Uppfært: Mér varð að ósk minni í ummælunum, mótherjarnir eru BORUSSIA DORTMUND! Fyrri leikurinn fer fram í Þýskalandi 7. apríl og seinni leikurinn svo viku síðar á Anfield.
Þetta verður rosalegt!
Hvernig líður okkur svo á föstudagsmorgni? Veðrið er gott, fuglarnir syngja og Liverpool er ósigrað gegn Manchester United í Evrópu. Lífið gæti alveg verið verra.
Í hádeginu í dag verður dregið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Við fylgjumst með og uppfærum þessa færslu um leið og drátturinn liggur fyrir.
Þetta eru liðin í pottinum í dag:
Borussia Dortmund
LIVERPOOL
Manches… nei úps!
Shakhtar Donetsk
Sevilla
Sparta Prag
Sporting Braga
Villareal
Línurnar eru nokkuð skýrar. Það eru öll lið erfið en Dortmund er sennilega besta liðið í keppninni m.v. núverandi form, Sevilla hafa unnið þessa keppni síðustu tvö ár, Athletic Bilbao fóru í úrslit fyrir tveimur árum og Villareal eru fyrir ofan bæði þessi lið í La Liga. Í raun er ógnartak spænskra liða á þessari keppni síðustu ár svakalegt og því ljóst að ef mótherjarnir eru einhverjir af þessum fjórum liðum verður þetta svakalega erfitt.
Þannig að, Sparta, Braga eða Shakhtar, takk? Eða vill fólk frekar fá stórleikinn í næstu umferð?
Sjáum til. Dregið í hádeginu. Þetta verður spennandi!
Mín skoðun: ég veit að Klopp sagðist í gær alls ekki vilja fá sterkasta liðið, auk þess sem það yrði erfitt fyrir hann að þurfa að mæta Dortmund, en maaaaaaður lifandi hvað ég væri til í þá viðureign. Spurs urðu sér til skammar með því að gera eins og Spurs hafa gert allt of oft síðustu árin og spila varaliðinu í leikjunum gegn Dortmund. Dortmund eru líka að berjast um titil í sínu landi en gátu samt spilað sínu sterkasta enda vita þeir, ólíkt Spurs, hversu góð tilfinningin er þegar þú ert að nálgast úrslitaleik í Evrópu.
Þannig að sendum Dortmund aftur til Englands og leyfum þeim að spreyta sig á liði sem tekur Evrópu alvarlega.
Dortmund, takk! Það er hvort eð er betra að eiga við þá í 8-liða úrslitum en í úrslitum. Spænsku liðin geta svo beðið þar til í undanúrslitum og í Basel, ef við komumst svo langt.
Ef við fengjum United og Dortmund back-to-back yrði þetta sjálfkrafa besta Evrópuvor okkar síðan a.m.k. 2007. Svo langar mig líka alveg rosalega að sjá hvernig Einar Matthías hitar upp fyrir Dortmund í Evrópu!
Tek undir með þetta. Maður fann það gegn United hvað þessir leikir voru stórir og spennandi, gegn Dortmund yrði þetta svipað!
Ballspielverein Borussia 09 e.V. Dortmund, vertu velkomið á Anfield!
Ég vil helst fá Dortmund i fjögurra liða eða í úrslitaleik. Engir auðveldir andstæðingar í pottinum en Dortmund og spænsku liðin líklega erfiðust.
Svaf annars eins og ungabarn í nótt og ekki sofið eins vel í mjög langan tíma 🙂
Ein ástæðan fyrir trú minni á Klopp er að maðurinn sýnir aftur og aftur hverskonar gullmoli hann er fyrir okkur. Hann er svo spot on og metnaðurinn og ástríðan drýpur af honum. Hann fagnar að sjálfsögðu eins og vitleysingur að við séum komin áfram en er samt raunsær og vill gera betur. Hann sér algerlega hvað þarf að bæta í okkar sóknarleik, sbr. ummæli hans eftir leik í gær. Þetta er í hnotskurn það sem verður að laga hjá okkur:
“In the future, not against Man United maybe because that will always be intensive, but in the future we have to be a little bit more clear. You see all the counter-attacks in the second half, we had five players but played the last pass with no chance to get the ball and then we had to run back. I don’t know how many metres we collected tonight because of bad passes in the last moment.
