Nú þurfa menn að fara að girða sig all hressilega í brók þegar kmeur að þessari blessuðu Evrópudeild, ætli menn sér að blanda sér í baráttuna á þeim vígstöðvum. Ég efast ekki um það í eina einustu mínútu að meistari Klopp vilji ná langt í henni. Hingað til hefur verið afskaplega lítið að frétta, 3 jafntefli í þessum fyrstu þremur leikjum. Allt 1-1 jafntefli og hafa þau verið ansi hreint svipað “skemmtileg”. Fyrir utan þessa jafnteflisleiki okkar, þá hefur Sion bæði sigrað Rubin Kazan og Bordeaux og sitja þeir í efsta sæti riðilsins með 7 stig. Það er með hreinum ólíkindum að okkar menn skuli svo vera í öðru sæti, stigi fyrir ofan hin tvö liðin. Það er því allt gjörsamlega opið upp á gátt. Líklegast voru 2 erfiðustu verkefni riðilsins (svona fyrirfram) útileikir gegn Bordeaux og svo þegar haldið yrði til Rússlands. Það er einmitt á planinu núna, langt og strangt ferðalag á slóðir heldur ólíkum þeim sem menn eiga að venjast.
Þetta Rubin Kazan lið hefur ekki verið að heilla menn mikið með sínum leik í heimalandinu. Liðið er sem stendur í 12 sæti deildarinnar og komu sér þangað “upp” með sigri á botnliði Anzhi, 1-2, í síðustu umferð. Þeir eru sem sagt með 13 stig eftir 14 umferðir, hafa skorað heil 14 mörk og fengið 21 á sig. Sem sagt lítið að frétta á þeim bænum og þótt ferðalagið sé langt og erfitt, þá er verkefnið svo langt því frá að vera óyfirstíganlegt. Sigur í þessum leik setur okkar menn í bara ansi fína stöðu. Markahæsti leikmaður þeirra í deildinni er með 2 mörk, þeir eru reyndar 4 jafnir með þann markafjölda. Vitleysan í þessu öllu er reyndar að hafa ekki klárað þennan leik gegn þeim á heimavelli okkar í síðustu umferð. Manni fleiri stóran hluta leiksins og með allt í höndum okkar. En svona er þetta nú og það góða við þetta allt saman að menn fá núna strax tækifæri á að bæta fyrir það.
Lið mótherja okkar spilar heimaleiki sína á Kazan Arena, sem er svipað stór völlur og Anfield. Hann er reyndar ööööörlítið nýrri en Anfield, en hann var kláraður í Júlí 2013. Virkilega flott mannvirki. Veðurspáin segir til um að það verði um 4 gráðu hiti, rakastig nærri 90% og því eins og að spila í kringum frostmarkið. Létt rigning mun væta völlinn aðeins og sem betur fer er þetta fínn völlur, sem heldur mesta vindinum í skefjum. Þetta verður eflaust sjokk fyrir einhverja leikmenn sem eru vanir aðeins heitari aðstæðum og finnst líklegast nóg um hvernig þetta er á Bretlandi. En hvað um það, það er fótboltinn sem skiptir öllu máli og menn hljóta að vera nægilega góðir í þeim leik til að láta aðstæður hafa sem minnst áhrif á sig og einbeita sér að því að klára þetta verk sem framundan er.
Klopp gerir sér fullkomlega grein fyrir því að nú verður að sverfa til stáls og fer með alla sína bestu leikmenn sem á annað borð mega eða geta spilað. Menn eins og Benteke, Firmino og Coutinho flugu allir með, þrátt fyrir að vera nýkomnir úr meiðslum og að það sé hörku leikur á Anfield næsta sunnudag gegn Crystal Palace. Hann veit sem er, við þurfum sigur úr þessum leik og það má heldur ekki gleymast að sigur í Evrópudeildinni gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Því miður þá setti Brendan Rodgers Texeira ekki í Evrópudeildarhópinn og því má hann ekki spila leikinn og verður ekki gjaldgengur fyrr en eftir riðlakeppnina. Furðulegt mál það. Við vitum öll stöðuna á Danny Ings, Joe Gomez og Jon Flanagan, það er langt í land með þá alla. Kolo Toure, Jordan Henderson, Jordan Rossiter og Daniel Sturridge eru svo allir meiddir, en ættu að ná að snúa aftur í þessum mánuði. Sem sagt 8 leikmenn fjarverandi, restin af okkar sterkasta liði var um borð í vélinni sem flaug til Rússlands.
