Swansea á morgun

Það er komið að 7. umferð Úrvalsdeildarinnar og að þessu sinni heimsækja okkar menn Gylfa og félaga í Swansea (bara fyrir þig Steini) í hádeginu á morgun. Gengi liðanna hefur verið ólíkt, vægast sagt, í upphafi tímabils.

Mótherjarnir

Svanirnir frá Wales unnu fyrsta leikinn sinn í deildinni á útivelli gegn Burnley en hafa síðan þá gert eitt jafntefli (gegn Chelsea) og tapað fjórum. Gengið hefur verið svo slæmt að stjórinn Francesco Guidolin, sem hefur aðeins vermt sætið síðan í janúar, er talinn mjög valtur í sessi og um síðustu helgi var hávær orðrómur um að hann myndi missa starfið eftir tap gegn Man City en það gerðist þó ekki. Kannski af því að liðið þótti leika vel í þeim leik þrátt fyrir tapið, eða kannski af því að menn vilja bíða fram að landsleikjahléi. Hann er í öllu falli mjög valtur og liðið í miklum vandræðum.

Er það góður tími til að mæta liðinu? Eða getum við búist við að þeir selji sig dýrt á morgun? Oft vilja lið krafsa og klóra sig upp úr botnsætunum með öllu tiltæku en stundum sér maður lið líka hreinlega gefast upp á stjóranum og fórna leik til að losna við hann. Hvorugt kæmi mér á óvart í þessum leik.

Samt, það er gæðalið þarna og margir hörkuleikmenn. Gylfi er líka vanur að skora gegn Liverpool og hefur verið að finna netið í upphafi tímabils. Þannig að, sýnd veiði en ekki gefin.

Liverpool

Jürgen Klopp hefur verið að slá fastan tón á síðustu blaðamannafundum. Við erum með betra lið en Hull City og við eigum að vinna þá á Anfield, engar afsakanir. Það gerðist líka, þeir áttu ekki séns. Við erum með betra lið en Swansea og aftur sagði Klopp í gær að það væru engar afsakanir. Hvort sem Swansea eru í rugli eða ekki þá á Liverpool að fara þangað og vinna þá ef menn ætla sér að gera eitthvað í vetur. Engar afsakanir. Ég fíla þetta hugarfar, það var kominn tími á það hjá Liverpool. Vonandi eru leikmennirnir að hlusta.

Hvað byrjunarlið varðar er í raun óskaplega lítið að frétta. Dejan Lovren er leikfær á ný eftir veikindi um síðustu helgi og kemur væntanlega inn fyrir Ragnar Klavan, þótt sá hafi leikið fantavel gegn Hull. Divock Origi er sá eini sem hefur bæst á meiðslalistann, tæpur eftir einhver eymsl í vikunni. Að öðru leyti finnst mér ólíklegt að Klopp breyti liðinu sem rústaði Hull fyrir viku:

Karius

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Klavan, Moreno, Lucas, Can, Origi/Grujic, Sturridge.

Þetta lið á að vinna Swansea. Engar afsakanir.

Mín spá

Hér er það sem ég óttast: 1) að fá á okkur mark snemma, sem hefur verið óþægilegur vani á útivöllum síðasta árið eða svo, eða, 2) að vera með öll tök á leiknum og yfir en ná ekki að klára dæmið með öðru marki. Fyrra atriðið sáum við koma liðinu í vandræði gegn Burnley, það síðara kostaði okkur sigur gegn Tottenham.

Óttast er kannski rangt orð, samt. Ég óttast í raun lítið eða ekkert með þetta lið eins og það er að spila. Það getur jú allt gerst í fótbolta en fyrirfram finnst mér ómögulegt annað en að hafa trú á liðinu, fara afslappaður inn í helgina og hlakka til að horfa á leikinn frekar en með einhvern hnút í maganum yfir því að við séum örugglega að fara að renna á rassgatið. Það er Jürgen Klopp að þakka að ég fer afslappaður inn í Liverpool-leiki þessa dagana.

Ég spái 3-1 sigri Liverpool. Okkar menn byrja betur, taka völdin á vellinum og verða 2-0 yfir í hálfleik. Gylfi & co. koma til baka eftir hlé og minnka muninn en við innsiglum sigurinn fljótlega eftir það og látum klukkuna líða í rólegheitunum. Daniel Sturridge byrjar ekki en skorar samt. Hin tvö mörkin gætu komið frá hverjum sem er í þessu liði, sem er einn af helstu styrkleikum Liverpool í dag.

Útileikur í deildinni. Ég hlakka til. Koma svo!

YNWA

23 Comments

  1. Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með úrsltin Kristján Atli . Þetta er leikur sem ég er drulluhræddur við. Lið Swansea í smá krísu og virðist ekki vera neitt sérstakt í augnablikinu (4 stig í 6 leikjum). Einmitt liðin sem Liverpool hefur átt í hvað mestu basli með síðustu árin. Enda vilja öll lið vinna Liverpool. Vona þó að menn læri smám saman og verði jafn vakandi gegn ,,lakari” liðunum og þeim bestu. Getan til að sigra alla er svo sannarlega fyrir hendi, þetta snýst því mest um hugarfarið. Áfram Liverpool.

  2. Swansea er sem betur fer ekki „Rútulið“ og það ætti að henta okkur fínt. Hef enga trú á öðru en að við vinnum þennan leik og gott betur því ég spái að fyrsta hreina lakið komi í þessum leik.
    Tökum þetta 0-3 en sigurinn verði ekki jafn auðveldur og tölurnar gefi til kynna.
    Mane , Firmino og Coutinho með mörkin.

