LEIK LOKIÐ 2-2. Svekkjandi.
90 mín. Venjulegur leiktími liðinn, 5 mínútum bætt við.
84. mín. – MARK! Defoe jafnar aftur, 2-2, af vítapunktinum eftir að dæmd var réttilega hendi á Sadio Mané inní teig. Ódýrt að missa þetta í tvígang niður. Kræst.
79. mín. Lucas kemur inná fyrir Sturridge. Hann virtist snúa lítillega á sér vinstri fótinn við að taka á móti bolta og verður væntanlega frá fram í september. Karlgreyið.
73. mín. Origi kemur inná fyrir Wijnaldum. Mér sýnist Klopp draga liðið aftur í 4-4-1-1 með Sturridge frammi, Origi í vinnslunni fyrir aftan hann og fjóra þétta á demantamiðju.
72. mín. – MARK! Sadio Mané kemur Liverpool í 2-1! Aftur eftir hornspyrnu frá hægri, í þetta sinn er það Sunderland-maður sem skallar áfram á fjær þar sem Mané potar yfir línuna. Rándýrt mark, koma svo og klára þetta!
70. mín. Þessi leikur er einfaldlega að fjara út í tilþrifaleysi. Þreytumerkin á báðum liðum eru klár og það er fátt um fína drætti í seinni hálfleik. Okkar menn hafa náð 3-4 skotum á mark eftir hlé en þau hafa öll verið máttlaus og beint í fangið á Mannone. Klopp má alveg koma með tvær góðar skiptingar fljótlega.
56. mín. Dauðafæri, Mané fær auðan skalla á markteignum eftir frábæra fyrirgjöf Clyne en nær ekki að skalla boltann og hann endar úti á kanti hinum megin. Ákveðin stöðubarátta í upphafi seinni hálfleiks en það eru sénsar.
46. mín. Seinni hálfleikur er hafinn. Klopp gerði eina breytingu í hléi, fyrirliðinn Milner er farinn út af og inn í staðinn kom Alberto Moreno. Koma svo!
HÁLFLEIKUR – 1-1 í hléi eftir kaflaskiptan leik. Mér finnast klár þreytumerki á báðum liðum, ekki mikið um hlaup og sendingar ómarkvissar á báða bóga. Betur má ef duga skal.
27. mín. Dauðafæri hjá Sunderland, Defoe sleppur aleinn í gegn en Mignolet ver frábærlega frá honum. Okkar menn verða að girða sig í brók eftir jöfnunarmarkið.
25. mín. – MARK! 1-1, Defoe jafnar af punktinum eftir vítaspyrnu sem er dæmd á Klavan og Wijnaldum sem tóku Ndong í hálfgerða samloku á leið inn í teiginn. Ekki mikið brot en rétt dæmt engu að síður. Sofandaháttur í vörn okkar.
20. mín. – MARK! 1-0 fyrir Liverpool eftir hornspyrnu. Boltinn kom fyrir frá hægri, Lovren skaut að marki utarlega í teignum og á markteignum framlengdi Daniel Sturridge boltann í fallegum boga yfir Mannone með skalla aftur fyrir sig. Frábært mark!
15. mín. Kortér liðið, enn 0-0. Liverpool hafa stjórn á leiknum og átt fleiri færi en Sunderland hafa átt tvö góð langskot sem Mignolet varði vel. Ég hefði viljað fá mark upp úr yfirburðunum í upphafi leiks en þetta heldur áfram.
8. mín. Frábær sókn hjá Liverpool, fyrst ver Mannone skot Sturridge sem er kominn á auðan sjó í teignum og svo langskot Wijnaldum. Yfirburðir okkar manna miklir í upphafi leiks.
15:00 Leikurinn er hafinn á Leikvangi ljóssins!
Fyrsti mánudagur ársins og það er leikur kl. 15:00. Það mættu allir mánudagar vera svona!
Byrjunarliðið gegn Sunderland:
Mignolet
Clyne – Lovren – Klavan – Milner
Lallana – Can – Wijnaldum
Mané – Sturridge – Firmino
Bekkur: Karius, Lucas, Moreno, Alexander-Arnold, Stewart, Ejaria, Origi.
Þetta er ekki eins mikil rótering og við bjuggumst við, það verður að segjast. Í raun kemur bara Sturridge inn í liðið fyrir Henderson sem fór út af meiddur á laugardag.
Vonum að menn séu ferskir þótt það séu ekki tveir sólarhringar síðan liðið spilaði síðast. Sunderland stóðu nú líka í ströngu á laugardag. Kannski bjóða bæði lið upp á göngubolta og jafnteflið í dag, við sjáum til.
