Andy Robertson mættur

Við svosem vissum öll að þetta væri að detta inn en það er komin staðfesting á leikmannakaupum númer þrjú í sumar.

Mér finnst alltaf skemmtilegast þegar maður sér fallega ritað um leikmanninn þegar hann er mættur á opinberu síðuna nú þessi ár þegar internetið sér eiginlega alfarið um það að færa fólki fréttir.

Ég var að hlusta á fyrsta viðtalið við þennan strák, sem er jú skoskur landsliðsmaður og leikmaður sem hefur oft verið orðaður við okkur. Hann sagði alla réttu hlutina og greinilega afskaplega spenntur fyrir því tækifæri sem honum er rétt hjá Liverpool.

Við sem munum áratugi til baka erum auðvitað extra glaðir með það að vera með Skota í leikmannahópnum á Anfield og miðað við verðmiða upp á 10 milljónir punda held ég að við getum bara verið yfirveguð með að hafa fengið þennan strák til okkar. Við höfum í staðinn selt Kevin Stewart til Hull og þar er talað um að mögulega sé um 8 milljóna pakka að ræða…en ótengd leikmannaskipti samt.

Robertson fer ekki til móts við liðið í Hong Kong, er með Can, Sakho og einhverjum fleirum á Melwood. Mæli alveg með því að þið kíkið á viðtölin og efnið…svona þangað til við fáum númer fjögur inn í hópinn sem verður örugglega stærra nafn.

Velkominn Andy!

69 Comments

  1. eru þetta ekki bara solid kaup í þessa stöðu.
    milner verður áfram og berst við hann um stöðuna og munu þeir væntanlega skipta leikjunum á millu sín.

    van diijk á að hafa farið fram á sölu og vonandi klárum við þau kaup og varnarlínan verður sterkari frá tímabilinu á undan.

  2. Ef Klopp tekst að klára VvD sbr. Echo og Keita OG halda Coutinho þá er þetta besti gluggi LFC síðustu 30 ár (mér er alveg sama um upphæðir, bara quality í 20-23 manna hóp ).

    Þá held ég hreinlega að maður fari að skoða hvað veðbankarnir setja á LFC for PL title 🙂

  3. Ég tel þetta góð kaup, Robertson er góður sóknarlega og ég held hann sé betri varnarlega en margir vilja meina. I versta falli þá verður hann góður varamaður. Núna er bara að bíða eftir lokum löngu vitleisunnar í kringum VvD og Keita. Ef við náum bara einum væri ég helst til í VvD. Þá getum við keypt Keita næsta sumar á 50 millur held ég vegna klásúlu.

  4. Það var einhverntíma að nískur Skoti hljóp á eftir strætó. Svo þegar hann sá leigubíl fara í hina áttina þá hljóp hann á eftir honum. Who the fuck is Andy Robertson?

  5. Andy Robertson ?!? og svo fær maður að heyra það frá þeim að hann hafi allan tímann verið kostur nr.1 og jaríjarí og jólakaka og þetta sé sko alls ekki metnaðarleysi. Enda búin að vera mikil barátta við öll stæðstu liðin í evrópu að landa þessum world class wingback á 8 millur.

    En svona í alvöru,er einhver hérna sem virkilega sér það fyrir sér að LFC sé að fara kaupa heimsklassa mann sem er tilbúinn núna og þá meina ég núna.

  6. Hvað meinarðu ?
    Er Liverpool ekki að berjast við Keita og Virgil Van Dijk.
    Liverpool kaupa ekki marga leikmenn á tugi mp á einu sumri, búnir að fá Salah sem kom á félagsmeti. Og 2 aðrir leikmenn sem talað er um að kosti um 60-70 mp hvor.
    Er það ekki orðið aðeins of mikið að ætlast til þess að það yrði verslað inn vinsti bakvörður fyrir tugi miljóna punda líka.
    Leyfum sumrinu að klárast áður en menn verða ósáttir. Ef Robertson verður sá seinasti inn i sumar þá skal ég taka undir þetta hjá þér.

