Huddersfield 0 Liverpool 2

Liverpool leikur við Huddersfield kl. 18:45 í kvöld að íslenskum tíma.

Þetta er byrjunarlið Liverpool:

Karius

Randall – Lovren – Lucas – Moreno

Grujic – Stewart – Ejaria

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkurinn er fámennari í kvöld en undanfarið: George, Wisdom, Kent, Alexander-Arnold, Woodburn, Ings, Markovic.

Við uppfærum eftir leik með úrslitunum.


Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool. Marko Grujic skoraði fyrra markið um miðjan fyrri hálfleik og Alberto Moreno bætti því síðara við undir lokin úr vítaspyrnu. Í fyrri hálfleik misnotaði Phil Coutinho víti og þá var löglegt mark dæmt af Sadio Mané. Seinni hálfleikur var svo leiðinlegur að ég hætti að horfa lengst af.

Varamennirnir komu allir inná í hálfleik nema markvörðurinn ungi, Gordon, en hann fékk að spila sem framherji (!!) í hálftíma þegar Lucas Leiva tognaði aftan í læri. Vonandi er það ekki alvarlegt hjá vini mínum Lucas.

Þá sögðu allir fréttamiðlar frá því í kvöld að félagið hefur tekið 13m punda tilboði Stoke City í Joe Allen. Hann er því næsta víst á förum frá félaginu í sumar, eins og okkur hefur lengi grunað.

41 Comments

  1. Gaman að sjá hvort að Grujic spili svipað og í sínum fyrts leik þar sem hann var frábær. Einnig er þessi Ejaria búinn að heilla mig, virkar rosalega spennandi leikmaður. Kom hann ekki úr akademíunni frá Arsenal ?

  2. Grujic, flott mark. En nú vantar vítaspyrnusérfræðing. Tékka á Ebay

  3. Grujic markheppinn og virkar rosalega flottur.
    Mané er rosalega hraður og er held ég bara svakalega solid og flott kaup!
    Randall fannst mér frábær, hraður og flottur.
    Firmino oftast góður, linkar vel með Mané
    Moreno sprækur, vonandi nær Klopp að sníða af honum agnúana
    Stewart flottur, vann vel
    Karíus með eina svakalega fullorðins vörslu, lofar góðu

    Lovren fannst mér slappur og ekki í takt

    Í heildina þá lúkkar liðið rosalega vel, mikill hraði, áræðni og já bara gredda!
    Rock on!

  4. Markt fínt í þessum hálfleik. Mane skoraði löglegt mark sem var dæmt af honum og mér þykir nokkuð augljóst að Grujic eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. Bæði stór og góður í skalla, fyrir utan að vera góður á boltann og senda hann vel frá sér. Kæmi mér ekkert á óvart að hann væri í byrjunarliðinu í vetur.

    Annars Huddersfield fengið að komast upp með ýmislegt. Sýndist Coutinho vera sloppinn inn fyrir þegar það var brotið á honum og ég vissi ekki betur en það væri rautt spjald. Sama á við þegar Mane fiskaði vítið og markvörðuinn braut á honum, en ég geri ráð fyrir því að það var litið fram hjá þessu, því þetta var æfingarleikur og það er enginn greiði gerður að spila manni fleirri inn á vellinum í æfingarleik.

  5. Samkvæmt fréttum þá er Liverpool búið að samþykkja 13 mp tilboð frá Stoke í Joe Allen.
    Furðulegt að það sé hægt að selja Ibe á 15 en Allen á bara 13.

  6. Ibe er mun yngri en Allen og á því fleirri ár eftir.

    Annars fínt próf á vörinina þessi leikur að missa Lukas út af. Þetta er jú æfingarleikur og það verður líka að æfa hremmingar og vandræði. Hitt er staðreynd að það var ekkert að marka þennan leik.

  7. Allen seldur…Klavan keyptur….Lucas meiddur…Pólverji frá Udinese segir nei…..18 ara markmaður frammi…. er þetta utandeildin??

    Á meðan, United fá samþykkt 110m Evra tilboð í Pogba.

    Jesús…. er ég sá eini sem er pínu að gubba uppí mig þessa dagana?

