1-0 Salah 3
1-1 Wanyama 80′
1-1 Kane klúðrar víti 85′
2-1 Salah 92′
2-2 Kane (víti) 94′
Leikurinn
Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega, eftir barning á vallarhelmingi Tottenham átti Dier sendingu til baka, Salah stakk Sanchez af og skoraði af öryggi einn gegn Iloris, 1-0 eftir rétt tæpar 3 mínútur!
Liverpool komst aftur í hættulegt færi stuttu síðar þegar Sanchez átti misheppnaða hreinsun í Mané, rann og sá síðarnefndi komst einn upp kanntinn en fyrirgjöf hans var hreinsuð í horn, hefði mátt gera betur þarna.
Þetta var hörku skemmtilegur fyrri hálfleikur. Liverpool pressaði Tottenham í að gera mistök og átti alveg helling af hættulegum sóknum en það vantaði alltaf upp á þessa lokasendingu eða skot. Ég var sjálfur a.m.k. nokkuð svekktur með að vera ekki búnir að nýta þetta og auka við forystuna í hálfleik. Verðskuldað 1-0 án þess að Tottenham hafi ógnað af einhverju ráði en Liverpool hefði vel getað verið búnir að tvöfalda forystu sína.
Tottenham byrjaði síðari hálfleikinn betur og fengu dauðafæri á 57 mínútu þegar Son komst einn innfyrir gegn Karius sem varði frábærlega! Liverpool virtist í kjölfarið vera missa tökin á leiknum, þá gerði Klopp tvær breytingar. Inn kom Gini og Ox en út fóru Henderson og Mané. Það virtist lítið breytast við þetta. Tottenham með öll völd á vellinum og Liverpool oftar en ekki í nauðvörn. Var pínlegt að horfa á allt svæðið sem gestirnir fengu á milli miðju og varnar hjá Liverpool og markið virtist liggja í loftinu. Það kom, auðvitað, þegar Wanyama skoraði liklega sitt flottasta mark á ferlinum þegar hann hamraði boltann fyrir utan teig upp í Samúel, 1-1 verðskuldað.
Tottenham fékk vítaspyrun á 85 mínútu og tækifæri til að hirða öll stigin. Þetta var að mínu mati rangur dómur. Þegar sendingin kom frá Alli þá var Kane rangstæður, þó að Lovren hafi slæsað hann á leiðinni, og hefði því átt að vera búið að flagga og flauta áður en Karius braut svo á honum. Þetta kom þó ekki að sök að lokum því Kane skaut beint á markið, Karius hreyfði sig ekki og varði.
Ég var algjörlega búinn að afskrifa þetta og var farinn að reyna að telja mér trú um að jafntefli væri ágætisúrslit úr því sem komið var. Þetta er samt Liverpool og við erum með Mo Salah. Egyptinn snýtti hálfri vörninni hjá Spurs og tjippaði yfir Iloris í markinu og kom Liverpool yfir, 2-1, þegar 92 mínútur voru búnar. Algjörlega frábært mark!
Game Over? Neibb, þetta er Liverpool. Í næstu sókn þá töpuðu Gini og Van Dijk skallabolta inn í teig, Virgil snéri sér við og virtist í kjölfarið koma með “lata hreinsun” og sparka Lamela niður (Moss ætlaði reyndar ekki að gefa vítið en línuvörðurinn flaggaði) og víti var dæmt. Við endursýningu virðist Virgil draga sig til baka en Lamela er byrjaður að henda sér í þrjá hringi og fætur upp og líklega plata línuvörðinn, því Moss ætlaði ekki að flauta. Fundarhöld við hornfána en vítið stóð. Þetta var afskaplega “soft” víti, snertingin virðist vera mjög lítil, ef einhver, en ef þú sparkar út í loftið inn í teig þá getur þetta orðið niðurstaðan. Aftur steig Kane upp en skoraði í þetta sinn, 2-2.
Ég skrifaði leiksskýrsluna í beinni og þurfti að breyta henni líklega 6 sinnum síðustu 10 mínútur leiksins eða svo, kannski ekkert nýtt svo sem þegar Liverpool er annars vegar. Til að draga saman. Sigur hefði gefið okkur smá svigrúm en tap hefði að sama skapi verið skelfilegt. Liverpool átti líklega að fara inn í leikhlé með stærra forskot en eitt mark en Tottenham átti aldrei skilið að tapa þessum leik þegar uppi var staðið. Liverpool virtist sprungið í síðari hálfleik og voru ekki með stóran hluta síðari hálfleiks, þó þeir hafi ekki gefið gestunum mörg færi. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit eftir allt þó að maður sé vissulega með skítabragð eftir þennan vítaspyrnudóm.
Bestu menn Liverpool
Trent Alexander Arnold var frábær í fyrri hálfleik. Var mjög öflugur varnarlega og átti nokkrar frábærar sendingar á þá Milner og Firmino sem hefði átt að skila sér í marki. Varð minna áberandi eftir að hann fékk gult spjald sem er þó skiljanlegt m.v. hvernig leikurinn þróaðist.
Virgil Van Dijk var öflugur ásamt Lovren, sérstaklega í fyrri hálfleik og gáfu Tottenham í raun afskaplega fá færi í dag. Karius átti einnig fínasta leik í dag. Varði vel einn gegn Son og svo fyrra vítið hans Kane.
Mo Salah hlýtur að vera okkar maður leiksins. Var kannski ekki heilt yfir frábær í leiknum, enda kannski erfitt enda sóknartilburðir liðsins ekki upp á marga fiska í síðari hálfleik, en skoraði tvö mörk, það síðara sérstaklega frábært!
Umræðan
Salah, fljótasti leikmaður í sögu Liverpool til að ná 20 deildarmörkum (í úrvalsdeildinni). Hann gerði það í 25 leikjum. Ótrúlegur leikmaður!
Saga tveggja hálfleika. Hvað gerðist í hálfleik? Liverpool betri aðilinn í fyrri hálfleik og gat verið svekkt með að fara ekki inn í hlé með stærra forskot. Liðið sem mætti í síðari hálfleikinn var algjörlega sprungið á því og gat ekki náð tveimur sendingum sín á milli. Skiptingarnar komu á góðum tíma en breyttu nákvæmlega engu. Algjört andleysi í raun og Liverpool líklega heppnir (en samt óheppnir) að tapa ekki leiknum þegar uppi var staðið.
Tvö víti. Ég var alveg á því að síðari vítið hefði verið víti. Þegar ég fór að sjá endursýningar af þessu eftir leik runnu á mann tvær grímur og líklega voru báðir þessir dómar rangir! Ég blótaði Van Dijk en líklega er þetta ekkert nema pjúra leikaraskapur hjá Lamela. Það er ekki nema vika síðan að menn skiptu sér í tvær fylkingar með VAR, reyndar held ég að gagnrýnin hafi helst snúið að því hvernig og hve lengi menn voru að nýta sér endursýningar en þær hefðu svo sannarlega komið að góðum notum í dag og líklega orðið til þess að Liverpool hefði tekið öll stigin úr þessum leik.
Næsta verkefni
Næsta verkefni er heimsókn n.k. sunnudag til vinafélags okkar, Southampton, áður en við spilum svo fyrri leik okkar gegn Porto í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar!
Flottur einn þulurinn á bein sport eftir að Salah skoraði seinna markið. “When Harry met Salah”
Ógeðslegy þetta englendingarunk á skysports.. Salah er 2x leikmaðurinn sem kane er.
Check out @Salahlicious’s Tweet: https://twitter.com/Salahlicious/status/960217452247478272?s=09
Bara alls ekki víti.
Burtséð frá vítunum – skrifa ég þessa leikslokaskitu alfarið á Klopp.
