VIÐ ERUM ENN Á NÝ KOMIN Í ÚRSLIT Í EVRÓPUKEPPNI
Dásamlegt það er að gleyma pirringi vetrar með fúla deildarleiki og alls konar maus og fagna árangri í Evrópudeildinni. Þessi keppni hefur í raun fangað alla okkar athygli frá því við töpuðum vítakeppni á Wembley og því var tímabilið einfaldlega undir. Evrópa er okkar leiksvið í gegnum söguna og við erum á góðri leið að skrifa nýjan kafla í okkar glæstu sögu þar.
Byrjum á liðsuppstillingunni.
Mignolet
Clyne – Toure – Lovren – Moreno
Milner – Can
Lallana – Firmino – Coutinho
Sturridge
Bekkur: Ward, Benteke, Lucas, Allen, Skrtel, Ibe, Smith.
Í raun ættum við náttúrulega að byrja á að rifja upp fyrir leikinn:
Svona var tekið á móti okkar liði þegar rútan kom upp að Anfield, skilst að þar hafi verið smekkfullt í öllum götum síðustu tvo klukkutímana fyrir leik. Inni á vellinum fögnuðu menn sigri í réttarsal með mögnuðum mósaíksetningum allan hringinn á vellinum. Stemmingin í YNWA söngnum var svakaleg og völlurinn einfaldlega skoppaði og skrölti.
Spánverjarnir voru einfaldlega slegnir og eftir 7 mínútur vorum við búnir að jafna út skítamarkið sem við fengum á okkur í uppbótartíma á Spáni. Við algerlega galopnuðum vörn Villareal frá hægri og Clyne dúndraði sendingu á markið sem frábær markmaður Spánverjanna sló út í teig beint í fætur Firmino. Hann átti frábæra sendingu sem Daniel okkar rétt missti af en boltinn fór af varnarmanni Villareal og í netið Kopmegin. Það varð allt vitlaust.
Við héldum áfram, vissulega varði Mignolet ágætlega eina skot Villareal í leiknum en á fyrstu 30 mínútunum einfaldlega slátruðum við þessu liði. Lallana fékk dauðafæri en hitti ekki boltann á markteignum en það vantaði aðeins upp á að skapa dauðafærin. Síðasta kortérið í fyrri hálfleiknum náðu Villareal smá takti og fengu smá smjörþefi sem þeir nýttu illa svo að í hálfleiknum var staðan 1-0 og allt undir.
Ef maður var eitthvað stressaður yfir því að Spánverjarnir kæmu til baka þurfti ekkert að hafa miklar áhyggjur af því. Okkar menn byrjuðu af sama ákafa. Áköf pressa, gríðarleg vinnusemi og alger agi í öllum aðgerðum. Areola varði frá Sturridge og við fengum skotfæri sem rötuðu ekki á markið. Það var svo á 63.mínútu að réttlæti þessarar viðureignar loksins náðist og við komumst yfir.
Hröð sókn endaði með skoti frá Firmino sem endaði á varnarmanni og hrökk þaðan inn fyrir vörnina þar sem Daniel Sturridge var einn gegn markmanni og gerði engin mistök. Oft og mörgum sinnum í vetur hefur hann þurft að hlusta alls konar hluti og við efumst um hann reglulega. En þessi strákur er að mínu mati langbesti enski framherjinn og okkar eini leikmaður í hreinum heimsklassa. Þetta var frábær afgreiðsla, stöngin inn og þvílíkt var nú gott að sjá hann fagna jafn ofboðslega og hann gerði.
Átta mínútum seinna hjálpaði Victor Ruiz okkur verulega þegar hann ákvað að ná sér í annað gult spjald og þar með rautt. Við misstum takt í smá tíma en á 81.mínútu einfaldlega kláruðum við þennan leik endanlega. Enn var það Firmino sem gerði vel þegar hann komst inn fyrir vörnina hægra megin og lagði inn á teiginn, Daniel kiksaði í dauðafæri en boltinn lenti hjá Adam Lallana sem snuddaði boltann utanfótar af stuttu færi.
