Liðið gegn Palace

Coutinho og Sturridge eru báðir á bekknum í dag og líklega er verið að hvíla Clyne. Liðið er því svona:

Mignolet

Flanagan – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Lallana – Origi – Firmino

Bekkur: Ward, Toure, Clyne, Allen, Coutinho, Sturridge, Benteke

Klopp hefur úr stærri hóp að velja en hann hefur áður haft hjá Liverpool og það er bara bullandi samkeppni um stöður í liðinu. Þetta verður áhugavert gegn þessu helv… bölvaða Palace liði.

96 Comments

  1. Lýst vel á Klopp þarna, ein breyting á liðinu frá slátrun á City og hún er skiljanleg þar sem Clyne hefur spilað nánast alla leikina. Hefði verið týpiskt að troða Sturridge og Coutinho inn í liðið bara til að hafa á þá í liðinu.. En þvílikur bekkur sem við höfum þá, Clyne, Benteke, Coutinho og Sturridge!

  2. Það er svolítið skondið þegar við aðdáendur erum oft að spá í hvild leikmanna, og hvaða leikmenn á að hvíla eftir erfiða leikjatörn. Við erum oft að spá í hvern eigi að hvíla útaf meiðslasögu viðkomandi leikmanns og öðru, (Sturridge,Sahko,Lallana,Lovren og fleiri eru oft nefndir. Mér þætti því gaman að vita með Milner, hann hlýtur að vera búin að spila ótrúlega margar mínútunar undanfarnar vikur, og oftast hleypur hann lengst og mest í leikjum okkar, komin yfir þrítugt. Klopp hlýtur að vera að fíla það hvernig hann leggur sig allan fram í hvern einasta leik. Þvílíkur karakter sem þessi drengur er.

    Þetta var annars smá útúrdúr. Ég er hissa á því að Sturridge sé ekki að byrja þennan leik. Kannski erum við bara að leggja meiri og meiri áherslu á Evrópudeildina á kostnað deildar.

    Við verðum bara samt að taka þennan leik. Koma svo rauði her. Tökum þetta ! !

  3. Tími til kominn að rústa þessu helv.. Palace liði alminnilega, KOMA SVO.

  4. Flott lið og rosalegur bekkurinn í dag, vonandi að það haldi mönnum á tánum og menn leggi allt sem þeir eigi í þetta verkefni. Flott hjá Klopp að halda sig við mennina sem stóðu sig svo frábærlega á móti City.

    Það er bara eitthvað svo Liverpool legt við þetta og týpískt að við drullum uppa á bak á móti þessu liði og náun ekki að fylgja eftir City leiknum.

  5. Ásmundur er í sjokki yfir úrslitunum sem hann veit að koma. Líklega á hann eftir að verða mjög undrandi.

  6. af hverju eru bæði Sturridge og Coutinho hvildir 2 leiki i röð ? ætli þeir seu ekki 100 prósent heilir ?

  7. Ætla að vona og leikmenn séu enn reiðir og í hefndarhug. Það virkaði vel á móti City.

    Vil sjá bullandi þungarokk!!

  8. Fyrir mig þa hefur Sakho mun meira að sanna heldur en Moreno. Vonandi nær hann og fleiri að halda rönninu gangandi og vinna Palace. Koma svo!

  9. Einhver andsk.. hundur í mér í dag með þennan leik. Vænti þess að herr Klopp hafi fundið andsvar við uppleggi Pardew sem eins og allt Palace liðið hafa eitthvað ofurtak á Liverpool í það minnsta síðustu árin ! Vinsamlega taktu það til greina Herr Klopp að við stuðningsmenn óskum eindregið eftir sigri í dag. Eins og google frændi myndi segja “sieg ist unsen” (sigurinn er okkar) en maður spyr sig.

  10. Skurtel er aftur utan hóps og hlítur að hugsa sýna stöðu ef svo er áfram.

  11. Ibe er greinilega númeri of lítill. Kemst ekki í hóp þegar svona margir eru heilir.

  12. Ánægður með að menn séu mættir í rugbybúninginn á móti þessum fautum!