Skiptingarnar ömurlegar. Hendó búinn að vera frábær – tekinn útaf! Matip virkaði ekki, Ox virkaði ekki. Milner tekinn útaf og flokkurinn eins og hauslausar hænur þegar báðir fyrirliðarnir voru komnir útaf. Can á ALDREI að vera fyrirliði, þá fer allt í rugl.
Djöfulsins bara! (afsakið mig)
Hvernig getur þú Eyþór bara skrifað það hér í skýrsluna eins og ekkert sé augljósara að “Virgil kom með „lata hreinsun“ sem fór ekki betur en svo að hann sparkaði Lamela niður og gaf glórulaust víti”
Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér snertingin á Lamela er sama og einginn og í mesta lagi gróf dýfa. Það væri flott að Utd menn væru ekki mikið í því að skrifa skýrslunar hér hjá okkur.
https://twitter.com/Salahlicious/status/960217452247478272?s=09
Finnst eins og við höfum tapað þessum leik. Línuvörðurinn athyglissjúkur og dæmir bæði vítin, sem eru aldrei víti. Salah er bara ótrúlegur með þetta “Messi” mark 🙂
Óþolandi dómar, bæði vítin rangt dæmd!
Rangstaða í fyrra vítinu og seinna atvikið á aldrei að vera víti þar sem Lamela hleypur á blindu hliðina á van Dijk.
Annars fín úrslit en hefðum átt skilið sigur miðað við þessa dóma.
Frábært mark hjá Tottenham, held að ég hafi aldrei séð svona fast skot, amk ekki síðan Gerrard var og hét og líka glæsilegt mark hjá Salah.
Fótbolti er á mjög rangri leið. Hrindingar, peysutog og vitleysa um allan völl og ekkert dæmt. Og svo detta í teignum og þá allt aðrar reglur. Og ekki sömu reglur fyrir sóknarmenn og varnarmenn þar heldur.
Vitið sem Kane vann var 2x vitlaust. Rangstaða og Karius með hendina á jörðinni þegar Kane dregur fótinn eftir að sparka boltanum illa frá sér. Seinna vitið þá hleypur sóknarmaður í fót VVD sem er löngu kominn af stað áður en Tottarinn er kominn nærri boltanum.
Allt eins gott að horfa bara á dómara drekka kaffi á Mokka — þetta er ekki íþróttakeppni lengur.
Mest svekktur yfir lélegu framlagi Ox og Wijnaldum þegar þeir komu inn.
Báðir eins og þeir hefðu hlaupið heilan leik áður en þeir komu inn.
Seinna vítið soft, Lamela rangstæður áður en hann hleypur í boltann.
En tökum jafnteflið og höldum Tottenham fyrir neðan okkur.
Baráttan heldur áfram.
YNWA
Reikna með að Henderson sé bara ekki kominn í 100% leikform, svo er hann eilífðar meiddur á ökkla. Áttum algjörlega skilið að taka stigin þrjú enda með Salah sem match winner á 92. mín. Þetta var ekki víti og því miður er spurs ansi duglegir í leikaraskapnum og hafa verið það í mörg ár. Þetta var rán! Við vorum rændir tveimur stigum á oheiðarlegan hátt.
Var að sjá endursýningarnar af seinna vítinu hér að ofan í kommentunum og þetta er bara dýfa og ekkert annað, mér finnst að Lamela eigi að fá bann fyrir þetta!
Úff þetta var svekkjandi.
Aldrei samt Klopp að kenna. Hann gerir vel úr því litla fjármagni sem hann fær frá eigendunum og við getum rétt ímyndað okkur hvernig leikurinn hefði þróast ef við hefðum Cautinho en þeir væri nýbúnir að selja Kane.
Hins vegar voru þetta aldrei víti. Hvorugt. Í seinna vítinu var nýbúið að sleppa hendi hinum meginn (þó það hafi orðið að marki) og dómarinn mat þetta einfaldlega rétt. Fáránlegt að athyglissjúkur línuvörður hafi dæmt víti. Þetta var í engu samræmi við þau átöku, pústra og spörk sem höfðu átt sér stað út um allan völl og ekkert var dæmt á og þá línu sem dómarinn hafði gefið allan leikinn.
Annars var liðið ágætt en gaf eftir eins og við þekkjum svo vel. Lovren kallinn líka heppinn að það var svo margt að fyrra vítinu að hann sleppur við gagnrýnina fyrir að hafa kixað boltann svona svakalega.
Áfram Liverpool!
#5 Gunnar – Hvernig get ég það? Kannski af því að þetta virtist vera pjúra víti við fyrstu sýn. Er það eitthvað flókið?
Ég er búinn að sjá atvikið aftur á twitter og þá virðist vera sem VVD hætti við á síðustu stundu og Lamela fái ósýnilegt stígvél í rassinn. Það gerir þetta auðvitað hrikalega svekkjandi að fá ekki eitt heldur tvö vafasöm víti á sig í þessum leik.
Virkilega… hvernig er hægt að setja þetta í leikskýrslu??
“Virgil kom með „lata hreinsun“ sem fór ekki betur en svo að hann sparkaði Lamela niður og gaf glórulaust víti (Moss ætlaði reyndar ekki að gefa vítið en línuvörðurinn flaggaði).”
Línuvörðurinn á þetta víti skuldlaust. -_-
Innskot EG: Sammála. Skýrsla skrifuð yfir leiknum og líklega breytt fjórum sinnum á síðustu 4 mínútum. Fannst þetta vera víti live en er aldrei víti þegar ég horfi á þetta aftur. Stuldur.
Ég hef verið á móti videodómgæslu enn ég dreg það til baka lið eiga ekki að tapa stigum vegna mistaka þessarra manna, þetta auðveldar leikinn á allan hátt fyrir alla.
Sinni #3 ég sá þetta líka í endursýningunni og var alveg hoppandi trylltur af bræði.
https://streamja.com/p6j – hérna sést brotið hinsvegar mun betur og réttilega dæmt víti.
Samt ógeðslega svekktur eftir dramatísku mínútur. Í stað þessa að vera 5stigum á undan Spurs erum við 5 stigum á eftir United.
Djöfull hefði verið gott að fá 3 stig úr þessum leik.
Ég skil ekki að menn séu að segja að liverpool átti ekkert að fá úr þessum leik.
Liverpool átti fyrihálfleikinn og hefðu getað verið meira yfir í hálfleik
Síðarihálfleikur þá tóku Tottengham öll völdinn en okkar menn voru þéttir og gáfu nú ekki mikil færi á sig og það er allt í lagi að pakka aðeins með forustu gegn þessu sterka Tottenham liði sem lékk sér að Man utd í vikuni.
Mörkinn sem við fáum á okkur.
Ótrúlegt skot sem hann mun aldrei ná aftur í lífinu og víti sem aldrei var víti (sjá #3)
Ég var mjög sáttur við liðið okkar í dag og ég var mjög sáttur við skiptingarnar hjá Klopp.
Liðið okkar var gjörsamlega búið að tapa miðjuni og komu Ox og Winjaldum með mikla baráttu og læti í þetta. Matip kom inn til að þétta vörnina en eins og ég segji mörkin sem við fáum á okkur er ótrúlegt hvor á sinn hátt.
Tottenham þrátt fyri að stjórna leiknum fengu varla færi í leiknum. Karius varði vel frá Song en svo var þetta bara ótrúlegt langskot og ódýrt víti.
Salah maður leiksins hjá okkur. Leikmaður sem býr til hluti upp úr engu.