3-0 og GAME OVER!!!
Ég viðurkenni það fúslega að hafa fyrir löngu horft bara af áhuga á þessa keppni af þeirri ástæðu að þarna sjáum við aðalliðið okkar keppa. Deildarleikirnir eru pre-season á sterum og ekki ástæða til að velta deginum í kringum en þarna er stillt upp eins og við viljum sjá.
Mignolet var rokk sólid, varði sitt eina skot og flottur í fótunum.
Clyne er frábær bakvörður og Moreno átti fínan leik. Kolo var að gera gott mót. Dejan Lovren var FRÁBÆR eins og hann hefur verið að undanförnu. Þvílíkur viðsnúningur eftir að Klopp mætti.
Milner átti duglegan leik eins og alltaf og Emre Can sýndi það að við söknum hans. Coutinho sást lítið í dag og Lallana utan marksins mátti gera meira. Daniel Sturridge hef ég lýst áður og hann er gríðarlega mikilvægur okkar liði.
Maður leiksins í dag er Firmino – ég lýsti eftir honum í hálfleik þar sem mér fannst hann geta gert meira en þar var ég að gleypa einn sokk þar sem í seinni hálfleik var hann magnaður og miðjan í öllu sem við gerðum. Eins óstöðugur og hann vill oft verða þá er hann að stíga stöðugt fastar inn í þær aðstæður sem eru á Anfield og að snúast í þá átt að verða alvöru match winner fyrir okkur.
En aðalmálið er að Liverpool FC mætir Sevilla í Basel miðvikudaginn 18.maí í enn einum Evrópuúrslitaleik þessa félags!!!
Dásamlegt á allan hátt – nú má bara halda deildar pre-seasoninu áfram mín vegna.
Vinnum Sevilla, tökum bikar og Meistaradeildarsætið og veturinn fær töluvert hærri einkunn en ég þorði að vona!!!
Algerlega geðveikt, geðveikt, geðveikt!!
Bravó! Masterful performans á Anfield í kvöld!
Hvað er hægt að segja nema að það eru allir menn leiksins , Klopp ,leikmenn og síðast en ekki síst ANFIELD í kvöld !
Ég fokking elska Klopp!!!!
Eiginkonan fer að hafa ástæðu til að vera abbó!
YNWA!
Stórkostleg frammistaða.
Alvöru evrópukvöld á Anfield, áhorfendur rusalegir.
Og Klopp sem sinfóníustjórnandi að láta stúkurnar nötra 🙂
Takk fyrir mig.
YNWA
GEÐVEIKT og priceless að sja Klopp eftir leik hækka aðeins i stemmningunni sem var alveg í lagi fyrir það 🙂
Kærar þakkir fyrir afmælisgjöfina Liverpool. Ekki hægt að hugsa sér betra á 75 ára afmælisdeginum!
Við erum Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki missa ykkur strákar. Við erum liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
🙂
Það sem var sætast að þetta var svo AUGLJÓST hvaða lið var það betra á vellinum. Við átum þetta lið með remolaði og mikið af lauki í einum munnbita.
Allt liðið spilaði vel.
Markvörður /vörn
MIðjan og það var frábært að sjá CAN aftur
og allir sóknarmenn sýndu úr hvað þeir voru gerðir.
Vá hvað það væri gaman að komast bakdyrameginn í meistaradeildina á næsta ári. Þá væri tímabilið í raun fullkomnað. 🙂
Algjörlega frábær og sanngjörn úrslit. Allt liðið frábært frá aftasta manni til þess fremsta. Nú er bara að vona að þeir sigri Sevilla 18. maí
12 skipti sem Liverpool spilar til úrslita í Evrópu keppni, ónefndir djöflar = 5 skipti.
Ég trúi!
Þjálfarinn, leikmenn og stuðningsmenn fá 10 í kvöld. Ógleymalegur stemmning og leikur.