YNWA
Það gat ekki annað verið en að sturridge byrjaði. Hann er vel að því kominn eftir frammistöðu sína í siðasta leik.
jahérna, þetta kemur fremur mikið á óvart. Bjóst við a.m.k. þremur breytingum á byrjunarliðinu, þ.e. bjóst við að sjá Origi og Lucas í þessu byrjunarliði. Tel samt að þetta sé hárrétt hjá Klopp því þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og hann getur hvílt lykilmenn í næstu tveimur bikarleikjum.
Þetta er hörkulið sem við stillum upp og vonandi höfum við orku til að klára þetta. Er samt pínu hræddur við þennan leik en trúi samt ekki öðru en við náum að klára laskað lið Sunderland, en þeir eru í miklum meiðslavandræðum og sjálfstraustið vonandi ekki upp á marga fiska.
Koma svo rauðir, byrjum nýja árið með stæl!
Hvar á maður svo að horfa á leikinn á netinu? YNWA
Eigum allan daginn að vinna arfa slakt lið Moyes
0-3
Bookmarkið þessa síðu. Þarna koma linkar á fína strauma. Ég hef yfirleitt fundið fína acestream strauma þarna.
https://www.reddit.com/r/soccerstreams/
Jú Kristján, þetta voru nákvæmlega jafn mikið af róteringum og ég bjóst við, eins og kom fram í upphitun inni ?
Vona svo innilega að menn hafi orkuna sem þarf í þennan leik þar sem það eru nánast engar breytingar en það verður engin afsökun heldur gegn arfaslöku Sunderland liði.
Þetta átti nú að vera broskall þarna í endann en ekki spurningamerki
Hér er linkur á leikinn: http://www.livefootballol.me/streaming/english-premier-league-2017/02-01-2017-sunderland-liverpool.html
Hvað er siðan af fretta af hendo? Mikil meiðsli eða kannski bara hvild?
Sturridge !!!
Mér fannst virðingarvert hjá LFC þegar vítið var dæmt að ég sá ekki einn einasta Liverpoolmann hjóla í dómarann og væla. Það hefði hugsanlega gerst víða
Frábært mark hjá Sturridge. En það telur lítið þegar vörnin okkar er með allt niðrum sig. Borini, af öllum mönnum, er að valta yfir okkar menn 🙁
CAN er að drulla á sig
Can í tómu tjóni…
Engin breidd.
Þurfum ekkert að kaupa meira. Þessi hópur vinnur deildina.
virka þreyttir og ekkert skrítið þetta var það sem maður óttaðist, en spurning hvort að hárþurkan hjá Klopp muni gefa þeim eitthverjar auka eldsneytisgufur í seinni ég veit það ekki væri til í að fá Origi inn og Can út.
Ég hefði viljað sjá ferskari lappir á vellinum í dag, Sunderland berjast um alla bolta og eru erfiðir að eiga við í dag.
Spái að Klopp rífi þá í gang í hálfleik og menn mæta til leiks af fullum krafti og setji 2 mörk á þreyttari sunderland menn.
Þetta er svolítið eins og að horfa á 6.flokks leik
Fá lið betri að núlla út góða sigurleiki með skitu gegn liði sem á ekki heima í PL.
Menn þurfa nú ekkert að fara grenja strax. Það eru ekki altaf jólinn bara vanmat í gangi og meiri vilji hjá leikmönnum Sunderland og um leið erum við bara eins og einhverjar pissu dúkkur í höndum á þeim og það allir ekkert bara can Mane er líka drullu slappur nær ekki að taka einn einasta leikmann á og hey er Firmino örugglega inn á vellinum. Þetta verður leiðrett í hálfleik og þessi leikur fer 3 eða 4 -1
Það væri áhugavert að sjá hlaupna kílómetra liðsins og sendingarhlutfall heppnaðra sendinga í þessum leik samanborið við aðra leiki. Ægilegt að horfa upp á þetta, ekki bara Can heldur líka Wijnaldum, Lallana og Firmino, rosalega lítil hreyfing fram á við. Lucas eða Stewart þurfa að koma inn, líka Origi sem fyrst. Einn möguleiki í viðbót er að setja Milner framar og Moreno inn, ótt það sé ekki víst að Milner sé nógu frískur til að spila á miðjunni.