“That’s not too smart – but the rest was really, really good. It was an intensive fight against a big opponent… Cool!”
Dortmund or not í næstu umferð…förum alla leið.
Ég bill bara fá fyrri leikinn úti og eiga heimaleikinn í seinni leik. Hvaða lið skiptir mig ekki máli, við verðum að slá það út 🙂
Sparta Prag eða Sporting Braga.
Hjartanlega ósammála hvað Spurs varðar, fáránlegt hjá þeim að eyða orku í EL sem hefur kostað þá stig undanfarin ár í deildinni . Þeir hafa aldrei verið nær því að vinna Úrvalsdeildina og með aðeins Leicester fyrir ofan sig er ekki tekið séns á Europa league líka. Þeir eiga mun meiri möguleika á sæti í CL líka í gegnum deildina á Englandi.
Dortmund er ekki í sömu stöðu, bæði er samkeppnin í Þýskalandi ekki sambærileg því sem við erum að horfa á í Úrvalsdeildinni og það er smá munur að vera fimm stigum á eftir Bayern eða Leicester.
Varðandi næstu mótherja þá langar mig alls ekki að fá Shaktar, Dortmund eða Sevilla.
Því er þó ekki að neita að Dortmund rimma yrði mjög spennandi, bæði í ljósi þess að Klopp er nú stjóri Liverpool og ekki síður til að gefa þessum stuðningsmannahópum tækifæri til að mætast í alvöru leik. Stemmingin yrði á við það þegar Liverpool og Celtic mætast.
Vill ekki fá Dortmund fyrr en í úrslitunum. Verður rosalegt að heyra 80.000 manns stuðningsmenn tveggja liða syngja You’ll Never Walk Alone saman.
Þetta er einfalt. Bragi Brynjars á afmæli í dag og því er það skrifað í skýin að við drögumst gegn Braga.
Pant fá Sparta Prag, Braga eða VillaReal. Dortmund má koma i undanúrslitum eða í úrslitum! Frábært að slá scums ut og mjög verðskuldað. Getum alveg farið alla leið!
Braga kaffi all day long !!
:O)
Veit einhver hvernig það er hægt að fylgjast með drættinum í beinni á netinu?
Live commentary hér:
http://www.espnfc.com/uefa-champions-league/story/2199507/boot-room-champions-and-europa-league-quarterfinal-draws
Islogi :alveg örugglega á Uefa.com 🙂
http://www.uefa.com/uefaeuropaleague/season=2016/draws/round=2000661/index.html
Livestream should be available here at 1200 GMT.
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/4axv2a/europa_league_quarter_final_draw_live/
Braga eda Sparta væri best tel eg! Vill sjá Liv-Dortmund í úrslitum ekki 8 lida!
Kæra logd á liverpool fyrir songva? Er thad eitthvad djok… Hvad med UTD..
Dortmund!!!!
Fyrsti leikur tha úti og seinni heima…
Vúhú Dortmund geggjað!
Úffff
Verður ekki erfiðara 🙂
Frábært. Dortmund – Liverpool er draumur. Það er svo gaman að þessum stóru leikjum og við erum underdogs sem verður að teljast ágætt þegar Liverpool á í hlut. YNWA
það eru jákvæðir punktar við þetta. Ef það er eitthvað lið sem Jurgen Klopp þekkir betur en Liverpool þá er það Dortmund og þýska deildin er eina deildin sem Jurgen Klopp þekkir betur en ensku deildina.
Það ætti að skipta rosalega miklu máli þegar það kemur að undirbúningi fyrir þennan leik.
Ég hef áhyggjur af komandi leikjum. Southamton, Tottenham, Dortmund, Stoke og svo aftur Dortmund.
Góðu fréttinar eru þær að hópurinn er orðin breiður og leikjaálagi er dreift tiltölulega vel, þá gætum við þessvegna unnið alla þessa leiki.
Þetta verður geðveikt viðureign. Ég hef fylgst með mínum mönnum í Þýskalandi í yfir 20 ár og eru þeir í dag með gríðarlega sterkt lið og miklu sterkara lið en Man utd og ef maður á að vera hreinskilinn sterkara lið en liverpool í dag. Það þýðir samt ekki að liverpool getur ekki unnið þá. Evrópukeppnis saga liverpool er full af glæstum sigrum og oftar en ekki hefur liðið spilað hlutverk davíðs vel og látið sterka mótherja hafa fyrir hlutunum.