Karius fannst mér líka kom vel frá sínu, varði víti , varði 1 á 1 og kom vel úr teignum(hann átti ekki að reyna að grípa þessa fyrirgjöf þegar hann kýldi boltan úr teignum hún var alltof föst).
Staðan
3.sæti Liverpool 51 stig
4. Chelsea 50 stig en eiga leik inni
5. Tottenham 49 stig
6. Arsenal 45 stig
Stórleikir eftir
10.feb
Tottenham – Arsenal
25.feb
Man utd – Chelsea
1.Mars
Arsenal – Man City
4.mars
Man City – Chelsea
10.mars
Man utd -Liverpool
1.apríl
Tottenham – Chelsea
14.apríl
Tottenham – Man City
28.apríl
Man utd – Arsenal
5. Maí
Chelsea – Liverpool
Öll lið eiga eftir að tapa stigum á endasprettinum og trúi ég því að þetta verður spenna allt til enda.
# 17 þetta er aldrei víti. Hann dregur fótin í burt og þótt ef hann hefði snert hann eitthvað þá er það samt ekki víti enda snertinging lítil sem engin .
#16, hovering geturðu sagt að þetta sé “réttilega víti” Hann dregur að sér löppina ! Þetta er bara klúður frá A til Ö þessi víti bæði. Þetta hefði getað kostað okkur öll stigin ef Karius hefði ekki varið fyrra vítið.
Hvernig á þetta að vera 🙂
Burtséð frá dómgæslunni. Hvaða rugl var þetta fyrsta mark hjá Tottenham. Wanyama á aldrei eftir að skora annað svona mark á ferlinum, rétt eins og Jaglielka fyrir Everton hér um árið.
Ef andstæðingurinn fær ekki opið færi þá kemur eitthvað svona rugl mark, ótrúlega svekkjandi.
Ekkert að þessari skýrslu, alltaf víti í seinna skiptið (ekki fyrra). Mér sýndist aðstoðardómarinn hafa haft rétt fyrir sér í báðum tilfellum – en að dómarinn hafi í fyrra skiptið ekki hlustað á hann (ergo rangur dómur) og í seinna skiptið hlustað á hann (réttur dómur).
Annars var fínt að ná stigi út úr þessu, þó Liverpool hafi verið yfir nær allan leikinn og því svekkjandi. Mér sýnist einnig að Karius sé að komast í takt við leikinn og ekki jafn stressandi að hafa hann í markinu og áður..
Eftir endursýningu þá á Lamela klárlega að fara í bann. Óþolandi svona hegðun.
Það er ekki LFC legt að við séum að hrauna yfir hvor aðra, skýrslu höfundur sér þetta með sýnum augum og við hinir sem erum ekki sammála sem ég tel að við séum frekar fleiri en færri þá bara er það svo en það var margt gott og jákvætt sem má taka út úr leiknum finnst eins Mané sé alveg að fara finna sig var að berjast vel à móti erfiðum mótherja, TAA var flottur í bakvarðarstöðunni og sérstaklega fram á við átti mjög góðar sendingar ég vona að Gomes verði settur til framtíðar í miðvörð þegar Clyne kemur inn aftur. Annars flottur leikur sem hefði mátt falla aðeins betur með okkur en allt í rétta átt að mínu mati.
Aumingja Salah að reyna að draga vagninn einn aftur og aftur. Að þessu sinni hökti vagninn bara á einu hjóli og því fór sem fór. Við Pollarar getum því þakkað fyrir þetta eina stig miðað við óburðuga spilamennsku í seinni hálfleik og þessar skiptingar skiluðu engu.
Algjörlega stórkostleg niðurstaða eftir að við komumst yfir með marki ársins hjá Salah. Þetta var aldrei víti, enda ætlaði arfaslakur dómari leiksins ekkert að flauta á það.
Var mjög ánægður með okkar menn í kvöld. Mikil barátta og við komum til baka eftir jöfnunarmarkið og rangstæðuvítadóminn. Skoruðum löglegt mark í uppbótartíma og niðurstaðan hefði átt að vera 2-1 en ekki 2-2.
Það er óþolandi að sjá hvað þetta fína lið hjá spurs reyna mikið að spila óheiðarlega og því miður tókst þeim að fá stig fyrir það í dag.
Eyþór Guðjónsson útskýrðu þetta.
https://www.facebook.com/Y.N.W.A.LiverpoolFCFans/videos/2028079124104088/?t=2
Þvílíkar tilfiningarsveiflur í þessum leik.
1-0 yfir í hálfleik og maður sáttur við sitt lið
1-0 yfir og 20 mín eftir en við enþá mjög þéttir og gefum ekki mikið af færum á okkur en liðið okkar er þreytt.
1-1 og maður er gjörsamlega orðlaus yfir þessu stórkostlega marki og skilur maður ekki hvernig menn nenna að skora svona gegn okkur.
1-1 víti dæmd á okkur sem er mjög soft og svo er maðurinn rangstæður og hugsun um að 0 stig verða raunin eftir alla vinnuna sem fór í leikinn.
1-1 víti varið YESSS koma svo.
2-1 Salah að skora ótrúlegt mark og við erum svo nálagt 3 stigum en maður veit sem liverpool aðdáandi að þetta er aldrei búið
2-1 94 mín Lamela fellur inn í teig við litla sem enga snertingu. Moss dómara segjir haldið bara áfram og Liverpool að keyra upp völlinn eða bíddu aðstoðardómarinn ákvað að þetta var víti eftir allt saman og aftur skilur maður ekkert í neinu.
2-2 og leikurin búinn. Þetta fór úr 3 stigum í 1 í líklega 0 í líklega 3 aftur og svo aftur í 1 á síðustu 10 mín.
Mér fannst liðið okkar gefa sig 100% í leikinn og leikmenn voru að selja sig dýrt.
Mér fannst ekkert að skiptingunum enda Henderson nýkominn tilbaka, Mane kann ekki að verjast og Millner virkaði ótrúlega hægur rétt og plássið hjá Tottenham á miðsvæðinu orðið allt of mikið.
Fyrir fram hefi 1 stig ekki verið heimsendir og það er það ekki heldur núna þótt að við vorum svo nálagt 3 stigum
Nú fer að reyna á okkur í leikjum gegn þessum svokölluðum minni spámönnum og því miður fyrir okkur þá eigum við bara Man utd, Everton og Chelsea eftir úti en það eru leikirnir sem maður veit að liðið mætir til leiks í en við erum búnir með alla leiki gegn Man City, Arsenal og Tottenham.
YNWA – koma svo náum í top 4 og sjáum hvort að við getum ekki eytt smá af þessum Coutinho penning í sumar 😉
Karius og Salah menn Leiksins ad minu mati. Wow hvad thetta var ömurleg domgæsla hja thessu rusli. Domarinn var buinn ad gefa Alli gula fyrir leikaraskap og ad falla i thessa grifju ad gefa theim 2 f##*****gs viti er bilun! Mer fannst vid samt vera solid tilbaka og eru öruggari, Salah markid tær snilld!!! Erum enn fyrir ofan thessa tottara ??
Þvílíkur leikur, þetta er a.m.k. aldrei eins og að horfa á málningu þorna hjá okkur (eins og flestir leikir rauðklæddra nágranna okkar).
Rússíbaninn hjá mér var svona:
1: jess, við erum að fara að vinna þetta! (Salah skorar)
2: djöfull, þetta er allt að fara á hliðina! (Ótrúlegt jöfnunarmark Tottenham)
3: fokk, alltaf eins… andsk, helv… (fyrra vítið)
4: jess, Karius stóð frosinn að venju á línunni, hlaut að virka einhverntíman! (Karius ver vítið)
5: Salah, durududududu (Sala skorar)
6: neiiiiii, hvaða helv, rugl er í gangi? (Seinna vítið)
7: well, fínt stig… og af hverju finnst mér eins og hlutirnir séu ekki alveg að falla með okkur?
