Hyypia áfram (uppfært: Kewell vill líka vera áfram)

Þetta finnst mér gaman að lesa. Sami Hyypia segist vera inní áætlunum Rafa og að hann búist ekki við öðru en að hann verði með Liverpool núna á síðasta samningsárinu sínu.

>”Rafa said, ‘We are happy with you and you are not for sale.'”

>”I will go back to Liverpool in July for pre-season training.

Ok, þá vonandi getum við kvatt þessar slúðursögur um að Hyypia sé að fara til Bolton/Wigan/Portsmouth/annarra liða. Það er að mínu mati mjög skynsamt að halda í Hyypia í eitt tímabil í viðbót enda er maðurinn goðsögn í Liverpool og ekki hægt að fá betri backup fyrir Agger og Carragher.

Ég nenni ekki að setja þetta í nýja færslu, en Harry Kewell hefur komið fram í fjölmiðlum í dag og segist vilja sanna sig fyrir Benitez, sem ég vona svo innilega að hann fái að gera. Náinn vinur hans tjáir sig fyrir hans hönd:

>”Anfield is the only place Harry wants to be. He takes the view that there aren’t many players who can say they are good enough to pull on a Liverpool shirt.”

“He believes he is, and he wants to prove it to the fans and manager. He is not one to shy away from a challenge.”

Ég vona innilega að við kaupum Malouda og höldum Kewell líka. Þá erum við í besta falli með tvo af bestu vinstri köntum í heimi, en í versta falli þá fer Kewell ókeypis eftir eitt ár.

7 Comments

  1. Ég er algjörlega sammála þessu og vonast til að sjá þá báða í herbúðum Liverpool næsta haust. Það er vart hægt að finna betri mann en Hyypia til að leysa Carr-Agger af hólmi, mann sem væri til í að sitja á bekknum. Hyypia stóð sig vel í vetur, Agger stóð sig bara enn betur.

    Kewell hlýtur að vera til í smá samkeppni um stöðu á vinstri kantinum enda væri það ekki stærsta áskorunin fyrir hann á næstu leiktíð heldur væri stærsta áskorunin sú hvort hann getur haldið heilsu heilt tímabil eins og hann reyndar gerði 2005-2006 þegar hann átti fína leiktíð. Ef hann heldur heilsu þá fær hann fullt, fullt af leikjum burtséð frá komu Malouda/Simao eða einhvers annars. Kewell er bara það góður og við söknuðum hans mikið í vetur!

  2. Sammála því að halda Kewell og kaupa Malouda.

    Lána svo Paletta, kaupa ungan en góðan miðvörð og halda Hyypia…

  3. Frábært. Sami á pottþétt annað ár í sér í topflight bolta. Væri líka til i að sjá Kewell heilt tímabil meiðslafrían. Er ekkert að sjá Florent Malouda labba inn í vinstri vænginn án átaka með Kewell í formi. Finnst reyndar með Kewell að frá því hann var keyptur þá hefur hann ekki ennþá sýnt sitt rétta andlit svona nokkra leiki í röð á ég við. Skýrist sjálfsagt mikið til með meiðslasögunni hans. En rosalega væri ég til í eitt stykki Harry Kewell upp á sitt besta heilt season.

  4. Einn Svíi bætist í hópinn hjá Liverpool.
    [minnist ekki eftir að hafa heyrt né séð þetta nafn nefnt áður]

    Að þessu sinni er það hinn 15 ára Alexander Kacaniklic frá Helsingborg. Skrifaði hann undir 3 árs samning samkvæmt sænsku pressunni.

    Sjáhér

  5. Frábært að halda báðum aðilum hjá Liverpool. Ferill Kewells hjá Liverpool búinn að vera samfelld sorgarsaga sökum meiðsla. Það muna allir hvernig hann var hjá Leeds, þó svo að hann næði ekki nema 80% af þeirri getu þegar hann var uppá sitt besta hjá Leeds væri það frábært.

  6. Hyypia og Kewell eiga báðir skilið að fá að vera annað ár hjá LFC. Kewell er einn sá besti sem við getum hugsað okkur á vinstri kantinn ÞEGAR hann er 100% og í rauninni höfum við ekki séð hann svoleiðis síðan hann kom…því miður. Það yrði rugl að láta Hyypia fara þar sem ekki er hægt að treysta á það sem við höfum annað sem backup.

Auglýsing: Salöt á Serrano

Meiri gæði hjá Sýn