Vill samt minna á momentinn þegar Mignolet ver í byrjun vel og þegar Lovren bjargar stórkostlega í byrjun síðari sem er tækling sem gæti verið tveggja marka virði.
Þetta var algjör snilld og vill maður sjá kjúklinga í næsta leik og þetta byrjunarlið í úrslitunum eftir 13 daga.
Anfield er aftur orðið að virki í evrópu eftir smá lægð, ég sé ekkert lið eiga séns í okkur á þessum velli ! P.s slap my balls hvað þetta var mergjað 😉
þurfum að vinna 1 leik til að komast í meistaradeildina.. klikkuð staðreind.
Lifi Klopp!
Jæja, þá er að redda miðum á úrslitaleikinn!!!
Sæl og blessuð!
Jatérna – úrslitin bara framundan og andstæðingurinn er okkur enginn ofjarl. 100% gaman. En hversu mikill munur er á liðinu með Sturridge innanborðs og svo þegar hann er ekki á vellinum? Hann á aðkomu að öllum mörkunum þremur. Þar að auki eru varnarmenn svo stressaðir með hann í grenndinni að í stað þess að þeir nái að senda á samherja með viðhlítandi skyndisókn klína þeir honum óðara út af, þegar þeir ná í hann. Maður spyr sig hvort þetta hefði þurft að vera svona tens – ætli úrslitin þar ytra hefðu ekki verið skaplegri ef Daníel, blessaður, hefði verið þarna með í liðinu?
Nú er bara að pakka honum í bóluplast og leyfa hinum vörpulega Benedikt að spila þessa leiki sem eftir eru.
Emre Can átti ekki að geta spilað næstu tvær vikur. Kemur til baka og pullar þessa framistöðu. Þvílíkur maður!
Handritið í þessari keppni er búið að vera magnað. Búnir að slá út litla bróður í Manchester, Dortmund og Villareal. Framundan eru sigurvegarar keppninnar síðustu tveggja ára. Handritið er ekki fullkomnað nema með sigri þar. Þetta er svo skrifað í skýin.
Ég held að ég sé ástfanginn af Klopp, og ekki bara ég , líka leikmenn liverpool…….. þvílíkt ossome gaur…..
Þetta lið virtist ekki stefna í nokkra átt þegar Klopp tekur við þeim fyrir sirka 6 mánuðum. Hann er nú þegar búinn að koma liðinu í tvo úrslitaleiki!
Emre Can….
Í lyfjapróf með hann, þetta getur ekki talist eðlilegt.,..
Frábært að sjá svart á hvítu hversu miiikið betra fótboltalið Liverpool er í heildina. Mignolet þurfti að verja einn bolta og Lovren átti eina suddalega tæklingu, annars komust gestirnir varla yfir miðju.
Ég verð að viðurkenna að ég var drulluhræddur þegar að Milner fór að haltra í fyrri hálfleik, hann hefur verið mun mikilvægari fyrir liðið en ég átti von á þegar hann kom á frjálsri sölu. Getum líka þakkað fyrir það ef allir hafa komið heilir útúr viðureigninni, mikið um brot og það varð augljóst snemma leiks að það yrði ekki jafnt í liðum í lok leiks. Reyndar soft seinna gula en ég þræti ekki.
Ef sama byrjunarlið mætir Sevilla er ég mjög bjartsýnn á CL sæti á næstu leiktíð.
LIVERPOOL!!!! LIVERPOOL!!!!!!!!!
LIVERPOOL heldur uppi heirði enskrar knattspyrnu. Þeir eru komnir í úrslitaleik Evrópukeppninnar og geta vonandi komið í veg fyrir að Spánverjar vinni allt sem hægt er í Evrópu. Hver kom til okkar og snéri þessu liði við, sem Brendan Rogers keypti, og mér fannst vera rusl. Jú, það var Dr. JÖRGEN KLOPP, hann hefur heldur betur komið þessu mikla sjálfstrausti í liðið. Áfram Liverpool að eilífu.