Mér finnst sumir tala léttvægt um að við værum bara heppnir að fá stig af því tottarar voru betri í seinni,eiga menn bara að fá stig frá dómaratríó afþví þeir voru góðir í seinni,þeir gátu ekki skorað nema með aðstoð dómara og áttu þaraf ekkert skilið.
Ætla draga það jákvæða fram í leiknum frekar en það neikvæða við vitum öll að dómgæslan var léleg en engu að síður hefðum við mögulega getað gert enn betur en nóg um það.
1. Karíus virkilega ánægjulegt að sjá hann í þessum ham hann virkaði mjög solid og varði flott skot ásamt því að verja vítaspyrnu klárlega mikil bæting hjá þessum kappa meðað við fyrri leiki þetta er jákvætt!
2. Salah hversu góður er þessi gaur eginlega þetta er eins og hafa svindl kall í Fifa hann er sí ógnandi og er núna komin með 21 mörk fyrir okkar menn í deild og skoraði 20 mörkin hraðar heldur en Meistari Fowler og Owen gerðu Algjör sturlun að fylgjast með honum því maður hélt að það kæmi engin í staðinn fyrir Suarez hér um árið. Jæja við fengum Salah !
3. Tottenham eru búnir að vera á blússandi siglingu núna og unnu united seinast frekar auðveldlega meðað við það sem maður sá og maður vissi að þetta yrði erfitt við létum þá líta illa út í fyrri hálfleik en sá seinni hefði getað verið talsvert betri hjá okkar mönnum.
Það sem mér fannst jákvætt samt er hvernig okkar menn neituðu að gefast upp þrátt fyrir mótlæti og dómarinn væri nánast með þeim í liði allan tíman.
Jæja þetta er enn í fullu fjöri og ég trúi því að við getum enn barist um annað sætið NÓG eftir!
Mér fannst jafntefli sanngjarnt, Salah nálægt því að stela þessu í lokin sem hefði verið heppnissigur að mínu mati. Við vorum ekki alveg nógu góðir í þessum leik. Tottenham tók völdin í seinni og við vorum komnir í WBA hreinsanir og hálftími eftir. Held að það sé orðið fullreynt að hafa Can, Gini og Ox saman á miðjunni.
Það sem mér finnst áhyggjuefni burt frá séð þessum úrslitum þá skil ég ekki af hverju við vorum gjörsamlega yfirspilaðir nánast allan leikinn, á ANFIELD. Tottenham var ca með boltan 70% í báðum hálfleikjum. Ef ekki væri fyrir Salah og hans framlag hefðum við litið virkilega ílla út og það á heimavelli. Annað sem ég er ekki 100% viss um en mér sýndist Salah vera rangstæður í fyrsta markinu. Eitt stig gegn Tottenham á leiktíðinni og yfirspilaðir er ekki gott. Gengur bara betur næst YNWA
Ég hef uppá síðkastið reynt að skrifa skýrslur yfir leikjum og eru þær því komnar inn s.a. 5 mínútum eftir leik eða svo. Ég held að maður verði að hugsa þetta svolítið uppá nýtt því menn virðast á engan hátt vera tilbúnir í þann ótrúlega veruleika að aðrir kunna að vera annarrar skoðunar eða sjá hlutina öðruvísi en þeir sjálfir og það sem verra er þá eiga þeir erfitt með að bregðast við slíkum yfirgangi nema með dónaskap (það er n.b. búið að henda fjölda ummæla út sem voru gegn reglum síðunnar. Mörg hver mjög gæðamikil og vel skrifuð, já eða ekki).
Það sem virtist helst fara fyrir brjóstið á mönnum var að skýrsluhöfundur hafi fyrst um sinn talið að síðari vítaspyrna Tottenham hafi átt að standa og gagnrýnt Van Dijk í kjölfarið. Í endursýningu númer 5-6 fór hann að sjá að líklega væri ekki um víti að ræða eða að það væri þá a.m.k. mjög soft sem víti því hann reynir klárlega að hætta við í miðri spyrnu, hvort sem að stóra tá snerti Lamela eða ekki get ég ekki sagt til um.
Fyrir það fyrsta þá er það mín skoðun að Dier á aldrei að vinna skallaboltann inn í teignum. Sérstaklega ekki með Gini og Van Dijk báða í bakinu. Það eru mistök númer eitt. Mistök númer tvö eru þau að Van Dijk hikar í frákastinun (eða nær ekki til boltans) tekur aukaskref og sparkar svo út í loftið. Ef þú sparkar út í loftið þá getur þetta gerst. Þetta er kannski ekki svo ósvipað Everton vítinu (Lovren) að því leyti að atvikið er mjög soft en gefur tækifæri fyrir dómara og/eða línuvörð til að stíga inní og dæma. Alveg burt séð frá því hvort um brot sé að ræða eða ekki.
Það að skoðanir manna séu ekki í samræmi við þínar eigin gefur ekki tilefni til þess að menn gjörsamlega hjakkist á lyklaborðinu með yfirgang og dónaskap. Það er hiti í mönnum eftir fótboltaleiki, ég þekki það af eigin raun, en menn hljóta að þurfa að sýna af sér lágmarks kurteisi og virðingu fyrir náunganum og geta tekið því að ekki eru allir sammála í einu og öllu.
Þetta er knattspyrna eftir allt saman og menn eru ekki alltaf sammála og þurfa þess svo sannarlega ekki.
United maður hér, varúð.
Skemmtilegur leikur fyrir okkur boltaunnendur. Hélt að Liverpool hefði stolið þessu í lokinn en það er bara ekkert búið í þessum enska fyrr en flautið gellur.
Salah er rosalegur leikmaður. Enn ein Chelsea Sala-hn 🙂 sem maður furðar sig á svona eftir á. Maður er einhvern veginn alltaf að bíða eftir að blaðran springi hjá honum en hún bara fyllist og fyllist af lofti.. Hann kemst bráðum í heimsreisu á þessum loftbelg (lélegur þessi, sorry)..
Sorry en þetta var alltaf víti í lokinn. Pirrand, já, svekkjandi, já, sótt víti, já.. en samt víti. Hann fær vænt spark í hnésbótina frá Dijk.. Dijk óheppinn að fá Lamela þarna inn á blindu hliðina en svona er þetta bara. Ég veit það er erfitt að sjá þetta svona fyrstu mín eftir leik en flestir sjá þetta..
Ef menn ætla að greina hvað kom “fyrir” og klikkaði í leiknum þá þurfa einhverjir að færa fókusinn af dómaranum. Sú greiningarvinna skilar engu fyrir næsta leik..
Hvað andskotans skítkast er þetta út í skýrsluna hjá Eyþóri hann skrifaði skýrsluna út frá því sem hann upplifir við að horfa á leikinn, það er eitt að gagnrýna en þetta endalausa skítkast út í allt og alla er ekki okkur sem Liverpool aðdáendum til sóma.
Mér finnst tvennt jákvætt í lok dagsins. 1. Við misstum amk ekki Tottenham fram úr okkur. 2. Það er að verða ljóst að Karíus er boðlegur markvöður.
Það er svo borðleggjandi að það verður að nota upptökur við dómgæslu, svona mistök eru ekki tekin aftur… manni dettur helst í hug að þessum dómurum sé mútað, já eða bara linsurnar orðið eftir heima. Alltjént, miðað við hvað mikið er undir í þessum bolta hlýtur að vera réttmætt að fara fram á betri dómgæslu. Auðvitað geta allir gert mistök en mín skoðun er sú, miðað við það sem ég hef séð í vetur í ensku deildinni, að dómarar eigi í mesta lagi skilið C+ eða B- í einkunn og það er bara ekki boðlegt.