  8. Og United ekki í CL en eru ganga frá kaupum á dýrasta leikmanninum í sögu fótboltans, hvaða rugl er í gangi þarna.
    Ekki að þetta komi á óvart, Móri fer ekki til neins liðs nema að fá að versla af sér rassgatið.

    Það verður þá bara sætara að enda fyrir ofan þá í vor..

  9. Rólegur Oddi.. Æfingaleikur og LFC búið með skiptingar. Vantaði bara alla leikmenn sem spiluðu á EM.. Hópurinn er risastór. Nánast 2 heil lið að spila hjá okkur í dag og vantar einhverja 8-10 leikmenn í dag..

  10. Eru menn furðu lostnir á því að Móri fái að kaupa titilinn? Ef þið haldið að LFC hafi efni á því þá eruð þið í draumalandinu… ekki að það væri einhver draumur að vera með það fífl sem stjóra.

  11. Þetta var æfingaleikur sem hefur minna að segja en keppnisleikur í utandeild. Hafði mjög gaman af því að sjá markmanninn frammi, mun sennilega ekki gerast aftur á hans ævi, þó leitt að það hafi verið á kostnað meiðsla. Taplausir í undirbúning, menn að sýna flotta takta og ég minni á að Klopp var ekki ráðinn til að kaupa dýra leikmenn heldur byggja upp lið. Ef fólk vill sjá 100 m punda kaup ætti það að fylgjast með öðrum liðum á meðan Jurgen blívur eða auðvitað bíta í súrt hverja helgi. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.

  12. Stoke er nu meira spennandi i dag en tad var.

    en held ad United se ad setja sma statement med tvi ad kaupa pobga a tennan pening sama hvernig hann mun standa sig svo teir eru ad syna heiminum vid hofum efni og getum fengid somu leikmenn og barca.real og bayern..

  13. utd kaupa pogba,mikitarian og slatan, við kaupum karius,ragnar og matip

  14. Pogba has accepted Man United contract offer for 5 year, 13M€/season his wage. And Man United is ready to buy also his sponsor rights. #MUFC

    Vonum bara að þetta springi í andlitið á þeim 😉 En staðreyndin er sú að 2 af hæfileikaríkustu og frægustu stjörnum veraldar eru að ganga til liðs við Man Udt. Sama hvað okkur finnst um þann klúbb þá er þetta eins og sagt er hér að ofan, statement um að félagið ætli sér aftur meðal þeirra bestu og geti KEPPT við alla. Hvílíkir leikmenn. Hef sagt það áður og segi enn, Pogba og Zlatan selja fleiri treyjur á morgun milli 9 og 11 en allt Liverpool liðið yfir allan veturinn 2016/2017

    Hversu lengi hefur maður beðið eftir því að Liverpool FC geri slíkt????? Þ.e.a.s geri ALLT til þess að koma sér á toppinn?

    Gerum okkur grein fyrir því að Manchester United voru síðast meistarar 2013, hafa upplifað “kreppu” síðan en samt unnið einn FA cup bikar á því tímabili. Þeir ná EKKI í CL núna en landa samt þessum mönnum. Þeir ætla sér ekki að dvelja lengur í “meðalmennskunni”

    Á meðan hefur Liverpool ekkert unnið síðan 2012 (league cup) og þá voru 6 ár síðan við unnum FA cup. Grátlega nálægt því að vinna deildina 2013/2014 og má ég minna menn á hver kom í veg fyrir það, Jose Mourinho núverandi stjóri Man Udt. Gleymi aldrei hvernig hann fagnaði á Anfield.

    Síðan þá….. Suarez seldur. EKKERT í líkingu í sama gæðaflokki fengið í staðinn. Eintóm kaup sem floppa, dæmi: Benteke 32m, Markovic 20m, Balotelli 16m, Illori 7m. Bara þarna eru 75m punda í ekki neitt.

    Við tölum alltaf um að það vanti “stjörnu” í þetta lið. Sumir telja að það þurfi ekki og benda á Leicester en í þeirra liði á síðasta ári voru tveir leikmenn sem spiluði í algjörum stjörnuklassa, jafnvel 3 Vardy, Mahrez, Kante. Liverpool á ekki þennan mann, höfum ekki átt síðan Suarez. United ekki átt svona mann, kaupa tvo núna – jafnvel 3 (Ef Mitchitarian er jafn góður og menn grunar)

    Eðlilega fer þetta óendanlega í pirrurnar á manni, ég er bara kominn með uppí kok af uppbyggingu, hreinsunum, 7 sætinu eða 8 sætinu……. ná óvænt 2 sæti en fylgja því svo eftir með skitu.

