Malouda staðfestir orðróminn.

Franski vinstri kantmaðurinn, Florent Malouda, sem er á mála hjá Lyon staðfestir að Liverpool hafi rætt við Lyon.

“There are contacts with Liverpool but they haven’t made an offer to Lyon yet. They are a good club and play in the English league, which is very interesting…”

Ef þetta gerist ekki á næstu 2 vikum þá tel ég að hann komi ekki. En ég vona að þetta gerist fyrr en síðar.

10 Comments

  1. Ég verð að viðurkenna að það er farið að valda mér smá áhyggjum hvað það virðist taka langan tíma að geta klárað þessa samninga .. United að verða búnir að landa 3 stjörnum og við höfum ekki fengið endanlega staðfest eitt af þeim stóru nöfnum sem við höfum verið orðaðir við uppá síðkastið.

  2. Algjörlega sammála. United eru ekki bara að verða búnir heldur búið að staðfesta þrjú stór nöfn og talið líklegt að einn striker verði einnig keyptur.
    Hvaða rolugangur er þetta hjá okkar mönnum 🙁
    Menn eru svo lengi að klára þetta að verðin hækka og við missum af bestu kaupunum.
    Reyni þó að halda í trúnna að menn viti hvað þeir séu að gera og að eitthvað gerist á næstu tveimur vikum.

  3. Þessi rolugangur hjá okkur er einsog margoft hefur komið fram engin nýlunda hvað varðar leikmannaKAUP en það að geta ekki samið við bestu menn okkar fyrr en eftir einhverja leikjahrinu er annað… Ég skil ekki þegar menn geta ekki drullast til að semja við leikmenn strax, svona til dæmis til að koma í veg fyrir annað hringleikjaleikhús í kringum Gerrard…. skil ekki svona sligagang… ótrúlegt samt að sjá manure staðfesta þessi kaup svona snemma (Owen H. er reyndar eitthvað sem maður vissi en samt….)
    YNWA

  4. Hvaða stóru nöfn eru menn að missa sig yfir að manu hafi verið að kaupa. OH er miðlungs miðjumaður sem Ferguson er búin að vera að eltast við lengi og ekkert sem kemur á óvart þar. Ég hef aldrei heyrt um þessa portúgali/brassa og veit ekki betur en lfc hafi einnig verið að fjárfesta í suðuramerískum leikmönnum sem býsna gott orðspor fer af. Er nóg bara að kaupa einhverja leikmenn svo lengi sem við kaupum fleiri en manu ?

  5. Það er ekkert hægt að bera saman að kaupa Lucas og Leto sem enginn veit neitt um og hafa aldrei spilað í Evrópu við Anderson og Nani sem eru búnir að vera að spila með stórum liðum í Evrópu og verið lykilmenn þar. Búið að vera að hæpa þennan Anderson upp frá því a.m.k. á síðasta tímabili.

  6. Er þetta ekki bara alltaf sama sagan. Parry dregur fæturna við að spara einhverja smáaura, sem reyndar eru miljónur, en við það tapar klúbburinn möguleikanum á því að næla sér í menn. Ég er að verða hræddur um að Pool muni kannski í mesta lagi ná inn einum góðum manni. Þegar Parry verður búinn að ströggla honum inn, þá verða allir aðrir leikmenn sem standa efst á lista Benitez farnir til annarra liða

  7. Sko, nær allir þeir stærstu leikmenn sem við höfum verið orðaðir við eru í spænsku deildinni. Það er augljóst að ekkert mun gerast með þau kaup fyrr en að spænsku deildinni lýkur.

    Þannig að þið getið aðeins róað ykkur.

  8. Já það er rétt, en það þýðir þá að Carlos Teves er ekki first priority hja okkur… hann ætlar greinilega að næla sér í torres, villa eða eto.
    Mér langar samt ógeðslega í Teves… en vonandi kemur einn af hinum…

  9. Það sem er mest óþolandi er einfaldlega þetta;
    Ferguson vantar einhverja aðila og fær þá – no question asked
    Rafa vantar einhverja aðila og hvað… ekkert !
    Nú þegar eru manure búnir að fjárfesta fyrir tæpa 50 milljónir punda (OH á 17, nani og Anderson á 30, alla vega skv. velflestum fjölmiðlum).
    Við vitum að RAFA vill D.Alaves, S.Sambrosa (býst við að tímabil Benfica sé á álíkum stað og Porto sem er að selja Anderson) og einhverja aðra… Það getur vel verið að búið sé að gera tilboð og menn séu að hugsa sig um en come on … það er ekki einsog það sé nýtt á nálinni að áhugi sé á DA sem dæmi
    Þetta er hluti rolugangsins sem maður er algjörlega að gefast upp á…
    YNWA

Alves á leiðinni frá Sevilla

Uppgjör: Tímabilið 2006/07