Eftir að hafa róterað mikið í grannaslagnum gegn Everton mætir Klopp með gríðarlega sterkt lið gegn West Brom. Fab four allir í byrjunarliði en ég hreinlega skil ekki þessa ákvörðun en vonandi skemmtum við okkur þá vel í kvöld.
Mignolet
Trent – Klavan – Lovren – Robertsson
Wijnaldum – Coutinho – Can
Salah – Firmino – Mané
Mjög sókndjaft lið í dag og vonandi fáum við flugeldasýningu en minni á hashtaggið #kopis og umræðuna hér fyrir neðan.
Út að grilla…5-0
Er Karius ekki í markinu?
Karíus er að spila samkvæmt 433.is
í klopp við treystum.
Já, það er staðfest að Karius spilar þennan leik.
Sérstakt að sjá Karius í markinu(ath hann er ekki í liðinu ykkar hér að ofan). eftir að Mignolet fékk áhorfenda hlutverk í síðasta leik og lítið við hann að sakast(en kannski fékk frost bit vegna hreyfingarleysis) en Klopp er greinilega all inn og eru fjórir fræknu í byrjunarliðinu sem ætti að kæta marga.
Ég er á því að þetta sé eitt það sterkasta sem við bjóðum uppá í dag. Svo eru auðvita meiðsli en það vantar enþá Clyne/Matip og Lallana er ekki orðinn 100% klár en við gerum kröfu um að liðið koma brjálað til leiks eftir síðasta leik en maður veit að það er ekkert gefið í þessu sporti og þótt að maður tippar á Liverpool sigur þá hefur maður séð okkar menn lenda í vandræðum með nákvæmlega svona lið sem pakkar í 11 manna varnarpakka og beitir skyndisóknum og föstuleikatriðum sem helstu vopnum(spá því að Liverpool verði 83% með bolta í leiknum).
YNWA
YNWA
Frábær vörn.
Þetta endar 4-4 ?
Get ekki skilið þessar endalausu róteringar á öftustu fimm. Held að ekkert lið sé búið að rótera eins mikið. Tekur þarna okkar besta varnarmann í leiknum gegn Everton út. Þetta kallar auðvitað á óstöðugleika. Náum vonandi að skora nógu mörg til að vinna þennan…
Þessar róteringar eru svo sannarlega að skila sér. Hópurinn er ekki allur kominn á sjúkrabörunar og stærstur hluti af okkar 11 bestu er ekki meiddir. Finnst undarlegt ef menn skilja ekki hvað það er mikilægt að dreifa leikjaálaginu á tímum sem þessum.
Þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr liðsuppstillingunni í síðasta leik.
Sérstaklega þvi hún var bara “spot on” Liverpool átti þennan leik og átti með réttu að vinna hann.
Ég er hlintur róteringum, en markmannsstöðuna á ekki að hreifa nema markmaður nr 1 sé ítrekað að bakskíta.
Þolinmæðisvinna í kvöld.
Maður à orðið erfitt með að njóta augnabliksins ef þa ð eru ekki 2-3 mörk í plús eftir 60 mín.
Þetta striking force ætti að bjarga því.
4-1
YNWA
Svakalega lélegt úrval af gæðalinkum með enskum þulum….
Er einhver með góðan acestream link með enskum þulum?
Bekkur ?
Mané þaggar niður i the haters eftir seinasta leik og vinnur þennan leik upp á sýnar eigin spýtur
Er Lallana dauður?
Meiddur aftur eftir að hafa spilað 2 mínutur seinast.
Á einhver link á leikinn sem virkar á Mac/iPad? Viasat sýnir ekki leikinn í Svíþjóð.
Stream???
Það eru einhverjir linkar hérna:
http://www.ronaldo7.net/video/watch-football-live.html
og hérna
http://www.sportcategory.com/c-1.html
Fann þetta. http://www.dabsport.com/?ch=11
Svona eigingirni hjá Firmino núna og Mane í síðasta leik á bara ekki að líðast.
Er ekkert að gerast?
Fínir linkar á mamahdtv. En guð minn góður hvað við erum staðir og slakir
LFC virðist alltaf drulla á sig móti stjórum eins og pardew,samma, S.bruce, h. Redknapp og öðrum svipuðum risaeðlum , liðum sem pakka í vörn. W.B.A átti skot í slá áðan :-/
W.B.A verjast á 10 mönnum og við alltof hægir !