  3. Swansea-menn eru búnir undir current management – þetta verður 0-2 sigur okkar manna og ég spái því að Guidolin verði sparkað eftir leikinn og Swansea muni dusta rykið af Matt Le Tissier sem verður kynntur sem spilandi þjálfari Swansea á sunnudaginn.

  4. Sælir félagar

    Ég er mjög sammála KAR að flestu leyti. Þó held ég að okkur muni ekki reynast eins erfitt að opna vörn Álftanna og við vorum í byrjun með Hull. Þetta verður því ekki eins erfitt í byrjun en fyrsta markið ætti að koma eftir sirka 12 – 13 mín. Eftir það koma Fuglarnir framar á völlinn og okkar menn setja á þá þrjú til viðbótar. Gylfi setur svo eitt í lokin úr föstu leikatriði og niðurstaðan 1 – 4. Þetta er mín vona að minnsta kosti.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Svanirnir mæta grimmir. Verða að standa sig, og munu eiga sinn besta leik. Endar jafntefli.

  6. Leiðinlegt að segja það en ég vona að Gylfi muni eiga ekki svo góðan leik hann má eiga besta leikinn fyrir Swansea auðvitað en ekki þannig að þeir vinni 🙂
    allavega er alveg smá smeykur við þennan leik eins og menn tala um eru þeir að fara berjast eins og ljón fyrir lífi sínu og ná eitthverjum stigum eða mun okkar pressa vera of mikið fyrir þá well see.

  7. Sæl veriði.

    Ég er staddur í Berlín, nánar tiltekið austur Berlín.
    Eru einhverjir staðir betri en aðrir til þess að horfa? ?

  8. Einn leikur í einu. Ég er viss um að við verðum meira með boltan, ég er viss um að við fáum fleiri færi, ég er samt viss um að Swansea fái líka færi.

    Maður er samt rólegri en oft áður með Liverpool liðið. Mér finnst hafa náð ákveðin stöðuleiki ég held að við munum eiga fínan leik en fínir leikir duga ekki alltaf til að vinna í þessari deild. Andstæðingarnir þurfa ekki nema eina hornspyrnu eða eina skyndisókn til að ná í 3 stig.

    Ég ætla samt að spá 1-2 sigri í hörku leik. Ég spái líka að Danny Ings verður á bekknum sem mun gleðja mitt litla hjarta og jafnvel annara.

  9. Danke! Kíki þangað á morgun.

    Erum ca 10 sem erum að leita að stað.

    Vonandi verður ekkert vanmat í gangi og við sýnum okkar rétta andlit og tökum þetta 3-0!

    YNWA – In Klopp we trust!

  10. Skyldusigur.

    1-4

    Það er samt þannig að þrátt fyrir frábært gengi þá þorir maður varla að vera bjartsýnn og bíður eftir árlegu hruni okkar manna. Það vonandi gerist ekki.

    Eg var afar neikvæður í sumar og please Klopp og félagar látið mig halda áfram að éta sokka. Love it.

    Gylfi setur aukaspyrnu mark sem kemur til greina sem mark ársins en Mane, Lallana, Henderson og Daniel Sturridge setja okkar mörk.

  11. Ef vanmat er ekki til staðar gagnvart litlu liðunum þá geta þessir strákar unnið öll lið.

    Áfram Liverpool

  12. Origi með af fullum krafti í dag þannig að e.t.v nær hann inn á bekkinn hjá okkur á morgun. Þurfum að nýta fyrstu færin okkar og standa vörnina vel, ekki brjóta í skotfæri og við klárum þá leikinn 0-2. Gylfi þarf að fara varlega fyrir landsleikjahlé. 3 stig og halda hreinu er varla bjartsýni en ekki sjálfgefið í EPL. YNWA.

  13. Basic liverpool og tapar þessum leik 2-0 held að við vitum hvernig þetta virkar strákar.En ég væri til í að sjá hann sturridge byrja á kostnað firmino bara svona einu sinni

  14. Þætti gaman að lesa hvað síðuhsldarar hafa að segja um nýjustu ummæli Henry. Annars bara jákvætt undir stjórn Klopp. Hef fulla trú á verkefninu gegn Gylfa og félögum. Liverpool vinnur 2-1 sigur spái ég. Hlakka til að fylgjast með Milner, þvílíkur leikmaður þar á ferð. Rodgers kaup.

  15. Manns neitar ekki um það að maður er rosa spentur alltaf núna. Liverpool rosa mikið í siglíngu og Jörgen alveg rosa flínkur að kenna Liverpoolköllunum að láta ekki leiknum tapast heldur síður og svo erum við flestast vinnandi öll liðin.
    Gylfi skorar einusinni mark en þá seijum við bara sjarapp og skorum 5 einsog skot.

    Áfram Liverpool!
    Never wolk alone

  16. Að mæta ágætu liði, sem hefur tapað 4 leikjum og er komið með bakið upp að vegg og í þá stöðu að þeir verða að gefa 250% í leikinn, er álíka erfitt og að mæta Manchester City.

  17. Liðið komið

    Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Mane, Coutinho, Firmino.
    Subs: Mignolet, Sturridge, Klavan, Moreno, Lucas, Can, Origi.

  18. Held að ég hafi ekki verið jafn spenntur fyrir deildarleik hjá Liverpool síðan Suarez var rauður. Koma svo Kloppverjar – rústa þessu Swansea liði og halda pressunni á topp deildarinnar.

    Spá: 4-1 Coutinho, Firmino, Mane og Lallana

  19. í fyrra eftir 7 leiki vorum við með 8 stig í 13 sæti, nuna með helmingi fleiri í 2 til4 efir því hvort arsenal eða tootenham vinni

Nýja Breiðholt, skáldsaga eftir Kristján Atla

Swansea 1-2 Liverpool (Leik lokið)