    Þess vegna þrái ég nýja eigendur, sem taka þátt í þessu rugli sem þessi bransi er orðinn (Já viðurkenni að svona vildi ég ekki sjá þetta EN SVONA ER ÞETTA )

    FSG spila eftir ákveðnum reglum á markaðnum – Mér mun ekki bregða ef Winjaldum kaupin klikki vegna þess að FSG finnst hann of dýr.

    Kannski er bara kominn tími til að sætta sig við að við erum bara alls ekkert að fara að keppa við þessi stóru lið, sagan okkar glæsileg en því miður þá bendir fátt til þess að þeir dagar komi aftur þar sem Liverpool eru ávallt contenders um alla titla sem eru í boði.

    Auðvitað gæti Leicester ævintýrið endurtekið sig….. en ég efa það. Vona en tel það líklegra að í nóvember verði ég farinn að bölva og ragna (ennþá meira en núna) yfir því hvernig málum er háttað og veik von er á að enda á toppnum (vil ekki stefna bara á 4.sætið – dugar ekki )

    En auðvitað spurjum við að leikslokum og það myndi bjarga öllu ef Mourinho og United vinni ekki neitt í vetur með allar þessar kanónur.

  15. Að stóla á Leicester ævintýri, sýnir pínu stöðuna sem Liverpool er í. Við erum ekki lengur topp klúbbur, sama hvað þið reynið að sannfæra ykkur um það. Zlatan er kannski orðinn gamall, og verðið á Pogba er kannski rosa mikið. En hverjum er ekki sama. Þessi bæði kaup sýna rosalega metnað, ef kaupin á Pogba ganga í gegn.

    Liverpool er lið sem hefur marga ágætis leikmenn innan borðs. En hversu marga af þeim mynduð þið telja topp klassa? Fyrir mitt leiti, þá er það enginn nema Sturridge, og hann er á gráum lista þar og þið vitið allir hvers vegna.

    Það að Man Utd séu tilbúnir að leggja þennan pening í það að komast út úr þessari stöðu, er í hreinskilni sagt aðdáunanvert. Ég veit að ég fæ fullt að skit fyrir að segja þetta,en so be it. Við förum aðra leið, og vonum að hún virki. Hingað til hefur hún skilað okkur ekki skít, vonandi breytist það.

  16. Èg fagna því af Allen er ad fara tvi tad hlytur ad þýda tad ad midjumadur se ad koma. Stadan hja okkur virdist vera su ad Klopp verdi ad enda tennan glugga i plús eda a pari.. Sorglegt tad en eg skil bara ekki ad Klopp hafi tekid tetta dæmi ad ser nema ad hafa samd um ad eyda toluvert af peningum

  17. Skil ekki þessa neikvæðni, búið að vera ræða framm og tilbaka hvað allir eru sáttir með klopp í vetur og hvað hann gerir við leikmenn og núna eru menn með kúkinn í buxunum því utd er að reyna kaupa sig óskynsamlega í toppinn aftur, Mané voru mögnuð kaup og að skipta Allen út fyrir Wijnaldum væri það síðasta sem þessi hópur þyrfti fyrir utan að minka hann… Við erum með flott lið alveg sama hvað hver kaupir, Karius – Moreno – Sakho – Matip – Clyne – Wijnaldum – Can – Coutinho – Firmino – Mané – Sturridge. Með Origi, Lovren, Grujic, Migs, Henderson og Milner sem okkar besta lið að mínu mati ef við náum í hollendinginn og ég er ekki hræddur við neitt lið með þennan hóp að spila þungarokk….

  18. Spái því að Joe Allen verði með samanlagt fleiri mörk og stoðsendingar en Pogba á komandi tímabili. LOL

  19. Ég er frekar fúll og í stuttu máli mjög sammála Odda, Stefáni og fleirum hér að ofan.

