Liðið gegn WBA í Miðlöndum

Rauði herinn er mættur í Vestur-Miðlöndin til að takast á við botnliðið West Bromwich Albion sem tókst að framlengja sitt óhjákvæmilega fall síðustu helgi með sérlega skemmtilegum útisigri á Old Trafford. The Baggies eru 9 stigum frá því að bjarga sér með 12 stig í pottinum og því bara spurning um stærðfræðilega tilkynningu á fallstundinni en lið í svo vonlausri stöðu hafa átt það til að gera öðrum liðum skráveifu eins og WBA sönnuðu gegn Man Utd.

Því er allur varinn góður þó að Liverpool hafi stærri fisk í huga í næstu viku og byrjunarliðið endurspeglar það að miklu leyti líkt og í Merseyside-slagnum um daginn. Herr Klopp hefur skilaði inn byrjunarliðsblaðinu og það er eftirfarandi:

Bekkurinn: Mignolet, Lovren, Firmino, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Solanke, Alexander-Arnold.

Gomez kemur inn í liðið að nýju eftir meiðslafjarveru og Danny Ings fær einnig sénsinn. Moreno kemur einnig inn í vinstri bakvörðinn og King Clean Sheet Klavan fær tækifæri til að bæta sitt frábæra vinningshlutfall. Bekkurinn er firnasterkur ef á þarf að halda til að bjarga úrslitum eða bara til að hvíla lykilmenn.

Lið WBA er eftirfarandi:

Helsta ógnunin er fram á við í Rondon og Rodriguez en þetta er lið sem hefur fengið langfæst stig í deildinni í vetur og því ættum við auðvitað að vera mun sterkari aðilinn. En fótbolti er fótbolti og allt getur gerst.

Það styttist í leik og allt fer að verða tilbúið. Klárið því vínarbrauðs-innkaupin í bakaríinu og hellið upp á kaffið eða finnið ykkar lukkubás á barnum með heppilegan drykk í hönd.

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


41 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Mikið væri nú gaman ef Ingsarinn myndi skora, alveg sama þó það væri eitthvert óhreinindapot angandi af rangstöðufýlu… en færi samt í bækurnar.

    Ég er mjög sammála Klopp um liðsvalið. Vonandi verður staðan í leikhléi okkur nógu hagstæð svo hann getur fækkað enn í framlínunni og leyft fleiri fótum að njóta sín.

    Gómesinn og Mórenó verða nú heldur betur að sýna sig og sanna í dag svo við eigum von á höööörkuleik.

  2. Það er greinilega leki í okkar herbúðum. Anfield express á twitter hefur ítrekað spáð réttu byrjunarliði og birti liðið fyrir þennan leik fyrir 18 klst!

  3. Mjög sáttur við byrjunarliðið. Stóru byssurnar bíða á bekknum ef á þarf að halda. Þessi leikur þarf að vinnast, ekki bara út af baráttunni um topp4 heldur líka upp á að halda “Momentinu” fyrir leikinn stóra nk. þriðjudagskvöld.

    Vinnum þetta 1-0. Salah skorar auðvitað.

  4. Já, Ings á klárlega þetta mark og það verður erfitt fyrir Kane að gera tilkall til þess.

  5. Úff ég 52 ára kallinn fór næstum því að skæla af gleði þegar Ings skoraði

  6. Danny Ings er alvöru böllur!!
    Yndislegt að sjá hann skora og ég vona að honum fari að ganga betur kallgreyjinu.

  7. Erum verðskuldað yfir en völlurinn er þurr og erfiður engin hraði á boltanum

  8. Lélegur fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
    Alltof mikið kæruleysi og menn að lesa illa í stöðunar sem bjóðast og tapa boltanum á hættulegum stöðum.
    Það er samt styrkleika merki að geta verið að spila illa en samt verið að vinna.
    Að sjá hinn 25 ára Ings skora eftir öll meiðslin sem hann hefur verið að berjast við var frábært og var aðeins stórkostleg markvarsla sem kom í veg fyrir að þau yrði tvö.

    Annars er það að frétta að Klavan hefur verið að koma sterkur inn en Gomez er greinilega mjög riðgaður bæði í sendingum og svo snerpu.

    Ef við spilum eins í síðarhálfleik þá er líklegt að við förum ekki með 3 stig heim því að WBA menn eru að selja sig dýrt og hafa verið hættulegir. Við þurfum að keyra þetta aðeins í gang og ná að setja meiri pressu á þá varnarlega en við höfum verið að leika okkur með boltan í öftustu varnarlínu en ekki náð að þrýsta á þá alveg tilbaka.

