Meiðslalistinn hjá Liverpool er svona í augnablikinu.
J Henderson Metatarsal Fracture 21st Nov 15
– Mjög líklega mikilvægasti leikmaður liðsins og fyrirliði. Hann er búinn að spila tvo leiki í vetur og það er langt liðið á nóvember.
D Sturridge Knee Injury 21st Nov 15
– Ekki hægt að treysta á hann lengur en hann skorar þegar hann spilar og á meðan enginn annar er að gera það í Liverpool liðinu svíða meiðslavandræði hans ólýsanlega mikið. Leikmaður með hans hæfileika heill heilsu væri að skila Liverpool í toppbaráttuna í þessari deild í vetur. A.m.k. meistaradeildina í fyrra. Það er einfaldlega svona dýrt að vera án hans.
M Sakho Knee Injury
– Ef Henderson og Sturridge eru bestu leikmenn liðsins í sókn og á miðju þá er Sakho langbestur af varnarmönnum liðsins. Hann er núna frá í 6-8 vikur og er þar með er öll okkar besta hryggsúla frá vegna meiðsla. Þetta hafa bara verið 2 af 3 bestu hingað til í vetur svo það hlaut að koma að því að við næðum fullu húsi.
D Ings ACL Knee Injury Jun 16
– Um leið og við fengum mann með kraft og áræðni sem er að skora mörk meiðist hann þannig meiðslum að líklega nær hann aldrei fyrri styrk aftur. Við höfum séð mýmörg slík dæmi um fljóta og kraftmikla sóknarmenn sem lenda í samskonar meiðslum. Hvort sem hann nær sér eða ekki hjálpar hann ekkert í vetur.
J Milner Hamstring Injury no return date
– Vonandi ekki mikið meiddur en Liverpool en nú þegar búið að spila án bæði hans og Henderson einn leik og tapa þremur stigum. Allt telur þetta og við sáum í síðasta leik að miðjan var of þunn.
J Ibe Knee Injury 21st Nov 15
– Enn ein hné meiðslin! Hann er vonandi bara frá í landsleikjapásunni en fyrr má nú fyrr vera.
J Gomez ACL Knee Injury Jun 16
– Einfaldlega grátlegt að missa hann frá allt þetta tímabil. Væri hann heill værum við í það allra minnsta að ná að hvíla miðverði/bakverði í fleiri leikjum.
J Rossiter Hamstring Injury 21st Nov 15
– Sama á við um hann og Gomez, hann myndi draga úr álagi á miðjumenn liðsins. Hefði Can verið beittari gegn Palace hefði Rossiter spilað eitthvað í Rússlandi?
K Toure Hamstring Injury 21st Nov 15
– Meira að segja hann er meiddur! Ekki að það veiki hópinn
J Flanagan Knee Injury. 19th Dec 15
– Hann var góður í nokkrar vikur þannig að eðlilega datt hann í eins og hálfs árs meiðsli.
Þar fyrir utan hafa Benteke, Firmino, Lallana og Lovren lent í meiðslum nú þegar á þessu tímabili og misst af nokkum leikjum.
Þetta eru sex hné meiðsli og 5-6 byrjunarliðsmenn í flestum leikjum!
Það væru öll lið deildarinnar í miklum vandræðum með svona meiðslalista lykilmanna og þetta er að ganga að þessu tímabili dauðu hjá Liverpool, því miður. Liðið er að tapa allt of mörgum stigum í leikjum sem ekki má tapa stigum.
Jurgen Klopp er ekkert að fara gera kraftaverk og það er morgunljóst að hann þarf tíma til að byggja upp lið. Hann er með góðan grunn en það er nákvæmlega ekkert að detta með honum þessar fyrstu vikur á Anfield. Þetta minnir reyndar á síðasta tímabil hjá Dortmund, þeirra meiðslalisti var ekki ósvipaður okkar núna…og liðið var lengst af í fallbaráttu.