Þetta mun enda 0-0 við vitum það öll getið bara sleppt því að horfa á þetta!!
Þurfum að skora í smettið á þessum skjaldbökum
Man u er sko bunir að skora… Og ekkert að gerast aAnfield
Dómarinn gefur markmanni W.B.A tiltal vegna þess að hann er að tefja ?? Ekki gult spjald ??? Wtf !
Mane að reyna alltof mikið sjálfur…heldur áfram vitleysunni úr síðasta leik,,,bekkjann
Enn eitt anti fótboltaliðið mætt á Anfield til að reyna sækja stig þvílíkar ræpur
Ohh og nú Tottenham…
Þetta stefnir í 0-1 fyrir West Brom
Þetta er frekar leiðinlegur leikur… annað liðið verja stigið sitt
Ég sakna Lucas Leiva það var þó alltaf hægt að kenna honum um öll leiðind heimsins ef þannig bar undir, annars var Lucas minn maður en nú er það herra Ragnar Klavan sem er aftan á minni treyju.
Leiðindar leikur það sem af er en við vinnum þetta með þrem í seinni.
of hægt og menn að reyna alltof mikið sjálfir,,,,,láta boltann ganga hratt,,eina snertinga bolta en ekki svona göngubolta…
Vona að þeir komi með betra plan í seinni því þetta virkar ekki
http://wizhdsports.fi/live/stream1.html
Ömurlegur fyrri hálfleikur ! ! Að W.B.A líti út eins og topp klúbbur á móti okkur er bara fáránlegt ! Þvílíkt og annað eins ! Á Klopp virkilega ekkert svar við þessum ensku risaeðlu stjórum ? Pardew, samma og pulis ? Þarf mörg ár til þess að læra að brjóta svona varnarmúr niður ?
Mane er eitthvað óttalega utan við sig upp á síðkastið og alveg pláss fyrir annan að fá sénsinn í seinni….
Það er ekki hægt að stúta öllum leikjum en nú reynir á að liðið haldi hreinu. Sjáum bara hvað Burnley hafa farið langt á öguðum varnarleik.
Hvað er að gerast með Mane ?
Sælir félagar
Það mætti halda að þessir menn séu dauðþreyttir svo hægur og hugmyndalaus er þessi fyrri hálfleikur. Ef menn halda áfram að spila svona þá einfaldlega tapast þessi leikur á einhverju drullumarkin í restina. Ömurlegt.
Það er nú þannig
YNWA
Verðum bara að vinna þennan leik ef við eigum ekki að detta langt frá topp 4 :-/
#38 við höfum ekki agaðan varnarleik og höfum ekki haft í nokkur ár !
Þolinmæði er það eina sem þarf!
Þetta er FOKKINS WBA í 17nda sæti með -10 í markatölu ég vill sjá 3 stig allt annað er óafsakanlegt á Anfield!
Hafiði talið hvor sendir fleiri sendingar til baka Hendo eða Wijnaldum?
Við virkum bara á hálfri ferð miðað við á móti Everton. Það er greinilega ekki allt gefið með starting11. Sorglegt fyrir Everton samt að WBA virkar helmingi sterkara lið.
Linkur, spænska
acestream://65dd5db3350b025e0bc4b35c11e721c31af021f4
verðum bara að vinna þennan leik
ekkert fxxxx bull
Þetta stefnir í vonbrigði
Þetta stefnir í steindautt jafntefli ef menn fara ekki að gefa aðeins í.
Virkilega döpur frammistaða hingað til
Á jákvæðu nótunum – enn sem komið er – það eru ljósár á milli hvað Karius er mikið fljótari að koma boltanum í leik en Mignolet.
flottar sendingarnar hja trent arnold og menn bara skófla og kinksa framhja :/
HVAÐ er í gangi hjá Mané ? sendingar svo slæmar
Hvar er studge ???? Meiddur ? Mane er bara eitthvað off undanfarið ! Vantar meiri hraða, mane getur ekki neitt bara !
Skipta Mane útaf og fara dæla háum inní teig á Solanke.
Er ekki bara komin tími til að setja Mané á bekkinn
Jahérna. Menn virka bara óttalegir klaufar í kvöld. Manè, Salah og Firmino allir með ömurlegar snertingar í teignum.