  7. Sælir félagar

    Ég er sáttur við þetta og það er alveg möguleiki að Klopp slípi þennan strák þannig að hann verði að demanti sem aðrir munu öfunda okkur af. Nú ef það verður ekki svo þá er þetta alla vega viðbót sem breikkar hópinn í litlum bikarkeppnum og svona. Sem sagt gott og veri Robertson velkominn í Liverpool borg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. voðalega geta sumir verið fúlir yfir því að hann kostaði ekki 30 + og heitir ekki Robertinho eða eh álíka…

  9. Neymar til PSG og þá Coutinhio til Barcelona. Snjóboltinn hefur rúllað af stað því miður.

  10. held þetta sé fín viðbót.

    Vinstri bakvarðarstaðan var að mínu mati ekki það sem skildi liðið að frá fyrsta sætinu í vor og þrátt fyrir að augljóslega þyrfti meira cover í þessa stöðu þar sem Moreno nýtur ekki trausts.

    Tek undir með ofangreindum að ef Vwd og NK koma þá er þetta á pappír einn besti gluggi LFC í langan tíma og því full ástæða til að vera bjartsýnn áfram.

    Mér finnst reyndar oft vera full lítið gert úr því hversu mikill fengur Salah er. Einn mest spennandi bitinn sem var á lausu í sóknarstöðu í Evrópuboltanum og ég held líka að verðið sem við fengum hann á hafi verið mjög gott. Auðvitað verður síðan bara að koma í ljós hvað verður en hann tikkar í öll box fyrir mig.

  11. Ég hef aldrei séð Robertson spila svo ekki ætla ég að hafa skoðun á gæðum mannsins en þetta er öskubuskuævintýri. Robertson vann í supermarket fyrir fjórum árum og spilaði í fjórðu deild í Skotlandi með vinnunni . Menn með svona sögu viljum við verkamennirnir hafa í okkar liði,ekki prímadonnur eða þannig.
    En veit einhver hvað hann er langur mér finnst hafa vanntað svolítið upp á hæðina í vörnini undanfarin ár svo Robertson mætti alveg vera minimum 180 cm.

  12. Fyrst og fremst gott að Klopp fái sinn mann í þessa stöðu. Hefði átt að gerast síðast sumar.

    Tek undir með mönnum og sagði það i upphafi sumars að ef þessi kaup, Salah, Keita og Van Dijk ganga í gegn er þetta besta sumar FSG by far. Það er hinsvegar langt í land og bæði stóru kaupin eru eftir. Þetta er þunn lína, ef þau klikka gæti þetta orðið eitt versta sumar FSG.

    Ég hef verið gríðarlega ánægður með innkaupalista Klopp. Og ef FSG kaupa handa honum Keita og Van Dijk ættla ég að taka pásu í gagnrýni minni á FSG og njóta tímabilsins.

    Áfram Liverpool

  13. Leið og þú ert orðinn leikmaður Liverpool FC þá áttu minn stuðning 100% (ok Koncelsky og Paulsen kannski 90%). Flottur strákur sem á eftir að bæta sig við betri æfingar aðstöðu og með aukinni samkeppni. YNWA

  14. Sama og Anton T segir maður stendur með sínu fólki sama hvað gengur á hvort menn reyna að narta smá í mótherja eða eitthvað annað mis gáfulegt

  15. Nr. 13. Andy Robertson er 1.78 cm, kannski með stóra takka nær hann 1.80 cm

  16. Æi ég veit ekki, það eina sem ég hef fyrir mér, er nef JK fyrir kaupum á þeim sem hann telur gagnast LFC. Það er ekki hægt að neita því, að Klopparinn hefur í gegn um tíðina keypt menn, sem síðan hafa einfaldlega blómstrað. það segjir mér engin, að Andy sé keyptur í bríaríi, just because. Aðalmálið er nefnilega það, ef fólk skoðar hlutina hart, þá missum við bæði Salah og Mane, jafnvel Matip í Afríkukeppni, ok hver er staðan þá. Cutan og jafnel Firma í S-Ameríkukeppni, allar háðar utan og öndvert Evrópukeppnum. Svo er fólk að tala um Keita, sem einnig yrði frá, ég hef meiri áhyggjur af þessum atriðum en kaupum á AM.