En… eins svekkjandi og úrslitin eru þá voru þau líklega sanngjörn. Salah klárlega maður leiksins en Virgil og Karíus voru líka mjög góðir. Frábært að fá þá inn í vörnina.
Hvernig dettur mönnum í hug að þetta sé Klopp að kenna?
Það vita það allir að þetta er allt saman Lucas Leiva að kenna!
Klopp bara verður að fara finna betri lausn þegar kemur að því að verja forystu í leikjum. Það er ekki hægt að missa svona oft niður forystu í leikjum, tvisvar í dag. Burt séð frá dómgæslunni virkaði liðið fullkomlega sprungið þegar leið á leikinn og skiptingarnar gerðu bara illt verra, það gerist allt of oft í leikjum Liverpool og segir okkur að breiddin sé ekki nógu góð.
Ox og Wijnaldum eiga svosem að vera góðir kostir en Wijnaldum var skugginn af því sem Henderson var að gefa liðinu og Ox er ekki á sömu blaðsíðu og Mané í sóknarstöðunum þremur. Coutinho var klárlega saknað í dag, bæði í liðinu sem og upp á betri breidd. Það er svo rosalegt að halda hreinu þar til miðverðirnir eru orðnir þrír og 1/9 af leiknum eftir. Leka þá inn tveimur mörkum.
Fyrri hálfleikur var frábær gegn mjög góðu liði Spurs og Liverpool hefði átt að fara inn með a.m.k. tveggja marka forystu. Liverpool lekur inn svo mörgum mörkum að það verður að nýta svona yfirburði betur.
Jafntefli er sanngjarnt m.v. við gang alls leiksins en auðvitað horfir maður ekki á þetta þannig þegar sýning frá dómaratríóinu sker úr um leikinn og stóru ákvarðanirnar falla ekki með Liverpool. Djöfull er það að gerast ítrekað oft btw.
Fyrra vítið sem Spurs fékk er alveg magnað, Kane er fyrir miðju marki, augljóslega kolrangstæður og gæti ekki haft meiri áhrif á leikinn þegar Alli sendir boltann. En nú vilja menn halda því fram að rangstöðureglunum hafi verið breytt í skjóli nætur og séu núna jafnvel ennþá heimskulegri en þær voru. Varnarmenn eiga núna að treysta dómaratríóinu svo rosalega að þegar sóknarmaður er rangstæður eiga þeir að taka sénsinn og gera ekkert frekar en að reyna að verjast boltanum. Er þetta bara í alvörunni það sem verið er að halda fram?
Lovren er ekki fáviti og reynir auðvitað að verjast Dele Alli sem er með boltann rétt fyrir framan vítateig en nær ekki að stoppa sendinguna hans, hittir ekki boltann sem fer þar með á rangstæðan Kane. Kane fiskar klárlega víti en línuvörðurinn flaggar. Það er með ólíkindum ef að þessi misheppnaða snerting Lovren sé túlkuð þannig að með henni hafi verið komið að stað nýju atviki í leiknum og þannig hagnist kolrangstæður sóknarmaðurinn. Ég man ekki eftir því að hafa séð þetta og þessi regla er svo mikið rugl ef hún virkar svona að ég efast um að fleiri lið lendi í svonalöguðu. Var dómgæslan ekki alveg nógu léleg fyrir að svona rugli sé ekki bætt við líka?
Seinna vítið er svo annað bíó, Lamela er svo augljólega að gera allt sem hann getur til að fiska víti, ekkert að því en hann hoppar inn í Van Dijk til að fá snertinguna. Van Dijk gerir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir snertinguna og nær að draga löppina frá Lamela, ef það er einhver snerting er hún alls ekki nærri því næg til að réttlæta viðbrögð Lamela og ótrúlegt að það sé flautað á þetta miðað við línuna sem var gefin í leiknum, þetta hefði ekki verið aukaspyrna hjá Moss í þessum leik úti á velli.
Það sem er þó mest pirrandi við þetta er að Moss sér þetta sjálfur, tekur ákvörðun um að þetta hafi verið leikaraskapur. Aftur er það helvítis línuvörðurinn sem nú er farinn að dæma leikinn og virðist hreinlega fagna því þegar hann fékk að dæma vítið.
Mín upplifun af þessum atvikum var nákvæmlega sama og Klopp m.v. blm. fundinn. Hann hafði btw ekki hugmynd um þessa nýju reglu sem gerir rangstæða menn réttstæða ef boltinn fer í varnarmann á leiðinni til sóknarmannsins. Sanniði til við sjáum Liverpool skora svona mark áður en tímabilið klárast og fá á sig rangstæðu.
Það er ekki hægt að tapa stigum á mikið meira pirrandi hátt og því miður er svonalagað allt of mikið einkenni Liverpool. Hvernig það dugar ekki að skora á 92.mínútu á Anfield og hvað þá þetta mark! Gjörsamlega óþolandi að halda ekki út.
Allra verst er að Van Dijk hafi komið að þessu víti, hann var frábær í dag fyrir utan það atvik og er nú í besta falli mjög óheppinn þar. Karius var sömuleiðis mjög góður en fékk sannarlega í bakið þessa áráttu markmanna að kýla alla bolta í burtu. Fannst hann bara eiga að grípa þennan bolta sem endaði á Wanyama. Að því sögðu er þetta í eina skiptið á ævinni sem Wanyama er að fara hitta hann svona. Hvað hefur Spurs oft skorað once in a lifetime mörk á móti okkur undanfarin ár? Edman, Assou-Ekotto og nú Wanyama koma strax upp í hugann. Menn sem hafa aldrei hitt markið fyrr né síðar.
Lovren held ég að sé líklegastur til að mynda miðvarðapar með Van Dijk eftir þetta, Henderson sýndi í dag (og oft áður) að liðið er miklu veikara án hans og Trent komst mjög vel frá þessum leik eftir erfiðan leik um daginn.
Þetta mark hjá Salah er svo betra en Wanyama markið, fannst hann ekkert sérstaklega góður í dag, skorar samt tvö mörk. Það á að duga til sigurs á Anfield, alltaf. Sérstaklega þegar seinna markið kemur á 92.mínútu.
Hrikalega pirrandi töpuð stig, alls ekki í fyrsta skipti í vetur.
Æi, ég nenni ekki að ræða þennan leik. Bara svo ógeðslega pirrandi . Liðið var frábært framan af en virkaði þreytt þegar líða tók á leikinn. Við skulum samt ekkert taka af Tottenham sem er bara helvíti góðir.
Djöfull er ég samt orðinn hliðhollur VAR eftir þennan leik. Óþolandi tilfinning að slæm ákvörðun dómara komi í veg fyrir að við hirðum öll stigin í leiknum.
Næsti leikur takk.
Sælir drengir
Hvað finnst mönnum um videoið sem er að koma af línuverðinum að fagna þegar moss ákveður að breyta sínum dóm yfir í víti?
https://www.facebook.com/THAT.LFC.PAGE/videos/1404870899623716/
Stundum vantar að leikmenn Liverpool taki smá “Frank Lampard John Terry” á dómarann meðan hann er að ákveða sig.
En núna þegar ég er búinn að jafna mig á þessu verð ég að viðurkenna að úrslitin eru sanngjörn og Liverpool í raun bara leyfði Tottenham að sækja þangað til þeir skoruðu, fannst vörnin virka sterk en liðið bauð hættunni heim.
Karius og vörnin litu vel út í dag. En það þurfti heppni til að halda út með svona upplagi og skiptingum.