En hvernig stillir hann upp liðinu? Mun hann stilla upp sínu allra sterkasta liði í þessum aðstæðum strax frá byrjun? Er Benteke klár í að byrja leikinn? Fullt af spurningum, sér í lagi þar sem Klopp er ekki búinn að vera lengi við stjórnvölinn og því kannski erfiðara að ráða í hvað hann er að hugsa. Ég er þó á því að hann stilli upp sínu sterkasta liði, fyrir utan Benteke. Ég held að Benteke sé ekki ennþá kominn á þann stað að vera klár í startið og menn vilja að sjálfsögðu ekki taka neina óþarfa áhættu með hann. Öftustu 5 eru því nokkuð klárir að mínu mati, eða þeir Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho og Moreno. Þar fyrir framan verður svo Lucas, sem að mínum dómi er óðum að nálgast sitt allra besta form. Ég sagði það við félaga mína þegar Klopp var ráðinn að ég teldi að Lucas myndi blómstra undir hans stjórn og ég sé ekkert enn sem komið er, sem kemur til með að breyta þeirri spá minni. Hann verður sem sagt á sínum stað á morgun. Milner og Can verða svo fyrir framan hann á miðjunni. Eina spurningin í mínum huga er sú hvort hann stilli upp eins og gegn Chelsea, með í rauninni engann eiginlegan framherja inná og setji Firmino efstan, eða hvort Origi fái sénsinn aftur. Ég hallast að Origi, bara til að auka hraða uppi á topp. Þá er þetta fyrst og fremst spurning um hvort Lallana eða Firmino verði í startinu. Ég ætla að tippa á að liðið verði svona:
Mignolet
Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
Milner(c) – Lucas – Can
Coutinho – Lallana
Origi
Auðvitað er Firmino betri fótboltamaður en Origi, en ég held að Klopp muni stilla upp með framherja í leiknum og reyni að keyra hratt á þetta Kazan lið. Sjálfstraustið í liðinu hefur verið að vaxa undanfarið og sé hugarfarið rétt, þá klárum við þennan leik. Ég er bara nokkuð bjartsýnn á þetta og held að við komum til með að fara með 3 stig heim til Liverpool. Þetta verður ekki létt og menn þurfa svo sannarlega að hafa fyrir þessu, en ég ætla að tippa á að við tökum þennan leik 0-1 og eigum við ekki að segja að það verði Milner sem setji markið.
Sæl og blessuð.
Þessi ákvörðun, að ,,hvíla” ekki öflugustu leikmennina í þessum leik er athygli verð. Í stað þess að hafa þá sæmilega mjólkursýrulausa um helgina vonast Klopparinn til að þeir mæti með sigurvegaramentalítet eftir að hafa farið illa með þá rúbínrauðu. Það er m.ö.o. lagt upp með að koma vinningsgangverkinu af stað og umgangast liðsmenn sem fullvaxna einstaklinga en ekki brothætt mávastell. Hvort það skilar árangri skal ósagt látið vera en er í það minnsta stefnubreyting frá því sem verið hefur.
Sjáum svo hvort það skilar árangri!
Ég vil sjá Clyne hvíldan, hann er búin að spila gríðarlega mikið og við megum ekki missa hann í álagsmeiðsli.
Ég vil sjá Can í hægri bakverðinum, ef hann getur spilað þar með þýska landsliðinu þá getur hann það hjá Liverpool.
3 manna miðja með Milner, Lucas og Coutinho.
Fremstu 3 Lallana, Firmino og Origi.
Spái þessu 0-3 öruggur sigur.
Ég vill sjá okkar sterkasta lið í þessum leik og síðan á móti Palace, eftir það er landsleikjahlé. Sigur í Rússki og á Anfield myndi fylla alla af bjartsýni og eldmóði, tala nú ekki um leikmennina sjálfa. Ég spái því að við tökum þetta 1-2.
Aðalatriðið er svo að engin meiðist.
Mér líst vel á að það sé verið að stilla upp sterku liði, ég hef einhvern veginn aldrei skilið það hugarfar hjá liðum að stilla upp einhverjum B-liðum í öðrum keppnum af því menn meta það sem ‘óæðri keppnir’. Maður á alltaf að mæta hverjum andstæðingi, hvar sem er og gefa sig 100% í leikinn.
Ég spái því að við tökum þetta 0-3 og Klopp fari úr axlarlið við að fagna þriðja markinu. Eftir leikinn mun hann standa fyrir svörum á blaðamannafundinum, með höndina í fatla og segja: ‘It waz worth it!’
YNWA!
https://www.facebook.com/LiverpoolFC/videos/10153860975777573/ bestu 28 sekundur sem ég hef séð, þvílíkur náungi !
Hahaha ha!!!! Eg hló upphátt… Hann er ótrúlegur. Shit hvað eg er spenntur fyrir öllu sem tengist LFC. Eg myndi vilja horfa á beina útsendingu af 7 tima rútuferð með liðinu.
Eitthvað að marka þetta?
http://www.visir.is/section/IDROTTIR01&template=bvakt&leikur=1980825&te=2
Spurning hvort þeir hafi ráðfært sig við Önnu Birtu miðil með uppstillinguna á liðinu?
Vill sjá hreint lak og 3 stig, fer ekki fram á meira og finnst ég ekki fara fram á of mikið.
vert að taka það fram að leikurinn hefst kl.18.00
Þeir þurftu að ferðast með Klopp um langan veg, taka með honum morgunmat, hádegismat, hressingu og kvöldmat, fundir og æfingar og spila yatsy við hann fyrir svefninn.
Þeir verða svo beam-aðir af útgeislun Kloppsins að þeir taka Kazan á kassann.
1-3
YNWA
Þetta er lið sem við sættum okkur ekki einu sinni við í forrétt,sama hverjir eru inná hjá okkur! Viljum sjá alveg lámark 3 mörk hjá okkar mönnum, og góðar slummur og ekkert rugl hérna..!! Áfram
Starting: Mignolet, Clyne, Sakho, Lovren, Moreno, Can, Allen, Milner, Ibe, Firmino og Benteke.
Subs: Bogdan, Coutinho, Lallana, Lucas, Origi, Brannagan og Skrtelþ
Liverpool: Mignolet, Clyne, Sakho, Lovren, Moreno, Can, Allen, Milner, Ibe, Firmino, Benteke. Subs: Bogdan, Coutinho, Lallana, Lucas, Origi, Brannagan, Skrtel.
Byrjunarliðið er það sama og visir.is setti upp á linknum sem ninni nr 7 kom með…. strange!..