Fokk. Helvítis fokking fokk.
Devastating news for Danny Ings. His season is over due to knee injury. Another cruel blow to a top striker and a lovely fella. #LFC
— James Pearce (@JamesPearceEcho) November 2, 2016
Þetta er bara ekki sanngjarnt.
Ég sá Danny Ings spila í framlínunni með Daniel Sturridge og Phil Coutinho gegn Aston Villa í september í fyrra, á Anfield. Liverpool vann þann leik 3-2 og Ings var frábær, gjörsamlega út um allt og algjör lykill í sóknarleiknum þann daginn. Ég gekk út af vellinum sannfærður um að þessi drengur yrði stórstjarna hjá Liverpool.
Tveimur vikum seinna var Jürgen Klopp mættur á svæðið og á sama tíma lauk tímabilinu hjá Ings. Það er búið að taka hann tíu mánuði að komast aftur á grasið og eftir þolinmóða uppbyggingu á þreki og styrk í haust var hann loksins farinn að koma inn í leikmannahópinn á ný.
Og þá þetta. Annað tímabil búið.
Þetta er bara ógeðslega ömurlegt. Ég sé ekki hvernig hann kemur til baka hjá Liverpool eftir þetta áfall.
Sorrý, en ég hef ekkert meira viturlegt að segja. Þetta er bara skítt.
YNWA DANNY
Fari þetta varanlega í kolbölvað bara.
Hann átti mjög erfiða baráttu fyrir höndum við að komast í liðið eins og það er núna en ég held að þetta sé svo gott sem búið hjá honum núna. Það var óljóst hvernig hann kæmi til baka eftir meiðslin í fyrra en núna fer hitt hnéð og sama óvissan. Sé hann ekki koma til baka 100% á báðum löppum í þá samkeppni sem erum stöður hjá liði eins og Liverpool.
Mikil andskotans synd.
Sælir félagar
Þetta eru einhver ömurlegustu tíðindi sem maður hefur heyrt lengi. Hversu óheppnir geta menn verið? Vonandi er þetta ekki eins alverlegt og síðast og ég óska Ings alls hins besta í hans bataferli.
Það er nú þannig
YNWA
Þá er framtíð Ings búin hjá LFC. Það er vonlaust að missa tvö ár vegna meiðsla. Held að allir hér á kop hafi verið miklir stuðningsmenn Ings. En erum sem betur fer í góðri stöðu hvað framherja varðar og þetta ætti nú bara að auðvelda ákvarðanir fyrir Klopp.
Áhugavert að skoða leikjaplanið í næstu 8 umferðum. Erfiðasti leikur lfc á blaði er útileikur gegn Everton. Man City á hins vegar leiki við Chelsea, Leicester og Arsenal. Arsenal á leiki við Tottenham, Man Utd, Everton og Man City.
Þannig eru allar líkur á því að eftir 8 umferðir verið LFC með 0-5 stiga forstkot á Man City og 3-10 stiga forskot á Arsenal.
LFC þarf auðvitað að klára þessi “minni” lið en næstu tveir mánuðir verða alla vegana mjög spennandi !!!
Ömurlegt. 🙁
Þetta voru frábær kaup á sínum tíma og sóknarmaður sem myndi heill smellpassa í leikstílinn hjá Klopp. Við fengum m.a.s. tilboð í hann uppá +20m pund í sumar en því snarlega hafnað. Ljótt að segja það en maður sér pínu eftir því núna. Að slíta bæði hné er oftast dauðadómur yfir ferli knattspyrnumanna í fremstu röð.
Ekki bestu fréttir í heimi, hann var kannski ekki sá fyrsti á blaði á leikmannaskýrslu en samt mjög sprækur framherji. Nú fær einhver unglingurinn sjénsinn í staðinn.
Nr. 3
Heimsklassa jinx, vá.
Leiðinlegar fréttir af góðum leikmanni sem ég var spenntur fyrir og vonaðist til að hann fengi fleiri tækifæri hjá Klopp. Nú er hann enn og aftur “slegin niður”. Þá er bara að rísa upp aftur og koma enn sterkari tilbaka. Það er allavega jákvætt að hann er enn aðeins 24 ára.
Ömurlegt alveg. Vil samt ekki afskrifa þennan nagla strax.
Je suis Danny Ings
Hann var grimmur í endurhæfingunni með Joe Gomez.
Mikið rosalega hlýtur það að verða erfitt fyrir hann að keyra sig upp í annað eins period.
YNWA Mr. Ings.
Mér fannst Ings frábær áður en hann meiddist í fyrra skiptið og eiginlega fullkominn leikmaður fyrir Klopp. Fljótur og vinnusamur sem fórnar sér fyrir liðið. Ég var mjög spenntur fyrir honum en þetta gerir hans feril hjá liverpool mjög erfiðan.
Ég ætla samt að detta í bjartsýnispakkan og segja að hann á framtíð hjá liðinu. Liverpool mun selja Sturridge eftir tímabilið og verður Ings kominn á gott ról í september á næsta ári og stimplar sig inn hjá okkur.