  17. Jú, þessi Afriku keppni er komin með svipað fyrirkomulag og HM og EM, hef grun um að þetta hafi staðið til og menn bjartsýnir á það og innkaupastefna LFC í samræmi við það.

  18. Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur, Liverpool – Leicester.
    2-1 í hálfleik.
    Salah jafnaði leikinn og Kúturinn smellti einum óverjandi (not for sale).

    YNWA

  19. Sælir, þið hafið sennilega fengið þessa spurningu oft áður, en hvernig eg best að nálgast miða á Liverpool leiki án þess að fara í gegnum einhverja ferðaþjónistu?

  20. veit ekki hvar það er best en þessi síða er í það minnsta kostur
    lfctickets.is

  21. Sigkarl, vona það, En það er samt hættuspil að byggja á leikmönnum annara heimsálfa eins og dæmin sanna. En það sem ég aðallega átti við, eru byrjunarliðsmenn, hvort x eða y fari er ekki málið. En ég hef sannanlega áhyggjur af okkar bestu mönnum, er svo sem ekkert dýpra en það

  22. Glaður með þessi kaup því þessi gaur er óslípaður demantur og JK er feiknafær demantaslípari.

  23. Tissi aðeins að skjóta á okkur 🙂

    LE TISSIER’S TWEET

    Matt Le Tissier ? @mattletiss7
    Hope Liverpool do the right thing and let Coutinho join Barca so he doesn’t have to go on strike, he deserves a move to a club like that ?
    8:00 AM – 23 Jul 2017

  24. Renato Sanches falur á láni og verður jafnvel seldur. Skrítið að LFC sé ekki á eftir honum. Virkilega spennnandi leikmaður en grunar að Utd nái honum.

  25. Það er verið að tala um að keita sé on 74,5 m punda og tilkynnt í byrjun næstu viku.frábært ef rétt reynist?

  26. Neymar til PSG, Van Dijk í verkfall, Keita hvergi sjáanlegur í myrkri….það er bara allt að gerast!!

  27. Seljum Coutinho og fáum Andre Gomes uppí. Maður fer að missa alla von.

  28. Andre Gomes nei takk hann er bara alls ekki til sölu Coutinho er miklu betri og við höfum ekki neina á stöðu að selja hann nema að Suarez eða Neymar komi í staðin

  29. Nú berast þær fréttir að Neymar ætlar ekkert að fara frá Barca.

    Mér finnst það með ólíkindum ef Barcelona selja Neymar. Hann er sennilega orðinn þeirra mikilvægastai maður og er ungur að árum. Hann er framtíð Barca. Það væri frekar nær að selja Messi sem er farinn að eldast aðeins. FYrir Neymar að fara til PSG er kárlega skref niðurávið, og ekkert nema peningar í raun.

    Held að Barca séu ekki að fara að eyða 100 millum í Coutinho ef Neymar fer ekki til PSG. En ef hann fer þá gætu þeir hent þeim pening í þessi skipti.

  30. Og nú fer Keita ekkrt heldur. Getum við þá ekki bara einbeitt okkur að einhverjum öðrum ?

  31. @33, lykilorðin í þessu eru ensku götublöðin…… sem eru oftast daily mail, *** *** o.fl. í þeim ruslflokki

  32. Nú segir Echo að Liverpool sé að fara að bakka út úr Keita kaupunum og ætli að bíða fram á næsta sumar. Þettz hefði nú mátt gerast miklu fyrr svo það gæfist nú einhver tími til að kaupa einhvern í staðinn. Hópurinn er langt frá því að vera nógu sterkur til að keppa í deild og meistaradeild ov flest okkar aðal target virðast vera að renna í sandinn.

