Liverpool 0-0 Man Utd

Þessi leikur hefði alveg getað verið spilaður eftir handriti þar sem það var í raun ansi, ansi fátt sem kom okkur á óvart þegar Liverpool og Man Utd gerðu markalaust jafntefli í dag. Annað liðið vildi sækja til sigurs en hitt mætti og ætlaði sér fyrst og fremst ekki að tapa. Enn einu sinni bjargaði David De Gea gestunum fyrir horn með því að eiga einhverja sturlaða markvörslu sem hefði í níu af hverjum tíu skiptum endað sem mark.

Frammistaða Liverpool í leiknum var heilt yfir mjög góð og, ekki að það sé eitthvað nýtt af nálinni, vantaði í raun aðeins upp á þessa loka sendingu eða skot sem þurfti til að gera út um leikinn. Matip átti lang, lang besta færi leiksins þegar hann nær skoti af stuttu færi en De Gea nær að reka tánna í boltann og Salah setur hann framhjá í kjölfarið.

Mignolet bjargaði vel þegar Lukaku slapp í gegnum vörn Liverpool í þetta eina skipti í leiknum og þó hann hafi nú aldrei í raun reynt á miðverði Liverpool þá var jákvætt að sjá hvernig hann var að mestu þaggaður niður í leiknum og var fyrir utan þetta eina skot, sem var þó í raun ekki sérlega gott, var hann í öruggum höndum þeirra Matip og Lovren.

Bakverðirnir voru góðir fram á við og til baka í dag og áttu báðir bolta inn í teiginn sem var mikil ógn af og þá sérstaklega Gomez þegar hann lyfti boltanum í teiginn en skot Can af stuttu færi var ekki nægilega gott.

Pressan á miðjunni var mjög góð og stjórnuðu þeir Henderson, Can og Wijnaldum leiknum þaðan. Wijnaldum hefur fengið mikla og réttmæta gagnrýni fyrir það að hafa týnst í leikjum undanfarið en sá mætti nú til leiks í dag og var að mínu mati frábær – sterkur kostur fyrir val á manni leiksins finnst mér.

Salah og Coutinho voru báðir mjög líflegir og þeir gera svo mikið fyrir þetta lið. Það vantaði upp á slúttið hjá Salah og Coutinho náði ekki að koma sér í skotstöður en þeir voru stöðugt í bolta, stöðugt að snúa á leikmenn og opna völlinn. Firmino leiddi línuna og spilaði mjög vel, varðist framarlega, skapaði færi og setti vörn gestana á mikla hreyfingu – það sem ég vildi að það væri marksæknari nía með honum!

Það er í raun ekkert slæmt að segja frá þessum leik annað en að þetta eru klárlega tvö töpuð stig fyrir Liverpool í leik sem hefði átt að vinnast. Án þess að hafa séð og heyrt eitthvað af Klopp eftir leik þá myndi ég giska á að hann verði sáttur með frammistöðuna og telji hana líklega til að vinna flesta leiki – sem er held ég heilt yfir satt.

Annað liðið grætur tvö töpuð stig, hitt fagnar að hafa haldið út með eitt stig.

Næst er Meistaradeildarleikur gegn Maribor í miðri viku og þar á eftir er útileikur gegn Tottenham. Ekki alslæmt í dag en vonandi verður spýtt enn frekar í lófana og næstu leikir kláraðir.

49 Comments

  1. Tvö greinileg víti, síðan er þessi hagnaðarregla, þegar Coutiniho var feldur svona tveim metrum fyrir utan teiginn en Liverpool hélt boltanum, í hvaða heimi er betra að hafa boltan fyrir utan teinginn með fullskipaða vörn fyrir framan sig, en að fá aukaspyrnu rétt við teigbogann, óskiljanlegt.

    Þetta voru aulgjóst tvö glötuð stig í leik sem var ójafn.

  2. Þetta var svona leikur þar sem það hefði engu breytt þótt Bogdan hefði verið í marki. Meiddur.

