Mörkin
1-0 Mohamed Salah 12.mín
2-0 Alex Oxlade-Chamberlain 21.mín
3-0 Sadio Mané 31.mín
Leikurinn
Fyrstu 10 mínútur leiksins voru afar varkárar hjá báðum liðum og fátt markvert að gerast. Líkt og á síðsumarssveitaballi þá var margt um tilviljanakenndar þreyfingar sem skiluðu takmörkuðum árangri. En eins og þruma úr heiðskírri himnasæng þá átti Salah upphlaup hægra megin sem skilaði sér í skoti frá Firmino. Varið, en frákastið féll til egypska kóngsins sem tók sitt alkunna tvist, stepp og ræl áður en hann hamraði tuðrunni í marknetið fyrir framan The Spion Kop. Anfield ærðist og allt ætlaði um koll að keyra.
Dáleiddir og dofnir voru borgarpiltarnir sem ljósbláir draugar eftir þetta marktæka áfall. Rauðu herliðarnir fengu blóðbragði í munninn og herjuðu grimmt á gestina sem skilaði sér í öðru marki átta mínútum síðar. Tæklingarnar flugu sem mý við Mývatn á vallarhelming Man City og á endanum skilaði boltinni sér fyrir framan Alexander Oxlade-Chamberlain sem lúðraði knöttinn út við stöngina! Óverjandi ógnarskot og Anfield í algleymi!
En Adam var ekki bara lengi í paradís heldur ákvað hann að slaka á og slæpast. Liverpool hélt áfram sinn flottu taktík að herja á Man City við hvert tækifæri og uppskar erindi erfiðis síns tíu mínútum síðar. Miðjumenn Liverpool átu Otamendi í eftirrétt sem endaði með því að Salah fékk boltann hægra megin og chippaði boltanum yndislega á ennið á Mane sem stangaði boltann í netið. Leikstaðan lyginni líkast og Liverpool í ljúfum málum.
Áfram héldu yfirburðir Liverpool fram að leikhlé þar til að dómarinn sá aumur á gestunum og gaf þeim grið.
3-0 í hálfleik
Sá Engilsaxneski talar oft um leik tveggja leikhluta og með Shakespearskri umvendingu var nýtt leikrit komið á fjalirnar í seinni hálfleik. Frá glefsandi grimmum stríðshundum fyrri hálfleiksins var kominn taktískur skotgrafahernaður í boði Rauða hersins. Og ekki var varnarmennskan síður glæsileg frammistaða en sú sókndirfska sem komið hafði okkur í kjörstöðu í leiknum. Hver tækling, hvert einvígi, hvert innkast. Allt voru þetta misstórir sigrar á vígvellinum sem söfnuðust saman í hinn stóra sigur sem á endanum varð.
Englandsmeistaraefnin öflugu áttu ekki skot á markramma Liverpool í heilum leik herrar mínir og frúr. Geri aðrir betur. Einurð, einbeiting og kraftur einkenndi okkar menn í kvöld og á endanum uppskáru þeir verðskuldaðan yfirburðar vinnusigur.
Bestu menn Liverpool
Allir sem einn voru leikmennirnir hetjur í kvöld. Frábært framlag á öllum vígstöðvum í mismunandi stöðum á vellinum. Salah skoraði mark og lagði upp annað en þurfti því miður að fara meiddur af velli og verður heilsa hans í kvöldbænum okkar allra við koddann í kveld. Alex Oxlade-Chamberlain átti líklega einn sinn besta leik fyrir Liverpool og jafnaði frammistöðu sína gegn sama andstæðing á Anfield fyrr í vetur. Hin breiða baklína hjá VVD, Lovren og Karius var sultuslök og sallaróleg sem róaði taugar samherja sem stuðningsmanna. Andy Robertson var óþreytandi og óbugandi skoskur brjálæðingur í bakverðinum og þvílík yfirferð og ákveðni sem sá drengur sýnir í tíma og ótíma. Milner hljóp sitt yndislega maraþon og lagði sitt af mörkum með stoðsendingu og Mané var einnig frábær með mark og óþrjótandi úthald. Firmino frábær að vanda og Henderson var fyrirmyndar fyrirliði, en hefði betur sleppt stundargleðinni við að sparka Sterling niður því að niðurstaðan varð gult spjald.