  33. Ef þetta er liðið sem við förum með inn í mótið þá væri það allt í lagi. Fyrirliðinn orðinn heil, engin afríku keppni til að láta Mane og Matip( tók ekki einu sinni þátt í henni en missti samt af leikjum) missa af leikjum. Gomez er að komast í form, Ings er að æfa og við erum kominn með annan vinstri bakvörð, annan eldfljótan sókndjarfan mann og efnilegan framherja sem hefur farið vel af stað.
    svo má ekki gleyma að ungu strákarnir eru hungraðið í stærra hlutverk.

    já það væri ekki verra að fá 1-2 sterka leikmenn í viðbót en annað ár undir Klopp og ég held að leikmennirnir sem fyrr eru bæta sinn leik og liverpool verða enþá sterkari.

    Mínar væntingar eru að festa okkur inni sem meistaradeildar lið, drulla einum bikar í hús og vera ekki langt frá toppnum.

  34. Hópurinn í dag er langt frá því að ráða við það álag sem fylgir því að keppa á öllum vígstöðvum. Liðið hvellsprakk eftir jólatörnina á s.l. tímabili og sigraði ekki leik fyrr en um miðjan febrúar. Vissulega spiluðu meiðsli inní en alvöru klúbbar búa yfir leikmannahópum sem þola slík meiðsli.

    Hef engan áhuga að horfa á LFC fara inn í Meistaradeildina með alltof þunnan hóp eins og gerðist 13/14 þegar lykilmenn voru m.a. hvíldir í leik gegn Real Madrid á Bernabeau.

  35. Keita er greinilega ekki sáttur við að fá ekki að fara 😮

    http://www.skysports.com/transfer-centre

    11:55
    LEIPZIG TRAINING ‘CALLED OFF’

    RB Leipzig training was called off early today after Liverpool target Naby Keita’s “brutal foul” on team-mate Diego Demme.

    The midfielder is reported to have cried out in pain, before receiving treatment and leaving the pitch with his right knee bandaged as the players were sent back to their hotel after the session in Austria was called off by coach Ralph Hassenhutl.

    Keita wants to move to Liverpool but RB Lepizig are refusing to sell. They have turned down two Liverpool bids – the second one was for £66m.

  36. Ég hef bara ekkert til málanna að leggja. Varð þó að koma því að 🙂

  37. Jói
    Þetta er akkúrat týpa sem okkur vantar. Allt of mikið af linum mönnum. ..

  38. Súrt að geta ekki bara boðið 100 milljónir í Keita, ég væri þokkalega til í þetta lið

    Salah – Firmino – Mane

    Coutinho- Keita – Henderson

    Wijnaldum, Can, Sturridge, Origi, Ings, Woodburn, Arnold og fleiri á bekknum.

    Svona lið vinnur titla…

  39. “svona lið vinnur titla” já ef það væri engin vörn með þá ættum við séns.

    En nú er City búnir að eyða yfir 100 millum í tvo varnarmenn. Við kaupum 10milljóna bakvörð frá Hull og erum fyrir með eina lélegustu vörnina í deildinni.

  40. #45 oddi

    Hversu anægðir væru menn ef Coutinho væri að slasa menn visvitandi a æfingum ef hann væri full yfir að komast ekki til Barca. Við værum ekki brosandi yfir þvi.

