Liðið í dag.

Byrjunarliðið okkar í dag:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel- Insua
Gerrard – Mascherano
Kuyt – Voronin – Babel
Torres

Sýnist þetta allavega vera ca. það sem verið er að tala um.

Á bekknum í dag eru: Itandje – Hyypia – Finnan – Lucas – Benayoun.

Umræðan verður vafalaust um það að Crouch – Riise – Pennant og Alonso eru hvergi þarna en ég hlakka til að sjá hvernig Gerrard kemur út þarna aftarlega á miðjunni, hvernig Insua verður, hvort Torres skorar og slær met hestsins góða.

Ætla að njóta síðustu beinu útsendingarinnar frá Liverpool í bili!

14 Comments

  1. Lýst svo sem ágætlega á þetta lið, gaman að sjá Insua fá sénsins en hefði viljað sjá Nemeth frekar en Voronin þarna og leyfa Plessis líka að fá annan leik. Þetta eru leikirnir sem á að nota kjúklingana í, ekki útbrunna menn sem er nokkuð víst að fari. Held að Voronin hækki ekkert í verði þó að hann myndi setja 1-2 mörk í þessum leik.

  2. Mér persónulega finnst ömurlegt að sjá Voronin byrja inná í þessum leik. Hefði frekar viljað sjá Pacheco byrja inná, þótt hann sé ungur þá er hann örugglega skárri kostur en Voronin !!!

  3. Vandamálið á Englandi er náttúrulega að það eru bara leyfðir 5 varamenn.
    Mér finnst ég hafa séð það að á næsta ári ætti að leyfa 7 varamenn eins og á Spáni og Ítalíu er það vitleysa hjá mér eða hafa fleiri séð það?
    Ef svo er þá held ég að við förum að sjá allavega 1-2 kjúklinga á bekknum í hverjum leik.

  4. Jæja, hvað segja menn, hvernig hefur sá fyrri verið?
    Utd eru yfir og jafnt hjá Chelsea þannig að við vitum hvað það þýðir : (
    Koma svo!

  5. Vitið þið um einhverja síðu sem er betri en livescore.com?
    Ég er alveg að missa mig yfir því að þegar mikið er að gerast í sparkinu þá er alveg ómögulegt að loada síðunni, eins og hana skorti bandvídd : /

  6. Yeaaaaaa….. Torres að skora… Liverpool maskínan hrökk í gang og Voronin kveður með marki … 🙂

    Koma svo Torres… bæta við eins og einu kvikindi

  7. Sigurgeir #5: Það verða 7 varamenn á næstu leiktíð! Eitthvað sem var orðið löngu tímabært…
    Annars til hamingju með sigurinn Poolarar nær og fjær… fínn endir á stormasamri leiktíð…

Tottenham á morgun

Tottenham – Liverpool= 0-2