En á endanum þarf einn að vera útvalinn og að þessu sinni vel ég Trent Alexander-Arnold sem minn mann leiksins. Eftir tvo dapra leiki í röð var TAA útlistaður sem veiki hlekkurinn af meistara Pep Guardiola og flestum sparkspekingum heimsins. Leroy Sane sem hefur verið í banastuði í vetur var sendur honum til höfuðs trekk í trekk í trekk í trekk í trekk, en okkar uppaldi Liverpool-maður stóðst allar sínar þolraunir með glæsibrag. Hans frammistaða gaf öllu liðinu byr undir báða vængi þannig að Liver-fuglinn gat svifið hátt á glæsilegu Evrópu-kvöldi.
Get your kicks, from Trent 66!
Vondur dagur
Pep Guardiola. Þetta frábæra verðandi meistaralið Man City hefur fengið á sig sárafá mörk í vetur en Liverpool hefur flengt þá með 7 mörkum á Anfield í tveimur leikjum. Þeir sem óttuðust fyrir hönd rauðliða í þessum leik hefðu betur beint áhyggjum sínum að ljósbláliðum sem virkuðu andlausir, úrræðalausir og niðurdregnir frá því að fyrsta markið söng í netinu. En seinni leikurinn er eftir og því miður er enn nóg eftir af þessu einvígi. Kapp er því best með forsjá og dramb er falli næst.
Tölfræðin
3-0. Eina tölfræðin sem máli skiptir. 3-0.
Umræðan
Þegar sigurlátunum linnir þá mun raunveruleikinn renna upp fyrir okkur með að meistari Salah fór meiddur af velli í kvöld, Henderson fyrirliði verður í banni í næsta CL-leik og að okkar bíður hið auðmjúka hlutskipti að mæta Everton og Fat Sam í næsta leik. Sleikjum því sárin eftir sigurorrustu kvöldsins en söfnum kröftum fyrir næstu bardaga því að stríðið er ekki búið. En gleði, gleði, gleði engu að síður og fögnum á meðan fögnuður er í boði.
Maður leiksins? Trent Alexander-Arnold.
OMFG!
STÓRKOSTLEGIR !!!!
Fyrirhálfleikur sýndi okkur styrkleika liðsins á tímabilinu en það er glimrandi sóknarleikur. Gestirnir völdu að spila fyrir framan Kop í fyrirhálfleik og Kop stúkan kaffæri þá í byrjun.
Síðarihálfleikur sýndi okkur hvað liðið hefur þroskast mikið og að geta spilað svona 100% varnarleik þar sem Man City eitt besta sóknarlið í heimi fékk varla færi í 90 mín segjir rosalega mikið um skipulagið og agan í okkar leik.
Jújú það má taka einhverja út sem voru stórkostlegir og koma bakverðir og strax í hugan en allt liðið, stjórinn og Anfield fær 10 í kvöld.
Þetta er langt í frá búið en djöfull var þetta góður leikur. Bara takk fyrir mig
YNWA
Hver segir svo að Liverpool geti ekki varist ? Spiluðum ellefu fyrir aftan boltann í síðari hálfleik á móti sterkasta liði Englands og miklu stærri klúbbnum í Manchester og gáfum varla á okkur færi.
Þetta er ein rosalegasta liðsframmistaða og spilamennska sem ég hef séð í langan tíma.
Gæðin hröpuðu vissulega sóknarlega við hverja skiptingu en það verður lagað í sumar. Varnarfærslan var hinsvegar gjörsamlega til fyrirmyndar ú seinni. Untantekningarlaust með tvo menn á boltamanninn. YNWA.
Gjörsamlega geggjað, bakverðirnir (ekki síst sá sem allir höfðu áhyggjur af, TAA,) frábærir. Snilldarcomment um Klopp af erlendu fótboltaspjallborði:
“He’s not working with the most talent but he has a a team that consists of a midfield of Henderson, Ox and Milner playing some of the best football on the planet.”
Þetta var þvílík skólun og síðari hálfleiknum slaufað af miklum aga. Varnarleikurinn mjög góður. Náðu City einu skoti sem myndi teljast skot on target?
“Náðu City einu skoti sem myndi teljast skot on target?” Ekki miðað við tölfræði ESPN
City á ekki skot á rammann. Fullkominn leikur í alla staði. Ég átti aldrei von á þessu.
Greinilegt að rútan var hjarta og sál city
Og það er nú þannig
TAA maður minn.
