Horfið aftur á fyrirsögnina. Ef þið eruð nógu gömul til að muna Úrvalsdeildina frá 2009 og áður ætti þessi fyrirsögn að gefa ykkur ákveðinn hroll.
Það er komið að 16. umferð Úrvalsdeildarinnar og þá heimsækjum við nýliða. Gengi Middlesbrough hefur verið upp og ofan í deildinni hingað til, þeir sitja í 16. sæti með 15 stig, helmingi minna en okkar menn og þremur stigum frá fallsæti. Það er alls ekkert glatað hjá nýliðum en þeir hafa aðeins unnið þrjá leiki af þessum 15 í deildinni, gert 6 jafntefli og tapað 6. Þeir eru líka það lið sem hefur skorað fæst mörkin, 13 í 15 leikjum, en á móti kemur að aðeins fjögur lið hafa fengið á sig færri mörk hingað til. Liverpool er ekki eitt þeirra.
Það er hins vegar þessi saga sem setur að manni hroll fyrir þennan leik. Síðan Boro tók Riverside Stadium í notkun árið 1995 hafa okkar menn heimsótt þá 15 sinnum í deild og bikar, þar til Boro féll 2009, og hefur leið Liverpool ekki legið norður síðan þá. Í þessum 15 leikjum síðan ’95 hefur Liverpool unnið 2, 5 hafa endað í jafntefli og 8 sinnum höfðu heimamenn betur.
Tveir sigrar í fimmtán þarna. Skelfilegt. Þetta var okkar helsti grýlu-völlur í mörg, mörg ár í deildinni og það verður bara að segjast, við vorum drullufegin þegar Middlesbrough féll niður um deild vorið 2009.
Á miðvikudagskvöld kemur í ljós hvort grýlan lifir enn eftir tæplega átta ára hlé en síðasta leik liðanna, í febrúar 2009, lauk með 2-0 sigri Boro. Það var árið sem Liverpool barðist um titilinn og Boro féllu, svona ef einhverjir skyldu halda að Liverpool ættu að vera of góðir fyrir Middlesbrough í þetta sinn.
Augu allra beinast að sjálfsögðu að Liverpool. Hvað er í gangi þar á bæ? Eftir aldeilis frábæra byrjun og 15 leiki án taps í öllum keppnum, og það þetta eina tap snemma í ágúst, var liðið í og við toppinn og við leyfðum okkur að stimpla liðið inn í titilbaráttu. Fyrir rúmri viku leit allt út fyrir að sú barátta héldi áfram þegar okkar menn voru 3-1 yfir eftir 70 mínútur gegn Bournemouth á útivelli.
Og hvað svo? Það eru allir á fullu að reyna að greina leik liðsins þessa dagana. Er Karius nógu góður markvörður? Er hægt að treysta miðvörðum sem missa úr allt of mikið af leikjum? Er breiddin næg ef liðið þolir ekki 2-4 meiðsli án þess að vera í Evrópu? Eru meiðslin álaginu sem Klopp krefst af leikmönnum að kenna? Er himininn blár?
Ég veit það ekki. Ég varaði við þessu í fyrsta landsleikjahléi. Svo vann liðið nokkra í röð og fólk gerði grín að svartsýni minni (hósthinir Kop.is-pennarnirhóst) en ég var einfaldlega að benda á að þrátt fyrir að Klopp væri búinn að búa til frábærlega skemmtilegt lið væri geta Liverpool til að skjóta sig reglulega í fótinn einfaldlega of frábær til að hægt væri að sópa henni alveg af borðinu.
Og hvað hefur svo gerst? Liðið var komið í frábæra stöðu, efst í deildinni eftir erfiða byrjun á pappír … og svo skaut það sig í fótinn. Með fallbyssu. 1 stig af 6 eftir að hafa verið yfir gegn Bournemouth og West Ham. Klassískt Liverpool, bara.