Ekki við leikmennina að sakast, það má alveg krítísera Klopp fyrir að gera of litlar breytingar á liðinu. En sjáum hvað setur, þetta getur hæglega braggast. Við erum allavega með meiri möguleika en Sunderland á að gera vitrænar breytingar á liðinu.
E.Can er ekki að gera sig í þessum leik í Henderson stöðuni. Hann er tæpur á sendingum, spilið gengur hægt og virðist hlaupa mikið úr stöðu. Maður saknar eiginlega Henderson meira en maður hélt.
Sunderland menn eru að selja sig dýrt og það er stemning hjá þeim en við erum að gera þetta of erfit. Can hefur verið í ruglinu en Lallana/Winjaldum eru ekki heldur að ná sér á strik á miðsvæðinu. Firminho/Mane virka þreyttir og Sturridge hefur verið okkar langbesti maður það sem af er leik.
Ég var á Liverpool – Sunderland þar sem þeir pökkuðu í 11 manna varnarmúr inní eigin vítateig nánast í 90 mín en annað er uppá teningnum í dag og það er möguleiki að opna þá en við þurfum að vera klókir.
Við voru eigin aular að fá þetta mark á okkur. Raggi með of fasta sendingu sem Can hefði samt átt að geta gert betur en að missa hana útaf. Svo missir Winjaldum manni frá sér og Raggi kemur út á móti og þeir gera svo samloku sem endar í víti.
Á móti kemur þá er markið hjá Liverpool líka frekar fúlt að fá á sig ef maður heldur með Sunderland, léleg skot hjá Lovren og skalla mark hjá Sturridge (maður þarf líka stundum að taka af sér liverpool gleraugun).
Það eru 45 mín eftir og vona ég að okkar menn mæti af krafti í þeim síðari og nái í ljótan sigur. Menn eru greinilega mjög þreyttir og ákveðinn og vinnslan er ekki sú suma og hefur verið en þá þarf bara að grafa djúpt og ná í þá orku sem vantar til að landa 3 stigum. Ef við gerum það ekki þá einfaldlega eigum við ekki meira skilið úr þessum leik.
guð minn góður hvað menn eru á hælunum. Reiknaði ekki alveg með svona hroðalegri frammistöðu en menn virðast vera gersamlega örmagna. Can is having a shocker! Hann hlýtur að verða tekinn út af í hálfleik en hann er búinn að vera gersamlega hræðilegur!
Mignolet búinn að vera alger yfirburðarmaður og honum að þakka að við séum ekki undir. Menn verða að gera svo vel að girða okkur í brók. Sérfræðingarnir á LFC eru að furða sig á staðsetningu Sturridge á vellinum. Hann þarf að vera framar á vellinum.
Verðum einhvern veginn að klára þennan leik. Við erum nánast að spila við varalið Sunderland, sem kannski skýrir afhverju þeir eru svona ferskir. Það er bara ekki í boði að misstíga sig í þessum leik.
Koma svo rauðir!
Verðum að spyta í lófana og keyra á þá i byrjun seinni og ná inn marki fljótlega en virkilega augljóst hvað henderson er mikilvægur.
það eru 2 búnir að vera skila sínu so far á vellinum það er Migno og Sturridge , ætla ekkert að fara álasa varnarmennina fyrur vítið en samt klaufalegt soft víti , Can lét boltan rúlla í innkast sem varð svo að þessu víti og var að drulla uppá hnakka ég þoli ekki Can þessa stundina hann ætti að vera mikið ferskari en flestir enda búin að spila mikið færri leiki. En hann er að skíta á sig og var manna verstur það er óásættanlegt. Við erum að spila á móti lélegasta liði deildarinnar og ég ætlast til þess að menn skili því sem slíku.
#14 Vöndum okkur aðeins meira. Allt í lagi að gagnrýna okkar menn. En dettum ekki niður á þetta plan að tala um að einhver sé að drulla á sig þótt hann spili illa eða ekki eins vel og við vitum að hann getur.
#27 ég veit að sannleikurinn getur verið sár og ég verð fyrsti maður til að segja hversu æðislegur Can er þegar hann skorar og treður sokk en þegar menn skíta á sig þá er allt í lagi að láta vita af því líka.
Ljóst að okkar menn eru þreyttir eftir mikið álag. Þá reynir á breyddina og hún er því miður ekki til staðar hjá okkur.
Moreno kominn inn fyrir Can. Skiljanlegt, út af gula spjaldinu. Can fær ekki mikið fleiri mínútur nema hann fari að girða sig í brók.
Hvað eru Can og Wijnaldum að gera inni á vellinum?