Hann tróð heilli sokkaskúffu upp í liðið.
Robertson geggjaður í fyrri.
Allt liðið 110%
YNWA
Þetta var ekki besti leikur okkar á þessu tímabili…….nei, nei. Þetta var laaaaaaaaaaangbesti leikur okkar!!!
Gargandi snilld, þvílíkir snillingar!!!!!!
Pep lagði leikinn upp með að Sane mundi sækja á TAA, en guð minn góður hvað hann átti leik lífs síns. Hann tók Sane í nefið ! einn utd félagi minn sagði mér að city myndi sækja upp vinstri kantinn og skora nokkur mörk !
Ég er bara enn orðlaus yfir frammistöðu LFC , vona bara að Salah og Firmino séu ekki mikið meiddir og geti spilað næsta þriðjudag. Leyfum Ings og Solanke að klára everton 🙂
Vörnin! Miðjan!! Sóknin!!!
Auk þess legg ég til að rukka byrjunarlið City um aðgangseyri.
Allir frábærir en vörnin var geggjuð þá sérstaklega TAA og Robertson , VVD og Lovren stigu ekki feilspor.
Salah er á öðru leveli og það sást vel þegar hann fór útaf en það má ekki gleyma að City gáfu all svakalega í þeim seinni og virkuðu sterkari en í þeim fyrri en vonandi nær Salah sér ASAP!
Er allt i lagi með Salah?? Þarf að fa að vita það núna!! Er drullu sama um þessu úrslit ef Salah er alvarlega meiddur
Ég skildi nú ekki alveg drulluna sem Trent 66 fékk á sig á þessari síðu nýlega. Einhver efnilegasti bakvörður Evrópu um þessar mundir.
Í dag var hann targetaður frá fyrstu mínútu, það virtist helsta upplegg City, að láta Leroy Sané koma á hann þarna eins og gerðist í deildarleiknum. En Trent át hann bara.
Hann át alla bolta sem komu nærri honum, eins og raunar allt liðið í dag.
Fyrir mér er Trent algjörlega maður leiksins. Og svo öskraði hann á liðsfélaga sína og áhorfendur á 89. mínútu. Come on! Rise up!
Er hægt að biðja um meira af nítján ára leikmanni?
Svo virðist sem fólk fætt 7. október séu einhvers konar snillar.
Salah með meiðsli aftan í læri, gæti verið lengi frá. Þá erum við í vondum málum. Vonum það besta. Frábær sigur en meiðslin skyggja á þetta….. vil algjört varalið gegn Everton takk. Varalið mun sigra enda geta þeir ekkert en gætu meitt menn og annan.
Þetta var svo ljúft að það nær engri átt þvílíkur leikur vona bara að Salah sé ekki mikið meiddur.
Boom!
42 games
38 goals
11 assists
Mohamed Salah has now been directly involved in 49 goals in 42 games for Liverpool across all competitions.l
Robertson í fyrri hálfleik. Unaður!
TAA allan leikinn. Munaður!
Markið hans Chamberlain. Stunaður!
“The game where the boy became a man”.
Trent, djöfulli var þetta öflugt show hjá þér.
Algjörlega gjörsamlega stórkostlegir leikmennirnir okkar, þjálfarinn OG ekki síst stuðningsmennirnir! Vá, þetta var svo hryllilega verðskuldað og fallegt burst. Pepe missti sín síðustu tvö skallahár í kvöld. Hann leit mjög illa út sem þjálfari þessa frábæra liðs.
Það að missa trúlega Salah í einhvern tíma er óhugsandi. Ég bara neita að trúa því!
Takk fyrir mig kærlega.
YNWA
Stórkostleg skemmtun frá a-ö og líka það að sjá pirraðan Sterling fá verðskuldað spjald.
Salah er trúlegast heill fyrir seinni leikinn eða ég vona það en það er mjög slæmt að missa Henderson í þeim leik, það er eins gott að Emre Can verði heill heilsu.
Það sem Virgil Van Dijk gerir fyrir þetta lið er roooooosaleeegt.
Heimsklassa leikmaður
City átti ekki eitt einasta skot í allt kvöld(0) og allt liðið átti hreint sturlaðan leik,frá því að strauja yfir þá í fyrri og taka þetta taktískt í seinni – Klopp verður að skrifa undir lífstíðarsamning,enda get ég ekki ímyndað mér þetta lið undir stjórn annars manns.