Ég get samt ekki beðið eftir móttökuni sem klopp fær á sínum gamla heimavelli en liverpool menn verða að halda einbeitingu en ef það er eitthvað lið í heiminum sem klopparinn þekkir út og inn þá er það Dortmund og er ég viss um að hann eigi einhver leynivopn( t.d ný gleraugu)
Ég verð útí Englandi á þessum tíma og mun svo pottþétt fara á þennan leik á Anfield þann 14.apríl. Hræktu á ketti hvað ég get ekki beðið! 🙂
Þetta verður geðveikt!!
YNWA í Dolby surround x 2. Bring it on.
prumpaðu i stampinn hvað þetta verður mergjað!
Þetta verður konfekt. Burt séð frá Klopp tengslunum, þá mætast þarna dyggustu og skemmtilegustu stuðningsmenn í Evrópu. Þarna fá stjörnur Dortmund að kynnast Anfield í allri sinni dýrð sem verður til þess að þær slást um að fá Klopp til þess að kaupa sig í lok leiktíðar.
Verð í Stokkhólmi þegar seinni leikurinn við Dortmund verður. Ég stóla á að einhver Liverpool snillingurinn geti bent mér á stað til að horfa á leikinn í beinni. ?#?YNWA?
Roschalegt!
Spurs voru langt frá því að vera með eitthvað varalið í leikjunum gegn Dortmund þeir voru með ansi sterkt lið mínus Kane sem kom svo inn á sem varamaður í báðum leikjunum.
Liverpool ætlar greinilega að fara erfiðu leiðina í þessari keppni en þetta verður rosaleg rimma og maður getur varla beðið. Þetta er það sem Evrópu keppni snýst um að fá svona leiki!
YNWA
Þetta verður erfitt, en hrikalega spennandi!
Sæl og blessuð.
Ég var í öngum mínum í gær allt til þess að leikurinn var flautaður af. Áttaði mig samt á því þegar á leið, að þessir piltar mynda allt annað lið en það sem skottaðist um á Gamla Traðarvaði fyrr í vetur. Það er svo margt sem hefur hrokkið í lag á síðustu vikum og mánuðum. Leikurinn var í raun aldrei í hættu.
Svo skrýtið sem það nú er, þá var vörnin sterkasti hlekkurinn og hinn langþráði Sturridge spilaði af slíkum ógæðum að maður var farinn að hrópa á blásaklausan labbtoppinn að skipta honum út fyrir sprækari Origi. Nema hvað að þrúgandi streitan smám saman hvarf fyrir gleðikennd og hún lifir enn í æðum.
Dortmund er svo allt annað dæmi. Gæðamunurinn á þeim gulklæddu og þeim púkalegu manséstermönnum er ámóta og Þóru Einars og indversku prinsessunni Leoncie. Þetta verður magnað stykki, hádramatísk Wagnerópera og mun án nokkurs vafa halda okkur í spennitreyju angistar og lotningar allt þar til lokatónarnir þagna.
Best að slá út erfiðasta liðið STRAX hahahahaha!!!!!!!!!
Það er ótrúlegur andskoti þessi dráttur í evrópudeildinni og (ó)heppni LIverpool. En Dortmund verður ágætur mælikvarði á getu liðsins, samt hefði verið betra að dragast á móti t.d. Atletico eða Braga, en það verður ekki á allt kosið, en samt ótrúleg niðurstaða. Er þetta eitthvert Blatter-trix?
Soltið blendnar tilfinningar hjá mér varðandi dráttinn þar sem ég hef haldið með LFC síðan ég man eftir mér og sú staðreynd að ég bjó stutt frá Dortmund í 2 ár og er þar af leiðandi mikill BVB maður.
En aftur á móti er ég rosalega spenntur fyrir þessari viðureign. Svo spenntur að ég byrjaður að toga í allskyns spotta og reyna að nýta mér þau sambönd sem ég hef til að útvega mér miða á leikinn í Dortmund.