Fyrir vikið hafa næstu tveir leikir öðlast enn meira vægi. Útileikir á grýluvellinum í norðri og svo Goodison derby-leikurinn næsta mánudag. Liðið bara verður að ná í meira en eitt stig úr þessum tveimur leikjum.
Ég ætla ekki að reyna að greina vandamál liðsins hér. Ég ætla einfaldlega að segja að nú verða menn að standa upp og sýna hvað í sér býr. Ekkert bull um að þessi eða hinn þurfi tíma, um fimm ára áætlun til að vinna deildina, og svo framvegis. Það er eitt af því sem háir Liverpool og stuðningsmönnum okkar. Við miðum á deildina og um leið og hún er orðin langsótt erum við stjarnfræðilega fljót að lækka standardinn og miða beint á 4. sætið.
Ég á ekki von á að Liverpool landi 1. sætinu. Ég vil ekki sjá 4. sætið. Ég vil sjá titilbaráttu og 2.-3. sæti, takk, algjört lágmark úr því sem komið er. Liðin fyrir neðan okkur í töflunni eru að gefa dauðafæri á að styrkja topp-3 fyrir jólin og Liverpool á bara að heimta það að þessir leikmenn standi í fæturna við fyrsta mótlæti og gefi okkur ástæðu til að halda að hlutirnir séu að breytast eftir öll þessi ár. Sigur á grýlu-vellinum væri góð byrjun.
Sama byrjunarlið og síðast, af því að Klopp hefur ekki marga aðra valkosti í dag.
Spá: 2-0 fyrir Liverpool. Af því að völlurinn er bara grýla ef menn leyfa honum að vera það.
YNWA
Takk fyrir þennan pistil, gott að einhver er jákvæður ,maður þarf a því að halda i dag.
Ég á von á því að Liverpool landi fyrsta sætinu. Við erum í fínni stöðu í deildinni og nú fara hlutirnir að detta með okkur.
Svo er þjálfarinn okkar svo með’etta að það hálfa væri nóg http://m.fotbolti.net/news/12-12-2016/klopp-af-hverju-faer-neville-ad-tala-um-leikmenn-i-sjonvarpi
… já og Chris Sutton einnig http://www.footballinsider247.com/chris-sutton-destroys-neville-brothers-as-liverpool-goalkeeper-debate-takes-new-twist/
Ég mann vél eftir 2009 helvítis m lið var sáttur að þeir fóru niður það ár og vonandi eru þeir búnir að vera þar nógu lengi til að hafá gleymt þessum árum, en hver veit. Mig minnir samt að við mætum þeim í einhverjum bikar sem alldrey ætlaði að enda í vítaspyrnu keppni 13 spyrnur sem okkar menn unnu. Er ég að rugla ?
Eg var einmitt ad kommenta i dag eda gær à þràdinn hèr ad nedan ad mig minnti nu ekki betur en ad okkar menn hefdu alltaf àtt afar erfitt med Boro a utivelli, mundi samt ekki ad tolfrædin væri svona viðbjóðsleg. En hvað um það við verðum að vinna leikinn á miðvikudaginn það er bara ekkert flóknara en það. Èg er farin að öskra á Daníel Sturridge sem átti að vera eitthvað pínulítið meiddur þegar ég var í Liverpool um daginn en eins og svo oft áður er hann eitthvað smá meiddur en sést svo ekki í margar vikur og engin veit hvað er að manninum. Eru þetta ekki bara vandamál í kollinum á honum oftast þessi meidsli ? Allavega skrýtið að með hann sér maður oft ekkert hvað er að honum eða hversu lengi hann er frá. Okkur vantar Sturridge inni þetta lið okkar, mann sem getur skorað hvenær sem er og er alltaf líklegur til að klára leiki. Þegar okkar menn eru í smá lægð væri snilld að eiga einn match winner í Sturridge í hópnum.