Trent var gjörsamlega magnaður og hefur greinilega átt man to man talk við Jurgen nýlega.
Sofna seint í kvöld eftir þetta…..
Henderson er niðurbrotinn að missa af seinni leiknum.
Úff stressið maður… ég er búinn eftir þennan leik…
Gæti hrósað liðinu í allt kvöld. En í stuttu máli þá er ég bara svo djöful glaður með að vera poolari lang flottastir inná og utan vallar… bara city reynið að toppa Anfield á þessari bensínstöð ykkar…
Stórkostlegt!
TAA er 19 ára, þvílík frammistaða.
Til lukku öll.
Henderson frábær í dag eins og kóngur á miðjunni hlakka til að sjá naby keita og hann póstaði a instagram að hann var að horfa á leikinn getur hreinlega ekki beðið eftir að komast til Liverpool.
Ég ætla bara að fullyrða það hér og nú að Ox hafi borgað sjálfan sig upp í topp með þessu marki í kvöld þvílík bomba.
Uxinn með eitt fastasta skot sem ég hef séð….meira af þessu kallinn minn.
Fyndið að hlusta á Pep segja að Liverpool hafi verið betri í 10-15 mínutur í leiknum HAHAHAHA.
ÞEIR ÁTTU EKKI SKOT Á MARKIÐ!
Til hamingju allir og allt það, frábær leikur og stórkostlegur sigur. Hvað er að frétta með þessi van Dijk kaup? Klopp: “þurfum að sækja þennan leikmann því hann gerir alla í kringum sig betri og stjórnar eins og herforingi, sama þótt við gerum hann að dýrasta varnarmanni sögunnar” . Liðið er bara svo miklu þéttara með hann inná og öll vörnin rólegri á boltann.
Sagði við félagana að meiðsli Gomez myndu kosta okkur undanúrslitin. Djöfull hafði ég rangt fyrir mér:)
Áhugaverður punktur sem Alan Shearer segir í Match of the day eftir seinasta leik um TAA.
Byrjar eftir 24:30mín
https://hdmatches.com/2018/03/31/video-bbc-match-day-week-32-31-march-2018/#1
Geggjaður leikur kanski ekki flottasti boltinn í síðari en vá hvað þetta var gaman og hvað manni langaði að vera á vellinum. Hafði eins og flestir áhyggjur af TAA fyrir leik en vá hvað han ætlar sér stöðuna skuldlausa. Sá fyrriliða glampa í augunum á honum þarna í restina. Var ég einn um að finnast Hendó hafa átt svolítið erfit í leiknum ? En skítt með það biðjum til guðs að skeggjaði gulldrengurinn sé heill.
er hægt að horfa a leikinn einhversstaðar?
http://www.fullmatchesandshows.com/2018/04/04/liverpool-vs-manchester-city-highlights-full-match-video/
Leikskýrslan er komin inn. Vonandi biðinnar virði.
Beardsley
Leikurinn var góður og þessi leikskýrsla er ekki síðri. Íslenskukennarinn ég er með dúndrandi standpínu yfir snilldar stuðlanotkun höfundar. Takk fyrir mig. Þessi skýrsla verður notuð í kennslu.
Sælir félagar
Takk fyrir skýrsluna hún er fullkomin eftir svona leik. Ég spáði því að við ynnum þennan leik 4 – 1 en 3 – 0 er enn betra. Liðið eins og það spilaði þessa hálfleiki sýnir í reynd hvað þetta verður erfitt fyrir MC. Þeir eiga ekki skot á mark í leiknum. Í fyrri hálfleik masteruðum við sóknarbolta sem ekki á sinn líka á Englandi og í seinni masteruðum við varnarleik sem Móri mundi míga á sig yfir. Afburða frammistaða afburða liðs sem gæti verið að ná sér í sexu í meistardeildartitlum.
Það er nú þannig
YNWA
Það er hárrétt hjá Beardsley að þrátt fyrir að sigurinn hafi verið sætur var gula spjaldið hjá Henderson ansi súrt. Gæti reynst liðinu dýrt þegar upp er staðið, en maður vonar bara að það takist að púsla saman miðju fyrir seinni leikinn. Þ.e. vonandi verður Can orðinn leikfær. Reyndar myndi maður vilja sjá Klopp stefna á sama lið á þriðjudag eftir viku, nema bara Can í staðinn fyrir Hendo, vonandi verður hann búinn að ná sér af þessum bakmeiðslum.
