Niðurstaðan er ljós: við mætum Roma, fyrri leikurinn verður á Anfield. Það lið sem vinnur verður útilið í úrslitaleiknum í Kiev.
Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 24.apríl og síðari leikurinn miðvikudaginn 2.maí.
Við eigum til smá textabrot í góðu lagi…
“Bring on your Internazionale,
BRING ON YOUR ROMA BY THE SCORE,
Barcelona – Real Madrid,
who the f**k are you trying to kid,
Cause Liverpool is the team that we adore.”
=============================================
Jæja. Núna kl. 11 kemur í ljós hvaða liði okkar menn mæta í undanúrslitum meistaradeildarinnar.
Hægt er að fylgjast með drættinum hér: http://www.uefa.com/uefachampionsleague/season=2018/draws/round=2000884/index.html#/
Eins og Andy Robertson segir, þá skiptir í raun engu máli hvaða lið við fáum, það verða engir auðveldir leikir.
Við uppfærum svo færsluna um leið og niðurstaða fæst.
Hótel og Miðar á leiki á Anfield
Við á Kop.is erum ákaflega stoltir af því að geta sagt frá því að við höfum samið við aðila frá Noregi um milligöngu um miða á Anfield. Framboðið hjá þeim er talsvert og bjóða þeir upp á miða og hótel í kringum leikina. Stóri kosturinn við þetta allt saman er að þetta eru svokallaðir Hospitality miðar og eru official miðar frá Liverpool Football Club. Ekkert svartamarkaðsbrask og leynimakk heldur allt upp á borðum og í samvinnu við félagið okkar. Hótelin sem í boði eru, eru líka fínustu hótel með góðum staðsetningum.
Miðarnir eru pappírsmiðar og verða afhentir kl. 14 á leikdegi á hóteli viðkomandi ferðalangs og innifalið er ferð frá hóteli upp á Anfield og svo til baka eftir leik.
Síðan sem þeir eru með og hægt er að bóka miðana í gegnum, er á norsku, en það er einfalt mál í tölvu að láta standard translate á síðuna sem slíka (kunni menn ekki Norsku) og kemur sú þýðing bara fínt út. Til að bóka hjá þessum aðilum þá þurfa menn að setja inn Discount Code (Rabattkode) og að auki fá menn þar með sérstakan Kop.is afslátt. Kóðinn sem menn þurfa að nota er kopis (allt litlir stafir). Þessir aðilar eru traustir og eru nú þegar byrjaðir að bjóða til sölu miða á undanúrslitin í Meistaradeildinni, þrátt fyrir að mótherjar séu ekki vitaðir eða dagsetning á leiknum. Hér að neðan er einmitt linkur á þann leik, muna bara að nota kopis sem kóða:
https://norwegiansportstravel.no/butikk/champions-league
Við munum setja inn á síðuna okkar frekari upplýsingar þegar nær dregur leiknum og senda þær líka til ferðalanga.
ROMA!
Mjög sáttur með það!
Þetta verður eitthvað. Verður svakalegt að fara til Róm í seinni leikinn.
hefði villjað seinni leikinn á andfied, en er ekki bara spurning að fara að panta hótel í kief sem fyrst!!!
Geggjað, en er Liverpool leikurinn 24 eða 25 í Liverpool ?
ROMA voru byrjaðir að auglysa miða til sölu í morgun við Liverpool 2 mai, í cirka 15 sek og tóku það síðan út.
Pínu sérstakt.
http://www.sportbible.com/football/news-club-appears-to-reveal-champions-league-draw-quickly-deletes-20180413?source=facebook
Hefði viljað hafa þessi lið í úrslitum. Ekki það að það hefði skipt neinu hvaða lið við hefðum fengið, allt erfiðir leikir. Á pappír ætti þetta að vera best fyrir Liverpool en það hafa engir fótboltaleikir hingað til unnist á pappír.
Salah leikmaður mars mánaðar og fyrsti í sögunni til að vera valinn 3 svar á sama tímabili takk fyrir Þvílíkur leikmaður!