CAN THE MAN!!!
https://twitter.com/LiverpoolGifs/status/728331589067767808
Klopp :O :O :O
Er ég einn um það að vera hás eftir þessa snilld?
Þetta var alveg frábært, einn sigurleik í viðbót.
Bomban í Basel og við í Meistaradeildi næst.
Áfram Liverpool.
Frabær frammistaða og eg er farinn að kunna vel við Lovren…meirihattar varnarmaður. Besti siðan Carragher tok upp mikrofoninn.
Þetta var auðvitað ekkert annað en sigur liðsheildarinnar. Afar erfitt að taka einhvern einn leikmann út.
Til hamingju stelpur!
það var 1 vinur minn sem spurði hvort eg ætlaði ekkert að spila i kvöld í csgo
Eg sagiði það er efropukvöld á anfild þanni
g eg bæti i wiskiglasið :))
Vil sjá Klopp stilla upp þessum strákum sem spiluðu í kvöld í næstu tveimur leikjum á móti Watford og Chelsea til að halda þeim í leikformi en nota svo hópinn á móti Jonas Olson og hinum tuddunum í WBA.
YNDISLEGT ! 🙂
Til hamingju við!
Geggjað!!!!
Sælir félagar
Takk fyrir mig og aftur takk fyrir mig og svo þriðja markið og kærar þakkir. Loksins erum við aftur í gírnum sem maður hefur ekki séð fyrr en Klopp kom. Til hamingju öll með liðið sem er að skemmta okkur svo frábærlega í dag.
Það er nú þannig.
YNWA
Shit hvað ég er í vondum málum og þið (einhver) verðið að bjarga mér!!
Ég er að fara í starfsmannaferð til Danmerkur. Jibbý ógó gaman….þann 17. og verð í einhverjum bæ útá landi sem heitir Skanderborg.
HVAR GET ÉG SÉÐ LEIKIN!!!
HJÁLP
Ég gleymdi að biðjast afsökunar á því að hafa ekki verið með rétta markaskorara í spá minni fyrir leikinn 🙂
Ég er búinn að prenta út mynd af Can og setja í veskið mitt…..þar sem ég var með mynd af konunni minni 🙂
Til lukku öll.
getur ekki verið að meint skot firmino hafi verið úthugsuð sending á sturridge ?
það sýndist mér amk
Klopp: “I rejected clubs but I said when Liverpool came I would go, I can’t tell you why but I wouldn’t have gone to any other club.”
Myndi ekki vilja neinn annan þjálfara í heiminum fyrir utan hann, ekki fokking neinn.
Sturridge maður leiksins, Can og milner góðir verður erfitt að bíða og sjá hvort okkur tekst þetta en mann dreymir nú þegar um það ^^
Captain Can fer alltaf að fara hljóma betur og betur…. hann er 22 ára LJÓN! Frammistaða hans verður bara betri og betri. Bless bless Hendo…Því miður fór sem fór
Þetta Sevilla er illa gírað í Evrópudeildinni .. Þeir koma til með að gíra sig enn meira upp á að ná 3ðja straight win í EL .. http://nr.soccerway.com/teams/spain/sevilla-futbol-club/
I alvoru eg er að verða fertugur. Eg for ekki að gráta þegar konan labnaði inn kirkjugolfið en eg grét ur gleði þegar Sturridge skoraði áðan! !!! Passion ið i andliti hans var svo magnað. Hann þurfti svo akkurat þetta!!!!!
Til hamingju elsku vinir og Maggi eg elska þig!!!
YNWA
Hvar fær maður miða á leikinn?
Klopp hlítur að elska Milner.
Hann leiðir hápressuna með fordæmi sínu og eltir alla bolta til baka með vinnusemi sinni og elju einsog alvöru fyrirliði á að gera,
Jess í botn!
Never Walk alone!
Firminho allan tíman maður leiksins. Liðið stóð sig vel og lék sem ein liðsheild.
