Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leikskýrsla)

1-0 Wijnaldum 45. mín.
2-0 Coutinho 50. mín.
3-0 Lallana 55. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Leikur tveggja hálfleika í dag. Vorum mjög slakir í fyrri hálfleik eða þar til Wijnaldum kom okkur yfir. Var greinilega mikið stress í leikmönnum, pressan léleg og menn að klikka á einföldustu sendingum. Síðari hálfleikur var svo allt annar, sjálfstraustið kom, pressan með því og flæðið eftir því. Hefðum vel getað unnið stærra.

Wijnaldum er maður leiksins fyrir mér. Þegar við keyptum hann sá ég hann ekki fyrir mér spila þessa stöðu, enda hafði ég lítið séð til hans utan Newcastle. Er okkur gríðarlega mikilvægur á miðjunni. Skoraði þetta mikilvæga mark sem kom okkur á sporið ásamt því að leggja upp mark Lallana.

Firmino fannst mér flottur í stutta spilinu, hefði með smá heppni getað lagt upp tvö í viðbót. Átti auðvitað stóra rullu í fyrsta markinu með þessari sendingu á Wijnaldum og spændi sig nokkrum sinnum í gegnum vörn gestanna í síðari hálfleik.

Ég er einnig afskaplega hrifinn af Coutinho á miðjunni. Skoraði gott mark úr aukaspyrnunni og var alltaf ógnandi. Hann mun svo eflaust blómstra þarna enn frekar þegar menn eins og Mané koma til baka.

VONDUR DAGUR

Það á svo sem enginn skilið að vera nefndur hér. Sigur undir mikilli pressu og haldið hreinu. Ekki nóg með það heldur er markatalan 7-0 í þessum tveimur leikjum sem voru fyrirfram algjört bananahýði. Það er helvíti sterkt!

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

  • Í vikunni var verið að ræða mögulega andstæðinga Liverpool í umspili ef að liðið kæmist í gegnum þennan leik. Þá voru lið eins og Napoli og Sevilla nefnd sem dæmi. En eftir úrslit vikunnar (helst þá sigrar Dortmund og CSKA Moscow) þá mun Liverpool verða “seedað” og því sleppa við þessar helstu kannónur, þó að andstæðungurinn geti vissulega orðið sterkur.
  • Klopp segir að þau leikmannakaup sem verða í forgangi þetta sumarið séu langt komin nú þegar. Þetta verður að teljast asskoti góðar fréttir, ef rétt reynist. Enda hræddist maður örlítið að leikmannakaup sumarsins myndu fara seinna í gegn en vanalega vegna undankeppni CL. Nú er bara spurning um hvaða leikmenn er verið að ræða….. Síðasta sumar heppnaðist nokkuð vel hjá Klopp með Mané, Matip og Wijnaldum sem stærstu kaupin. Ef við náum svipuðum glugga þetta sumarið þá lofar næsta tímabil góðu.
  • Liverpool lið Klopp á hans fyrsta heila tímabili endar því með 76 stig. Til samanburðar má geta þess að Rafa Benitez fékk 58 stig, Kenny Dalglish 52 stig og Brendan Rodgers 61 stig. Það má einnig geta þess að þessi stigafjöldi hefði skilað öðru sæti nokkuð örugglega í fyrra (Tottenham 71 stig). Þetta er bæting upp á 16 stig frá því í fyrra!
  • Þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem að hvorki Arsenal né Manchester United eru í topp fjórum!

NÆSTU VERKEFNI

Þetta er ekki alveg búið. Æfingarleikur (i know) gegn Sydney FC á miðvikudaginn. Svo tekur við sumarfrí hjá leikmönnum.

Tímabilið verður gert betur upp síðar. En framundan er virkilega spennandi (og mikilvægt) sumar . Það var í raun lífsnauðsynlegt að geta farið með bros inn í sumarið, takk fyrir mig!

YNWA

22 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir ágæta leikskýrslu Eyþór. það er ekki miklu við hana að bæta og ekki sérstök ástæða til að minnast á framlag Lovren í þessum leik fyrst hann vannst. Til hamingju félagar með meistaradeildarsætið og svo er bara að krossa fingur og styðja Ajax með ráðum og dáð í úrslitaleiknum gegn MU. Mér sýnist Móri mótorkjaftur vera að fara á taugum fyrir leikinn enda kann hann ekki aðstilla til vinnings heldur bara til varnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. sælir strákar og innilega til hamingju með wenger bikarinn skulum fagna honum í ár ??