Nú veit maður alveg að leikmennirnir á bekknum skipta kannski litlu máli í svona leikjum – nema þá einna helst þeir 3 sem koma inná – en mér finnst það mega alveg minnast á það að á bekknum var leikmaður sem hefur *aldrei* spilað leik með aðalliðinu, og aðeins einusinni verið á bekk áður. Það var n.b. á móti Exeter. Sýnir bara hvað Klopp er að vinna með þunnan hóp.
Í framhaldi af því verður afar áhugavert að sjá hvernig Klopp stillir upp á laugardaginn á móti Everton. Auðvitað vita Klopp og læknateymið hans best í hvernig ástandi leikmenn eru, en ég held að það sé nokkuð ljóst að menn vilji forðast að láta leikmenn spila 3 leiki á 6 dögum, sé þess nokkur kostur. Hins vegar er ljóst að hvað ákveðnar stöður varðar, þá mun hann ekki hafa mikið val. Það að spila bæði van Dijk og Lovren á laugardaginn verður áhætta, því þá verður Masterson e.t.v. ekki bara á bekk í seinni City leiknum heldur jafnvel í byrjunarliðinu. Ath. að ég hef auðvitað ekki hugmynd um hver staðan á Klavan er svo dæmi sé tekið, þ.e. hvort hann sé bara rétt handan við hornið og verði leikfær í öðrum hvorum leiknum. En munum líka að Everton eiga það alveg til að spila fast, og ekkert víst að allir sleppi heilir frá þeim leik.
Það er ljóst að Henderson er alltaf að fara að spila á laugardaginn, fyrst hann verður í banni á þriðjudag. Clyne og Moreno spila mjög líklega. Sjálfsagt verður ekki hjá því komist að spila öðrum hvorum Lovren og van Dijk, en fyrir mér væri klár áhætta að spila báðum. Kannski tekur Klopp samt þá áhættu. Ég væri alveg til í að sjá Curtis Jones koma inn í liðið á miðjuna, a.m.k. á bekk og jafnvel inná. Reyndar myndi ég frekar vilja sjá Woodburn, en maður veit ekkert hvort hann verður orðinn leikfær. Svo mætti klára dæmið með Winjaldum sem þriðja mann. Salah þarf svo örugglega að hvíla, maður bara vonar að þetta hafi verið minniháttar hnjask sem var að hrjá hann. A.m.k. finnst manni líklegt að bæði Ings og Solanke byrji á laugardaginn. Spurning hver verður þriðji maður með þeim frammi.
En hvað veit maður, kannski eru allir þessir kallar bara til í slaginn og ólmir í að spila 3 leiki á 6 dögum.
Ég var á vellinum og fyrir utan stórkostlega frammistöðu liðsins var þetta staðfesting á því að ekkert lið í Evrópu getur skapað aðra eins stemmningu og Liverpool á AndAnfield. City voru algerlega slegnir útaf laginu í kvöld og lærðu að sumt er ekki hægt að kaupa fyrir peninga.
Dómari Brych blæs leikinn af. Leknum er lokið. Liverpool 3 og Manchester City 0. Niðri á Anfield baðar 19 ára gamall drengur handleggjum sínum út í loftið og hann er ekki svo meðvitaður um hvað hann hafur afrekað drengurinn sá !
Það hefur verið full ástæða til að gagnrýna einstaka leikmenn og árangur þeirra vellinum á undanförnum vikum eins og til dæmis leiknum gegn Man. Uinited. En við skulum hafa í huga að liðið hans Jürgen Klopp , sérhver leikmaður – frá miðlungs Karius í markinu til framherja á heimsmælikvarða í Mohamed Salah og þar á milli Lovren, van Dijk, Robbo, Trent, Hendo, Milner (), OX (!!), og Bobby stigu upp og voru bestir þegar mest á reyndi . Þetta er eitt af þessum kvöldum sem við munum muna um aldur og ævi, hvar við vorum og hvernig okkur leið , hvað hvað við borðuðum í kvöldmat og jafnvel hvað okkur dreymdi nóttina eftir. Það er hálfleikur með 90 óspilaðar mínútur og allt í heiminum getur enn gerst. En ef við getum ekki notið lífsins núna, hvenær í fjandanum getum við gert það þá, avsvakið að ég blóta. Við skulum syngja, hlæja og njóta. Við skulum sofna með brosi á vör og hugsa um Trent Alexander-Arnold 19 ára gamall á Anfield með hnefan upp í loftið og um það bil að sjá draum sinn rætast.