  3. Sælir félagar

    Sammála leikskýrslunni og ekki miklu við að bæta nema harmur yfir að Salah tók mark af Coutinho.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Látum okkur sjá Man Utd eitt heitasta liðið í enska boltanum í dag. Liðið sem hefur verið að raða inn mörkum og með einn heitasta framherja deildarinar kemur á Anfield og gjörsamlega pakkar í vörn gegn liði með eina ótraustustu varnarlínu deildarinar og liði sem er á skelfilegu runi.

    Móri setti þetta nákvæmlega upp eins og önnur smálið gera gegn okkur. Pakka í vörn og bíða eftir að við klúðrum þessu en í dag þá klúðruðum við engu en náðum samt ekki að skora en eina ferðina.
    Menn tala um að við höfum bara fengið eitt færi í leiknum en þau voru aðeins fleiri.

    Matip dauðafæri
    Salah fær í kjölfæri dauðafæri
    E.Can fær dauðafæri

    Firminho með aðeins of langa sendingu á Salah á fjær sem hefði bara þurft að hitta markið(De gea var á nærstöng)
    Svo fáum við tvo skalla eftir hornspyrnu sem á öðrum degi hefðu farið á markið.
    Átti Coutinho að fá víti?

    Auðvita fáum við ekki mörg tækifæri gegn þessum varnarmúr sem þeir búa yfir og þar sem þeir eru með frábæra leikmenn fram á við þá gátum við ekki leyft oftur að vera kærulausir og senda of marga leikmenn fram og láta þá breaka á okkur með sínum hraða.

    Þetta var bara 1 stig í dag en það voru samt nokkrir jákvæðir punktar.
    – liðið hélt hreinu og virkaði sterkir varnarlega.
    – Lukaku var pakkað saman af Lovren og má nefna að Mignolet snerti boltan oftar en Lukaku í leiknum og að fyrsta snertingin hjá Lukaku kom á 17 mín
    – Ox kom með smá kraft í þetta af bekknum sem var gaman að sjá.
    – Liðið stjórnaði leiknum frá A til Ö og við vorum að spila á móti sterkuliði.
    – Salah var frábær í fyrirhálfleik og þurftu Man utd að þétta sinn leik enþá meira í síðarhálfleik til að passa betur uppá hann.
    – Það styttist í Lallana og Clyne og eykur það bara möguleika liðsins.

    Liðið er búið með Arsenal, Man City og Man utd á þessari leiktíð og er uppskeran 4 stig sem er bara á pari en ekki meira en það og næsti leikur í deildinni er gegn Tottenham á útivelli og er ég viss um að sá leikur verður galopinn og eiginlega andstæðan við leikinn í dag því ég er 100% viss um að við erum ekki að fara þangað til að pakka í vörn og spái ég 3 eða 0 stigum(ekkert jafntefli í þeim leik).

    Framistaða liðsins í dag var góð en eins og svo oft áður eru það stigin sem telja og við fengum bara 1 stig og eru það vonbrigði en miða við framistöðu liðsins í undanförnum leikjum þá held ég að við horfum bara fram á vegin og stefnum á 3 stig í meistardeildinni í vikuni.

  5. Myndi segja að sá sem bjargaði stiginu þeirra væri fyrst og síðast dómari leiksins. Þvílíkur heigull, nú eða hlutdrægur…

  6. Er enginn að tala um það hve mikið af glötuðum lokasendingum hann Henderson er með.Er orðin vel þreittur á þessu.

  7. Ég held að dómarinn hafi hreynlega verið með of marga man uth leikmenn í fantasy liðinn sínu og jafnvél með lúka æ eitthvað sem captein

  8. Sturluð staðreynd: Mignolet er líklegri að skora úr markspyrnu heldur en að úti leikmenn okkar skori úr hornspyrnu

  9. Mjög ánægður með þennan leik hjá okkar mönnum , að skora á móti svona dýrri rútu sem er mjög erfitt en við reyndum og fannst allir skila sýnu vel. Svekkjandi úrslit auðvitað en á móti Scum og þeir taka rútuna .

  10. það er voðalega leiðinlegt að sjá svona uppstilligar hjá gestaliðinu á Anfield. Móri vildi hafa þetta svona. Sigur fyrir hann að ná stigi og ekki tapa. Snillingur í því að búa til leiðinlega fótboltaleiki.

