Leikskipulag United er aðalumræðuefnið eftir leikinn. Hrútleiðinleg umræða og erfitt að átta sig almennilega á því afhverju þetta er svona stórt atriði. Þegar lið Moutinho mæta í stóru leikina, sérstaklega á útivelli er lagt upp með það fyrst og fremst að verja stigið en auðvitað með opið fyrir það að stela sigrinum sem hans lið gera ósjaldan. Það er í svona leikjum sem maður veltir því fyrir sér hvað Tony Pulis gæti gert með sömu fjárráð og Mourinho en höfum líka í huga að þessi ömurlegu Stoke lið Pulis sitja eftir í minningunni vegna þess hversu erfitt að brjóta þau niður.
Behold the 6-3-1 formation. #Bus pic.twitter.com/0RU7RZNHo2
— Bob Sturm (@SportsSturm) 18 October 2016
Það er reyndar svolítið gaman að sjá United menn reyna að sannfæra bæði sjálfa sig og aðra um að þeir séu himinlifandi með svona leikplan enda langt frá því sem þeir hafa vanist í gegnum tíðina. Zlatan, Pogba og Mikhitaryan í bland við hópinn sem var fyrir er efni í lið sem þorir að mæta hvaða liði sem er og spila fótbolta. Þetta snýst samt fyrst og fremst um árangur og hugmyndafræði Mourinho er ekki vitlausari en svo að hann hefur unnið titilinn með öllum liðum sem hann hefur stjórnað síðan hann tók við Porto. Chelsea spilaði marga leiki rétt eins og við sáum United gera í gær en þeir líka slátruðu mörgum af leikjunum gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar (oft með hörku flottum fótbolta) og unnu titilinn mikið frekar í þeim leikjum en stóru leikjunum þar sem aðalatriði er að keppinauturinn taki ekki öll stigin. Þannig að ég skil stuðningsmenn United alveg að sætta sig við stig á völlum eins og Anfield ef liðið klárar litlu leikina með “alvöru” fótbolta. Liverpool hefur líka átt lið sem lagði upp með að verja stigið í erfiðum útileikjum og það var stórskemmtilegt meðan það skilaði árangri.
Að því sögðu er ég mikið glaður að vera með stjóra eins og Jurgen Klopp. Hann er fyrir mér meira boðberi nýrri tegundar af fótbolta á Englandi ásamt mönnum eins og Guardiola og Pochettino heldur en Mourinho sem kom með ferska/leiðinlega vinda inn í deildina 2004. Klopp fer með veikari lið (á pappír) á alla velli og leggur upp með sinn fótbolta og gefur nánast engan afslátt á það. Dortmund sýndi þetta í mörg ár og við erum að sjá þetta hjá Liverpool núna. Liverpool fer á Emirates, Withe Hart Lane og Samford Bridge og leggur alltaf upp með að ná í öll stigin. Klopp var hundfúll að vinna ekki United í gær sem sýnir kannski hugarfarsmun á þjálfurunum liðanna.
Leikaðferð United taka leikmenn Liverpool sem hrósi skv. Loris Karius eftir leik. Hárrétt hjá Karius enda voru þeir hræddir við sóknarleik okkar manna, eins er þetta vel gert hjá Karius þar sem þetta fer í taugarnar á United mönnum. Jose Mourinho fór annars eins og vanalega mikinn í fjölmiðlum eftir leik en það er álíka gáfulegt að hlusta á það sem frá honum kemur og að horfa á ræður Donald Trump. Svipaðir að mörgu leiti reyndar.
Þrjú af stigaum United í fyrra komu á Anfield en það tap er síðasti tapleikur Liverpool á Anfield í deildinni, leikurinn var í janúar! Kop.is þurfti reyndar endilega að vera með hópferð á akkurat þann helvítis leik.
Það sem af er þessu tímabili er United núna komið með 14 stig eftir 8 umferðir sem er þremur stigum minna en liðið var með á sama tíma í fyrra undir stjórn LVG.
Liverpool er núna í síðustu þremur leikjum búið að safna sjö stigum sem er sex stiga bæting m.v. sambærilega leiki í fyrra. Allt í allt er Liverpool búið að fá fimm stigum meira en úr sömu leikjum á síðasta tímabili sem verður að teljast gott enda átti að ég held ekkert lið erfiðari byrjun á mótinu. Ef við horfum á næstu fimm umferðir þá gáfu þær viðureignir 8 stig af 15 mögulegum á síðasta tímabili og er því töluvert svigrúm fyrir bætingu. Það dugar jafnan í Meistaradeildarsæti að ná að meðaltali tveimur stigum úr hverjum leik. Liverpool er núna með 2,13 stig að meðaltali og því á mjög góðu róli m.v. leikjaprógrammið.
