Wenger um Rafa

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að ég telji Arsene Wenger vera frábæran þjálfara, þá er enginn þjálfari í ensku úrvalsdeildinni sem fer jafn mikið í mínar síðustu taugar. En hann á allavegana athyglisvert kvót í [Guardian](http://football.guardian.co.uk/championsleague200708/story/0,,2217679,00.html).

“Maybe there is an analysis to do about politics in the modern [managerial] game,” mused Wenger. “Benítez has done remarkably well and certainly what’s happening at Liverpool is not down to the sport or to results, it’s down to other, internal differences. Apparently, there are differences. I have always had the support of my board and I think [Batshit insane Alex] Ferguson had that [at Manchester United] as well, and we are the longest-serving managers in the league. There’s no secret in it.

“They [the Arsenal board] understand that there is no success without that but, of course, you need a bit of experience to understand that and I’m not sure that everybody just coming and buying [clubs] understands that. The only thing I can say is that I have had the freedom to work since I arrived at Arsenal. I can’t remember my board saying ‘No’ to me.”

(Feitletrun mín)

Enda nær Wenger árangri. Lið, þar sem stjórnin telur sig hafa meira vit á fótbolta en framkvæmdastjórinn, lenda hinsvegar í vandræðum.

38 Comments

  1. Stjórn með eins sparssaman mann og Wenger við stjórnina þarf aldrei að grípa í taumana og segja NEI

  2. Ég er 25 ára gamall og var 7 ára þegar Liverpool varð meistari síðast. Ég get varla sagt að ég hafi haft mikið vit á fótbolta þegar ég var 7 ára og hafði í rauninni lítið annað en gula Crown Paints liverpool treyju og pabba minn til þess að hvetja mig áfram og prenta í mig þann heilaga sannleika að Liverpool væru mestir og bestir. Frá því að ég byrjaði að hafa almennilegt vit á fótbolta, þá meina ég þegar ég fór að endast fyrir framan sjónvarpið í 90 mínútur í einu án þess að rjúka út og fara sjálfur í fótbolta, þá hefur mér alltaf fundist eins og Liverpool væru skrefi á eftir Man Utd. Ekki bara í deildinni heldur í öllu sem snýr að fótbolta. Það verður reyndar að segjast að uppsveiflan hjá Man Utd síðan 92 er búin að vera hrikaleg og þeir eiga síðasta áratug algjörlega skuldlaust. En Liverpool hafa einhvern veginn alltaf verið aðeins á eftir þeim í einu og öllu. Evans var einhvern veginn alltof linur og góður karl til þess að vinna nokkuð með liðið, fyrir utan FA bikarinn ´95. Houllier talaði bara um “Sexy football” og verslaði eintóma pappakassa frá Frakklandi en vann þó nokkra titla en ekki kom enski titillinn.

    Þegar Houllier var loksins rekinn kom Benitez og um leið þá fannst manni eins og Liverpool væri að vakna. Gamli risinn, sigursælasta félag í enskri knattspyrnu (hversu oft hefur maður hreytt þessu framan í einhvern Man Utd aðdáanda), virtist vera að vakna til lífsins og ekki laust við að mikillar eftirvæntingar gætti hjá okkur Liverpool mönnum. Síðan Rafa tók við þá hefur leiðin legið upp á við. Ekki bara í þeim skilningi að manni finnist það sjálfum heldur eru tölfræðilegar staðreyndir á því. Liverpool er núna orðið lið sem getur unnið alla titla sem þeir keppa um, og ekki bara í okkar huga, heldur líka í huga andstæðinga okkar.