Áfram Liverpool, áfram Klopp.
Siggi #41.
Þetta á að kæra. Svo einfalt er það.
Það sem pirrar mig mest núna, fyrir utan þessa vítaspyrnudóma, er hvernig leikmenn koma inn af bekknum, sér í lagi Ox í dag, sem gat akkúrat ekki neitt. Þið spekingarnir eru alltaf að kalla eftir skiptingum og að þær séu gerðar fyrr og allt það en þær eru algerlega gagnslausar ef menn koma ekki með hausinn í lagi inn á völlinn.
Þetta hefði getað farið verr en þegar öllu er á botninn hvolft þá voru þetta eflaust sanngjörn úrslit, fótboltalega séð. Eftir stendur, að við erum ennþá fyrir ofan tottara og ars, stigi fyrir ofan chelszki, alla vega þangað til á morgun og öll þessi lið eiga eftir að tapa stigum eins og við.
Það er gott að hafa skoðun og geta komið henni frá sér, ég er sáttur við að vera ósammála mörgum og sammála öðrum…
Mín skoðun:
…fyrra vítið > Augljós dífing! Engin snerting.
…Seinna vítið…
1. VVD sparkar….
2. Tottarinn hleipur inn i VVD (sjá myndina)
3. Hvaða heilvita fótboltamaður hendir sér inní annann mann eins og hann sé að verjast (öðru visi en að næla sér í …eh.) og vera í sókn…
4. þarna var rángstaða rétt áður…
5. VVD ætlar sér ekki að sparka í Tottarann (100% augljóst)
6. Tottarinn stóð upp eins og ekkert hafi gerst með hann, sjáið bara endursyninguna þegar vitið er tekið, það hlakkar í honum …
og NR. SJÖ … Það er komið að því að vídeo dæming verið tekin upp. já sorglegt að það þurfi en dómararnir geta sjálfum sér um kennt…. og hversvegna segi ég það.. jú þeir eru of ragir við að nota spjöldin til að koma í veg fyrir að svona lagaða gerist. Öll togin, tækklingarnar, spörking og hrindingarnar… bara ef þeir hefður verið samkvæmt sjálfum sér og reglunum þá væri þetta ekki að gerast, sorglegt en satt!.
Tekk hressilega undir með nr. #8 og #35
næsti leikur… ókey bæ!
Sæl og blessuð?
Þá er það bara svona – rangastaða er flókin og virst ranglát þótt dómar séu samkvæmt reglunum. Fyrst ólukkutröllið okkar hann Lovren þurfti endilega að snerta boltann (án þess að lúðr’onum fram) þar sem hann var á leið til hins rangstæða Kane, breyttust forsendur og þetta var víst túlkað sem misheppnuð sending frá andstæðingi. Þar með er það ekki rangstæða. Það er ekki hægt að veifa flaggi fyrr en hinn rangstæði hefur áhrif á leikinn – og Kane hafði ekki áhrif fyrr en eftir að Lovren fór að klafsa þetta með tuðruna. Skiptir svo sem ekki öllu máli fyrst Karius varði.
Hvað seinna vítið varðar:
Aulahátturinn í VvD reið heldur ekki við einteyming þarna í lokin eftir að hafa staðið sig með prýði lengst af í leiknum. Þar sem hann þurfti endilega að: 1. tapa skallaeinvígi 2. missa taktinn er boltinn skoppaði 3. setja hnéð upp og veifa löppinni – var viðbúið að klókur og óþreyttur hvítliði myndi sækja á fótinn og þar með tryggja sér fellu og víti. Gúrúarnir sem hafa tjáð sig um þessi mál eru þeirrar skoðunar að vítið það hafi átt að standa. Húrra fyrir línuverðinum (eða ekki).
Þetta var samkvæmt þessu ekki dómaraskandall – nema ef við lítum á samkvæmnina. Margsinnis í leiknum hafði svipuð eða meiri snerting ekki kallað á dóm og leikurinn fengið að halda áfram. Það er helsta vesenið í þessu – enda vildi dómarinn sleppa vítinu.
En gleymum því ekki að þessir hafsentar okkar, sem höfðu reyndar staðið sig frábærlega í leiknum gerðu sig seka um fullkominn aulahátt og hlutu harða refsingu fyrir. Tottenhammenn höfðu reyndar margsinnis leikið sér að eldinum með makalausum ákvörðunum í leiknum. Það var klaufagangur okkar sóknarmanna sem olli því að þeir fengu ekki straff sem skyldi.
Ég var mjög sáttur við vörnina og miðjuna framan af leiknum. Miðjan vann boltann ítrekað og kom honum fram og vörnin stóð sína plikt. Sóknarmennirnir á hinn bóginn tóku rangar ákvarðanir, lélegar snertingar og einhvern veginn náðu aldrei þessum takti sem þurfti til að bæta við mörkum. í seinni hálfleik, og einkum eftir skiptingarnar tvær, þá fór virkilega að síga á ógæfuhliðina. Chambo var einkar klaufskur og Gini spilaði eins og hann væri nýkominn af þorrablóti. Svo þegar Hendó fór út fyrir Matip – hrundi miðjuspilið og við misstum þetta úr höndunum.
Ef ég væri Klopp eða samstarfsmaður hans, myndi ég ekki eyða tíma og púðri í að ræða dómarana. Það þarf að fara að tryggja að leikurinn sé spilaður af fagmennsku frá upphafi til enda. Þessi aulamistök eru dýr og þeir verða að fara að finna lausn á þeim. Á þeim sviðum hafa þeir svigrúm til að breyta. Dómgæslan var í versta falli umdeilanleg og það nægir ekki til að breyta úrslitum.
Eg er buinn að vera brjalaður yfir þessu, en svo sá eg þetta
https://mobile.twitter.com/AA_Richards/status/960226097303576576
https://mobile.twitter.com/AA_Richards/status/960226097303576576/video/1
Bara pjúra vítaspyrna og ekkert annað. Hættiði þessari þvælu.
Hvernig er þetta víti, Lamela er ekkert með boltan, báðir eru að reyna að ná til hans og það mistekst hjá þeim báðum. 100% ekki víti bara eh 50/50 klafs.
Ef það er eitthvað þá er Lamela ekki einu sinni að reyna að ná til boltans.
Sammála Einar Matthías með Wanjama markið. Karius á einfaldlega að grípa þetta. Hann er ekkert að teygja sig að ráði og boltinn líka neðarlega og því mun hættulegra að slá hann frá.
Hins vegar man ég eftir því að fyrir tímabilið 2014 í Pepsi deildinni fengum við kynningu á þessari nýju rangstöðu reglu frá dómurum. Sem tekin var upp að forskrift FÁ/UEFA. Þar var t.d. tekið dæmi fyrir okkur sem var mjög svipað þessu atviki nema að sá varnarmaður reyndi að skalla boltann frá en endaði á því að fleyta honum inn fyrir á rangstæða manninn og gerði hann þannig réttstæðan. Furðuleg regla en hún er búin að vera svona í nokkur tímabil. Þetta var því rétt dæmt ef við horfum framhjá því hvort Karius braut eða ekki.
Persónulega finnst mér þessi regla fáránleg því hún gerði rangstöðu regluna flóknari og hún mátti nú ekki beinlínis við því.
Ég skoðaði seinna atvikið helvíti oft. Mér sýnist VVD reka tána í Lamela. En hann er að reyna að hætta við. Svekkelsi.
? League Goals & Assists This Season:
?? Salah: 27
?? Cavani: 25
??????? Kane: 23
?? Aguero: 22
?? Suarez: 20
?? Griezmann: 12
?? Ronaldo: 12
? Goal-Scoring Machine ?