    Ég er bara drullufúll yfir metnaðarleysi eiganda liðsins. Það er á hreinu hvaða lið verða í topp 3 á næsta ári: Chelsea, City og United. Meira að segja Arsenal er að kaupa Xhaka á big money í sumar. Þessi lið hafa drullast til að átta sig á stöðu mála og rifið upp veskið.

    BÆÐI Chelsea og United er utan meistaradeildar. Við elskum að nota þá afsökun.. við erum utan meistaradeildarinnar og verðum að sætta okkur við þessa afsökun. Afneitun much?

    Chelsea hefur so far fengið Batshuayi og Kante og sagan segir að Bonucci sé á leiðinni. Lið án meistaradeildar og með “top, top” hóp..

    United er búið að semja við Zlatan (sem hryggir mig meira en orð fá lýst, ég er hálfur svíji og hreinlega veit ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum), Mkhitaryan og svo ef það er eitthvað sannleikskorn í þessu nýjasta slúðri þá eru þeir að kaupa fkn Paul Pogba á metfé.
    Þið vitið, Kudos til þeirra. Þessi lið eru að taka inn sjúkar tekjur og ákveða að setja þennan pening í að efla liðið. Borga peninginn sem þarf að borga til að fá heimsklassa leikmenn til liða utan CL, simple. Það er dýrarar að vera utan CL en það þarf ekki að stoppa lið í að keppast um bestu bitana. Það er enginn stuðningsmaður united að fara kvarta yfir útgjöldum Glaziers pjakkanna.

    City er svo sér á báti.. heck, lið sem kaupir Sterling á 49m á nóg af pening.

    Leiceister ævintýrið var dásamlegt. Frábært fyrir þessa deild, alveg stórkostlegt. En það mun bara gerast einu sinni á 15-20 ára fresti. Og að vona að Liverpool sé að fara púlla eitthvað slíkt með eitthverjum ‘maybe’ gaurum (ok, Mané er flottur) sem bætast við leikmannahóp sem náði ekki inn í Europa League á síðasta tímabili er örvæntingarfull bjartsýni.

    Sorry með mig, en ég er bara pirraður í kvöld með þetta allt saman.

    Flottur sigur samt á Huddersfield.

  20. Mikið vona ég að Liverpool verði ekki leikfang arabískra prinsa sem að hirða allann arðinn af þjóð sinni til þess að leika sér í manager leik.*

    Fínn leikur. Vantaði samt hálft liðið.

    *Gildir líka um rússneska oliubaróna og kínverska hentisemiskommúnista.

  21. Siggi: Word. Ég var ekki að biðja um það en finnst þér eigendur Liverpool hafa fjárfest nægjanlega mikið í liðinu undafarin ár miðað við árangur og sölur? Net-spend og allt það djazz?

    Við getum vissulega prísað okkur sæla miðað við rauðu ‘granna’ okkar í manchester þar sem Glazier fjölskyldan hefur tekið að meðaltali 90m út úr klúbbnum (sem þeir keyptu með lánum). Gæti verið verra, en þeir bastarðar eru allavega að átta sig á vægi þess að fjárfesta í liðinu með eitthverju af þessum milljónum sem liðið tekur inn.. því það mun skila sér í sigrum og bikurum og vegsæld og hærra markaðsvirði.

    Það sama er bara ekki á okkar teningum. Moneyball.

  22. * 90m á ári vantaði þarna.

    nóg um það. Joe Allen á 13m til Stoke yrði mistök. Maðurinn var æðislegur með Wales í sumar og verðskuldar sénsinn.

  23. Tek undir það sem þú skrifar.

    Ég held að miðað við nettó eyðslu ætti Liverpool að geta splæst smá. (fullt)

    Mig langar alveg í alvöru miðjuvél og heimsklassaleikmenn út um allann völl.

  24. Og Big Sam for England,hvar endar vitleysan eiginlega. En ad leiknum ,vid erum bestir en sem komid er a undirbuningstimabilinu og sumir herna mættu nu adeins slaka a.

  25. Tel það mistök að selja Allen. Leikmannakaupin eru algerlega I höndum Klopp, af hverju eru menn að argast út í eigendurna?

Ragnar Klavan til Liverpool (staðfest)!

Allen til Stoke? Flanagan á láni til Burnley?