Jurgen Klopp hefur núna stjórnað Liverpool í 38 deildarleikjum eða yfir “heilt tímabil”. Stigasöfnunin er 65 stig sem er alls ekki gott en þó betra en liðið hefur fengið öll undanfarin ár nema 2013/14.
Klopp's first 'season' (38 league games) ends with Liverpool on 65 points.
Liverpool have only got more once in the past seven full seasons.— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) 17 October 2016
Klopp tók við liðinu í október, leikjalagið var bókstaflega það mesta í Evrópu og hann keypti ekki einn leikmann sjálfur fyrir fyrstu 30 leikina. Ofan á það er hægt að afskrifa ansi marga deildarleiki í fyrra þar sem fókusinn var á aðrar keppnir og endurspeglaðist það stundum í byrjunarliðinu. Það er því ansi margt sem gerir það að verkum að við gerum okkur væntingar um mikið meira en 65 stig þegar 38 umferðum er lokið á þessu tímabili (tvö stig af þremur yfir heilt tímabil gæfi 75 stig).
Líklega er betra að horfa á bætingu liðsins svona
Goalless on Mon but a season of Klopp leaves #LFC as the Premier League's most creative team as @RussCane reveals https://t.co/XccwRx2wGD pic.twitter.com/s02JDMx1c2
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) 18 October 2016
Liverpool hefur skorað mest allra liða síðan Klopp tók við og skapað flest færi einnig. Þetta er tölfræði sem lofar mjög góðu fyrir okkar menn.
Sóknarleikurinn hefur komið á kostnað varnarinnar meðan Klopp er að fínpússa liðið en ekkert lið hefur gert fleiri varnarmistök en okkar menn síðan Klopp tók við og ekki var þetta skrárra undir stjórn Rodgers. Það sem af er þessu tímabili hefur liðið tvisvar fengið á sig meira en eitt mark í leik og það var í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta vandamál er í góðum farvegi og við sjáum það alveg á leik liðsins.
Aðeins Juventus og Bayern hafa fengið færri skot á sig í deildinni en Liverpool á þessu tímabili ef horft er í stóru deildir Evrópu sem sýnir kannski hvað best framför liðsins varnarlega. Á móti hefur liðið engu að síður lekið of mörgum mörkum inn og útskýrir þetta t.a.m. líklega aðeins afhverju Mignolet var settur á bekkinn (burt séð frá því hvort Karius verði bæting, ekki er hann verri).
Þetta voru töpuð stig gegn United og enn á ný var það De Gea sem vann stigið fyrir United. Þetta er besti markmaður deildarinnar og ennþá langbesti leikmaður United. Mourinho gæti jafnvel slappað af með 6-3-1 leikkerfið með hann í búrinu.
Okkar menn geta samt aðeins sjálfum sér um kennt enda liðið oft leikið betur. Miðjan hjá okkur veiktist mjög við að missa bæði Lallana og Winjaldum og landsleikjaferðalög sátu augljóslega í Coutinho og Firmino þegar leið á leikinn. Næstu leikir skera úr um það hvort okkar menn séu með lið til að brjóta reglulega niður lið sem mæta Liverpool með því hugarfari að halda stiginu. Það er hundleiðinlegt að mæta liðum Mourinho, hann er rándýra útgáfan af Tony Pulis, það ætti því að vera ólöglegt að þurfa mæta þeim báðum í einni og sömu vikunni en svoleiðis er það nú víst samt.
Umferðin var hinsvegar ekkert hræðileg fyrir okkar menn. Man City sýndu að þeir eru ekki ósigrandi en þurftu reyndar að hafa töluvert fyrir því að missa stig gegn Everton. Klikkuðu t.a.m. á tveimur vítum og Koeman sagði eftir leik að þetta væri besta lið sem hans lið hefði mætt á ferli hans sem stjóri. City hafa engu að síður núna spilað þrjá leiki í röð án sigurs.
Arsenal og Chelsea unnu sína leiki á heimavelli gegn Swansea og Leicester. Bæði svokallaðir skyldusigrar enda partýið búið hjá Leicester og þeir orðnir líkari sjálfum sér. Tottenham tapaði svo stigum gegn W.B.A. en við mætum þeim einmitt í næstu umferð. Staðan á toppnum er því mjög þétt, Liverpool er í fjórða sæti en aðeins tveimur stigum frá toppnum.
Vikan fer í Evrópuleiki hjá öllum liðunum fyrir ofan okkur í þessari viku. Tottenham, Arsenal og Everton eiga öll nokkuð þægilega leiki á laugardaginn. City fær Southamton í heimsókn á sunnudaginn en helginni verður lokað með stórleik Chelsea og Man Utd. Handbragð Jose Mourinho er á báðum liðum þannig að ef ykkur langar í frían pening þá setjið þið 0-0 á þennan leik.