Allir gjörsamlega búnir á því, líta a.m.k. út fyrir það
Nú er að vona að við “grísum” þetta. Náum sigri. Setjum pressu á Chelsea.
En því er nú ver og miður að koma á daginn að breidd okkar er ekki sú sama og hjá hinum topp 6 liðunum – mun það koma í bakið á mönnum að hafa ekki fjárfest í fleiri leikmönnum í sumar? Í algjöru dauðafæri eins og Chelsea vegna engrar þáttöku í Evrópu.
Vonandi tökum við þennan, tækifæri á hvíld eru handan hornsins en eigum rosalegan janúar mánuð framundan – ég vil sjá LFC vera að challenga um titilinn alveg til enda
Can, Lallana, Winjaldum, Mane…….er einhver þeirra búinn að vera góður í dag? Á sama tíma eru City 10 að pakka saman Burnley.
Afhverju er meiri orka í Sunderland? Leir spiluðu á gamlársdag.
Nú verða að koma ferskir fætur inná í soknina fá origi inn fyrir Firmino og Lucas fyrir Mane og færa Lallana upp
Origi inn please ???
MANÉ !!!!!
Mané þú yndislegi drengur við egum eftir að sakna þín!
úúújeeeee!!!!!!!!
Origi að koma inná !
Shocker
Sturridge meiddur. Ha!
oj bara
æææ
Hve oft höfum við séð þetta hjá Lucasi.býtur af sér utan við teiginn. Burtu með hann sem fyrst. Kannski fra menn að verja hann eina ferðina enn.
Er þetta fokking djók? Lucas búinn að vera inná í svona 2 mínútur þegar hann gefur aukaspyrnu á stórhættulegum stað
Djöfull er Mané heimskur. shit.
Hvaða helvítis hörmung er þetta að detta i nauðvörn um leið og þeir komast yfir og gefa þeim aðra víti
Hreinræktuð Lucas skita….. viðbjóður að sjá þetta fara svona…..
Láta vinstrifótarmann taka þessar aukaspyrnur.
Djöfull er þetta typiskt liverpool vinna city og tapa svo 2 stigum a moti sunderland
Jafntefli á móti David Moyes, haha aumkunarverðir
ömurlegum leik lokið þvílík hörmung
Sunderland DRASL!!!
bara vondur leikur og titilvonirnar minnkuðu til muna. Okkur vantar breidd og menn voru örmagna. Innkoma Lukas, guð minn góður. Svo þurfti Mane að togna á heila rétt áður en hann fer til Afríku. Djöfulsins vonbrigði. Þetta Sunderland lið getur ekki rassgat og mun pottþétt falla.
Var einhver góður í þessum leik? Firmino alveg týndur eftir að Coutinho meiddist.
Topplið? Liverpool? Nei.
Höfum kannski spilað yfir getu? Á köflum.
En lið sem kemst yfir gegn Bournemouth og Sunderland í tvígang en halda ekki út eru ekki meistaralið. Ekki nálægt því.
Af hverju var þessi hópur ekki styrktur? Hulin ráðgáta og metnaðarleysi. Gullið tækifæri jafnvel í súginn. Mér lýst ekkert á janúar með liðið svona, Henderson, Sturridge, Coutinho og Matip. Nú herja á okkur meiðsl. Hvað er á bekk……… Moreno…Lucas….. boðlegt? Nei.
Bekkur United í dag. Mata, Martial, Smalling, Young, Rashford, Fellaini
En áfram West Ham
Sælir félagar
É#g sá ekki þennan leik en finnst niðurstaðan ótrúlega ömurleg. Að gera 2 – 2 jafntefli við eitt allra lélegasta lið deildarinnar er óafsakanlegt. Mér er nákvæmlega sama hvaða skýringar menn finna sér til – þetta er að skíta upp á bak og ekkert annað.
Það er nú þannig
þvílík skita…. það verður ekki mikil eftirsjá af honum lucas…. svo líka spurning hvort það hefði ekki mátt rótera aðeins í byrjunarliðinu
Við erum stundum með þetta en við verðum seint meistarar með þessu áframhaldi, ekki hefði ég séð Chelsea klúðra þessum leik. Svo er nú þessi blessaði bekkur okkar orðinn andskoti þunnur, hlakka til að fá Matip og Coutinho inn.
Þessi skita skrifast á Klopp.
Ofmetur þol leikmanna og nýtir hópinn ekki nægilega vel.
Origi hefði átt að byrja fyrir Firmino sem var skelfilegur.