Ég sé svosem ekki ástæðu til að rífast eitthvað út í þessa dóma, þetta er búið og gert og verður ekki breytt. Varðandi það hvort Kane hafi verið rangstæður eða ekki, þá finnst manni kannski vanta smá samræmi í reglurnar. Nú er það t.d. þannig að ef það kemur sending í átt að marki, og hún hefur viðkomu við varnarmann, þá má markvörður grípa boltann með höndum enda er litið svo á að varnarmaðurinn hafi ekki verið að reyna að senda til baka á markvörðinn með vilja. Snertingin hjá Lovren var dæmigerð fyrir það, þ.e. ég reikna með að ef Kane hefði ekki verið fyrir innan, boltinn hefði borist til Kariusar og hann gripið hann með höndunum, þá hefði ekkert verið dæmt. Að því leytinu til finnst mér þessi túlkun á reglum vafasöm. Annaðhvort leikur varnarmaður boltanum eða ekki, og það ætti að túlka það eins sama hvort boltinn berst til rangstæðs sóknarmanns eða til markmanns sem grípur boltann.
Karius auðvitað varði þetta víti hvort eð er svo þegar upp var staðið skipti þetta engu máli.
Varðandi hitt vítið, þá hefur verið bent á það að Lamela var rangstæður þegar skallinn kemur í átt að marki, og því hefði sá dómur ekki átt að standa. Aðstoðardómararnum til varnar var erfitt að sjá þessa rangstöðu. Mér fannst persónulega snertingin hjá van Dijk ekki mjög mikil, og Lamela lætur sig sannarlega falla með tilþrifum. Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað og vítið sem Lovren lét dæma á sig á móti Everton, “soft”, en skiljanlegt. En aftur, með VAR hefði rangstaðan hjá Lamela sjálfsagt fundist, og legg ég því til að VAR verði tekið upp í deildinni rétt eins og í bikarnum.
Classic liverpool bara duglegir að fucka þessu upp.
Sælir.
Nenni ekki þessari dómara umræðu .
Langar frekar að spá í þessari ótrúlegu hnignun sem átt sér stað í seinni hálfleik og að við séum í raun yfir spilaðir . Hrun kom uppa sama tíma í fyrra þar sem menn virtust einfaldlega búnir á því .
Er þetta í þjálfun liðsins eða hvað er að , svona mikil hnignun er skrítin þykir mér hjá atvinnumönnum .
Hvað varðar þessa yfir spilun þá er það orðið augljóst að liðinu vantar betri miðjumenn sem bæði vernda vörnina betur og eru einfaldlega betri í fótbolta.
Þarf liðið að hætta þessu þungarokki og taka rokk í staðinn eða fá leyfi fyrir fleiri skiptingum og fleiri góða leikmenn.
https://www.youtube.com/watch?v=OIwiVOOvpKw
Herna er samræðurnar hja dómaranum og linumanni með vitin.
Akkuru er líka enginn að tala um það hve glataðir boltar sem hann robertson bauð upp á í dag.Ömurlegar fyrirgjafir.
Merkilegt að það sé verið að hrauna yfir skýrsluhöfund fyrir hans fyrstu viðbrögð við seinni vítadómnum þegar þau viðbrögð voru að öllum líkindum rétt.
Öll sjónarhorn sýna van Dijk sparka í andstæðinginn. Eitt af þessum sjónarhornum er aðeins mildara en hin, þar má samt ennþá sjá greinilega snertingu í sparkinu. Hef ekki ennþá rekist á sjónarhorn sem sýnir það að van Dijk hætti við sparkið, eins og sumir vilja halda fram.
Skýrsluritari hafði því algjörlega rétt fyrir sér til að byrja með. Og reyndar, jafnvel þótt svo væri ekki, þá eru viðbrögðin gagnvart einhverjum sem menn eru ósammála frekar vandræðaleg.
Henderson stóð vaktina vel að mínu mati í þessum leik og þegar leið á leikinn þá sást greinilega að hann er ennþá að koma sér í form og skiptingarnar gerðu ekkert nema að veikja liðið.
Oxlade og Winjaldum gerðu nákvæmlega ekki neitt þegar þeir komu inná sem kom mér á óvart.
Fúlt að tapa þessu niður en liðið á fullt inni og það er bara næsti leikur.
Ánægður með fyrirsagnirnar hérna í Englandi í morgun…..Van Dijk við Tottenham “Þið eruð allir dýfarar”…haha, hvort sem það er rétt eða ekki þá vill maður hafa svona jaxla í vörninni
Það er enginn tilviljun að Liverpool er skemmtilegasta liðið i fótboltanum í dag . Ástæðan er Klopp og sá geðveikislegi sóknarfotbolti sem hann stendur fyrir. Ekkert lið í fótboltaheiminum sem hefur þvílíkan sprengikraft og Liverpool, kannski Atletico Madrid , en á allt annan hátt. Ekkert lið stenst þeim snúning þegar þeir sækja fram af krafti eins og í fyrri hálfleik gær. Þeir virðast verða að skora 2-3 mörk til að geta unnið leiki. Tottenham fær kredit fyrir að halda aftur af Liverpool í fyrri hálfleik. Liverpool getur ekki spilað heilan leik á fullum soknarþunga og þegar þreytan fer að segja til sín og þeir draga liðið aftar á völlin eins og í gær eiga þeir á hættu að missa niður forskotið. Hversu oft hefur þetta gerst í vetur ? En ég treysti Klopp vel fyrir því að bæta varnarleik Liverpool. Hann mun gera það á næstu misserum þannig að Liverpool nær að vinna leiki sem þennan . Virgil á eftir að verða kjölfestan í vörninni, sannið þið til. Ég hlaustaði á umræður eftir leik í sænska Viaplay í gærkvöldi og þar voru allir álitsgjafar sammála að Liverpool væri skemmtilegasta liðið í boltanum í dag og það væri hrein unun fyrir óháða að horfa á leiki þeirra einkum vegna þess hversu brothættir þeir eru. Í því liggur skemmtanagildið. Því er ég sammála. Alitsgjafarnir voru sammála um að það væri ekki svo auðvelt fyrir Klopp að breyta og gera liðið varnarsinnaðra án þess að það kæmi niður á sóknarleiknum. Ég segi bara frekar vil ég að Liverpool spili eins og þeir gera þar sem maður veit aldrei hverju maður á von á en að þeir spili eins og Man. United. Getur nokkur maður á þessari síðu nefnt mér einn skemmtilegan og áhugaverðan leik með Man. United í vetur ? Held ekki. Áfram Liverpool. Áfram Klopp.
Þegar þu sendir inn fyrir vörnina a rangstæðan mann. Og opnar færi fyrir hann þa er það rangstæða rett? Um leið og sendingamaður snertir boltann til að senda sendinguna hlýtur að teljast hafa áhrif a leikinn. Það að Lovren kemur við bolta gerist seinna. Eiga menn að sleppa að vinna varnavinnu og lata bolta alltaf fara??
Er nuna i lagi að vera með mann a markmanninum og senda bolta eftir bolta unn fyrir og um leið og varnarmaður reynir að taka mann bolta þa er sóknarmaður sloppinn??
I alvoru?
[img]https://www.trollfootball.me/news/view/lamela-offside-just-before-penalty-incident[/img]
Línuvörðurinn var allavega ekki að fylgjast með línunni
Nei það er ekki rétt Elmar. Það er ekki nóg að varnarmaður reyni að leika boltanum, hann verður að koma við hann og leika honum innfyrir þrátt fyrir að hann ætlaði ekki endilega að gera það.
Sama útskýring á við í sambandi við spurningu Daníels #57 – Munurinn á að senda viljandi á markmann og leika boltanum óvart innfyrir varnarlínuna er mikill.
