Við á Serrano erum byrjuð að selja nýja línu af salötum. Þetta eru fjórar tegundir af fjölbreyttum og ljúffengum hágæða salötum. Ólíkt öðrum skyndibitastöðum þá er þetta ekki bara iceberg kál með kjúklingabitum, heldur er þetta blanda af fjórum salat tegundum (rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg og Frisée), pico de gallo salsa, sem og úrvali af grænmeti og kjúklingi.
Allar sósurnar sem við bjóðum með salötunum eru búnar til á Serrano. Tegundirnar eru semsagt fjórar:
Verano Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Feta Ostur, Ristuð Graskersfræ, Vinaigrette Lime dressing
Classico Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Nachos Flögur, Jalapenos, Maís, Mangó sýrður rjómi.
Fresco Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Maís, Pinto Baunir, Svartar Baunir, Hunangs Dijon Dressing.
Pepino Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Parmesan Ostur, Agúrka, Svartur Pipar, Balsamic Dressing.
Ég fullyrði það hér með að betri salöt fást ekki á skyndibitastað á Íslandi. Endilega kíkið við og smakkið 🙂
Getið þið sent norður til Akureyrar … mig dauðlangar í Verano og Classico … !! (og hin líka … )
Salöt? Ókei, það er kominn tími á aðra heimsókn á Serrano … 🙂
Kristján, ég er að vinna í því að reyna að nálgast þig með staðsetningarnar 🙂
Og Doddi, ekkert mál. Ég bara ábyrgist ekki alveg ferskleikann. 🙂
AAHHH …
Fínt að fá smá tilbreytingu á quesadillas 😉
Gott að geta styrkt Liverpool óbeint með skyndibitaáti! 😀
Ég elska Serrano, væri til í að éta þetta í öll mál, hollt og skuggalega gott, prufa eflaust þetta salat einhverntíman ! vona að þér gangi vel með staðinn, ég styð þig allavega ! 🙂
Hvað kostar eitt stykki salat?
Takk, Lambi og Kjartan.
Og Halldór, 759
Glæsilegt.
Enn meiri ástæða til að fara á Serranos.
Keep up the good work.
Ég elska Serrano, fæ mér oft quesadillas þar. Mun pottþétt prófa þessi salöt (sérstaklega ef maður ætlar í enn eitt “bikiní-líkami fyrir sumarið” átakið….hóst hóst).
Takk kærlega. 🙂
Frú Rafa, þú getur líka fengið þér burrito fyrir átakið. Það er kannski svona millistigið frá quesadilla alla leið yfir í salöt.
Á ekki að fara að opna stað einhvers staðar nær manni? Í Kópavogi til dæmis?
Þetta er allt í vinnslu, Gummi. 🙂
Hvar er Serranos?
afhverju fá ekki Liverpool menn sértilboð á Serrano, til dæmis væri hægt að búa til mjög exótískt salsa salat eitthvað og kalla það Luis Garcia. Þá gæti ég pantað mér Luis Garcia salat !
Jón, Serrano (ekkert S í endan) er við Stjörnutorg í Kringlunni og á nýju N1 bensínstöðinni við Hringbraut við hliðiná BSÍ.
Og Kiddi, þetta er athyglisverð hugmynd 🙂
Einar, ef þú setur Luis García salat á matseðilinn flyt ég lögheimilið mitt upp á Hringbraut. Svo einfalt er það bara.
Einar, ég skora á þig að gera þetta. Bara til að sjá hvort Kristján standi við stóru orðin 🙂
Haha, gleymdu exótíska Luis Garcia salatinu – Rafa burritos væri hinsvegar eitthvað sem fengi mig til að flytja í tjald fyrir utan Serrano á Hringbraut! Nú eða þá Steven Gerrard quesadilla… nammi namm! 😉