Þvì midur er það alveg pottþétt að Klopp mun treysta áfram á Karius og þvì eins gott að sá maður fari að drullast til að verja eitt og eitt skot ásamt því að vörnin mà líka fara að spila betur. Getum ekki ætlast til að okkar menn skori 4 eda 5 mörk í hverjum leik til að ná ì 3 punkta sérstaklega þegar Coutinho er ekki með.
Er annars bara mjög svartsýnn á þennan leik og spái 3-3 jafntefli
Var að lesa það að Endurhæfing Coutinho gengur hraðar en búist var við og hann segir sjálfur að hann stefnir á það að spila gegn City á gamlársdag, það væri bara snilld ef það tækist 🙂
Auðvitað man maður eftir þessum erfiðleikum á þessum velli en það er ca. þremur þjálfurunum og 150 leikmönnum síðan.
Hef fulla trú á að við komumst á sigurbrautina á nýjan leik annað kvöld og verðum þar út árið!
Góðar fréttir með Kútinn!
Sælir félagr
Takk fyrir upphitunina KAR. Það þarf auðvitað að berja í brestina hjá okkur stuðningsmönnum eftir þessa tvo leiki sem skelltu okkur alvarlega og fast niður á jörðina. Það er með þennan leik eins og leikina tvo þar á undan að það er ekkert í boði nema sigur.
Hinsvegar er maður kominn á gamla staðinn þar sem maður horfir á hvern leik með hjartað í buxunum. Sama gamla sagan. Ég ætla engu að spá um þennan leik. Það hefur sýnt sig undanfarið að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Maður vonar það besta en býst við hinu versta. Því miður.
Það er nú þannig
YNWA
leikurinn fer 0-4 fyrir LFC
Migno í markið aftur hlýtur að vera niðurstaðan eftir síðustu tvo leiki ? Ekki það að hann hafi nú verið að skora mörg stig síðustu árin. Eigum við ekki skárri markvörð í Danni Ward sem er á láni hjá Huddersfield ? Hver er staðan á Can ?
Finnst menn full fljótir að gleyma síðustu árum með Mignolet. Persónulega þá hefur Klopp unnið sér inn mitt traust til að dæma um hvort nýr markvörður verður keyptur í janúar (efast um að það gerist).
Ef Klopp vill hann í markinu þá er ég alveg til í að gefa honum þetta tímabil til að aðlagast deildinni, ég veit það var gaman að láta sig dreyma um sigur í deildinni en ef við horfum bara 4 mánuði til baka þá var ég allavega mest að hugsa um top 4 í ár og svo byggja á því næsta tímabil.
YNWA
Er á sömu línu og margir hér. Vona það besta en býst við hinu versta. Þetta hefur heldur ekki verið uppáhaldsvöllurinn okkar í gegnum tíðina.
Einn leikur í einu, það verður mín nálgun á þetta tímabil. Þetta verður drulluerfiður leikur auk þess sem sjálfstraustið er ekki mikið í liðinu um þessar mundir. Margir meiddir og breiddin ekki mikil. Eitt er þó öruggt. Karius verður í markinu, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
0-4 og Karíus maður leiksins með hreint mark og stoðsendingu.
Ég held að stemmingin sé góð hjá Liverpool þessa dagana. Það hljóta að vera hughreystandi skilaboð hvernig Klopp stendur með sínum mönnum.
Í Bundesligunni var enginn jafnoki Klopp við að díla við fjölmiðla á sínum tíma. Þeir sem reyndu að setja hornin í mennina hans Klopp fóru yfirleitt verst út úr því sjálfir enda maðurinn með afbrigðum orðheppinn og klókur. Slagur hans við Neville bræðurnar er gott dæmi um hvað Klopp er sniðugur.
Punktstaðan er sú að fyrir hlutlausan áhorfanda eru Neville bræðurnar hlægilegir eftir viðskiptin við Klopp.