Er að velta fyrir mér hverjir eftirmálar ólátanna á Old Trafford verða.
Er sannfærður um að ef UEFA hefði tekið á málum eftir leikinn á Anfield hefði þessi ólæti aldrei komið til. Það er óþolandi að það viðgangist að áhangendur liða syngi jafn viðbjóðslega söngva og einhverjir áhangendur manu sungu á Anfield. Sama má segja um okkar ef þeir hafa svarað í sömu mynt á Old Trafford.
Það virðist reyndar ekki vera alveg ljóst hvað gerðist en það væri gaman ef þið annars frábæru stjórnendur síðunnar getuð tekið það saman ef þið hafið tök á.
Svo er það jafn fáránlegt að UEFA skyldi ekki ákæra Fellaini fyrir stappið á fætur Can og olnbogaskotið. Skiptir engu þó Can hafi gert lítið úr málinu. Og nú sleppur hann af því að annars góður dómari leiksins gaf honum bara gult spjald í leiknum í gær. Þar með er búið að ákveða refsinguna. Svona fautaskapur á ekki að viðgangast.
Áfram Liverpool!
Maður kikir a netið og það er Dortmund….fari það i sheize
Minn draumadráttur… 🙂 Það er bara eitthvað svo ævintýralega skemmilegt við það horfa á blaðamannafundi á þýsku með Klopp… Tær snilld alveg. Verður hrikaleg rimma en bara fjör, gaman, spenna og gleði. Frábært svo að seinni leikurinn er á Anfield.
YNWA
Lúðvík #33 skrifar “Dortmund er svo allt annað dæmi. Gæðamunurinn á þeim gulklæddu og þeim púkalegu manséstermönnum er ámóta og Þóru Einars og indversku prinsessunni Leoncie. ” Ég verð nú að segja að þær eru jafn þokkafullar…bara með mismunandi hætti.
Ekki óskadrátturinn í næstu umferð keppninnar en þetta verður alvöru spenna og þvílíkt stuð. Tökum þetta.
Algjörlega sammála Hössi #37. Þetta skrifast mikið á aðgerðarleysi uefa.
Ég er ekki forlagatrúar en á svona dögum efast maður…..í síðustu umferð var skrifað í skýin að andstæðingurinn yrði mutd og núna Dortmund og það gengur eftir.
Sagan er að endurtaka sig !!!
Liverpool tapaði fyrir Nottingam forest í deildarbikarnum 78 sem varð líka englandsmeistari sama ár, en Liverpool varð svo evrópumeistari.
Liverpool tapaði á móti Chel$$kí í deildarbikarnum 05 sem varð líka englandsmeistari sama ár, en Liverpool varð svo evrópumeistari.
2016…city vann okkur í úrslitum deildarbikar og vinnur svo deildina og við……………………………….þori ekki að segja það 🙂
Reus @ Anfield (Staðfest) 🙂
Núna má ekki vera með einhverja minnimáttarkennd. Af hverju ætti Liverpool ekki að vera eitt sigurstranglegasta liðið í þessari keppni. Dormund er frábært lið sem ég held að sé eitt af þremur bestu ásamt Sevilla. Eins er það líka hvað hentar liðum, Liverpool er eitthvert besta lið sem þú finnur þegar komið er langt í einhverjum keppnum. Það segja allar tölur frá umliðnum árum og áratugum.
@43: “City vinnur deildina…” – það er nú ekki einusinni útséð með að þeir komist í Meistaradeildina…
Það er kannski alveg eins gott að mæta besta liðinu núna. Við erum að fá menn úr meiðslum og hugmyndafræði Klopps er að komast til skila sem veldur því að liðið er sífellt að spila betur og betur. Það er líka betra að keppa við þá í tveimur leikjum, og ef við eigum á annað borð að tapa fyrir Dortmund, þá vil ég heldur afgreiða það strax.
En afhverju ósköpunum eruð þið ekki búnir að skrifa pistil um að Liverpoolbarnið sjálft, Jon Flannagan er komin með nýjan samning ?
#48 Ég er viss um að snillingarnir koma fljótlega með pistil um hann Jón okkar… þótt það sé kannski erfitt að heimta pistil, en við erum jú orðnir svo góðu vanir frá þeim félögunum.