  13. Ég óttast að Flanagan verði í vandræðum vegna hraða Leikmanna CP. Sækja greinilega upp hans meginn.

  14. Anda inn og anda út….tvö dauðafæri hjá CP. Þeir eru snarpir frammi en við hljótum og verðum að klára þetta lið.
    YNWA

  15. Adebayor er að reyna. Þà líklega að reyna að fà stærri samning hjà stærra liði. Klassi.

  16. Origi að gefa CP góða sókn, finnst við vera heldur að gefa eftir og fáum mikið af aukaspyrnum á okkur. Alveg komin tími til að menn girði sig í brók og setji smá pung í þetta. Er hræddur um að Flanno endist ekki leikinn ef hann heldur áfram að brjóta svona af sér.
    YNWA

  17. Finnst Moreno tapa einvigum allt of oft hatt a vellinum og kemur miðjunni og öllu liðinu i vandræði fyrir vikið.

  18. Það er merkilegt, þegar við spilum við “lakari” liðin, þá virðast þau virka betri en við – alltaf.
    Ótrúlegt að sjá atvinnumenn í standa kyrrir þegar liðsfélagi þeirra er með boltann í 7 m radíus við þá. Menn greinilega muna ekki grundvallaratriði í fótbolta, ekki standa kyrrir og koma á móti bolta frá liðsfélaga. Allir lausir boltar klikka hjá okkur á meðan það gengur flest upp hjá “lakara”liðinu.
    Dapurt að sjá þetta hjá mínu ástkæra liði.

  19. þetta er ekkert sérstakt, eiginlega frekar dapurt. Jú, við erum að berjast og vörnin er að halda ágætlega.. Þetta eru slagsmál en guð minn góður hvað við erum bitlausir fram á við.

    Sturridge inn á seinni hálfleik. Held að Coutinho sé ekki tilbúinn í þessi slagsmál á miðjunni. Hef áhyggur af því að Henderson eða Milner endi með rautt.

  20. Við megum alls ekki við því að missa annað hvort Milner eða Henderson útaf með rautt. Spuring um að fá Allen inná í þessa baráttu. Ég held að við séum ekki búnir að eiga skot á rammann í fyrri hálfleik. Vantar bit í sóknina. Sturridge plús tvær aðrar skiptingar í seinni hálfleik takk fyrir. Koma svo í seinni hálfleik ! ! ! ! ! Við þurfum 3 stig.

  21. Milner, Lallana og firmino eru þeir með eða ? Moreno í ruglinu. Menn eru hreinlega ekki með, ekki mættir !!! fá spark í hálfleik….

  22. Sælir félagar

    Ekki nógu gott í fyrri hálfleik. Vona að menn girðisig í brók í þeim seinni og verði meira direkte

    Þð er nú þannig.

    YNWA

  23. Púlarar eru á hælunum. Af hverju geta þeir ekki náð smá stöðugleika?

  24. Mikið svakalega er þetta lið okkar kareterlaust. Enginn vilji eða kraftur.

  25. Meiri aumingjaskapurinn að geta ekki komið boltanum í burtu alveg merkilegt hvað menn taka rangar ákvarðanir endalaust

  26. Ég er brjálaður…..alger óþarfi að gefa þetta horn.
    Það er sama og engin einbeiting í liðinu.
    Djöfulsins…
    Yfir og út.

  27. magnað hvernig palace nær alltaf sínum besta leik á tímabilinu á móti okkur ….tökum þá 2-1 !

  28. Afhverju eru menn alltaf svona rosalega áhugalausir, kærulausir og getulausir á móti nestu 5 liðunum

  29. Blessuð hornin enn einu sinni. Bíð annars spenntur eftir því að sjá hvernig menn ná að klína þessu á Moreno…

  30. Nenni þessu ekki. Slökkti á sjónvarpinu.

    Það er alltaf næsta síson

  31. Frábært að taka út hægri bakvörðinn fyrir coutinho og svo fær milner heimskulegt rautt spjald

  32. Kemur þetta einhverjum á óvart, óstöðugasta lið sem til er í deildinni.

    Djöfull er þetta orðið pirrandi…….

