Gleðileg jól lesendur, vonandi hafiði haft það gott yfir jólin og mætið södd og sæl fyrir framan skjáina á morgun þegar svanirnir í Swansea mæta á Anfield.
Mest alla sögu sína hefur Swansea spilað í þriðju eða fjórðu efstu deild á Englandi en árið 1977 tók fyrrum Liverpool maðurinn John Toshack við félaginu og fjórum árum seinna var liðið komið upp í efstu deild í fyrsta sinn. Þeir komu af miklum kraft inn í efstu deildina 1982 og eyddi hluta tímabilsins á toppi deildarinnar en endaði að lokum í sjötta sæti. Það var toppurinn fyrir Swansea sem þurfti að bíða lengi eftir sambærilegum árángri því á næstu tveimur árum féll liðið tvisvar og árið 2002 varð liðið nánast gjaldþrota áður en það var selt á eitt pund eftir miklar lagadeilur og björguðu sér frá falli niður í utandeildina sama ár á lokadegi tímabilsins.
Uppganga félagsins að nýju hófst síðan 2005 þegar þeir réðu Roberto Martínez til starfa en hann skóp nýja leikaðferð hjá félaginu sem átti eftir að einkenna Swansea í mörg ár. Liðið spilaði hraðan sendingarbolta þrátt fyrir að spila í League one á þeim tíma. Þeir flugu upp í Championship deildina en rétt misstu af umspili, þá hafði Martínez vakið athygli Úrvaldsdeildarliða og var ráðinn til starfa hjá Wigan. Eftir stutta stjóratíð Paulo Sousa var Brendan Rodgers ráðinn og stýrði hann liðinu upp í úrvalsdeild en liðið var þá komið þangað í fyrsta sinn síðan á níunda áratuginum. Liðið hélt sér við stílinn sem Martínez hafði komið með til félagsins og kom á óvart í efstu deild með skemmtilegum fótbolta og sniðugum félagskiptum en fyrstu árin í deildinni fengu þeir leikmenn á borð við Mishu, Vorm, Graham, Bony og Gylfa sem allir voru frekar lítil nöfn áður en þeir komu til félagsins.
Liðið hafði fest sig í sessi um miðja deild þrátt fyrir að vera með 5 mismunandi stjóra á tíu árum frá því að Martínez tók við félaginu og var talað um að módel Swansea væri eitthvað sem öll lið á Englandi þyrftu að skoða. Árið 2016 var liðið svo keypt af bandaríksum viðskiptamönnum og eitthvað virðist hafa breyst. Hew Jenkins var enn stjórnarformaður líkt og hann hafði verið frá 2002 en hann hafði fengið mest af hrósinu þegar vel gekk en samt fóru knattspyrnustjórar með misjafnar hugmyndir að taka við liðinu, liðið fór fjær og fjær eigin módeli og eigin leikaðferð og nú þegar liðið situr á botni ensku úrvaldsdeildarinnar með afleytan leikmannahóp er jafnvel talað um að Tony Pulis taki við þessu fyrrum sóknarliði. Meðan við sjáum hvað gerist með það hefur miðjumaðurinn Leon Britton tekið við sem spilandi knattspyrnustjóri og ég fagna því enda alltof langt síðan við höfum fengið slíka í úrvalsdeildinni.
Liverpool liðinu gegnur töluvert betur en við sitjum í fjórða sæti deildarinnar og erum í hörku baráttu um sæti í meistaradeildinni að ári. Nokkur svekkjandi jafntefli undanfarið hafa skemmt nokkuð fyrir annars væri tímabilið mjög jákvætt. Liðið tapar varla knattspyrnuleikjum en erum búnir að gera flest jafntefli í deildinni sem er búið að kosta okkur helling af stigum.
Við horfðum á liðið okkar kasta frá sér sigri gegn Arsenal í síðustu umferð á 5 mínútum en í jafn samkeppnishæfri deild og við erum að horfa á í dag að þá er ekki í boði að tapa stigum í jafn mörgum leikjum þar sem við erum með yfirhöndina eins og við höfum gert í ár.
Fyrir leikinn í dag eru Clyne, Moreno, Grujic og Henderson ásamt því að Matip og Sturridge eru tæpir. Því skýt ég á að liðið á morgun verði eftirfarandi.
Mignolet
Trent – Klavan – Lovren – Robertson
Wijnaldum – Milner – Chamberlain
Salah – Firmino – Coutinho
Býst við því að Trent komi inn fyrir Gomez, ekkert vegna mistaka Gomez í síðasta leik frekar því við búumst við að sækja meira gegn Swansea. Mané hefur verið frekar hljóðlátur undanfarið og ég gæti séð hann hvíldan en þessa dagana er svipað erfitt að skjóta á byrjunarlið Klopp eins og að skjóta á lottótölurnar.
Swansea er slakasta liðið í ensku úrvalsdeildinni í ár og það væri hrikalegt að tapa stigum á morgun en ég skýt á auðveldan 3-0 sigur okkar manna þar sem Salah og Coutinho halda áfram að skora að vild.
