Liðið gegn Bournemouth

Byrjunarlið dagsins er komið:

Ward

Randall – Touré – Lucas – Smith

Ibe – Allen – Stewart – Ojo

Firmino – Sturridge

Bekkur: Mignolet, Sakho, Flanagan, Milner, Lallana, Coutinho, Origi.

Umm … vá! Þetta er nánast algjört varalið. Það vekur strax áhuga að Martin Skrtel er ekki einu sinni í hóp, og að Jordon Ibe fær sénsinn eins og ég spáði í gær. Lucas er í miðverði, Conor Randall og Brad Smith í bakvörðum … og Danny Ward í markinu!

Já og Firmino/Sturridge frammi.

Þetta verður áhugavert.

YNWA

58 Comments

  1. Ok það má segja að þetta byrjunarlið komi aðeins á óvart, er Klopp að henda inn handklæðinu í deildinni og allt lagt í evrópu keppnina.
    Meira að segja Ward í markinu en engin Skrtel.

    Þetta verður athyglisvert og mikill prófsteinn á hópinn.

  2. Já nú verður gaman að sjá Ward og hvað hann hefur upp má að bjóða

  3. Er ekki kallinn bara að spila hálfgert pre-preseaon núna. Sjá úr hverju þessir varamenn eru gerðir svo að hægt sé að gera upp hug sinn fyrir sumarið, hverjir eiga að fara og hverjir fá að vera?

    Lýst vel á þetta, go go klopp…og megi kjúklingarnir gefa honum eitthvað til að hugsa um…eða hundskast burt ella 🙂

  4. Miklar breytingar og greinilegt að Klopp ætlar að gefa mönnum möguleika á að sanna sig. Er samt pínu hissa, finnst þetta miklar breytingar því enn er sjéns á þokkalegu sæti í deildinni og ég er hundfúll ef sú staðreynd telur ekki neitt. En þrátt fyrir þessar breytingar þá er þetta þokkalega sterkt lið og eins og alltaf þá hef ég tröllatrú á mínum mönnum.
    YNWA

  5. Ég spáði Ojo í byrjunarliðinu í gær. Þannig að allt var rétt hjá mér.

    Geta má þess að Ojo er stafað ojO afturábak – framtíðarleikmaður.

  6. Stór séns fyrir Ward og Randall, aðeins minni séns fyrir Stewart og Ojo. Í sjálfu sér er ég sammála þessu uppleggi (og mig grunar að Einar Matthías sé það líka), þ.e. að nota breiddina, gefa mönnum tækifæri, sjá hvernig einstakir leikmenn pluma sig undir pressu. Klopp metur það sem svo að 4. sætið sé úr sögunni og þá skipti ekki öllu máli hvort niðurstaðan verði 5. eða 8. sætið.

    BTW, þá held ég að 6. eða 7. verði niðurstaðan úr þessu, jafnvel þó svo að 4. sætið sé ennþá fræðilegur möguleiki, en varla raunhæfur. Núna er áherslan greinilega öll á Evrópudeildina, og ég skil það bara mjög vel.

  7. Þegar þú færð sjénsinn hjá Liverpool FC, þá leggur þú þig 110% fram í leikinn, það er bara þannig, spennandi , koma svo Liverpool !

  8. Virkar frekar veikt lið. Er samt sáttur enda hafa menn verið að koma þreyttir ur Evrópuleikjum. Leikurinn við Stoke gefur leyfi til að halda áfram að prófa unga og óreynda. Ég vona það reyni aðeins á vörn og markmann. Gaman að sjá hvað menn geta. Spá 3-2 sigri okkar manna.

  9. Samála fólki gaman fyrir ungu strákana að fá sjéns núna er tíminn! svakaleikur sem fer 3-1 fyrir okkar mönnum firmino með 2 og stewart með 1

  10. Mér lýst vel á þessar tilraunir. Bæði vegna þess að gæðin eru þónokkur hjá varaliðinu og þeir eiga að hafa burði til að spila gegn “litlu” liðinum á Englandi og einnig vegna þess að þetta er nauðsynlegur partur í því að þróa leikmenn áfram að gefa þeim tækifæri til þess að synda í stóru fiskatjörninni.

  11. Sælir félagar

    Þetta er afar áhugaverð uppstilling og verður (vonandi) gaman að feylgjast með. Mér finnst líklegt að okkar menn vinni þetta en ef til vill þarf að gera þrjár breytingar til að sigla þessu í höfn. Mín spá 1 – 3

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Fyrir mánuði síðan hefði ég spáð öruggu tapi í dag og öllum kippt snarlega niður á jörðina aftur. Núna trúi ég hinsvegar á sigur, treysti því að þeir sem fái sénsinn verði staðráðnir í því að sýna að þeir eigi framtíð í Liverpool og mæti ákveðnir til leiks!

  13. Leiðinlegt fyrir Ward að byrja fyrsta leikinn sinn með algjöra varaliðsvörn fyrir framan sig.

    En vonandi sjáum við úr hverju hann er gerður fyrir vikið.

  14. Verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þetta púslast allt saman og mjög gaman að sjá Stewart aftur inni sem og Ojo.

    Langar samt að benda á að þetta er fyrsti leikur Ward í aðalliði þetta tímabilið og vona innilega að menn taki því með fyrirvara og aflífi hann ekki ef eitthvað klikkar.

    Svo myndi ég telja að þetta væri Make-or-break leikur fyrir Ibe.

    YNWA – In Klopp we trust!