    En fagna helst evrópu Einari fyrts og fremst

  3. Ef þú smælar framan í heiminn,
    Þá smælar heimurinn framan í þig!

  4. Að fara með þetta lið í 4ja sæti, á undan bæði Arsenal og Man Utd og einungis 2 stigum á eftir Man City er ekkert annað en stórkostlegt. Ekkert af þeim liðum sem lenda í 1-6 sæti hefur eytt minni pening og ekkert lið hefur verið án lykilmanna eins oft og lengi og okkar menn.
    Klopp, sem ég hef óbilandi trú á, er að búa til eitthvað verulega sérstakt þarna og nú þurfum við, stuðningsmenn að fara að trúa af alöru, ekki bara þegar allt er í blóma.

  5. Algerlega frábær dagur, ekki besti leikurinn okkar en who fucking cares, við unnum og erum komnir með annan fótinn í Champions league! 🙂

    Klopp staðfesti í viðtali eftir leik að menn eru langt komnir með að landa sumartargetum og nú munu samningaviðræður fara á fullt við einstaka leikmenn. Spennandi tímar framundan!

    Varðandi andstæðinga okkar í play-off í UCL þá er ljóst að að við sleppum við lið eins og Sevilla, Napoli, Ajax og Dinamo Kiev. Myndin er farin að skýrast aðeins en þau lið sem við getum mætt eru: Hoffenheim, Sporting Lissabon, Nice , CSKA Moskva, Club Brugge, Istanbul og Young Boys. Einnig eru þarna í pakkanum lið frá Tékklandi, Grikklandi og Rúmeníu. Þetta mun skýrast betur þegar 3. umferðin i undankeppni í UCL er búin, en Liverpool fer beint í 4. umferð (play off) þar sem samals 10 lið keppa um 5 laus sæti í UCL.

    Allavega, til hamingju kæru Poolarar! Spennandi tímar framundan 🙂

    YNWA

  6. Kristján Atli hafði greinilega rétt fyrir sér, þetta var komið eftir sigurinn á Watford 🙂

    Nú vonar maður sannarlega að við höldum Kútnum, fáum flottan vinstri bakvörð, heimsklassa miðvörð og helst 20+ marka framherja.
    Stóru spurningarnar eru
    a) hvaða Mignolet mætir til leiks á næsta tímabili (þessi sem spilaði núna í vor eða hinn sem við þekkjum allt of vel)
    b) verður Sturridge áfram. Ef við fáum heimsklassa framherja þá fer hann, annars verður hann vonandi áfram.

  7. Glæsilegt.
    Til lukku öll.

    Gríðarlega spennandi að heyra Klopp tala um leikmanna kaup sumarsins séu vel á veg komin.

  8. Frábært! Ég var að mynda fimleikamót um helgina og þar var svo mikið fjör að ég sá bara forza push notificationið í leikslok.

    Spáið samt í þessari geggjuðu staðreynd: Nathaniel Clyne just ended the season with 0 yellow cards.

    Í ofanálag: 80 tackles won in PL this season. That is 8th highest in whole league among defenders.

    Gjörsamlega fáránleg statistík. Þurfti að fletta þessu upp til að vera viss. 🙂

  9. Frábær leikur undir mikilli pressu. Ég er nú ekki sammála því að við höfum verið “mjög slakir í fyrrihálfleik” þó vissulega gengi brösulega að skapa góð færi gegn sennilega þéttasta varnarmúr sem við höfum séð á tímabilinu. Mér fannst menn frekar yfirvegaðir og áræðnir miðað við aðstæður og aðeins spurning hvenær fyrsta markið kæmi. Vissulega afslappaðra eftir það í seinni og þá aldrei spurning hvernig leikurinn færi.

  10. Hvað er að frétta, er enginn spenntur fyrir leiknum við Sydney FC??

  11. Þetta var flottur leikur, bæði fyrri og seinni hálfleikur.
    Get ekki verið sammála því að við vorum slakir í fyrri hálfleik þó svo að við vorum ekki búnir að skora.

    Menn voru stressaðir í upphafi leiks en á ca. 10 mínútu tókum við stjórnina á leiknum og vorum með hana alveg þangað til að flautað var af á 93 mínútu.