Mané verður að fara út af. Þetta er ekki hans kvöld. En hver á að koma inn? Ox?
Ox gæti komið inn með hraða og ferska fætur myndi örugglega vera betra en hvernig Mané er að spila ?
Þetta fer að detta með okkur, trúi ekki öðru. Ekki frá því að farið sé að draga af WBA.
jú wba að verða þreyttir
Það verður að segjast að púllararnir eru ekki á góðum degi í dag
Erum að fara að tapa þessu… séð það áður
Allar þessar sendingar fyrir aftan menn drepa alveg hraðann
Þessi Everton leikur hefur drepið allt momentum í liðinu.
Eða kannski ætti Ings bara að koma inná, úr því Sturridge er ekki tiltækur?
#farðuaðskiptaklopp
Pardew er búinn að kaupa hlutabréf í rútufyrirtækinu hans morinho
eg skil ekki afhverju klopp er ekki löngu buinn að setja ferska fætur inn en hvað veit eg svo sem
Það þarf auðsjáanlega eitthvað sérstakt til að brjóta þessa pulis drengi afsakið Pardew gæja á bak aftur
Þetta er eins og að horfa á fæðingu.
SOLANKE!!!!
SOLANKE !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
TRÚI ÞESSU EKKI
Solanke á að hitta hann betur í svona færum. Skortir bara gæði.
OHH
vorum rændir marki af dómarafíflinu
Var þetta nokkuð hendi?
JÚ
það á ekki af okkur að ganga ?
Er ekki hissa að menn planti rútunni á móti okkur,virkar bara helv vel?
Þetta eru aumingjar og ekkert nema aumingjar
Þetta lið getur aldrei skorað þegar mikið liggur við
Vantareitthvaðuppá syndromið heldur áfram
Helvítis fucking fuck !!
fokkins skita okkur langar ekkert í top4 það er bara þannig
Nú könnumst við liðið. Tapa stigum gegn neðstu liðunum..
Sæl og blessuð.
Fer ekki á milli mála að þetta var ekki hendi. Borðleggjandi dómur héðan úr sófanum.
Leikmenn hafa þó gert fleiri mistök en þessi svartklæddi. Rosaleg ákvarðanataka í teig andstæðinganna.
Blús.
Klopp getur vælt og skælt eins og hann vill eftir þennan leik en okkar menn voru einfaldlega ekki góðir
hefði mátt hvíla helv,,,,brassana í þessum leik…. hvað var Kúturinn alltaf að reyna, auðvelt að verjast þessu. Til Barca með hann….
vá hvað er ekki sáttur 1 stig á móti þessu liði á heimavelli arrrgggg
Hugmyndasnautt lið gegn rútunni !
– “Þetta lið getur aldrei skorað þegar mikið liggur við”
Í alvörunni?
Skoruðu “bara” 7 í örugglega mikilvægasta leik tímabilsins til þessa…. fyrir viku síðan.
Gullfiskaminni?
Sem Liverpool aðdáandi og stuðningsmaður þá skammast ég mín fyrir margar athugasemdirnar hér að ofan.
YNWA
Hvað er fkn málið með þessa dómara!!! Er þetta grín!! Greinilega i Manutd treyju innan undir
Lið sem spila svona taktík eiga bara ekkert skilið … tefja frá fyrstu mínútu og hafa alltaf 10 menn fyrir aftan boltann. Rosalega hljóta WBA menn að vera stoltir að spila í svona liði. Og að það sé ekki fyrir löngu farið að taka á þessu þegar menn tefja og tefja .. fáránlegt!
Varamanninum sem fékk gult verður örugglega fagnað sem hetju í klefanum … aumkuunarvert!
Dísis kræst, það er annað hvort 5-7 marka sigur eða 0-0 (1-1). Ógeðslega þreytandi.
Af hverju er alltaf verið að sýna sama leikinn með Liverpool helgi eftir helgi en öll önnur lið fá beinar útsendingar?
Það er bara eitt í stöðunni. Kaupa annan eða báða miðverðina af WBA. Þeir unnu sannarlega fyrir kaupinu sínu.