    Ef fram heldur sem horfir þá styttist í að við getum hætt að segja “Tökum þetta á næsta ári” og farið að segja “Tökum þetta AFTUR á næsta ári” í staðinn. Fréttir síðustu daga hafa ugglaust valdið okkur áhyggjum. Og skiljanlega. Mér sjálfum finnst það gjörsamlega óhugsandi að Rafa verði látinn fara eða fari af fúsum og frjálsum vilja. Mér finnst nafnið Rafa Benitez vera orðið samnefnari við Liverpool og vill halda því þannig um ókomin ár. Ég held samt innst inni að þessi krísa sem er í gangi sé alls ekki jafn hrikaleg og fjölmiðlar hafa látið uppi. Það er frekar ólíklegt að Hicks og Gillett fari að reka stjórann sinn þegar rúmir þrír mánuðir eru liðnir af þeirra fyrsta tímabili sem eigendur. Sérstaklega ekki þegar liðið er í þeirri stöðu sem það er í. Gott gengi í deild og bikar hlýtur að gleðja þá þrátt fyrir að Meistaradeildin hafi gengið upp og ofan og lægðirnar náð niður á botn Langeyratjarnar og hæðirnar upp á topp Hólshyrnunar.

    Ég held að málið sé að Liverpool er ekki vant því að fara með svona mál í fjölmiðla og klúbburinn hefur alltaf haldið vel utan um innanhúsmál og passað að stuðningsmennirnir hafi ekki þurft að missa svefn yfir einhverjum minniháttar árekstrum innan klúbbsins. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að þetta sé ekkert annað en minniháttar árekstur. Rétt smá nudd í stuðara, allir í belti og vel tryggðir.

    Ég biðst innilegrar afsökunar á afar löngu kommenti en konan var að horfa á Greys Anatomy á DVD og ég hafði bara nákvæmlega ekkert betra að gera 🙂

    Áfram KS og áfram Liverpool

  3. Ekki málið Eisi, alltaf gott að heyra smá siglfirsku, hefði reyndar verið flott að fá smá danska slettu inní!
    En Wenger er að segja hárrétt, eigendur liða hafa vanalega miklu minna vit á fótbolta en stjórarnir en verða að átta sig á lægðagangi íþróttarinnar.
    Maggi (mark)

  4. Má ég benda á að Benítez hefur fengið nóg úr að moða af peningum þannig að hann er ekki góðri stöðu til að væla út meiri pening. Hann er hins vegar í góðri stöðu til að fara að vinna Enska meistaratitilinn.

    Staðreynd:
    Houllier55 mánuðir í starfi – Eyddi 125 milljónum punda í leikmenn.
    Benítez41 mánuður í starfi – Hefur eytt 126 milljónum punda í leikmenn.

  5. Gunnar þetta er LANGT í frá svona auðvelt, án þess að ég nenni að fara djúpt ofan í það þá held ég að þú ættir t.d. að taka saman hvað helstu keppninautar (ásamt spurs og Newcastle) okkar hafa verið að eyða í leikmenn í tíð Rafa.

    Rafa þurfti líka að taka slatta mikið til eftir Houllier og hefur að ég held bara fengið slatta fyrir þá leikmenn sem hann hefur selt.

  6. Ein spurning Gunnar:

    Hver finnst þér vera munurinn á þeim leikmönnum sem Benitez hefur keypt og þeim leikmönnum sem Houllier keypti?

  7. Önnur spurninga Gunnar og nú tvíþætt:

    Hvað finnst þér um gæði leikmannanna sem þeir keyptu og mannstu endursöluverð þeirra?

  8. Asnalegt að spyrja svona Guðmmmm. Mér fannst leikmennirnir sem Houllier keypti á sínum tíma frábærir þegar þeir voru nýkeyptir en svo kom annað í ljós. Svo er alltaf spurning hvort að þjálfarar skemmi leikmenn eða öfugt.

    Ég var aðeins að benda á það að Benítez hefur fengið fullt af peningum og ég vona það svo sannarlega að hann vinni Deildina í vor. Mér finnst hann Benítez bara allt of mikill pælari. Það fer í taugarnar á mér stundum. Skiptingarnar í leikjum, róteringarnar á milli leikja.

    Mér finnst hann stundum “over analyza” leikina og fótboltann yfir höfuð.

    Fyrir mér er þetta einfalt. Spilaðu ellefu bestu mönnunum. Hvíldu þá þegar þeir eru þreyttir eða meiddir. Ekki áður en þeir verða þreyttir eða meiddir.