    Borough voru ekki að gera neinar rósir í fyrri hálfleik, bara að sparka langt fram og vona að Gestede myndi ná að taka boltan niður. Við hinsvegar vorum að berjast við 10 manna varnavegg og náðum að brjóta hann niður með hröðu spili.
    Seinni hálfleikur var svo bara cruise, einungis spurning um það hversu stór sigurinn yrði. Ég vildi fá meira af mörkum en það skipti engu máli. Þá aðallega vegna þess hve Tottenham og City voru að skora mikið held ég 🙂

    Ég sá í gær, á twitter, að Carragher talaði um að Karius væri með slakari signings sem Klopp hefur gert á þessum stutta tíma.
    Ég verð að vera ósammála……hver haldiði að ástæðan sé fyrir því að þessi Mignolet er búinn að vera í markinu? Að vera með alvöru pressu á sér (að Brad Jones og Bogdan ólöstuðum) gerir það að verkum að þú leggur þig 110% fram á öllum sviðum. Mignolet á skilið hrós, meiri að segja frá okkur sem höfum verið að gagnrýna hann. Ég þar með talinn.

    En mikið var þetta gott og þegar að Wijnaldum skoraði, ég fann hvernig fjallið fór af bakinu á manni! Vá!

    Nú er bara að kaupa þessa: Wendell (LB), Balde Keita (CDM), Damari Grey/Sisto (Kanur) og Lacasett (ST).
    Halda flestum okkar leikmönnum og keyra af stað inní næstu leiktíð!

    YNWA – In Klopp we trust!

  12. Áttum þetta kannski ekki skilið, en þetta kom mér skemmtilega á óvart að okkar lið skuli vera komið í deild þeirra bestu. Vonandi vinna samt risarnir frá Manchester Ajax enda eiga þeir heima i bestu deild heims.

  13. #13
    “Vonandi vinna samt risarnir frá Manchester Ajax enda eiga þeir heima i bestu deild heims.”

    Þú ert vonandi að grínast er það ekki??

  14. Ég veðjaði húsinu even money að Man U vinni Ajax. Ef það hefur einhvern tímann verið gott veðmál þá er það núna. Græt samt ekkert ef þeir tapa. Eiginlega Win Win sama hvernig á það er litið.

  15. Ef ég las rétt, og man rétt…. þá hefur enginn fyrri stjóra Liverpool náð eins mörgum stigum og Klopp á síðnu fyrsta heila tímabili. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

  16. #16 King Kenny á sýnu fyrsta tímabili 1985-86 = 88 stig. Enn sýnist þetta vera flest stig á fyrsta heila tímabili í Úrvalsdeildina.

  17. Góður Tryggvi!

    Heilt yfir frábært hjá Klopp. Gleymum ekki því að við erum bunir að vera með 3-6 lykilmenn meidda allt f*%#~ tímabilið. Mignolet er buinn að bæta sig þvílíkt og eg efast um að hann nenni að fara í gamla farið, miklu skemmtilegra fyrir hann að spila svona. Það væri fásinna að selja Studge nuna! Það væri reyndar fáránlegt að selja einhverja af þeim mönnum sem hafa verið að spila töluvert þetta tímabil. Ef við komumst í CL group stage og komumst langt i bikarkeppnunum að þá þurfum við BREIÐAN hóp. Við getum ekki treyst þvi að Hendo, Ings, Studge og trulega ekki Lovren og Matip seu 50 leikja menn á tímabili. Við þurfum töluverða breikkun á hópnum og að heyra í Herr Klopp segja að menn seu a leiðinni hljómar eins og sinfonia i minum eyrum. Auðvitað eigum við Grujic og fleiri unga gutta inni og er það vel.
    Mér allavega líður eins og þetta tímabil haldi bara afram og maður er ekkert ,,Liverpool-saddur” eins og stundum gerist á þessum árstíma, þökk sé okkar elskulega Klopp. Eg er alveg viss um að þessi tímapunktur se vendipukturinn i framþróuninni hja liðinu okkar. Þetta eru mjög spennandi tímar og jú, eg er mjög spenntur fyrir Syndey. Horfi oft á YNWA fra þvi siðast, alveg magnað!

  18. Ég er búinn að vera dansandi á bleiku skýi síðan í gær. Stefni á að halda því áfram vel frameftir uppstigningadagsmorgni.

    Sigurinn í gær var frábær, ég var einhvern veginn alveg sannfærður, þrátt fyrir frekar slappan fyrri hálfleik – sendingar fyrir aftan menn og svona – að þetta myndi koma. Því þrátt fyrir þetta stress þá komumst við í nokkur hálffæri. Og svo kom Wijnaldum með þetta frábæra mark, sem var samt svolítið tæpt, því hann rétt náði að taka hann með sér.

    Og síðan ekki söguna meir fyrir Boro.