  41. Þessi á eftir að vera flottur hugsa ég.
    En að öðru eru menn með podcast á döfinni ?
    Kv. Teddi

  42. #49 joispoi
    hann var ekkert að slasa hann útaf því að hann vill fyrir Liverpool heldur að því að hinn gæjinn tæklaði Keita illa mínútu áður. Þó svo að hann hafi verið að hefna sín með því að brjóta til baka sé ekki endilega sniðugt eða “þroskað”, þá hefur þetta akkurat ekkert að gera með það að hann vilji fara.

  43. Nú er allt að gerast í Liverpool.

    Næstu föstudaga verður nóg að gera með að bjóða nýja leikmenn velkomna og kveðja aðra.

    Ég segi nú bara eins og Dúddi sem er Með Allt Á Hreinu: Spái að þetta verði svona: inn út, inn inn út. Ég endurtek, inn út, inn inn út. Kannast eitthver við það? Nei, það kannast enginn við það hér. Takk fyrir.

  44. Kilroy ég held að þetta verði inn – út – inn , út – inn, út – inn o.s.frv.

  45. Panic kaup í þrjár stöður ef Coutinho fer? Ef við náum ekki að landa Keita og Dijk. Þá þarf þrjá menn í hvelli. Þetta er ekki að spilast vel eins og er.

  46. Það á ekki einusinni að velta fyrir sér boði í Coutinho nema ef Neimar plús peningar eru í því boði, auk þess að þeir borgi helming launa Neimar út samningstímans.

    Málið er bara óskup einfallt, án Coutinho fer öll uppbygging Klopp beint út um gluggan. hver sem er annar mætti fara ef það yrði þei þess að halda tíunni okkar.

  47. já frábært…nu segja blöð i barca að forráðamenn barca seu i liverpool og ætli ser heim með coutinho og ef barca ætla sér eitthvað, þá gera þeir það

  48. Vá hvað þetta er svona deja vu dæmi með Coutinho, hef ekki góða tilfiningu fyrir þessu öllu.

  49. Eftir að kíkja á tölur að þá sér maður að það voru 4 lið sem fengu á sig færri mörk en við í fyrra og sex lið sem héldu oftar hreinu.

    Það má klárlega bæta varnarleikinn en manni sýnist nú á þessu að við séum kannski ekki í eins hræðilegum málum eins og þetta er oft sett upp.

    Ef það reynist satt að við séum að bjóða 60-80 millur fyrir Keita að þá get ég nú ekki með nokkru móti séð að við séum til í að selja Coutinho á svipaðan pening. Býst ekki við að hann verði seldur nema það sé þá fyrir eitthvað nær 150 millum þar sem við erum í þeirri ágætu stöðu sem Leipzig er núna. Við þurfum ekkert að selja.

  50. Við erum með lið sem er nógu gott í baráttu í topp 4 ef við erum heppnir með meiðsli.
    Ef við bætum við Keita og VVD þá erum við með lið í baráttu um titil.

  51. Hvað halda menn varðandi

    couto og Can
    mér finnst þetta Juve dæmi með can vera furðulegt droppar inn annað slægið en nær aldrei alveg í gegn sem háværgt slúður ef lfc klárar keita eru þeir þá að fara leyfa can að fara?

  52. Er ekki kominn tími á podcast strákar? Þó það yrði ekki nema 30-40 mín podcast 🙂

  53. Það er rosalega mikið summer hjá okkur núna, ég, Maggi og Steini erum allir í sólinni á austurhelmingi landsins en enginn á sama stað. Guð má vita hvar Stjáni er. Biðjumst því velvirðingar á podcastleysi og lítilli virkni. Næsta podcast er áætlað í næstu viku og eftir það fer eðilegt starf að komast í samt lag.

  54. Ég er hérna. Fel mig í veggjunum þar sem þið sjáið mig ekki. En ég er hérna.

    Annað en Einar Matthías og Steini, enda erfitt að stýra Kop.is úr sandglompunum… kveðjur á Magga og Bræðsluna!

Always look on the bright side of… eða eitthvað þannig!

Gúrkan