  9. Ég verð nú bara að fá að segja “ha?” við þessu Gunnar (#10) … Hvernig er Benitez of mikill pælari? Og með róteringarnar … var ekki einhver sem benti á það svart á hvítu að hann róteraði ekkert meira en t.d. Ferguson?

    Og það frábæra við góðan og stóran hóp er það, að hver og einn er með sína eiginleika. Leikmaður A getur hentað vel á móti sumum liðum, meðan leikmaður B hentar mun betur á móti öðrum. Samspil C og D getur stútað einu liði en A og B öðru. Þess vegna finnst mér eðlilegt að með svona stóran hóp, þá skiptirðu inn á og keyrir ekki “bestu 11 leikmennina” út, og hvílir þá svo. Það er betra að vera með menn í toppformi allan tímann og getað “leitað til þeirra” þegar hentar. Eða ertu ósammála því?

  10. Gunnar: Mér fannst sumir leikmenn sem Houllier góðir en aðrir voru allt of takmarkaðir og reyndar flestir þeirra. Til að knattspyrnumaður teljist góður að mínu mati þarf hann að hafa marga kost og slíka leikmenn er hægt að selja aftur. Hvað var hægt að selja marga af þeim leikmönnum sem Houllier keypti? Getur verið að þeir hafi farið á frjálsri sölu? Þarna skilur á milli Houllier og Benitez.

    Eins og þú setur dæmið upp er ekkert mál að vinna deildina:
    Quote:
    ,,Fyrir mér er þetta einfalt. Spilaðu ellefu bestu mönnunum. Hvíldu þá þegar þeir eru þreyttir eða meiddir. Ekki áður en þeir verða þreyttir eða meiddir.”

    Leikjafjöldinn á ári er það mikill að það verður að vera með ákveðnar ,,forvarnir” í gangi og stóru liðin beita öll skiptikerfinu eins og Benitez. Það er einfaldlega nauðsynlegt í dag.

    Ég hef trú á vinnubrögðum Benitez. Hann hefur stöðugt verið að bæta liðið og mér finnst hann gera það mjög markvisst og enn vantar uppá.

  11. Ég held að eigendur lpool og rafa hafi hlaupið aðeins á sig, þeir eiga bara að setja þetta til hliðar og sættast. Rafa er að standa sig vel eins og er.

    Doddi rafa skiptir víst ekki fleirum en sumir aðrir, en margir meina að rafa skipti röngum mönnum í röngum leikjum, oft á tíðum. Þannig að þetta er ekki svart og hvítt.

  12. Long time reader, first time writer

    Ég bið um að vera leiðréttur ef ég segi vitleysu hér.

    En ef mig misminnir ekki, þá hótaði Wenger að hætta á sínum tíma þegar Houllier “stal” þeim Le Tallec og (hinum frakkanum sem ég er búinn að gleyma nafninu á). Þá talaði hann um skilningsleysi stjórnarinnar og blablabla.
    Annars hef ég enga trú á Benites sé að fara. Það er einfaldlega “Bad business” Þótt að það sé einhver núningur nú um stundir þá get ég ekki trúað því að menn með viðskiptavit láti slíkann hæfileikamann fara, allavega ekki á miðju tímabili.

    annars vil ég þakka fyrir frábæra síðu, hún er klassa ofar en allar aðrar íslenskar fótboltasíður.

    Góðar stundir

  13. Sammála Birni þarna.

    Doddi: Ég tek sem dæmi þegar hann tók Torres, alheilbrigðan og í góðu formi, út fyrir leikinn á móti Portsmouth. Rafa gaf þá skýringu að eiginleikar Torres hentuðu ekki á móti vörn Portsmouth eða eitthvað álíka. Þá segi ég: Ef að eiginleikar Torres, mögulega besta framherja í heimi, henta ekki á móti Portsmouth þá hentar enginn helv… framherji á móti Portsmouth vörninni!
    Og með róteringarnar. Þær eru oft svo bjánalegar. Eins og hann hefur sjálfur sagt þá er hann að reyna að “spara menn fyrir lokasprett þegar kemur að því að vinna titla”. Þá segi ég: Ef við notum ekki bestu mennina okkar í byrjun móts þá erum í við ekki að fara að vinna neina titla hvort eð er!
    Og auðvitað er ég ekki að tala um að keyra 11 bestu mennina út þannig að þeir séu eins og undnar borðtuskur strax. Annars finnst mér þessir fótboltamenn voðalega pissudúkkur orðnar og vorkenni þeim ekkert að spila þennan fjölda leikja sem eru í gangi. Sumir leikmenn geta þetta, hvernig var til dæmis með Lampard? Hvað spilaði hann marga leiki í röð. Ekki að ég sé einhver aðdáandi Lampards.