    Varðandi sumarið, þá er maður auðvitað mjög spenntur, því í fyrsta sinn í mjög mörg ár erum við með stjóra sem virðist vera með yfir 50% góð kaup. Vonum að það haldi sér þannig. Ég vil ekkert sjá einhverja back-up leikmenn keypta, bara 3-4 toppleikmenn – sem gætu þá kostað hátt í 200 milljónir punda. Miðvörð, vinstri bakvörð og helst tvo últrahraða og flinka sóknarmenn sem myndu berjast um byrjunarliðssæti. Við vitum að það mun alltaf vanta 1-2 í hverri stöðu, meira og minna allt tímabilið og því þurfa að vera 17-18 klassaleikmenn í hópnum þannig að þótt það vanti Mané, Henderson og Lovren þá sé liðið ekki teljanlega veikara heldur en með þá innanborðs.

    Gleðigleði, það verður gaman að sjá ykkur félagar á miðvikudaginn, Ohhhh Sami Sami, Sami Sami Sami Sami Hyppia!!!

  19. Nú segja allir að ekki eigi að selja Sturridge eftir þetta svokallaða tveggja leikja comeback. Mig grunar að þessi meiðsli séu að miklu leiti mental hjá honum eins og margir hafa talað um. Hann er bara of mikill lúxus á launaskrá og því ískaldur business að selja hann ef gott verð fæst og gefa öðrum sénsinn.

  20. Bíddu hverja er Klopp búinn að kaupa ? FLokkum þau gróflega niður í nokkra dilka.

    Kaup sem gengu augljóslega upp samkvæmt árangri leikmanna á fyrsta tímabili.

    Mane- Wijnaldum- Matip. Ég held að flestir eru sammála um að þeir juku gæði liðsins verulega.

    Kaup sem eru ekki kominn reynsla á

    Karius, Gjujic,

    Reyndar má færa rök fyrir því að kaupinn á Karius hafi gengið upp, því samkeppnin sem hann veitir Mignolet hafa bætt Mignolet verulega sem markvörð og samkvæmt Klopp býr Karius yfir miklum gæðum og það getur vel verið að það þurfi 2-3 ár til þess að þau komi virkilega vel fram.

    Varðandi Gjujik þá er þetta 21 ára gamall leikmaður og samkvæmt Klopp er hann leikmaður sem býr yfir rosalega miklum gæðum en þarf að bæta upp vissa þætti eins og varnaleik og má því segja að hann sé í þróunn og er honum ætlað mun stærra hlutverk á næsta ári en meiðsli komu í veg fyrir að hann væri notaður í vetur.

    Kaup sem má færa sterk rök fyrir að hafi ekki verið neitt sérstaklega góð eru kaupin á Ragnar Klavan.

    En samt ekki. Ragnar Klavan er augljóslega varaskeifa og mér fannst hann spila oft vel í vetur en átti til með að vera örlítið mistækur, eins og reyndar Lovren líka og því fannst mér umræðan um hann oft ekkert sérstaklega sanngjörn, í hans garð eins og er oft tilfellið í fótbolta.

    Mín niðurstaða er sem sagt sú að af þessum kaupum er Ragnar Klavan eini leikmaðurinn sem jók augljóslega ekki gæðin en tíminn verður að leiða það í ljós hvort kaupin á Karius og Grujik verði minnst sem flopp eða happafengi.

    Af gefnu tilfelli vil ég benda fólki á að, Firmino Lovren og Lallana og Henderson, fengu nú ekkert sérlega góða útreið á sínu fyrsta tímabili en ég er stórlega efins um að þeir séu margir sem efast um gæði þeirra í dag.

    Eins og Klopp gat til, þá er Liverpool með topplið, þegar 11-14 bestu leikmenn liðsins eru heilir og engan raunverulegan veikleika þá að finna í liðinu. Mér dettur einna helst í hug vinstri bakvörður en hann þarf nú samt að vera fjandi góður til að slá Milner úr liðinu og því ekki svo einfallt að finna mann sem augljóslega styrkir liðið eins og t.d Mane gerði klárlega í fyrra, því flestir þeirra sem myndu gera það örugglega eru ekki á lausu eins og t.d Suarez, Ronaldo eða Messi eða Levendovski.

    Mér finnst okkur aðallega skorta vængmenn á borð við Mane og einhverskonar “plan B” framherja sem er góður skallamaður og sterkur líkamlega en á sama tíma snöggur og teknískur og gríðarlega duglegur í varnarvinnu. Sá eini sem mér dettur í hug er Diego Costa en verr og miður þá gæti reynst erfitt að kaupa hann.

    Mín spá er sú að það verður reynt að kaupa 1-2 heimsklassa leikmenn og svo fjóra aðra sem auka gæðin. Í það minnsta talaði Klopp um að hann þyrfti svona sex leikmenn til viðbótar ef hann kæmist í meistaradeildina.

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leik lokið)

Sami Hyypia og árshátíð Liverpoolklúbbsins