25. myndi ég halda
Það þarf ekki kraftaverk til að vinna Roma í 2 leikjum en það hefði þurft á móti Real.
Pínu skondið að hugsa sér að við þurfum í raun bara einn sigur hér eftir til að verða Evrópu meistarar!!
Veit ekki hvað mér finnst um þetta. Maður vildi aðallega seinni leikinn heima en vorum aftur óheppnir með það. Bæði Real og Roma fá seinni leikina heima bæði í 8 og 4 líða úrslitunum á meðan við og Bayern fáum í bæði skiptin seinni leikina úti. Einnig held ég að það henti okkar mönnum oftar að vera underdogs en það erum við klárlega ekki gegn Roma. Aupvitað eiga okkar menn að klára þetta Roma lið í tveimur leikjum. Roma sló auðvitað Barcelona út en ég tel að það hafi eingöngu verið gríðarlegt vanmat hjá Barcelona. Það verður athyglisvert að fylgjast með baráttu Van DIJK og Dzeko í loftinu. Þeir báðir tapa varla skallaeinvigi en ég held að Van DIJK geti unnið hann í loftinu. Einnig verður athyglisvert að fylgjast með Salah gegn sínum gömlu félögum. við mættum Roma í rosalegri rimmu árið 2001 í evrópukeppni félagslið þá og enduðum á að vinna þá keppni og vonandi mun sagan bara endurtaka sig. Ég sagði þegar við drógunst gegn City að ef við myndum klára það einvígi að þá færu okkar menn alla leið og ég stend við það. Mér finnst eins og gaurinn þarna uppí himninum sé búin að skrifa þetta í skýjin að þessi dolla verði á Anfield næsta árið. Þetta verður allavega hrikalega spennandi það er á kristal tæru.
Áður en að menn fagna of mikið þessum drætti að þá voru Roma með Atletico Madrid og Chelsea í riðli og unnu hann og svo slógu þeir auðvitað út Barcelona um daginn.
Roma er með hörkulið og þá skal alls ekki vanmeta en að sjálfsögðu er maður bjartsýnn um að okkar menn komist áfram í úrslit. Þetta verður fjör!
YNWA
Þetta verður eitthvað! Salah að mæta sínum gömlu félögum, vonum að hann nái að gíra sig í það, mismunandi hversu vel leikmenn spila á móti fyrri liðum. Til að mynda er Sterling alltaf lélegur á móti okkur.
Það skiptir engu hvaða lið dragast saman á þessu stigi þú ert ekki þarna útaf heppni
Ég var alveg sannfærur um að við myndum fá Real Madrid, vegna þess að Liverpool er ekki vant að fara auðveldu leiðina í úrslit og Real er stærsta stórliðið af þessum stórliðum.
Roma hlítur að vera skuggalega sterkt. Þeir slóu Atletico Madrid úr sínum riðli og síðan Barcelona í áttaliða úrslitum og svo er eitthvað við þessa ævintýraleiðir sem Roma hefur farið í þessari keppni. Ævinrýraleiðirnar virðast kveikja meira í mönnum því þær eru besta leiðin að skrá sig í sögubækurnar sem virkilega stórfenglegur atburður og sannaðist kannski best þegar Liverpool varð síðast Evrópumeistari.
Jæja þá er það komið, Roma. Hefði frekar viljað annaðhvort hinna en eins og margir hafa bent á skiptir engu hvaða lið þarf að spila gegn. Eina sem skiptir máli er að vinna þessa viðureign, punktur.
thetta verdur baratta milli tveggja ljonagryfja Anfield og Olimpico. thvilikt andrumsloft sem verdur a badum thessum leikjum!
A medan eg sat a F5 takkanum og beid eftir draettinum akvad eg ad Liverpoolvaeda textan vid laegid Ljosvikingur eftir Mugison.
Algerlega opinn fyrir betrumbaetingum a thessum texta :
Scousevikingur:
Vist geng eg thennan dimma dal
en manchester um svartari sal
eg geng aldrei einn.
Veit hver og einn einasti einstaklingur
faedist her sem scousvikingur
eg geng aldrei einn.