Kvöldið var hans . Kvöldið var okkar !
Heppnir a? aguerro spiladi ekki ì dag hann er duglegur ad skora à mòti liverpool.Lovren er ma?ur leiksins àn efa.
Skýrsluritari minnist ekki á stuðningsmenn LFC, sem mér fannst sjaldan hafa verið betri.
Takk fyrir þetta. Úrslitin koma mér bara alls ekki á óvart en vissulega eru þau frábær. Helst kemur mér á óvart að MC skuli ekki hafa náð einu einasta skoti á markið.
Liverpool er gott Evrópukeppnislið og allt í sögu félagsins segir okkur það. Á þessari öld hefur liðið nú komist 10 sinnum í 8 liða úrslit (6 CL, 4 UEFA) Af hinum 9 skiptunum hefur liðið komist 4 sinnum í úrslit. Ef liðið komst í 8 liða komst það í 44% tilfella í úrslitaleikinn.
Endilega hendið atkvæði ykkar á okkar mann..
http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/296597-mohamed-salah-liverpool-fc-champions-league
Gleðilegan annan í sigri!
Er þetta ekki örugglega opinber frídagur?
Það er svo gaman að vera til.
Þetta var geggjað kvöld í gærkvoldi enda fagnaði maður fram á nótt en það sorglegasta við þetta er það að ennþá er maður með hjartað í buxunum fyrir seinni leikinn. Þetta er svo ógeðslega langt frá því að vera búið að það er í raun fáránlegt. Þetta City lið gæti þess vegna skorað sex mörk á okkur í seinni leiknum. Maður verður jafnvel enn stressaðari fyrir seinni leiknum en maður var í gær. En auðvitað er það algjörlega okkar að klúðra þessu einvígi, ég vona að okkar menn mæti grimmir og pressi á þá í upphafi seinni leiksins og nái inn marki snemma því þá fyrst gæti maður andað léttar. Skori okkar menn í næsta leik og helst fyrsta mark leiksins þá er þetta svo gott sem komið og mögulegt að City gefist upp en hinsvegar ef City kæmist yfir snemma í þeim leik þá eiga þeir bullandi séns og gætu komist á bragðið og gengið á lagið og klárað okkur.
Hins vegar voru okkar menn frábærir í gærkvoldi bæði sóknarlega í fyrri hálfleik og sýndu svo stórkostlega varnarframmistöðu í þeim seinni. ERFITT að taka einhvern einn mann úr og velja sem mann leiksins því allir voru að spila uppá 10 að minu mátu. Éf maður yrði neyddir til að velja einn sem mann leiksins væri það leikmaður númer 12 sem erum við aðdáendur félagsins en við stoðum okkur vel í gærkvoldi og Anfield mældist meiriasea á jarðskjálftamælum alla leið til Ástralíu..
Sæl og blessuð!
Snilldin ein og þetta var næstum of gott til að vera satt. Það sást á þessum leik hvort liðið hefur lært af reynslunni. Fyrri sigrar á þeim fölbláu nýttust vel og í stað þess að bláliðar næðu að minnka muninn eins og þeir höfðu áður gert, og teflt öllu í hættu, þá tókst að loklokoglæsa öllu. Maður minn hvað það var falleg sjón.
Nokkur atriði:
1. Leikbannið hans Henderson minnir reyndar óþægilega á lok tímabilsins 2013-14 þegar kom á daginn hversu ómissandi hann er í leikjum þar sem taugaálagið er mikið. Held að Chelsea leikurinn hefði farið á annan veg ef Hendó hefði verið með. Nú er að sjá hvort menn standa í lappirnar á þriðjudaginn án hans. Þar skiptir sköpum hvort Can verður með eða ekki.
2. Ég vil sjá laugardagsleikinn sem leik tækifæranna fyrir unga og óreynda. Ef þeir mættu tefla fram leikmönnum úr kvennaliðinu væri ég geim í það. Nú á að setja allt í CL leikinn og ekki endurtaka ruglmistökin frá fyrri árum þegar sömu gladíatorarnir voru að djöflast leik eftir leik og enduðu síðan með gauðrifin liðbönd og vöðva.