    Og Guðm. : Þú segir: “Til að knattspyrnumaður teljist góður að mínu mati þarf hann að hafa marga kost og slíka leikmenn er hægt að selja aftur.” Þá segi ég: Af hverju ætti maður að vilja selja leikmann aftur sem telst góður og hefur marga kosti…? Hmmm…? Sammála þér að einhverju leiti en að mínu áliti eru forvarnirnar aðallega í höndum sjúkraþjálfara teymisins sem sér um að fylgjast með líkamlegu heilbrigði leikmanna.

    Er að fara að sofa…

  14. Gunnar, Luis Garcia er dæmi um góðan leikmann sem hægt var að selja og þær aðstæður komu upp að það þurfti. Fyrir hann fékkst peningur sem fór upp í kaup á öðrum leikmanni. Þannig þarf kerfið að virka og það er grátlegt að hafa keypt leikmann háu verði og fá síðan ekkert fyrir hann eins og of mörg dæmi voru um.

    Hvað forvarnirnar varðar ganga þær út á að lágmarka þá hættu að eitthvað óæskilegt gerist. Á löngu tímabili þarf að hafa menn ferska sem allra lengst því þarf að fara varlega í byrjun. Ég held að við séum samt sammála um að það er hægt að fara of varlega:-)

  15. Af hverju þarf að taka niðrum sig og bæta þessu “batshit insane” inn í fréttina? Mér finnst algjör óþarfi að gera lítið úr aðilum annarra liða, sama hver þau eru. Það upphefur okkur ekkert að skrifa niðrandi um aðra.
    Þetta er samt pottþétt bara grín sem ég hef ekki húmor fyrir í augnablikinu þar sem ég sit upp í skóla og er að lesa fyrir próf.

  16. Ef ég man rétt var kvartað yfir því einhverntímann þegar rafa var kallaður feitur. Það var semsagt á þessari síðu.

    Það gilda kannski aðrar reglur um Ferguson.

  17. “….þá er enginn þjálfari í ensku úrvalsdeildinni sem fer jafn mikið í mínar síðustu taugar.”

    Einar Örn, er virkilega svona taugastrekkjandi að halda með Liverpool og fylgjast með umræðunni?! Hvað eru margar eftir nákvæmlega? 😉

    Annars skulum við helst sleppa öllum uppnefnum hér nema kannski um þá sem vilja Mr.Peanut sem næsta þjálfara Liverpool.

  18. Gunnar, þessi umræða hjá þér er ekki á háu plani að mínu mati. Heldurðu virkilega að þú gætir gengið á fund hjá Tom Hicks & George Gillett – eða hvaða eigendum liða í Úrvalsdeildinni sem er, jafnvel – og sagt eftirfarandi setningu:

    „Fyrir mér er þetta einfalt. Spilaðu ellefu bestu mönnunum. Hvíldu þá þegar þeir eru þreyttir eða meiddir. Ekki áður en þeir verða þreyttir eða meiddir.“

    … og búist við því að vera ráðinn?

    Alvöru fótbolti er ekki Championship Manager. Við erum að tala um sextíu leiki yfir tímabilið þar sem bestu liðin nota allt að 25-30 manns, flesta þeirra reglulega. Það vaknar enginn þjálfari í Úrvalsdeildinni upp á leikdag, spyr sína ellefu bestu menn hvort þeir hafi sofið vel og geti staðið í lappirnar, og velur þá svo í liðið. Það fer aaaaaaaaaðeins meiri pæling í þetta. Þetta er ekki svona „einfalt“ eins og þú segir.

