Flott podcast!
    En sambandi við ferðina og sæti á Anfield hvar hafiði verið að sitja í undanförnum ferðum?
    Anfield Road?

  10. Gott framtak
    gaman að heyra skoðun manna á liðinu
    og hverng þetta er að smella saman 🙂

  11. Þór (#12) – við höfum verið með miða út um allan völl en minnst af þeim í Anfield Road End. Við höfum verið mjög ánægðir með miðana hingað til hjá okkar manni í Liverpool.

    Hægt er að bóka pláss á vef Úrval Útsýnar, verðið er 159.900 kr. Ég er búinn að birta nýja færslu með frekari upplýsingum.

  12. Griðar vel gert hjá ykkur að fjölga pod unum. Svo er þessu vel stjórnað og menn litið að gripa frammi og bíða stilltir a hliðarlínunni þar til kemur að þeim. Það er stór kostur.

  13. Verður ekki live podcast í lok gluggans? Mér finnst kominn tími á það.

    Ekki það að okkar menn séu að fara að eiga nein viðskipti þá. Aðal spenningurinn verður væntanlega hvort Enrique og Borini fari annað.

Podcast: breyting á niðurhali

Komdu með Kop.is á Anfield í janúar!