Annars er best að láta Klopp bara eiga lokaorðið
sunnudaginn en helginni verður lokað með stórleik Chelsea og Man Utd. Handbragð Jose Mourinho er á báðum liðum þannig að ef ykkur langar í frían pening þá setjið þið 0-0 á þennan leik.
???haha þad allra besta a netinu i dag!!!
Ég nenni ekki að obsessa mikið yfir þessum hundleiðinlega leikstíl United í þessum leik. Þeir munu fara í fleiri “erfiða” útileiki með þetta sama plan en leggja áherslu á sóknarleikinn gegn veikari andstæðingum.
Þetta var leikur sem Mourinho mátti ekki tapa, þá hefðu þeir dregist lengra aftur úr. En nú eru þeir 5 stigum frá toppnum sem er engin heimsendir miðað við þá krísu/lægð sem þeir hafa verið í. Ferguson gerði þetta líka margoft í gegnum tíðina og ófáir leikir þessara liða endað 0-1, 1-0 og meira að segja man ég eftir 0-0 leik á Anfield.
Það er auðvitað hundfúlt fyrir okkur (sem og hlutlausa aðdáendur knattspyrnu) að Mourinho hafi mætt með rútuna og hirt stigið sem hann vildi. En staðreyndin er sú að við höfum verið sjóðandi heitir og unnið okkur síðustu viðureignir á meðan Mourinho var í basli. Auðvitað var hann ekki að mæta í eitthvern dans og (mjög líklega) tapa. Ég var mjög sigurviss fyrir leikinn, og er í raun nokkuð viss um að við hefðum unnið hefðu þeir ekki algjörlega drepið helvítis leikinn með leikplaninu sínu.
Mourinho er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti. Þetta er “safe” plan sem hefur skilað honum flestum stigum og titlum. Þetta voru 2 töpuð stig fyrir okkur, eitt unnið hjá Mourinho. Simple as that.
Bjóst Klopp við eitthver öðru? Ég er í raun mest svekktur með okkar response/mótsvar. Við vorum hrikalega lengi í gang. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem við komumst áleiðis og okkar bestu færi voru geggjað langskota hjá Kútinum og svo Can eftir massíft klafs í teignum.
Af hverju er ekki mic á blaðamennina þannig að það sé hægt að heyra spurningarnar allmennilega? 🙁
Pogba er trabant útgáfan af Zidane, það stendur upp úr hjá mér eftir þennan leik.
Áfram Liverpool!
Enn og aftur vinnum við ekki Man Utd á heimavelli, frá 2002 höfum við bara unnið þá 4 sinnum á Anfield á meðan að manjú hefur unnið 8 sinnum! glatað og eitthvað sem að verður að lagast, erfitt að drulla yfir þá á meðan statisticsið er svona :/
Gaman samt að sjá pressuna drulla yfir móra moron, þoli ekki hvernig hann spilar og skítinn sem að kemur útúr honum! vona svo að þeir dæmi hann í bann fyrir dómaraummælin, þá allavegana er maður laus við hann eina umferð,
Takk fyrir þessar umræður. Auðvitað geta ekki allir leikir verið fullkomnir og hefur gengið illa í tveimur leikjum í vetur þar sem andstæðingurinn leikur stífan varnarleik og hreinan niðurrifsbolta. Eitt stig kom út úr þessum leikjum. Ég hef engar áhyggjur af þessu varðandi framhaldið, Klopp finnur lausn á þessu eins og flestu öðru. Held að næsti leikur fari ekki 0-0. Í einu eru greinilegar framfarir; boltinn lekur mun sjaldnar í okkar net heldur en hann gerði í upphafi tímabils. Eina áhyggjuefnið þessa stundina er Sturridge sem á að vera okkar aðalskorari en virðist vera áhugalaus og jafnvel slakur. Aðrir verða því að halda uppi markaskorinu.
Flestir spekingar úti (ásamt Klopp) tala um að það hafi verið mjög erfitt að vera striker í þessum leik. Gefum Sturridge það
sturridge má fara i jan, spái sölu uppá 20-25 kúlur
Flott grein.
Ég er á því að Sturridge sé enþá mikilvægur partur af liðinu og eigi enþá framtíð hjá félaginu. Hann er striker sem skorar mörk og viti menn það eru ekki allir sóknarmenn sem geta það þrátt fyrir miklan vilja 😉
Hann hefur galla, þessar fýlur sem hann fer í og meiðslinn en kostirnir eru að hann er áræðin, leikinn og er góður í að klára færi.
Já hann átti ekki góðan leik gegn Man utd. Hann hélt boltanum ekki nógu vel en við þurfum líka að átta okkur á því að Man utd voru með þéttan pakka alltaf í kringum hann og hann er ekki þessi Benteke/Origi/ típa af framherja sem er physical og góður að halda boltanum með mann í bakinu.