Djöfull er fúlt að tapa 2 stigum a móti þessu sunderland liði og það með 2 vítaspyrnum.
Mannone með 13 varin skot.
manni finnst eins og þurfi styrkja verulega liðið,en ég held að það verði lítið sem ekkert keypt í janúar.mér fannst þetta drulluléleg frammistaða hjá okkar mönnum því miður.
Skrytið gerum jafntefli eftir mikla leikjatörn þar sem við unnum 4 leiki i röð og allt i einu er Liverpool liðið ömurlegt með enga breidd og stjora sem misreiknar liðið hroðalega.
Eg er alveg sattur með 13 stig ur siðustu 5. leikjum.
Það sást i dag hvað Henderson vélin er mikilvæg.
Alls ekki ömurlegur leikur eins og sumir vilja meina. Lykilmenn þreyttir og síðan er Sunderland nógu lélegt, að mati Liverpool, til að hið dæmigerða kæruleysi gagnvart slíkum liðum endurtekur sig aftur og aftur ár eftir ár. Sennilega er þetta hroki og alltaf þetta helvítis kjaftæði um skyldusigra. Vonandi læra leikmenn, stjóri og stuðningsmenn einhverntímann af þessu og beri alvöru virðingu fyrir öllum andstæðingum.
NEI sunderland 19 sæti yfir skoruð mörk og 19 sæti yfir mörk á sig sorry pollýönur ef okkar menn geta ekki varið titil baráttuna gegn svoleiðis liði hvað erum við þá að tala um ?
Anda inn og anda út.
Liðið okkar átti ekki meira skilið en 1 stig í dag. Liðið virkaði mjög þreytt og er ástæðan fyrir því einfaldelga leikjaálag en það á samt að vera hægt að vinna þetta Sunderland lið.
Mér fannst liverpool spila mun betur í þeim síðari en í þeim fyrri. Liðið stjórnaði leiknum frá A til Ö og komust Sunderland menn ekki nálagt boltanum líkt og í þeim fyrri. Við vorum ekki að opna þá mikið en þó eitt og eitt færi. Eftir að við skorum og komust yfir með smá heppni þar sem leikmaður Sunderland leggur upp markið okkar þá þurfum við að vera klókir og klára leikinn.
Lucas er sá leikmaður sem er þekktastur fyrir að gefa ódýrar aukaspyrnur fyrir utan teig og viti menn. Hann var varla kominn inná þegar hann gaf eina svoleiðis(ég verð samt að segja að þetta var aldrei aukaspyrnu og líka ef við tökum með hvað dómarinn var búinn að leyfa mikið í leiknum). Mane var næstum því búinn að kveðja okkur sem hetja en ákvað að vera heimskur og breytti sér í markvörð sem kostaði okkur mark.
Liðið okkar átti ekki góðan leik en þarf samt að gera betur og klára svona leiki. Það er samt fyndið að sjá menn hérna drulla yfir liðið og leikmenn en þetta voru sömu gauranir og voru að spila fyrir c.a 48 tímum og menn voru að missa vatn yfir.
Svo verður fróðlegt að sjá hvort að commentinn verða ekki fleiri í jafnteflisleik gegn Sunderland heldur en í sigurleik gegn Man City.
Besti maður liðsins í dag var Mignolet sem varði á ögurstundu og verður ekki sakaður um mörkinn. Sturridge var góður í þeim fyrri en við sjáum hann líklega meira uppí stúkku en á vellinum og verður því árið 2017 bara hefbundið ár fyrir kauða. Can átti mjög lélegan leik, Winjaldum náði sér ekki á strik og Lallana var lélegur í fyrrihálfleik en betri í þeim síðari.
Jæja 44 stig eftir 20 leiki 5 stigum frá toppnum. Við fengum tækifæri til að minnka þetta niður í 3 stig en það tókst ekki en ég vona að þetta verður ekki síðasta tækifærið okkar til að saxa á forskot Chelsea á tímabilinu og held enþá í vonina að við verðum í baráttuni allt til enda. 7 stig á 6 dögum verður að duga þótt að maður hafði óskað sér að þau væru 9.
Næst er það FA Cup og deildarbikar áður en við förum og spilum við Man utd úti í deildinni og verður það fróðleg viðureign og Matip/Henderson/ Coutinho ættu allir að geta náð þeim leik.
Here we go again! Liðið að spila yfir gétu liðið lélegt og áfram. Liðið er nkl jafn sterkt og það er lið í toppbaráttu.
Því miður veit ég ekki hvað mene var að gerannsaka þarna en maður verður að fyrirgefa honum það.