3. Ok. ég verð að tjá mig um þetta. Panillinn getur þá bara blokkerað mig af síðunni eða hvað menn vilja gera … en er engin umræða um að Salah hafi verið rangstæður í aðdraganda fyrsta marksins? Hann var einn kominn yfir miðju eins og ég sá það, þegar boltinn var sendur úr vörninni og fram. Svo er það spurning hvort markið sem sjættí skoraði og var dæmt af – hafi raunverulega verið rangstæða. Ég gat ekki séð betur en að sóknarmaður hafi verið samsíða varnarmanni. Tek það fram að ég hef ekkert við það að athuga þessi 0,1% tilvika þegar dómar falla okkur í hag og hef ekkert á móti því að fá leiðréttingu en svona birtist þetta mér amk.
4. Nú er bara að bíða og vona að Salah og Can verði fit for fight á þriðjudaginn. Svakalega væri mikilvægt að setja eitt mark í upphafi leikjar og þá eru heimamenn komnir fimm mörk í mínus.
En er svakalega glaður en veit að menn mæta til leiks með 100% jarðtengingu á þriðjudaginn. Vona svo bara að við vinnum haugdrullugan skyldusigur á neverton.
#53 Lúðvík: Gemma Bonner er auðvitað nýkomin úr meiðslum og er bara búin að spila einn leik með aðalliðinu, svo það er tæpt að nota hana, þrátt fyrir að hún sé einmitt miðvörður. Spurning um að gefa Bethany England séns, hún er búin að skora eins og egypskur prins í vetur.
Sælir félagar
Ég er sammála LS#53 um bæði atriðin sem hann nefnir. En eins og svona atriði hafa fallið á móti Liverpool í vetur þá var það bara ljúft að fá svona vafa-atriði loksins með sér. Það gerir þetta bara ennþá sætara og skemmtilegra ekki síst ef MC menn ergja sig á því.
Það er nú þannig
YNWA
Hann er ekki heppin sém þurfti að velja mann leiksins því það er ekki létt verk það vöru svo margir að spila vel.
Þetta var ótrúlegur sigur. Klopp hefur alltaf verið á réttri leið með liðið. Áfram Liverpool.
Búið að ákæra Liverpool fyrir hegðun stuðningsmanna fyrir leikinn í gær.
Pælið í því ef svona ótrúlega heimska örfára einstaklinga gæti komið í veg fyrir að Liverpool myndu spila á Anfield í undanúrslitunum(ef við komust þangað).
http://www.skysports.com/football/news/11669/11317727/liverpool-charged-by-uefa-over-manchester-city-pre-match-crowd-distubance
Er einhver raunveruleg hætta á því að okkar menn verði látnir spila á tomum anfield í undanúrslitunum ef við komumst þangað? Þarf ekki miklu meira að ganga á en þetta sem gekk á i gær ? Eru lið ekki bara látin leika fyrir luktum dyrum ef það eru kynþátta fordómar og eitthvað þaðan af verra ? Nú er maður bara stressaður sko. Er einhver sem þekkir eitthvað í svona málum ? En já annars var þetta skammarlegt af okkar fólki og eitthvað sem er ekki vanur í Liverpool.
Fáum við Podcast í kvöld piltar?
#59 Kæran verður ekki tekin fyrir fyrr en í lok maí nk., þ.e. eftir úrslitaleikinn í Champions league.
Væri svo til í eitt krúttlegt hlaðvarp í kvöld… þetta var eitt það svaðalegasta sem maður séð og ekki séð í gegnum streamið!
Það er komin skýring á hvers vegna rúta Man City var grýtt.
Menn rugluðust á Manchester liðum og héldu að þetta væri United rútan.
UEFA telur þetta því skiljanlegt og bara eðlilega hegðun.
Geggjað video frá gærdeginum !
https://www.youtube.com/watch?v=0rnkGmCzycs
Góðar fréttir . Slúðrið á Englandi telur að Salah hafi ekki meiðst mikið. Tæpur fyrir Everton leikinn en ætti að ná Man City leiknum.
Var mér einu um að finnast wnjaldum eiga frábæra innkomu mjög yfirvegaður og flottur en vá þvílíkur leikur bara gleði 🙂