Forsagan er sú að Gary Neville lýsir Karius sem hálfgerðum aumingja. Þess má geta að áður en ummælin eru skoðuð að Karius á leiki með öllum yngri landsliðum Þýskalands, var valinn næst besti markmaðurinn í Bundes í fyrra, er yngsti markmaður frá upphafi í Bundes og á samt yfir 100 leik í deild sem er rönkuð sterkari en PL. En þetta er álit Gary Neville á þessum einum efnilegasta markmanni heims: “It’s still early days but he would need a massive improvement. When your defence is under pressure, sometimes you need your goalkeeper to save it and he’s miles away.”
Karius fer stuttu síðar í langt viðtal þar sem hann bregst á eftirfarandi hátt við ummælum Gary Neville: “And I don’t care what Gary Neville said. He was a top player, then he was a manager for a short bit and now he is back to being an expert again. But he is always very critical. I think he does it to everyone. I just hope that when I do well he will comment on that. We will see in the future.”
Dæmi nú hver fyrir sig um hvaða ósköp eru hér á ferðinni. En Gary Neville var ekki skemmt og sárindin yfir orðum Karius leyna sér ekki þegar að hann tjáir sig hæðnislega á Instagram:
“My sincere apologies Karius. You’re right. A failed manager hasn’t a clue. I won’t copy your great fan, pundit and club legend again”. Ahhhh Gary þarna hefði líklega verið betra að anda djúpt og standa betur með sjálfum í stað þess að opinbera hvað hinn misheppnaði og örstuttu þjálfaraferill reyndist sár reynsla. Gary naut á þessum tímapunkti mikils stuðnings frá Carra garminum en hann þagnaði sem betur fer snögglega eftir að Klopp tók til sinna varna.
Næstur fram á völlinn er yngri Neville bróðurinn sem tekur undir með Gary í BBC og bætir um betur og segir Karius bara að halda kjafti: “keep your mouth shut and do your job”. M.ö.o. ekki fara í viðtal og ekki bregðast við gagnrýni á þig!
Ég held að allir sjái að viðbrögð Neville (og Carrager’s) eru úti úr öllu korti og velsæmi. Karius er 23 ára gamall strákur að spila sína fyrstu leiktíð á Englandi. Hann hefur verið lélegur á köflum en ég þekki engan sem efast um hæfileika þessa stráks og hann á skilið lágmarks virðingu þó að byrjunin hafi verið erfið. Í Þýskalandi er talið fullvíst að innan fárra ára verði Karius einn besti markmaður heims og Þjóðverjar vita vel hvað þeir syngja þegar góðir markmenn eru annars vegar.
En hér kemur meistaverk Klopp’s. Í örfáum setningum kjarnar hann málið sbr þetta hér:
“The pundits, former players most of them, forgot completely how it felt when they got criticised. Especially the Neville brothers; the one who was the manager he obviously should know that too much criticism never helps. But he is not interested in helping a Liverpool player, I can imagine, but that makes the things he says not make more sense. He showed he struggled with the job to judge players so why do we let him talk about players on television?.”
Hann nær m.a.s. að koma skemmtilegum skilaboðum til áhangenda annarra liða um fáránleika þess að hafa lýsendur úr hópi gamalla leikmanna tiltekinna liða með þessu hér: “I don’t listen to them. I am pretty sure Carra doesn’t speak too positively about Man United players.” Skilaboðin eru skýr: ef þú hatar eitthvað lið ertu ekki fær um að tala um leikmenn þess og það gildir líka um gamla Liverpool leikmenn. Brilljant stöff.
Margir töldu að Klopp hefði farið yfir strikið en fleiri sáu að okkar maður er algjörlega “spot on”. Hvaða vit er í því að útbrunnir leikmenn og misheppnaður þjálfari sem hata Liverpool taki 23 ára gamlan leikmann liðsins, á sínum fyrsta tímabili í nýrri deild, af lífi í fjölmiðlum og sýni honum fullkomna óvirðingu með því að segja honum að halda kjafti og að hann sé “miles away” að vera nógu góður?