    Varðandi Rafa og róteringar, þá er það líka orðið ansi þreytandi að menn eru duglegir að gagnrýna hann fyrir hana þegar liðið leikur illa en gefa honum aldrei kredit fyrir hana þegar liðið leikur vel.

    Hér erum við, í lok nóvember. Liðið er taplaust í deildinni og með markatöluna 13-0 í síðustu þremur leikjum. Síðasti leikur liðsins var sennilega ein besta frammistaða Liverpool undir stjórn Benítez á útivelli … og þú ert samt hérna að rifja upp jafntefli gegn Portsmouth sem átti sér stað fyrir tæpum tveimur mánuðum!

    Til hvers? Ég bara spyr.

    Ég er ekki að segja að það megi ekki gagnrýna Rafa. Að mínu mati gerði hann mistök þegar hann hvíldi Torres gegn Birmingham og notaði hann svo frá byrjun í Deildarbikarleik nokkrum dögum síðar. Þar átti hann að snúa því við og hafa hann í byrjunarliðinu gegn Birmingham og á bekknum gegn Reading. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Liðið vann Besiktas 8-0 án Torres, liðið vann Newcastle 0-3 á útivelli með Torres í fádæma óstuði upp við markið (0 mörk, 0 stoðsendingar, haugur af færum). Af hverju var það svo óhugsandi hjá Rafa að halda að hinir leikmennirnir gætu unnið Birmingham án Fernando?

    Hættum að reeeembast við að finna eitthvað til að gagnrýna karlinn fyrir. Sérstaklega í dag. Í dag, ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því, er miðvikudagur, og það hefur verið ákveðið á spjallborðum og Liverpoolbloggum heimsins að dagurinn í dag sé tileinkaður Rafa Benítez. Þannig að í stað þess að eyða deginum í að hugsa um eina bekkjarsetu Torres í miðjum september, hvernig væri að við hugsuðum þess í stað með smá þakklæti til þeirra stunda sem Rafa hefur fært okkur með þetta lið? Og svo í kvöld, þegar þið horfið á beina útsendingu frá Anfield og heyrið The Kop syngja “Ra-ra-ra-rafa Benítez” langtímunum saman til að gera stuðning sinn við stjórann dagsljósan, hvernig væri þá að þið tækjuð undir í hljóði heima hjá ykkur?

    Bara einn dagur. Einn dagur þar sem menn hugsa hlýtt til Benítez – sem færði Evrópubikarinn á Anfield á sínu fyrsta tímabili – í stað þess að kvabba yfir smámunum.

    Einn dagur. Ég fer ekki fram á mikið.

  19. HALLLLLLLLLLLLó – hvernig væri nú að koma með smá stemmingu og brosa svolítið ha? Í dag er svakalega mikilvægur leikur fyrir stafni og menn og konur að verða vitlaus af spenningin, hvernig fer leikurinn, verður þessi eða þessi inná og þessi og þessi á bekknum, hverning verður uppstillingin, verður RAFA með bros á vör, ætlar nr. 8 að setj’ann í sammarann, nr. 9 að koma með enn eina brilleringuna og skoara ÞRENNNNNNNNU, verður miðjan með danskennslu eða bara venjulega útsölu núna rétt fyrir jólin, vörnin búin að skipta um dekk og þá búin að setja trölla dekkin með 30 mm nöglunum undir, sjáum við Reina með nýju upphituðu hanskana með HARPEXINU á fingurgómunum sem sýgur í sig alla bolta sem koma nálgæt honum.

    Hérna á vinnustaðnum mínum (í Noregi) eru 4 púlarar og erum við búnir að koma okkur saman og stja upp allskonar miða með áróður hver öðrum betri til að sýna stuðning í verki fyrir liðið og náttúrulega RAFA.

    Einn góður frá STÅLE “YOU WILL NEVER WALK ALONE WITH RAFA, THE WHOLE TEAM WALKS WITH HIM AND SO WILL YOU”. og annar fra Einari “WHERE DID YOU LEAVE YOUR RED HAT MAN, PUT’EM ON AND SING WITH US”

    SVONA ER STEMMINGIN Á VINNUSTAÐNUM MÍNU HVAÐ MEÐ YKKAR?????