Svo má ekki gleyma því að staða Mignolet í markjnu er alls ekki trygg, bæði út af frammistöðunni á móti Arsenal (Klopp virtist ekkert hoppandi glaður með þá frammistöðu), og eins er hann líka búinn að vera að rótera.
Ég vona að Karius verði í markinu frekar en belgíski trúðurinn. Nóg komið hjá honum, tölfræðin sínir að hann er að fá á sig mark í öðru hvoru skoti sem hann fær á sig. Liverpool þarf traustann markmann sem vinnur stig fyrir okkur, ekki einn sem kostar okkur stig.
Ég hreinlega trúi því ekki að migs verði í marki. Slappari markmann er varla að finna!!! Nema hjá lfc auðvitað (bogdan)…
Fín upphitun en það er kannski ekki alveg það sama að spila sendingarbolta og að vera sóknarlið. Blaðamaðurinn geðþekki Micheal Cox fer vel yfirþetta í The Mixer hvernig sendingarmunstrin hjá Swansea voru í reynd bara vörn, þ.e. andstæðingarnar skora ekki þegar maður er með boltinn.
Hver er að fara taka víti fyrir liverpool.Er að spyrja út af fanatsy ? Er það enþá firminho ?
Ég segi nú bara eins og fleiri hér, að ég trúi því ekki að Klppp ætli að ergja okkur með því að hafa Mignolet í marki á morgun, né nokkru sinni framar. Mignolet er einfaldlega númeri of lítill fyrir ensku úrvalsdeildina, hvað þá Liverpool. Og í tilefni Jóla segi ég Guð minn góður yfir miðvarðaparinu.
Mignolet átti ekkert stórleik móti Arsenal en ég heyri ekki marga kvarta yfir að 2 af 3 mörkum okkar hefði Chech átt að gera betur. Markið hans Salah var hvorki sérlega fast né í markhornið, og síðasta markið þá gáfu hendurnar hans Check eftir – báðar tvær.
Ég vona að Mignolet verði í marki, enda hefur hann verið vaxandi í vetur og skásti af þeim sem við getum kallað á. Ég vona bara að við fáum skárri vörn, enda tvö af þremur síðustu mörkunum sem við fengum á okkur pjúra varnarklúður.
Sælir félagar
Ég þakka upphitunina þó hún sé ekki gallalaus (. . . Fyrir leikinn í dag eru Clyne, Moreno, Grujic og Henderson ásamt því að Matip . . . ) á skilur maður að höfu0ndir er líklega að tala um þá sem eru meiddir. Ennhvaðö 0um það svona smámunasemi á ekki að líðast hér og ég skamma sjálfur gamlan kennara sem er að nöldra yfir ófullnægjandi stíl. Þegiðu Sigkarl!!!
Ég byrja bara aftrur. Takk fyrir upphitunina Hannes Daði og fyrir mér er ekkert í boði nema sigur. Ég hefi lengi kallað eftir að Kaíus fái nokkra leiki í röð svo við fáum úr því skorið hvað hann getur og hvort hann sé það efni sem menn héldu þegar hann var keyptur. Þessi leikur á að vinnast með þremur til fjórum mörkum og því spái ég 5 – 1 og dýrslegum framgangi allra – líka Karíusar sem mun þó ekki geta varist firnaföstum skalla Lovren í eigið mark.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir upphitun, næ því miður ekki að horfa á leikinn en ég óttast að þetta verði erfiðara en menn halda. Vinnum þetta samt. Skil ekki að menn séu að setja út á belgíska köttinn okkar í markinu. Hann er svo góður að hann þarf ekki einu sinni að nota báðar hendur, ein dugar!
#7
“en ég heyri ekki marga kvarta yfir að 2 af 3 mörkum okkar hefði Chech átt að gera betur. ” enda engin ástæða fyrir okkur að kvarta yfir mörkum sem liðið okkar skorar 😉
Við grillum þetta 7-0 Mignolet og Klavan með sitthvora þrennuna….eftir standa 9 jólasveinar sem geta rifist um þetta eina mark…
3-1 og allir sáttir. Gleðileg jól og allir sáttir, sérstaklega biskupinn er sáttur með jólabónusinn sinn. Amen.
Er svo van Dijk að fara í man city, eftir allt. Enginn peningur til að kaupa alvöru leikmenn. Kannski finnur Klop annan Ragnar á útsölu.
City eru í þessu til að vinna og þar liggur munurinn.
Skil alveg Van Dijk fari hann þangað, sorry 🙂 Þar mun hann vinna titla
Paul Merson spáir því að Van Dijk sé að fara í Liverpool….þannig að hann er að fara í City 🙁
Svo eru menn endalaust að tala um álag og þurfa að skipta um 5-6 menn eftir hvern leik.
Svo spilar leikmaður eins og Harry Kane alla leiki og skorar þrennur eins og ekkert sé.
ManU að ná jafntefli á móti Jóhanni Berg og félögum á heimavelli, ekki að það skipti máli en er Gummi Ben ManU maður?