Chris Sutton á lokaorðið í bili en hann segir: “That is the long and the short of it and then Phil Neville backing his brother up saying ‘nobody should be allowed to do interviews until you’re a certain age’. And, here’s hypocrisy for you, they work in the media. The Nevilles are totally out of order with this one. Karius should be commended for doing the interview. Then Gary Neville reacted and, let’s get it right, that was a bit precious of Gary. Then Phil reacted didn’t he, I mean they’re like the Mitchell brothers, aren’t they, the pair of them.”
Æðislegt og djöfull er gott að vita til þess að þegar manni gengur illa stendur stjórinn með manni og kveður miskunnarlaust minnipokamenn í kútinn eins og að drekka vatn.
Arsenal að tapa og nú er lag að ná þeim á ný og gera alvöru úr þessu aftur!!
Ég viðurkenni!
Ég var farinn að horfa á leiki afslappaður og rólegur.
Þangað til síðasta korterið í Bournemouth leiknum.
Núna er kvíðinn og stressið komið aftur og það er frábært.
Ég fæ miklu meira út úr leikjunum og fína fræsingu á tilfinningaskalann.
Verðum að ná sterkum sigri á morgun og svo er það bara blóð á móti Everton sem náðu frábærum baráttusigri á móti Arsenal í kvöld.
Næstu þrjár vikur eru þær vikur þar sem grjóthörðu bretaliðin ösla á skítugum skónum yfir prímadonnurnar.
Vonandi erum við ekki of miklar prímadonnur og vöðum í gegnum þetta. Það þarf ekki að vera fallegt. Setja mark, þétta sig til baka og verjast af skynsemi. Þá mun jafnvel Karítas líta vel út.
YNWA
Karítas, hver er það, systir Karius 😀
Klopp er að kenna mönnum að verjast aðeins skynsamar og ég myndi giska á að Karius sé með á þeim æfingum en ekki Mignolet.
Smá fókus á þessi atriði og vélin fer að mala aftur. Eitt skref til baka áður en næstu tvö verða stigin fram.
YNWA
Sælir félagar.
Ég er bilaður ég viðurkenni það hér með. Ég er haldinn Liverpool syndróminu og er orðinn allt í einu svo bjartsýnn á næsta leik að það hálfa væri nóg. Ég er núna alveg viss um að við vinnum þennan leik með fögurra marka mun. Ég meina það. Ég er alveg viss. Einhverra hluta vegna leggst þessi leikur svona líka frábærlega í mig að ég er fullur af tilhlökkun fyrir leikinn.
0 – 4 er mín spá og sannfæring.
Það er nú þannig
YNWA
# 13 flott samantekt hjá þér. Neville bræður vita nefnilega að eitt af þvi fáa sem ManU á í dag er markmaður og eru þess vegna svona stoltir
Stend enn við það sem ég sagði í síðustu athugasemd 0-5 fyrir LFC.
#17 og #18 róa sig aðeins í úrslitum, frábært að menn séu svona ofurbjartsýnir á stórsigur. En ef það næst ekki þá verða vonbrigðin bara ennþá meir.
Vona bara að lfc vinni, en hefðin er Boro megin því miður.
YNWA
Takk fyrir þessar umræður. Stillum okkur og drögum andann djúpt. Smániðursveifla kemur hjá öllum liðum, meira að segja hjá Barselóna. Vandamálið varðandi getuleysið í vörninni virðist koma í ljós þegar lið setja á okkar menn öflugar sóknir. Það er ekki nóg að vera með bestu sóknina ef vörnin er bara sú 10-15 besta. Verulega jákvætt að Couthino er að koma til baka enn því miður neikvætt ef liðið nær varla að vinna leik án hans. Þrátt fyrir að næsti leikur sé af erfiðum velli þá er ég bjartsýnn sem og á framhaldið og kemur annað svipað rönn og við upplifðum í haust. Síðan þarf Klopp að kíkja í veskið og gá hvað hann á til að versla alvöru miðvörð og fá svo einn Skota í kaupbæti til að storka ekki álögunum.