    KOOOOOOOOOOOOOMA SVO… ALLIR SAMAN NÚ, TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GRÖFUM OKKAR VERSTU LEIÐINDARÁGREININGA OG STYÐJUM OKKAR FRÁBÆRA LIÐ MEÐ LÓFATAKI, HRÓPUM OG KÖLLUM ALLANNNNNN LIÐLANGANN DAGINN.

    “VIÐ ERUM STERKI STRÁKAR Á STÖNDINNI….” var einusinni sungið á klakanum….

    AVANTI LIVERPOOL

  20. …átti að vera STERKIR strákar á stödninni hehehe bara svoað það sé á hreinu

    Einar, ég er löngu búinn að setja upp húfuna mína og trefilinn er að verða hás heheheh

    AVANTI LIVERPOOL

  21. Don Roberto, þetta er alvöru stemning hjá ykkur. Við á mínum vinnustað látum okkur nægja smá MSN pep-talk á svona klukkutíma fresti. 🙂

  22. Veistu það Kristján Atli (21), að ég er klökkur. Þetta er ekki kaldhæðni hjá mér eða neitt svoleiðis, ég er í alvörunni klökkur. Ég er á leiðinni út í bíl, heim, og held ég velji rauða bolinn með ’70s lookinu. Alveg sama þótt það sé skyrta requred í vinnunni. Í DAG ER DAGURINN.

  23. “Og svo í kvöld, þegar þið horfið á beina útsendingu frá Anfield og heyrið The Kop syngja “Ra-ra-ra-rafa Benítez” langtímunum saman til að gera stuðning sinn við stjórann dagsljósan, hvernig væri þá að þið tækjuð undir í hljóði heima hjá ykkur?”
    Þá spyr ég hvernig væri að syngja bara með hástöfum? 😀

  24. Hin magnaða hljómsveit Jójó kom frá Skagaströnd og söng ,,Við erum stæltir strákar á ströndinni, ef við sjáum stelpur stöndum við á öndinni.”

    Textasmíð sem á engan sinn líkann.

    Annars gott að sjá menn komna í stemminguna.

    Come on you Redmen !!

  25. Já það hefur aldrei vantað stemmingu þar sem ég hef verið hahahah.

    En Kristján Atli og aðrir, hér eru Everton menn, United, Arsenal, Chealse, Bolton, Man. City og nokkrir aðrir, en Liv. er ekki í meirihluta, man og ars. eru jafnir með 8 menn hvor. En það sem er merkilegast í þessu öllu samana er að við LIVERPOOLARAR erum virkastir :c) og menn taka hattinn ofan fyrir okkur vegna þess hve málefnaleg umræðan er á minum vinnustað um liðið okkar, ég hef orðið vitni að heiftarlegum og næstum átakalegum umræðum nokkura manna á milli um sín lið og það munum við aldrei gera, sórum eið um það þegar ég byrjaði hérna í maí 07.

    Og svo í lokin þá eru hérna menn sem halda með Bolton og Man. City sem við Poolarar erum alveg að ná að snúa á okkar band SEM ER BARA SNILLD, eða hvað finnst ykkur (ég er svo klikkaður að ég vill ekkert með Man.Un. menn að gera) heheh ekki ill meint hohohoh jólin og svona að koma … erþagggi bara :c)

    27 takk fyrir þetta, ég mundi ekki hverjir það voru sem sungu lagið en þetta bara spratt svona upp i huga minn því að stemmingin er á þessu leveli akkúrat núna

    AVANTI LIVERPOOL

    AVANTI LIVERPOOL

  26. Ég elska Liverpool…. svo mikið 🙂

    Rafa .. Rafa … Rafa.. Rafa Rules….. o yeaaaaaaaaaaa

    Koma svo Liverpool og kremja Porto..