  11. 6, Henderson var virkilega góður í þessum leik að mínu mati, annars 2 töpuð stig og of mikil virðing borin fyrir Manu. En in the end dæmigerður Móra leikur og árangursríkari en marga grunar.

  12. Rútan hans Jurgen Klopp er föst í brattri brekku. Spurning hvort hún kemst upp brekkuna ?

  13. Sæl og blessuð.

    Ekkert út á þetta að setja nema bara blálokaslúttið. Það er reyndar sárgrætilegt hvað þessi jafntefli liggja á okkur. Nú höldum við hreinu og þá skorum við ekkert! Annars er þetta: 1-1, 2-2, 3-3. Undantekningin var Leicester, sem brenndi þó af víti í stöðunni 2-3!

    Vonbrigði dagsins eru Sturridge sem missti enn og aftur af tækifæri til að sanna sig. Gleði dagsins er miðjan og vörnin sem höfðu góð tök á leiknum.

  14. Liverpool átti leikinn, en tókst ekki að skora. Móri kom til að fá 1 stig. Hann kann að verjast. En leikurinn varð þess vegna hundleiðinlegur og Móri var sáttur. En áfram liverpool og Klopp.

  15. Klopp talaði um eftir leikinn um að liverpool mætti ekki leyfa sér að spila svona eins og Man utd gerðu í dag.
    Ég er alveg 100% samála honum.

    Það er allt í lagi að verja markið og vera skipulagðir varnarlega en að pakka í 11 manna varnarbolta í 90 mín væri eitthvað sem maður myndi ekki vilja sjá liðið sitt spila þótt að það væri á erfiðum útivelli.
    Maður finnst að þegar menn eyða svona miklum upphæðum í gæðaleikmenn þá eiga menn ekki að þurfa að spila eins og WBA.

  16. Er hægt að láta City bara hafa titilinn núna ? þá gætum við bara farið að hugsa um næsta tímabil 😀

  17. Jæja, þetta var fyrirsjáanlegt. Gungan hann Móri fékk eina útivallarstigið sem hann langaði í á meðan við hömuðumst við að skora, án árangurs .
    Svekkelsið að ná ekki sigri var líka svo fyrirsjáanlegt að maður tekur þessu með æðruleysi.

  18. Málið er maður vissi þetta fyrirfram , reyndar ekki hversu steingeldir MU yrðu en að hann kæmi þarna með rútuna sína og reyna kæfa okkar leikplan.
    Þannig nei maður er langt því frá eins pirraður og sumir eru.

    En ef menn bjuggust við flugelda sýningu í leik gegn móra þá hafa þeir ekki horft á þá leiki nýlega . Ég bjóst akkurat við steindauðu jafntefli eða 1-1 í það mesta.

    En MU eru taplausir og í öðru sæti það er ekki slæmt og við erum að rúnkast í 7nda sæti sem er eftir getu okkar í þessum leikjum og eigum skilið að vera þar meðað við hvernig menn hafa nýtt sín færi og hvernig vörnin hefur brugðist á móti litlu liðunum en það er önnur saga og gömul líka og var líka vitað fyrirfram að vörnin okkar yrði lek eins og gatasigti útá sjó.

    Er hægt að snúa þessu við það er stóra spurningin munum við styrkja okkur í janúar ?
    maður vonar við verðum late bloomers á þessari leiktíð og liðin fyrir ofan okkur mistígi sig sem þaug munu gera en ég held samt að City sé að fara valta yfir þessa deild allavega meðað við hvernig formið er á þeim akkurat núna.

    En það er samt engin búin að vinna eða tapa í oktober en okkur er samt farið að vanta vinna okkar leiki og eigum erfiða framundan bæði leikja álag og meiðsli á lykil mönnum og yfirvofandi sala á leikmönnum er ekkert að hjálpa neitt heldur.

  19. #16 Já, Man. City vinna þessa deild með yfirburðum. Þeir verða komnir langleiðina með það um áramót.

  20. Jürgen Klopp skýtur föstum skotum á rútuna hans Móra: “I’m sure if I played like this we could not do this at Liverpool.”