Til að strá enn meira salt í sárin þá segir Clattenburg að Lamela hafi verið rangstæður þegar Virgil “braut” á honum.
Var Lovren meðvitaður um að Kane var rangstæður þegar hann reyndi að ná boltanum. Var línuvörðurinn búinn að gefa þá til kynna að Kane væri i rangstöðu áður en Lovren reynir að ná til boltans? Á hann að sleppa þessu og a) vona að Kane sé rangstæður og b) vona að línuvörðurinn dæmi rétt?
Finnst þessi regla mjög undarleg. Að frátöldum vítunum þá voru samt flestar 50 50 ákvarðanir sem féllu með Spurs í þessum leik. t.d. í seinna marki Salah hvernig var ekki dæmt víti á hendi rétt áður en hann skoraði.
https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=2028053500773317&id=1374874542757886
Spiluðum ekki vel í seinni en dómaratvíeykið þarna ætti að fara í leyfi og endurmenntun áður en þeir koma nálægt dómgæslu á þessu stigi.
Er ennþá pirraður yfir þessu……
Þetta er að verða einsog körfubolti það má ekki orðið koma við menn þá hrinja þeir niður og fá a´sig dæmd víti þetta er rugl og skemmir fyrir boltanum.
Karíus var mjög flottur í leiknum!
Ég spyr eins og ég lofaði.
Hvar var VAR?!
Óskiljanlegt að Jon Moss var settur á þennan leik. Leik sem fyrirfram var vitað að yrði gríðarlega hraður og mjög erfiður að dæma. Á svona rosalega hröðum stórleikjum bara verður að vera myndavéladómgæslu aðstoð. Hvort lið hefur 1x rétt á að láta skoða atvik sem og dómari. Myndavéladómari hefði klárlega séð að Lamela var rangstæður og að hann öskraði eins og stunginn grís yfir nær engri snertingu. Lamela ætti að fá núna bann fyrir þetta. https://www.facebook.com/Y.N.W.A.LiverpoolFCFans/videos/2028053500773317/
Þetta var sko engin heimadómgæsla svo mikið er víst. Svo voru leikmenn Tottenham að dýfa útum allan völl, sérstaklega Delle Alli. Ef þú ert í enska landsliðshópnum þá virðistu hreinlega ósnertanlegur í ensku deildinni. Það virðist nóg að anda þessa dagana á enska sóknarmenn þá hrynja þeir í grasið. Við vorum einfaldlega rændir í gær.
En fokk itt. Tottenham hafa keyrt á sama mannskapnum allan vetur og munu fade-a út nú þegar CL byrjar aftur. Hef meiri áhyggjur af að Arsenal geti náð okkur. Meistaradeildarsætið er okkar að missa og við fullkomlega í bílstjórasætinu enn. En alltaf fer Liverpool erfiðu leiðina að hlutunum og heldur hjartanu á manni í spennitreyju. Nú er bara að vinna Southampton næstu helgi og slá Porto útúr 16-liða í CL.
Áfram Liverpool.
Þetta svíður og mér finnst ótrúlegt að spursarar hafi komist upp með þessar dýfingar allar. Þetta lið þeirra er gott en það þarf ekki að vera í þessum leikaraskap. Það er greinilegt að þeir leggja mikið upp úr þessu því þeir hafa Stundað þetta í nokkur ár. Meira en flest önnur lið. Vona innilega að juve snýti þeim í CL og að þeim muni fatast flugið í deildinni. Eins og bent var réttilega á þá keyra þeir mikið á sama mannskapnum. Það mun trúlega byrja að tikka þegar sólin hækkar á lofti.
Varðandi uppleggið hjá Klopp finnst mér hann hafa unnið vel vinnuna sína. Við forum að bakka og þétta vörnina og ekki nóg með það heldur virkaði vörnin drulluvel hjá okkar liði plús að Karíus virtist vera í fantaformi og með sjálfstraust. Virgil Van Djik var Geggjaður í þessum leik og það er ekki séns, að þetta marmelaði (Lamela)sem lét sig falla með þvílíkum tilþrifum, muni hafa einhver neikvæð áhrif á framgöngu hans í liðinu okkar. Hann er bara rétt að hefja sinn feril hjá okkur og hann mun bara vaxa. Við þurfum að fá meira utur krossum og hornspyrnum. Þar mun VVD koma sterkur inn. Við eigum Lallana og Clyne inni og erum bara 65% Hendo, enn sem komið er. Við eigum helling inni og þetta var bara lygileg leið hjá smurfs að komast tilbaka inn í þennan leik. Ólögleg leið líka.
Takk fyrir þessa skýrslu og fjörugar umræður. Eðlilega eru allir svekktir yfir tveimur töpuðum stigum og það á heimavelli. Full mikið af jafnteflum á Anfield fyrir minn smekk. Spyrja má, er Liverpool að slakna eitthvað gegn bestu liðunum og verða heldur skárra gegn lakari liðunum í deildinni: Er þetta ekki svona gegn Spurs, Arsenal,MU og MC síðustu ár.
17-18. H 6 stig. U 1 stig
16-17. H 11 stig. U 9 stig
15-16. H 6 stig. U 8 stig
14-15 H 7 stig. U 4 stig
Ég hef nú alltaf verið á móti myndbandadómgæslu og treyst dómurum, en eftir þetta er traustið farið. Verðum að fara með dómaragæslu frá dómurum sem aldrei þurfa að svara hversu vitlaus dómurinn er.Myndbandagæslu sem fyrst. Áfram Liverpool.
Kæru vinir, þetta voru allt í lagi úrslit. Hvort við lendum í öðru, þriðja eða fjórða sæti skiptir engu máli, það man enginn eftir því, en við megum ekki lenda í fimmta sæti sem við munum ekki gera. Af efstu sex eins og staðan er þá á Liverpool “auðveldasta” prógrammið eftir.
Þó við höfum gert jafntefli við Spurs þá er það alls ekki heimsendir og bara þægileg úrslit eins og leikurinn spilaðist með alla dómarana á bandi Spurs.
Verum glaðir/glöð því okkar lið á ekki eftir að tapa nema einum leik það sem eftir er og gera tvö jafntefli.
Það sem kemur ykkur á óvart kæru vinir er að okkar lið á eftir að spila í semi-final í meistardeildinni og jafnvel fara í úrslitaleikinn.
Það sem ég átta mig ekki á og finnst einna mest svekkjandi er það að dómararnir virðast þurfa myndbandstækni til að ákvarða fyrri vítaspyrnuna.
Á sama tíma virðist það augljóst að það er engan veginn hægt að dæma rangstöðu í seinni vítaspyrnunni, það er einfaldlega engin leið að sjá hana. Er ég einn um að finnast þetta hrópandi ósamræmi, þetta er reyndar ekki það eina en hvaða bull umfjöllun er þetta.
Sæl og blessuð.
Þetta er allt mjög makalaust en ljóst er að öll orkan á að fara í að bæta leik okkar manna. VvD sýndi klárlega hvað í honum býr í þessum leik og Lovren var á köflum framúrskarandi. Nú þarf að vinna í tempóinu og gæta þess að ekki leki allt loftið úr blöðrunni þegar líða fer á leikinn. Það verður að læra að hægja á leikjum, loka svæðum og tryggja þar með forystuna til leiksloka.
Að öðru… sýnist að Chelsea hafi misst mann út af og séu þ.a.a. marki undir…! Ef Watford heldur haus þá erum við í þriðja sætinu. Það væri öldungis alveg fyrirtak. En það munar samt bara tveimur stigum á okkur og Spurs í fimmta sæti svo allt er í járnum!