Gaman að sjá fýlupúkann loksins brosa enda kominn tími til. 😉
OK, ég horfði á leikinn samhliða vinnslu á myndum af forláta blakmóti öldunga sem ég myndaði í dag. Nú er ég búinn að horfa aftur, laus við truflanir og ekki með púls upp á 170.
Ég hef ekki séð Liverpool spila betra 4231 í mörg ár. Flæðið var gott og “transitions”, eins og Klopp leggur áherslu á, gjörsamlega frábær. Pressan var linnulaus og orkumikil og buðust sjaldan ódýr outlets. Can var býsna djúpur en Milner er svo sannarlega að njóta sín í þessu tiltölulega frjálsa miðjuhlutverki. Hann er líka besti krossarinn (fyrirgjafir) í liðinu, by far. Mögnuð stunga sem hann gaf í hlaupið hjá Lallana í fyrri hálfleik og nokkrar fyrsta flokks fyrirgjafir.
Kantarnir nýttust óvenjuvel í kvöld. Það voru krossar, hlaup að endalínu, cutbacks og allt þar á milli. Bakverðirnir voru sókndjarfir og á köflum fífldrafjir (halló, Moreno!) en það gerði Villareal mun erfiðara fyrir að loka framrás okkar manna gegnum miðjuna – sannkallaður hrærigrautur sem Klopp bauð upp á. Can var duglegur, agaður, harður og klókur meðan Milner hljóp um allt eins og Energizer kanínan. Með gott akkeri fyrir aftan sig getur Hames okkar Milner verið frábær á miðjunni. Betri en ég þorði að vona, svo mikið er víst.
Sturridge var frábær. Hann er allt sem ýmsir ónefndir eru ekki; bakkar ekki út úr teignum til að fá boltann, heldur vinnur sína vinnu frammi og dregur menn úr stöðum og er almennt ljón í vegi varnarinnar. Hann tók ótrúlega klók hlaup og átti nokkra 100% spretti (sem hann virðist hafa hlíft sér við síðustu vikur – og lái honum hver sem vill!). Þá brosti ég út undir eyru þegar ég sá hve innilega hann fagnaði marki sínu!
Firmino óx heldur betur ásmegin sem leið á leikinn. Hann spilaði síðari hálfleik upp á 10/10, svo einfalt er það. Prófið að horfa aftur á leikinn og fylgjast vel með honum í síðari. Stórbrotin frammistaða! Skoðið svo stats tímabilsins hjá Firmino og Milner. Mun eflaust koma mörgum á óvart.
Bottom line er samt að liðið lék einfaldlega frábærlega í kvöld. Sá eini sem missti stundum hausinn var Moreno og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Í hvert einasta skipti sem dagdraumarnir báru hann ofurliði las bílasalinn stöðuna samt vel og coveraði fyrir hann – var samt 1-2x hættulegt, því er ekki að neita.
En já, Klopp er svo sannarlega farinn að setja mark sitt á liðið. Megi það halda áfram! 🙂
Þetta er augljós stungusending frá Firmino á Sturridge. Þetta eru sendingar sem aðeins Firmino og Ozil sjá sem betur fer er okkar maður ofan á það teknískari,jafnfættari og yfir höfuð hættulegri en sá síðar nefndi!
Var að horfa á leikinn aftur á Liverpool tv. Fékk gæsahúð aftur. ‘uff mæli með því að horfa á leikinn aftur!!
Ég skrifaði hérna eftir tapleikinn í síðustu viku að mér fyndist ennþá vera bullandi rómantík í þessu, þetta var meira en rómantík í kvöld! Þetta var löng og falleg ástarsaga.
Ég er að pæla að stunda ástarleiki við sjálfan mig til að halda uppá þessa skemmtilegu lífsreynslu sem þessi leikur var! 😉
https://streamable.com/l2l5
Las einhversstaðar að þetta væri fimmtugasti leikur Clyne fyrir Liverpool eftir að hann var keyptur í sumar. Það lýsir því vel hversu ótrúlega solid þessi drengur hefur verið, mögnuð kaup!