    Er það samt? Var þetta ekki bara taktískt útspil sem virkaði í þetta skiptið fyrir Mourinho? Þa

    Það er hægt að gagnrýna þetta game-plan hjá Mourinho en hve marga titla hefur hann unnið síðan hann kom til Liverpool? Núll. En Mourinho? Tvo.

    United situr við toppinn með markatöluna 21-2. Efstir í sínum riðli í meistaradeildinni. Liverpool í sjöunda sæti með markatöluna 13-12 og ekki beint að rúlla upp sínum CL riðli.

    Ef liðið ætlar sér eitthvað í vetur þarf að fara klára færin og afgreiða lið sem koma og verjast. Við pökkuðum Arsenal saman 4-0 og það er bara alls ekkert ólíklegt að Liverpool myndi spila svipaðan leik ef Mourinho hefði mætt okkur af eðlilegum sóknarþungar. Hann vissi hvað þurfti til að ná helvítis stiginu sínu og hann tók það.

  21. OKKUR VANTAR FRAMHERJA. Firmino er ekki framherji og Sturridge fer ekki batnandi.

  22. Halló vissu ekki allir að Man Utd myndi spila svona ja allir nema þessi þýski rugludallur, en af hverju er Klopp ekki enþá búin að finna aðferð til að vinna svona lið getur einhver sagt mér það?

  23. Æi, hvað er hægt að segja um þennan leik? Þetta var allt svo fyrirsjáanlegt. Móri kom hingað til að halda stiginu og það er það sem hann gerði. Óþolandi fótbolti sem þeir spila en svo sannarlega árangursríkur. Stigataflan lýgur ekki.

    Góðu fréttirnir eru samt þær að United verður ekki Englandsmeistari. City er á öðru leveli, það er bara þannig.

    Hvað okkur varðar þá verðum við að sætta okkur við það enn eina ferðina að þurfa að “keep our expectation low”. Markmiðið úr því sem komið er að ná 4. sætinu……again. Því miður.

    Sammála mörgum hér, okkur vantar hreinræktaðan striker.

  24. Tvö stig töpuð í dag, gegn liðið portugalska pulis. Við bara verðum að vinna svona rútulið sem koma á Anfield og byrja að tefja og hægja á leiknum frá fyrstu mínútu, með fullri virðingu fyrir Brighton,Huddersfield og man utd.

  25. Byrja inná með Solanke í næstu tveimur leikjum. Hann er Ekta striker !

  26. Eru menn í alvöru á Klopp out vagninum eftir þennan leik?? Hvað er að ykkur? Jú jú, auðvitað súrt að vinna ekki í dag en líka mjög mikilvægt að tapa ekki. Mér finnst liðið einmitt eiga hrós skilið fyrir að halda einbeitingu varnarlega, þá sjaldan United reyndi eitthvað. 1 stig gegn toppliðinu er fínt og hættum svo þessu djöfulsins tuði. Ynwa!

  27. Því miður er ekkert nema Kinder-egg skelin eftir af Daniel Sturridge. Okkur bráðvantar alvöru sleggjuskalla/tápotara/poacher/striker. .

  28. Sama vandamál og áður, Liverpool tekst ekki að klára litlu liðin!

    Áfram Klopp, áfram Liverpool!

  29. Liverpool vs Man Utd eru að verða leiðinlegustu leikirnir, voru einu sinni þeir skemmtilegustu, allt í boði Jose Mourinho. En svona er þetta.

  30. Leik Liverpool og Manchester United var aflýst í dag vegna árásar á portúgalska varnarmálaráðuneytið. Sem betur fer sluppu allir ómeiddir.

  31. Vörnin var sérstaklega góð og við áttum að klára dæmið frammi enn því miður þá bara bíbb..
    Tökum CL leikinn 4 – 0

  32. Ágætis úrslit þannig séð, united búið að vera óstöðandi hingað til í deildinni. Mjög góður varnarleikur hjá lfc að takmarka þá við jafn fá færi, pirraði augljóslega framherjann þeirra. Árangur Chelsea og Arsenal gerir það líka að verkum að við höngum í námunda við CL sæti.