  33. Getur þetta lið ekki spilað tvo góða leiki í röð. þetta er hörmung.
    milner og hendó búnir að vera sorglegir í dag.

  34. Hvers vegna hefur Klopp engan áhuga à að vinna þennan leik. Eigum góða möguleika að nálgast toppinn ef við hefðum unnið þessa tvo leiki sem við áttum á þau.

  35. Jæja……Milner með heimskulega pirringstæklingu eftir að leikmaður CP fálmaði eitthvað í andlitið á honum. Núna þarf einhver að taka af skarið, menn verða bara að ta sjénsinn, það á líka við um Klopp
    YNWA

  36. Fyrirliði lverpool var keyptur frá sunderland og hann er lélegasti leikmaðurinn á vellinum.Gríðarlegur metnaður í gagni hjá lfc

  37. og bara plís, plis….plís EKKI minnast aftur á topp4 þetta tímabil.

  38. Jordan Henderson hefur aldrei verið og verður aldrei topp klassa leikmaður búið og basta.

  39. Það er bara grín að við drullum alltaf á okkur á móti þessu liði. Virkilega slakir og höfum engan áhuga á að vinna leikinn eða leggja sig fram í þetta verkefni.

  40. Taktískur ósigur hjá klopp frá byrjun.. Þú geymir ekki heilan sturridge og coutinho á bekknum á móti þessu ógeðslega leiðinlega og ekta pardew liði

    Algjör skíta hjá lfc

  41. Soft seinna gult kort og af hverju i fjandanum fengum við ekki horn. Origi kom aldrei við boltann!!

  42. Já! Bobby firmino. Já nölduseggurinn her að ofan mccarthy er miklu betri en mignolet….

  43. Eiga cp betri markmann en við? Get ekki seð það! Nu tökum við þetta!!

  44. Er ekki best að ausa úr skálum reiðinnar eftir leiki? Ekki það að ég skil vel að fólk getur orðið pirrað en það getur allt gerst í fótbolta.

  45. Dáist af stuðningsmönnum okkar sem eru á leiknum. Halda áfram að hvetja.

  46. Greinilega alvöru stuðningsmenn JOL. Skelfilegt að sjá menn eins og þig ekki geta fagnað jöfnunarmarki og baráttu liðs síns að ná að snú leiknum sér í vil

  47. Benteke sjálfur a punktinn ooooooog hann skooooooorar. Já! Mikilvæg þrjú stig

  48. hahaha…yess!!!! streamið for um leið og Benteke for a punktinn. Koma svo stori maður!!!

  49. guð minn góður, djöfull skal ég skammast mín núna og éta drulluskítugan sokk. Var þetta í alvörunni að gerast!! YES!!!!!!!!!!!

  50. Var ekki einhver að tala um skort á karakter?? Pappakassar! Þetta er skilgreiningin á karakter!!

  51. Þetta var tæpur dómur og allt það en ég er alla daga til í þessi þrjú stig. Okkar menn ekkert óheiðarlegir í þessu svo þeir sem fussa. Verði ykkur að góðu. 3 stig í hús.

  52. Lenda undir svo manni færri Og vinna leikinn
    Mjög sáttur með það =3 stig 🙂

  53. Get ekki verið meira sammála þeim Carra og Henry þegar þeir segja að þetta hafi verið víti…fer í ökklan á Benteke.

  54. Frábær leikur þegar upp er staðið, menn sýndu karakter eftir að við lendum undir og missum mann útaf og það var akkúrat það sem flestir kölluðu eftir. Svona sigur hlítur að gera mikið fyrir sjálfstraustið og það er akkúrat sem okkar mönnum vantar. Núna eru framundan tvær rimmur við man.utd og ég hef fulla trú á að hópurinn sé klár í það verkefni.
    YNWA

Crystal Palace á morgun

Crystal Palace – Liverpool 1-2