Afsakið, en þessi tveggja mánaða meiðsli Sakho tæmdu nánast glasið hjá mér.
"He's out for ONLY 8 weeks! " The most Monday of Monday celebrations in the history of Monday. Still. It's something.
— NTX (@NTXabi) November 9, 2015
Fari það í kolbölvað bara
og svo virðist vera sem við séum að kaupa pato til þess að stækka þennan lista enþá meira,,,að við séum að kaupa striker sem er búinn að virka útbrunninn undanfarin ár
pass
Gæti þetta tengst boltanum sem Klopp vill spila? Er þetta of mikið álag á líkama þeirra?
Ragnar nr 2.
.. Megnið af þeim meiðast àður en klopp byrjar þannig nei
Ja hérna, hvað er eiginlega hægt að segja, er Wenger farin að sjá um æfingarnar hjá okkur ?
Öll él stytta upp um síðir, eða hvað. Okkur vantar sála handa Sturridge, og svo þarf að fara að skoða eitthvað þessar æfingar hjá okkur, eða skóbúnað. Hvað er eiginlega í gangi, þetta getur ekki bara verið óheppni !
Pato er samt a leiðinni, eflaust samt bara til þess að meiðast leið og hann skrifar undir 🙂
Hefur einhver tekið eftir því að þessi vandræði byrjuðu öll þegar suarez fór?
Nýr stjóri
Næstum því nýtt lið
Nýtt þjálfarateymi
Nýtt tímabil
FSG þarf að sjá munstrið, og gera sér grein fyrir því sem er að, liðið þarf striker, ekki eitthvern Ings eða Benteke, Ekki eitthvern mann sem er alveg að verða góður eða hefur verið góður áður fyrr, við þurfum að kaupa striker sem er top 10 striker í heimi, þar sem suarez á heima, þar sem torres átti heima, þar sem Owen átti heima (þegar hann var hjá LFC) og þar sem Fowler átti heima!
Það er ekki hægt að fela sig á bakvið eitthverjar afsakanir um meiðsli eða að stjórinn þurfi tíma eða hitt og þetta, þannig lið verða alltaf meðallið!
Einmitt Ørn #5# Thad fyrsta sem mér datt í hug med Pato, búin ad eiga mikla meidsla søgu og væri alveg eftir tví ad hann kæmi til LFC og meiddist fljótlega. Vonandi leysir Klopp samt thetta markaleysi hjá okkur med gódum sóknarmanni, veitir sko ekki af. Sturridge verdur aldrei neinn lykilmadur tó hann fari ad koma til baka, allt of brothættur.
Hvað er að ske Pato að koma til Liverpool snild 🙂
Eru ekki allir eða langflestir meirra meiddu í NIKE skóm ?
Eftir að hafa lesið þetta þá er ég að spá í að fara bara og tékka á því hvað er til í ísskápnum bara….
Shrek er ein mesta meiðslahrúgan í enska boltanum og spilar í NIKE. Ætli það sé fylgni á milli hnémeiðsla og skótegunda?
Fyrir þá sem vita ekki hver Shrek er þá er til lag sem skýrir málið betur.
he’s got,
no neck,
he looks like f*cking shrek,.
wayne rooney,
wayne rooney.
þegar það rignir, þá hellirignir, helvítis fokking fokk.
Hendo: 2 leikir = 1 stoðsending
Það jákvæða er að Ibe, Kolo, Sturridge, Rossiter og Henderson (Jafnvel Millner) gætu verið að detta inn í kringum næstu umferð, og Flanagan og Sakho í des-jan. Þannig að glasið gæti jafnvel verið orðið rúmlega hálf fullt í næsta leik.
Bíð eftir að Raymond Verheijen tjái sig um þetta. Þetta er langþreytt!