Fékkst “like” á þessi ummæli Guderian (#13). Þetta er akkúrat málið, maðurinn á að verja sín leikmenn með kjafti og klóm
Mjög gott að verja sína leikmenn eins og hr. Klopp gerir en hefði Karíus ekki gott af því að setjast á tréverkið einn eða tvo leiki ? Það reyndist mjög gott fyrir Migno hér um árið þar sem hann átti sína bestu leiki fyrir okkur í framhaldi af því að vera bekkjaður.
Maður spyr sig ?
Karius er allan daginn að fara að byrja þennan leik í kvöld. Held að við tökum þennan leik en það verður enginn sambabolti í kvöld, núna þarf að fara þetta á eldmóðinum og ég held að Klopp hafi kveikt vel í mönnum. Ef menn sáu leik Everton og Arsenal í gær þá sjá þeir að það er hægt að fara ansi langt á baráttu og eldmóð. Það gerir það að verkum að leikur okkar við Everton næsta mánudag verður stríð.
Svo svona á meðan ég man Kristján Atli til hamingju með bókina, búinn að lesa þessa góðu ræmu.
You never walk alone.
Frábær færsla hjá Guderian. Bottom line-ið er samt að Jurgen Klopp fær borgað fyrir að taka ákvarðanir sem við sófaspekingarnir þurfum ekki að taka. Hann er búinn að kaupa þennan leikmann sem hann hefur trú á að geti orðið markvörður Liverpool til framtíðar.
Neville-systurnar gera auðvitað í því að nagast á Liverpool. Annar þeirra hefur spilað með báðum stærstu erkifjendum Liverpool og gæti þess vegna varla hatað Liverpool meira. Þess vegna verður að taka ummælum þessara gaura með mjög miklum fyrirvara.
Það eru bara tvær leiðir fyrir Karius. Annað hvort nær hann sér ekki upp úr þessu, tekur ekki miklum framförum og verður farinn innan 2-3 ára. Eða að hann tekur eðlilegum framförum og verður markvörður liðsins a.m.k. næstu 5-6 árin eða þangað til hann vill fara eitthvað sjálfur. Við getum ekki vitað hvora leiðina hann fer og Jurgen Klopp þarf að lifa með þessum kaupum sínum næstu árin. Sagan síðan Bruce okkar Grobbelaar lagði hanskana á hilluna er ekki góð því allir okkar markmenn síðan þá hafa valdið vonbrigðum. Síðastur í þeirri röð er Simon Mignolet og hann er vonandi ekkert að fara aftur inn í lið. Menn eru ótrúlega fljótir að gleyma hversu slakur hann hefur verið síðustu árin.
Tony Barrett segir að Mignolet byrji í markinu í kvöld. Það eru nokkuð stórar fréttir verð ég að segja. Sjáum þó hvað gerist en þegar Barrett póstar e-u þá er yfirleitt töluvert sannleikskorn í því.
eitt samt það hafa margir leikmenn sem voru jafnvel ekki taldir nógu góðir fyrir Lpool áður en Klopp kom og hann hefur gert þá af algjörum yfirburða lykilmönnum sem menn myndu ekki einu sinni vilja selja núna fyrir tugi miljón punda, er það alveg ómögulegt að Migno gæti orðið fyrir þessum áhrifum líka ?, hann var tekinn út og Karius settur inn þrátt fyrir að hafa byrjað vel auðvitað skilur maður það að Klopp sjái Karius sem framtíðarmann en eins og staðan er nákvæmlega núna þá er alveg í lagi að Migno fái sénsin!