  9. Mjög erfiður leikur eins og við var að búast. Ekki gleyma því heldur að WBA er fallið ef þeir tapa þessum leik. Eru að berjast fyrir lífi sínu.

    Geggjað að sjá Ings skora. Hef miklar áhyggjur af meiðslum, þurr og erfiður völlur. Vonum það besta.

    Held mig við fyrri spá, 1 – 0.

  10. Fá færi sköpuð 2 færi hjá okkar mönnum og 1 hjá WBA . Þeir hafa ekki bleytt völlinn til að hægja á okkar vopni sem er hraðinn og það virkar vel en erum verðskuldað yfir þrátt fyrir það.

    Ekki hægt að vanmeta WBA þeir slógu okkur úr bikar fyrr á tímabili og unnu United í síðasta leik þetta er lið sem er að berjast fyrir lífi sínu og mun berjast til síðasta blóðdropa vona svo sannarlega við náum 3 stigum úr þessum leik enda myndi það nánast tryggja okkur CL sætið.

  11. Ekkert víti dæmt á þetta brot á Ings segir allt um gæði dómara á Englandi.

  12. Þetta var 10. Vítaspyrnan í röð sem við fáum ekki. Verður gaman að sjá hversu hátt þessi tala kemst!!!

  13. Þetta var það lúmskt hjá WBA leikmanninum að ég skil alveg að dómarinn hafi ekki séð þetta en ég vona bara að FA skoði þetta og að maðurinn fari í bann.

  14. Moreno er ljósárum á eftir Robertson og dómarinn virkar amatör á mig.

    Salah er greinilega mannlegur eftir allt saman og er að spara sig fyrir þriðjudaginn.

  15. Ef þessi leikur hefur sýnt fram á eitthvað, þá er það að Andy Robertson er klárlega búinn að negla Moreno greyið fastan á varamannabekkinn eða 1-way-ticket aftur til Spánar.

  16. Þú varst að segja Sölvi? 🙂

    Salah!!!!!!!!!!!!!!! mark nr 31 og þar með jöfnun á 38 leikja metinu í deildinni!
    Þvílíkur snillingur!

  17. Þvílíkt sterkir þetta Liverpool lið. Eru í rauninni að labba í gegnum þennan leik.

  18. Þetta er ástæðan akkuru ég er hættur að veðja á liverpool. Classic aumingjaskapur í gangi í vörninni.

  19. Svakalega eru bakverðir okkar búnir að eiga slakan dag helvítis kæruleysi og dómarinn er hlægilegur svakalegt að vera með svona lélega dómara í deildinni

  20. Takk dómari. Þu sefur sennilega vært í rótt enda búinn að gera það sem allir breskir dómarar elska: Að beygja leikinn og sögu hans undir þitt vald. Til hamingju!

  21. Vond úrslit, ömurleg dómgæsla og ömurlegur leikur hjá okkar mönnum.

    Moreno og Gomez skelfilegir. Andskotinn sjálfur, ekki besta veganesti fyrir Roma. Helvítis fokking fokk.

  22. Hvað er Moreno að gera inná þessum velli hvað er Gomez að gera þarna ? þetta eru menn sem eru að gera mistök og aftur mistök og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur.

    Klopp þetta er komið gott !

  23. Klopp í ruglinu í dag…bara staðreynd…það þarf bara að keyra á sterkasta liðinu þangað til hlutirnir eru í höfn…ömurleg frammistaða bakvarðana í dag og ekki var Klavan góður….

  24. Erfit að vinna leik 9 á móti 13 mönnum, Gomez og Moreno verri en einginn og dómari í bláum og hvítum búning eða náttúrulega enskur ekki hægt að gera til hans kröfur um að geta dæmt leikinn.

  25. Það eru bara svo allt of margir svona leikir með liverpool. Ótrúlegt klúður að tapa svona leik niður.

  26. Næstu deildarleikir eru allir gegn liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Næsti leikur gegn Stoke sem eru í bullandi fallbaráttu, leikurinn þar á eftir gegn Chelsea sem reyna allt til að ná okkur og síðasti leikurinn gegn Brighton. Þeir verða líklega búnir að tapa gegn Burnley, City og Utd þegar þeir mæta okkur og komnir ennþá neðar.

    Það er allavega ljóst að Klopp má ekkert vera að hvíla mikið meira í deildinni. Gæðamunurinn er rosalegur þegar einhver úr XI dettur út og næsti maður kemur inn.

Podcast – Hitað upp fyrir Roma

WBA 2-2 Liverpool