    Hitt er svo annað mál að það er erfitt að vera mjög jákvæður því í raun fengu united það sem þeir vildu útúr leiknum líkt og mörg önnur lið hafa gert á Anfield síðustu árin ef undanskilið er síðasta haust en þá fengu lið bara kennslustund í fótbolta á Anfield. Það hefur hinsvegar ekki tekist að endurvekja þá spilamennsku aftur, nema að litlu leiti. Áhugavert að hugsa til þess að eini maðurinn sem vantar er Lallana en hann lenti einmitt í brasi með meiðsli seinni helminginn á síðasta tímabili og var að basla með leikform eftir það……er hann svona gríðarlega mikilvægur?

    Það er samt rosalegt að strikerinn okkar Firmino skoraði síðast 27 ágúst (held ég fari með rétt mál). Það er skelfilegt. Það má tala endalaust um vinnusemi og slíkt en þessi leikmaður getur ekki spilað svona áfram ef við eigum að eiga einhvern sjéns á einhverju í vetur.

  33. álitsgjafar voru að spá everton top 5 og héldu ekki vatni yfir frábærum kaupum hjá þeim í sumar.. Þetta er slakasta everton lið sem ég hef séð leika kanttspyrnu á minni ævi.

  34. Everton liðið er að spila skelfilegan fótbolta.

    Af Liverpool er það að frétta að Lallana á að vera klár fyrir Chelsea 25.nóv.

  35. Einhvern tímann hefði leikur gegn manutd fengið mun fleiri athugasemdir en þær tæplega 40 sem hér eru komnar.

    En það er svo sem skiljanlegt – leikurinn var fyrir það fyrsta alveg drepleiðinlegur. Og svo má nú ekki gleyma því að það virðist vera sem svo að almenn neikvæðni hér á kop.is hafi þessi áhrif líka.

    Fyrst, að leiknum. Já, hann var hundleiðinlegur. Mourinho kann þetta. Hann varði stigið sem byrjað var með og gengur sáttur frá leiknum. Við getum svo sem verið nokkuð sátt líka, enda manutd ógnarsterkt í vetur. Eftir síðustu leiki LFC er bæði ágætt að mæta liði sem verður, væntanlega, í 2. sætinu í vor og halda hreinu – auk þess að okkar menn voru miklu betri aðilinn í leiknum og aðeins vantaði herslumuninn upp á að LFC tæki öll stigin.

    Sem leiðir okkur í þá umræðu, sem hér er oft drepið á, að það vantar ákveðin gæði í leikmannahóp LFC í dag. Burtséð frá allri rómantík, þá er augljóst að miðja með Henderson, Can og Wijnaldum skapar ekki mikið. Hún er sterk miðja, en skapar lítið fram á við. Hendo, okkar fyrirliði, er dottinn niður í mikla meðalmennsku þessi misserin og Can fer væntanlega í vor. Hugur hans virkar eins og hann sé kominn annað.

    Sóknin er ákaflega bitlaus þegar miðjan styður hana ekki. Þetta 4-3-3 leikkerfi bara fúnkerar ekki þegar þú ert bara með 3 “hard-core” sóknarmenn og svo 3 pjúra miðjumenn. Firminho er sennilega duglegasti sóknarmaður deildarinnar en sem okkar fremsti maður þá skorar hann langt í frá ekki nóg. Og að missa Mané út er hrikaleg blóðtaka, enda enginn annar líkur honum sem kemur inn í staðinn.

    Verst er þó að Lallana er búinn að vera meiddur allt tímabilið. Hann er líklega mun mikilvægari fyrir leikstíl Klopp en flestir gera sér grein fyrir. Með hann, Henderson og Can/Wijnaldum á miðjunni þá er bara allt önnur holning á liðinu og auka sóknarkraftur í liðinu. Ég bíð spenntur eftir að fá hann aftur inn í liðið.