Lucas var með fasta lið að vanda gefa aukaspyrnu á stórhættulegum stað hann verður eflaust minnst þannig hjá liverpool. Sem og góða gæjanum utan vallar.
Því miður klúðraði liverpool þessu í bili í það minnsta maður vonast eftir eitthverjum viðsnúningi sem kæmi okkur aftur í séns.
Hvað er fkn málið með Klopp og Firmino?? Eru þessir menn að sofa saman eða?? Firmino getur ekki rassgat. Hann er buinn að vera týndur svo lengi og er samt alltaf i liðinu og aldrei tekinn útaf . Er buinn að vera hræðilegur skorar síðan allt i einu og heldur áfram að vera hræðilegur i næstu 3.leikjum.
Lucas er að meiða Liverpool liðið þetta er eina sem eg man eftir hvað hann hefur gert fyrir Liverpool liðið, að brjóta á sér rétt fyrir utan teig og kostar okkur margt. Ég man ándjoks ekki eftir einu jákvæðu atriði hjá honum í öll þessi ár sem hann hefur verið hjá Liverpool.
Maðurinn skal drullast til að hættta að spila fyrir liverpool og fara heim til Brasilíu
Hjalti, þessi hroki kemur fyrir aftur og aftur og er ekki að sjá að menn læri hvorki eitt né neitt. Djöfull sem maður er orðinn þreyttur á þessu. Vinna baráttu sigur gegn MC en drulla svo langt uppá bak gegn liði sem ætti að vera í 1. deild.
Þetta er saga undanfarinna ára og þetta er sagan sem hefur gert titilvonir Liverpool stuðningmanna að engu í þau örfáu skipti frá 1990 sem liðið virðist vera að ná einhverjum árangri. Þetta er ömurlegt og auðvitað skrifast þetta á Klopp alveg eins og sigrarnir fara á hans reikning.
To put into some context, 12/12 points vs Arsenal, Chelsea, Everton & Man City, then 2/12 vs Burnley, Bournemouth, West Ham and Sunderland.
Sammála 65of 66.
Allir leikir í þessari deild, sérstaklega á útivelli, eru erfiðir.
Heppnin var ekki með okkur og þetta var alls ekki svo léleg frammistaða hjá liði sem mun hampa meistaratitlinum í vor.
Eins og Oddi bendir á hér með stigasofnun gegn litlu liðunum sýnir svart á hvítu hvar vandamálið liggur og þetta getur ekki verið vandamál sem kom með Klopp því svona er þetta búið að vera síðan ég man eftir mér með liverpool.
Eru leikmenn liverpool kannski að lifa á fornri frægð Liverpool að þeim finnist að þeir séu svo miklu betri en litlu liðin að það eigi að koma sigur án áreynslu gegn þessum liðum því þetta vandamál verður að leysa þvi annars mun liverpool aldrei verða meistarar.
En að þessum leik þá er ég sammála mörgum hér að ofan sem tala um að þetta skrifast að stórum hluta á Klopp fyrir að rotera ekki meira í liðinu þegar svo stutt er á milli leikja.
En er ég svona blindur eða misskilja en var ekki dæmd aukaspyrna á Can en ekki Lucas í aðdraganda marksins þvi mér syndist Lucas draga sig frá og Can hlaupa Defoe niður ??
dómararnir greinilega hafa gengið harkalega um gleðinnar dyr á nýársnótt, dæmdu af okkur þessi tvö stig og virðast ætla að gefa shit utd leikinn sinn með rauðsu spaldi sem var algörlega útí hött, getur verið að þetta sé tilviljun?
Kvarta nú ekki oft undan dómgæslu… en dómaratríóið var þreyttasti maður vallarins í dag.
Gunnar Nr 70.
Ertu ennþá í áramótadrykkjuni?
Mané er ekki búinn að geta neitt núna lengi, þó svo að hann setji eitt og eitt. Ég held bara að liðið verði bara betra þegar hann fer núna. Og fokking Lucas Leiva,,,,, hans aðall, seinn og klaufalegur. Sagði þegar hann kom inná, brýtur klaufalega af sér fyrir utan teig og við fáum á okkur mark…..og hvað gerðist !!!! ætti að vera löngu kominn sem lengst í burtu……þurfum að kaupa nokkra núna til að fylla betur í skörðin. Framherja og kantmenn til að leysa af. Lallana og Firmino geta ekki endalaust haldið sóknarleiknum á herðum sér…..fokk maður……
Sæl og blessuð.
Bjakk.
Segi ekki meira.