Mér finnst framlínan okkar best þegar Firminho, Coutinho, Mane eru fremstir með Lallana á miðsvæðinu en ég held að Sturridge sé samt þannig týpa að leikmanni sem getur klárað leiki fyrir okkur og hjálpa liðinu að næla sér í nokkur stig.
“Jose Mourinho fór annars eins og vanalega mikinn í fjölmiðlum eftir leik en það er álíka gáfulegt að hlusta á það sem frá honum kemur og að horfa á ræður Donald Trump. Svipaðir að mörgu leiti reyndar.”
Fullkomnlega sammála. Mourinho er hundleiðinlegur og digurbarkalegur og yfirleitt ekki svaranverður.
af hverju er fólk hér að dæma Sturage á þessum leik einum, fyrir utan að hann hefur lítið verið að spila undanfarið, þá er erfitt fyrir framherja i svona leik. Prófið þið að spila einir á toppnum á móti sex miðvörðum.
Eg held að það sé ekkert bara verið að miða við þennan leik og það hjálpar ekki Sturridge ef við miðum bara við þennan leik hvað sóknarleikur Liverpool batnaði mikið þegar hann fór útaf.
Sturridge er bara ekki einn af þessum sem spilar fótbolta brosandi. Hann er frekar yfirlætislegur í fasi en það sem fjölmiðlar hafa eftir honum bendir ekki til þess að hann sé fúll og yfirlætislegur. Annars ætti maður kannski sem minnst að velta fyrir sér hvernig menn sem maður sér bara í sjónvarpinu eru innréttaðir. Hann hefur að minnsta kosti marga góða kosti drengurinn og ég reikna með því að Klipperty vilji frekar laga hann að liðinu en að skipta honum út. Það efast enginn um gæðin.
flottur pistill og ég er löngu búinn að jafna mig á þessu jafntefli við United. Lets face it, við áttum bara tvo almennilega sénsa í leiknum og þeir eru með besta markmann í heimi sem varði stórkostlega í bæði skiptin. Þessi leikur er bægon. Hlakka til að vinna þá á Old Trafford, en þá verður ekki í boði fyrir þá að spila svona stífan varnarleik og þá munu opnast flóðgáttir fyrir okkar fljótu og skæðu sóknarmenn.
Það verður alvöru próf fyrir okkar lið í næsta leik á móti WBA. Er sannfærður um að Klopp finni lausnina á þeirra varnarleik og við verðum vonandi búnir að endurheimta Wynaldum úr meiðslum.
Er algerlega ósammála mönnum hér með að selja Sturridge. Hann á eftir að hrökka í gírinn ig reynast okkur mikilvægur. Við eigum ALLS EKKI að selja hann nema þá fá heimsklassa framherja í staðinn.
Annars er ég bara fullur af bjartsýni og hlakka til næsta leiks.
Það var allan tíman vitað að Móri ætlaði sér að leggja leikinn svona upp og sætta sig við eitt stig. Það sem pirraði mig var að okkar menn virtust á löngum köflum vera sáttir við þetta eina stig og hefðu átt að spila betur. Ég sat í Kop stúkunni þennan leik og stuðningsmenn þar voru farnir að púa á endalausar sendingar aftur á völlinn, sérstaklega í seinni þegar við hefðum átt að sækja á þá. Ósiður hjá fyrirliðanum okkar að gá alltaf fyrst hvort markmaðurinn sé frír til að gefa á frekar en að hafa pung til að spila fram á við.
Það er bara viðbúið að Morinjó spili svona leiðinlegann leik, hann eyðilagi Chelse og nú er það ManUtd. En við hefðum átt að vinna þennan leik, en ég spáði jafntefli og þannig fór það. Klopp vantar mun skeynuhættari framherja og Sturridge er ekki svipur hjá sjón eftir að Suarez fór. Seljan meðan að eitthvað fæst fyrir hann.
Við erum á réttri leið undir Klopp. En það vantar enn töluvert í þetta lið, en ef Klopp fær tvo glugga í viðbót þá held ég að við verðum óstöðvandi. Hann hefur aldrei haft eins mikið af pening á milli handanna, en kannski heldur aldrei eins mikla samkeppni.
En þessi mikla samkeppni er af hinum góða. MIklu betra að það séu 5 til 6 lið að berjast um titlinn sem þýðir að allir taka stig af öllum og aðeins meira rými til að misstíga sig.
En ég sá lista í dag yfir bestu markmenn heims. ManU, Chelsea, Tottenham, Arsenal og City eru öll með menn í topp 8 ! Okkar menn voru að sjálfsögðu ekki á þessum lista. Þetta er atriði sem mér finnst að Klopp hefði átt að taka betur á í sumar.
#11 Manuel Neuer er besti markvörður í heimi!