    Svo má ég til með að henda smá bombu hérna inn og kvarta undan þessari neikvæðni sem almennt ríkir hér þessi misserin. Í upphitunarþræðinum var annar hver maður sem kepptist við að spá okkar mönnum tapi því allt er svo ömurlegt og leiðinlegt hjá LFC og Klopp svo lélegur o.s.frv. Svona bölmíður var það sem drap spjallið á liverpool.is (fyrir þá sem muna eftir því) og mun eflaust gera slíkt hið sama hér með áður en langt um líður.

    Ég segi alla vega fyrir mitt leyti að ég er spenntur fyrir þessum vetri. Ég vissi mætavel að Klopp myndi ekki skila titlinum í vor – enda var sumarglugginn mun lakari en hjá liðunum í Manchester, en engu að síður þá hlakka ég alltaf til þess að sjá mína menn spila. Af hverju? Jú, því það býr alveg heilmargt í þessu liði. Þegar okkar menn hitta á góðan leik, þá eru fá lið – ef einhver – sem eiga séns.

    Það er spennandi tímabil framundan, fullt af óvæntum úrslitum sem munu koma. Titillinn fer til ManCity – klárt mál – en um öll hin sætin verður mikil barátta sem ég er viss um að LFC muni blanda sér í.

    Onwards and upwards, eins og einhver sagði 🙂

    Homer

  36. Ég tók eftir því fyrir slysni að það er hægt að gefa mörg like á sama kommentið hérna á kop.is

    Daníel er þetta ekki eitthvað verkefni fyrir þig?

  37. Sammala #37.
    Neikvæðnin hér inni hefur orðið þess valdandi að ég nenni ekki eins oft að kíkja hingað í kringum leikina, þegar á móti blæs. Fer frekar á This is Anfield. Auðvitað má skiptast á skoðunum og gagnrýna en bölmóðurinn er oft ansi mikill hér inni 🙂

  38. Væri þetta ekki týpískt:

    “Liverpool þarf að berjast við Barcelona um undirskrift Virgil van Dijk í janúar”

  39. Já sammála mörgum hérna að það er miklu meira jákvætt en neikvætt hjá Klopp og Co..

    Ég sá Liverpool liðið dominera manjú og Móri var farinn að tefja til að reyna að kremja fram jafntefli. Manjú eru með öflugt lið en Liverpool er ekki með síðra lið. það vantar bara herslumuninn hjá okkur mönnum en ég hef meiri trú eftir þennan leik en ég hafði áður og hafði samt slatta af trú áður Nota Bene….!
    :O)

    YNWA

  40. Sammála flestu hjá Hómer #37, nema varðandi hverjir enda í 2. sæti.

  41. Ludvik afhverju varstu að láta laga þetta nú fæ ég 0 like eins og alltaf !

  42. Jæja, kæru þjáningabræður og systur. Þessi leikur var mikið fyrir augað því það er alltaf gaman þegar MU þarf að leggja rútunni, en heppnin var ekki með okkur í þetta sinn. Við munum enda í 2-4 sæti og það var alltaf ljóst í upphafi tímabils því titillinn var þá þegar frátekinn. Athugið að það man enginn eftir því hvort lið er í 3 eða 4 sæti. Ég velti því líka fyrir mér hvort Liverpool fari langt í ML. Er betra að detta út strax og fara í litlu deildina eða fara út í 8 liða úrslitum? Að fara í litlu deildina þýðir fleiri leikir og þá getum við bætt reynslu á ungu strákana sem koma til með að verða lykilmenn í framtíðinni. Ég horfði á Virgil van dik í gær og fannst ekki mikið til hans koma, en ég vil heldur hinn Hollendinginn frá Lasio. Ég horfði á Sako spila á laugardaginn og hann var frábær í leiknum, gaf stoðsendinguna sem gaf sigurmarkið og var skallandi út um allan völl. Það er svolítið sárt að við áttum manninn sem við þörfnumst í vörnina.

  43. Heimir #27 segir allt sem segja þarf. Vællinn er allsstaðar

  44. Þessi læk virkni er einhver PHP viðbjóður, veit ekki hvort ég er tilbúinn að henda mér út í þann drullupoll.

  45. Sammála #27. Bara rugl að reka Klopp og byrja enn upp á nýtt að byggja upp lið.

Liðið gegn Man Utd

Maribor á morgun