Jú, annars, er ekkert, alls ekkert þarna í baklandinu af sprækum fótum sem brúka má í svona leiki??? er postulínið Sturridge það eina sem kemur til greina að setja inn og þá í stað hælssárs Hendersons? Hef séð þessa ungu stráka pakka saman liðum með hraða og snerpu en núna þarf að þaulnýta lúnar lappir og þreytta hausa. Þoli ekki svona rugl.
Annars hefði þetta svo sem sloppið fyrir horn ef Mané hefði ekki gefið víti í lokin. Fyrra vítið var líka eins og tekið upp úr æfingamyndbandi – hownottodothingsinfootball – eða eitthvað viðlíka.
Jæja, 2016 endaði vel en 2017 byrjar ekki vel!
Klopp á þetta, fyrir að rótera ekki og skipta ekki fyrr.
Þeir sem búast við 100% úr mönnum í leik 2 á 48 klst, þám margir hér, þurfa að skrúfa niður væntingar…
Þetta er það sem èg hef haft à áhyggjur af. Við erum ekki með mikla breidd og persónulega finnst mér hópurinn ekki nógu góður þetta verður mjög erfitt og held ég að bæði United og Tottenham séu með betri líðan en við og þarf mikið að gerast til að þau fari ekki fram úr okkur
Gunnar#70 er ekki í sínu besta skapi og Klopp, Firmino og Lucas þurfa tæpast óvini eigandi svona vin þ.e. ef Gunnar er ekki að trolla hér sem er það fyrsta sem manni dettur í hug.
En kommon – hvað með að anda með nefinu og geyma skítkastið þangað til runnið er af manni? Eða sleppa því bara að tjá sig ef manni dettur ekkert annað í hug um leikmenn og þjálfara félagsins okkar?
jo ekki vera að dissa lucas þetta var aldrei auka til að byrja með.Þetta er bara glataður dómari eins og allir í enska boltanum þessa daga.Þreittur á þessum risaeðlum
Það sannaði sig í þessum leik að hópurinn er ekki nógu sterkur, nú hefði verið gott að eiga 2-3 sterka leikmenn í hóp sem hefði geta leyst ofur þreytta leikmenn sem byrjuðu þennan leik.
Að ferskar fætur hafi ekki byrjað þennan leik sannar það að hópurinn mætti vera sterkari.
Við höfum sterkt byrjunarlið en um leið og meiðslu koma upp hjá lykilmönnum og það kemur mikið leikjaálag þá er hópurinm mjög þunnur.
Nú verður Liverpool að taka upp veskið og kaupa 2-3 sterka leikmenn því annars endar þetta ekki vel.
2,2 stig i leik ut tímabilið myndi gefa okkur 83,6 stig. Þetta lítur mjög vel út og liðið okkar verður örugglega styrkt eitthvað janúar. Respekt til Sunderland, þeir börðust fyrir sanngjörnu jafntefli sínu. Hef ekki áhyggjur af manju-leiknum. Erum vanir að vinna flesta þessa toppslagi. Plymouth næst, takk fyrir. Hlakka til!!
Að lokum. Þetta var ekki rassgat aukaspyrna sem varð svo að víti.
Mér finnst áhyggjuefni hvað Emre Can virðist hafa staðnað í þroskanum. Lengi að hugsa og hlaupa, tekur of margar snertingar og skilar boltanum illa frá sér. Vona að Klopp nái að kreista meira út úr honum.
Ok. róum okkur aðeins. Enginn heimsendir en samt ógeðslega fúlt!
Það þarf engan snilling til að reikna það út að breiddin hjá okkur er ekki nægilega mikil. Höfum verið að keyra þetta mót á 13 – 14 lykilmönnum sem er einfaldlega ekki nóg þegar meiðsl fara að gera vart við sig. Mjög góður punktur hjá #58 hér að ofan. Sjáið bekkinn hjá United í kvöld.
Þó svo Lukas okkar sé farinn að dala þá finnst mér skrýtið að það eigi að fara að lána hann og ekkert öruggt í hendi með leikmann í staðinn.
Okkur vantar klárlega 2-3 sterka leikmenn, sem geta verið byrjunarliðsmenn. Það kom bersýnilega í ljós áðan að við megum alls ekki við því að svona margir lykilmenn okkar eigi off dag, þá er ég að tala um Firminio, Mane, Can, Lallana, Wijnaldum og Milner. Ok. auðvitað voru menn þreyttir en að þeir skyldu allir eiga off dag er ekki gott. Mignolet var mjög góður í dag og kom í veg fyrir að við töpuðum leiknum.