Ég er ekki sammála að Kolo Touré meiðslin veiki ekki hópinn. Á meðan Sakho og Gomez eru meiddir þá vantar sárlega cover í miðvörðinn
#12 Egill ekki það að eg leggi það i vana minn að verja Rooney þa hefur hann nu ekki meiðst mikið miðað við að vera með ferill sem spannar næstum 14 ar. Aldrei lent i alvarlegum meiðslum og mest allt hnjask. Getur skoðað það betur herna
http://www.transfermarkt.com/wayne-rooney/verletzungen/spieler/3332#ath
Nr. 15
Reyndar erfitt að meta þetta áður en King Raymond Verheijen er búinn að útskýra þetta fyrir okkur.
Það hafa verið gerðar rannsóknir á meiðslum og skóbúnaði og þar hefur m.a. komið fram að flestir meiðast í nýjum eða nýlegum skóm og meiðslum fækkar eftir því sem skórnir eru eldri (og væntanlega betur tilgengnir).
Svona lítur meiðslaliðið út:
https://twitter.com/RedRegista/status/663728509349687296
Glataður meiðslalisti en svo lengi sem liðið á 11 menn þegar þeir mæta á Selhurst Park 5.mars þá verð ég sáttur. Það þarf að sýna þessum Kristalhallar mönnum að Liverpool eru komnir tilbaka. Mig langar ekki í neinn frá þessu Crystal Palace liði mig langar bara að sjá Liverpool vinna þá. Þeir eru búnir að rjúka upp óvinsældarlistann hjá mér sem lítur núna út svona:
1. United – and it´s not even close
2. Chelsea – það er í kortunum að Mourinho endar í United
3. Everton – óþolandi lið í alla staði
4. Crystal Palace – rogginn þjálfari, heppnislið – shjitt hvað ég meika þá ekki
5. WBA – Tony Pulis er stoltur extra long ball þjálfari
Er podcast þáttur á planinu í kvöld?
Já.
#17
Rétt, hann er ekki sá meiðslagjarnasti. Hann hefur aftur á móti tognað amk 5x á ökkla auk einhverra hnémeiðsla sem skila honum í 50+ leikjum síðan 2007 á meiðslalistanum. Ekki það að ég nenni að grafa djúpt í hans sögu 😉 en Eddi nefndi mögulega tengingu við Nike skótegundina og Rooney er eini leikmaðurinn sem mér datt í hug í fljótu bragði sem spilar í Nike og á all langan meiðslalista að baki. Gaman væri að sjá hvort einhverjir tilteknir skóframleiðendur standi sig “verr” en aðrir.
Mikið væri nú gaman ef Carraghr og Hyypia tækju fram skóna að nýju og væru kannski 10-15 árum yngri.
Sorry hann er auðvitað búinn að skoða þetta
Raymond Verheijen’s study, published on fifpro.org, that looked at 27,000 games:
Across the study, teams playing after just two days’ recovery against teams who had enjoyed at least a three-day gap were found to be 42% less likely to win
In terms of league points lost, teams playing on the Saturday following a Wednesday night Champions League fixture were found to reap 0.55 points less than average. Teams playing on Sunday following a Thursday night Europa League match were 0.41 points per game worse off.
The study also focused upon 71,251 goals and when they scored during games. In parallel with winning less and losing more after just two recovery days, teams scored 0.52 fewer goals per game, scored 0.30 goals less in the final third and conceded 0.45 more goals than average in the final half hour.
Það sagði mér sjúkraþjálfari í sumar, að mesta meiðslahættan væri á æfingu 2 dögum eftir leik samkvæmt einhverri nýlegri rannsókn..
Þannig að ef við gefum okkur það, að LFC æfði lítið eða ekkert á föstudag, og tók svo æfingu á laugardag, þá eru meiðsli Sakho kannski ekki að koma mjög á óvart, þeas hafi laugardagsæfingin verið eitthvað annað en bara rölt í gegnum taktík..
En einn benti á hvaða skóm þessir menn hjá okkur væru í, og nú eru Hendo, Milner og Sakho allir í Nike, Gomez líka, og ég held að Ings sé það líka..