Hormungar og vantru
Fowler hvar ert thu
eg geng aldrei einn.
vildi samt oska ad eg vaeri meira vakandi
eg vidurkenni vel ad stundum er eg sofandi
eg geng aldrei einn
Eg trui thvi ad Salah hafi kraft
og geti Skorad mark
eg geng aldrei einn.
Eg bid Jurgen Klopp ad vaka yfir mer
Allir eru Scousvikingar i hjarta ser
eg geng aldrei einn.
Thungarrokks bolti og bilud tru
Fowler her ert thu
eg geng aldrei einn.
YNWA.
https://open.spotify.com/track/48oLoYx1uMzq9c6X39dRUA?si=LYq8Jt19RFKJTsJlAlb5jw
Það er auðvitað þannig fyrir öll liðin sem eru í 4ra liða úrslitum, að ef þau ætla að vinna dolluna þurfa þau að mæta tveimur af þremur liðum. Semsagt, við sleppum við annaðhvort Real eða Bayern. Mögulega bæði, en ég vil það síður.
Fyrsta sinn síðan “Meistaradeildin” var stofnuð í þessari mynd sem við mætum ekki Chelsea í Undanúrslitum gaman af því. Höfum verið þar þrisvar sinnum og alltaf mætt Chelsea.
Roma virðist hafa vitað þetta strax í morgun.
http://www.sportbible.com/football/news-club-appears-to-reveal-champions-league-draw-quickly-deletes-20180413?source=facebook
Skoppi#19
Já og munum ekki mæta þeim þar á næstu leiktíð heldur ef við komumst svo langt, því chelsea verða í hörkulag í uefa bikarnum.
Eru margir hérna sem ætla að skella sér á leikinn ?
Ég er búinn að redda mér miðum á völlinn en þarf trúlegast að fljúga til London þar sem að Icelandair voru svo sniðugir að hækka hressilega hjá sér flugið til manchester.
Væri gaman að vita hvort að magir hérna ætla á leikinn
#22
Prófaðu Birmngham, það er ekkert of langt í lest. Einnig er hægt að prufa Dublin og tengiflug þaðan til Liverpool/Manchester, þó ég hafi ekki góða reynslu af því, var að skrá bæði flug til Dublin og Dublin-Manchester en gat bara klárað KEF-Dublin og þurfti á endanum að fara með ferju og lest til Liverpool (var annars gaman að ferðast þá leið).
Ég skal bara svara nr.11 . Bayern átti seinni leikinn gegn sevilla á heimavelli, svo Liverpool er eina liðið sem fór í gegnum 8 liða úrslit spilandi seinni leikinn á útivelli
Easy jet, út 22 heim 25.
20.000 á mann með einni tösku.
Tökum því sem að höndum ber.
Ég hefði samt frekar viljað fá Real Madrid í undanúrslitunum og taka svo Bayern Munchen eða Roma í úrslitaleiknum.
En þetta er líka bara fínt!
Ótrúlegar fréttir.
Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að það var í raun ekki Jesús sem gekk á vatni heldur var það Harry Kane
Goða kvöldið mig langar að spyrja er þessi ferðaskrifstofa norska með miða á úrslitaleikin ?
ef svo er hægt að kaupa pakka ferð á leikin í gegnum þá? og hvenær myndini það byrja í sölu ? kv.Áki
Eg keypri flug með easyjet a klink fer út á sunnudaginn 22 og kem heim miðvikudaginn 25 april einn galli að eg flyg heim fra manchester kl 06:20 daginn eftir leikinn
Sælir,
Erum 2 að leita að miðum á leikinn vs Roma, uppselt á norsku síðunni, hvar finn ég miða? Please help!!
Snjólfur
Bestu fréttir gærdagsins voru þær að Bayern staðfesti nýjan stjóra.
Tel mig hafa keypt miða á Liverpool – Roma á norsku síðunni, fékk tvö mail tilbaka, annað var með tvem viðhengjum… á ég að senda eitthvað til baka til þeirra?
Líka inná síðunni stendur í status “sent – not recieved”.
Afsakið það stendur víst “recieved-not sent”