Veit ekki með ykkur en það stóð uppúr hjá mér hvað var gaman að sjá Sturridge taka alvöru fagn og sleppa sér í gleðinni í stað þess að stoppa og einbeita sér að þessum eilífa dansi sem er fyrir löngu orðinn þreyttur.. 🙂
Áhugavert. Sevilla hefur ekki unnið útileik í spænsku deildinni í vetur 0-9-9.
Vonandi að þeir haldi áfram sama formi.
Markt áhugavert við tölfræðina núna.
Í síðustu 19 útsláttaeinvígum í evrópukeppnum milli spænskra og enskra liða hefur Spánn 17 sigra en Liverpool 2!
Liverpool hefur á síðustu 7 árum fyrir komu Klopp komist í 2 úrslitaleiki, – eftir 7 mánuði með Klopp eru þegar komnir 2 úrslitaleikir!
Liverpool er búið að spila 14 leiki (1260 mínútur) í Evrópukeppninni og hefur verið undir í 113 mínútur en þar af 72 mínútur gegn Dortmund. Til samanburðar hefur Sevilla verið undir í sömu keppni(8 leikjum) í 114 mínútur.
Getum unnið evrópubikarinn í 5 sinn …látum okkur dreyma og hlakka til!
Þetta Villarreal lið er í fjórða sæti í spænsku deildinni meðan Sevilla er í sjöunda sæti, 12 stigum á eftir þeim. Það er ekkert sem segir það að sevilla sé ósigrandi í evrópukeppninni. Við þurfum bara að eiga annan leik eins og í gærkvöldi aftur þann 18 maí 🙂 Þvílíkur leikur ! !
Liðið okkar stóðst prófið og það eru forréttindi að vera Liverpool áhangandi. Þetta var frábær spilamennska og Klopp er heldur betur búinn að rífa allt upp. Lífið er bara yndislegt…það er ótrúlegt að við erum bara einum leik frá meistaradeildinni. Nú er bara að klára þetta 18. maí!
The Curious Case of Sevilla.
Þetta verður rosalega erfiður úrslitaleikur, engin spurning. Það sem er kannsi erfiðast við þetta er að Sevilla-lið er mjög dularfullt sem gerir þá að enn hættulegri andstæðingi.
Spáið í það, þeir eru í 7. sæti í spænsku deildinni með 52 stig. 5 stigum fyrir neðan liðið í 6. sæti og fara því ekki ofar upp töfluna. Þeir eru með heima-recordið 14-1-3 en hafa ekkert getað á útivelli og eru þar með recordið 0-9-9!!
Þeir duttu úr riðlakeppninni í Champions league en eru búnir að vera frábærir í Euro-league og spilað þar eins og englar…….líka á útivöllum! Mjög skrýtið allt saman en þeir eru stórhættulegir, engin spurning!
#48 Er Maggi semsagt konan þín ?
Eins og ég hef sagt í allan vetur, við vinnum þessa keppni og förum bakdyrameiginn inn á ballið. Leiðum svo aðal skvísuna út af ballinu 🙂
Ef við vinnum Evrópukeppnina verður skipt um nafn á Lifrarpolli og hann endurnefndur Liverklopp eða LIFRARKLÖPP!
And the Super Cup could be Liverpool – Real … getting back to where we belong…!
Ekki vill svo til að einhver hér eigi Member eða Fan card hjá Liverpool FC og ætli sér ekki að reyna að fara á leikinn og gæti lánað það?
Á að skipuleggja kop.is ferð á úrslitaleikinn?
70# þetta er 5000 manna völlur það er ekki fræðilegur séns að fá miða á þennan leik, En hinsvegar er hægt að fara til Basel og taka þátt í partýinu það er annað mál
71# Samkvæmt gooogle er þetta 37500 manna völlur enda væri bara fáránlegt að halda úrslitaleik evrópukeppninar á 5000 manna velli.