  15. Með allri virðingu er þetta að kasta handklæðinu. Greinilega að spara menn.

  16. B-lið allra B-liða. En þrír hlutir setja þetta í samhengi: 9 leikir á næstu 29 dögum, Everton næstir í deildinni, Bournemouth mótherjinn í dag.

    Áfram Liverpool.

  17. Firmino skugginn af sjálfum sér núna. Vona að hann finni sitt gamla form fljótlega!

  18. Hugmyndafræðin er augljós.

    Hvíla marga lykilmenn í dag.
    Stilla upp okkar sterkasta á móti Everton
    Hvíla marga lykilmenn gegn Newcastle
    Stilla upp okkar sterkasta á móti Villarreal

    Þetta er eiginlega bara frábært plan. Forgansröðun liðsins er Evrópubikarinn. Við erum með stóran hóp og nokkra efnilegaleikmenn og þeir fá allir spilatíma og tækifæri til þess að sanna sig.

    Lykilmenn verða ferskir í Evrópukeppninni og alllir sáttir 🙂

  19. Flott hjá Sturridge! Skemmtileg trivia: Sturridge hafði ekki byrjað fjóra leiki í röð í deildinni í tvö ár fyrr en í dag.

  20. Um leið og Mignolet er tekin úr marki förum við að skora.
    Helv. hann Mignolet…

    (bara svona í anda allra athugasemdana í vetur sem skelltu öllu á hann Migno vin minn…)

  21. Flott en ég er nú ekki búinn að gleyma leiknum gegn Southampton þvílík vonbrigði það.

  22. Liverpool 2-0 yfir í hálfleik. Hvað gæti farið úrskeiðis? *Hóst* Southampton*hóst*

  23. Hressandi fyrri hálfleikur. Fyrsta korterið á geggjuðu tempói og svo koma þessi fáránlegu gæði í ljós undir lok hálfleiksins. Ég held að Ibe sé að vinna sér tíma í dag. Key-sendingin á Sturridge í fyrra markinu og svo assist í seinna. Tek undir með Sfinni nr. 16 að dæma ekki Ward eða aðra leikmenn, sérstaklega ekki ungu strákana og þá ekki eftir nokkra leiki eða jafnvel tímabundna lægð eins og Ibe hefur verið í.

    Nú er bara að halda haus, detta ekki í þvæluna sem hefur stundum einkennt liðið.

  24. Sturridge er ótrúlegur og dæmigerður framherji. Ég hugsaði með mér að við værum að spila vel en værum frekar daprir fram á við, Fannst Sturridge og Firmino oft hafa verið betri en svo kemur Sturridge allt einu sig til og leggur upp eitt mark og skorar síðan annað til.

    Annars flottur leikur og sniðugt að stilla upp varaliðinu gegn Bormouth. Greinilegt að það eru mikil gæði í varaliðinu.

    Svo má ekki gleyma því að Ward er búinn að standa sig vel. Ég sé margt í honum og kannski er hann lausnin við Mignolet þegar allt kemur til alls.

  25. Gaman að sjá að Ibe er kominn með stoðsendingu, og stoð-stoðsendingu. Ojo búinn að sýna takta, og Firmino auðvitað búinn að skora mark. Um Sturridge þarf svo ekki að fjölyrða.

    Samt alveg rétt að rifja upp að 2ja marka forysta í hálfleik getur verið fljót að gufa upp, sbr. síðasta fimmtudag.

  26. Það er ekkert verið að henda inn neinu handklæði í dag, það er nokkuð ljóst.
    Þetta er einfaldlega flottur hópur sem er að stíga upp og vonandi ná menn að klára þetta vel og hirða þessi 3 stig í dag og setja smá pressu á liðin rétt fyrir ofan okkur.

  27. Sælir félagar

    Gaman að þessu og gott fyrir ungu strákana að fá að spreyta sig á stóra sviðinu. Vantar ef til vill nokkuð öryggi í þeirra leik en eru að leggja sig fram. Ibe er að sýna það besta sem hann hefur sýnt á þessari leiktíð og það virðist sem Klopp hafi tekist að rndurskipuleggja á honum hausinn.

    Annars fínnst mér þessir ungu leikmenn skila sínu en Lucas kallinn í vandræðum með sig og gaf í reynd víti sem ekki var dæmt af óskiljanlegum ástæðum. Legg til að Sakho taki seinni hálfleikinn svona til öryggis. Hann mun ef til vill gefa eitt mark en bjarga tveimur á móti 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. Flottur hálfleikur og menn greinilega að sýna sig og sanna. Þó svo að Firmino sé búin að skora þá vildi ég gjarnan sá meira frá honum en hann hefur verið að sýna í síðustu leikjum. Er of oft að tapa boltum á hættulegum stöðum og gefa andstæðingunum kost á skyndisóknum. Efast samt ekkert um getu hans og gæði, þess vegna gerir maður líka kröfur. Vonandi halda menn góðum takti í seinni og bæta aðeins í 🙂
    YNWA

  29. jæja elsku klopp hentu nu origi og kutnum inna a meðan við erum enn yfir ekki gera það of seint

  30. Leicester búnir að missa þetta niður í jafntefli eins og er, nú er bara að vona að Tottararnir tapi á morgun, mega allavega ekki vinna….. þó það hafi að vísu aldrei verið í lagi!

  31. Ward búinn að standa sig með ágætum, efnilegur drengurinn og virðist geta verið fær um að halda Mignolet á tánum.
    Ég held ég hafi aldrei séð leik í enska boltanum þar sem áhorfendapallarnir eru jafn dauðir, það heyrist varla múkk.

Bournemouth á morgun

Bournemouth – Liverpool 1-2