Þetta eru skelfilegar fréttir. Virkilega dapurlegt þar sem fyrir meiðslin var hann okkar öflugasti framherji og fyrir eitthverja ástæðu er þessi maður í miklu uppáhaldi hjá mér og met hann mikils. Vonandi kemur hann sami maður til baka þótt það verði erfitt verkefni hjá honum, við vorum ákaflega heppnir hafa hann sem fjórða striker.
halló! gæinn hefur ekki verið með ansi lengi og etv. heppinn að vera enn hjá okkar ástsæla lfc. slæmt að hann meiðist en liðið hefur alveg komist af an krafta Ings.
Ömurlegar fréttir.
Vissulega hefur Ings ekki verið lykilleikmaður undanfarið og ljóst að möguleikar hans í vetur yrðu alltaf takmarkaðir við bikarkeppnirnar nema meiðsl annarra sóknarmanna yrðu veruleg. Hann virðist hinsvegar bara vera toppmaður innan og utan vallar (ef marka má hvernig liðsfélagar og þjálfarinn tala um hann) og því er þetta þeim mun meira svekkjandi.
Vonandi nær hann undirbúningstímabilinu næsta sumar og í kjölfarið fær kannski möguleika á að fara í lán eða reyna að spreyta sig í bikarkeppnum.
#13
Maður styður sína menn alltaf no matter what og Ings var virkilega flottur character og hefði vel passað inní liðið ..maður hendir ekkert mönnum eins og notuðum tuskum.
þegar svona bjátar á nú þarf hann einmitt allan stuðning frá LFC og stuðningsmönnum og vonar það besta því þú getur rétt ýmindað þér hvernig honum líður að horfa á feril sinn fara í rúst.
#13 Ings gengur ekki einn!
Ég ætla samt ekki að gefa Ings upp á bátinn.
A) Meðferð á meiðslum taka oft skemmri tíma en gert er ráð fyrir.
B) Hann er enn þá ungur og á sín bestu ár eftir, með frábært hugarfar og því allar líkur á að hann spili fótbolta að nýju að loknum meiðslum. Spurningin er með hvaða liði.
Ég sé alltaf betur og betur hversu klassa stjóri Klopp er. Hann talaði alltaf fyrir því að Ings þyrfti lengri tíma til að ná sér upp úr meiðslum og sagði meðal annars í byrjun undirbúningstímabil að hann þyrfti að fara sér hægt. Það er mjög greinilegt að hann bar hag Ings í brjósti og vildi frekar þjálfa hann frekar upp, eins og hann gerði t.d við Origi.
eg sannarlega vona að drengurinn ings nái sér og það hratt og vel. eg bara skildi aldrei kaupin a honum og svo hefur hann ekkert náð að sýna það inni a vellinum,almennilega. vissulega frambærileglegur fótboltamaður. etv frábær f.lið eins og stoke,southampton,burnley. mer finnst hann lykta af charlie adam syndrominu. bara mín skoðun.
Þessu ótengt. http://www.footballinsider247.com/former-attacker-ace-reveals-liverpool-just-stepping-stone/?
Er hægt að fara fram á lögbann á að þessi einstaklingur tjáí sig um söluna frá Liverpool? Hann virðist í svo rosamikilli sálarkrísu yfir þessu að hann þarf að ropa þessu útúr sér á 2 vikna fresti til að líða betur. Það náðu þessu allir fyrir ári síðan Hr.Sterling!
Þarna er eiginlega skýringin á afhverju enska landsliðið getur aldrei neitt. Hugsa bara um stór nöfn og feita launatékka fastir í lygavef sem umboðsmenn spinna í kringum þá um eigið ágæti.
Ég held að Ings sé jákvæðari og bjartsýnni á góðan bata og endurkomu í liðið en allir aðrir, hann er fáránlegur karakter og ég vill meina að hann gæti ennþá orðið mikilvægur leikmaður í hópnum þó að hann nái seint að festast í byrjunarliðinu.
Varðandi Sterling, hann má eiga sig. Það er ekki nokkur maður sem nennir að hlusta á hann lengur. Hefði viljað halda honum hjá Liverpool á sínum tíma en sé ekki eftir honum núna.
Hverjum er ekki sama hvað þessi strákasni er að babla. Er feginn að vera laus við svona skítakarakter. Það yljar manni óneitanlega um hjartarætur að sjá manju skít tapa i Tyrklandi og milljarða maðurinn for meiddur ut af. Móri fer í bann og allt eins og það á að vera 🙂
Leiðinlegt að góðir leikmenn meiðist en hinsvegar gríðarlega gaman að MU séu að tapa fyrir Skrtel og co. Yljar manni um hjartaræturnar.
sterling er greinilega ekki gaur sem er i þessu af annari ástríðu en glory&cash. hann er þó heiðarlegur m það sjálfur. mer hefur nú sýnst að i þessum leikjum m city sé hann enn að gera sina feila líkt og aður. daldið undarlegt hjá honum að vilja spila með ,,nöfnum” en ekki taka þátt i að vera hluti af sterkri liðsheild góðra fótboltamanna. æ…man núna,hann er gloryhunter.
Ings ynwa