12 stig af 12 á móti Arsenal, Chelsea, Everton & Man City og síðan 2 stig af 12 á móti Burnley, Bournemouth, West Ham and Sunderland. Þetta er auðvitað rosalega ergilegt.
Nú reynir rosalega á liðið. Framundan tveir bikarleikir og síðan Old Trafford þann 15. janúar og við með slatta af mönnum í meiðslum. United búnir að taka 6-7 leiki í röð og eru bara 5 stigum frá okkur. Hin toppliðin í kringum okkur eru líka á góðu rönni. Held að Klopp verði að styrkja liðið fyrir komandi átök og hann verður að setja deildina í forgang. Það er ekkert sjálfgefið að við verðum í topp 4 í lok móts.
Við erum enn í titilbaráttu en miðað við núverandi breidd þá tel ég varla raunhæft að við náum Chelsea. Vonandi gera þeir jafntefli á móti Spurs nk. miðvikudag.
Þessir dómara í dag eru ní skriðnir upp úr ruslatunnunum eftir feit partý alla helgina þar sem dómara Englands hittust og ákváðu að það væri búið að fara svo ylla með móra að þessi vika yrði notuð til að hjálpa honum svo hann þyrti ekki að drulla yfir þá lengur og fengi nánast enga refsingu fyrir, mér finst það frekar þreittur brandari hvernig málum er tekið hjá enskasambandinu ég stóð á þeiri meiningu að þetta væri 11 manna bolti ekki í dag þegar dómarinn ákvað að það yrðu 10 á móti 13 heima hjá westham 13 Já þetta var alldrey raut og markið sem slatan skoraði átti ekki að standa svo á að senda þetta móra lið í leiklista skóla nei þeir eru úd skrifaðir þaðan vá hvað eg var pirraður eftir þenna liverpool leik þar sem mosi gamli lagði til að ef hvítur bolti kæmi nálagt þeim þá æti bara að hreynsa eins og skot eins langt og hægt væri og ef staðan væri 0-0 eða 1-1 eða 2-2 þá átti markmaðurinn bara alls ekki vera flíta sér að fá boltann í leik því 1 stig er betra en 0 eða 3 stig Já okey allt í lagi spillið vörn en þegar maður upplifir að liðið er farið að tefja þá seigji ég STOP og ekki einu sinni yfir Já þá má þetta lið fara norður og niður fyrri mér var að spá í hálf leik að hringja í eigendur sunderland og biðja þá um pening fyrir mosa svo liðið gæti farið að spila fótbolta úff hvað maður verður pirrrrrrrrrrrrrrrraður á svona drasli, svo héld ég að leikmenn ættu ekki að þrasa í dómaranum Já það gera það bara öll lið nema okkar menn þetta er bara þrétt, erlendur leikmaður sem er með rasisma 10 leiki bann orð gegn orði. Enskur leikmaður rasisma 5 leiki +vitni að samskiftum. Nei mikið djöfulli var þetta þreytandi Dagur Já þetta væl í móra alla daga hvað dómara væru alltaf að dæma gegn þeim virkaði ef dómari sem dæmdi leikinn hjá móra og westham fær ekki 2 vikna frí + miða til Kína aðra leið verð ég fyrir vonbrigðum. Skít með myndatöku dóm í miðjum leikjum ég vill byrja á því að dæma dómara eftir leik svipað og weeb hefur verið að gera þegar leikur er og fá úd skíringar afhverju og afhverju var ekki dæmt og dæmt síðan eftir hverja umferð fær það tríó sem fær bestu eingun góðan bónus svo það verður hvetjandi að gera vél og taka þetta að sér og hít að ef leikmaður er uppvísa af leikara skapp í leiknum þá fær hann 1 leikja bann og ef þetta skéður aftur þá 2 leikja bann og koll af kolli sama hvort þú ert enskur eða ekki þessi leik þáttur gerir dagin svo vondan Já Indriði hvað maður verður pirraður stundum og þá er gott að fá úd rás ekki vildi ég taka hana úd af liðinu og já ég hafði engan tíma til að koma eða punkta þetta eitthvað þetta bara varð að koma ég veit ekki einu sinni hvað ég er búinn að vera skrifa veit bara að það fellur en froða úr munvikunum bíð spentur eftir næsta leik Já og hver á að laga það er það ég
Anda inn anda út
Ég elska samt að elska þetta lið eins og oft er sagt þú gengur aldrey einn á ferð við erum allir saman í þessu???