  27. Heeeeey Raaaaaafaaaaaa, Hoooooo Haaaaaaa
    I Wanna Knowwww
    How You Lead That Team
    Heeeeey Heeeey Raaaaaafaaaaaa, Hoooooo Haaaaaaa
    I Wanna Knowwww
    How You Score That Goal

    Koma svo allir saman nú
    heeeeeeeeeeeeeeeeeey heey RAFA
    Hooooooooo Haaaaaaaaaa….

    Avanti Liverpoool

  28. Ok, Kristján. Þú lætur mig bara vita hvenær ég má byrja að tala um Rafa aftur. Alveg furðulegt hvað þetta er að verða ritstýrð síða.

  29. Ég mun til stuðnings Rafa kalla mig þá Doddi Rafa Jónsson í dag – og syngja með í kvöld!!!

    When you walk through a storm … þetta á við og þetta verður spilað og sungið nonstop í dag!!!

  30. En ég vil taka það fram að ég legg ekki mikla vinnu né tíma í kommentin hér. Skrifa bara það sem er “efst í hausnum” ef svo má að orði komast. Það að þú haldir að ég sé að tala um það afdráttalaust að 11 bestu mennirnir spili án allrar pælinga, auðvitað var ég ekki að meina það bókstaflega heldur meira í anda þessarar kenningar.
    Þú segir:

    Það vaknar enginn þjálfari í Úrvalsdeildinni upp á leikdag, spyr sína ellefu bestu menn hvort þeir hafi sofið vel og geti staðið í lappirnar, og velur þá svo í liðið. Það fer aaaaaaaaaðeins meiri pæling í þetta. Þetta er ekki svona „einfalt“ eins og þú segir.

    Auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Barnalegt af þér að halda að nokkur maður hugsi þannig. En maður hvílir ekki þá sem eru í stuði!! Hvað veit Rafa nema að Torres missi eldhúshnífinn á tánna á sér rétt fyrir stórleik. Pointið mitt er: Það á nota menn þegar þeir eru heilir heilsu!!! Ekki að spara þá fyrir það sem gæti þess vegna aldrei orðið. Mín kenning er að spila á bestu mönnnum jafnvel fram í febrúar(er að tala um deildina) og ef að við erum í toppbaráttunni þá þá má kannski fara að spá og spekúlera. Við höfum verið að missa af lestinni allt of snemma síðustu ár og það vita allir sem vilja vita það.

    Ætla að hætta núna, ætlaði ekki að hafa þetta svona langt komment.

  31. Kom on Gunnar, Kristjan Atli sagði:
    “þessi umræða hjá þér er ekki á háu plani að mínu mati”
    …ekki tók hann það framm að þú mættir ekki skrifa svona??? eða var það???

    þetta var bara hans mat og ég lái honum það að gera mat úr því sem skrifað er hér

    …má bjóða þér eina með öllu, neeeeeeeeee bara spur :c)

    AVANTI LIVERPOOL

  32. „Ok, Kristján. Þú lætur mig bara vita hvenær ég má byrja að tala um Rafa aftur. Alveg furðulegt hvað þetta er að verða ritstýrð síða.“

    Var ég að ritstýra þér? Eða var ég bara að svara þinni skoðun með minni eigin? Ef ég ritstýri þá breyti ég ÞÍNUM ummælum og tek út eitthvað sem er óviðeigandi. Það var ekki svo í þínu tilfelli, þess vegna breytti (les: ritstýrði) ég engu heldur leyfði orðum þínum að standa og svaraði þeim svo með minni eigin skoðun.

    Það kallast ekki ritstýring. Það kallast ekki heldur ritskoðun. Það kallast umræður.

  33. Kallaðu það sem þú vilt en þú ert sem stjórnandi að segja mér hvað er æskilegt að ræða og hvað ekki. Þú mátt það og ég skal ekki böggast meira í þessu núna.

  34. EF Rafa þarf að nota 25-30 leikmenn yfir tímabilið,þá þurfa þeir að spila,og til að þeir fái allir að spila þá verður að hræra(rotera)svo að allir nái saman,ég sé þettað svona.KOMA SVO LIVERPOOL OG RAFA

Porto á morgun

Dagurinn í dag …