Þetta var í einu orði ógeðslegt
Hvað hefur liðið skorað mörg mörk á þessari leiktíð í lok leikja. Man ekki eftir að liðið hafi skorað eftir 80 mín í deild á þessari leiktíð
Djöööööööfullllsins djöfulllll er þetta svekjandi. ÉG SAGÐI AÐ EVERTON LEIKURINN VÆRI MIKLU MEIRA EN BARA 2 TÖPUÐ STIG.
Það var einmitt þetta sem ég ótaðist, skíta jafntefli eða jafnvel tap gegn lélegu liðu WBA. Gekk ekkert upp bara ekkert. ekki einu sinni smá heppni…
Held að Everton skitan hafi setið í mönnum. Hún allavega var ennþá í Klopp í viðtali fyrir leik.
Næsti leikur takk.
Hlakka til meistaradeildarinnar.
Rútur eru þar fyrir utan völlinn.
En þetta var ferlega þreytt eitthvað. Sem er furðulegt eftir allar þessar róteringar hjá Klopp.
Mané var ferlega slakur karlanginn.
Menn eru orðnir heimakærir, gott að komast að heiman og hrista þetta upp í útileikjum.
Spurning hverjir verða hvíldir næst.
Klopp, þú átt leik.
YNWA
@97 Það hefur a.m.k. ekki mikið farið fyrir því að LFC skori stigamörk á 8ö+
80+ átti þetta að vera 🙂
Við erum 18 stigum á eftir City og deildin er ekki einu sinni hálfnuð. Það er mikið að hjá LFC. Gerist ekkert nema með nýjum eigendum. Verðum stanslaust í þessum vítahring ef engar breytingar verða gerðar á stjórnarháttum klúbbsins. Lifið heil.
City eru á öðru leveli þýðir ekkert að spá í þeim við erum með skitu uppá hnakka og erum að tapa stigum á móti liðum sem geta ekki blautan , Everton sem var búið að vera með verri liðum kemur og stelur stigi í einu sóknini sem þeir fengu allan leikinn og svo var WBA að slökkva á sóknar quadroinu okkar og menn litu illa út bara.
Það breytist ekkert við eigum flott móment og blússandi sóknarbolta en svo koma svona leikir til að minna mann á að liðið okkar er í besta falli 4-7 sætis lið.
getur enginn skrifað skýrslu um þennan skítaleik
Titlalaus tímabil ár eftir ár eftir ár. Janftefli gegn litlum liðum heima ár eftir ár eftir ár. Alltaf sama ruglið. Þótt við erum í 18 liða úrslitum ekki einu sinni láta ykkur detta það í hug að við séum að fara vinna hana. Fa cup er líka möguleiki en nei þvím miður erum ekki að fara vinna hana. Komumst kannski í úrslit en töpum úrslita leiknum eins og alla aðra úrslitaleiki sem við komumst í
nenni þessu ekki. 7 sætið er afar líklegt þetta tímabil. Tek þetta tímabil líklega frá núna nenni þessu ekki
Er einhver annar orðinn þreyttur á að Dermot Gallagher tjái sig um þessa dóma hjá Liverpool amk uppá síðkastið 🙂
Hann talaði um að það væri rétt að dæma víti á Liverpool á móti Everton þar sem Lovren lagði hönd sína á öxl Everton mannsins. Hversu mikil snerting það væri skipti ekki máli, hann hefði verið klaufi. Eflaust rétt hjá honum að einhverju leyti. Í sömu grein talar hann hinsvegar um það að það hafi verið rétt að dæma ekki víti í Arsenal – City þar sem það hafi ekki verið nógu mikil snerting. Samt nógu mikil snerting til að gefa ekki gult fyrir dýfu.
Er ég sá eini sem sé smá contradiction í þessu eða er það sjálfkrafa víti ef maður leggur höndina á andstæðing í staðinn fyrir að fara í fæturnar, skiptir þar engu máli hversu mikil snertingin er?
Varðandi hendina á Solanke, ok gott og blessað en þar finnst mér þetta vera 50/50 það er hægt að réttlæta báða dóma svo mér finnst skrýtið að herra Gallagher komi fram með svo afdráttarlausum hætti. Það er væntanlega það sem hann fær borgað fyrir. Þetta hefði sannarlega litið öðruvísti út hinum megin á vellinum.
Að þessu sögðu, manni finnst eins og allt gangi gegn Liverpool í seinustu leikjum, engin heppni, þar með talið dómarnir. En það eru bjartari tímar framundan í næstu leikjum.