Eitthvað er það gruggugt.. Sakho og Gomez spila í sokkamagista þarna, Hendo er í Magista án sokka, Milner magista án sokka, Ings er í Nike Vapor án sokka, og Sturridge í Nike líka..
Rossiter í umbro og Flanno í adidas svo ég klári listann…
Án þess að þekkja þetta eitthvað er þá ekki bara málið að flestir spila í nike og ef svo er þá er þetta svipað og að segja að flestir sem lenda í bílslysum séu í bíl, svona til að taka eitthvað dæmi.
Menn eiga að spila í Adidas og ekkert helvítis kjaftæði. Karlmenni spila í Adidas og meiðast aldrei.
Nike er bara fjöldaframleitt amerískt rusl fyrir klæðskiptinga og metrósexúal fólk eins og Kristjönu Ronaldo og Shrek.
Já, sem betur fer er Adidas ekki fjöldaframleitt rusl. Enda einungis næst stærsti íþróttavöru framleiðandi í heiminum.
Mjög vont að missa Sakho! Gjörsamlega dýrka þann leikmann. Sem betur fer tæmist sirka helmingurinn af þessum leiðinlega lista a næstu tveimur vikum. Sem betur fer höfum við hinn brosandi Klopp. E
Og svo er Balotelli meiddur!
heilir og sælir
Þessi listi fer vel yfir þau meiðslavandræði sem klúbburinn glímir við. Án þess að hafa kannað það neitt sérstaklega þá held ég að við séum svosem ekkert með mikið meiri meiðsli en aðrir klúbbar sem spila í jafn mörgum keppnum þegar horft er yfir tímabilið í heild sinni en það sem gerir útslagið hjá okkar mönnum eru fyrst og fremst langtímameiðsli lykilmanna sem við eigum ekki cover fyrir.
Einfalt dæmi er t.d. Walcott hjá Arsenal verið gríðarlega mikið meiddur nánast allann sinn feril, í dag kemur það minna að sök þar sem þeir hafa Sanchez og Giroud til þess að bakka hann upp. Í tilfelli LFC þá hefur í raun engin getað bakkað Sturridge almennilega upp. Balo og Lambert í fyrra var einhver sú alversta tilraun sem ég veit um. Benteke og Ings er miklu betri lausn og hefur Benteke sérstaklega sýnt það í vetur að hann lyftir liðinu upp á hærri stall. Með langtímameiðslum Ings þá reyndar myndast aftur þörf á nýjum striker þar sem Origi virðist ekki vera tilbúinn og ómögulegt er að treysta á Sturridge. Í raun finnst mér engin geta leyst Henderson af hólmi, ég hefði haldið að Milner kæmist nálægt því en það er bara langt í frá miðað við hans spilamennsku í upphafi tímabils.
Í raun erfitt að sakast við einhvern, þetta er bara gríðarlega svekkjandi.Ég held að það sé ekki þörf á að umturna liðinu. Ég myndi halda að það séu 3 lykilstöður sem ætti að stefna á að styrkja í næstu 2 leikmannagluggum. Nýjan markmann, varnarsinnaðan miðjumann og sóknarmann.
Markmaður og varnarsinnaður miðjumaður er eitthvað sem hefði átt að vera búið að græja fyrir löngu síðan, ég held það sé búið að tala stanslaust um þetta síðustu 4 – 6 leikmannaglugga. Alla jafna hefðum við ekki þurft á sóknarmanni að halda en m.v. meiðslavandræði Sturridge og Ings þá er ljóst að Benteke getur ekki einn séð um markaskorunina.
YNWA
alexander
Þetta er nánast efniviður í lag fyrir Ingó Veðurguð… 🙂
#34: já eitthvað eins og svona? https://www.youtube.com/watch?v=0ffXEaSWqJM
#35
Haha, var ekki búinn að sjá þetta! En alveg sama hugmynd auðvitað!
Hefði þó vitaskuld útfært þetta heeeldur öðruvísi… 🙂